Þegar gengið var upp í Vogasel í Vogaheiði fyrir skömmu var sérkennilegur hlutur fyrir fótum fólks; grár ílangur hólkur með amerískri áletrun.
Af áletruninni að dæma gæti þarna verið um einhvers Dufliðkonar mælitæki að ræða. Ekki var að sjá snúrur eða tauma er gátu gefið til kynna tengsl þess við uppihaldið, en tækið virtist hafa fallið af himnum ofan og það ekki alveg nýlega. Þetta virðist vera einhverskonar dufl þar sem dýptin er stillt. Stærðin er ca. 100 x 12 cm og í annan andann er skrúgangur fyrir einhverja viðbót (sést illa á myndinni). Þetta liggur við Vogaselsstíginn nokkru ofan við Stóru-Aragjá.
Á duflinu er áritunin “DIFAR” sem og tölustafir og leiðbeiningar. Skv. því hefur hér verið um að ræða dufl frá ameríska hernum til að leita að og hlusta eftir ferðum kafbáta. Ólíklegt verður þó að telja að kafbátar hafi nokkru sinni átt leið um Vogaheiði.
Duflið, eða leifarnar af því,  mun hafa verið svonefnt Sonobuoys tæki búið sendi og mótakara til Dufliðað nema hljóð í sjó. Reyndar munu vera til þrjár tegundir af Sonobuoy;  viðbregðin, gagnvirk og til sérstakra nota. Fyrstnefnda er búið nema er hlustar eftir hljóði “skotmarksins”. Gagnvirka tegundin sendir merki og hlustar eftir endurkomu þess frá hlut. Síðastnefnda tegundin er notað til að safna tilfallandi upplýsingum, s.s. um hitastig sjávar, ölduhæð o.s.frv.
Duflunum er kastað frá flugvélum úr u.þ.b. 30.000 feta hæð. Staðsetningarbúnaður segir til um hvar duflin eru staðsett á hverjum tíma. Frá þeim má síðan lesa þær nákvæmu upplýsingar, sem þau safna á meðan á líftíma þeirra varir. Að honum loknum er viðkvæmum tækjabúnaði eitt og duflin falla til botns.
DufliðDuflin virka allt upp í 8 klst notkun allt niður á 1000 feta dýpi. Venjulega eru þau stillt með sérstökum rekbúnaði inn á að dvelja um stund á ákveðnu dýpi, s.s. 60, 90 eða 900 fetum í tiltekinn tíma; t.d.  eina klst, þrjár klst eða átta klst til að safna upplýsingum. Þau hafa einnig verið notuð til að fylgjast með og rekja ferðir hvala sem og staðsetja eldvirkni á hafsbotni.
Duflið í heiðinni mun vera hluti af slíkum hlustunarduflum.
En hvernig er kafbátahlustunardufl komið alla leið upp í ofanverða Vogaheiði? Fleiri en ein skýring getur verið á því. Ein er sú að duflið hafi fallið úr eða verið kastað út úr flugvél á leið yfir svæðið. Hugsanlega hafi verið um gallað tæki að ræða. Duflunum er komið fyrir í sérstökum “sleppurum” og gæti það hafa “sloppið” þaðan þegar flogið var yfir svæðið, t.d. inn til lendingar á Keflavíkurflugvöll.

 

Hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir tilkomu tækisins þarna í Vogaheiðinni þá er eitt alveg víst; það er þarna enn.

Duflið í Vogaheiði