Bieringstangi

“Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill f jöldi verstöðva, stórra og smárra.
Hinar Bieringstangi-31helztu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faxaflóa og Suðurstrandarinnar. Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum, en þegar öllu er á botninn hvolft, má það heita miklum vafa bundið, hvort nokkur annar landshluti hefur átt slíka auðlegð fyrir ströndum úti, sem þessi hrjóstrugi, eldbrunni og hraunrunni skagi, sem teygir bæl og tá út í Atlantshafið.”
Í Tímanum 1965 segir Björn Þorsteinsson m.a. eftirfarandi um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd: “Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni.
Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Bieringstangi-33Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt. Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir.
Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga er siður, og beyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með silfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.”
Bieringstangi-34Í Lesbók Morgunblaðsins getur afkomandi Bierings um samnefndan tanga sem og verslunina þar: “Mest kvað að Mouritz Wilhelm, sem ílentist hér á landi og Peter Stefáni, sem fluttist til Danmerkur og eru frá honum komnar merkar ættir þar í landi. Mouritz varð verslunarstjóri við útibú Flensborgarverslunar í Keflavík 1837 og fimm árum síðar tók hann við forstöðu sömu verslunar í Reykjavík. Varð hann þvínæst eigandi þeirrar verslunar árið 1850. Á árabilinu 1852–53 lét Mouritz byggja stórt verbúðarhús ásamt með salt- og fiskgeymsluhúsum á Vatnsleysuströnd skammt fyrir norðan Vogana og var þessi verstöð kölluð Bieringstangi. Var þar rými fyrir 30 manns. Lagðist verstöðin af undir aldamótin 1900.
Bieringstangi-35Símon Dalaskáld dvaldi um skeið í verstöðinni á Bieringstanga og orti þar Bieringsborgarrímur, sem fjölluðu í hetjukvæðastíl um daglegt líf í verbúðunum. Rímurnar komu út í bókinni “Tvennar rímur” árið 1953.
Mouritz gerðist umsvifamikill kaupmaður. Flutti hann flestar vörur að og frá landinu með eigin skipi, „Drei Annas“. Mouritz var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jane Mary Robb og eignuðust þau hjón 8 börn. Jane Mary andaðist árið 1851, en Moritz kvæntist ári síðar Ingibjörgu Amalíu, systur Jane Mary og átti með henni 4 börn. Þau hjónin fórust með
skipinu „Drei Annas“ í mannskaðaveðri út af Álftanesi á Mýrum 27. nóvember 1857 ásamt
tveim börnum Mouritzar af fyrra hjónabandi.”

Heimildir:
-Sjómannablaðið Víkingur, Gils Guðmundsson, Sandgerði, 7. árg. 1945, 8. tbl., bls. 172.
-Tíminn – Sunnudagsblað, Björn Þorsteinsson, Suður með sjó, 20. september 1964, bls. 881.
-Lesbók Morgunblaðsins, Gunnar Biering, Fjársjóður fróðleiks, 25. nóvember 2006, bls. 6.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.