Tag Archive for: Vogar

Borgarkotsstekkur

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ fjallar höfundurinn, Sesselja Guðmundsdóttir, um stekkina ofan Vatnsleysu, Flekkuvíkur, Borgarkots, Bakka og Kálfatjarnar.

Miðmundarstekkur

Mundastekkur.

Um Mundastekk segir: „Tvívörðuhóll heitir hóll rétt niður og vestur af Arnarvörðu fast við Strandarveginn og vestan undir honum er Mundastekkur sem líklega var frá Flekkuvík. Á hól fast upp af og við Tvívörðuhól er braggagrunnur af einni varðstöð stríðsáranna og að henni liggur greinilegur vegarslóði. Tvívörðuhæð er hæðin þarna kölluð en Tvívörður voru neðan Strandarvegar.“

Um Borgarkotsstekk segir: “ Neðan við Strandarveg, innst á há Hæðinni, er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson (f. 1838) útgerðarmann á Stóru-Vatnsleysu. Vegagerðarmenn rifu vörðuna eins og margar aðrar á þessum slóðum en hún var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og Magnúsi syni hans. Á „hafnfirskan“ stein í vörðunni er klappað nafnið Stefánsvarða.

Stefánsvarða

Stefánsvarða.

Varðan stendur við gamla götu sem virðist vera frá svipuðum tíma og Almenningsvegur og er hún flóruð á lcöflum eins og Hestaslóðin. Þessi gata lá neðar og nær bæjum allt frá Vatnsleysu að Kálfatjörn og hefur líldega frekar verið notuð af heimafólki en hinum almenna vegfaranda. Hólarnir tveir neðan við vörðuna heita Stefánsvörðuhólar og norðan undir þeim nyrðri er Borgarkotsstekkur.“

Staðarstekkur

Staðarstekkur – teikning.

Gísli Sigurðsson segir í örnefnalýsingu sinni fyrir Kálfatjörn og Litlabæ frá Bakkastekk: „Upp frá Nausthól er Vatnsstæðið, áður nefnt, en þar ofar eru svo kallaðar Kálfatjarnarmógrafir rétt ofan við Langahrygg. Þar enn ofar er Bakkastekkur og sjást þar rústir. Þá er hér einnig að finna Borgarkotsstekk suður og upp frá Borgarkoti.“

Sesselja segir: „Norður af Staðarborg og vestur af Þorsteinsskála er Staðarstekkur.“ Um er að ræða óljósar tóftir í lágum klofnum klapparhól. „Nú förum við aftur niður á Strandarveg og fyrir neðan Hæðina, innan og austan við afleggjarann að Bakka og Litlabæ, (u.þ.b. 200 m) er Heimristekkur vestan undir Heimristekkhól. A hólnum er há þúfa en hóllinn er rétt fyrir ofan Almenningsveginn. Heimari = heimri þýðir það sem er nær bæ af tvennu og í þessu tilviki var Heimristekkur nær bæ en Staðarstekkur.“

Bakkastekkur

Bakkastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ segir um Bakkastekk: „Beint upp af Nausthólsvík miðja vegu milli Langahryggjar og þjóðvegarins gamla, eru stórir klapparhólar. Þar milli hóla, í graslaut, er Bakkastekkur,“ segir í örnefnaskrá. Bakkastekkur er um 590 m austur af Bakka, um 720 m norðaustur af Gamla-Bakka og um 850 m norðaustan við Kálfatjarnarbæ.
Stekkurinn er í grasi gróinni laut milli hraunhóla og er lautin opin til norðvesturs. Úr henni sést að Gamla-Bakka og Litlabæ. Smáþýft er í lautinni.
Stekkurinn er ógreinilegur í norðurjaðri lautarinnar í dálitlum halla mót suðri. Stekkurinn er grjóthlaðinn, um 5x  m að stærð og snýr NNV-SSA. Í suðurendanum er lítið hólf, um 1 x 2 m að innanmáli, snýr VSV-ANA. Í norðurendanum er óljós grjótþúst, um 1,5×1,5 m að stærð.“

Borgarkotsstekkur

Borgarkotsstekkur.

Um Borgarkotsstekk segir: „Tveir hólar skammt fyrir neðan vörðuna [Stefánsvörðu], annar til vesturs hinn til norðurs, kallast Stefánsvörðuhólar. Norðan undir þeim nyrðri (hann kallast einnig Stekkhóll) er Borgarkotsstekkur,“ segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er dálítinn spöl norðvestan við Stekkhól, um 220 m norður af Stefánsvörðu, um 1 km suðaustur frá Borgarkoti 027 og um 1,7 km norðaustan við Kálfatjörn. Stekkurinn er í dálítilli grasi vaxinni laut. Aflíðandi brekka er upp úr lautinni til suðurs en grónir hraunhólar mynda kraga í kringum lautina alla. Þó er op á honum til norðausturs. Stekkurinn er grjóthlaðinn, tvískiptur og snýr norður-suður. Tóftin er um 6×3 m og mesta hleðsluhæð er 0.5-10 cmetrar. Tóftin er allvel gróin, aðallega grasi og elftingu en víða sést í grjót.“

Heimristekkur

Heimristekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Um Heimristekk segir: „Til suðurs frá Stefánsvörðu og nokkuð frá veginum er allhár hóll og brattur til norðurs. Hann heitir Grjóthóll.Til suðvesturs frá Grjóthól og nær veginum er Heimristekkur, vestan undir Heimri-Stekkhól. Heimristekkur er um 200 m til austurs frá steinkofa þeim, sem stendur við veginn heim að Bakka,“ segir í örnefnaskrá. Heimristekkur er sunnan undir sprungnum hraunhelluhól, um 780 m norðvestur af Staðarstekk og um 930 m austur af Kálfatjörn.
Um 200 m sunnan við aðalveginn er hár hóll með hundaþúfu efst og suðsuðaustan við hann er ívið minni hóll, krosssprunginn hraunhelluhóll. Stekkurinn er sunnan undir honum á grasi grónum bletti í mosavöxnu hrauninu.
Tóftin er mjög gróin en á stöku stað sést í grjóthleðslur. Tóftin er tvískipt, um 7 x 5 m að stærð og snýr austur-vestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,7 m. Austara hólfið er um 1×1 m að innanmáli og það vestara er um 2 x 3 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á tóftinni í suðvesturhorni og í gengt er í minna hólfið um stuttan gang úr stærra hólfinu.“

Staðarstekkur

Staðarstekkur.

Um Staðarstekk segir: „Spottakorn upp af Heimristekk er Staðarstekkur,“ segir í örnefnaskrá. Staðarstekkur er um 320 m norður af Staðarborg 049 og um 1,7 km suðaustur af Kálfatjörn.
Stekkurinn er í stórri sprungu nyrst á hraunhelluhól. Einnig er sprunga á hólnum vestanverðum en hún er grynnri. Hóllinn er allstór en lágur og flatur. Allt í kringum hann er grasi vaxið en jarðvegseyðing víða komin nærri honum. Heildarstærð stekkjarins er um 22×3 m. Sprungan sem stekkurinn er í liggur austur-vestur og er víðast um 1,5 m á breidd og hafa öll hólfin þá breidd nema hólf D. Suðurveggur sprungunnar er hærri en sá nyrðri og beinni. Hæstur er hann um 1,8 m. Norðurveggurinn hallar út til norðurs og er hæstur um 1,4 m.  Almennt fer lítið fyrir hleðslum sem eru þvert á sprunguna því hún er mjög grasi vaxin og hleðslur eru flestar lágar. Sumstaðar sést í grjót.“

Flekkuvíkurstekkur

Flekkuvíkurstekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Um Flekkuvíkurstekk segir: „Upp af Stekkjarvíkinni er Stekkjarmóinn, velgróinn og allstór um sig. Við austurjaðar hans, nokkurn spöl frá sjó, er Flekkuvíkurstekkur sunnan undir lágum hól, Stekkhólnum,“ segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er um 450 m norðvestur af bæ.
Stekkurinn er sunnan undir lágum hraunhól í grónu hrauni en mikill holmói er nálægt honum til norðvesturs. Vestan og norðvestan við stekkinn er allgott beitarhólf, flatlent og grösugt.
Stekkurinn er tvískipt tóft, grjóthlaðin og vel gróin. Hún er um 3 x 5 m að stærð og snýr norður-suður. Hleðslur sjást í suðurenda, mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Hólf I) er í norðurenda, það er um 1,5 x 0,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur, ógreinilegt. Op er á því til austurs.“

Vatnsleysustekkur

Flekkuvíkurstekkur II.

Um Flekkuvíkursel II segir: „Á heimasíðu Ferli[r]s segir: „Annar stekkur, einnig tvískiptur er skammt sunnan við suðvesturhorn túngarðsins. Hann er hlaðinn úr stórum steinum.“ Steinhlaðin tóft er skammt utan túns, um 10 m vestan við núverandi veg heim að Flekkuvík og um 180 m norðaustur af bænum.
Tóftin er í grasgefnum móa þar sem eru lágir klapparhólar. Tóftin er grjóthlaðin og skiptist í þrjú hólf. Hún er um 10×5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er hlaðin sunnan í lágan klapparhól og er lágur bergveggur notaður í norðausturvegg. Hlaðið er ofan á hann að hluta.

Flekkuvíkurstekkur

Flekkuvíkurstekur/rétt – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftin er hlaðin úr stóru hraungrýti en hleðslur hrundar að miklu leyti. Hólf A) er stærsta hólfið, það er um 4×3 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Innan við það til vesturs er lítið hólf B) , um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Í suðausturenda tóftarinnar er svo hólf C) sem er að innanmáli um 3, 5 m í þvermál. Einföld hleðsla er í veggjum þess og hefur sennilega verið aðhald í því framan við tóftina. Op er á þessu hólfi til norðausturs. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 0,4 m. Ekki sjást op inn í hólf A eða B. Hlutverk tóftar er ekki þekkt með vissu en höfundur texta á heimasíðu Ferli[r]s telur að um stekk sé að ræða. Ef til vill er hér um útihús eða kvíar að ræða.“
Ef um útihús hafi verið að ræða á nefndum stað mætti nefndi „höfundur“ þess vegna heita haughús. Þarna eru engar minjar um útihús, hvorki á stanum né í umhverfinu. Ef ekki hafi verið um stekk að ræða þarna hefur þar verið tvískipt gerði, jafnvel rúniningsrétt. Af umhverfinu að dæma virðist hún ekki hafa verið varanlega notuð.

Mundastekkur

Mundastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Um Mundastekk segir: „[…] og vestan undir honum [Strandaveginum] er Mundastekkur sem líklega var frá Flekkuvík,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Stekkurinn er fast vestan undir Tvívörðuhæð og um 1,1 km í suðvestur frá bæ.
Stekkurinn er á stéttum grasbala í nokkuð grónu hrauni en næst stekknum er flagmói. Skammt sunnan við stekkinn er reiðstígur.
Stekkurinn er grjóthlaðinn en vel gróinn og hleðslur signar. Hann er 7×6 m að stærð og snýr austur-vestur.

Mundastekkur

Mundastekkur.

Stekkurinn skiptist í tvö hólf en veggurinn sem skilur hólfin að sést mjög illa og er afar vel gróinn. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Líklega hefur verið op inn í tóftina í norðvesturhorni hennar en það er mjög óskýrt. Hólfin eru samsíða í sömu stefnu og tóftin. Syðra hólfið I) er um 1×3 m að innanmáli og nyrðra hólfið II) er um 4,5×2 m að innanmáli. Í austurenda þess virðist vera lítið hólf sem er um 1×0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður en það getur verið að það sé aðeins hrun úr veggjum.“

Stekkir eru hluti búsetuminja fyrri tíðar. Þá ber að varðveita, líkt nauðsynlegt er að varðveita söguna.

Heimildir:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, 2007.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Örnefnalýsing fyrir Kálfatjörn, Litlibær – Gísli Sigurðsson.

Mundastekkur

Mundastekkur.

Fornistekkur

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ segir m.a. um svæðið neðan Arnarbælis í landi Brunnastaða:

Gamlivegur

Gamlivegur.

„Nú förum við niður og vestur fyrir Arnarbæli en þar er stekkur í lágri grasbrekku sem snýr í norðvestur og heitir Fornistekkur. Stekkurinn er á milli Skjaldarkotslága og Arnarbælis.
Brunnhóll heitir hóll með vörðu á og er hann suðvestur af Fornastekk en suður af Skjaldarkotslágum, u.þ.b. 200 m fyrir ofan Gamlaveg. Neðan og norðan við hólinn, rétt fyrir ofan fjárgirðinguna, er lítið vatnsstæði í klöpp og annað ofar og aðeins vestan við hólinn. Heimildir eru til um tvo Brunnhóla á þessum slóðum, Efri-Brunnhól og Neðri-Brunnhól og það gæti verið að þessi tvö vatnsstæði tengdust umræddum hólum. Vestan undir Brunnhóli er gamall nafnlaus stekkur.“

Fornistekkur

Hlöðunes – Fornistekkur.

Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Brunnastaði segir: „Ofan við Gamlaveg skammt ofan Gilhóla er Brunnhóll, þar var hola niður í hraunklöpp sem sjaldan var þurr. Þar rétt norður af er stekkur, syðst og vestast í lágunum, nefndur Fornistekkur.“

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III“ er getið um Fornastekk: „Fornistekkur er um 1,3 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Stekkurinn er um 50 m norðaustan við núverandi landamerki á móti Hlöðunesi og kann því að hafa tilheyrt þeirri jörð.

Brunnastaðir

Brunnastaðir – Nafnlausistekkur.

Stekkurinn er í aflíðandi brekku í norðvestanverðu holti. Uppgræddur mói er til norðvesturs. Tóftin er um 10×5,5 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hún skiptist í tvö hólf og er sigin og gróin. Hólf I er í norðausturhluta tóftarinnar. Það er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sést op á því.
Hólf II er í suðvesturenda tóftar. Það er um 4 m á lengd og 2-3 m á breidd, breiðast í suðausturenda. Op er á hólfi II í norðurhorni.

Brunnastaðir

Nafnlausistekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftin er að mestu leyti grjóthlaðin en torf hefur líklega einnig verið í hleðslum í hólfi I í norðausturhlutanum. Mesta hleðsluhæð er 0,3 m, ekki sést fjöldi umfara í hleðslum sem eru allar hrundar. Um 4 m suðaustan við tóftina og ofar í brekkunni er þýfð þúst sem er um 3×3 m að stærð og 0,3 m á hæð. Þar kunna frekari mannvirki að leynast undir sverði.“

Um nafnlausa stekkinn í Brunnhól segir: „Stekkurinn er í grasi gróinni, aflíðandi brekku til norðvesturs. Allstórt, flatlent og grösugt svæði er norðvestan við stekkinn í annars fremur hrjóstrugum hraunmóa.
Stekkjartóftin er grjóthlaðin og skiptist í 3 hólf. Hún er um 6×6 m að stærð. Hólf I er í suðvesturhluta tóftarinnar. Það er um 0,5×1,5 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til norðvesturs.

Brunnhóll

Brunnhóll – stekkur.

Hólf II er í austurhorni tóftar og er um 1×1 m að innanmáli. Ekki sést skýrt op á því. Hólf III er fast norðvestan við hólf II og er um 2×1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Ekki er veggur fyrir norðvesturhlið hólfsins og það því opið til þeirrar áttar. Frá norðurhorni tóftarinnar liggur aðrekstrargarður til suðvesturs og er um 6 m að lengd og 0,5 m á breidd. Tóftin er gróin í suðvesturhluta. Mesta hleðsluhæð er um 0,4 m og mest sjást 3 umför.“

Reyndar eru leifar þriggja fornra stekkja í og við Brunnhól, auk smalabyrgis og refaskyttuskjóls. „Brunnurinn“ er þar skammt frá. „Nafnlausi“ stekkurinn er ólíkur hinum, þ.á.m. Guðmundarstekk og Fornastekk, að í honum eru þrjú afmörkuð hólf. Heimastekkir höfðu jafnan tvö hólf líkt og stekkir í seljum (þar voru líka kofar fyrir búr, baðstofu og eldhús), en „millistekkir“, þ.e. á millum seljanna í heiðinni og bæja, höfðu þessi þrjú hólf, en voru án fyrrnefndra kofa. Aukahólfið var notað til skammtímageymslu afurðanna. Nafnlausistekkur ber því keim af heimaseli.

Brunnhóll

Brunnhóll – stekkur.

Í „Örnefni og göngleiðir“ er Guðmundarborg lýst: „Upp og norðaustur af Lúsaborg er Þúfuhóll en af sumum kallaður Lambskinnshóll. Annar Lambskinnshóll er einnig sagður fast neðan Gamlavegar og var honum lýst hér á undan. Stuttu austur af Þúfuhól er svo Guðmundarstekkur norðan undir Stekkholti.
Fast upp af Stekkholti eru tveir Presthólar, Efri-Presthóll og Neðri-Presthóll, og sagt var að þar væri mikil huldufólksbyggð. Sigurjón Sigurðsson (1902—1987) frá Traðarkoti segir í örnefnalýsingu af Brunnastaðalandi: „Sagt er, að þeir dragi nafn sitt afþví, að einhvern tíma hafi hóllinn (hólarnir) staðið opinn og sést inn í hann (þá) og haft prestur í fullum skrúða staðið þar fyrir altari. “

Brunnhóll

Brunnhóll – vatnsstæði.

Milli Presthóla liggur Almenningsvegurinn og er mjög greinilegur þar og því tiltölulega auðvelt að rekja sig eftir honum frá hólunum og suður í Voga. Gatan hefur verið vel vörðuð á þessum kafla íyrrum en nú standa aðeins lágreistar grjóthrúgur eftir. Sumstaðar hverfur hún alveg í grjótmela og moldarflög en annarstaðar, t.d. austan við Presthóla, sjást djúp hófaför í klöppum.“

Í Örnefnalýsingunni fyrir Brunnastaði segir: „Austan Lúsaborgar er hóll með vörðu á, upp af Grænhól, sá heitir Lambskinnshóll. Og þar upp af eru tveir hólar, allstórir klapparhólar, mjög líkir og skammt á milli þeirra. Þeir heita Presthólar, sunnan þeirra er varða sem er á merkjum. Í Presthólum er allt iðandi af lífi, það er huldufólkslífi. Milli Lambskinnshóls og Presthóla er stekkur, Guðmundarstekkur, stekkur þessi var frá Neðri-Brunnastöðum.“

Brunnhóll

Brunnhóll – refaskyttuskjól.

Guðmundarstekk er lýst í fornleifaskráningunni: „Þar sem lömbum var í eina tíð stíað frá ánum heitir Guðmundarstekkur, en Ragnar Ágústsson nefnir hann aðeins Stekk,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Stekkjartóftin er um 130 m norðvestan við vörðu á Neðri-Presthól og 390 m suðvestan stekk. Stekkurinn er um 1,72 km sunnan við bæ.
Stekkurinn er norðan undir hlíðum lágs hóls eða holts sem er norðvestur af Presthólum. Umhverfis stekkinn er allgróið en annars er hraunmóinn í kring gróðurlítill.

Guðmundarstekkur

Brunnastaðir – Guðmundarstekkur.

Stekkurinn er grjóthlaðinn og skiptist í þrjú hólf. Hann er um 11×9 m að stærð og snýr norður-suður. Hólf I er um 4×7 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er á því í norðurenda. Innan þess er lítið hólf II sem er um 2×2 m að stærð og snýr NNV-SSA. NNV-endi þess er óskýr og kann það að hafa náð lengra í þá átt. Ekki er veggur fyrir þeim enda. Mögulega var op úr hólfi II til austurs inn í hólf III sem er um 2,5×1,5 m að innanmáli og snýr nálega norður-suður. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m og sjást mest 3 umför. Suðvesturhornið er mjög gróið og óskýrt.“
„Ekki fjarri stekknum eru Neðri- og Efri-Presthóll, sem oft eru aðeins nefndir Presthólar. Presthólar eru 1,6 km suðaustan við Efri-Brunnastaði og 100 m suðaustan við Guðmundarstekk.

Framangreindir stekkir eru nokkurn veginn í línu í skjóli fyrir austanáttinni til norðnorðausturs frá Prestshól að Brunnhól.

 

Guðmundarstekkur

Guðmundarstekkur – uppdráttur ÓSÁ

Presthólar eru allháir hraunhólar í móa sem er að nokkru leyti uppblásinn. Varða er á Neðri-Presthól og hleðsla er á Efri-Presthól. Minjarnar eru á svæði sem er um 145×2 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Varðan A á Neðri-Presthóli er norðvestast á svæðinu. Hún er um 1,2×1,2 að grunnfleti. Varðan er nokkuð ferköntuð að lögun og eru hleðslur hennar hrundar. Hún er um 0,5 m á hæð og sjást 3 umför í henni en þau eru illgreinanleg. Ekki er vitað í hvaða tilgangi varðan var hlaðin en hún kann að hafa vísað á Almenningsleið/Alfaraleið sem lá á milli Presthólanna.
Hleðsla B á Efri-Presthól er suðaustast á svæðinu. Hún er á háhólnum í grunnri sprungu sem liggur eftir hólnum. Hleðslan er útflött og gróin. Hún er um 1,5×2 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Mesta hæð hleðslunnar er 0,3 m og 2 umför sjást á einum stað. Hlutverk hleðslunnar er ekki þekkt en þarna kann að hafa verið vatnsstæði.“

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir 2007.
-Örnefnalýsing fyrir Brunnastaði – Ari Gíslason.
-Ragnar Ágústsson – Ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi.

Guðmundarstekkur

Guðmundarstekkur.

Litlistekkur

Gengið var upp frá Breiðagerði með það að markmiði að skoða „Breiðgerðisstekk“ sbr. fornleifaskráningu fyrir Voga, sem og Litlastekk ofar í heiðinni. FERLIRsfélagar hafa um stund dundað sér við að skoða áreiðanleika fyrrum fornleifaskráninga á Vatnsleysuströnd. Ljóst er að margar fornleifar á svæðinu hafa enn ekki verið skráðar og sumar hinna skráðu minja verða að teljast í besta falli hæpnar með hliðsjón af dregnum ályktunum. Mikilvægt er að allar fornleifar séu skráðar og að þær séu rétt skráðar.

Hestaslóðin

Hestalóðin – Almenningsvegur.

Ofan Vatnsleysustrandarvegar var fyrst komið að „Hestaslóðinni“, sem Sesselja nefnir í bók sinni „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins); „Ofan syðstu sumarbústaðina í Breiðagerði er nokkuð áberandi varða og fast neðan hennar komum við á Hestaslóðina sem svo var nefnd“.
„Varðan er um 440 m sunnan við bæ, á fremur lágu holti í hraunmóa sem er að hluta gróinn. Varðan er ferköntuð í grunninn, er um 1 m á kant. Hún er um 1,5 m á hæð og sjást 8 umför hleðslu í henni. Hún hefur líklega verið endurhlaðin að hluta. Líklegt er að varðan hafi vísað Almenningsveginn“, segir í fornleifaskráningunni. Sú ályktun virðist, af öllum ummerkjum við nána skoðnun,  vera rétt.

Breiðagerðisstekkur

Breiðagerðisstekkur.

Í „Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II“ frá árinu 2014 segir um framangreindan stekk: „Ofan Vatnsleysustrandarvegar er tóft, um 530 m sunnan við bæ. Tóftin stendur nokkuð hátt á grónum hól í hraunmóa. Tóftin virðist vera þrískipt og garðlag liggur frá henni til norðurs, líklega aðrekstrargarður. Tóftin er grjóthlaðin en gróin. Hún er um 10×6,5 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Með aðrekstrargarðinum er hún um 10×6,5 m að stærð. Hólf I er norðaustast í tóftinni. Það er um 1×3 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Op er inn í það úr norðvestri.

Breiðagerðisstekkur

Breiðagerðisstekkur – teikning.

Hólf II er samsíða hólfi I og skilur hæsti veggur tóftarinnar þessi tvö hólf að. Það er um 2×2,5 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Ógreinileg hleðsla er fyrir norðvesturenda þessa hólfs sem heldur áfram til norðurs og verður greinilegri. Óskýrt op er inn í hólf II, í norðurhorni þess. Hólf III er norðvestast í tóftinni. Í veggjum þess er einföld röð stórgrýtis. Það er um 2×1 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Ekki sést skýrt op inn í það. Hólf II hallar lítillega til suðvesturs. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 1 m og sjást 3 umför. Líklegt er að þessi tóft sé af stekk en til þess bendir helst fjarlægð frá bæ og gerð tóftarinnar.“

Breiðagerðisborg

Breiðagerðisborg – smalaskjól.

Á samliggjandi klapparholti eru jarðlægar hleðslur; mjög líklega leifar smalaskjóls. Lögun skjólsins sést þó enn, auk þess að það ber þess merki að hafa verið hlaðið af unglingi (smásteinahleðslan bendir til þess).

Augljóst er að framangreindur stekkur hafi verið hlaðinn upp úr eldri fjárborg. Neðstu lög hennar sjást allt umleikis. Líklega er verið að rugla þarna saman örnefnum þar sem segir í fornleifaskráningu fyrir Stærra-Knarrarnes um Borg; tóftir/stekk: „Upp af Vorkvíum er Krummahóll og var vörðubrot á honum.- Grasigróinn hóll, þýfður og svolítið toppmyndaður, er rétt suðaustan Krummahóls. Hann heitir Borg.

Breiðagerðisborg

Breiðagerðisstekkur/-fjárborg – uppdráttur ÓSÁ.

Svolítil lægð er milli Borgar og Krummhóls,“ segir í örnefnaskrá. „Rétt sunnan og ofan við vegamót Gamlavegar og Strandarvegar í Breiðagerði er Krummhóll með uppmjórri vörðu á og í framhaldi og upp af honum kemur svo Borg en það er langt holt nokkuð gróið og þar gæti hafa verið fjárborg fyrrum.“
Síðan er fjallað um beitahús og stekkjartóft, en ekki minnst á „borg“. Þessi lýsing á aftur á móti við um minjar í Sauðholtum ofan Minna-Knarrarness, en ekki nefnds stekks ofan Breiðagerðis. Hins vegar er augljóst, sem fyrr sagði, að stekkurinn sá á uppruna sinn í eldri fjárborg á tilteknum stað; „um 530 metrum sunnan við bæ“.

Breiðagerði

Breiðagerði – heiðargerði.

Ofar í heiðinni var gengið fram á fornt gerði utan í klapparhól. Hleðslurnar voru orðnar nær jarðlægar, en þó sást vel móta fyrir þeim. Þarna gæti hafa verið rúningsrétt fyrrum. Tóft þessi hefur ekki verið fornleifaskráð.

Miðsvegar í heiðinni er Litlistekkur. Í forleifaskráningu fyrir Breiðagerði segir: „Þar var í Heiðinni Litlistekkur og Breiðagerðisskjólgarður,“ segir í örnefnaskrá. „Fyrir ofan og austan Borg er stekkur sem heitir Litlistekkur,“ segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir.

Litlistekkur

Litlistekkur.

Litlistekkur er um 1,1 km suðaustan við bæ. Stekkurinn er norðaustan undir allháum, grónum hraunhól, ofarlega í heiðinni. Dálítill grösugur kragi er umhverfis stekkinn og hólinn.
Svo virðist sem tvö byggingarstig séu í Litlastekk. Tvískipt grjóthlaðin stekkjartóft, B, virðist vera hlaðin inn í eldri gróna tóft, A, sem er um 9×6 m að stærð og snýr SSA-NNV. Í SSA-enda eldri tóftarinnar er eitt nokkuð skýrt en gróið hólf sem er um 1×1,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Ekki sést op á því. Tóft B er hlaðin inn í aðalrými tóftar A. Inngangur í tóft A virðist vera í norðurhorni. Mesta hæð veggja er um 1 m í SSA-enda.

Litlistekkur

Litlistekkur.

Tóft B er um 5×4,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Inngangur er á norðvesturgafli. Hólf I er um 2×3 m að innanmáli og snýr eins og tóft. Hólf II er um 1×3 m að innanmáli og er samsíða hólfi I. Opið er á milli hólfa í norðvesturenda tóftarinnar. Mesta hleðsluhæð er um 1 m og mest sjást 3 umför hleðslu.“

Litlistekkur ber ekki nafn með réttu. Þarna er greinilega um seinni tíma heimasel að ræða frá Breiðagerði. Vel er gróið í kringum stekkinn, einkum suðurhlutann. Þar virðist hafa verið búr tengt utanverðum stekknum. Stekkurinn sá er síst minni en þekkist í nærliggjandi stekkjum í heiðinni. Umfang og stærð stekkjanna markaðist jafnan af fjölda fjár frá einstökum bæjum á hverjum tíma.

Litlistekkur

Litlistekkur.

Þegar staðið er á ofanverðum hólnum er stekkurinn liggur norðlægt undir kallast staðsetningin greinilega á við stekkinn skammt vestar í Knarrarneslandi. Þar er líklegt að hafi einnig verið heimasel um tíma. Þarna á millum er hlaðinn varða á klapparhól, skammt ofar; landamerki jarðanna millum Digruvörðu ofan bæjar og vörðunnar á Knarrarnesklapparholti.

Báðir stekkirnir gefa sterklega til kynna að um heimasel hafi verið að ræða. Stekkirnir og aðliggjandi tóftir báru þess glögg merki að um slíkar minjar hafi verið um að ræða, væntanlega eftir að aflokinni selstöðunum í Breiðagerðis- og Knarrarnesseli ofar í heiðinni síðla á 19. öld.

Breiðagerðisstekkur

Breiðagerðisstekkur/-fjárborg.

Með breyttum búskaparháttum, tilkomu þéttbýlismyndunar og fækkun fólks í sveitum færðust selstöðurnar nær bæjunum. Í lok stekkjartímans, sem hafði tíðkast allt frá landnámi, færðust stekkirnir nær alfarið um stund að útjaðri heimajarðanna. Við tók afréttatímabilið, er enn þekkist. Allt þetta er reyndar saga út af fyrir sig, sem vel hefur áður verið tíunduð hér á vefsíðunni.

Mikilvægt er að gaumgæta búsetuminjar vorar í hinu sögulega samhengi – og ekki síður að kunna að staðsetja þær í því samhengi.

Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 1 mín.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, 2007.

Minna-Knarranes

Heimasel Minna-Knarrarness í Sauðholtum.

Minna-Knarrarnes

Á göngu FERLIRsfélaga í heiðinni ofan Vatnsleysustrandar, millum Auðnaborgar og Lynghólsborgar, ofan Knarrarness, rákust þeir m.a. á þrjár nálægar tóftir á grónum klapparhrygg, á svonefndu Sauðholti.

Krummhóll

Krummhóll – „vörðubrot“.

Getið er um Sauðholt í örnefnalýsingu Kristjáns Eiríkssonar fyrir Knarrarnes, sbr. „Upp af Vorkvíum er Krummhóll og var vörðubrot á honum. – Grasigróinn hóll, þýfður og svolítið toppmyndaður, er rétt suðaustan Krummhóls. Hann heitir Borg – Svolítil lægð er milli Borgar og Krummhóls. Lynghóll er vestur af Krummhól. Flatir eru ofan við Borgina og ofan þeirra Sauðholt (ft)“. Kristján getur ekki um tóftir í Sauðholtum.

Framangreind lýsing skýrir margt enn óskýrt á þessu svæði, auk þess að nauðsynlegt var að skýra það um betur. Vörðubrotið á Krummhól sést enn, Vorkvíar voru afgirtur gróinn blettur ofan við Hellur í landi Minni-Knarrarvogs. „Grashóllinn gróni“ er reyndar austan Krummhóls. Á honum er gömul fjárborg. Lynghóll er langt farri í suðvestri. Lýsing Kristjáns er þrátt fyrir framangreint ágæt ávísun á Sauðholtin. Hún vakti áhuga á nánari könnun á vettvangi.

Knarrarnes - refagildra

Knarrarnes – refagildra.

FERLIR gekk í framhaldinu með Birgi Þórarinssyni, húsbónda á Minni-Knarrarnesi, upp í heiðina á tilnefndu svæði. Birgir er þarna öllum hnútum kunnugur.

Eftir að hafa gengið að Digruvörðu, landamerkum Minni-Knarrarness og Ásláksstaða vestan yfir Vorkvíar og skoðuð tóft „brúsahússins“ við Gamlaveg ofan Hellu var staðnæmst við litla landamerkjavörðu á klapparhól ofan vegarins. Ljóst var að varðan sú var í sjónhendingu við Digruvörðu í línu upp heiðina að áberandi vörðu á Knarrarstaðaholti með beina stefnu í „Nyrðri-Keilisbróður“.

Minna-Knarranes

Minna-Knarrarnes – minnismerki um hund.

Skammt austar var stölluð nútímavarða í lægð á millum skollóttra hraunhraunhóla. Birgir sagði að hann hefði leyft Ítala nokkrum, eftir hans þrábeiðni, að grafa dauðan hundinn hans þarna og auk þess að hlaða minnismerki hundinum til heiðurs. Birgir sagðist hafa verið fjarverandi þegar leyfið var veitt svo umfangið hafi komið honum á óvart er heim kom.

Haldið var áfram upp heiðina og staðnæmst við vörðubrotið á Krummhól. Auðljóst var að þarna hafði verið skjól refaskyttu fyrrum. Leifar af torfhlaðna skjólinu gáfu það til kynna, auk þess sem varðan virtist skjól fyrir skyttuna fyrir niðurkomu refsins beggja vegna ofanverðar klapparhæðar.

Minna-Knarrarnes

Krummhóll – „vörðubrot“.

Töldu viðstaddir líklegt, að fenginni reynslu, að hlaðna refgildru væri að finna í nágrenninu. Bæði var það vegna staðsetningar skjólsins með hliðsjón af landslaginu og tilkomu byssunnar á síðari tímum. Hafa ber í huga að refurinn hefur frá örófi alda fetað sömu slóðirnar fram og til baka eftir árstíðum. Forfeðrum vorum var kunnugt um það. Þeir hlóðu því gildrur í gegnum aldir á sömu slóðum og seinni tíma veiðimenn nýttu sér aðstöðuna með nýjum og nútímalegri áhöldum.

Eftir stutta göngu var gengið, að því er virtist fram á vörðubrot á klapparhrygg. Við nánari skoðun var þarna greinilega um forna hlaðna refagildru að ræða, þá 98. fundna og skráða á Reykjanesskaganum.

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – forn refagildra opinberuð um skamma stund.

Skv. Þjóðminjalögum má að vísu ekki hreyfa við fornleifum án heimildar Minjastofnunar, en þar sem reyndasti fornleifafræðingurinn á svæðinu var með í för, var ákveðið að sýna þátttakendum hleðslutæknina, innvolsið og lýsa tilgangi og tilurð þess fyrir viðstöddum. Að því loknu voru allir fyrrum steinar fjarlægðir ofan af innganginum og síðan settir nákvæmlega á sinn stað aftur.

Hlaðnar refagildrur eru mannvirki er komu hingað til lands með forfeðrum og -mæðrum vorum frá Noregi. Þær voru notaðar, sem fyrr sagði, allt umfram tilkomu skotvopna. Með tilkomu þeirra voru gildrurnar jafnan virkjaðar að vetrarlagi. Eftir því sem skotvopnin urðu algengari og betri lagðist gildrunotkunin af. Þeir síðustu manna er vitjuðu gildranna gengu illa um þær. Þeir rótuðu grjótinu ofan þeim án þess að laga til eftir sig. Þess vegna líta fornar refagildrur út líkt og fallnar vörður í augum nútíma fornleifafræðinga. A.m.k. hafa þær sjaldnast verið skráðar sem slíkar í nútíma fornleifaskráningum.

Refgildra

Refagildra – ÓSÁ.

Steinhlaðin refagildra felur í sér op, gang, farg, lokhellu og fyrirstöðu. Hér verður ekki eytt stöfum í að lýsa veiðiaðferðinni. Henni hefur áður verið lýst á vefsíðunni.

Skammt ofar var komið upp á Sauðholtin fyrrnefndu. Á þeim bar fyrir augu þrjár hlaðnar tóftir; fremst beitarhúsið framangreint, og ofar hlaðinn stekkur með aðtengdri tóft. Augljóslega var þarna um að ræða fyrrum heimasel frá Minna-Knarrarnesi, þrátt fyrir að minjarnar væru skráðar með Ásláksstöðum, næsta bæ að vestanverðu.
Stekkurinn og aðliggjandi tóft bárum þess merki að um heimasel hafi verið að ræða, væntanlega eftir að aflokinni selstöðinni í Knarrarnesseli ofar í heiðinni lokinni. Með breyttum búskaparháttum, tilkomu þéttbýlismyndunar og fækkun fólks í sveitum færðust selstöðurnar nær bæjunum. Það er reyndar saga út af fyrir sig, sem vel hefur áður verið tíunduð hér á vefsíðunni.

Minna-KnarrarnesÍ „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II“ segir undir skráningu Ásláksstaða: „Beitarhústóft; Tvískipt tóft er um 1,2 km suðaustan við bæ. Tóftin er á flatlendi ofan/suðvestan við gróinn og nokkuð grösugan lautarbolla. Dálítil brekka er til norðurs frá tóftinni.
Tóftin er grjóthlaðin og tvískipt og snýr nálega norður-suður. Hún er um 8,5×6 m að stærð. Mesta hæð veggja er um0,5 m og sjást 2 umför hleðslu. Vesturhluti tóftar er gróinn og sést ekki í hleðslur þar. Hólf I er nyrst í tóftinni, það er um 5×2,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Ekki virðist vera veggur fyrir austurhlið hólfsins og er það því opið til þeirrar áttar. Hólf II er samsíða hólfi I en ógreinilegra. Það er um 5×1 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Ekki sést op á því. Líklegt er að þarna hafi verið beitarhús en lag tóftarinnar, staðsetning hennar og fjarlægð frá bæ bendir allt til þess hlutverks.“

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – beitarhús.

Í fornleifaskráningunni fyrir Stærra-Knarrarnes segir: „Upp af Vorkvíum er Krummahóll og var vörðubrot á honum.- Grasigróinn hóll, þýfður og svolítið toppmyndaður, er rétt suðaustan Krummahóls. Hann heitir Borg. Svolítil lægð er milli Borgar og Krummhóls,“ segir í örnefnaskrá. „Rétt sunnan og ofan við vegamót Gamlavegar og Strandarvegar í Breiðagerði er Krummhóll með uppmjórri vörðu á og í framhaldi og upp af honum kemur svo Borg en það er langt holt nokkuð gróið og þar gæti hafa verið fjárborg fyrrum. Ofarlega í holtinu eru rústir af beitarhúsum, tvær tóftir hlið við hlið og ein þvert á þær.

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – stekkur (heimasel). Beitarhús efst t.h.

Aðeins neðar á holtinu er greinilega nýrri fjárhústóft. Rétt ofan og austan við efri rústirnar finnum við lítið vatnsstæði í klöpp, vel falið í viki norðan undir lágum hól,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Allar þær minjar sem að framan eru nefndar eru skráðar saman og fleiri til en vatnsstæðið fannst ekki. Heimildum kemur ekki saman um örnefnið Borg. Í örnefnaskrá er það sagt vera grasigróinn, toppmyndaður hóll, en í bókinni Örnefni og gönguleiðir er það sagt vera holt. Niðurstöður vettvangskönnunar eru að örnefnið Borg eigi við um fjárborg sem hefur verið breytt í stekk á einhverjum tímapunkti. Þessar minjar hafa bókstafinn C í nánar umfjöllun hér fyrir neðan. Minjarnar eru um 1 km sunnan við bæ. Minjarnar eru sunnarlega á löngu og háu holti sem snýr norður-suður.

Minna-Knarrarnes

Minna-Kjarrarnes – heimasel.

Minjarnar eru á svæði sem er um 55×20 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.
Nyrst á svæðinu er tóft A. Hún er grjóthlaðin en gróin. Hún er um 7×5 m að stærð, snýr suðaustur-norðvestur. Hún virðist vera einföld og er op á henni til norðvesturs. Mikið grjót hefur hrunið inn í hana og norðausturlangveggur hefur allur hrunið inn í tóftina. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Líklega er þessi tóft sú sem sögð er „nýrri fjárhústóft“ í tilvísun hér að ofan eða beitarhús.

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – búr.

Um 40 m suðaustan við tóft A er gróin tóft B. Hún er einföld, um 4×4 m að stærð og er inngangur inn í hana úr austri. Mesta hæð veggja er um 0,5 m. Lítillega sést í grjót í norðausturhorni tóftarinnar. Til austurs frá tóftinni er greinilegur niðurgröftur eða renna sem virðist vera manngerð. Hún er um 6×3 m að innanmáli, snýr austur-vestur og mjókkar í austurenda. Mesta dýpt er um 0,3 m. Um 5 m austan við endann á rennunni er tóft C, meint stekkjartóft. Lögun tóftarinnar og örnefnið Borg bendir til þess að þarna hafi áður verið fjárborg. Annað dæmi um fjárborg sem virðist hafa verið breytt í stekk er t.d. Þórustaðaborg og Vatnabergsstekkur/Vatnaborg.

Tóftin myndar dálítinn hól og er orðin óskýr. Símastrengur hefur verið grafinn í gegnum hana og skemmt hana.

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – stekkur (heimasel).

Tóftin er nokkuð gróin þó enn sjáist í grjóthleðslur. Hún er um 9×12 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Hún skiptist í þrjú hólf en hólfin eru nefnd tóftir í tilvísun hér að framan. Hólf I er í norðvesturhorni. Það er um 1×3,5 m að innanmáli, snýr norður-suður. Inngangur er úr suðri. Hólf II er samsíða hólfi I. Það er um 1×2,5 m að innanmáli. Það snýr eins og hólf I og inngangur í það er einnig úr suðri. Hólf III er sunnan við hólf I og II og er um 4×1,5 m að innanmáli, snýr austur-vestur. Mesta hæð tóftar er um 1 m. Mest sjást 2 umför í innanverðum hleðslum. Gróin en grýtt tota liggur úr tóftinni til austurs sem er um 4 m löng og um 2 m á breidd. Mögulegt er að rekstrargarður hafi verið þar og inngangur inn í tóftina (hólf III) en það sést ekki lengur. Gryfja D er um 2 m suðaustan við tóft C. Hún er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr suðvestur-norðaustur. Mesta dýpt er um 0,5 m. Ógreinilegar grjóthleðslur eru í innanverðum veggjum.“

Minna-Knarrarnes

Minna-Knarrarnes – beitarhús.

Um er að ræða áhugaverðan stað í hvívetna, ekki síst að teknu tilliti í sögulegu samhengi fyrrum búskaparhátta. Um er að ræða 423. þekkta selstöðuna á Reykjanesskaganum.

Í „Smáriti Byggðasafns Skagfirðinga“ um „Vitnisburð búsetuminja“ árið 2010 segir um beitarhús: „Beitarhús – sauðir voru langoftast hafði á beitarhúsum, allfjarri túnum. Stundum til fjalla. Þar sem var góð vetrarbeit, sem þýðir að þeim var beitt (látnir bíta gras) á meðan gaf á jörð, sem kallaða var.
Menn gengu á beitarhúsin alla daga eftir að farið var að hýsa féð, til að reka það til beitar. Ef haglaust var var hey gefið á garða. Í einstaka tilfellum voru hey geymd og tyrfð við húsin þannig að skepnur kæmust ekki í það, eða að menn báru hey í meis (rimlakassi úr tré) á bakinu til húsanna þá daga sem nauðsynlegt þótti að gefa á garðann.“

Beitarhús

Beitarhús ofan Knarrarness.

Í neðanverðri heiðinnni, ofan bæjanna við ströndina, er að öllu jöfnu tiltölulega snólétt og því er staðsetning beitarhússins vel skiljanleg. Augljóst er að „stekkurinn“ hefur verið notaður um alllangt skeið og eftir að beitarhúsið var byggt  því annars hefði grjótið verið tekið úr hleðslum stekksins við byggingu þess. Hvorutveggja hefur farið vel saman því um notkun hvors um sig voru á sitthvorri ártíðinni.

Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1.mín.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.
-Örnefnalýsing Kristjáns Eiríkssonar fyrir Knarrarnes.

Keilir

Keilir.

Gjásel

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III“ er fjallað um sel og selstöður bæja á Vatnsleysuströnd. Þar segir m.a.:

Gjásel

Gjásel

Gjásel – teikning.

„Í Gjáseli, en svo heita gamlar selstöður, má nú sjá átta til níu tóttarbrot. Lítið seltún mun hafa verið þar Minjar í Gjáseli framanvið. Ofan við selið er Gjáselsgjá, sem sagt var um að í væri óþrjótandi vatn, en erfiðleikum bundið að ná því,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. „Af Einiberjahólum sjáum við vel til Gjásels sem kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands. Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni [Árna Magnússonar og Páls Vídalín] 1703 og
virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu. Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli eins og reyndar annarsstaðar. Skipulag húsa á þessu selstæði er gjörólíkt því sem er á öllum hinum stöðunum í heiðinni en þar eru tveggja húsa samstæður á víð og dreif á grasblettinum en í Gjáseli er eins konar raðhúsalengja. … Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta 20. aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum,“ segir í Örnefni og gönguleiðir. Gjásel er um 6,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði 001 og 6,4 km suðaustan við Hlöðunes. Þar eru tvær tóftir og varða.

Gjásel

Gjásel – tilgáta (ÓSÁ).

Selið er undir gjárvegg og gjá sem er að miklu leyti gróin og full af grjóti austan við seljatóftirnar. Seltúnið er ekki ýkja stórt en er að mestu gróið.
Minjar í Gjáseli eru á svæði sem er 80×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Þær fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Seltóft A er um 30×8 m að stærð og skiptist í átta hólf. Þau liggja í röð sem snýr norðaustur-suðvestur og sveigir lítillega út til suðausturs í átt að gjánni. Op eru á öllum hólfunum og eru þau öll á norðvesturhlið tóftarinnar.

Gjásel

Gjásel.

Lýsingin hefst á hólfi I í norðausturenda. Það hólf er 2,5×2 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur.
Hólf II er 4×1 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Það er samansigið og mjókkar fyrir miðju.
Samansigið op er úr því til suðvesturs í hólf VIII og eru það einu hólfin í tóftinni sem virðist hafa tengst með þessum hætti. Hólf VIII er aflagað, er um 2×1 m að innanmáli og snýr NNV-SSA. Op er einnig á því til NNV. Veggir tóftarinnar eru lægstir í báðum endum þar sem þeir eru um 0,5 m á hæð en annarsstaðar eru veggir allt að 1 m á hæð. Tóftin er gróin en þó sést í grjót hér og hvar, t.d. í Stekkjartóft í Gjáseli, horft til suðausturs opum inn í hólf V-VII. Stekkjartóft B er um 20 m suðvestan við seltóft A. Hún er við suðvesturenda gjárinnar undir stórgrýtisurð. Tóftin er um 7,5×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er grjóthlaðin og þrískipt. Tóftin er mjög sigin og gróin.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Suðausturhluti tóftarinnar er óljós vegna grjóthruns en sá hluti er hlaðinn undir stórgrýtisurð og grjót úr henni nýtt í veggi.
Hólf I er í norðausturenda og er um 4×2 m að innanmáli. Það snýr norðvestur-suðaustur og er op á því í norðvesturenda. Út frá því gengur innrekstrargarður í sveig til suðvesturs. Ekki er hægt að sjá hvort gengt var úr hólfi I til suðvesturs í hólf II vegna hruns. Hólf II er 1×1 m að innanmáli. Suðvestan við það er hólf III. Það er um 2×1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sjást op á þessum hólfum. Veggir tóftarinnar eru fremur mjóir eða 0,5-1 m á breidd. Hæstir eru þeir um 0,4 m og mest sjást 2 umför. Gömul og gróin varða C sem er að hverfa undir mosa er um 30 m austan við selið þar sem gjárbarmurinn er hæstur. Varðan er hrunin. Einn steinn stendur upp úr mosanum. Hún er um 1,2×1 m að stærð, snýr NNV-SSA. Hún er um 0,4 m á hæð. Tvær aðrar unglegar vörður eru uppi á gjárbrún um 15 m sunnan við seltóft A.“

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, eru þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga.“ Í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi segir: „Brunnastaðasel heita gamlar selstöður frá Brunnastöðum. Þar má sjá allmörg tóttarbrot.“ Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Frá Gamla-Vogaseli höldum við austur af Vogaholtinu og að Brunnastaðaseli undir Brunnastaðaselsgjá … Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan og sunnan selsins. Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr. Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst byggðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir en aðeins norðar og neðar í grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni sjáum við litla kví óskemmda með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltatíma.“

Brunnastaðasel

Í Brunnastaðaseli.

Brunnastaðasel er um 1 km suðaustan við Gjásel og 7,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Í selinu eru að líkindum tvö selstæði. Selið er norðan undir gróinni brekku í litlu selstæði. Jarðvegsrof umhverfis selstæðið ógnar minjunum. Minjarnar eru á svæði sem er um 170×55 m að stærð og snýr norður-suður. Þær fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu hér á eftir. Svæðið skiptist í tvö selstæði. Selstæði I sem er mfangsminna og virðist vera yngra er nyrst á svæðinu en þar eru tóftir E og F.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæði II er á suðurhluta svæðisins, þar eru tóftir A-D og G. Það hefur tilheyrt Efri-Brunnastöðum. Selstæði I er um 110×110 m að stærð. Á því eru sem fyrr segir tvær tóftir á svæði sem er 20×10 m að stærð og snýr. Tóft E er á miðju selstæði I, um 130 m norðan við tóft A á selstæði II og 15 m VSV við tóft F. Hún er 11×6 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er sigin en hún vaxin miklu grænu grasi og útlínur hennar er enn greinilegar þó að innanmál hólfa sé orðið ógreinilegt. Hún skiptist í þrjú greinileg hólf og mögulega er fjórða hólfið í norðvesturendanum en þar sést óljóst móta fyrir innanmáli hólfs sem er 2×1 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er torf- og grjóthlaðin en ekki sést fjöldi umfara í hleðslum. Hólf I er í suðausturenda. Það er um 2,5×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Norðaustan við það er hólf II sem er um 2×1 m að innanmáli og snýr eins og hólf I. Op eru á þessum báðum hólfum til suðvesturs. Hólf III er eingöngu grjóthlaðið og eru veggir þess mjög signir. Það er norðaustan við hólf I og er um 4×1 m að innanmáli. Það snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sést op á því. Ógreinileg tóft F er um 15 m ANA við tóft E. Hún er einföld og er um 5×2,5 m að stærð, snýr norðaustur suðvestur. Hún er hlaðin norðvestan í gróinn hól og er að mestu úr stórgrýti. Óljóst op er á henni í norðurhorni. Mesta hæð veggja er um 0,3 m.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Selstæði II er um 120×130 m og snýr austur-vestur. Á því eru fimm tóftir á svæði sem er um 70×50 að stærð og snýr norður-suður. Tóft A er stór og stæðileg á grænum hól sunnarlega á selstæðinu. Mikill gróður er í tóftinni og í kringum hana og utanmál tóftar og innanmál hólfa er nokkuð skýrt sem gefur til kynna að hún sé ekki mjög forn. Tóftin er 13×9 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hún er L laga og skiptist í þrjú hólf. Tóftin er torfog grjóthlaðin og sést grjót lítillega í innanverðum veggjum en fjöldi umfara sést ekki vegna gróðurs. Mesta hæð veggja er um 1 m. Hólf I er í suðurhorni tóftar. Það er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Op er á því til norðvesturs. Hólf II er í austurhorni tóftar, norðaustan við hólf I. Það er um 3×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til suðvesturs. Hólf III er norðvestan við hólf II. Það er um 1×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur eins og hólf II. Op er einnig á því til suðvesturs. Ekki eru sýnileg op á milli hólfa í tóftinni.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Tóft B er fast sunnan við tóft A. Hún er sigin en innanmál og op eru enn vel greinileg. Tóftin virðist vera þrískipt og er torf- og grjóthlaðin. Hún er um 9×6 m að stærð og snýr ANA-VSV. Grjót sést í innanverðum veggjum en ekki sést fjöldi umfara. Mesta hæð veggja er um 0,5 m. Hólf I er í ANA enda tóftarinnar. Það er um 1,5×1 m að innanmáli og snýr ANA-VSV. Vestan við það er hólf II. Það er um 1×1 m að innanmáli. Op er á þessum báðum hólfum til NNV. Óljóst hólf III er VSV við hólf II og er það um3,5×1,5 m að Selstæði II.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – stekkur.

Lítil tóft C er hlaðin utan í aflíðandi brekku 10 m VSV við tóft B. Hún er einföld og virðist hún vera torfhlaðin. Tóftin er 3×4 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Mesta hleðsluhæð er um 0,4 m. Ekki sést skýrt op á henni en veggir eru mjög signir í suðurhluta tóftarinnar þar sem kann að hafa verið op. Tóft G er grjóthlaðin kví í gjánni ofan við selið, um 40 m suðaustan við tóft A. Hún er einföld og er gróin að utan. Op er á henni til suðvesturs. Hún er um 4×2,5 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m og mest sjást 3 umför í hleðslum. Tóft D er á lágum hól um 30 m NNV við tóft A. Hún er einföld og er 5×7 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur. Op er á henni í norðvesturenda. Tóftin er torf- og grjóthlaðin og grasi gróin. Hún er hæst í suðausturenda þar sem hún er um 0,6 m á hæð en lækkar til suðausturs. Óljóst má greina eldra mannvirki undir tóftinni og virðist vera hólf sem tilheyrir því suðvestan við tóftina sem er 2×2 m að innanmáli og er op á því til norðvesturs.“

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvassahraunssel; hagar eru þar sæmilegir, en vatnsból brestur til stórmeina.“ „Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnan nokkur Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásnum. Veggir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af selinu og er erfitt að finna það,“ segir í örnefnaskrá.“
Á heimasíðu FERLIRs segir: „Í austurátt frá Haugrúst og langan veg suðaustur af Bennhólum sjáum við Selásinn eða Selhæðirnar og þar norðvestan undir er Hvassahraunssel. Selstæðið er nokkuð stórt og þar eru tveir rústahólar en kvíin er vestarlega í seltúninu,“ segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Hvassahraunssel er um 3,1 km suðaustan við bæ og 215 m VNV við vörðu á Selásnum. Selið er vestan og norðan við Selás sem er afgerandi í landslaginu og veitir skjól. Selstæðið er fremur flatlent næst ásnum en svo taka lágar hraunhæðir við og lautir á milli enn fjær er mosagróið hraun. Gras vex enn á selstæðinu en mikill mosi er í því.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – seltóftir.

Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir ennfremur: „Jón Helgason frá Litlabæ segir í sendibréfi árið 1984: „Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráðskona þegar hún var ung að árum en hún lifði líklega fram á annan tug þessarar aldar.“ … Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans sem hófst árið 1856 en þá var allt fé skorið niður hér um slóðir … .“
Fjórar tóftir eru sýnilegar á selstæðinu sem er um 100×50 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Þar eru tvær seltóftir, ein kvíatóft og einn stekkur. Tóftirnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Tóft A er í norðausturenda svæðisins. Hún er þrískipt og er um 8×8 m að stærð. Tóftin er torf- og grjóthlaðin. Hólf I er norðaustast í tóftinni. Það er um 3×1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til suðvesturs inn á mjóan gang. Úr honum er op til norðvesturs inn í hólf II sem er suðvestan við hólf I. Það er um 2×1,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

Hólf III er suðaustan við hólf III. Það er 5×2,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á miðri norðvesturhlið. Innanmál hólfa er enn skýrt nema í hólfi III og sést grjót í innanverðum veggjum í hólfum I og II en ekki fjöldi umfara. Mikill grasvöxtur er í og við tóftina. Mesta hæð veggja í tóftinni er um 1 m. Tóftin er suðaustarlega á afgerandi en ekki mjög háum hól sem er um 22×16 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Út frá utanverðu hólfi I gengur óljós veggur til norðausturs. Hann er um 4 m á lengd. Ætla má að eldri minjar séu undir sverði og að húsin í selinu hafi verið endurbyggð á notkunartímabilinu.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft B er um 30 m suðvestan við tóft A. Hún er þrískipt og er torf- og grjóthlaðin. Innanmál hólfa er skýrt og grjóthleðslur sjást í innanverðum veggjum en ekki fjöldi umfara. Lítill aldursmunur er greinanlegur á tóftunum tveimur en þó kann tóft B að vera lítillega yngri en tóft A. Tóftin er 8×8,5 m að stærð og snýr norðaustur suðvestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m. Öll hólfin snúa norðvestur-suðaustur. Hólf I er norðaustast í tóftinni. Það er 2×1 m að innanmáli og op er á því til norðausturs, út úr tóftinni. Hólf II er suðvestan við hólf I. Það er 4×1 m að innanmáli og óljóst op er á því til norðausturs og annað óljóst op er úr því til suðvesturs inn í hólf III. Það er 3×1 m að innanmáli. op er á því til norðvesturs, út úr tóftinni. Ekki er víst að grjóthleðslur hafi verið í hólfi III.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft C er kvíatóft í aflíðandi halla norðvestan undir Selásnum. Hún er um 20 m SSA við tóft B. Tóftin er um 10×6,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún virðist vera einföld. Tóftin er að miklu leyti niðurgrafin og er um 5×0,5-1 m að innanmáli. Úr norðvesturenda tóftarinnar er op inn í nokkurs konar trekt (mögulega annað hólf) sem leiðir inn í tóftina. Op er svo úr trektinni til norðurs. Þar, við opið, sést móta fyrir veggjahleðslum. Hvergi sést í grjót í tóftinni og er hún að öllum líkindum að mestu torfhlaðin. Þar sem veggir sjást eru þeir 0,2 m á hæð.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft D er grjóthlaðinn stekkur eða rétt sem er um 50 m vestan við tóft B. Hún er hlaðin norðan undir hraunhæð sem notuð er fyrir suðurvegg. Tóftin er einföld og snýr austurvestur. Hún er um 7,5×9 m að stærð. Innanmál hennar er 8×2,5 m og mjókkar hún lítillega til vestur. Op er austan við miðjan norðurvegg. Í dyraopinu er stór hraunhella sem kann að hafa verið yfir opinu. Aðrekstrargarður liggur frá vestanverðu opinu til norðurs og er 3 m á lengd. Hleðslur eru víða signar en hæstar í aðrekstrargarði þar sem þær eru 0,6 m á hæð og mest sjást þar 3 umför hleðslu. Víðast eru veggir 0,5 m á breidd.
Þrátt fyrir mikla leit fannst vatnsstæðið í selinu ekki.“

Sjá meira undir „Sel á Vatnsleysuströnd I„.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Knarrarnessel

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II“ er fjallað um sel og selstöður bæja á Vatnsleysuströnd. Þar segir m.a.:

Sogasel

Sogasel – uppdráttur ÓSÁ.

„Alls voru skráð átta sel á skráningarsvæðinu. Af þeim reyndust fimm í landi Stóru-Vatnsleysu. Ummerki um sel fundust á öllum stöðunum nema tveimur. Örnefnið Seltó er um 5 km frá bæ á Stóru-Vatnsleysu en engar minjar um sel hafa fundist þar. Líklegt er að nafnið sé til komið af því að fé úr t.d. Rauðhólaseli hafi verið rekið á beit á þessu svæði. Sagnir eru um að sel hafi verið við Ásláksstaðaholt en þar fundust ekki leifar um sel. Mögulegt er að það hafi orðið uppblæstri að bráð. Fjöldi selja í Stóru-Vatnsleysu skýrist m.a. af því að allar minjar í úthaga Stóru- og Minni-Vatnsleysu eru skráðar með fyrrnefndu jörðinni en Oddafellssel var sel frá Minni-Vatnsleysu. Þar er þröngt selstæði á milli Oddafells og úfins afstapahrauns. Þar eru greinilegar hleðslur annars vegar og mjög signar og fornlegar minjar hins vegar.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Í landi Stóru-Vatnsleysu er fornlegt sel sem er við merki móti Flekkuvík og er skammt frá Flekkuvíkurseli. Ekki er útilokað að það sel hafi einnig tilheyrt Flekkuvík. Þar voru skráðar tvær tóftir, þúst, vatnsstæði og varða. Í Rauðhólsseli er ein þúst og ein tóft. Minjarnar eru nokkuð fornlegar. Kolhólasel virðist vera nokkuð gamalt en þar voru skráðar þrjár tóftir. Ekki er útilokað að hjáleigur Vatnsleysubæjanna hafi átt sel í heiðinni en einnig er líklegt að selstæði hafi færst til vegna vatnsleysis og hagaleysis. Gamla-Hlöðunessel er fornlegt en þar sjást tvær signar og grónar tóftir auk einnar vörðu. Selstæðið er illa farið af uppblæstri.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Knarrarnessel er skráð undir Breiðagerði vegna þess að megnið af minjunum í selinu er innan merkja Breiðagerðis og er þeirri meginreglu haldið hér að fylgja þeim landamerkjum sem sveitarfélagið Vogar hefur látið skráningarmönnum í té. Hins vegar er sá háttur hafður á að minjar í úthaga eru skráðar undir heimajörð á hverjum stað, líkt og gert er í Stóru-Vatnsleysu, Ásláksstöðum stærri og Stóra-Knarrarnesi. Seljaþyrpingin er afar stór og greinilegt að á svæðinu hafa verið a.m.k. þrjú sel. Þar eru bæði fremur ungar tóftir og signar og fornar tóftir. Samkvæmt örnefnaskrá áttu Knarrarnesbæirnir tveir og Ásláksstaðir stærri selstöðu á þessum stað.

Auðnasel

Auðnasel – stekkur.

Þau sel sem skráð voru fyrri ár og fjallað er um í áfangaskýrslu I mátti gróflega flokka í þrennt eftir gerð: Flokkur 1= Fáar, signar og fornlegar tóftir; Flokkur 2= Þrjár eða fleiri tóftir, greinilegar; Flokkur 3= hleðslur í krosssprungum hólum og tóftir. Á skráningarsvæði eru engar seltóftir sem falla í flokk 3. Skipting selja á skráningarsvæðinu í flokka er ekki klippt og skorin.
Í flokk 1 fellur Gamla-Hlöðunessel og Rauðhólasel (þótt það virðist ekki vera jafn gamalt og Gamla-Hlöðunessel). Önnur sel fara í flokk 2, þótt greinilegt sé að eldra byggingarstig sé að finna innan um unglegar tóftir í Knarrarnesseli og Oddafellsseli.“

Hlöðunessel

Hlöðunessel

Hlöðunessel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hlöðunesskinn, og eru þar hagir bjarglegar en vatnsból í lakasta máta, so orðið hefur fyrir vatnsskort að flytja heim úr selinu,“ „… þaðan beina línu sunnan til við Ásláksstaðaholt upp í Hrafnhóla og þaðan beina línu sunnan til við Hlöðunessel Gamla, til Fjalls …,“ segir í örnefnaskrá um sama stað. „Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri stóð Gamla-Hlöðunessel eða Hlöðunessel, þar sjáum við tvær mjög gamlar tóftir en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem hefur verið mikill þarna,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Selið er um 7,1 km suðaustan við bæ.
Selið er langt uppi í heiði þar sem uppblástur er nokkuð mikill. Selið er í brekku móti austri og hefur verið ágætt seltún austan við það í skjóli hlíða til suðurs og suðausturs. Nánast allt seltúnið er horfið vegna uppblásturs en enn sést grænn graskragi í brekkurótum til suðurs og suðausturs. Uppblásturinn er kominn mjög nærri tóftunum sem enn sjást á svæðinu og stafar þeim mikil hætta af honum.

Hlöðunessel

Hlöðunessel – uppdráttur ÓSÁ.

Minjar í selinu eru á svæði sem er um 90×10 m að stærð og snýr norður-suður. Á svæðinu fundust tvær tóftir og varða og fær hvert mannvirki fær bókstafi í lýsingu til aðgreiningar. Í norðurenda svæðisins eru tvær fornlegar og grónar tóftir. Tóft A er nyrst. Hún er um 5×4,5 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Tóftin er einföld og hefur líklega verið grjóthlaðin því það finnst fyrir grjóti undir þykku lagi af mosa og lyngi sem hylur tóftina. Dyr eru nærri miðjum suðurvegg. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 0,3 m en hvergi sést í hleðslur. Tóft B er um 1 m sunnan við tóft A. Hún er tvískipt og grjóthlaðin en tóftin er mjög gróin. Tóftin er um 7×4,5 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Í vesturenda tóftarinnar er óljóst hólf I sem er um 2,5×1 m að innanmáli og snýr norður-suður. Ekki sést op á hólfinu. Hólf II er í austurenda tóftarinnar og er það um 2×1,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Það mjókkar til austurs. Ekki sést skýrt op á hólfinu.

Hlöðunessel

Hlöðunessel.

Sunnan við tóftirnar virðist vera náttúruleg brún og þar er tóft B greinilegust og veggir hennar hæstir, eða 0,5 m á hæð. Í vesturenda tóftarinnar sjást 3 umför hleðslu en annars eru allar hleðslur hrundar. Syðst á minjasvæðinu er varða C. Hún er á klöpp efst á mosavaxinni en uppblásinni hraunhæð. Varðan er gróin og sigin. Hún er um 0,5 m í þvermál og 0,5 m á hæð. Í henni sjást aðeins 2 umför.“

Knarrarnessel

Knarrarnessel

Knarrarnessel – teikning.

“ Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstaða þar sem heitir Knararness sel; eru hagar litlir mjög, en vatnsskortur til stórmeina, so að selstöðuna hafa menn næsta því forlátið, og kaupir bóndinn nokkrum sinnumselstöðu í fjarlægð.“ „Þarna voru í eina tíð, og sjást rústir enn, þrjú sel. Fyrst Stóra-Knarrarnessel, Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel,“ segir í örnefnaskrá. Í Knararnesseli áttu þrjú lögbýli sel og enn sjást greinilega þrjú selstæði. Selið er um 5,2 km suðaustan við Knararnes stærra og um 5 km suðaustan við Breiðagerði. Samkvæmt landamerkjum frá Sveitarfélaginu Vogum er meirihluti tóftanna í selinu í landi Breiðagerðis og því er það skráð undir Breiðagerði þó að sá bær hafi ekki átt selstöðu í selinu svo vitað sé.
Selið er hátt uppi í heiðinni í grónu hrauni. Lágir hólar aðskilja selstæðin sem eru þrjú sýnileg. Grösugt er á selstæðinu og virðist rof ekki ógna því. Stórþýft er á svæðinu.

Örnefni og gönguleiðir

Sesselja G. Guðmundsdóttir, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd…

Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Knarrarnessel er framundan en það liggur nokkurn spöl ofan Klifgjár og þar er flatlendast miðað við önnur selstæði í heiðinni. Selstígurinn er ekki augljós frá Klifgjánni en frá jarðbrúnni yfir hana sveigjum við aðeins til hægri og komum að Leirflagsvatnsstæðinu en í það safnast vatn í rigningartíð. […] Selstæðið er stórt með mörgum tóftum enda höfðu líklega flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað.“
Á heimasíðu Ferlirs segir: „Selstæðið er stórt með mörgum tóftum. Þar má finna átta slíkar, misjafnlega stórar og margflóknar. Þrjá hlaðna stekki er að sjá í selstöðunni. Fjöldi stekkja benda jafnan til fjölda selja á viðkomandi svæði. Hins vegar má geta þess að stekkir virðast ekki alltaf augljósir. Þannig má ætla að enn einn stekkurinn hafi fylgt austustu tóftunum þremur. Þær eru í grónum krika ofan við hinar tóftirnar. Sjá má móta fyrir hleðslu milli tveggja húsa, en alls eru rýmin í þeim fimm að tölu. Tvær tóftanna eru nokkuð heillegar og jafnvel sjá hversu stór rýmin hafa verið.
Í nyrstu tóftinni mældust innanrýmin 140×280. Það er svipað hlutfall og í öðrum rýmum annarra tófta, ekki einungis í þessu seli heldur og fleirum.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Ein tóftin, sú syðsta í vestanverðri selstöðunni, er greinilega stærst umfangs. Hún hefur verið með fleiri rýmum en hinar, líklega einum fjórum, en það er óalgengt í seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hefur þrjú slík, þ.e. eldhúsið með sérinngangi og búr og svefnaðstöðu með sameiginlegum inngangi. Því, sem hér er lýst, er einungis ályktun út frá því sem sést á yfirborðinu, en ef grafið yrði í rústirnar gæti ýmislegt annað komið í ljós, s.s. tengsl einstakra rýma innbyrðis. Stekkirnir eru svipaðir að gerð, tvö hólf. Þó má sjá móta fyrir bogadreginni hleðslu við endann á vestasta stekknum. Hlaðin kví er skammt norðan við selstæðið. Líklega höfðu flestir bæir í Knarrarnesshverfi selstöðu þarna og í heimildum er getið um Litla-Knarrarnessel og Ásláksstaðasel á þessum stað.“ Selið nær yfir svæði sem er um 115×100 m að stærð og snýr norður-suður. Það skiptist í þrjú svæði og verður hverju þeirra lýst fyrir sig. Svæði 1 er vestast og á því eru fjórar tóftir.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – stekkur.

Tóft A er stærsta tóftin í öllu selinu. Hún er um 16x14m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún skiptist í sjö hólf. Í greinilegri hluta tóftarinnar til norðvesturs eru fimm hólf. Inngangur inn í þennan hluta tóftarinnar er úr norðaustri. Um 4 m löng göng eru frá inngangi til suðvesturs í innsta hólfið, hólf I. Það er um 2,5 x1 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Framan við það til austurs er hólf III sem er um 2,5×1 m að innanmáli, op er 138 á því til norðvesturs. Beint á móti því til norðvesturs er hólf II sem er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr suðvestur-norðaustur. Op er á því til suðausturs. Norðaustan við hólf III er hólf IV sem er um 2×0,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á því til norðvesturs. Norðaustan við það er hólf V sem er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til norðausturs út úr tóftinni, en ekki er gengt úr því í önnur hólf tóftarinnar. Í suðausturenda tóftarinnar eru 2 ógreinileg hólf. Í austurhorni er hólf VI sem er um 2×2 m að innanmáli. Op er á því til suðvesturs.

Knarranessel

Knarrarnessel.

Suðvestan við það er hólf VII sem er um 2×2,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op virðist vera á því til suðvesturs og suðausturs. Mesta hæð tóftar er um 1,5 m. Hún er gróin en grjót sést á nokkrum stöðum í innanverðum hleðslum. Ekki er þó hægt að greina fjölda umfara. Tóft B er um 6 m ANA við tóft A, fast suðvestan við hólrana. Hún er gróin og einföld. Op er á henni til NNV. Hún er um 4×5 m að stærð, snýr NNV-SSA. Mesta hæð er um 1 m. Tóft C, stekkur, er um 20 m norðvestan við tóft A. Hún er grjóthlaðin og tvískipt. Hún er um 5,5×3 m að stærð, snýr SSA-NNV. Hólf I er í SSA-enda tóftar og er um 2×1,5 m að stærð, snýr NNV-SSA. Hólf II er ógreinilegt og veggir mjög signir. Það er um 1,5×2 m og snýr eins og tóft. Ekki sjást skýr op á hólfunum. Mesta hæð er um 0,4 m og mest sjást 2 umför af hleðslu.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – stekkur.

Tóft D, stekkur, er um 16 m sunnan við tóft A. Hún er grjóthlaðin og tvískipt. Hún er um 5×3 m að stærð og snýr VNV-ASA. Hólf I er um 1,5×1,5 að innanmáli, op er á því til NNA. Hólf II er ógreinilegra, er um 2,5×1 m að innanmáli, op er á því til NNA. Mesta hæð er um 0,7 m og sjást 3 umför hleðslu. Ógreinilegt hólf er mögulega SSV við hólf I sem er um 0,5 x1 m að innanmáli, snýr eins og tóft VNV-ASA.
Ætla má að þessu seli hafi aðeins tilheyrt einn stekkur en ekki er augljóst hvaða stekkur tilheyrði hvaða seli. Svæði 2 er um 30 m norðaustan við svæði 1. Þar eru fimm mannvirki. Tóft F er í norðausturhorni þessa svæðis. Hún er þrískipt, er um 8×7 m að stærð, snýr norður-suður. Hólf I er í suðvesturhorni tóftarinnar. Það er greinilegast og er um 2×1 m að innanmáli, op er á því til austurs. Fast austan (suðaustan) við það er hólf III. Það er um 2×1,5 m að innanmáli og snýr ANA-VSV. Veggir þess eru lágir og grónir og ekki sést greinilegt op inn í það.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Hólf II er fast norðan við hólf I. Það er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á því til norðurs. Veggir þess eru fremur lágir. Aðeins sést í grjóthleðslur í hólfi I og eru hæstu veggir um 1 m, ekki sést fjöldi umfara í hleðslum. Um 2 m vestan við tóft F er tóft E. Hún stendur nokkuð hátt á lágum hól sem kann að vera náttúrulegur að einhverju leyti. Tóftin er tvískipt, er um 6,5×6,5 m að stærð. Hólf I er í austurhluta tóftar sem er L laga. Hólfið er um 3×1 m að innanmáli og snýr norður-suður. Inngangur er úr vestri.

Knarrarnessel

Knarrarnessel.

Hólf II er fast suðvestan við hólf I, er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á því til norðurs. Mesta hæð veggja er um 1 m og sjást 2 umför hleðslu. Tóftin er grjóthlaðin en nokkuð gróin. Á hólnum vestan við tóftina er mjög þýft og grýtt undir sverði en ekki er hægt að sjá skýrar útlínur mannvirkja. Líklegt er þó að fleiri mannvirki séu á þessum stað. Tóft G er um 15 m sunnan við tóft E. Hún er orðin nokkuð sigin og stendur lágt. Hún er um 5×6 m að stærð, snýr norður-suður. Tóftin skiptist í 3 hólf að því er virðist.

Knarranessel

Knarrarnessel.

Hólf I er greinilegast. Það er í vesturhluta tóftar og er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á því til vesturs. Hólf II er í suðausturhorni tóftarinnar. Það er ógreinilegt, er um 0,5 m í þvermál að innanmáli. Op er á því til austurs. Mögulega hefur verið gengt á milli þess og hólfs III en það er óljóst. Hólf III er fast norðan við hólf II og er einnig um 0,5 m í þvermál að innanmáli. Ekki sést skýrt op inn í það. Dálítill sléttaður blettur er fast norðaustan við tóftina. Hann er um 3×3 m að stærð. Tóft H er um 15 m suðaustan við tóft G. Hún er uppi á hólrana. Hún er grjóthlaðin og skiptist í þrjú hólf; tvö skýr hólf og eitt óskýrt. Alls er tóftin um 7,5×6 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Hólf I er um 2,5×4 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. op er á því til suðausturs.
Hólf II er í norðurhorni tóftar. Svo virðist sem gengt hafi verið á milli hólfa I og II. Hólf II er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr suðvestur-norðaustur.
Hólf III er í suðurhorni tóftarinnar. Það hefur gróna veggi og ekki sést í neitt grjót í þeim. Það er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sést op á þessu hólfi. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m og mest sjást 3 umför. Um 5 m suðvestan við tóft H er hringlaga dæld I sem er um 6 m í þvermál og 0,2-0,5 m djúp. Mikið þýfi er í dældinni. Hlutverk hennar er óljóst.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – vatnsstæðið neðan selsstöðunnar.

Tóft J er um 50 m austan við tóft F. Hún er á sléttri klöpp í jaðri selstæðisins, einföld og grjóthlaðin. Tóftin er um 4×3 m að stærð, snýr austur-vestur. Nokkuð skýrt op er í suðvesturhorni en óljóst op er í norðausturhorni, líklega rof. Mesta hleðsluhæð er um 0,4 m og sjást 2 umför. Tóft G á svæði 2 er greinilega mun eldri en önnur mannvirki á svæðinu, a.m.k. tóftir E og F. Ef til vill hefur selið verið endurbyggt á nýjum stað innan sama seltúns. Hlutverk tóftar J er óljóst. Ekki er ólíklegt að hlutverk hennar hafi verið stekkur og sem var ef til vill hlaðinn þegar selið var endurbyggt. Hún er hins vegar einföld ólíkt hinum stekkjunum á svæðinu.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – uppdráttur ÓSÁ.

Á svæði 3 eru þrjár tóftir og ein varða. Varða K er í VSV-enda svæðisins. Hún er um 1×0,5 m að grunnfleti og um 0,5 m á hæð. Hún snýr austur-vestur. Í henni sjást fjögur umför hleðslu. Tóft L er í ANA-enda svæðisins. Hún er á lágum hól í nokkuð stóru og flatlendu seltúni. Tóftin er grjóthlaðin en gróin og skiptist í tvö hólf. Hún er L laga, er um 6×5 m að stærð og snýr VSV-ANA. Hólf I er um 3×1 m að innanmáli, snýr NNV-SSA. Op er á því til ANA.

Hólf II er um 2×1 m að innanmáli og snýr ANA-VSV. Op er á því til NNV. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 1m og sjást 3 umför hleðslu í innanverðum veggjum. Um 4 m VSV við tóft L er tóft M. Hún er reyndar tvær tóftir en á milli þeirra er grjóthleðsla sem tengir þær saman og því eru þær skráðar saman. Alls eru tóftirnar á svæði sem er um 10×10 m að stærð.

Knarrarnessel

Knarrarnessel – nálægt selsvatnsstæðið.

Austast á svæðinu er tóft sem er 5×5 m að stærð og skiptist í tvö hólf. Tóftin er gróin en þó sést í einn stein við inngang í hana sem er úr norðri. Hólf I er í suðurenda tóftarinnar. Það er um 1,5×0,5 m að innanmáli, snýr austur-vestur. Op er á því til norðurs. Hólf II er afar óljóst, er um 1×0,5 m að innanmáli, snýr austur-vestur. Op er á því til austurs. Fast vestan við tóftina er dálítil þúst sem er um 3×3 m að stærð og um 0,2 m á hæð. Mögulega eru mannvistarleifar þar undir sverði. Frá norðvesturhorni þessarar tóftar liggur um 4 m löng grjóthleðsla að annarri tóft sem er um 4×4,5 m að stærð og snýr NNV-SSA. Hún er einföld og op er á henni til ANA. Aðeins sést glitta í grjót á einum stað í tóftinni en annars er hún gróin. Mesta veggjahæð í tóftinni er um 1 m. Að lokum er ógreinileg tóft N um 2 m sunnan við tóft M, norðaustan undir lítilli brekku. Tóftin er gróin og einföld. Hún er um 3×2 m að stærð, snýr ANA-VSV. Inngangur í tóftina úr ANA er skýr en mjór. Mesta hæð hennar er um 0,5 m. Tóftir M og N eru mun fornlegri en tóft L og svo virðist sem selið hafi verið endurbyggt á nýjum stað innan sama selstæðis. Ekki er skráður stekkur innan þessa svæðis en líklegast er að stekkir D eða H hafi tilheyrt þessu seli. Ekki hafa fundist heimildir um það hvaða bær átti hvaða selstæði.“

Oddafellssel

Oddafellssel

Oddafellssel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu segja menn jörðin eigi þar sem heitir Oddafell, og er þángað bæði lángt og erfitt að sækja, eru þar hjálplegir hagar og vatn nægilegt.“ „Gamall götuslóði eða stígur liggur frá Oddafelli, og fer hann út á hraunið spölkorn vestur með fellinu, frá norðurenda þess vestur yfir hraunið í átt að Keili, og er nefnt Höskuldarvallastígur. Örskammt með fellinu að vestan við hraunbrúnina eru gamlar vegghleðslur. Þar var haft í seli frá Minni-Vatnsleysu,“ segir í örnefnaskrá. Selið er um 9,3 km suðaustan við bæ. Minjarnar eru á mörkum úfins mosagróins hrauns og grösugra hlíða Oddafells sem þó eru uppblásnar á köflum.
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Næst skoðum við tóftirnar af Oddafellsseli sem var frá Minni-Vatnsleysu en það liggur í vesturrótum fellsins skammt fyrir sunnan Höskuldarvallastíginn (sjá síðar) þar sem hann beygir út í apalhraunið til vesturs. Þar sjást tvær-þrjár tóftir og einnig kvíahleðslur í hraunjaðrinum rétt sunnan við selið.“

Tóftir sem tilheyrt hafa selinu eru á svæði sem er um 170×10 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Í lýsingunni sem fylgir hér á eftir er hverju mannvirki gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Oddafellsel

Oddafellssel I – teikning.

Annars vegar eru tóftir A-F suðvestast á svæðinu og hins vegar eru tóftir G-H norðaustast á svæðinu. Lýsingin hefst suðvestast á minjasvæðinu. Þar er þúst F sem er um 7×3 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hún er grasi gróin en það finnst fyrir grjóti undir sverði. Hún er um 0,3 m á hæð. Þústin skiptist óljóst í tvo hluta. Í norðausturenda er hluti I um 3×2 m að stærð, snýr nálega norður-suður. Í suðvesturenda er hluti II sem er um 3×4 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Tóft E er um 11 m norðaustan við þúst F. Hún er tvískipt, er um 8×5 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er grjóthlaðin og í norðvesturhluta hennar er hólf I hlaðið fast við hraunvegginn sem myndar að hluta innri veggi þess. Hólfið er um 4×2 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Op er úr því til suðurs. Hólf II er um 7×2 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur, op til suðvesturs. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 1 m en víðast eru hleðslur fallnar og eru 0,2-0,5 m á hæð. Mest sjást 4 umför hleðslu. Frá norðurhorni tóftar liggur hleðsla til norðausturs og beygir svo til norðurs. Er um 4 m á lengd, 0,5 m á hæð og 0,3 m á Oddafellssel. 3 umför sjást í hleðslunni.

Oddafellssel

Oddafellssel.

Á milli þústar F og tóftar E er grjóthleðsla í hraunbrúninni sem er um 3 m á lengd og um 0,5 m á hæð og breidd. Snýr norðaustur-suðvestur. Mest sjást 3-4 umför en ekki er um stæðilega hleðslu að ræða. Fast norðaustan við tóft E er þúst D. Hún er um 10×4 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Þústin er útflött og hlaupin í þúfur, er um 0,2 m á hæð. Undir sverði finnst fyrir grjóti. Fast norðaustan við þústina er hellisskúti C. Mikið hefur hrunið ofan í hann af grjóti. Líklega hafa verið hleðslur fyrir munna skútans en þær eru grónar og hrundar. Munni skútans er um 3 m á breidd og 1 m á hæð. Hellisskútinn er um 2 m á breidd og 5 m á lengd innanmáls. Mesta lofthæð er um 2 m. Um 2 m norðaustan við hellisskúta C er tóft B sem er mjög sigin og gróin, er um 7×3 m að stærð. Grjót sést í veggjum tóftar sem eru hæstir um 0,3 m á hæð í suðvesturenda. Tóftin er einföld, um 1×5 m að innanmáli. Ekki sést inngangur í tóftina. Tóft A er fast norðaustan við tóft B. Tóftin er um 15×4 m að stærð, snýr norður-suður. Hún er hlaðin úr grjóti upp við apalhraunið og skiptist í fjögur hólf.

Oddafellssel

Oddafellssel norðanverð.

Syðst í tóftinni er hólf I sem er um 4×3 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því í norðurhorni. Þetta hólf sker sig aðeins frá öðrum hlutum tóftarinnar að því leyti að það snýr ekki norður-suður eins og hin hólfin og hún er einnig mosagrónari en þau. Veggir þess eru um 0,4 m á hæð og sjást 2 umför hleðslu í því. Fast norðan við hólf I er hólf II sem er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr norður-suður. Mögulegt op er í suðurenda þess, samanfallið. Norðurveggur þess stendur vel, er um 1,2 m á hæð innanmáls og eru 6 umför sýnileg. Hólf III er um 1,5×1 m að innanmáli, snýr Oddafellssel 073, tóftir G og H austur-vestur. Óljóst op er í norðausturhorni. Hólf IV er um 1×3 m að innanmáli. Hleðslur eru signar og grónar.

Oddafellssel

Oddafellssel – tóft.

Mögulega var op í norðausturhorni hólfsins en það er óljóst. Um 110 m norðaustan við tóft A er tóft G fast suðaustan við Höskuldarvallastíg, á milli grasi gróinnar brekku Oddafells og mosagróins hrauns. Hér er mun opnara svæði en þar sem tóftir A-F eru og hlíðar Oddafells ekki eins brattar. Tóft G er grjóthlaðin en mjög sigin og gróin. Hún er einföld, snýr ASA-VNV. Mesta hæð veggja er um 0,3 m. NNA-veggur er ógreinilegur og ytri mörk hans sjást illa. Tóft H er um 3 m norðan við tóft G. Hún er óljós en í henni má greina tvö hólf. Tóftin er um 6×3 m að stærð og snýr NA-SV. Hún er útflött og er aðeins 0,1-0,2 m á hæð, líklega torf- og grjóthlaðin. Tóftin er hlaðin upp við lága hraunbrún. Hólf I er um 1,5 m í þvermál innanmáls og ógreinilegt op úr því til suðausturs. Hólf II er í suðvesturenda og er um 1,5×0,5 m að innanmáli, snýr suðaustur-norðvestur. Óljóst op er úr því til suðvesturs. Hólf II er um 0,3 m á dýpt en hólf I er litlu grynnra. Þessar tvær tóftir tilheyra að líkindum selinu þó að þær séu spöl frá tóftum A-F. Ljóst er að minjarnar eru frá fleiru en einu tímabili og eru þústir F og D allfornlegar en tóft A virðist mun yngri. Frekari rannsókn myndi varpa ljósi á aldur minjanna og breytingar á notkun selsins í gegnum tíðina.“

Rauðhólssel

Rauðhólssel

Rauðhólssel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Rauðhólasel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein á vatnsskorti.“ „Grasi gróinn halli eða lægt er vestan undir Rauðhól. Þar eru gamlar rústir eftir kofa og fjárrétt. Þar var haft í seli frá Stóru-Vatnsleysu, og heitir þar Rauðhólssel,“ segir í örnefnaskrá. Minjarnar eru um 6,5 km suðaustan við bæ.
Tóftirnar eru á litlu mosavöxnu seltúni vestan við Rauðhól. „Selið er í litlum Hvammi milli brunahóla. Seltún er þarna lítið. Tættur eftir byggingar eru hér líka. Aðalselið hefur verið undir Rauðhól- Nyrðri en fyrir botni er Stóri-Rauðhóll og norðan undir honum eru Kvíarnar og Réttin. Kvíarnar eru hringbyggðar eins og Borg, en Réttin er aflöng, sporöskjulöguð. Þarna var haft í seli fram um sextándu helgi [svo]. Þá gerðist svo magnaður draugagangur, að ekki varð við vært. Við austurenda Stóra-Rauðhóls hefur hraunið runnið niður brekku og þar hefur það myndað Sjálfkvíar eða djúpa laut, sem var hin ágætasta kví,“ segir í örnefnaskrá.

Rauðhólssel

Rauðhólssel.

Á heimasíðu Ferlirs segir: „Ofarlega í heiðinni eru nokkrir grónir rauðamelshólar. Rauðhólar standa við vesturjarðar Afstapahrauns, en í kring um þá að hluta hefur hraunið runnið. Þetta eru fjórir hólar eða hæðir og tveir sem standa fjærst hrauninu heita Stóri-Rauðhóll eða Rauðhóll og Litli-Rauðhóll, sem stendur neðan hans. Undir þessum hólum að Rauðhólasel. Það var frá Stóru-Vatnsleysu. Sagt var fyrrum að ekki hefði verið hægt að hafast við í selinu eftir að sextán vikur voru af sumri vegna draugagangs. Við selið finnst ekkert vatnsból [svo].
Aðalbláberjalyng er mjög sjaldgæf [svo] jurt í hreppslandinu, en við hólana má sjá það teygja sig upp úr þröngum gjám.“

Rauðhólssel

Rauðhólssel – uppdráttur ÓSÁ.

Ein tóft og ein þúst sjást í seltúninu á svæði sem er um 35×15 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóft A er norðvestast á svæðinu. Hún er um 10×8 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er þrískipt, torf- og grjóthlaðin. Hólf I stærst og er í suðurenda tóftarinnar. Það er um 3,5×2 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er inn í það á austurhlið. Úr hólfi I er gengið inn í hólf II til norður sem það hólf er mjög samansigið og óskýrt, sem og opið milli hólfanna. Hólf II er um 1 m í þvermál innanmáls. Hólf III er í norðausturhluta tóftarinnar. Það er um 3,5×0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op inn í það er á suðurgafli. Mesta hleðsluhæð tóftarinnar er um 0,6 m. Ekki sést fjöldi umfara í hleðslum. Þúst B er um 4,5×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þústin er gróin en hefur líklega verið torf- og grjóthlaðin. Hvorki sést móta fyrir hólfum í þústinni né opi. Þústin er við jaðar seltúnsins og lækkar landið norðaustan við hana. Mesta hæð hennar er 0,3 m.“

Flekkuvíkursel II

Flekkavíkursel

Flekkuvíkusel II – teikning.

“ Lítið sel er um 185 m norðaustan við Flekkuvíkursel og 3 km SSA við bæ 001. Heimildumber ekki saman um hvað ásarnir heita í kringum Flekkuvíkursel en það skiptir miklu máli í þessu tilviki því landamerki Flekkuvíkur á móti Kálfatjörn annarsvegar og Vatnsleysu hins vegar liggja um ása sitt hvorum megin við selið. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir er aðeins talað um Vestari- og Nyrðri-Flekkuvíkurselás eins og gert er í landamerkjalýsingu. Í lýsingum af staðsetningu selsins í sömu heimild er talað um að Selásvarða sé á Vesturásnum. Í örnefnaskrá Flekkuvíkur er hins vegar talað um Selásinn vestari, Selásinn eystri og Mið-Selás. Og samkvæmt sömu heimild er Selásvarðan á Mið-Selás.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – tóft.

Á vettvangi og af loftmyndum virðast ásarnir vera þrír og er líklegt að Selásinn eystri í örnefnaskrá sé sami ás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás í landamerkjalýsingu en þessi ás er norðaustastur ásanna og því geta bæði nöfnin átt við hann. Mið-Selássins er væntanlega ekki getið í landamerkjaskrám af því að landamerkin liggja ekki um hann. Mið-Selás er suðaustan við Flekkuvíkusel og á honum er stór varða sem að öllum líkindum er Selásvarða en tvær vörður eru á Selásnum vestari sem er vestan við Flekkuvíkursel. Selið sem hér er skráð er á mörkum Vatnsleysu og Flekkuvíkur. Óvíst er hver tengslin eru milli seljanna tveggja en selið í landi Vatnsleysu virðist vera eldra en Flekkuvíkursel og því tilheyra færri sýnilegar rústir. Selið kann að hafa verið frá Vatnsleysu eða eldra sel frá Flekkuvík þó að selstæði Flekkuvíkursels sé mun ákjósanlegra eins og aðstæður eru nú.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Selið er í allgrónu hrauni norðan undir Nyrðri-Flekkuvíkurselási eða Selás eystri. Þar er lítið gróðurlendi og flagmóar eru nærri tóftunum og ógna þeim.
Á heimasíðu Ferlirs segir: „Ásarnir, sem selið stendur við, heita Vestri-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins, rétt neðan við vatnsbólið, eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft.“ Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um Sel á Reykjanesskaga segir: „Í selinu [Flekkuvíkurseli] sjálfu má vel greina 8 tóttir. Líklega hafa selstöðurnar verið a.m.k. tvær. Stekkur er undir holtinu skammt sunnar, en vestan við selið eru hleðslur er gætu verið rétt og eldra gerði. Vel gróið er í kringum selið, Seltúnið. Norðan við selið er klapparhóll. Í kvos norður undir norðurholtinu er hlaðin kví. Norðan þess eru þrjár tóftir er benda til þess að þar hafi verið minna sel. Norðan þess er u.þ.b. metershár hóll með hleðslum. Talsverð landeyðing er í kringum hann, en þarna gæti hafa verið stekkur, lítil borg eða hlaðið hús. Hugsanlega gæti þetta hafa verið sel frá öðrum Flekkuvíkurbæjanna, en Flekkuvík skiptist í Austurbæ og Vesturbæ, auk þess sem bærinn Refshali (Rifshali) var býli þar í túnkróknum (fór í eyði 1920).“

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Minjar um selið eru á svæði sem er um 95×85 m að stærð og snýr VNV-ASA. Á svæðinu eru þrjár tóftir, vatnsstæði og varða. Í lýsingunni sem hér fylgir á eftir er hverju mannvirki gefinn bókstafur til aðgreiningar. Seltóftin A er í lítilli gróinni kvos norðan Nyrðri-Flekkuvíkurseláss. Tóftin er þrískipt og er um 6 x 7 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin liggur í hálfhring og er hólf II í horninu. Það er um 1,5 x 1 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur eiins og hólf III sem er norðaustan við það og er jafnstórt. Hólf I er norðvestan við II. Það er um 1 x 0,5 m að innanmáli. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Í hólfum I og II sést í grjót í veggjum. Op er inn í hólf II og III úr norðvestri og inn í hólf I úr norðaustri. Um 12 m norðan við tóft A er ógreinileg grjóthlaðin tóft B sem stendur nokkuð hátt. Hún er einföld, um 5 x 6 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Hæð tóftar er um 1 m en ekki er ljóst hvort hún er hlaðin að öllu leyti eða hvort hún stendur á lítilli hæð eða klöpp. Í báðum endum tóftarinnar eru veggjabrot úr grjóti og dálítil lægð á milli þeirra, snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er mosa og lyngi vaxin en víða sést í grjót. Í grasi grónum bala eða laut er lítil grjóthlaðin tóft, líklega það sem sum staðar er nefnt kví eða stekkur C upp við hraunhellubrún. Tóftin er um 90 m vestan við A og B. Hún snýr suðvestur-norðaustur og er 9×2 m að stærð. Tóftin skiptist í 5 hólf sem öll eru svipuð að stærð, 1-1,5 x 1-1,5 m. Mesta hleðsluhæð er um 1 m en hleðslur víðast hrundar.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – vatnsstæði.

Á milli selstæðanna tveggja, um 60 m suðvestan við tóft A er vatnsstæði D uppi á gróðurlausu holtinu á klapparhellu. Dálítill bolli er ofan í helluna, um 0,6 x 0,4 m stór, snýr norðaustur-suðvestur og er um 0,2 m á dýpt en mold er í botninum. Norðvestan við bollann er dálítill gróðurblettur með mosa, lyngi og grasi, og þar næst bollanum mótar fyrir grjóthleðslu undir gróðri, liggur meðfram bollanum í sömu átt. Fast suðaustan við bollann er lítið vörðubrot E, gróður er undir henni og hún gróin neðst. Hún er um 1×0,8 m, snýr norðaustur-suðvestur, og er um 0,4 m á hæð. Steinar eru mosa- og skófum vaxnir. Varðan hefur vísað á vatnsstæðið. Margar aðrar vörður eru á holtunum umhverfis selstæðin.“

Kolhólasel

Kolhólasel

Kolhólasel – teikning.

„Í graslendinu fast við hólinn eru fimm greinilega afmarkaðar tóftir eða dældir og er sú stærsta 4×3 m. Ekkert grjót sést í tóftunum. Sagnir eru til um kolagrafir þarna, en hólarnir á þessu svæði heita Kolhólar og grasrindarnir Kolhólalágar. Nú er farið að kalla þessar tóftir Kolhólasel en líklega hefur það heitið Vatnsleysusel fyrrum,“ segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Í örnefnaskrá segir: „Hér suður í heiðinni Vatnsleysuheiði, var fyrr á tímum sel Vatnsleysusel. Nú munu fáir eða engir vita um þann stað, en nafnið lifir meðal eldri manna.“
Á heimasíðu Ferlirs segir: „Markmiðið með þessari ferð var m.a. að finna svonefnda Kolhóla og hugsanlega fornar minjar, sem þar áttu að vera. Hólarnir eru í heiðinni, en í landi Vatnsleysu. Eftir svolitla leit fundust rústirnar norðaustan undir hól á vel grónu svæði; tóftir af tveimur húsum með tveimur rýmum hvort. Austast var stekkur. Af nafninu að dæma gætu þarna hafa verið unnin kol á meðan enn var hrís í heiðinni. Annar Kolhóll er þarna nokkuð sunnar í heiðinni. Í hann er nokkuð djúp gróin skál. Tóftirnar virðast vera mjög gamlar. Líklegt er að Vatnsleysa hafi haft þarna í seli um tíma, en síðar fært sig ofar, í Rauðhólssel og undir Oddafellið. Forvitnilegt væri að kanna tóftirnar betur. Þessa er hvergi minnst í seinni tíma ritum, s.s. Jarðabókinni 1703 eða í yfirferð Brynjúlfs Jónssonar um Reykjanesskagann á 19. öld.“

Kolhólasel

Kolhólasel – uppdráttur ÓSÁ.

Seljatóftir eru um 5 km sunnan við bæ og um 1,35 km suðvestan við Gvendarborg. Minjarnar eru í nokkuð flatlendum og grjónum móa innan um hraunhóla sem mynda hring í kringum svæðið, syðst á svæðinu eru minjar undir allháum hól.
Alls eru þrjár tóftir á svæði sem er um 27×18 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Í suðvesturenda svæðisins er tóft A. Hún er tvískipt. Tóftin er um 7×4 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hólf I er í norðausturenda. Það er um 1×3 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á norðvestur-langvegg. Hólf II er upp við brekku og er er suðvesturgafl þess óljós þar sem brekkan myndar vegginn að mestu leyti. Það er um 1×1 m að innanmáli og er op í norðurhorni hólfsins. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 0,3 m. Allar tóftirnar eru grónar og hvergi sést í grjót. Líklega eru þær torf- og grjóthlaðnar. Tóft B er um 10 m vestan við tóft A. Hún er tvískipt en mögulega er eitt óljóst hólf sem tilheyrir henni að auki. Alls er tóftin 10×7 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hólf I er fast norðvestan við brekku og sést suðausturveggur þess ekki skýrt af þeim sökum. Hólfið er um 3×2 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á hólfinu til norðvesturs.

Kolhólasel

Kolhólasel.

Hólf II er um 1×3 m að innanmáli og snýr NNA-SSV. Op er á því í SSV-enda, við opið inn í hólf I. Hólf III er afar óskýrt og kann að vera náttúrumyndun. Það er í halla suðaustan við hólf I og er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Mögulega var gengt á milli hólfs I og III í suðurhorni hólfs I en einnig er op í vesturhorni hólfs III. Mesta hleðsluhæð er um 0,3 m. Tóft C er um 2 m norðaustan við tóft B. Það er einföld tóft sem er um 7×5,5 m á stærð, snýr norðvestur-suðaustur. Op er í norðvesturenda. Suðausturveggur við brekku og er óskýr. Norðvestur-langveggur er 2-3 m á breidd en suðvesturveggur er afar óljós og sést nánast eingöngu innri brún hans. Mesta hleðsluhæð tóftarinnar er 0,5 m.“

Sjá meira undir „Sel á Vatnsleysuströnd III„.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.

Kolhólasel

Í Kolhólaseli.

Auðnasel

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I„, er m.a. fjallað um nokkrar selstöður frá bæjum á Vatnsleysuströnd. Þar segir m.a. um selin:
Vogar„Óvanalega mikill fjöldi selja er á skráningarsvæðinu. Alls voru skráð 13 sel, þar af átta í landi Stóru-Voga. Ekki fundust sel á tveimur stöðum þar sem örnefni gáfu slíkar minjar til kynna. Örnefnið Þórusel í landi Stóru-Voga var líklega um 1,8 km frá bæ en engar minjar um sel fundust á vettvangi og engar minjar komu í ljós þegar fornleifafræðingur vaktaði framkvæmdir á þessum slóðum. Örnefnið Selhóll er í landi Flekkuvíkur. Ekki tókst að staðsetja hann en líkur eru til þess að hann dragi nafn sitt af leið að Flekkuvíkurseli sem lá skammt frá honum, frekar en að þarna hafi verið sel. Ekki er þó hægt að fullyrða um það.
Mikilvægi seljanna á Vatnsleysuströnd er augljóst vegna þess hve lítill hagi var heima við bæina og því enn nauðsynlegra en ella að fara með búfénað í selin. Vatnsleysi og uppblástur olli því að sum selstæðin féllu úr notkun og ný selstæði voru fundin. Það skýrir að einhverju leyti mikinn fjölda skráðra selja. Síðast var haft í seli á Vatnsleysuströnd árið 1870 í Flekkuvíkurseli.

Þróun selja

Grófleg þróun selja á Vatnsleysuströnd – ÓSÁ.

Varla er hægt að skýra allan þann fjölda selja sem skráður er í landi Stóru-Voga með því að selin hafi færst til vegna vatnsskorts og uppblásturs. Mögulega hafa Minni-Vogar einnig átt selstöðu í landi Stóru-Voga og ef til vill sumar af stærstu hjáleigunum sem síðar urðu lögbýli. Einnig er mögulegt að sum selin hafi verið kúasel en önnur fjársel. Í bók Lars Reinton Til seters kemur fram að í Noregi eru þekktar þrjár megingerðir selja sem voru í notkun á mismunandi tíma yfir sumarið: heimasel, millisel og sumarsel. Heimaselin voru næst bæ og var farið í þau fyrst á vorin.

Sumarselin voru fjærst bæ og voru notuð yfir hásumarið. Milliselin voru notuð á haustin þegar beitin minnkaði upp til fjalla áður en búfénaður var fluttur heim. Notkun norsku seljanna skiptist líka í þrjá meginflokka; fullsel, mjólkursel og heysel. Í fullseljum var búið allt sumarið og mjólkin fullunnin þar.

Sel - tilgáta

Selshús – tilgáta ÓSÁ.

Í mjólkurseljum var einungis mjólkað en mjólkin flutt heim á bæ til vinnslu. Í heyseljum vann fólk við slátt. Ólíklegt er að heysel hafi tíðkast á Vatnsleysuströnd en ekki er útilokað að eitthvað af seljunum í landi Stóru-Voga hafi verið mjólkursel. Hægt er að hugsa sér að sel í flokki 3 gætu hafa verið mjólkursel. Að vísu hefur þá verið nokkuð langur burður með mjólkina úr Hólsseli, eða 3,1 km. Ljóst er að selin á Vatnsleysuströnd þarfnast frekari rannsókna við til þess að meira sé hægt að segja til um aldur og hlutverk þeirra.“

Hér fara reyndar ekki saman fyrirliggjandi upplýsingar annars vegar um selstöður í Noregi fyrrum og hins vegar  á Íslandi frá upphafi byggðar.

Vogasel – Þórusel

Þórusel

Þórusel – teikning.

„Þá liggur þjóðvegurinn yfir Síkistjörn þar fyrir sunnan hækkar landið nokkuð og eru þar þrír hólar með hundaþúfum á heita Víkurhólar og Víkurhólaþúfur. Austan og ofan þessa svæðis er svo Leirdalur og syðst í honum Vogasel í Selhólum sem eru hér og lægð þar í milli. Sézt þetta vel af Reykjanesbraut,“ segir í örnefnaskrá.
Leirdalur heitir sunnan við syðstu hús í Vogum. Sunnan hans er gróin hraunbreiða og margir sprungnir hraunhólar með hundaþúfum. Á einum þessara hóla, um 100 m neðan Reykjanesbrautar og um 1,4 km SA af Stóru-Vogum, eru umtalsverðar hleðslur og gætu verið rústir Vogasels. Hraunhóllinn er krosssprunginn og gróinn, og talsvert af birkihríslum í sprungunni sjálfri. Umhverfis hann er gróið hraun.

Þórusel

Þórusel – stekkur.

Hleðslurnar eru á hólnum, í krosssprungunni, sem er nokkuð breið. Hleðslurnar eru úr grjóti, nokkuð signar og víða grónar í svörð. Hæð þeirra er þó mest um 1,2 m og þrjú umför nyrst á hólnum, en þar er að hluta hlaðið ofan á sprungu- eða gjárvegginn. Annarstaðar eru hleðslur mun lægri. Rústirnar eru á svæði sem er um 30×25 m.
Mannvirkjunum verður nú lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar. Lýsingin hefst nyrst á svæðinu. Nyrsti armur sprungunnar (A) er dýpstur, en þar er gjárveggurinn að vestanverðu um 2 m hár. Sprungan er um 12 m löng í norður-suður og 2-3 m á breidd. Nyrst hefur verið hlaðið ofaná og með gjáveggnum, báðu megin, og eru hleðslur þar allt að 1,2 m háar. Í suðurhluta sprungunnar liggja hleðslur þvert á hana og mynda 4 lítil hólf.

Þórusel

Þórusel.

Hið nyrsta um 2×1 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Þar sunnan við er hólf sem er um 2×2 m að innanmáli, en austan þess tvö lítil samliggjandi hólf, bæði um 1×1 m að innanmáli. Austan við þennan arm sprungunnar er annar armur (B) sem liggur NA-SV og hallar talsvert til norðausturs. Í honum eru hleðslur, en mun ógreinilegri en í þeim sem áður er lýst. Sprungan er hér um 2-3 m á breidd og eru á tveimur stöðum hleðslubrot sem liggja þvert á hana.

Hleðslurnar eru einfaldar, aðeins eitt umfar og mest 0,2 m á hæð. Þær hafa myndað a.m.k. Eitt hólf, um 2×1 m að innanmáli.

Þórusel

Þórusel.

Á hólnum miðjum, þar sem sprunguarmarnir fjórir mætast, eru einnig hleðslur og hleðslubrot (C). Sprungan er hér um 3-4 m breið. Á tveimur stöðum liggja grjóthleðslur þvert á hana í norður-suður og mynda á milli sín hólf sem er um 4×4 m að innanmáli. Hleðslurnar eru einfaldar, sumstaðar gisnar og signar í svörð. Op virðist vera á vestari hleðslunni. Suðvestan undir hólnum er hola, um 1×0,5 m að stærð og greinilega manngerð. Hún er fyllt grjóti og dýpt hennar því ógreinanleg. Það virðist vera hleðslur með holunni innanverðri og mögulegt að um brunn sé að ræða.“

Að framangreindu er verið að lýsa Þóruseli, heimaseli frá Vogum.

Þórusel

Þórusel

Þórusel.

„Suðaustur frá þessari fjárborg er svæði, sem nefnist Þórusel, þar eru Kúadalur og Kúastígur.“ segir í örnefnaskrá.
„Nokkurn spöl vestan við Viðaukahólana fyrrnefndu sjáum við nokkuð stórt slétt svæði sem áður fyrr hefur verið grasi vaxið en er nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Svæðið er rétt ofan við vegamótin í Voga og gæti heitið Þórusel. Nafnið Þórusel kannast flestir eldri menn við en erfitt er að staðsetja það eftir heimildum. Vogamenn segja umrætt svæði líklega heita Þórusel en Strandarmenn segja svæði neðan Reykjanesbrautar og rétt austan vogaafleggjara heita Þórusel eins og fyrr er getið. Víst er að Þóru nafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga en á því átti að standa höfuðból og þar „átján hurðir á hjörum“. Engar rústir eru sjáanlegar á fyrrnefndu svæði þó grannt sé leitað en við tökum gildar heimildir úr Vogum um Þórusel á þessum stað þó svo að ólíklega hafi verið selstaða svo nærri byggð,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Eins og sést af ofangreindum frásögnum ber mönnum ekki saman um hvar Þórusel hafi verið. „Vogamenn“ segja það norðan Reykjanesbrautar og austan Vogaafleggjara. Þar er gróið hraun og enginn staður sérstaklega vænlegur fyrir sel, eins og umhverfið er nú.

Þórusel

Þórusel.

Beint sunnan gatnamóta Reykjanesbrautar og Vogaafleggjara er grasi gróinn blettur sem að nokkru hefur verið raskað. Er þetta sá staður sem margir telja að selið hafi verið. Engar leifar um selið er nú að sjá á þessum stað en þar er mjög grösugt og þýft. Svæðið er um 30 m sunnan (ofan) við Reykjanesbraut og um 1,8 km suðaustan við bæ og kemur til með að hverfa undir mislæg gatnamót.
Gróinn grasblettur upp af Reykjanesbraut. Umhverfis eru mosavaxin hraun. Veturinn 2006-2007 voru ráðgerðar framkvæmdir á þessum slóðum og tóku þá vinnuvélar prufuskurð á svæðinu sem Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur vaktaði. Ekki komu í ljós neinar mannvistarleifar á þessum slóðum og verður því að teljast nær útilokað að Þórusel hafi verið á þessum stað.“

Rétt er að geta þess að framangreint „Vogasel“ í nefndum hraunhól er Þórusel. Það er skammt vestan við vegamót Reykjanesbrautar að Vogum.

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel – teikning.

„Við Nyrstu-Vatnsgjá mótar fyrir Snorrastaðaseli,“ segir í örnefnaskrá, en heimildir herma að á þessum slóðum hafi
verið býlið Snorrastaðir þótt staðsetning þess sé nú týnd. „Þrjár kofatóftir eru á nyrðri bakka neðstu og stærstu tjarnarinnar. Ein heimild segir að þarna hafi verið Snorrastaðasel og þá frá bæjum í Vogum. Þetta er annað af tveimur selstæðum í hreppnum sem eru svo nálægt byggð og má ætla að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Snorrastaðatjarnir heitir falleg tjarnaþyrping um 300 m suðaustan við Háabjalla, en tjarnirnar hafa myndast í gjám sem liggja þarna þétt saman og teygja sig norðaustur suðvestur. Tóftir Snorrastaðasels eru við nyrðri bakka nyrstu tjarnarinnar, en göngustígur liggur fram á bakkann við tóftirnar frá bílastæði við Háabjalla. Selið er um 2,9 km SSV af Stóru-Vogum.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Tóftirnar eru sunnanundir hálfgróinni hrauntungu, á dálitlu grónu nesi um 5 m frá vatnsbakkanum. Handan tjarnarinnar stendur skáli Skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík.
Á þessum stað eru tvær tóftir á svæði sem er um 22×5 m að stærð og snýr norður-suður meðfram vatnsbakkanum.
Önnur tóftin greinist í þrjú hólf (A,B og C) en hin tóftin (D) er einföld og er sunnan við hin þrjú. Tóftirnar eru allar grónar og signar en þó greinilegar. Op eru á öllum hólfunum til suðausturs að tjörninni, en hvergi er gengt á milli hólfa. Hleðslur eru úr torfi og grjóti, en grjótið er nær alveg yfirgróið. Hleðslur eru stæðilegastar í miðhólfunum tveimur (B og C), allt að 1 m á hæð og 1 m á breidd í veggnum sem skilur þau að. Hólf A er nyrsta hólfið og lang ógreinilegast. Það er um 2×1,5 m að innanmáli og mjög sigið. Sunnan við það er hólf B, sem er greinilegast. Það er um 2,5×1,5 m að innanmáli. Því næst er hólf C, einnig um 2,5×1,5 m að innanmáli. Greinilegur stallur er hlaðinn með vesturvegg þess. Hann er um 0,3 m hár, 0,35 á breidd, 1 m á lengd og mjög kantaður og greinilegur. Ekkert grjót er sýnilegt í honum.
Um 1,7 m sunnan við hólf C er tóft D. Hún er um 1×1 m að innanmáli.“

Nýjasel

Nýjasel

Nýjasel – teikning.

„Austur frá Vatnsgjánum er grágrýtisholt er nefnist Nielsarbjalli að því er sumir segja, en líklega er hér um mismæli að ræða. Nýjaselsbjalli mun hann heita og þar er Nýjasel,“ segir í örnefnaskrá.
„Út frá tveimur efstu tjörnunum til norðausturs er Nýjaselsbjalli eða Níelsarbjalli. Ballinn er nokkuð langt grágrýtisholt sem sker sig dálítið úr umhverfinu. Hann líkist ekki hinum bjöllunum því þeir eru allir með nokkuð brattri hlíð sem snýr í suðaustur en Nýjaselsbjalli er frekar holt en hjalli. […] en Nýjaselsbjalli mun hann heita og dregur nafn sitt af litlu seli sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. […] Undir bjallanum eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Nýjasel er um 1,1 km norðaustur af Snorrastaðaseli, norðanundir gjávegg skammt norður af Skógfellavegi sem er stikuð og vörðuð leið um hraunið. Selið er um 2,5 km suður af Stóru-Vogum.
Selrústirnar eru fast undir gjáveggnum, sem er þarna um 3 m hár. Meðfram veggnum er dálítil skjólsæl og gróin lægð en allt umhverfis er gróið hraun.

Nýjasel

Nýjasel.

Á heimasíðu Ferlis segir: „Gengið var niður heiðina áleiðis að Snorrastaðatjörnum. Þegar skammt var eftir að tjörnunum var komið við í Nýjaseli undir Nýjaselsbjalla. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.“ Selrústirnar dreifast á svæði sem er um 34×14 m að stærð og snýr norður-suður. Á svæðinu eru þrjár tóftir og auk þess tveir skútar. Hér á eftir verður hverju þessara mannvirkja lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar. Stærsta og umfangsmesta tóftin (A) er á miðju svæðinu. Hún er um 11×8 m að stærð, snýr austur-vestur og greinist í 6 hólf. Megininngangur er á miðri norðurhlið tóftarinnar og er þaðan gengt í öll hólf að einu undanskildu. Komið er inn í hólf 1 sem er um 2×2 m að innanmáli. Úr því er op til vesturs inn í hólf 2 sem er um 1×1,5 m að innanmáli. Í því er talsvert af grjóthruni gróið í svörðinn. Mögulega hefur verið annar inngangur í þetta hólf á norðurhlið, en hann er fallinn saman.

Nýjasel

Nýjasel – uppdráttur ÓSÁ.

Hólf 1 og 2 eru nokkuð niðurgrafin og hæð veggja að innanverðu allt að 1 m. Úr hólfi 2 er svo gengt yfir í hólf 3 til suðurs. Það er um 2×1 m og snýr austur-vestur. Þetta hólf er ekki niðurgrafið og er gólfflötur þess því hærri en áðurgreindra hólfa. Suðurveggur hólfs 3 er grjóthlaðinn að innanverðu, um tvö umför standa en talsvert er af grjóthruni í hólfinu.Til austurs frá megininngangi tóftarinnar eru tvö hólf. Hólf 4 er um 2,5×1,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Það er niðurgrafið í brekkuna undir gjáveggnum. Til suðurs úr því er komið í hólf 5 sem er um 2×1,5 m að innanmáli. Það er fast undir gjáveggnum og er ekki niðurgrafið. Um 6 m sunnan við tóft A er tóft B. Hún er einföld, um 4×3 m að utanmáli, en 1×1,5 að innanmáli, og snýr norður-suður. Op er á norðurhlið. Tóftin er hlaðin inn í brekkuna að austanverðu. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og mest um 0,5 m á hæð. Um 3 m norðan við tóft A er tóft C. Hún er tvískipt, um 6×4 m að utanmáli og snýr austur-vestur. Hleðslur vestara hólfsins eru úr torfi og grjóti, en þess eystra eingöngu úr grjóti. Bæði hólf eru um 1,5×1 m að stærð og eru op á þeim báðum á suðurhlið. Norðan við tóft C er grjóturð sem hrunið hefur úr gjáveggnum. Í þessari urð eru tveir litlir skútar (D og E) og fagurgrænt og gróið í og umhverfis þá. Þó er aðeins mannaverk á þeim syðri (D), en þar er lítil og sigin torfhleðsla sem lokar skútann af. Hleðslan er ógreinileg og gæti verið um náttúrumyndun að ræða.“

Hólssel

Hólssel

Hólssel – teikning.

„Norður og upp frá borginni [Pétursborg] er Hólssel […],“ segir í örnefnaskrá. „Norðaustur og upp frá Pétursborg en rétt neðan Litlu-Aragjár er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu sem liggur gegnum einn hólinn.
Rústirnar eru ekki dæmigerðar selrústir en þó má ekki útiloka að þarna hafi einhvern tímann verið haft í seli,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Hólssel er beint í austur frá þéttbýlinu í Vogum og sér vel í það úr selinu. Það er um 1 km norðaustur af Pétursborg, um 2,66 km austnorðaustur af Snorrastaðaseli og um 3,1 km SA af Stóru-Vogum.
Rústirnar eru í gróinni lægð á milli tveggja allhárra og sprunginna hraunhóla. Austan og vestan við þær er hálfgróinn melur en fleiri hraunhólar til suðurs og norðurs.
Svæðið allt er um 26×26 m stórt og eru rústirnar á tveimur stöðum. Annars vegar eru þær í lægðinni á milli hraunhólanna og hins vegar eru hleðslur í sprungunni á nyrðri hólnum.

Hólssel

Hólssel.

Mannvirkjunum verður nú lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar. Meginsprungan (A) í nyrðri hraunhólnum liggur í austur-vestur og er um um 17 m löng og um 2-3 m á breidd. Hún er öll gróin í botninn. Gjárveggurinn er frá 1 upp í 2 m hár. Í sprunginni eru 5 grjóthleðslur sem liggja þvert á hana og mynda fjögur aðskilin hólf. Hleðslurnar eru signar, um 0,2 m á hæð og mest tvö umför. Hólfin eru áþekk að stærð, um 2×2 m að innanmáli og virðist ekki vera op á milli þeirra. Í lægðinni sunnan við hólinn, í brekkurót syðri hraunhólsins, eru tóftir B, C og D nokkuð þétt. Tóft B er vestast. Hún er hringmynduð, um 2×2 m að innanmáli. Hleðslur eru úr grjóti, um 0,2 m á hæð og signar.

Hólssel

Hólssel.

Að einhverju leyti er um jarðfast hraungrýti að ræða, en hlaðið á milli. Inngangur er á suðuausturhlið. Um 1 m austan við tóft B er tóft C. Hún er tvískipt og greinilegust af tóftunum þremur. Hleðslur eru úr grjóti, allt að 1 m á breidd, 0,4 á hæð og 3 umför.
Vestara hólfið er um 1,5×0,7 m að innanmáli og er ekkert greinanlegt op á því. Eystra hólfið er um 2×2 m að innanmáli með op við norðausturhorn. Hólfið er niðurgrafið í brekkuna að suðvestanverðu og er enginn upphlaðinn veggur þar. Tóft D er svo um 2 m austan við C. Hún er fremur ógreinileg en hleðslur eru alveg hrundar út. Hún virðist þó hafa myndað einskonar hólf eða aðhald við tóft C og annað undir klett sem gengur fram úr brekkunni.
Hleðslubrotin eru mest um 0,2 m á hæð.“

Arahnúkasel

Arahnúkasel

Arahnúkasel – teikning.

„Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel,“ segir í örnefnaskrá. „Undir Arahnjúk er Arahnjúkasel eða Arasel frá Vogum,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Aragjáin er stór og mikil og rís gjárveggurinn hátt og sést langt að. Á barmi gjárinnar er Aragjárvarða, afar greinileg, og þar aðeins norðar undir gjárveggnum eru seltóftir. Þær eru um 750 m suður af Hólsseli 075 og um 1,2 km austur af Pétursborg, en um 3,9 km suðaustur af Stóru-Vogum.
Í grónum skjólsælum slakka undir gjáveggnum. Til norðurs og vesturs eru mosagrónar hraunbreiður.
Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Undir Arahnúk er Arahnúkasel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um selstöðuna, en það kom fyrir að þær væru færðar neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðurinn eyddist. Af þessu má ætla að Arahnúkssel hafi byggst eftir árið 1703 enda höfðu Vogamenn sel í Vogaholti það ár. Selstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn og þar sjáum við margar kofatóftir ásamt kví. Sagt er að seltúnið hafi síðast verið slegið árið 1917.

Arahnúkasel

Arahnúkasel.

Ekkert vatnsból finnst við selið svo líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir, eins gæti verið að vatn hafi verið í gjánni. Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnslaupur og þar sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Heimildir er um tvö önnur nöfn á Stóru-Aragjá, Aragjá og Stór-Aragjá. Gjáin nær allt að Skógfellahrauni til suðvesturs, en þegar komið er nokkuð norðaustur fyrir Arahnúk þrengist gjáin til muna og er svo til horfin í Brunnastaðalandi. Nokkrar heimildir segja að Stóra-Aragjá sé sama gjá og Klifgjá […] þegar komið er austar í heiðina.“ Á svæði sem er um 100×20 m og liggur norðaustur-suðvestur með gjánni eru 7 tóftir (en líklega hefur verið átt við hólf en ekki kofa í tilvitnuninni hér að framan). Mannvirkjunum verður nú öllum lýst og þeim gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – stekkur.

Lýsingin hefst nyrst á svæðinu. Tóft A er um 7×5 m að utanmáli og snýr norður suður. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og er hleðsluhæð allt að 0,7 m. Tóftin greinist í fjögur hólf og er ekki innangengt á milli hólfanna. Nyrsta hólfið er ógreinilegt og er mögulegt að um sé að ræða sig í útvegg en ekki eiginlegt hólf. Op er á vesturhlið þess. Sunnan við það er hólf sem er um 1×1,5 m að innanmáli með op á vesturhlið. Sunnan þess er hólf, um 2×0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er á vesturhlið þess. Fjórða hólfið er við utanverðan austurvegg tóftarinnar og snýr norður suður. Það er um 2×1,5 að innanmáli og er niðurgrafið í brekkuna ofan tóftarinnar. Um 5 m sunnan við tóft A er tóft B. Hún er einföld, um 6,5×5 m að utanmáli, 2,5×1 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er á vesturhlið. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og hleðsluhæð um 0,7 m. Norðan við tóftina er hleðslubrot, um 4 m langt, liggur austur vestur og myndar kró við norðurhlið tóftarinnar. Króin er um 2×1,5 m að innanmáli og virðist opin bæði til austurs og vestur. Um 5 m vestur af tóft B er tóft C. Hún er um 6,5×5,5 m að utanmáli og greinist í tvö hólf. Eystra hólfið er stærra, um 2×1 m að innanmáli og snýr norður-suður. Op er á vesturhlið þess. Vestra hólfið er um 1×1 að innanmáli með op á suðurhlið. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og hleðsluhæð um 0,8 m. Um 2 m sunnan við tóft C er tóft D.

Arasel

Ara[hnúka]sel – Uppdráttur ÓSÁ.

Hún er um 9×6 m að utanmáli og snýr austur-vestur. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og hleðsluhæð mest um 1 m. Grjót er mest í austurvegg, allt að þrjú umför.Tóftin greinist í tvö hólf. Eystra hólfið er stærra, um 2,5×2 m að innanmáli en greinist í tvennt um 0,3, m háa grjóthleðslu. Op er á suðurhlið þess. Vestra hólfið er um 1,5×1,5 m að innanmáli og er mun signara en hitt. Mun minna grjót er í hleðslum þess og hleðsluhæð um 0,5 m. Op er á suðurhlið þess. Við austurvegg tóftar D og suðurvegg tóftar B virðist vera einhverskonar niðurgrafið hólf, en er mjög sigið og úr lagi gengið. Um 8 m sunnan við tóft D er tóft E. Hún er um 10×7 m að utanmáli og snýr norður-suður. Hún greinist í tvö hólf. Nyrðra hólfið er um 5×1 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Op er á vesturhlið þess. Syðra hólfið er um 2×1 m að innanmáli og snýr norður-suður, með op á vesturhlið. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og hleðsluhæð mest um 0,7 m. Fast norðan við tóft E, neðst í grjóturð sem hrunið hefur úr gjáveggnum, er grjót- og torfhleðslubrot og hefur þar líklega verið lítil kró. Á milli tófta D og E er röð stórra steina sem þjónað hafa óþekktum tilgangi en eru nú grónir niður í svörðinn.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta (ÓSÁ).

Tóft F er fast sunnan við tóft E og mynda þær einskonar tvískipt hólf á milli sín. Tóft F er einföld, um 5×5 að utanmáli en 1×1 að innanmáli. Op er á vesturhlið. Hleðslur eru úr torfi og grjóti og hleðsluhæð um 0,7 m. Austan við tóftina er gjáin nokkuð djúp næst gjáveggnum. Um 50 m sunnan við tóft F er grjóthlaðið gerði eða kví (G). Það er um 7×7 m að stærð og greinist í þrjú hólf. Meginhólfið er um 5×4,5 m að innanmáli og er op á vesturhlið þess. Hólfið greinist í tvennt um torf- og grjóthlaðinn garða, en gengt er á milli hlutanna. Norðan við þetta hólf, í norðausturhorni tóftarinnar er hringlaga hólf. Það er um 2 m í þvermál og ekkert greinilegt op á því. Þriðja hólfið er við utanverðan vesturvegg. Það er niðurgrafið, um 3×2 að innanmáli og snýr norður-suður. Op er til norðurs. Úr norðvesturhorni tóftarinnar liggur einföld grjóthleðsla til vesturs, um 4 m löng.“

Vogasel gamla

Vogasel gamla

Vogasel gamla – teikning.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir: „Selstöðu vissa á jörðin eina nærri þar sem kallað er Vogaholt […].“ „Á Aragjábarmi er varða er nefnist Aragjárvarða. Austar og ofar er Arahnúkur og Arahnúksgjá er Gjáin þar kölluð, og í slakkanum er Arahnúkssel. Enn austar er svo Vogaselið gamla,“ segir í örnefnaskrá. Vogaselið gamla er um 155 m norðan við sel og um 5,9 km suðaustan við Stóru-Voga.
Suðaustast í breiðum dal er grasi gróin hæð áður en farið er til suðurs upp brekku að yngri seltóftum og í þessari hæð er ógreinileg seltóft. Uppblásið er norðaustan við tóftina og norðan við tóftina eru hraunbreiður, mosavaxnar.
Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel á Reykjanesskaga segir: „Gömlu Vogasel eru greinilega mjög gömul. Þau liggja neðst í grasi vaxinni brekku utan í holtinu […]. Mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.

Vogasel

Vogasel eldri.

Jarðvegseyðing hefur náð upp að torfu þeirri, sem selin eru á. Ofar í brekkunni, undir og við hraunklett, eru Vogasel yngri. 2-3 ógreinilegar tóftir eru á svæði sem er um 40 x 12 m og snýr austur-vestur.
Tóftunum verður nú lýst og fá þær bókstafi til aðgreiningar, byrjað er nyrst á svæðinu. Tóft (A) er mjög ógreinileg. Hún er um 20 x 6 m að stærð og snýr austur-vestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,3 m. Óljóst má greina 4 hólf í tóftinni en hvergi sjást op inn í þau. Austasta hólfið I) er stærst, 3 x 1 m að innanmáli, það snýr norðaustur-suðvestur og mjókkar í norðausturenda. Hólf II) og III) eru um 1 x 1 m að innanmáli og er hólf II) dýpsta hólfið, um 0,5 m á dýpt.
Hólf IV) er svo 2 x 0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður. Um 17 m ANA við seltóftina er lítil og ógreinileg tóft (B), um 3 x 2 m að stærð og hleðsluhæð um 0,3 m. Tóftin er einföld og torfhlaðin. Óljóst op er til suðausturs. Um 3 m vestan við tóft (B) eru tvær dældir næst rofabarði sem kunna að vera mannvirkjaleifar (C), hvor um sig er um 1 m í þvermál að innanmáli.“

Vogasel yngri

Vogasel yngri

Vogasel yngri – teikning.

Í ritgerð ÓSÁ um sel á Reykjanesskaga segir: „Ofar í brekkunni, undir og við hraunklett, eru Vogasel yngri. Þar eru þrjár tóftir, ein undir klettinum efst, önnur framar og enn önnur, sú stærsta, tvískipt, utan í grasbakka enn neðar. Austan við tóftirnar er stekkur á bersvæði. Veggir eru heillegir en grónir.“ Seltóftir eru um 155 m sunnan við Vogaselið gamla og um 6 km í suðaustur frá Stóru-Vogum. Ekki eru aðrar heimildir um örnefnið Vogasel yngri og kannaðist Sesselja Guðmundsdóttir ekki við það. Hún telur að örnefnið Vogaselið gamla, Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel eigi við um sel og þær tóftir sem hér eru skráðar.
Fjórir hólar eru í brekku sem liggur til suðausturs upp úr víðum dal. Seltóftir eru við þrjá efstu hólana og stekkjartóft og lítil grjóthlaðin tóft eru á grösugum en grýttum bletti þar austan við.

Vogasel yngri

Vogasel yngri.

Minjasvæðið er í heild um 46 x 68 m og snýr norðaustur suðvestur. Á þessu svæði eru samtals 5 tóftir og verður hverri þeirra gefinn bókstafur til aðgreiningar. Tóft A er efst á svæðinu til suðausturs. Hún er einföld, grjóthlaðin en mjög gróin. Hún stendur norðaustan undir allmiklum kletti. Tóftin er um 6 x 5 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur, op er á henni til norðurs. Mesta hleðsluhæð er um 1 m. Fast vestan við þessa tóft, undir sama kletti, eru stórar þúfur og grjót sem gróið er yfir og kann þar að vera annað mannvirki sem er um 3 x 2,5 m að stærð og snýr NNV-SSA. Um 10 m vestan við tóft (A) eru tvö óljós hólf eða dældir sem einnig kunna að vera mannvirkjaleifar. Þær eru hvor um sig um 2 x 2 m og er 1 m á milli þeirra, þær liggja NV-SA.

Vogasel yngri

Vogasel yngri – stekkur.

Um 10 m norðan við tóft (A), neðar í brekkunni, er tóft (B) á litlum hól með litlum klöppum. Tóftin er grjóthlaðin og hefur jarðfast grjót og klappir verið nýtt í hleðsluna. Tóftin er einföld, um 4 x 4 m að stærð og er opin til norðurs. Hleðslur eru grónar og eru hæstar um 1 m. Norðan við tóftina myndar klöpp hálfhring og kann að hafa verið lítið hólf þar, það er þó ógreinilegt og ekki sjást neinar hleðslur. Fast norðvestan við tóftina má sjá einfalda röð af steinum sem virðast mynda hringlaga hólf, um 3 x 3 m að stærð, snýr NV-SA. Þetta hólf er mjög óskýrt. Tóft (C) er um 18 m norðvestan við tóft (B). Ekki sést í grjóthleðslur í henni og virðist hún vera elsta tóftin á svæðinu. Tóftin er um 13 x 6 m að stærð og snýr ANA-VSV. Hleðslur tóftarinnar eru mjög grónar, um 0,6 m á hæð, og greina má fimm hólf í tóftinni. Op eru á henni á miðri suðsuðaustur langhlið og í austurhorni. Hólfin eru lítil, 1-3 x 1-2 m.

Vogasel yngri

Vogasel yngri – uppdráttur ÓSÁ.

Grjóthlaðinn stekkur eða rétt (D) er um 25 m austan við tóft (A). Hann er um 12 x 10 m að stærð og snýr NNV-SSA. Stekkurinn er nokkuð hringlaga en veggur liggur um 3 m út úr hringnum til NNV, vestan við opið inn í stekkinn sem er til norðvesturs. Stekkurinn skiptist í tvö hólf, það austara er um 6 x 4 m að innanmáli, snýr NNV-SSA og það vestara er um 3 x 4 m og hefur sömu stefnu. Austara hólfið er opið til VNV og vestara hólfið til opið til norðurs. Veggurinn sem aðskilur hólfin er stuttur og er opið milli hólfanna norðvestast í tóftinni, þar sem tóftin er opin. Hleðslur eru signar og grónar, um 0,4 m á hæð. Um 10 m norðaustan við stekkinn er lítil grjóthlaðin hringlaga tóft (E), um 4 m í þvermál. Tóftin er full af grjóti sem hefur hrunið inn í hana og er hún orðin mjög mosavaxin. Ekki er hægt að sjá op á tóftinni. Hleðsluhæð veggja er um 0,3 m en grjóthrunið inni í henni stendur ívið hærra. Suðvestan við tóftina er bunga sem virðist vera mosavaxin grjóthrúga og er líklega hrun úr tóftinni. Sel það sem hér hefur verið lýst er mjög nálægt Vogaseli gamla en virðist mun yngra og er líklegt að selið hafi verið flutt sunnar og ofar, ef til vill vegna þess að haglendi hefur eyðst við Vogaselið gamla en þar er nokkur jarðvegseyðing. Sesselja Guðmundsdóttir telur að selin hafi bæði fengið nafnið Gamla- eða Gömlu-Vogasel þegar selstaðan hafi verið flutt að Arahnjúksseli en ekki er vitað hvenær það gerðist.“

Þegar Vogarselin á Vogaselshæðum eru skoðuð er greinilega um tvær selstöður að ræða, sú efri öllu yngri.

Auðnasel

Auðnasel

Auðnasel – teikning.

„Samkvæmt núverandi landamerkjum sem Sveitarfélagið Vogar hefur látið í té er Auðnasel á merkjum milli Þórustaða og Landakots, og eru minjar því tengdar á báðum jörðunum. Flestar tóftirnar eru í landi Landakots og er það því skráð undir þeirri jörð. Auðnasel er um 4,7 km suðaustan við Þórustaði, 4,8 km norðaustan við Landakot og 4,9 km suðaustan við Auðnir.
Seljatóftirnar eru í grónum og gróðursælum hvilftum umhverfis allhátt holt en einnig eru minjar uppi á holtinu og í seltúni sem er norðaustan við holtið. Allt er hér gróið en stutt er í uppblásinn hraunmóa utan svæðisins.
Selið er á svæði sem er um 110×120 m að stærð og snýr nálega norður-suður. Tvær tóftaþyrpingar eru á vesturhluta svæðisins og stekkir eða kvíar eru á þremur stöðum.

Auðnasel

Auðnasel.

Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Grjóthlaðin tóft A, sennilega stekkur, er uppi á holtinu suðaustan við aðaltóftasvæði 1. Hún er tvískipt, um 8×4,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Um 4 m langur innrekstrargarður liggur til norðvesturs frá inngangi á norðvesturgafli. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m en hleðslur eru hrundar. Tóftin er gróin að hluta. Lítið hólf I er í suðvesturenda tóftar, um 2×1 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Stórt hólf II er svo þar norðvestan við og er það um 3,5×2,5 m að innanmáli, snýr eins og tóftin.

Auðnasel

Auðnasel.

Tóft B er um 52 m norðan við tóft A en hún er grjóthlaðin kví norðvestan undir klettavegg í allstórri hvilft, grasi gróinni. Tóftin er grjóthlaðin, um 7,5×4 m. Suðaustast er lítið hólf I upp við klettavegginn. Það er um 1×0,5 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Þar framan við er hólf II sem er um 2×1 m að innanmáli og snýr eins og tóftin. Loks er svo hólf III sem er um 2×2,5 m að innanmáli og snýr eins og tóftin. Þessi hólf eru hvert fram af öðru. Opið er í norðvesturenda tóftarinnar inn í hólf III og opið er á milli hólfa III og II. Stuttur veggur, mögulega aðrekstrargarður, liggur til norðvesturs frá norðaustur langvegg, er um 1,5 m langur. Hólf IV er samsíða hólfum II og III. Er það um 2,5×1,5 m að innanmáli og snýr eins og tóftin. Suðaustan við hólfið að klettavegg er mikið stórgrýti og kann þar að hafa verið framhald af þessu hólfi eða annað hólf. Mesta hleðsluhæð tóftarinnar er um 0,2 m utanmáls.

Auðnasel

Auðnasel – stekkur.

NNV við tóftina, fast við hana er þúst sem er um 3 m í þvermál og er hún um 0,6 m á hæð. Grjót sést á einum stað í henni en annars er hún gróin. Tvær rákir eru í þústina sem liggja norður-suður og eru 1-1,5 m langar. Tvískiptur stekkur C er í miðju stekkjartúninu á dálítilli hæð. Hann er um 70 m norðvestan við tóft B. Stekkurinn er grjóthlaðinn, er um 5×4 m að stærð, snýr norður-suður. Að auki liggur veggur frá honum miðjum til vesturs, um 4 m langur en tóftin snýr norður-suður. Stærra hólfið I er í suðurenda og er um 2x3m að innanmáli, snýr austur-vestur. Inngangur er í norðvesturhorni. Minna hólfið II er mun ógreinilegra, er um 1,5 x 2 m að innanmáli, snýr austur-vestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m og sjást 3 umför. Dálítil þúst er um 3 m norðaustan við tóftina og er hún um 2 m í þvermál og um 0,6 m á hæð. Seljatóftirnar eru á tveimur stöðum á svæðinum. Annars vegar eru tóftir litlu vestan við mitt svæðið 1 og hins vegar eru tóftir vestast á minjasvæðinu 2.

Breiðagerðissel - Auðnasel

Auðnasel og Breiðagerðissel – uppdráttur ÓSÁ.

Á fyrrnefnda staðnum eru sex tóftir og ein gryfja sem mögulega hefur verið vatnsstæði. Tóftirnar eru allar nema ein ofarlega í brekku stórrar hvilftar. Tóft I er tvískipt og er hlaðin undir hamravegg sem er suðurveggur hennar. Hún er orðin nokkuð óskýr en er um 7×2,5 m að stærð, snýr austur vestur. Vestara hólfið I er um 1,5×1 m að innanmáli og snýr eins og tóft. Hólf II er um 2×1,5 m að innanmáli og snýr eins og tóft. Op er á báðum hólfum til norðurs. Mesta hleðsluhæð er um 0,4 m. Tóft E er neðst í hvilftinni, um 14 m norðaustan við tóft I og virðist hún vera nokkuð gömul. Hún er um 5×2,5 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er tvískipt og er hólf I í suðausturenda um 1,2×1 m að innanmáli. Op er á því til norðausturs. Hólf II er um 2,5×0,5 m að innanmáli, snýr eins og tóft. Op er á hólfinu á norðvesturgafli og einnig er op á því til norðausturs. Mesta hæð veggja er um 0,4 m, ekki sést í grjóthleðslur. Tóft D er um 20 m vestan við tóft E. Hún er stærst tóftanna á þessu svæði og greinilegust þeirra. Hún er um 5×4 m að stærð, snýr norður-suður. Grjóthleðslur sjást í henni innanverðri og op er á henni á miðjum austur-langvegg. Mesta hleðsluhæð er um 1 m. Fast norðaustan við tóft D er tóft F. Hún er um 3×3 m að stærð og er opin á norðausturgafli. Grjót sést í innanverðum veggjum. Mesta hleðsluhæð um 0,5 m.

Auðnasel

Auðnasel – stekkur.

Fast norðvestan við tóft D er tóft G. Hún er um 3,5×2,5 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Grjóthleðslur sjást í innanverðum veggjum. Mesta hleðsluhæð um 0,5 m. Fast norðvestan við tóft G er tóft H. Hún er um 3×2 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur. Op er á tóftinni í austurhorni. Grjóthrun er á gólfi tóftarinnar. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Gryfja J er um 15 m norðan við tóft F. Hún er um 2 m í þvermál og um 1,2 m á dýpt, gróin, e.t.v. vatnsstæði. Á tóftasvæði 2 er þrískipt tóft K um 30 m norðvestan við tóft H hún snýr suðvestur-norðaustur og er um 10×6 m að stærð. Norðaustast hólf I sem er 2×1 m að innanmáli, snýr suðaustur-norðvestur. Grjót er á gólfi þess og í innanverðum veggjum. Suðvestan við þetta hólf er hólf II sem aðeins virðist tengt hólfi I með norðvestur-langvegg. Það hólf er um 2,5×1 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur, opið til norðausturs.

Breiðagerðissel

Auðnasel.

Fast suðvestan við þetta hólf er hólf III en þau eru laustengd og ef til vill eru þau sitthvor tóftin. Hólf III er 2×1 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sést op á hólfinu. Mesta hleðsluhæð er um 1 m. Fast norðvestan við tóft K er önnur þrískipt tóft L algróin og virðist eldri en hin. Hún snýr austur-vestur og er um 7×4 m að stærð, gróin en sést lítillega í grjót að innanverðu. Vestast er lítið hólf I sem er um 1×1 m að innanmáli og í austurenda er stórt rými sem óljóst skiptist í tvö hólf. Austast er hólf II sem er um 2x1m að innanmáli snýr austur-vestur og vestan við það er svo hólf III sem er um 1×1,5 m að innanmáli snýr norður-suður.
Mesta hleðsluhæð er um 1 m. Inngangur inn í hólf II og III er úr suðvestri og inngangur inn í hólf I er úr suðaustri. Varða M er um 20 m norðvestan við tóft K. Hún stendur á lágum klapparhól, er um 1 m í þvermál og um 0,7 m á hæð. Steinar nokkuð skófum vaxnir en virðist ekki gömul, 5 umför.“

Fornasel

Fornasel

Fornasel (Litlasel) – teikning.

„Þar suður af [Klifgjá og Klifgjárbarmi sem eru sunnan við Kolgrafarholt] er Fornasel eða Litlasel,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Fornasels er ekki getið í örnefnaskrá Þórustaða en samkvæmt núverandi landamerkjum er selið innan landamerkja þeirra. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi segir um Fornasel: “ Í austurátt frá Skrokkum er lítið selstæði sem heitir Fornasel. Ein heimild segir það vera frá Þórustöðum [mögulega úr bókinni Strönd og Vogar] en önnur heimild segir að selið gæti heitið Litlasel og verið frá Landakoti [í örnefnalýsingu Landakots eftir Gísla Sigurðsson segir: „Ekki er með öllu víst, að Fornasel tilheyri landi Landskots, en hafi svo verið nefndist það einnig Litlasel.“ Ekki er ljóst hvernig Litlasel kemur til sögunnar. Þess virðist ekki vera getið annarsstaðar en í þessari örnefnaskrá. Í annarri örnefnaskrá fyrir Landakot er Fornasel talið til örnefna sem tilheyra því en framar í skránni er tekið fram að erfitt sé að staðsetja þekkta hóla og kennileiti í Strandarheiði í landi hverrar einstakrar jarðar vegna þess hve þéttbýlt sé á svæðinu].

Fornasel

Fornasel í Strandarheiði – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um Fornasel eða annað sel á þessum slóðum en bókin nefnir Fornuselshæðir sem eru líklega nokkuð ofar í heiðinni […].“ Í bókinni Strönd og Vogar segir: „Þá er Fornasel. Þar áttu fyrst selstöðu Kálfatjörn og Þórustaðir en Kálfatjörn fékk seinna selstöðu, þar sem heitir Sogasel […].“ Mögulega er hér átt við sel í Fornuselshæðum en í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 kemur fram að Kálfatjörn og Þórustaðir hafi átt selstöðu þar. Fornasel er um 3,2 km suðaustan við bæ.
Selið er í hrauninu sunnan við Reykjanesbraut þar sem landið fer hækkandi og er selið á dálítilli hæð [og sést vel frá brautinni]. Gróið er í kringum selið.
Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel og selstöður á Reykjanesskaga segir um Fornasel: „Í selinu er ein megintótt með tveimur vistarverum og hlöðnu gerði sunnan við. Vestar er hlaðinn stekkur. Ofan við hólinn er vatnsstæði í krika og minni tóft með tveimur vistarverum. Tóftirnar eru grónar, en vel sést móta fyrir veggjum. Hleðslur sjást í veggjum. Hlaðið er um vatnsstæðið.“

Fornasel

Fornasel.

Heildarstærð minjasvæðisins er um 68×20 m og snýr það norðvestur-suðaustur. Seltóftirnar eru á tveimur stöðum, annars vegar tóftir A-C sem eru norðaustan við dálitla klapparbungu, hins vegar tóft D sem er suðaustan við sömu bungu. Um 60 m eru á milli staðanna. Á milli svæðanna er svo líklega vatnsstæði eða vatnsból E og er dálítil hleðsla eða steinlögn meðfram henni. Tóft A er einföld og mjög ógreinileg. Hún er neðst (norðvestast) í tóftaþyrpingunni og útflött að mestu leyti. Tóftin er um 4×5 m að stærð og snýr NNV-SSA. Ógreinilegir veggir eru á austurhlið og á SSA-gafli. Aðrir veggir eru útflattir en grjót finnst undir sverði. Óljóst er hvar inngangur hefur verið.

Fornasel

Fornasel – vatnsstæði.

Tóft B er tvískipt, 6,5×4 m að stærð, snýr suðaustur-norðvestur. Tóftin er gróin en þar sem hrunið hefur úr veggjum inn í tóftina sést í grjót. Hólf I er í norðvesturenda og er um 1×1 m að innanmáli en hólf II í hinum endanum er um 2×2,5 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Fast við þessa tóft en líklega ekki sambyggð er tóft C. Hún snýr austur-vestur og er um 5×5 m að stærð og skiptist óljóst í 2 hólf. Hólf II í suðausturenda er um 2,5×1 m að innanmáli og snýr NNA-SSV. Op er á því til norðvesturs inn í hólf I. Hólf I er í norðvesturenda tóftar, opið til norðvesturs, um 2×2 m að innanmáli. Tóftin er vel gróin og ekki sést í steina nema á stöku stað. Mesta hleðsluhæð í tóftum B og C er um 0,5 m.

Fornasel

Fornasel.

Um 18 m suðaustan við tóft C er gróin gryfja E, um 2×3 m að stærð og snýr austur-vestur. Mikið grjót er í gryfjunni, sérstaklega að austan- og sunnanverðu og grjóti hefur verið raðað á bakka gryfjunnar í vesturenda sem er að mestu þurr og er gryfjan dýpst þar, um 1-1,2 m. Líklegt er að þarna hafi verið vatnsstæði eða vatnsból. Um 24 m suðaustan við vatnsstæðið er tvískipt tóft D sem er um 5×3 m að stærð og snýr norður-suður. Tóft þessi er mun fornlegri en tóftir A-C. Hólf I er í norðurenda og er um 2×1 m að innanmáli, snýr norður-suður, op til austurs. Hólf II er um 1×1 m að innanmáli, óljóst op er á austurvegg. Mesta hleðsluhæð tóftarinnar er um 0,5 m. Tóftin er vel gróin en lítillega sést í grjót í hólfi II.“

Sogasels er ekki getið í fornleifaskráningunni.

Fornuselshæðir

Fornuselshæðir

Fornuselshæðir – teikning.

„Í Jarðabók Árna og Páls frá 1703 segir: „[…] áður hefur hann [staðurinn] og brúkað selstöðu þar sem staður á sjálfur land, þar sem heitir Fornuselshæði [svo], þar er mein stórt að vatnsbresti og hagar naumir […].“ Í Jarðabókinni segir einnig að Þórustaðir eigi selstöðu í Fornuselshæðum: „Selstöðu á jörðin þar sem kallaðar eru Fornuselshæðir, þar eru hagar næsta að þrotum komnir, en vatnsból so lakt, að fyrir þann skort er selstaðan aflögð orðin, og hefur því bóndinn selstöðu að annara láni með miklum óhægðum og lángt í burtu.“ „Engin önnur heimild er til um Fornuselshæðir en líklega eru hæðirnar í eða við Sýrholtið. Vestan í holtinu sjást þrjár mjög gamlar kofatóftir og þar hefur líklega verið selstaða fyrrum og gæti verið selstaða sú er getið er um í Jarðabókinni,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Þrískipt tóft („þrjár mjög gamlar kofatóftir“) er vestan í Sýrholti, um 980 m suðvestan við Flekkuvíkursel, um 4,4 km suðaustan við Kálfatjörnog um 4,6 km suðaustan við Þórustaði. Tóftirnar eru allhátt á holtinu og er þar grasi gróinn blettur í kring. Umhverfis holtið eru hraunbreiður sem eru grónar á köflum en nokkur gróðureyðing er hér í kring.

Fornusel

Fornusel í Fornuselshæðum (Sýrholti).

Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel á Reykjanesskaga segir: „Vestan í holtinu [Sýrholti] sjást þrjár mjög gamlar jarlægar [svo] kofatóftir og þar hefur mjög líklega verið sel fyrrum og gæti verið selstaða sú sem getið er um í Jarðabókinni. Mikill uppblástur er á þessum slóðum og á holtinu sjást merki eftir landgræðslu. Útveggir sjást. Tvær tóftanna [hér hefur líklega átt að standa „Þrjár tóftanna…“ þar sem áður hefur verið talað um að kofatóftirnar séu þrjár vestan í holtinu og uppdráttur sem fylgir umfjölluninni sýnir einnig þrjár tóftir] eru suðvestan í hæðunum, en sú þriðja er á gróðurbleðli skammt vestar. Hlaðin kví er í gróinni gjá þar skammt vestan hennar.“

Fornusel

Fornusel í Sýrholti – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftirnar þrjár vestan í Sýrholti sem nefndar eru í heimildum er í raun ein tóft, en þrískipt. Tóftin er um 8 x 4 m og snýr norðvestur-suðaustur. Hólfin 3 snúa suðvestur-norðaustur. Þau eru 1,5 x 0,5-1 m að innanmáli og er norðvestasta hólfið ógreinilegast. Hleðslur eru mjög signar en hólfin eru enn nokkuð djúp. Mesta hleðsluhæð utanmáls er um 0,3 m en innanmáls er hún um 1 m. Ekki sjást op inn í hólfin og ekki sést í grjót. Efst uppi á Sýrholti er mikil hundaþúfa, grasi
vaxin. Líklegt er að þar hafi staðið varða sem vísað hefur á selið því lausir steinar sjást grónir við þúfuna og minnst er á það í örnefnaskrá Kálfatjarnar (AG) að á þessu svæði sé landamerkjavarða, Sýrholtsvarða, og kann að vera að þessi meinta varða hafi einnig haft það hlutverk. Tóft fannst ekki á vettvangi og ekki er ljóst hversu langt frá seltóftinni hún er. Þar sem það er óljóst, sem og tengsl hennar við seltóftina, er hún skráð á sér númer.
Hleðsla er í gjá um 290 m norðvestur af seltóftinni og er þar líklega um meintan stekk að ræða sem nefndur er á heimasíðu Ferlirs. Hann er skráður á sér númer enda langt frá seltóftinni. Samkvæmt landamerkjum sem fengust hjá sveitarfélaginu er selið á merkjum milli Kálfatjarnar og Þórustaða. Það er skráð með Kálfatjörn þar sem líkur eru til þess að hér sé um selið að ræða sem talað er um í Jarðabók Árna og Páls og hefur það þá verið í landi Kálfatjarnar. Hleðslan og tóftin sem Ómar Smári talar um í ritgerð sinni eru að öllum líkindum það langt frá seltóftinni og nokkuð inn í landi Þórustaða og eru þær minjar því ekki skráðar með selinu heldur í sitt hvoru lagi með Þórustöðum.“

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu á jörðin og brúkar þar sem heitir Flekkuvíkursel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein að vatnsleysi, og báglegt eldiviðartak.“ „Vestan eða suðvestan undir honum er Flekkuvíkursel og er það í landi Kálfatjarnar,“ segir í örnefnaskrá GE. „Þar rétt hjá er Selstígurinn [svo] beint suður í Flekkuvíkursel. Það stendur í Seltúninu og eru þar allmiklar rústir greinilegar. Þar var haft í seli fram til 1845. […] Þegar haft var í seli var búsmalinn rekinn til vatns í Kúagerði, 40 mínútna leið fram og til baka,“ segir í örnefnaskrá Flekkuvíkur. „Enn ofar, vestan undir klapparási, er Flekkuvíkursel. Þar er allstór mói í kringum selið, er nefnist Seltún. Amma Ólafs, Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, kom í selið sem barn og voru þá bæði smali og selráðskona þar. Það hefur verið á milli 1860-70, en Herdís var fædd 1858. Þarna sjást rústir allmargra kofa,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Í ritgerð Gunnars Ingimundarsonar um örnefni í Brunnastaðahverfi kemur fram að Flekkuvíkursel hafi verið síðasta selið sem fór í eyði í sveitinni, um 1870. Selið er 4 km SSA við bæ. Heimildum ber ekki saman um hvað ásarnir heita í kringum Flekkuvíkursel en það skiptir miklu máli í þessu tilviki því landamerki Flekkuvíkur á móti Kálfatjörn annarsvegar og Vatnsleysu hins vegar liggja um ása sitt hvorum megin við selið. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir er aðeins talað um Vestari- og Nyrðri-Flekkuvíkurselás eins og gert er í landamerkjalýsingu. Í lýsingum af staðsetningu selsins í sömu heimild er talað um að Selásvarða sé á Vesturásnum. Í Örnefnaskrá Flekkuvíkur er hins vegar talað um Selásinn vestari, Selásinn eystri og Mið-Selás. Og samkvæmt sömu heimild er Selásvarðan á Mið-Selás.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – stekkur.

Á vettvangi og af loftmyndum virðast ásarnir vera þrír og er líklegt að Selásinn eystri í örnefnaskrá sé sami ás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás í landamerkjalýsingu en þessi ás er norðaustastur ásanna og því geta bæði nöfnin átt við hann. Mið-Selássins er væntanlega ekki getið í landamerkjaskrám af því að landamerkin liggja ekki um hann. Mið-Selás er suðaustan við Flekkuvíkusel og á honum er stór varða sem að öllum líkindum er Selásvarða en tvær vörður eru á Selásnum vestari sem er vestan við Flekkuvíkursel. Annað sel er um 185 m norðaustan við Flekkuvíkursel en það er að öllum líkindum í landi Vatnsleysu og er skráð með Stóru-Vatnsleysu. Óvíst er hver tengslin eru milli seljanna tveggja en selið í landi Vatnsleysu virðist vera eldra en Flekkuvíkursel og því tilheyra færri sýnilegar rústir. Selið kann að hafa verið frá Vatnsleysu eða eldra sel frá Flekkuvík þó að selstæði Flekkuvíkursels sé mun ákjósanlegra eins og aðstæður eru nú.
Flekkuvíkursel er norðvestan undir Mið-Selás sem er allhátt hraunholt. Seltóftirnar eru í Seltúninu sem er nokkuð flatlendur og grasi gróinn túnblettur.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

„Drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts er Flekkuvíkursel. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna og fáeinir steinar við það,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Á heimasíðu Ferlirs segir: „Frá Bræðrum sést vel að Flekkuvíkurseli í suðri. Um 10 mínútna gangur er að því frá vörðunum. Selið sjálft er undir löngu holti, Flekkuvíkurselási. Á því er varða, Selásvarða. Annars eru sjáanlegar vörður á holtum þarna allt í kring, átta talsins.“

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Í ritgerð Ómars Smára Ármannssonar um sel á Reykjanesskaga segir: „Í selinu sjálfu má vel greina 8 tóttir. Líklega hafa selstöðurnar verið a.m.k. tvær. Stekkur er undir holtinu skammt sunnar, en vestan við selið eru hleðslur er gætu verið rétt og eldra gerði. Vel gróið er í kringum selið, Seltúnið. Norðan við selið er klapparhóll. Í kvos norður undir norðurholtinu er hlaðin kví. Norðan þess eru þrjár tóftir er benda til þess að þar hafi verið minna sel. Norðan þess er u.þ.b. metershár hóll með hleðslum [Framangreindar minjar: kví, sel og hóll með hleðslum er skráð saman auk vatnsstæðis og vörðu. Talsverð landeyðing er í kringum hann, en þarna gæti hafa verið stekkur, lítil borg eða hlaðið hús. Hugsanlega gæti þetta hafa verið sel frá öðrum Flekkuvíkurbæjanna, en Flekkuvík skiptist í Austurbæ og Vesturbæ, auk þess sem bærinn Refshali (Rifshali) var býli þar í túnkróknum (fór í eyði 1920).“ Flekkuvíkursel er á svæði sem er 100 x 80 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Þar eru sex tóftir og eitt garðlag og fá minjarnar bókstafina A-G til aðgreiningar.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Tóft A er grjót- og e.t.v. torfhlaðin tóft sem skiptist í þrjú hólf. Hún stendur á lágum hól undir lágum hálsi og er 11 x 6 m að stærð og snýr austur-vestur. Hólf I er austast og stærst. Það snýr í norður-suður og er 6 x 5 m að innanmáli. Breidd veggja er um 1 m og er hæð þeirra 0,7 m. Greinilega sést í grjóthleðslur sem hafa víða hrunið inn á við. Um 1 m breitt op er á hólfinu á vestari langvegg, um 2 m frá syðri skammhlið. Hólf II er vestur af I og áfast því í suðvesturhorni, sunnan við dyraopið. Hólfið er 3 x 1 m að innanmáli og snýr það þvert á hólf I. Veggir þess eru aðeins mjórri, um 0,8 m að breidd og sömuleiðis lægri eða um 0,4 m. Veggirnir eru afar grónir og sést ekki í grjóthleðslur. Líklega eru veggirnir þó grjóthlaðnir eða torf- og grjóthlaðnir. 0,5 m breitt dyraop í á langvegg í norðvesturhorni. Hólf III er austur af II og snýr á sömu vegu. Það er 3 x 1,5 m að innanmáli. Veggir þess eru einnig 0,8 m að breidd og 0,4 m háir. Dyraop er í suðvesturhorni skammhliðar. Er það aðeins 0,3 m breitt.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Tóft B er 3 m vestur af A. Er hún einföld og er 6 x 4 m að stærð. Tóftin snýr norðaustur-suðvestur. Breidd langveggja og austari skammhliðar er um 1 m en vestari skammhliðin er 1,5 m breið. Allir veggirnir eru 0,6 m háir. Grjót er í veggjum og sést það greinilega á syðri langvegg og í eystri skammhlið. Dyraop er í norðurhorni á skammhlið. Tóft C er um 4 m austan við tóft B. Hún snýr norður-suður og skiptist í a.m.k. tvö hólf, e.t.v. þrjú. Hólf I er nyrst. Það er 5 x 4 m að utanmáli en 3 x 2 m að innanmáli. Eystri langveggur er ríflega 1 m á breidd en aðrir 1 m. Eru þeir 0,5 m háir. Nyrðri gaflinn er nánast opinn en greina má smá veggjabút í austurhorni. Þó er hugsanlegt að einungis hafi hrunið úr langveggnum. Tóftin er grasi gróin. Hólf II er 4 m suður af I. Er það 4 x 6 m að utanmáli, 3 x 1,5 m að innanmáli og snýr í VSV-ANA. Veggir hólfsins eru 1,5 m að breidd og 0,5 m háir. Op er á nyrðri langvegg miðjum, 0,4 m breitt.
Tóftin er grasi gróin og sést ekki í grjót í veggjum. Milli hólfa I og II eru þúfur sem mynda e.t.v. ógreinilega veggi. Væri það þá þriðja hólf tóftarinnar. Er það 4 x 5 m að stærð og mjókkar til norðurs. Breidd veggjanna er um 1 m og hæð þeirra 0,3 m. Tóft D er 4 m austan við C II.“

Framhald á „Sel á Vatnsleysuströnd II„.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Knarrarnes

Gamlir brunnar teljast til fornleifa. Samkvæmt skilgreiningu þjóðminjalaga þá eru fornleifar allar leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða manna verkverk eru á, og eru 100 ára eða eldri, þ.e. öll mannavist í landinu er tengdist öflun neysluvatns fyrir fólk og fénað.

Landnám

Landnám.

Landnámsmenn, sem reistu fyrst byggð hérlendis, hafa m.a. sælst til þess að rennandi vatn félli hjá bæjarstæðinu og til skamms tíma hefur það þótt góður kostur á sveitabýli að eiga góðan bæjarlæk rétt hjá bæjarveggnum. Þar sem lækir voru af skornum skammti nýtti fólk sér annað hvort regnvatn eða undirliggjandi vatnsrennsli, sem stundum dró dám af stöðu sjávarfalla. Víðast hvar, reyndar við nánast hvern einasta bæ eða kotbýli voru grafnir brunnar utan þeirra vatnsstæða, sem nýtt voru utan þerris. Brunna þessa má enn sjá víða á landinu. Þeir voru margir hverjir byrgðir eða fyllti upp með grjóti að notkun lokinni til að forða slysum á börnum.
þvottalaugarAllt breyttist þetta í byrjun 20. aldar þegar flest byggð ból áttu orðið kost á streymandi lindarvatni, auk heitu vatni til baða, eftir vatnsleiðslum um lengri eða skemmri veg. Þessi breyting gerðist á svo skömmum tíma í sögu þjóðarinnar að enn muna fjölmargir Íslendingar til þess að bera þurfti allt neysluvatn frá brunni eða bæjarlæk í hús.
Vatn á vetrardegi fyrrum gat verið miklum erfiðleikum bundin. Vatn þvarr í langvarandi frostum, eigi síður en í þurrkum, og vatnsból lögðust undir ís.
VatnsberiVatnsburður frá vatnsbóli til bæjar var eitt af húsverkunum. Hafði viss heimilismaður einkum það starf að bera vatn í bæ eða fjós? Kunna menn af eigin raun eða eftir annarra sögn að segja frá fólki sem vann fyrir sér með því að bera vatn í hús frá vatnspósti eða vatnsbóli.
Lækningalindir hafa verið víða hér á landi, margar að sögn tengdar vígslum Guðmundar góða.
Vissa varúð þurfti að hafa við öflun vatns á víðavangi, einkum er menn lögðust niður við vatn til að svala þorsta sínum (að signa yfir vatnið eða drekka gegnum dúk eða síu einhverskonar). Var algengasta aðferðin þó sú að drekka úr lófa sínum?

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – leifar gömlu vatnsleiðslunnar til Hafnarfjarðar.

Vatnsleiðslur með sjálfrennandi vatni eða tengdar dælum eða vatnshrútum koma til sögunnar undir lok 19. aldar og þó einkum í byrjun þeirrar 20. Í fyrstu var um stein- og tréstokka að ræða. Einstakar sveitir lögðu samveitur vatns um langar leiðir. Þessar framkvæmdir léttu miklu oki af fólki og voru þýðingamikill þáttur í framför aldarinnar. Um þetta er völ margra heimilda en annað liggur engan veginn ljóst fyrir og þá allra helst um það hverjir fyrst hófust handa við að leiða vatn í bæjarhús og útihús í einstökum sveitum eða byggðum. Þó höfðu einstakir menn forgöngu um það, öðrum fremur, að leggja vatnsleiðslur til heimila sinna sveita og fóru til þeirra starfa bæ frá bæ?“

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – flugmynd.

Af þessum umleitunum má sjá að vatnsöflun og -neysla hefur þótt áhugaverð fornsöguleg arfleifð – og þarf engan að undra því hér hefur verið um að ræða einn af grundvallarþáttum afkomunnar frá upphafi lífs á jörðinni – hér á landi allt frá landnámi til þessa dags.
Þegar skoðaðar eru seinni tíma fornleifaskrárlýsingar má vel sjá hversu framangreindar fornleifar hafa því miður markvisst verið afmáðar við útfærslu byggða í seinni tíð.

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum„, Áfangaskýrslum I, II og II, má t.d. lesa eftirfarandi um brunna í Vogum og á Vatnsleysuströnd:

Vatnsleysuströnd

Vatnsleysuströnd – kort.

Tún Tumakots og Nýjabæjar liggja saman á hólnum, sem nefnast Borhólar og skammt þaðan er Nýjabæjarbrunnur, […].“ segir í örnefnaskrá. „Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, voru flestir brunnar í Vogunum grjóthlaðnir en búið er að fylla upp í þá flesta“.

Rétt hjá bænum Hábæ var Hábæjarbrunnur,“ segir í örnefnaskrá. „Brunnurinn sést enn í grasigróinni dæld fast sunnan við sléttaða grasflöt“.

Stapinn

Stapabúð.

Í Stapabúð undir Stapa sjást enn miklar leifar. „Þar eru 4 tóftir, kálgarður, leifar af túngarði og brunnur á svæði sem er um 170 x 90 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Grjóthlaðinn brunnur er um 145 m norðvestan við Stapabúð. Brunnurinn er hrörlegur og nokkuð samanfallinn en enn sést í hleðslur, 3 umför“.

Við Brekku, einnig undir Stapanum, „um 5 m austan við kálgarðinn er steinhlaðinn brunnur. Hann er um 1,5 m í þvermál og um 2 m djúpur. Í botni brunnsins var bárujárnsplata og leifar af viðarröftum en lítið sem ekkert hefur hrunið úr brunninum“.

Stapinn

Brekka undir Stapa.

Bræðrapartsbrunnur „er skammt fyrir sunnan húsið, segir í örnefnaskrá. „Samkvæmt túnakorti frá því um árið 1919 var Bræðrapartsbrunnur um 60 m SV við bæ og um 100 m SV við Suðurkot“, nú horfinn.

Ofan við Stóru-Voga segir: „Þar skammt frá Veginum [í gegnum Voga] er vatnsból er nefndist Gvendarbrunnur eitt þeirra vatnsbóla er vor ágæti Gvendur góði vígði,“ segir í örnefnaskrá. „Milli Leirdals og efstu húsanna er Gvendarbrunnur sem sagður er vígður af Guðmundi góða Arasyni Hólabiskupi. Brunnurinn er lítil hola við klappir oftast með einhverju vatni í,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum. Gvendarbrunnur er um 10 m austan við íbúðarhús við Hvammsdal 14 og um 450 m suðaustan við Suðurkot. Brunnurinn er í grasi- og mosagrónu grýttu hrauni“. Gvendarbrunnur er nú horfinn undir byggð.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Vogum.

Um Stóru-Vogabrunn segir: „Heiman frá bæ lá Stóru-Vogastígur niður í Stóru-Vogavör við Stóru-Vogatanga. Upp frá Vörinni var Stóru-Voganaust og Stóru-Vogasjóhús. Milli sjávar og bæjar var [svo] Stóru-Vogabrunnur,“ segir í örnefnaskrá. „Engar leifar af brunni fundust milli Stóru-Voga og sjávar. Nákvæm staðsetning hans er því óþekkt“.

Tumakotsbrunnur – „[…] Tumakotsstígur á niður í Tumakotsvör og Tumakotsbrunnur tilheyrði bænum,“ segir í örnefnaskrá. „Samkvæmt túnakorti frá því um 1919 var Tumakotsbrunnur um 20 m austan við bæ. Á þessu svæði er nú íbúðarhús við Akurgerði 8 og sléttaður garður. Samkvæmt Guðrúnu L. Magnúsdóttur, heimildarmanni, var brunnurinn grjóthlaðinn en búið er að fylla upp í flesta brunna í Vogaþorpi. Ekkert sést til fornleifa. Samkvæmt túnakorti frá árinu 1919 var brunnur um 30 m NV við Suðurkot“.

Stapi

Brekkukotsbrunnur.

Í örnefnaskrá segir: „Þá er Suðurkotsstígur og liggur niður í Suðurkotsvör og rétt við bæinn var Suðurkotsbrunnur.“ Samkvæmt túnakorti frá árinu 1919 var brunnur um 80 m austan við Suðurkot og um 10 m vestan við útihús. Nákvæm staðsetning brunnsins er rétt við mörk bílastæðis og gras/trjábeðs milli Suðurkotshússins og horns suðausturálmu húss eldri borgara, Álfagerðis“.

Auk þess má nefna…

Austan Grænuborgarhúss í Grænuborgartúni er Grænuborgarbrunnur og Brunngatan þaðan og heim til húss. … 5 m suður af tóftinni var brunnur. Búið er að byrgja hann með tréhlera en engin merki sáust um brunngötuna sem nefnd er í örnefnalýsingunni.

Samkvæmt túnakorti frá árinu 1919 var brunnur um 30 m ASA við Minni-Voga. Á þessu svæði er sléttað malarplan við vesturenda Austurgötu að norðanverðu.

Stapinn

Stapinn – Brekkubrunnur.

Ekkert sést til brunnsins þar sem fyllt var upp í hann um 1980. Samkvæmt Ásu Árnadóttur, heimildarmanni, notuðu Austurkot og Minni-Vogar sama brunninn.
Á þessu svæði er sléttað malarplan þar sem geymdir eru gámar og annað tengt því iðnaðarhúsnæði sem nú stendur við bryggjuna í Vogum.
Ekkert sést til brunnsins.

„Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar,“ segir í örnefnaskrá. Um 60 m NNA við bæ og um 20 m NNA við útihús er merktur brunnur á túnakort frá 1919. Brunnurinn er á röskuðu óræktarsvæði um 20 m norðaustan við skemmu sem er áföst gömlu steyptu útihúsi.
Brunnurinn er byrgður og sést illa en steyptur kantur sést við brunninn. Brunnurinn sjálfur er líklega um 2×2 m að stærð að utanmáli en það sést illa vegna gróðurs og efnis sem sett hefur verið ofan á hann.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Höfðabrunnur um 70 m suðaustan við bæ og um 20 norðvestan við Höfða. Í örnefnaskrá segir: „Höfðabrunnur – austan við Höfðatjörn – er löngu fallinn saman.“ „Norðan við stíginn var svo Höfðabrunnur,“ segir í örnefnaskrá Auðnahverfis.

Bergskotsbrunnur

Bergskotsbrunnur.

Bergkotsbrunnur var samkvæmt túnakorti frá 1919 um 80 m austan við bæ. Þar sést enn lítil tóft. Tóftin er í túnjaðri við merkin móti Landakoti. Tóftin er um 5×4 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er einföld og grjóthlaðin. Inngangur er í norðvesturhorni. Mesta hleðsluhæð er um 1 m og sjást 3 umför hleðslu í innanverðri tóftinni.
„Austan við bæinn var brunnur (vatnsból), Bergkotsbrunnur. Brunnur þessi var hlaðinn innan, og var hann tæp mannhæð á dýpt. Vatn úr honum var notað handa skepnum og einnig til þvotta, en óhæft til drykkjar, svo sækja var neyzluvatn á næsta bæ, Landakot,“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er um 25 m suðaustan við bæ. Brunnurinn er í þýfðum móa, rétt utan (suðaustan) við kálgarða. Brunnurinn er um 3 m í þvermál, grjóthlaðinn. Hleðslur standa um 0,3 m upp úr jörðu og eru um 0,5 m á breidd. Ekki sést ofan í brunninn og kann hann að hafa fallið saman eða verið fylltur af grjóti og öðru efni.

Landakot

Landakotsbrunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Landakotsbrunnur um 70 m norðan við bæ. Um þennan brunn segir í örnefnaskrá: „Ofan sjávargarðsins liggur landamerkjalínan að sunnan milli Landakots og Auðnahverfis og stakkstæðið upp í krókinn eða hlykkinn, sem var milli sjávargarða Landakots og Auðna. Þaðan um grjótgarðinn í Brunnhóla og svo eftir gamla torfgarðslaginu um Landakotshól og þaðan út í túngarðinn og heiðargarðinn,“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er í Brunnhólum og sést enn til hans. Brunnurinn er í lægð í túninu, nærri merkjum móti Auðnum. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, heimildamanns, var tjörn á þessum stað á æskuárum hennar í Landakoti. Lægðin var þurrlend og grösug þegar skráningarmaður var á ferð (júní 2010).
Brunnurinn sést sem hringlaga dæld í túninu sem er um 4 m í þvermál. Svo virðist sem hlaðið hafi verið meðfram brunninum í boga til norðurs en náttúruleg hæð afmarkar hann til suðurs. Mesta hæð hleðslunnar er um 0,2 m og er hún um 5×3 m að stærð og snýr austur-vestur. Ekki sést grjót í henni nema á einum stað.

Þórustaðir

Þórusstaðir – Syðribrunnur.

Annar brunnur við Landakot var „Vatnsbólið“, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100 m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.“ Brunnurinn er um 90 m norðan við bæ. Brunnurinn er fast norðan við lágan hól í túni sem nýtt er til beitar. Brunnurinn er grjóthlaðinn og hringlaga. Hann er um 3 m í þvermál og stendur um 0,4 m upp úr sverði. Að sögn Margrétar Guðnadóttur, heimildamanns, er hann djúpur en ekki vissi hún hversu djúpur hann var. Reft hefur verið yfir brunninn og sést því ekki ofan í hann. Leiðsla var lögð úr brunninum í fjósið (áfast núverandi íbúðarhúsi) í tíð Margrétar og sést enn móta fyrir henni þar sem hún liggur úr suðausturhorni brunnsins fyrir hólinn og til suðurs. Hún líkist sokknu garðlagi sem er um 0,5 m á breidd og 0,2-0,4 m á hæð.

Þórustaðabrunnur

Þórustaðabrunnur.

Samkvæmt túnakorti var Þórustaðabrunnur fast við Sjávarstíginn, um 60 m norðvestan við bæ. Á heimasíðu Ferlis segir um sama brunn: „Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn [svo] niður.“
Brunnurinn er fast suðvestan við bílslóða niður að sjó, í túni. Umhverfis brunninn er nú steyptur kassi og er hann byrgður með miklum tréhlemmi. Samkvæmt Margréti Guðnadóttur, heimildamanni, var brunnurinn hlaðinn niður. Hann er um 2,5×2,5 m að stærð og rís um 0,3 m upp úr jörðu. Fast suðaustan við brunninn er kofahræ, að falli komið, úr viði og bárujárni og á litlu þakinu er allþykk jarðvegstorfa. Líklega eru þetta leifar einhvers konar brunnhúss.

Landakot

Landakotsbrunnurinn gamli.

Við Þórustaði var „Brunnurinn nyrðri“. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var þró eða niðurgröftur í norðurjaðri mýrar sem er á mörkum Landakots og Þórustaða, um 170 m VNV við bæ. „Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar[;] Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar,“ segir í örnefnaskrá. Líklegt er að gryfjan sem er í norðurjaðri Mómýrarinnar Syðri sé Brunnurinn Nyrðri og að hann hafi verið notaður til að brynna fé í fjárhúsum. Ekki var að sjá önnur ummerki um brunn við norðurenda mýrarinnar. Á heimasíðu Ferlis er talið að brunnur sé Brunnurinn Nyrðri.

Þórustaðir

Þórustaðir – Norðurkot; túnakort 1919.

Þá var við Þórustaði „Brunnurinn syðri“. „Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar Brunnurinn nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar,“ segir í örnefnaskrá. Á heimasíðu Ferlis segir: „Í raun má sjá báða þessa brunna enn þann dag í dag. Einkum er Syðri brunnurinn áberandi. Hann er bæði hlaðinn og stór um sig, þó líkari vatnsstæði, enda suðvestan undir Tjarnarendanum. Fallega hlaðin brunngata liggur að honum.“ „Mörk Suðurtúnsins eru úr Sandinum undir Þórustaðabakka upp í Brunninn Djúpugróf [búið að strika yfir nafnið í vélriti] eða Djúpugröf, þaðan eftir Markasteinum eftir Gamla-Garðlaginu í Heiðargarðinn. Brunnurinn Djúpagróf var allmikið mannvirki, niðurgrafið og upphlaðið, og tröppur niður að ganga að vatninu, sem aldrei þraut,“ segir í örnefnaskrá. Á túnakorti frá 1919 er brunnurinn sýndur á merkjum milli Landakots og Þórustaða. Margrét Guðnadóttir man eftir því að þvottar voru þvegnir í brunninum og því óvíst að hann hafi verið notaður fyrir vatnsból, a.m.k. í seinni tíð. Brunnurinn er um 210 m vestan við bæ.
Djúpagröf er á merkjum milli Landakots og Þórustaða, í gróinni mýri skammt suðaustur af fjörunni. Brunnurinn er grjóthlaðinn í hring. Hann er um 4 m í þvermál utanmáls og standa hleðslur um 0,3 m upp úr sverði en gróið er yfir þær, Ekki sést í tröppur í brunninum en hlaðið hefur verið undir merkjagirðingu þar sem þær voru á suðvestanverðum brunninum. Líklega er brunnurinn um 1,5 m á dýpt en vatn er í honum og gróður og sést ekki gjörla til botns.

Hellukot

Hellukotsbrunnur.

Um brunn við Hellukot segir: „Upp í túninu sunnan götunnar var hjáleiga í eina tíð, nefndist Hellukot, þar í kring var Hellukotstún. Í þessu túni var Hellukotsbrunnur, og brunnstígur frá honum til bæjar,“ segir í örnefnaskrá. Hlaðinn brunnur er um 1,5 m í þvermál, vandlega hlaðinn en farinn að falla inn efst. Brunnurinn er um 2 m á dýpt en þurr og fullur af drasli.
Brunnurinn er skráður með Hellukoti en hann er horfinn undir veg sem liggur að Þórustöðum. Ekki er annað að skilja af örnefnaskrá en að Þórustaðir hafi sótt vatn í Hellukotsbrunn, en óvíst er hvort það hafi verið gert þegar býlið var byggt.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnur.

Norðurkotsbrunnur var af skiljanlegum ástæðum við bæinn Norðurkot norðaustan Þórustaða. Í Norðurkoti var barnaskóli fyrrum. Skólahúsið var síðar flutt að minjasafninu við Kálfatjörn. Á heimasíðu Ferlis segir: „Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.“ Brunnurinn er um 60 m norðaustan við bæ. Brunnurinn er í lægð í móa innan um gróna hraunhóla. Brunnurinn er grjóthlaðinn, og er sementslím í hleðslunni. Brunnurinn er um 2,5 m í þvermál og er byrgður með viðarplötu svo ekki er hægt að sjá ofan í hann. Hleðslur standa um 0,4 m upp úr jörðinni. Gaddavír er strengdur á staura umhverfis brunninn.“

Kálfatjörn

Kálfatjarnarbrunnur.

Kálfatjarnarbrunnur er sagður „niður með Sjávargötunni,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. „Niður með sjávargötunni og fast við hana, um 70 m frá hlaðvarpanum, er brunnurinn, vatnsból, sem enn er notað, og var það fyrsta á Vatnsleysuströnd, sem grafið var svo djúpt í jörð að þar gætti flóðs og fjöru. Slíkt var kallað flæðivatn. Síðar þegar sprengiefni kom til sögunar var þessi brunnur dýpkaður, svo ekki þryti vatn um stórstraumsfjörur,“ segir í örnefnaskrá Kálfatjarnarhverfis. Umræddur brunnur er merktur inn á túnakort frá 1919 um 100 m norðvestur af bæ. Hann er í óslegnu belti milli sleginna flata á golfvellinum. Brunnurinn er á litlum hól, 0,5 m háum og 5 m í þvermál. Brunnurinn sjálfur er 2 m í þvermál. Ekki sést í neinar hleðslur í honum. Nú hefur hann verið byrgður. Mikið og hátt gras er í kringum brunninn.“

Minjasvæðið sem tilheyrir Goðhól er um 150 x 70 m og snýr norðvestur-suðaustur. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru á svæðinu bæjarhús a), brunnur. Brunnurinn sést enn vel og er hann grjóthlaðinn, um 2 x 2 m að stærð og um 0,7 m djúpur. Grjóthleðslur hafa fallið inn í brunninn. Brunnurinn er gróinn í botninn og getur verið að fyllt hafi verið upp í hann að hluta.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson með FERLIRsfélaga við Landabrunninn.

Landabrunnur er „Í Landamóanum, rétt við túngarðinn, er vatnsból á sléttum bala. Kallast það Landabrunnur; er hann 2x3m ummáls og 1,3m á dýpt. Þar þrýtur sjaldan vatn,“ segir í örnefnaskrá. Vatnsbólið er um 10 m norðan við Heiðargarð og 160 m suður af bæ. Golfvöllur, umkringdur mosagrónu hrauni.
Andrés Guðmundsson, heimildamaður, sagði vatnsbólið ná niður á klöpp. Það var dýpkað með dínamíti um miðja síðustu öld. Líkt og segir í örnefnaskrá er vatnsbólið 2 x 3 m að stærð og nær niður á klöppina, um 1 m að dýpt. Ekkert vatn er hins vegar nú í dældinni og vex nokkur gróður í botni hennar. Engar hleðslur eru sýnilegar við vatnsbólið og er grasi gróið allt í kringum hann.

Hliðsbrunnur var við Hlið,“ segir í örnefnaskrá. Nákvæm staðsetning hans er ekki þekkt en líklegt er að hann hafi verið um 10 m ANA við bæjartóft Hliðs og um 250 m suðvestan við Kálfatjörn. Golfvöllur og tún innan túngarðs Kálfatjarnar. Utan hans er hraun. Hvorki brunnur né vatnsstæði fannst við Hlið. Andrés Guðmundsson,heimildamaður, vissi ekki til þess að þar væri brunnur. Golfvöllur nær nú nánast að Hliði og gæti brunnurinn hafa horfið undir hann.

Móakotsbrunnur

Móakotsbrunnur.

Naustakotsbrunnur var „Við bæinn,“ segir í örnefnaskrá. Ekki reyndist unnt að staðsetja hann. Stórgrýtt fjara. Víða ganga klappir fram í sjó og mynda víkur sín á milli. Milli golfvallarins og fjörunnar er blautt valllendi. Enginn brunnur fannst við Naustakot. Mögulegt er þó að hann sé kominn undir flöt á golfvellinum eða að um sama brunn sé að ræða og nafn hans hafi breyst eftir að Naustakot fór í eyði.

Móakot – Brunnurinn er nú innan golfvallar. Mikið er búið að breyta landslagi á þessum slóðum og nú er manngerð tjörn á svipuðum slóðum og mýrin var áður. Líklegast er að brunnurinn hafi verið norðan undir dálítilli klöpp í túninu, um 50 m norðvestan við bæ. Þar er nú slétt golfflöt en merki eru um að tyrft hafi verið á þessum stað tiltölulega nýlega og getur verið að fyllt hafi verið upp í brunninn og tyrft yfir hann af golfvallarstarfsmönnum.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki var að sjá aðrar vísbendingar um brunn í næsta nágrenni. Það er hins vegar steinsteyptur brunnur mun nær bæ, eða um 30 m norðvestan við hann og því ólíklegt að það sé sami brunnur og merktur er á túnakort. Þarna er hringlaga steinsteypt hella, um 2 m í þvermál og trélok yfir opinu, um 0,5 x 0,5 m að stærð. Brunnurinn er í grasi grónum móa þar sem eru nokkrir klapparhólar. Brunnurinn er um 1 m í þvermál að innanmáli og fullur af grjóti. Tvö stór björg eru í austur- og vesturbrún brunnsins en minni steinar til annarra átta. Líklegt er að brunnurinn hafi verið hlaðinn að innan en grjótið sem sést efst í honum kann að hafa verið sett í hann til að fylla upp í hann eftir að hætt vara að nota hann.

Fjósakot – „Hér var Vatnsstæðið vatn í klöpp og þraut aldrei, sem einnig var nefnt Vatnsgjá,“ segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið er milli tveggja lágra hóla um 90 m norðvestur af bæ. Vatnsbólið er innan golfvallar. Mosagróið hraun er utan vallarins. Vatnsgjá er 1,4 m djúp dæld og 3 x 2,5 m stór. Glitta sést í grjót í dældinni og hefur líklega verið hlaðið ofan í hana. Hún er nú gróin grasi og er þurr.

Flekkuvík

Flekkuvík – túnakort 1919.

Flekkuvík – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 50 m norðaustan við Vesturbæinn. Brunnurinn er austan í hólsenda í annars nokkuð sléttum grasbala. Brunnurinn er grjóthlaðinn er að mestu hruninn saman. Hann er um 3 m í þvermál og um 1 m djúpur. Ekkert vatn er í honum og hann er gróinn í botninn.

Flekkuvík – „Brunnurinn hefur verið í sléttu grasgefnu túni, sunnan við lítinn blautlendan blett þar sem vex stör. Ekki sást til brunnsins á vettvangi og kann að hafa verið fyllt upp í hann. Hann sést hins vegar sem dökkur díll á loftmynd á Google Earth eins og aðrir brunnar Flekkuvíkur“.

Flekkuvík – „Austurbæjarbrunn er víst óhætt að kalla Brunninn sem áður er nefndur,“ segir í örnefnaskrá. 70 m ASA af bæjarstæði er brunnur, rétt vestan við gróna heimreið að bænum em liggur í gegnum túnið. Brunnurinn er merktur á túnakort frá 1919. Brunnurinn er í grónu túni. Hringlaga brunnur, 2,5 m í þvermál og 2,5 m djúpur. Hann er hlaðinn úr grjóti sem hefur að hluta verið höggvið til. Brunnurinn er nú þurr og sést í grjót í botni hans.

Flekkuvík

Flekkuvík – Vesturbæjarbrunnur.

Flekkuvík – „Vesturbæjarbrunnur,“ segir í örnefnaskrá. Sami brunnur er merktur inn á túnakort frá 1919, í túni Vesturbæjar, um 70 m norðvestan við bæ. Brunnurinn er í túni, nokkuð sléttlendu, en norðan við hann eru lágir og grónir klapparhólar. Brunnurinn er grjóthlaðinn, um 2 m í þvermál og um 1 m djúpur. Ekki er vatn í brunninum. Brúnir brunnsins slúta nokkuð inn og hrunið hefur úr brún hans í suðausturjaðri.

Um Neðri-Brunnastaðabrunn“ segir; „Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Neðri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum . … Í (Neðri-) Brunnastaðabrunni gamla, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi.

Flekkuvík

Flekkuvík – Austurbæjarbrunnur.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnurinn um 20 m norðvestan við Neðri-Brunnastaði. Brunnurinn var þar sem malarflöt er á milli nýlegs sjóvarnargarðs og heimreiðar að bænum. Búið er að hylja brunninn og er ástand hans því ekki þekkt. Að sögn Jóhanns Sævars Símonarsonar, heimildarmanns, var brunnurinn um 4 m á dýpt og saltbragð var að vatninu í honum. Engin ummerki um brunninn sjást lengur á yfirborði en ætla má að hann sé nokkuð heillegur undir sverði.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 40 m austan við Efri-Brunnastaði. Brunnurinn er í túni á sléttuðum hól við vegarslóða sem liggur að Skjaldarkoti. Búið er að fylla upp í brunninn en að sögn heimildamanns, Virgils Scheving Einarssonar, var hann grjóthlaðinn og mjög djúpur. Þar sem brunnurinn er sést aðeins lítil dæld sem er um 0,5 m í þvermál og 0,1-0,2 m á dýpt.

„Á Bieringstanga voru nokkrir bæir sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Þar kemur fram að tún hafi verið umgirt grjótgörðum og að brunnur hafi verið utan túns. Brunnur C er um 45 m austan við húsgrunn. Hann stendur lágt á milli hæða í túninu. Brunnurinn er grjóthlaðinn og er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr austur-vestur. Hrunið hefur ofan í hann, aðallega úr vestur- og suðurhliðum. Hann er nánast fullur af grjóti og er um 0,5 m á dýpt. Vatn stendur í brunninum (maí 2013). Á korti sem fylgir ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi og sýnir hlaðin mannvirki er merktur inn brunnur á öðrum stað en þessi brunnur er, eða norðan við bæ. Í örnefnaskrá fyrir Bieringstanga segir einnig að Grundarbrunnur hafi verið í norður frá bænum.

Vorhús

Vorhúsabrunnur.

Nýi-Vorhúsabrunnur er um 20 m sunnan við bæjartóft og er sá sem sýndur er á túnakorti. Hann er hringlaga, um 4 m í þvermál og 1 m í þvermál innanmáls. Brunnurinn virðist vera grafinn ofan í klöpp en hann hefur verið byrgður og því sést ekki ofan í hann. Brunnurinn (eða klöppin) stendur 0,5-0,6 m upp úr túninu. Gata, Vorhúsabrunngata, liggur til suðurs framhjá Nýja-Vorhúsabrunni að Gamla-Vorhúsabrunni í dálitlum sveig frá norðvesturhorni bæjartóftar. Hún er upphlaðin og er um 22 m á lengd, 1 m á breidd og 0,2 m á hæð. Ekki sést í grjóthleðslur. Gamli Vorhúsabrunnur er við endann á Vorhúsabrunngötu. Hann sést sem hringlaga gróin þúst sem er um 4 m í þvermál. Þústin er flöt að ofan og er hæst um 0,5 m á hæð. Sjávargata lá
frá brunni til vesturs í Vorhúsavörina. Engin ummerki um hana sjást.

Bieringstangi

Hvammsbrunnur við Bieringstanga.

Hvammur – „Rétt norðaustan við bæinn er brunnur, Hvammsbrunnur. Brunnurinn er um 7 m austan við bæinn. Hann er grjóthlaðinn og er um 4 m í þvermál utanmáls og hefur fallið saman að miklu leyti. Hleðslurnar eru grónar og eru um 0,3 m á hæð þar sem þær eru hæstar. Rof er komið í hleðslurnar á tveimur stöðum. Innanmáls er brunnurinn um 1,5 m í þvermál.

Á Klapparholti var brunnur og sézt þar enn fyrir veggjum. Brunnurinn var þar skammt fyrir sunnan salthúsið …“ Auk þeirra mannvirkja á Klapparholti sem þegar hafa verið nefnd voru að sögn Ágústs grjótbyrgi þar sem fiskurinn var saltaður í en þau voru komin í sjó. Árið 1878 var lagt mat á eignir verslunarinnar í Klapparholti vegna nýrra laga um húsaskatt. Þá var þar salthús, timburhjallur og torfbær sem skiptist í baðstofu bæjardyr og eldhús.

Bieringstangi

Grundarbrunnur.

Í Vorhúsum var (Neðri-) Brunnastaðabrunnurinn gamli, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Brunnur er um 20 m norðan við bæ og um 30 m norðvestan við bæjarstæði.
Brunnurinn er í túni, fast norðaustan við malarveg sem liggur að fjöru og gömlu sjóhúsi sem byggt var 1930 eða 1940 og hefur verið endurgert.
Þar sem brunnurinn er hefur verið steyptur upp ferkantaður stokkur og er hleri ofan á honum svo ekki sést ofan í hann. Ætla má að brunnurinn sé grjóthlaðinn og nokkuð heillegur.

Halakotsbrunnur

Halakotsbrunnur.

Gamli-Halakotsbrunnur er sýndur á korti sem sýnir hlaðin mannvirki. Ummerki um brunninn eru um 20 m suðaustan við bæ. Ógreinileg ummerki eru um Gamla-Halakotsbrunn. Halakotsbrunnur sé undir sverði. Hann er um 1,5 m í þvermál og 0,2-0,4 m djúpur. Fyllt hefur verið upp í brunninn eða hann fallið saman og svo hefur verið sléttað yfir hann.

Suðurkotsbrunnur gamli var utangarðs við brunna í Grund og Vorhúsum,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Á korti sem fylgir ritgerðinni er nafnið Suðurkotsbrunnur gamli. Er það sami brunnur og merktur er inn á túnakort frá 1919. Brunnurinn var 70-75 m ANA við bæ. Hann sést en hefur verið byrgður og er þúst ofan á honum. Brunnurinn er í flatlendum hluta túnsins. Votlent er í túninu sunnan og vestan við brunninn.

Austurkot

Austurkotsbrunnur.

Austurkot – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 25 m norðan við bæ. Búið er að byggja lítið brunnhús yfir brunninn og er hann enn notaður fyrir íbúðarhúsið í Austurkoti. Brunnurinn er í lægð í horni milli vegar að Traðarkoti og vegar að Brunnastaðabæjunum. Húsið sem er yfir brunninum var læst og því ekki hægt að sjá brunninn sjálfan“.

Naustakot – „Brunnur er merktur inn á túnakort frá 1919, um 30 m norðaustan við bæ. Brunnurinn sést enn. Brunnurinn er í óræktarbletti innan túns litlu norðan við íbúðarhúsið í Naustkoti. Brunnurinn er byrgður og er hlemmur yfir honum sem er um 1,5 m í þvermál. Ekki sést ofan í brunninn en það heyrist vatnsgutl í honum. Ætla má að hann sé um 3 m í þvermál utanmáls og 1 m í þvermál innanmáls. Hann er grjóthlaðinn en ekki er vitað hversu djúpur hann er“.

Skjaldarkot

Skjaldarkotsbrunnur.

Skjaldarkot – „Brunnurinn er í túni, um 50 m suðaustan við sjóvarnargarð. Túnið er í rækt. Lítið hús með steyptum grunni hefur verið byggt yfir brunninn. Húsið var læst þegar skráningarmaður var á vettvangi vorið 2013 og var því ekki hægt að skoða hann. Ætla má að brunnurinn sé heillegur“.

Gerði – „Fyrstan er að nefna tómthúsbæinn Gerði sem var norðaustast í Skjaldarkotslandi. Féll Gerði úr byggð 1905, en við hann eru kenndir Gerðiskálgarðar,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Á kort sem fylgir ritgerðinni er merktur brunnur hjá býlinu og er hann skráður með því. Enn sjást kálgarðarnir, allstór tóft og ummerki um brunninn. Að öllum líkindum hefur verið fyllt upp í hann. Þar er grjótþúst á og við litla klöpp“.

Traðarkotsbrunnur

Traðarkotsbrunnur.

Traðarkotsbrunnur – „Brunnlaut dregur nafn sitt af Traðarkotsbrunni …, “ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919 og er um 30 m vestan við bæ. Brunnurinn er í hólóttu túni. Dálítil brekka er frá brunninum upp á hólinn þar sem bæjarstæði Traðarkots er. Brunnurinn er grjóthlaðinn. Hann er 3,5 m í þvermál að utanmáli og 1,5 m í þvermál að innanmáli. Hleðslurnar standa vel og eru 0,5 m á hæð ofan jarðar. Steypt hefur verið ofan á brunninn og sett viðarlok þar ofan á. Gat er á lokinu og hægt að sjá niður um það ofan í brunninn. Hann virðist vera 4-5 m á dýpt og sjást 12-14 umför í innanverðum hleðslum. Ekki sést vatn í brunninum en slanga liggur úr brunninum í fiskikar sem notað er til að brynna skepnum“.

Hlöðunesbrunnur

Hlöðunesbrunnur.

Hlöðunesbrunnur – „Hlöðunesbrunnur, Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum,“ segir í örnefnaskrá. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 80 m norðan við bæ og er það að líkindum Hlöðunesbrunnur. Brunnurinn er enn greinilegur. Brunnurinn er í fremur sléttu og flatlendu túni. Brunnurinn er byrgður og því sést ekki ofan í hann. Hann stendur nokkuð upp úr túninu og er um 3×3 m að stærð og 0,4 m á hæð. Brunnurinn er gróinn. Ekki fengust upplýsingar um það hversu djúpur hann er en ætla má að hann sé grjóthlaðinn“.

Halldórsstaðir

Halldórsstaðabrunnur.

Halldórsstaðir – „Á túnakortinu eru sýnd 5 útihús, einn brunnur, ein þró og þrír kálgarðar. Fyrir utan bæjarstæðið sáust þrjár tóftir (ein þeirra er ekki sýnd á túnakortinu), leifar af brunni og leifar af tveimur kálgörðum. Á túnakorti sést einnig að brunnur var um 10 m norðaustan við kálgarð. Þar er nú vegur sem liggur að Narfakoti og líklegt að brunnurinn hafi farið undir hann. Hins vegar er annar brunnur skráður á númer og hefur hann að öllum líkindum tilheyrt Halldórsstöðum. Ekki er útilokað að brunnurinn sem merktur er á túnakort sé sá sami“.

Narfakotsbrunnur – Brunnurinn er fast suðaustan við hæð í túni, um 10 m norðaustan við heimreið að íbúðarhúsi. Brunnurinn er byrgður og ekki hægt að sjá ofan í hann. Hann stendur um 0,3 m upp úr jörðu og er um 3 m í þvermál. Hann er grjóthlaðinn en gróinn. Ferkantaður viðarrammi er ofan á brunninum sem er um 2×2 m að stærð. Hann er með hlera og ofan á hleranum er grjót.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðabrunnur.

Ásláksstaðabrunnur – Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 40 m sunnan við bæ. „Ásláksstaðir eiga þrjú túnstykki í Norðurtúni. Túnstykki niður við Tjörn, túnstykki niður að Vesturkofa og túnstykki niður á Ásláksstaðabrunni,“ segir í örnefnaskrá. Þar stendur einnig: „Hallandabrunnur var framan bæjar í túninu.“

Hallandabrunnur hét Nýjabæjarbrunnur eftir að nafni Hallanda var breytt í Nýjabæ. Ásláksstaðabrunnur og Hallandibrunnur/Nýjabæjarbrunnur eru að öllum líkindum sami brunnurinn og á túnakorti sést leið 028 liggja frá Hallandi/Nýjabæ að brunninum. Brunnurinn er í túni, fast austan við tjörn. Brunnurinn er grjóthlaðinn en byrgður þannig að ekki sést ofan í hann og ekki ljóst hversu djúpur hann er. Hann er um 3×2,5 m að utanmáli og um 1 m á hæð þar sem hann er hæstur. Hann er gróinn að utan. Að sögn heimildamanns, Helga Davíðssonar, var gott vatn í brunninum og vatn er í honum enn“.

Móakot

Móakotsbrunnur.

Móakot – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var í túni Móakotsbærinn, tvískipt útihús, þró, lítið útihús og áfastur kálgarður , brunnur, kálgarður, útihús, þrískipt útihús, annað þrískipt útihús, þró, kálgarður áfast sjávargarði og túngarður sem afmarkar túnið og er jafnframt merkjagarður. Bærinn var um 160 m NNV við bæ. Útihús var fast NNV við bæ. Þró var fast norðvestan við bæ. Útihús var 20 m suðvestan við bæ. Brunnur var 10-15 m ASA við bæ“.
Brunnurinn við Móakot sést enn, byrgður með timbri, en glögglega má sjá undirliggjandi djúphlaðnar steinhleðslur.

Hellnar – „Brunnur er 450 m suðaustan við bæ. Hann er 105 m vestan af bæjarstæðinu á Hellnum. Brunnurinn er í móanum sunnan við veginn í lægð á milli klapparhóla. Brunnurinn er 2,5×2 m að utanmáli. Hann er hringlaga og um 1 m í þvermál að innan. Hann er 0,5 m djúpur og sjást 2 umför og hleðsluhæðin frá yfirborði er um 0,3 m. Hrunið hefur inní hann en grjótið er mosavaxið“.

Sjónarhóll – „Samkvæmt túnakorti var brunnur um 40 m sunnan við bæ. Hann sést ennþá í túninu. Yfir brunninum er járnplata og annað rusl svo ekki sést ofan í hann og því ekki hægt að segja hversu djúpur hann er. Við plötuna sést þó móta fyrir grjóthleðslum“.

Knarrarnes

Stóri-Knarrarnesbrunnur. Nú kominn undir kampinn.

Stóra-Knarrarnes – „Samkvæmt heimildamanni, Guðbergi Ólafssyni, var nýr brunnur gerður á þessum stað árið 1936. Hann var 4 m djúpur og í honum var gott vatn. Að öllum líkindum er þessi brunnur Nýi-Brunnur sem nefndur er í örnefnaskrá“.

Stóra-Karrarnes – Samkvæmt heimildamanni, Guðbergi Ólafssyni, var brunnur í suðurenda nafnlausrar tjarnar á Knarrarneshöfða, um 140 m norðan við bæ. Tjörnin er í grónum móa, suðvestarlega á höfðanum. Engar leifar af brunninum sjást nú og ekki fengust neinar upplýsingar um gerð hans. Hann hefur væntanlega fyllst af jarðvegi og sigið saman. Þar sem brunnurinn var er nú (júní 2011) mýrlent“.

Litla-Knarrarnesbrunnur – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 60 m SSV við bæ. Líklega er þessi brunnur Litla-Knarrarnesbrunnur sem nefndur er í örnefnaskrá. Brunnurinn var í túni og eru litlir hólar til austurs og norðvesturs frá honum. Ekki sjást lengur ummerki um brunninn“.

Knarrararnes

Minni-Knarrarnesbrunnur.

Minna-Knarrarnes – Gamlibrunnur: “ Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur 60 m vestan við bæ. Þar sjást enn ummerki um brunninn. Líklega er þessi brunnur sá Gamlibrunnur sem nefndur er í örnefnaskrá KE. Brunnurinn er í miðju vestanverðu túninu, tæpum 30 m suðaustan við Sjávarhúsið.
Ekki sést í brunninn nema sem lítil dæld túninu á þessum stað. Dældin er 3×2,5 m á stærð“.

Hellur – „Brunnur er um 15 m suðaustan við bæ. Hann er um 14 m norðan við núverandihús, í lægð í túninu. Hann er um 2,5 m í þvermál en steypt plata er ofan á honum og lokuð lúga á henni svo ekki er hægt að sjá brunninn að innan og ekki er vitað hversu djúpur hann er. Fyrst hann er ekki merktur inn á túnakort er líklegt að hann hafi verið gerður eftir 1919“.

Breiðagerði – „Brunnurinn er í lægð í túni sem komið er í órækt. Eitthvert nútímarask hefur orðið í túninu NNA við brunninn en þar sjást 2-3 samliggjandi grónar rákir. Ekki er ljóst hvernig þær hafa myndast. Brunnurinn er grjóthlaðinn og samanfallinn. Hann er um 1 m í þvermál og 0,2 m á hæð. Lítið op er niður í hann, um 0,3 m í þvermál og um 0,3 m á dýpt“.

Breiðagerði

Breiðagerðisbrunnur.

Breiðagerðisbrunnur – „Breiðagerðisbrunnur var sunnan bæjar,“ segir í örnefnaskrá. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnurinn um 30 m suðvestan við bæ. Brunnurinn var í flatlendum hluta túnsins. Dálítil lægð er í túninu þar sem brunnurinn var, um 1 m í þvermál. Ekki sjást grjóthleðslur eða önnur skýr ummerki um brunninn. Þó er gróinn jarðvegskragi austan við lægðina í túninu sem kann að vera leifar af brunninum en getur líka verið náttúrulegur. Líklega hefur verið fyllt upp í brunninn“.

Breiðagerði – „Grjóthlaðinn brunnur er um 20 m norðan við bæ. Brunnurinn er norðvestan undir bæjarhólinn, við norðausturenda hans þar sem hann er hæstur. Brunnurinn er í lægð í túninu og norðan við hann er nokkurt deiglendi. Hólmgrímur Rósenbergsson, heimildamaður, greindi frá því að hann hefði byrgt brunninn fyrir um 30 árum með bárujárni og er það enn á sínum stað. Ekki sést því ofan í brunninn en hann var að sögn heill þegar hann var byrgður en ekki fengust frekari upplýsingar um gerð hans eða aldur. Brunnurinn er líklega 2×2 m að stærð en umfang hans sést ekki glöggt“.

Minni-Vatnsleysa

Minni-Vatnsleysubrunnur.

Minni-Vatnsleysa – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur með tröppum 70-80 m austan við bæ. Í örnefnaskrá Minni- og Stóru-Vatnsleysu eru þrír nafngreindir brunnar í Norðurtúni: Danskur, Hólabrunnur og Minni-Vatnsleysubrunnur. Ekki er vitað hverjir af þessum brunnum eru teiknaðir inn á túnakortið en líklegt er að einhver þeirra eigi við um þann brunn sem hér er skráður. Brunnurinn var þar sem byggingar svínabúsins eru. Ekki sést til brunnsins og eru byggingar að öllum líkindum ofan á honum. Líklegt er að hann hafi eyðilagst við byggingaframkvæmdir“.

Hólar – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur 140-150 m SSA við bæ og um 70 m norðan við tóft sem er áföst sjóvarnargarði. Í örnefnaskrá Minni- og Stóru-Vatnsleysu eru þrír nafngreindir brunnar í Norðurtúni: Danskur, Hólabrunnur og Minni-Vatnsleysubrunnur. Ekki er vitað hverjir af þessum brunnum eru teiknaðir inn á túnakortið en líklegt er að einhver þessara örnefna eigi við um þann brunn sem hér er skráður. Brunnurinn er líklega undir malarvegi sem liggur um athafnasvæði svínabúsins, nærri sjávarbakkanum. Ekki sést til minja um brunninn og hefur hann horfið við vegagerðina en mögulegt er að hann hafi verið horfinn áður vegna fyllingar eða af öðrum ástæðum. Ekki er útilokað að leifar af brunninum séu enn til staðar undir veginum“.

Stóra-Vatnsleysa

Fúli-brunnur.

Minni-Vatnsleysubrunnur – „Í Norðurtúni voru Hólarnir. Þar var Hólabrunnur og þar var Minni-Vatnsleysubrunnur og brunnurinn Danskur. Enginn þessara brunna var góður,“ segir í örnefnaskrá. Ekki er þó útilokað þessi brunnur sé ekki merktur inn á túnakort en engar frekari upplýsingar fengust um staðsetningu eða gerð“.

Fúli – „Neðan við Hólshjall er gamall hlaðinn brunnur, sem heitir Fúli. Það er ekki flæðibrunnur eins og aðrir brunnar á bæjunum, heldur safnast í hann úr jarðveginum í kring, enda vatnið ekki neyzluvatn. Fúli var líka kallaður Hólsbrunnur,“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er ekki merktur inn á túnakort frá 1919 og má leiða að því líkum að hann hafi verið hlaðinn eftir gerð þess. Hann er um 245 m suðaustan við bæ og um 50 m norðaustan við Hólshjall. Brunnurinn er í grónum hraunmóa, nærri sjávarbakka. Brunnurinn er ferköntuð gryfja sem er um 6×5 m að stærð og snýr norður-suður. Hann er fullur af grjóti og drasli. Í suðvesturhorni sjást 3 umför hleðslu en ekki sést til botns í brunninum. Mesta hleðsluhæð utanmáls er 0,2 m. Líklega er þessi brunnur ekki nógu gamall til að teljast til fornleifa samkvæmt lögum um fornminjar. Hann er hafður með í fornleifaskrá engu að síður þar sem hann er til vitnis um þá hefð að grafa og hlaða vatnsbrunna“.

Stóra-Vatnsleysa

Fjósabrunnur.

Danski – „Fleiri brunnar eru nær bænum, sem hafa verið notaðir. Talað er um brunninn Danska,“ segir í örnefnaskrá. Engar nánari upplýsingar fengust um brunninn eða staðsetningu hans og tókst því ekki að staðsetja hann með innan við 50 m skekkju. Mögulega var brunnurinn Danski annar tveggja brunna sem merktir eru inn á túnakort frá 1919″.

Stóra-Vatnsleysa – Fjósbrunnur: „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 70 m norðvestan við bæ. Um hann segir í örnefnaskrá: „Rétt vestan bæjar er gamall og grunnur brunnur, sem nefndur er Fjósbrunnurinn.“ Brunnurinn er 10-15 m norðan við steinsteypt fjós sem notað er sem skemma. Líklega dregur hann nafn sitt af því fjósi en ekki er vitað hvort eldri fjós hafi verið undir því fjósi eða hvort brunnurinn dragi nafn sitt af fjósi sem nú er horfið.
Brunnurinn var í túnjaðri, skammt norðvestan við slétt malarplan. Grjóthrúga er fast sunnan við hann. Ekki sést til brunninn vegna fyllingar en samkvæmt Sæmundi Þórðarsyni, heimildamanni, var brunnurinn grjóthlaðinn, um 1,2 m á dýpt. Hlaðin þrep voru í honum norðanverðum“.

Vatnsleysa

Vatnsleysa – örnefni; ÓSÁ.

Stóra-Vatnsleysa – „Samkvæmt túnakorti frá 1919 var brunnur um 100 m norðaustan við bæ. Í örnefnaskrá segir um hann: „Vegur liggur frá bænum og niður að sjávarhúsum. Rétt við veginn norðan megin, rúmlega hálfa leið til sjávar, er gamall brunnur, sem var notaður þar til fyrir fáum árum. Þetta er flæðibrunnur og nokkuð saltur,“ Brunnurinn sést enn en búið er að byrgja hann og ekki sést ofan í hann. Brunnurinn er í túni, fast norðan við veg niður að Austurbæjarvör. Samkvæmt Sæmundi Þórðarsyni, heimildamanni, var brunnurinn hlaðinn að hluta en að hluta grafinn í gegnum klöpp. Hann var um 5 m djúpur og um 1/3 hluti var hlaðinn. Vatnið í brunninum var salt. Hann var notaður fram yfir síðari heimsstyrjöld. Gerð var borhola árið 1952 og vatn leitt í íbúðarhúsið“.

Stóra-Vatnsleysa

Kotbrunnur.

Stóra-Vatnsleysa – Kotbrunnur: „Á flötunum, rétt ofan þar sem kotablettirnir voru, er flæðibrunnur, vel hlaðinn innan. Þó mun eitthvað vera hrunið úr veggjum hans nú. Vatnið í honum var saltminna en í brunninum vestar í túninu, sem áður er sagt frá. Þessi brunnur var kallaður Kotbrunnur,“ segir í örnefnaskrá. Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá 1919 og er um 180 m ASA við bæ. Brunnurinn er í sléttuðu túni sem komið er í órækt. Til vesturs eru hólar og hæðir en nokkuð flatlent er til annarra átta. Brunnurinn er grjóthlaðinn, um 2 m í þvermál, en stendur aðeins lítillega upp úr sverði. Honum virðist lítið sem ekkert hafa verið raskað og er líklegt að hann hafi verið notaður eftir að sléttað var úr býlunum á svæðinu þar sem vatnið í honum þótti betra en í nærliggjandi brunni. Brunnurinn er um 8 m á dýpt og sést til botns í honum. Hleðslan í brunninum er 4-5 m á hæð en neðan við hleðsluna er klöpp sem grafið hefur verið ofan í. Ekki sást vatn í botni brunnsins þegar hann var skráður á fjöru á vordögum 2012″.

Stóra-Vatnsleysa

Stöðulbrunnur.

Stóra-Vatnsleysa – Stöðulbrunnur: „Um það bil 20-30 m frá suðurgafli skólans er gamalt vatnsból, sem sjaldan þornar. Þar hefur eitt sinn verið stöðull, því brunnurinn er kallaður Stöðulbrunnur,“ segir í örnefnaskrá. Vatnsbólið er um 225 m suðaustan við bæ. Vatnsbólið er á milli tveggja hóla í grónum hraunmóa. Austari hóllinn er gróinn og lægri en sá vestari. Vatnsbólið virðist vera náttúrulegt. Það var gruggugt vatn í því þegar skráningarmaður var á ferð á vordögum 2012 og ekki sást til botns. Það er um 2×1,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur. Ógreinileg tóft er fast sunnan við vatnsbólið. Hún er um 3×3 m að stærð, nokkuð hringlaga. Aðeins sést í skýra hleðslu á austurhlið en þar er hún skýr á um 3 m löngum kafla. Aðrir hlutar eru undir gróðri og standa lítið upp úr sverði. Líklega hefur eitthvað hrunið úr norðurhluta tóftar ofan í vatnsbólið. Mesta hleðsluhæð er um 0,2 m og sjást 2 umför. Ekki sést skýrt op á tóftinni og hlutverk hennar er óljóst. Ekki er útilokað að hún sé leifar af kvíum eða öðrum mannvirkjum“.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.

Narfakotsbrunnur

Narfakotsbrunnur.

Keilir

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II“ er fjallað um Breiðagerðisskjólgarð, sem er 710 metra norðvestan Reykjanesbrautar neðar í Breiðagerðisslakka:

Breiðagerðisskjólgarður

Breiðagerðisskjólgarður.

„Þar var í Heiðinni Breiðagerðisskjólgarður,“ segir í örnefnaskrá. Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Austur af Nyrðri-Geldingahól er langur klapparhryggur og á honum eru leifar af krossgarði (skjólgarði) fyrir fé. Garðurinn heitir Breiðagerðisskjólgarður og sést hann nokkuð vel af Reykjanesbraut sem löng grjótþúst á holti.“ Skjólgarðurinn er um 1,7 km suðaustan við bæ.

Breiðagerðisskjólgarður

Breiðagerðisskjólgarður.

Skjólgarðurinn er á háum hól sunnarlega á holti í hraunklapparmóa. Fremur lítill gróður er á þessum slóðum. Landið lækkar til suðurs niður af holtinu og sést vel af því að Reykjanesbraut.
Grjóthlaðinn skjólgarðurinn er um 11×11 m að stærð. Hleðslan er hrunin og er mesta veggjabreidd um 2 m og mesta hæð um 0,5 m. Mest sjást 2 umför hleðslu. Hleðslan myndar kross og snýr annar armur hans norður-suður en hinn austur-vestur. Lítilfjörleg varða er um 20 m austan við skjólgarðinn en hún virðist vera mjög nýleg og er því ekki skráð.“

Breiðagerðisskjólgarður

„Óskráð“ varðan við Breiðagerðisselsstíg.

Nefnd „óskráð“ varða er við Breiðagerðisselsstíginn sem liggur þarna á ská upp klapparhrygginn norðanverðan. Stígurinn sést mjög vel á þessum kafla, auk þess sem sjá má hann nokkuð glögglega liggja upp sléttlendið ofanvert aflíðandi áleiðis upp í selstöðuna. Hann sást vel vegna þess hversu lágfallinn snjórinn huldi slóðina austan vatnsstæðisins en sólin hafði brætt umhverfið.

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ segir um Breiðagerðisskjólgarð:

Breiðagerðisskjólgarður

Breiðagerðisskjólgarður.

„Austur af Nyrðri-Geldingahól er langur klapparhryggur og á honum eru leifar af krossgarði (skjólgarði) fyrir fé. Garðurinn heitir Breiðagerðisskjólgarður og sést hann nokkuð vel af Reykjanesbraut sem löng grjótþúst á holti. Skjólgarðurinn er nefndur í landamerkjabréfum Breiðagerðis og Auðna. Við vesturenda hryggjarins er hóll sem heitir Vatnshóll en vestur af honum er smá vatnsstæði í leirflagi.
Austur og upp af Breiðagerðisskjólgarði eru Skrokkar eða Skrokkhólar en það er langur hólaldasi sem liggur svo til þvert á Reykjanesbrautina. Við fyrstu gerð brautarinnar var hún sprengd í gegnum Skrokka en við nýjustu framkvæmdir, þ.e. breikkunina, var efsti hluti hólanna alfarið sprengdur í burtu.

Breiðagerðisborg

Varða ofan við Breiðagerðisborg.

Auðnaklofningar eiga að vera á þessu svæði, þeirra er getið í landamerkjalýsingum Landakots og Auðna, og einnig Breiðagerðis og Auðna. Engar nýrri heimildir eru til um örnefnið og því erfitt að staðsetja það en líklega eru það sömu hólar og Skrokkar. Klofningsörnefnin eru fjögur í hreppnum og tengjast áberandi sprungnum klapparhólum.“

Skammt austan fyrrnefndrar vörðu er önnur austast á klapparholtinu. Neðan við hana að sunnanverðu eru leifar fjárborgar, hér nefnd „Breiðagerðisborg“ (Höfðaborg). Borgin er á landamerkjum. Hleðslur sjást vel, en svo virðist sem borgin sé allgömul. Ekki er ólíklegt að hluti af grjótinu í veggjum hennar hafi verið notað við hleðslu krossskjólgarðsins þarna skammt vestar. Fjárborgarinnar er ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu.

Þyrluvarða
Í „Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ segir um Þyrluvörðuna.

Breiðagerðisborg

Breiðagerðisborg.

„Úr Þúfuhól þessum liggja mörkin beint eftir Vörðum upp Heiðina, milli Auðnaklofsins og Breiðagerðisskjólgarðs, spölkorn fyrir neðan Syðri-Keilisbróðir (Litla-Hrút), alla leið að landi Krýsuvíkur í Grundavíkurhreppi,“ segir í örnefnaskrá. Í Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi leiðir höfundur að því líkum að Auðnaklofningar séu það sama og Skrokkar. Sökum skorts á betri rökum var staðsetning hinna horfnu landamerkjavarða tekin á Skrokkum. Skrokkar er langur hólaklasi sem liggur norður-suður. Reykjanesbrautin gengur í gengum klasann um 900 m austan við Þyrluvörðu. Á þessum stað eru hæðir/hraunhryggir sem eru grýttir en vaxnir mosa og grasi um 100 m norðan við Reykjanesbraut.

Breiðagerðisborg

Breiðagerðisborg.

Hraunhryggurinn er mosagróinn mosa. Norðan Reykjanesbrautar eru nokkrir grónir toppar en engin greinileg merki um vörður sjást. Sunnan brautarinnar er á sama hrygg varða eða samtíningur úr grjóti sem sýnist nýlegur.“

Auðnaselstígur „liggur fyrir Klofgjá og blasir við Klifgjárbarmur og rétt þar fyrir ofan er Auðnasel og Höfðasel og Breiðagerðissel [þessi sel hafa væntanlega öll verið á sama stað, skráð sem Auðnasel. Til selja þessara lá aðeins einn stígur Auðnaselsstígur,“ segir í örnefnaskrá. Auðnaselsstígur lá skáhallt frá Auðnum til selsins og hefur þá vísast legið um Reykjanesbraut 400-500 m austan við Þyrluvörðu (reist þar sem þyrla fórst 1965) og um 2 km vestan við þar sem Marteinsskáli sést frá Reykjanesbrautinni. Á þessu svæði er gróið hraun en skrásetjari kom ekki auga á greinilegan stíg í námunda við Reykjanesbrautina.“

Þyrluvarða

Þyrluvarðan 2008.

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ segir um Þyrluvörðuna og nágrenni: „Næst höldum við í suðvestur frá Skrokkum, förum meðfram Reykjanesbrautinni að neðanverðu, yfir lægðina sem þarna er og að Þyrluvörðunni svokölluðu. Í maí árið 1965 hrapaði Sikorsky björgunarþyrla frá Varnarliðinu niður í lægðina en hún var að koma frá Hvalfirði á leið til Keflavíkurflugvallar. Þarna fórust fimm menn, þeirra á meðal yfirmaður flotastöðvar Varnarliðsins, og var varðan reist í minningu þeirra. Slakkinn þarna er í einni heimild nefndur Breiðagerðisslakkar en í annarri eru slakkarnir sagðir langt ofan brautarinnar. Ég tel að örnefnið nái yfir alla lægðina sem nær frá Geldingahólunum og allt upp undir selin og efri gjár í heiðinni.
Vestan og neðan við Þyrluvörðuna eru svo Djúpudalir, djúpir grasbollar sem ganga inn í klapparholt eða hóla. Í Djúpudali var farið með kýrnar frá Stóra-Knarrarnesi í tíð Ólafs Pétursonar bónda þar.

Þyrluvarða

Þyrluvarða – brak á slysstað.

Rétt fyrir neðan og vestan Djúpudali er Knarrarnesholt en þess er getið í landamerkjabréfum Knarrarness og Ásláksstaða. Holtið er lágt en formfallegt séð frá brautinni og á því er kubbsleg, lágreist en þó áberandi varða, u.þ.b. 1,5 m á hlið.
Suðvestur af Knarrarnesholti og Djúpudölum eru svo Ásláksstaðaklofningar eða Klofningar en það er hólaþyrping rétt neðan Reykjanesbrautar og utan við beitarhólfið sem þarna er enn.“

Nefnd „Þyrluvarða“ er fast upp við neðanverða Reykjanesbraut. Slysstaðurinn var hins vegar mun fjær; sunnan klapparholtanna fyrrnefndu, þar sem líta má augum Breiðagerðisskjólgarðinn sem og Breiðagerðisfjárborgina. Því til vitnis mátti t.d. sjá leifar úr þyrlunni stinga sér upp úr snjósólbráðinni hingað og þangað á göngunni að holtinu.

Sjá meira um þyrluslysið HÉR.

Frábært veður. Gangan tók 57 mínútur og 7 sekúndur.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla II, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2014.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, 2007.

Þyrluvarða

Þyrluvarðan 2025.

Hestaslóðin

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ segir m.a. um fjárskýli á Vatnsleysuströnd:

Gvendarstekkur

Gvendarstekkur.

„Alls voru skráð sjö fjárskýli á svæðinu, auk þess sem Gvendarstekkur var einnig notaður sem fjárskýli. Á öllum stöðunum nema einum voru sýnilegar minjar. Ekki tókst að staðsetja Byrgishól en mögulega dregur hann nafn sitt af smalabyrgi eða skotbyrgi. Þekktasta og stæðilegasta fjárborgin sem skráð var er án efa Staðarborg í landi Kálfatjarnar. Hún er hringlaga og hleðslur hennar standa enn. Pétursborg í landi Stóru-Voga er önnur heilleg borg. Hún er sporöskjulaga og eru hleðslur hennar hrundar að hluta. Skammt frá Pétursborg eru tvær tóftir sem eru skráðar með borginni.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Þórustaðaborg er nokkuð hringlaga tóft en eins og áður segir hefur stekkur verið hlaðinn inn í hana. Með Þórustaðaborg var skráð fornleg, tvískipt tóft, garðlag, vatnsstæði og vörðubrot. Auðnaborg er ekki dæmigerð fjárborg en þar voru skráðar fjórar tóftir, þar af mögulega einn stekkur, renna og rétt. Gíslaborg er ekki heldur dæmigerð fjárborg. Innan hennar má greina 6 aðskilin hólf en vera má að þau hafi verið hlaðin eftir að hætt var að nýta hana sem fjárskýli. Enn er ónefnt fjárskýli í Kálffelli þar sem fjárskýli eru í tveimur hellisskútum og vörslugarður er í gíg fellsins. Þetta fjárskýli er heila 7 km frá bæ. Það var notað um aldamótin 1900 og er sennilega til marks um þverrandi beitarland þar sem sífellt þurfti að fara lengra frá bæ til að finna haglendi. Önnur fjárskýli sem hægt var að staðsetja eru 1-2,9 km frá bæjum.“

Skógarnef

Skógarnefsskúti.

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III“ segir um fjárskýlin:
„Engin beitarhús voru skráð á skráningarsvæðinu en þar voru skráð 12 fjárskýli. Flest þeirra, eða níu fjárskýli, voru skráð í landi Hvassahrauns. Í landi Hvassahrauns er mikið um hellisskúta sem nýttir hafa verið sem fjárskýli. Hefur Hvassahraun ákveðna sérstöðu í sveitarfélaginu hvað þetta varðar. Öll fjárskýlin í landi Hvassahrauns eru í skútum eða jarðföllum og sjást hleðslur við sex þeirra. Áður hefur komið fram að hringlaga tóft sem skráð er með Stekk í landi Hvassahrauns er að líkindum fjárskýli. Ekki tókst að staðsetja fjárskýli í Skógarnefsskúta og óvíst er að Sauðhólsskúti sé rétt staðsettur. Þar sáust engar hleðslur. Þrjú fjárskýli voru skráð í landi Brunnastaða. Þar eru fjárskýlin hlaðnar fjárborgir. Lúsaborg er nánast horfin en grjót úr henni hefur verið notað í vegagerð.

Hringurinn

Hringurinn – fjárborg.

Hringurinn er grjóthlaðin tóft sem er reyndar ekki hringmynduð eins og nafnið gefur til kynna. Henni kann að hafa verið breytt í ferkantað mannvirki á síðari tímum. Á Grænhóli er gróin þúst sem líkur eru til að sé leifar af fjárborg. Það er hinsvegar óstaðfest. Þrjú fjárskýli í landi Hvassahrauns skera sig úr í þessari töflu. Það er annars vegar Skógarnefsskúti sem er líklega nærri 5 km frá bæ. Hins vegar eru tvö fjárskýli, Hjallhólaskýli og nafnlaust fjárskýli í jarðfalli sem eru um 200 m frá bæ. Önnur fjárskýli sem skráð voru á svæðinu eru 1-2 km frá bæ. Það er athyglisvert að engin beitarhús hafi verið skráð á svæðinu. Greinilega hafa fjárskýli frekar verið notuð en beitarhús fyrir fé að skýla sér í á úthagabeit um vetur. Eins hefur fjörubeit verið mikil á þessu svæði á veturna og því minni þörf á beitarhúsum í úthögum en í sveitum inn til landsins.“

 Í fornleifaskráningunni er getið um horfið fjárskýli (fjárborg), Lúsaborg. Þar segir: „Syðst við Slysabeygju að ofanverðu er hóll sem heitir Lúsaborg. Heimild er til um Lúsaborgarvörðu en engar hleðslur eru sjáanlegar þarna og engar sagnir til um borg á þessum stað,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Ógreinileg tóft af fjárskýli er á sunnanverðum hól um 20 m SSA við beygju á malbikaða Strandarveginum þar sem Strandavegur/Gamlivegur liggur á hann. Tóftin er um 1,4 km sunnan við Efri-Brunnastaði.
Hóllinn sem tóftin er á er í hraunmóa og er hann gróinn en ekki hár eða mikill um sig. Netagirðing liggur yfir suðaustanverða tóftina.
Tóftin sést mjög illa vegna þess að búið er að taka megnið af grjótinu úr henni. Það hefur sennilega verið notað í vegagerð. Hún er um 10×12 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Rof er komið í veggina þar sem grjótið var tekið en þar sem hún er gróin sést enn stöku steinn upp úr sverði. Innanmál tóftarinnar er um 6×3 m en hún hefur aflagast mikið og má ætla að hún hafi verið því sem næst hringlaga eins og algengt er með fjárborgir. Mesta hæð veggja er um 0,5 m en víðast eru þeir 0,2-0,3 m á hæð. Ekki sést hvar op hefur verið á tóftinni.“

Lúsaborg

Lúsaborg.

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ segir um Lúsaborg: „Næst flytjum við okkur um set og höldum suður að vegamótum Gamlavegar og Strandarvegar, þar er kröpp beygja á Strandarveginum sem kölluð var Slysabeygja og er hún u.þ.b. miðja vegu milli Brunnastaðahverfis og Voga. Þegar Gamli-Keflavíkurvegurinn var aðalsamgönguæð Suðurnesjabúa ultu bílar oft í þessari hættulegu beygju og af því dregur hún nafnið.

Lúsaborg

Lúsaborg.

Syðst við Slysabeygju að ofanverðu er hóll sem heitir Lúsaborg. Heimild er til um Lúsaborgarvörðu en engar hleðslur eru sjáanlegar þarna og engar sagnir til um borg á þessum stað. Það má ekki gleyma því að vegagerðarmenn rifu hiklaust vörður og ónýtt mannvirki og endurnotuðu grjótið í vegina. Örnefnið er sérkennilegt og óvíst af hverju það er dregið. Nafnorðið lúsa (kv.), lúsur (ft.) er til og merkir smátt, þétt þýfi. Lúsalyng er orð yfir krækilyng og lúsamulningur er nafn á óþroskuðum berjum, bæði sortu- og krækilyngsberjum.
Upp og norðaustur af Lúsaborg er Þúfuhóll en af sumum kallaður Lambskinnshóll. Annar Lambskinnshóll er einnig sagður fast neðan Gamlavegar.“

Hestaslóðin

Hestaslóðin ofan Breiðagerðis.

Þegar nefndur hóll, grasi gróinn, er skoðaður má sjá augljós ummerki eftir fjárborgina. Í slíkum hlöðnum mannvirkjum voru stærstu steinarnir jafnan neðst. Vegagerðarmennirnir við Gamlaveg, sem er bæði púkkaður og kanthlaðinn langleiðina, hafa greinilega hirt allt meðfærilegt grjót úr nálægri borginni, en látið það neðsta eiga sig. Annað dæmi þar sem grjót var fjarlægt úr nálægum fjárborgum má nefna þrjár slíkar skammt suðvestan við Staðarborg. Grjótið úr þeim hefur væntanlega verið forfært yfir í þá tilteknu fjárborg, enda hefur hleðsla hennar krafist gnæðs grjóts á sínum tíma. Í stæðum hinna þriggja fyrrum borga má glögglega enn sjá neðstu steinaröðina.

Gamlivegur

Gamlivegur.

Eftir að hafa skoðað Lúsaborgina var haldið eftir Gamlavegi að „Hestaslóðinni“ ofan Breiðagerðis skammt ofan Vatnsleysustrandarvegar. Um er að ræða u.þ.b. eitt hundrað metra langan vegbút, púkkaðan á kafla. Greinilega hefur þarna verið unnið í atvinnubótavinnu eitthvert sumarið um og eftir aldamótin nítján hundruð. Ekki er ólíklegt að búturinn hafi átt að vera hluti „Eiríksvegar“, púkkaðan vagnveg, sem en má sjá ofan Vatnsleysu og Flekkuvíkur. Vagnvegurinn sá var liður í úrbótum á Almenningsveginum frá Kúagerði áleiðis að Arnarvörðu. Slíkan „bútasaum“ má víða sjá á og við hinu fornu götur á Reykjanesskaganum. Svo er að sjá að lagt hafi verið í upphafi með stórtæk markmið í úrbótum í vegagerðarmálum fyrir gangandi og ríðandi, en bæði vegna breytts breytanda í atvinnumálum og samgöngum, virðast þau einfaldlega hafa gufað upp og önnur markmið verið sett í forgang. Vegakaflarnir í heiðinni ofan Vatnsleysubæjanna eru ágætt dæmi um framangreint. Þeir teljast til fornleifa, en einhverra hluta vegna er þeirra ekki gerð skil í fornleifaskráningu af svæðinu.

Hestaslóðin

Hestaslóðin ofan Breiðagerðis.

Í „Örnefni og gönguleiðir“ segir: „Austur af Auðnaborg og beint upp af Skálholti (séð frá bænum Höfða) eru hólar sem heita Vatnshólar, við þá safnast vatn í rigningartíð. Á þessu svæði eru örnefni sem ekki var hægt að staðsetja vegna óljósra heimilda, s.s. Hrúthóll og Breiðagerðislatur eða Latur og eins geta þau verið fyrir ofan Reykjanesbraut sem neðan.
Rétt fyrir ofan syðstu sumarbústaðina í Breiðagerði er nokkuð áberandi varða og fast neðan hennar komum við á Hestaslóðina sem svo var nefnd. Þetta er nokkuð breiður vegur, flórlagður á köflum og hefur verið lagður með hestvagnanotkun í huga. Almenningsvegurinn er að mestu horfinn á þessu svæði vegna nýrri tíma framkvæmda.“
Ljóst er að vegstubburinn hefur átt að verða samgöngubót um sveitina ofanverða, að öllum líkindum væntanlegt framhald Eiríksvegar (Almenningsvegar) til Voga. Vestan Voga, áleiðis upp á Vogastapa og áfram á kafla til Njarðvíkur má sjá slíkar vegabætur. Við nútímaframkvæmdir, því miður, eru þetta fyrstu fornleifarnar sem eru látnar lönd og leið.

Heimildir:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, 2007.

Hestaslóðin

Hestaslóðin ofan Breiðagerðis.