Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Hellaferð

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Boðið er upp á hellaferð. Ætlunin er að ganga spölkorn um gróið hraun (Fjárskjólshraun) og með brún nýrra hrauns (Eldborgarhrauns) og skoða síðan undirheima Reykjanessins, einn af á annað hundrað þekktra hraunhella á svæðinu. Sumir hellanna hafa verið notaðir sem skjól í gegnum aldir, s.s. Húshellir og Gullbringuhellir. Fé var haldið í sumum skjólanna og víða má sjá mannvistarleifar. Í hellaferðinni verður tækifærið notað til að fara yfir jarðfræðina og myndun hella, verðmæti þeirra, s.s. dropsteinar og hraunstrá, hraunrósir og hraunreipi verða skoðuð, litbrigðin útskýrð og lögð áhersla á mikilvægi þess að ganga vel um hellana. Gengið verður um hellinn og einstök tilbrigði hans tíunduð. Tilgreindur er upphafsstaður, tímalengd, ferðagjald, nauðsynlegur búnaður (ljós, hjálm/húfu, hanska og annað), gerð er grein fyrir mikilvægum varúðarráðstöfunum og að þátttakendur taki með sér nesti.

Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Húshólmaferð

Húshólmi

Skáli í Húshólma.

Boðið er upp á gönguferð í Húshólma, eitt af merkustu og forvitnilegsustu fornleifasvæðum landsins. Í hólmanum eru taldar vera minjar frá upphafi byggðar á Íslandi, s.s. af skálum, kirkju, veggjum, grafreit, fjárborg, auk minja frá gamalli selstöðu frá Krýsuvík. Ögmundarhraun rann um svæðið árið um árið 1150 og færði byggðina þar að mestu á kaf. Eftir stendur þó hluti hennar, sýnilegur enn þann dag í dag. Í einum skálanum sjást stoðholur eftir brunnar burðarstoðir. Miklir garðar sjást í Húshólma er benda til talsverðra umsvifa. Hugmyndir eru uppi um að við Hólmasund hafi fyrrum verið vík er svæðið dregur nafn sitt af. Grágrýti innan við hraunröndina bendir til þess að svo hafi verið og hefur þarna því verið góð lending fyrrum. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd göngunnar og að fólk taki með sér nesti.

Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is.
Tveggjadagaferð Boðið er upp á tveggja daga gönguferð frá Reykjanestá að Trölladyngju. Gengið verður um fagurt, áhugavert og sagnaríkt umhverfi. Lagt verður af stað að laugardagsmorgni frá Reykjanesvita og verður í fyrri áfanga gengið til Grindavíkur, um 20 km leið. Gist verður næturlangt í Grindavík. Seinni áfanginn, á sunnudeginum, verður genginn frá Grindavík að Trölladyngju. Þessi áfangi er einnig um 20 km langur. Reiknað er með u.þ.b. 8 klst göngu hvorn dag, en farið tiltölulega rólega yfir og það skoðað, sem fyrir augu ber og áhugavert kann að þykja. Inn í jarðsöguna verður fléttað sögum og sögnum er gerast hafa átt á svæðinu og komið verður við að nokkrum athyglisverðum minjastöðum, s.s. í Tyrkjabyrgjunum í Sundvörðuhrauni og seljunum á Selsvöllum. Á laugardagskvöldið verður farin stutt ferð um Grindavík og þar raktir helstu staðir er tengjast merkum atburðum í aldanna rás, s.s. Grindavíkurstríðinu, Tyrkjaráninu o.fl. Ferðin endar í Bláa lóninu þar sem ferðalangar geta látið líða úr sér. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd og tilhögun göngunnar og að fólk taki með sér viðeigandi búnað og nesti. Lýst verður gistingunni í Grindavík og tilhögun hennar.
Grindavík

Tillaga að nokkrum stuttum gönguleiðum í umdæmi Grindavíkur:

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kort ÓSÁ.

a. Staðarhverfi; Kóngsverslunin – Staður – Stóra-Gerði – Staðarvör – Staðarbrunnur – Hvirflar
b. Stóra-Bót: Virkið – Skyggnir – Junkaragerði – Fornavör – Sjávargatan – Járngerðardys
c. Sundvörðuhraun; “Tyrkjabyrgi” – “útilegumannahellir”
d. Eldvörp; jarðfræði – klepragígar – fagurt landslag – hrauntröð
e. Þorbjörn; Ræningjagjá – Baðsvellir – Gálgaklettar
f. Hópsnes; Hóp – sjóbúðir – Sigga – skipsströnd

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – kort ÓSÁ.

g. Þórkötlustaðanes; Strýthólahraun – fiskibyrgi – Leiftrunarhóll – saga útgerðar á fyrri huta 20. aldar – tilfærsa byggðar – minjar ískofa – lifrabræðsla – spil – fjaran
h. Þórkötlustaðahverfi; Buðlunga – Klöpp – Slokahraun – þurrkgarðar – byrgi – varir
i. Hraun; dys – Gamlibrunnur – kapella – krossrefagildra – Guðbjargarhellir– forn skírnarfontur – Hraunssandur
j. Vatnaheiði; K9 – Skógfellavegur – vatnsstæði – myllusteinagerð – hellir (skjól fyrir Tyrkjum)

Húshólmi

Gamla Krýsuvík í Húshólma – uppdráttur ÓSÁ.

k. Hópsheiði; Jónshellir – Skógfellavegur – Gálgaklettar – Eldborgir
l. Arnarseturshraun; Arnarseturshellir – vegavinnubúðir – Dollan – Kubbur – Hestshellir – Hnappur
m. Skipsstígur; Dýrfinnuhellir – Gíslhellir – forn þjóðleið – Rauðhóll
n. Ísólfsskáli; Hrauntangi – þurrkgarðar – byrgi – Hraunsnes – Rekagata
o. Selatangar; forn verstöð byrgi – hús – garðar – refagildrur – Katlahraun – fjárskjól
p. Húshólmi; fornar minjar – garðar – selstaða – fjárborg – grafreitur
q. Litlahraun; selstaða – rétt – fjárskjól – tóftir
r. Klofningar; Argrímshellir (Gvendarhellir) – Bálkahellir
s. Seljabót; Herdísarvíkursel – gerði – Keflavík – Bergsendar

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.