FERLIR

FERLIRstóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir í Selvogi.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu í tilbreytingu frá hversdagslegum önnum, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig utan starfstöðvanna – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta úthverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast) þrátt fyrir fjölbreytileikann.

Ferlir

Ferlir á Sveifluhálsi.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða; allt frá fornum minjum um búsetu frá því fyrir upphaf norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfögur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Til að gera langa sögu stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 4000 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa. Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks á einstökum afmörkuðum svæðum. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferlir

Ferlir við Markastein.

Árangurinn má sjá á vefsíðunni. Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð merkilegar upplýsingar á einstökum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn og fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið. Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins (Björn Hróarsson), Ferðamálafélags Grindavíkur (Erling Einarsson), kirkjuverði, skólastjórnendur, staðkunnugt heimafólk, innfædda leiðsögumenn og marga fleiri á ferðum sínum.

Ferlir

Ferlir í Bálkahelli.

Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, hefur verið áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar hafa verið innan umdæmisins. Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel, sögulega staði, flugvélaflög, vörður, fornar þjóðleiðir og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Básendar, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregnir upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum. Viðtöl hafa og verið tekin við þekkingarfólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar, af hvaða tilefni og hvað var gert á hverjum stað á hverjum tíma.

Áhugasömu fólki um Reykjanesskagann hefur jafnan verið boðið velkomið í hópinn.

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Jafnan er leitað til FERLIRs um leiðsögn um hin og þessi svæði Reykjanesskagans, bæði í styttri og lengri gönguferðir – enda óvíða um meiri uppsafnaðan fróðleik og reynslu að finna um svæðið.
Prestastigur-911Reykjanesskagann má njóta til útivistar allan ársins hring, hvort sem áhugi er á fornminjum eða náttúruminjum. Segja má að hann endurspegli bæði sögu búsetu- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi landnáms, auk þess sem náttúran með öllum sínum tilbrigðum hefur upp á nánast allt að bjóða, sem aðrir landshlutar hafa. Á svæðinu má t.d. finna leifar u.m.b. 400 selstöðva, 130 rétta, 80 fjárborga, 67 refagildra, auk allra annarra minja sem og fornra þjóðleiða. Hellar og skjól eru yfir 300 talsins, auk námusvæða og tilkomumikilla hverasvæða.
Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja, Grindavíkur og Þorlákshafnar er hvergi styttra að fara á kyngimögnuð útivistarsvæði. Í stað þess að verja tímanum í akstur að göngusvæðinu er hægt að nota hann til ánægjulegrar útivistar svo til allan daginn – og njóta síðan eigin rúms um kvöldið í stað þess að kaupa gistingu.
Hægt er að sníða gönguferðir að óskum og getu hvers og eins, hvort sem hann er einn á ferð eða í hóp…

Hafið samband við ferlir@ferlir.is – og við skoðum málið.

thorbjorn-221

FERLIR hefur nú farið 2000 vettvangsferðir um Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs). Það eitt verður a.m.k. að teljast til virðingarverðrar þrautseigju – ef ekki umtalsverðs árangurs.

Táknrænasta FERLIRsmyndin - frá árinu 2000Ef sérhver ferð hefur krafist að meðaltali 5 km þá er vegarlengdin, sem lögð hefur verið að baki um 20.000 km, eða sem nemur rúmlega 9 hringferðum um landið. Margfalda má þá tölu með fjölda þátttakenda. Fyrir liggur þó að margar ferðir eru enn ófarnar (mikið magn uppsafnaðra upplýsinga bíða úrvinnslu). Allar fyrri ferðalýsingar hafa þó verið skráðar og má lesa fjölmargar þeirra á vefsíðunni – og færðar til varanlegrar varðveislu. Í upphafi voru ljósmyndir t.a.m. framkallaðar á pappír. Þær fylltu tugi albúma. Nú er búið að skanna myndirnar og er upprifjunin einstaklega ánægjuleg og skemmtileg. Eftir að stafræn tækni ruddi þeirri staðbundu úr vegi hefur um 50.000 ljósmyndum af svæðinu, náttúru, minjum og óvæntum afbrigðum, verið komið fyrir á minnislyklum. Þær áhugaverðustu fá væntanlega að birtast í prenttækri Reykjanesskinnu.
FERLIRshúfa - viðurkenning fyrir þátttöku Í heild munu nú vera um 6.000 síður um ýmsan áhugaverðan fróðleik um Reykjanesskagann á vefsíðunni. Fá, ef nokkur, landssvæði getað státað af slíkum margþættum tölvutækum fróðleik á einum stað. FERLIhefur jafnan haft það að leiðarsljósi að birta það sem hefur boðist og upplýst hefur verið um. Tæknin hefur þó sín takmörk. Ekki hefur t.a.m. enn fundist leið til að gera aðgengilega á vefsíðunni 220 síðna ritgerð um “Sel vestan Esju” – með ljósmyndum, uppdráttum, staðsetningum, exeltöflum og tilheyrandi, en unnið er að úrlausn þess. Ef  áætlunin gengur eftir mun verða hægt að upplýsa bæði um öll þekkt “Sel í landnámi Ingólfs” sem og um allar aðrar minjar, hvort sem þær lúta að búsetu- eða atvinnusögu svæðisins frá upphafi.
Minjar um búsetu- og atvinnusögu ReykjanesskagansFERLIR  hefur ekki tíundað sérstaklega þátttöku á kynningarfundum og ráðstefnum um málefni Reykjanesskagans, sem tekið hafa drjúgan tíma. Ákveðið hefur verið að hætta öllu slíku – vegna tímaleysis. FERLIR hefur ekki krafist greiðslu vegna þátttöku sinnar í einstökum viðburðum. Vefsíðan hefur verið fjármögnuð af þeim aðilum er auglýst hafa af velvilja á forsíðunni. Hverjum og einum eru færðar sérstakar þakkir.
Á síðasta ári (2009) voru um 2 milljónir heimsókna á vefsíðuna. Segir það nokkuð til um áhugann á viðfangsefninu. Ótal margir lesendur hafa haft samband, bæði í gegnum tölvupóstfangið ferlir@ferlir.is og hringt. Reynt hefur verið að upplýsa og greiða úr fyrirspurnum og umleitunum svo sem nokkur kostur hefur verið.

Ferlir

Ýmislegt óvænt hefur komið upp á í FERLIRsferðum.

 

Lyklafell

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.
Áhugasamt Sérhverlögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og jafnvel kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast).

Sjá meira undir FERLIR.

Ferlir

FERLIRsganga að vetrarlagi.

FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum með aðstoð hjálpsamra handa og skilningsríkra huga.
Dropinn

Morgunblaðið lagði þar m.a. hönd á plóg, auk Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með dyggum stuðningi (og skilningi) Grindavíkurbæjar. FERLIRsvefsíðan hefur þrátt fyrir góðan skilning þurft að vera í stöðugri þróun. Ótrúlegum fróðleik um afmarkað landssvæði hefur á skömmum tíma verið safnað á einn stað. Eitthvað sem fáum hefur áður tekist. En eitt er að leita uppi, vettvangsstaðfesta, skrá, ljósmynda, draga upp og safna efni inn á síðuna – og annað að viðhalda, uppfæra og skrá nýtt efni er varða nýjar uppgötvanir, upplýsingar, ábendingar og viðbætur um skrásett efni frá áhugasömum lesendum. Nú eru liðin nokkur ár frá upphafinu. Á tækniöld gera nokkur ár því miður (eða sem betur fer) tækin fljótt úrelt. Tíminn gerir því sífelldar kröfu um skjót og vakandi viðbrögð. FERLIR mun fagna endurnýjuðum áfanga þann 12. 01. 2009 n.k. kl. 12.01. Síðan mun smám saman taka par ár að uppfæra gamalt efni á nýju vefsíðuna.

Ferlir

FERLIRsfélagar á góðri stund.

 

FERLIR fær margar póstsendingar; ábendingar og fyrirspurnir, bæði frá áhugafólki um minjar og sögu sem og öðrum er einfaldlega vilja njóta alls fróðleiksins (texta og ljósmynda) á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.

Hér er ein ágæt ábending er lítur að tæknihliðinni: “Reynir heiti ég og hef nú nokkrum sinnum sent þér póst í leit að upplýsingum. Ég les nú flest allar færslurnar og langar að koma með smá innskot. Myndirnar sem að fylgja textunum eru oft ansi áhugaverðar og langar manni að skoða þær nánar. Það væri gaman að geta smellt á myndirnar til að geta stækkað þær svolítið til að geta séð þær nánar. Bara svona smá vinsamleg ábending….”
FERLIR sendi vefþjónustufulltrúanum ábendinguna með eftirfarandi fyrirspurn: “Spurning hvort þetta er eitthvað, sem hægt er að framkvæma?”
Svar kom um hæl: “Þetta er ekkert mál, tekur okkur um 1 tíma í vinnu að gera þetta.”
Niðurstaðan: Ef smellt er á myndina hér að ofan má sjá árangurinn. Einnig eru myndasíður (Myndir) búnar þessum möguleika.

Rebbi

Myndanir í Rebba.

Búri

FERLIR fer jafnan fyrirfram ákveðnar leiðir, að vísu vandlega undirbúnar. Gamlar frásagnir, lýsingar, mögulegar uppgötvanir eða annað eru jafnan hvatinn að ferðunum. Áður hefur undantekningarlaust verið samið um hið ágætasta veður á göngusvæðinu. Stundum hefur óálitlegt “gluggaveðrið” heima villt fólki sýn, en á göngustaðnum undrast það iðurlega umskiptin.
Reynt við ókleifan hamarinnÞá var komið að FERLIRsferð nr. 1111. Af því tilefni var ákveðið að fara í óhefðbundna göngu. Fólk, sem tekið hefur þátt í rúmlega ellefu hundruð gönguferðum við allar aðstæður öll árin – og lifað þær af – hlaut að geta nánast allt. Hafa ber í huga að FERLIR hefur aldrei tapað manni og enginn hefur slasast (a.m.k. ekki varanlega) í göngunum, en hins vegar hafa sumir fengið bata einhverra meina sinna og allir þátttakendur hafa notið hins undirliggjandi “mottós” félagsskaparins; “að vita meira, og meira, meira í dag en í gær”. Og hvað er meira virði í lífinu en heilsutengd þekking? Til útskýringar er rétt að minna á að tilgangurinn með ferðunum, auk heilsusamlegrar  hreyfingar í fögru landslagi, er að afla fróðleiks um liðna tíð, helst þannig að eitthvað nýtt (gamalt) og áður óþekkt uppgötvist hverju sinni.
Það var sem sagt í ferð 1111. ferðinni, sem láta átti reyna á þolgæðið – og þjálfunina. Áætlunin var þessi: “Klífa á ókleifan hamar himnabjarganna í hæstu hæðir, hverfa síðan niður undir yfirborð jarðar og skríða þar niður í svelginn djúpa”. Um framhaldið var ekkert getið, enda virtist uppskrift dagsins nánast fyrirfram óframkvæmanleg.
En FERLIRsfélagar hafa aldrei áður beygt út af áætlun. Þær hafa a.m.k.hingað til sannað sig að hafa verið raunhæfar – og framkvæmanlegar. Á staðnum var búnaður er hæfði áætluninni; bæði klifur- og sigbúnaður.
Fyrst var tekist á við ókleifan hamarinn. Vetur konungur gerði ferðina mögulega. Hann hafði myndað mjóan ísfoss niður um hömrumgirtar suðurhlíðar Einskismannsdals. Upp þennan skammtímafoss fetuðu FERLIRsfélagar hamarinn, skef fyrir skref – uns efstu brún var náð. Að vori væri veðrunin horfin. Uppáferðin tók ekki nema tvær klst, og hefði a.m.k. einhver einhvern tímann orðið ánægð/ur með þann árangur.
Efst á brún Einskisdalshlíðar var takinu sleppt af klifbúnaðinum. Niðurgangan að handan virtist auðveld – þangað til komið var að hamraveggnum. Sú leið var ekki árennilegri en afturbakaleiðin. En með sigbúnaðinum tókst þó að komast niður að handan. Og áfram verður haldið… í ferð nr. 1112…

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Þjóðleiðaferð

Tvíbollar

Tvíbollar.

Boðið er upp á gönguferð um hina gömlu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs, Selvogsgötuna. Gangan getur verið hvort sem er fjögurra klukkustunda eða átta klukkustunda. Styttri ferðin er ganga frá Bláfjallavegi niður að Hlíð við Hlíðarvatn, en lengri gangan er ýmist frá Hafnarfirði að Hlíð eða frá Bláfjallavegi að Strönd í Selvogi. Selvogsgatan er gengin um Grindarskörð, niður með norðanverðum Stórabolla og áfram niður að Litla-Kóngsfelli, um Hvalskarð og Strandardal. Við Sælubunu, hina fornu lind, verður annað hvort haldið áfram um Strandarheiði og niður í Selvog, eða beygt vestur Hliðargötu og haldið að landnámsbæ Þóris haustmyrkurs að Hlíð. Gangan er tiltölulega auðveld. Af Selvogsgötu er fallegt útsýni um landssvæðið vestan við Heiðina há, Hvalshnúka, Austurása og Vesturása. Lýst verður hinum gömlu leiðum yfir hálsana og sýnt það markverðasta, sem ber fyrir augu, s.s. Dauðsmannsskúta við Litla-Kóngsfell. Styttri gangan er ágæt kvöldganga í góðu veðri. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd og tilhögun göngunnar og að fólk taki með sér viðeigandi búnað og nesti.

Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Strandgönguferð

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Boðið er upp á strandgönguferð um stórbrotna suðurströnd Reykjanesskagans. Gengið verður frá Stóru-Eldborg undir Geitahlíð, um Litlahraun og síðan vestur með Krýsuvíkurbergi, um 13 km leið. Komið verður að Heiðnabergi og gengið upp að vind- og vatnsorfnum móbergshryggnum Selöldu. Í Litlahrauni eru minjar selstöðubúskapar, tóftir og rétt. Bergið sjálft er auðvelt yfirferðar, en af því er víða stórfenglegt útsýni. Eystrilækur fellur fram af berginu í háum fossi. Bergið hýsir margan fuglinn og er fróðlegt að sjá hann athafna sig á þröngum klettasyllum. Skoðuð verður eldstöðin Skriða á bjargbrúninni. Í Heiðnabergi er Ræningjastígur, ofan við það er Krýsuvíkursel er Tyrkir komu að skv. þjóðsögunni og skammt frá eru tóftir bæjarins Eyri (Efri Fitja) og mannvirki honum tengdir. Fitjar eru sunnan undir Selöldu, en ofan við tóftirnar eru Strákar. Í þeim er fallega hlaðið fjárhús, heillegt. Vestan við Fitjar er gömul hlaðin brú yfir Vestarilæk. Gengið verður eftir slóða upp að Arnarfellsrétt og síðan áfram upp í Krýsuvíkurrétt undir Bæjarfelli, þar sem gangan endar, eftir u,þ.b. 3 klst og 33 mín. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd og tilhögun göngunnar og að fólk taki með sér viðeigandi búnað og nesti.

Ferlir
FERLIR getur boðið hópum upp á skemmtilegar og áhugaverðar, stuttar eða langar, ferðir um Reykjanesið, hvort sem er um að ræða akstursferðir eða gönguferðir. Hér er dæmi um hugmynd af einni slíkri FERLIRsferð, sem stendur áhugasömu fólki til boða. Þá er og mögulegt að skoða og reyna hvaðafeina er getið er um í hinum ýmsu ferðalýsingum á vefsíðunni. Hægt er að leita nánari upplýsinga í www.ferlir@ferlir.is Seljaferð

Sogasel

Sogasel.

Boðið er upp á seljagönguferð í eitt eða fleiri af hinum 140 seljum, sem enn má augum líta á Reykjanesskaganum. Seljabúskapurinn var stór þáttur í búskaparsögu svæðisins og var stundaður þar um eitt þúsund ára skeið. Síðasta selið, sem í notkun var á Reykjanesi, lagðist af árið 1914. Í seli má enn sjá mannvirkin, sem í notkun voru, s.s. húsin, stekkinn, vatnsstæðið, fjárskjólið, kvína, selsvörðuna, selsstíginn og nátthagann. Lýst verður lífinu í selinu, hvenær ársins það var notað, hvaða fólk var þar og til hvers selin voru. Gengið verður eftir selsstígnum upp í selið og þar verða mannvirkin skoðuð og kynnt, auk þess sem framangreindu verður lýst svo sem kostur er. Tiltekinn er upphafsstaður, ferðagjald, tímalengd göngunnar og að fólk taki með sér nesti.