Búri

FERLIR fer jafnan fyrirfram ákveðnar leiðir, að vísu vandlega undirbúnar. Gamlar frásagnir, lýsingar, mögulegar uppgötvanir eða annað eru jafnan hvatinn að ferðunum. Áður hefur undantekningarlaust verið samið um hið ágætasta veður á göngusvæðinu. Stundum hefur óálitlegt “gluggaveðrið” heima villt fólki sýn, en á göngustaðnum undrast það iðurlega umskiptin.
Reynt við ókleifan hamarinnÞá var komið að FERLIRsferð nr. 1111. Af því tilefni var ákveðið að fara í óhefðbundna göngu. Fólk, sem tekið hefur þátt í rúmlega ellefu hundruð gönguferðum við allar aðstæður öll árin – og lifað þær af – hlaut að geta nánast allt. Hafa ber í huga að FERLIR hefur aldrei tapað manni og enginn hefur slasast (a.m.k. ekki varanlega) í göngunum, en hins vegar hafa sumir fengið bata einhverra meina sinna og allir þátttakendur hafa notið hins undirliggjandi “mottós” félagsskaparins; “að vita meira, og meira, meira í dag en í gær”. Og hvað er meira virði í lífinu en heilsutengd þekking? Til útskýringar er rétt að minna á að tilgangurinn með ferðunum, auk heilsusamlegrar  hreyfingar í fögru landslagi, er að afla fróðleiks um liðna tíð, helst þannig að eitthvað nýtt (gamalt) og áður óþekkt uppgötvist hverju sinni.
Það var sem sagt í ferð 1111. ferðinni, sem láta átti reyna á þolgæðið – og þjálfunina. Áætlunin var þessi: “Klífa á ókleifan hamar himnabjarganna í hæstu hæðir, hverfa síðan niður undir yfirborð jarðar og skríða þar niður í svelginn djúpa”. Um framhaldið var ekkert getið, enda virtist uppskrift dagsins nánast fyrirfram óframkvæmanleg.
En FERLIRsfélagar hafa aldrei áður beygt út af áætlun. Þær hafa a.m.k.hingað til sannað sig að hafa verið raunhæfar – og framkvæmanlegar. Á staðnum var búnaður er hæfði áætluninni; bæði klifur- og sigbúnaður.
Fyrst var tekist á við ókleifan hamarinn. Vetur konungur gerði ferðina mögulega. Hann hafði myndað mjóan ísfoss niður um hömrumgirtar suðurhlíðar Einskismannsdals. Upp þennan skammtímafoss fetuðu FERLIRsfélagar hamarinn, skef fyrir skref – uns efstu brún var náð. Að vori væri veðrunin horfin. Uppáferðin tók ekki nema tvær klst, og hefði a.m.k. einhver einhvern tímann orðið ánægð/ur með þann árangur.
Efst á brún Einskisdalshlíðar var takinu sleppt af klifbúnaðinum. Niðurgangan að handan virtist auðveld – þangað til komið var að hamraveggnum. Sú leið var ekki árennilegri en afturbakaleiðin. En með sigbúnaðinum tókst þó að komast niður að handan. Og áfram verður haldið… í ferð nr. 1112…

Bálkahellir

Í Bálkahelli.