Hér er ein ágæt ábending er lítur að tæknihliðinni: “Reynir heiti ég og hef nú nokkrum sinnum sent þér póst í leit að upplýsingum. Ég les nú flest allar færslurnar og langar að koma með smá innskot. Myndirnar sem að fylgja textunum eru oft ansi áhugaverðar og langar manni að skoða þær nánar. Það væri gaman að geta smellt á myndirnar til að geta stækkað þær svolítið til að geta séð þær nánar. Bara svona smá vinsamleg ábending….”
FERLIR sendi vefþjónustufulltrúanum ábendinguna með eftirfarandi fyrirspurn: “Spurning hvort þetta er eitthvað, sem hægt er að framkvæma?”
Svar kom um hæl: “Þetta er ekkert mál, tekur okkur um 1 tíma í vinnu að gera þetta.”
Niðurstaðan: Ef smellt er á myndina hér að ofan má sjá árangurinn. Einnig eru myndasíður (Myndir) búnar þessum möguleika.
FERLIR fær margar póstsendingar; ábendingar og fyrirspurnir, bæði frá áhugafólki um minjar og sögu sem og öðrum er einfaldlega vilja njóta alls fróðleiksins (texta og ljósmynda) á vefsíðunni.