Helgadalur

Í Norðanfara 1880 er fjallað um stofnun “Hið íslenska fornleifafjelags”:

Norðanfari“Næstliðið sumar stofnuðu nokkrir hinna helztu embættismanna í Reykjavík nýtt fjelag er nefnist «Hið íslenzka fornleifafjelag», og barst oss með síðasta pósti næstl. ár boðsbrjef og lög nefnds fjelags frá formanni þess herra landfógeta Árna Thorsteinsson til birtingar í blaði voru. Vjer þurfum ekki að vera margorðir um fjelag þetta, því vjer vonum og teljum víst, að landar vorir muni jafnt sjá nauðsyn sem nytsemi pess, og ætlum vjer að þeir sem unna frægðarljóma fornaldarinnar og framfór og menntun binnar yfirstandandi og komanda tíðar, muni bezt geta sýnt áhuga sinn með því að ganga í fjelagið senda því forngripi og styrkja pað á annan hátt. Eitst. Boðsbrjef.
Áhugi Íslendinga á að viðhalda fornleifum og safna þeim hefir hingað til eigi verið jafnmikill og kapp það, sem um margar aldir hefir verið lagt á, að varðveita sögur vorar, mál og þjóðerni, og er þó ljóst, að engin skýring yfir fornsögur vorar er betri, en þau þögulu vitni, er felast fá fet undir yfirborði jarðarinnar.

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Margar af fornleifum vorum hafa lógazt og farið forgörðum. Fjöldi þeirra hefir komizt í hendur útlendra manna, sem eigi hafa skeytt þeim nema til stundargamans, og eigi skilið þýðing þeirra fyrir oss. Það eru að eins sumar þeirra, er hafa lent á útlendum söfnum, en þó hvergi svo margar, að þær geti getið nokkra ljósa eða samfasta hugmyndum menntunarástand lands vors á ýmsum tímum.
Síðan hið íslenzka forngripasafn var stofnað, hefir það að vísu borgið mörgum íslenzkum fornleifum, sem annars hefði glatazt eða tvístrazt, en mikið vantar þó á, að það, einkum sökum fjeskorts geti verndað svo íslenzkar fornleifar sem skyldi, og er því ljóst að brýn þörf er á, að landsmenm leggi sig enn betur fram, en hingað til hefir verið um það að vernda fornleifar vorar, þess vegna hafa nálega 40 menn gengið í fjelag, “sem nefnist hið íslenzka fornleifafjelag, og er það fyrirætlan fjelagsins að starfa að því af öllu megni, að Forngripasafn vort geti auðgast þannig af fornmenjum, að menn með því geti rakið lífsferil þjóðarinnar um hinar liðnu aldir. Einkum mun fjelagið verja kröptum sínum til að leita að fornleifum bæði í jörð og á, vernda þær, lýsa þeim og gjöra þær bæði þjóð vorri og erlendum fræðimönnum sem kunnastar.
Áður hefir það opt borið við að menn hafa grafið eptir feim menjum í gróðahug, en það kemur sjaldan fyrir, að slíkur gröptur svari kostnaði, heldur glatast þá jafnan sá fróðleikur, sem ætla má að fengizt hefði, ef rjett hefði verið farið að. Fjelagið mun því eptir efnum styrkja að því, að við slíkar rannsóknir sje farið eptir vísindalegum reglum, og grafið sje með nægilegu eptirliti, til þess að þjóð vor geti haft nokkra trygging fyrir, að svo rjett sje að farið, sem bezt má verða. Sje því að einhver viti til fornra mannvirkja sem þurfa friðunar, uppgraptar eða vísindalegrar rannsóknar, vonast fjelagið eptir að menn leiti sín, og mun það þá veita fullting sitt. Það er áform fjelagsins að láta rannsaka þingvöll, fyrst og fremst Lögberg, og mun rannsóknum þessum þar eptir verða framhaldið víðar.
Fjelagið leyfir, sjer því, að skora á alla á menn, innlenda og útlenda, er unna hinum fornu fræðum vorum, að ganga í fjelagið, annaðhvort með tveggja króna tillagi á ári hverju, eða 25 króna tillagi í eitt skipti. Svo eru menn og beðnir, að styrkja fjelagið í öllum starfa þess, þar á meðal með því að vísa á fornleifar og menjar frá fyrri öldum, senda þær til ráðstöfunar á forngripasafnið, láta skýrslur í tje um fornleifar, sem enn kunna að vera lítt þekktar, eða um gripi, sem æskilegt er að fá vitneskju um.”
Stjórn fornleifafjelagsins, 27. nóvbr. 1879.
Árni Thorsteinsson, Bergur Thorberg.
formaður. Björn Magnúss. Ólsen.
Jón Árnason. Jón þorkelsson.
Magnús Stephensen, Sigurður Vigfússon,
fjehirðir, varaformaður.
Hins íslenzka fornleifafjelags. – Indriði Einarsson.

Heimild:
-Norðanfari, 11.-12. tbl. 24.02.1880 – Hið íslenska fornleifafjelag, bls, 21.

Helgadalur

Helgadalur – minjar.

Hér birtist nú áhorfendum og lesendum uppfærð útgáfa af vefsíðu FERLIRs. Uppfærslan var orðin löngu tímabær vegna mikilla tæknibreytinga og aukinna öryggiskrafna, sem orðið hafa síðan síðasta útgáfan var uppfærð árið 2007. Upphaflega vefsíðan var gerð árið 2000. Markmiðið með henni var að safna á einn stað staðbundnum fróðleik um minjar og örnefni á Reykjanesskaganum – fyrrum landnámi Ingólfs.

FERLIRs vefsíðan frá 2007.

Árangurinn hefur orðið ótrúlega mikill á ekki lengri tíma; söfnun tugþúsunda ljósmynda, gerð uppdrátta af einstökum minjasvæðum, meðtaka og staðfestingar á mikilvægri vitneskju frá eldra fólki, leitir að áður óþekktum minjum, bæði sögulegum sem og náttúrulegum, auk ritun skýrslna og greinargerða um margt merkilegt.  Margs er hvorki getið í opinberum örnefnalýsingum né í einstökum fornleifaskráningum. Upplýsingunum hefur þó verið miðlað hlutlaust og endurgjaldslaust til annarra áhugasamra um sama efni.

Innihaldið af gömlu vefsíðunni hefur nú verið yfirfært og aðlagað að þeirri nýju. Það var Árni Torfason, sem hannaði upphaflegu gerðina. Það gerði hann eftir hugmyndum og tillögum forkólfs gönguhópsins með dyggum stuðningi Júlíusar Sigurjónssonar, fyrrum ljósmyndara MBL. Styrkur frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans að hluta varð til að gera hugmyndirnar að veruleika. Nethönnun hannaði endurbættan vef árið 2007, eins og getið er hér að framan. Sá var keyrður á “Webman”-forritinu, sem hefur reynst vel, en telst nú af sérfræðingum vera orðið úrelt.
Ákveðið hafði verið að hætta rekstri síðunnar þegar komið var að nauðsynlegri endurnýjun vegna augsýnilegs kostnaðar, en öll vinna við gerð hennar og viðhald efnisins hefur hingað til verið unnin í sjálfboðavinnu, þegar henni barst innleggsframlag frá Náttúruverndasjóði Pálma Jónssonar. Það varð til þess að samþykkt var að halda vinnunni áfram á sama grunni og byggt hafði verið á frá upphafi. Núverandi vefur (árið 2019) var settur upp af Premis og er keyrður á “Word Press”-forritinu. Helsta áskorunin var að yfirfæra þegar innkomið efnið, bæði texta og ljósmyndir. Notendur munu án efa sjá einhvern mun og gætu þurft að sýna svolitla þolinmæði. Aðlögun efnis frá fyrstu vefsíðunni yfir aðra tók u.þ.b. tvö ár. Ekki er því ólíklegt að einhvern tíma taki að fullvinna aðlögun þessarar þriðju vefsíðu svo viðunandi megi teljast. WP ku bjóða bæði upp á innsetningu exel-skjala og hreyfimynda, auk ýmiss annars, sem nýjar uppfærslur kunna að hafa í för með sér í framtíðinni…