Hér birtist nú áhorfendum og lesendum uppfærð útgáfa af vefsíðu FERLIRs. Uppfærslan var orðin löngu tímabær vegna mikilla tæknibreytinga og aukinna öryggiskrafna, sem orðið hafa síðan síðasta útgáfan var uppfærð árið 2007. Upphaflega vefsíðan var gerð árið 2000. Markmiðið með henni var að safna á einn stað staðbundnum fróðleik um minjar og örnefni á Reykjanesskaganum – fyrrum landnámi Ingólfs.

FERLIRs vefsíðan frá 2007.

Árangurinn hefur orðið ótrúlega mikill á ekki lengri tíma; söfnun tugþúsunda ljósmynda, gerð uppdrátta af einstökum minjasvæðum, meðtaka og staðfestingar á mikilvægri vitneskju frá eldra fólki, leitir að áður óþekktum minjum, bæði sögulegum sem og náttúrulegum, auk ritun skýrslna og greinargerða um margt merkilegt.  Margs er hvorki getið í opinberum örnefnalýsingum né í einstökum fornleifaskráningum. Upplýsingunum hefur þó verið miðlað hlutlaust og endurgjaldslaust til annarra áhugasamra um sama efni.

Innihaldið af gömlu vefsíðunni hefur nú verið yfirfært og aðlagað að þeirri nýju. Það var Árni Torfason, sem hannaði upphaflegu gerðina. Það gerði hann eftir hugmyndum og tillögum forkólfs gönguhópsins með dyggum stuðningi Júlíusar Sigurjónssonar, fyrrum ljósmyndara MBL. Styrkur frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans að hluta varð til að gera hugmyndirnar að veruleika. Nethönnun hannaði endurbættan vef árið 2007, eins og getið er hér að framan. Sá var keyrður á „Webman“-forritinu, sem hefur reynst vel, en telst nú af sérfræðingum vera orðið úrelt.
Ákveðið hafði verið að hætta rekstri síðunnar þegar komið var að nauðsynlegri endurnýjun vegna augsýnilegs kostnaðar, en öll vinna við gerð hennar og viðhald efnisins hefur hingað til verið unnin í sjálfboðavinnu, þegar henni barst innleggsframlag frá Náttúruverndasjóði Pálma Jónssonar. Það varð til þess að samþykkt var að halda vinnunni áfram á sama grunni og byggt hafði verið á frá upphafi. Núverandi vefur (árið 2019) var settur upp af Premis og er keyrður á „Word Press“-forritinu. Helsta áskorunin var að yfirfæra þegar innkomið efnið, bæði texta og ljósmyndir. Notendur munu án efa sjá einhvern mun og gætu þurft að sýna svolitla þolinmæði. Aðlögun efnis frá fyrstu vefsíðunni yfir aðra tók u.þ.b. tvö ár. Ekki er því ólíklegt að einhvern tíma taki að fullvinna aðlögun þessarar þriðju vefsíðu svo viðunandi megi teljast. WP ku bjóða bæði upp á innsetningu exel-skjala og hreyfimynda, auk ýmiss annars, sem nýjar uppfærslur kunna að hafa í för með sér í framtíðinni…

Hér er gengið um svæðið milli Auðna og Goðhóls. Vatnssleysustrandarsvæðið er í heild bæði merkilegt og af þeim sökum verðmætt af mörgum ástæðum.
Ströndin, þar sem byggð hefur Goðhóllverið samfelld um aldir, myndar heilstæðar búsetuminjar er lýsa lífi og afkomu fólks nánast frá upphafi landnáms hér á landi til okkar daga. Minjarnar bera augljóslega með sér hvernig byggðin hefur þróast, á hverju fólkið hefur byggt lífsafkomu sína, við hvaða aðstæður og til hverra ráða það hefur gripið til þess að geta skilað okkur, sem nú lifum, með mikilli fyrirhöfn inn í nútímaveröldina. Við þekkjum hana nokkuð vel, en þekkjum við jafn vel veröld forfeðranna og -mæðranna, sem þó skiluðu okkur þangað (hingað)? Minjar um fyrri tíma má enn sjá víðast hvar með Ströndinni, hvort sem er skammt ofan við sjávarsíðuna, þar sem fólkið bjó að jafnaði, eða upp til heiða, þar sem upplandið var nýtt til beitar, selsbúskapar, eldiviðartöku og veiða. Minjar um allt þetta má enn sjá þar efra – ef vel er að gáð.
Sjá meira undir Lýsingar.

 

Gengið var spölkorn eftir Selvogsgötunni áleiðis upp í Kerlingarskarð.
Áður en síga tók í var vent til hægri, niður slóða til vesturs undir Lönguhlíðum. Komið var m.a. við hjá Stórkonusteinum, gengið um Stórahvamm, framhjá Leirhöfðaatnsstæðinu, upp á Móskarðshnúka norðan Háuhnúka, niður Markrakagil og síðan til norðurs með Undirhlíðum, um Stóra-Skógarhvamm og að Gígbrekkum við Bláfjallaveg. Móskarðshnúkarnir eru heimur út af fyrir sig. Hæstur er syðsti hnúkurinn. Þegar horft er á hann úr vestri má sjá andlit horfa efst úr honum til norðurs. Norðan hans er hnúkaþyrping. Norðvestast í henni er falleg lítill móbergsskál, sem vindar og vatn hafa leikið sér að móta svo um munar. Skálin er bæði skjólsæl og einstaklega falleg. Skessukatlar eru við hana vestanverða. Á Undirhlíðum, skammt norðan við Móskarðshnúka, virðist vera gerð tilraun til melræktunar með neti, sem lagt hefurverið á jörðina, þ.e. að láta netið mynda skjól fyrir lággróðurinn.

Sjá meira undir Lýsingar

 

Katlahraun

Einhver sérstæðasti staður suðurstrandar Reykjanesskagans er án efa ögmundarhraun.
Það liggur milli Grindavíkur og Krýsuvíkur — á láglendinu milli fjalls og fjöru — og þekur um sextán ferkílómetra í það heila. Í hrauninu er að finná marga sérkennilega staði. Einn þeirra er þar sem heitir í Katlahrauni. Hann er nánast inni í miðju ögmundarhrauni og er harla vandfundinn enda hafa fáir Íslendingar séð hann. Staðurinn er eiginleg sigdæld og markast af háum hraunveggjum allt í kring.
Þegar gengið er fram á brún sigdældarínnar er sem yfir víðfeðman íþróttaleikvang að líta, slík er lögun hennar. Niðri í þessari hraunborg er yfir illfært og gróft helluhraun aö fara, sem er víða sprungið, og því hættulegt yfirferðar en fjölbreytnin í landslaginu þarna er töfrandi og svo til endalaus. Háa hraunstapa er að finna niðri í dældinni svo og ýmsar aðrar sérstæðar hraunmyndanir, svo sem þar sem helluhraunið hefur brotnað í hluta og staflast upp í þyrpingar og myndað allskyns hella og skúmaskot.“

Sjá meira undir Frásagnir.

„Nfnið Kirkjulágar bendir á, að hér hafi kirkjustaðurinn Krýsuvík verið.
Getur vel verið, að sú tóftin í syðri láginni, sem fyrst var talin, sé einmitt kirkjutóftin. Hefir heimabærinn þá víst verið þar líka. Rústin uppi í hrauninu er þó ekki eftir smákot. Hygg ég að heimabæir hafi verið tveir, Efribær og Fremribær, og kirkjan hafi verið hjá Fremri-bænum. Eftir afstöðu að dæma, hafa girðingarnar, sem fyr getur, eigi veríð tún þessara bæja, heldur annarra afbýla, sem þá eru hrauni hulin. Og hver veit, hve mörg býli kynnu að vera horfin þar.
Í Óbrennishólma sjást engar rústir, utan aflangur hringur, vel 5 faðmar í þvermál á hól einum, og er það án efa fjárborg. Og þar litlu vestar liggur langur og breiður garður þvert upp eftir.“

Sjá meira undir Frásagnir.

 

„Mikið er af gömlum búðartóttum í Selatöngum.
Það eru vistarverur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranalegar og þröngar vistarverur, veggirnir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa. Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt því: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv.“

Sjá meira undir Frásagnir.

 

„Lítill vafi er á því að búið á Skálanum hefur vaxið í höndum þessara dugnaðarhjóna, þar sem hvað eina, er jörðin hafði að bjóða, mun
hafa verið sótt af elju og harðfylgi.
Hvert haust gekk Brandur til rjúpnaveiða. Fyrir þann afla gat hann dregið í búið allverulega til jólanna. Haustið 1911 hafði hann orðið með betra móti fengsæll, svo að í byrjun jólaföstu hugðist hann fara með rjúpu til sölu til Hafnarfjarðar. Dag nokkurn snemma bjó hann sig til ferðar, lagði reiðing á hest, móskjóttan, er hann átti, stólpagrip, en hnakk á annan, rauðstjörnóttan. Brandi voru vel kunnar leiðir um vestanverðan Reykjanesskaga.“
Sjá meira undir Frásagnir.

 

„Á Rosmhvalanesi rekur fleira á fjörur en karlana á „Kristjáni“. „Gamall togari þýzkur, Atland, liggur þar hátt uppi í fjöru, litlu utan við Sandvík.

Sandvik - stora

Hann mun hafa skilað sínu fólki í land eftir tiltölulega auðvelt strand. Mótorbáturinn „Þorbjörn“ fórst þarna við klettana 1964, og með honum voru 5 vaskir drengir — tveir þeirra komust á land en hina hirti hafið. Þarna fyrir framan, úti á rúmsjó, hafa margir bátar og skip horfið í öldurnar og nokkur sannindameki um það rekið á fjörur, bæði í nútið og fortíð.“

Sjá meira undir Frásagnir.

 

 

„Svo heldur gangan áfram um hlykkjóttan veginn, þar sem eldur býr undir og víða andar úr sprungum, því Reykjanesið á meðal annars sögu sína skráða í hverju hraunlaginu yfir öðru.
Sum Árnastígurþeirra eru eldri en landnám Moldagnúpssona, en önnur yngri, því eldar og úthaf hafa verið förunautar þessa eldsorfna skaga. Næst er komið að Háleyjum, þar sem brimaldan hefur hlaðið mikinn vegg úr fægðum steinum, fallegan til að sjá en erfitt að klöngrast yfir, þar morar allt af myndum og dýrð. Þessi steinagarður umlykur nokkurn grasblett, þar sem loðnan lá langt inni á landi eftir álandsveður áður en farið var að veiða hana svo óskaplega eins og nú er gert.

Þau eru mörg skipin, sem hafa skilið eftir kjöl sinn við þessa úfnu strönd, þar sem brimið þylur dauðra manna nöfn. Ég ætla mér enga skýrslugerð um skipaskaða við þessa strönd. Það er til annála fært og margir aðrir lífs og liðnir mér færari þar um. Ég er aðeins að ramba um Reykjanesið, sjálfum mér til ánægju, um leið og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama.“

Sjá meira undir Frásagnir.

„Enginn mun heldur vita hve margt fólk hefur verið tekið af lífi og dysjað í Kópavogi og á Arnarneshálsi.
Dys - ArnarnesiSumar dysjarnar munu vera horfnar. En allar hafa þær verið meðfram veginum, sem þá var, svo að vegfarendur gæti kastað að þeim grjóti. Dómendur þeirrar tíðar ljetu sjer ekki nægja að dæma sakborninga til lífláts, heldur náði dómurinn út yfir gröf og dauða. Siðurinn sá, að urða sakamenn við alfaraveg, átti bæði að vera viðvörun til annara, og eins til þess að komandi kynslóðir gæti skeytt skapi sínu á hinum framliðnu með því að kasta að þeim grjóti.

Sjá meira undir Frásagnir.