Reykjavík

Á Miðbakka í Reykjavík er sýning á 18 skiltum undir yfirskriftinni „Reykjavík þá og nú„. Sýningin er á vegum Faxaflóahafna.

Reykjavík þá og nú

Reykjavík þá og nú; skilti.

„Á 19. öld var Reykjavík lítið þorp með lágreistum timburhúsum, sem með tímanum hafa vikið fyrir stærri og endingarbetri byggingum. Á þessari sýningu er fylgst með þessari þróun og sýnt hvernig nokkir valdir staðir í borginni hafa breyst í tímans rás. Farið er allt að 190 ár aftur í tímann og skoðað hvernig byggðin leit út áður fyrr og breytinguna sem hefur átt sér stað alveg til dagsins í dag.
Efri myndin er tekin úr Örfirisey um 1890, á myndinni sést mið- og austurhluti Reykjavíkur. Neðri myndin er tekin á sama stað 135 árum síðar.“

Hér má sjá önnur skilti á sýningunni:

Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning Reykjavík þá og nú - sýning

Fjörukot

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Lukkugefinn„; tveggja manna fari á Suðurnesjum:

Lukkugefinn

Lukkugefinn; skilti.

„Lukkugefinn er talinn hafa verið smíðaður 1880-1890. Lengd, breidd og dýpt bátsins er 6.7 x 1.45 x 0.58 m. Hann er úr ljósum við, súðbyrtur. Hann er með mastur og var róið og siglt til 1954 en þá sett í hann vél. Báturinn er mjór og grunnskreiður og hefur því verið léttur undir árum. Breidd hans bendir til að hann sé tveggja mann far en lengdin er hins vegar svipuð feræringum.
Heimildir greina ekki frá notkun bátsins fyrstu áratugina en vafalaust hefur honum verið róið til fiskjar enda góð fiskimið skammt undan landi.

Fjörukot

Fjörukot – Lukkugefinn.

Fyrsti nafngreindi eigandinn er Einar frá Þingholti í Gerðahreppi, nú Suðurnesjabæ. 1918 keypti Jón Jónsson síðan bátinn. Hann var frá Bárugerði, sem var ein af hjáleigu Bæjarskers í nágrenni Sandgerðis. Það ár fékk báturinn núverandi nafn. Þriðju nafngreidi eigandinn, Gunnar Jónsson, Reynistað í Sandgerði, var sonur Jóns Jónssonar. Þeir feðgar fóru í róðra á bátnum frá Bæjarskersvör.
Lukkugefinn er með elstu Suðurnesjabátum sem varðvesit hafa.“

Lukkugefinn er nú við Fjörukot vestan Sandgerðis þar sem hjónin Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson ráða ríkjum.
Fjörukot

Kálfatjörn

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Kálfatjarnarbátnum„; grásleppubát á Vatnsleysuströnd:

Kálfatjarnarbáturinn

Kálfatjarnarbáturinn – skilti.

„Báturinn er opinn vélbátur, smíðaður 1942. Smiður var Ingimundur Guðmundsson í Litlabæ, Vatnsleysuströnd, þ.e. nágranni Kálfatjarnarfólksins: Hann smíðaði marga báta bæði með og án vélar. Stærð: 1.5 tonn. Lengd, breidd og dýpt í m: 6.9 x 1.86 x 0.57.
Báturinn er úr eik og furu, súðbyrtur, með Engeyjarlagi. Vélin frá sex hestafla bensínvél af Göta-gerð. Hún hefur verið í bátnum frá upphafi. Stýri vantar, sennilega týnt.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – upplýsingaskilti ofan Kálfatjarnarvarar.

Víða í landi Kálfatjarnar eru garðar, vörður, sjóbúðir og aðrar minjar um sjávarútveg á árabátatímanum. Kálfatjarnarvör er í fjörunni vestan til á jörðinni. Út af vörinni er Lónið innan stærsta skersins, Markakletts. Báturinn var líklega smíðaður fyrir bóndann á Kálfatjörn, Erlend Magnússon (1892-1975). Árið 1920 flutti hann að Kálfatjörn ásamt fjölskyldu sinni. hann rak eigin útgerð um tíma en aflagði jana um 1946.
Kálfatjarnarbáturinn var notaður til grásleppuveiða. Hann var síðasti báturinn sem tekinn var upp í vörina á Kálfatjörn, 7. ágúst 1974. Eftir það var hann notaður á Þingvallavatni.“

Báturinn er nú geymdur í skemmu við Halakot á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjarnarbátur

Kálfatjarnarbáturinn t.v. og Halakotsbáturinn t.h. í sjóhúsinu ofan Halakotsvarar.

Lækjarbotnar

Þegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður til bæjarins. Sjá má leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið. Á skilti þarna stendur eftirfarandi:
Leifar vatnsstokksins frá Kaldá„Fram til 1904 var engin vatnsveita í Hafnarfirði en það ár stofnuðu nokkrir Hafnfirðingar „Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar“. Félagið stóð meðal annars fyrir því að grafnir voru brunnar á Jófríðarstaðarholtinu og þaðan lagðar vatnspípur vestur eftir bænum. Nokkur hús voru þá tengd veitunni en auk þess voru settir upp vatnspóstar bíða um bæinn, þangað sem bæjarbúar sóttu sitt neysluvatn. Þessi vatnsveita varð þó snemma ófullnægjandi auk þess sem hún náði aldrei til alls þorpsins og því þurfti að grípa til frekari aðgerðar.
Eftir að ljóst var að Vatnsveitan annaði ekki sívaxandi bæ ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1909 að kaupa eignir hennar og leggja nýja vatnsveitu héðan ofan úr Lækjarbotnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir athugun Erlends Zakaríassonar og Th. Krabbe landfræðings en það þótti mjög hentugur kostur að leiða vatnið frá Lækjarbotnum vegna hæðarmismunar sem er héðan og niður að bænum. Byggð var vatnsþró í Lækjarbotnum og lögð þriggja tommu aðfærsluæð til bæjarins. Vatnsveita þessi dugði vel í nokkur ár en þó þurfti að víkka leiðslurnar til að auka flutningsgetuna oftar en einu sinni.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stíflan.

Árið 1916 var svo komið að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki nægilega vatnsmikil fyrir bæinn. Árið eftir var brugðið á það ráð, samkvæmt tillögu Jóhannesar Reykdals og Jóns Ísleifssonar verkfræðings, að veita vatni úr Kaldá yfir á aðrennslusvæði Lækjarbotna. Var þá byggður 1.600 metra langur stokkur þar sem vatni var veitt úr Kaldá og sleppt niður í hraunið við suðurenda Sléttuhlíðar, um þremur kílómetrum sunnan lindarinnar. Vonuðust menn til að vatnsheld jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna og varð það úr.
Þessi lausn dugði um tíma en þó kom að því að betur þurfti að gera og hófust framkvæmdir á vatnsveitu frá Kaldárbotnum 1949 en vatnsmagnið þar er talið nægja bænum um ófyrirsjáanlega framtíð. Lauk því verki í júní 1951.“

Vatnspípan í Lækjarbotnum

Í Sögu Vatnsveitu Hafnarfjarðar segir m.a. um þessar framkvæmdir: „Fyrr á tímum þegar engin vatnsveita var í Hafnarfirði sótti fólk vatn í Hamarkotslæk. Þessu fylgdi mikil óhollusta vegna óþrifnaðar og sýkingarhættu.
Eftir að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1904 var grafinn brunnur vestan í Jófríðarstaðaholtinu, þar sem svonefnt Kaldadý var. Frá honum voru lagðar pípur um bæinn. Þessi vatnsveita var ein af fyrstu vatnsveitum á landinu. Árið 1908 geisaði taugaveiki upp í Hafnarfirði og töldu menn að rekja mætti orsök hennar til vatnsveitunnar. Þá var hún orðin ófullnægjandi og ákveðið var að leggja vatnsveitu frá Lækjarbotnum þar sem hluti af vatni því sem myndar Hamarkotslæk er. Þar koma lindir framundan hrauninu. Stuttu eftir það komust menn að því að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki næg. Þá fóru menn að huga að því að leggja vatnsæð frá Kaldá til bæjarins. Svo var ákveðið að veita vatni úr Kaldá yfir á aðalrennslissvæði Lækjarbotna til að tryggja vatnsveitunni og rafstöð bæjarins nægilegt vatn.

Kaldársel

Kaldársel – undirstaðan undir vatnsleiðsluna.

Vatnið úr Kaldá var leitt mestan hluta leiðarinnar í opinni trérennu. Trérennan var lögð yfir Hjallamisgengið og hraunið en vatninu var síðan sleppt við suðurenda Setbergshlíðar þar sem hraunið byrjar að falla að Lækjarbotnum í þeirri von um að jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna sem það og gerði eftir nokkra daga. Þegar þetta var ekki fullnægjandi var lögð breiðari pípa. Við þá aukningu höfðu flestar götur bæjarins nægilegt vatn. Það dugði samt ekki lengi því að eftir nokkur ár fór svo aftur að bera á vatnsskorti. Ástæðan fyrir því var m.a. sú að rennan úr Kaldá gekk smá saman úr sér og úreltist og þá minnkaði stöðugt vatnsmagnið sem hún gat flutt. Einnig var þetta vegna þess að þrýstingurinn í vatnsleiðslunum í bænum var ófullnægjandi og náði vatnið þá ekki upp í þau hús sem hæst stóðu.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – stíflan.

Þá  var ákveðið að leggja vatnsæð úr Kaldárbotnum. Nokkrar endurbætur voru svo gerðar á henni þegar húsum í bænum fór að fjölga. Þegar grunnvatnsyfirborðið fór að lækka ört vegna minnkunar á úrkomu, voru nokkrar holur boraðar við Kaldárbotna og þær tengdar við vantsveituna. Orsakir hinnar miklu vatnsnotkunar í Hafnarfirði voru taldar vera vegna mikils fjölda fiskvinnslustöðva, göllum í gatnakerfi bæjarins, óhóflegrar vatnsnotkunar og vegna skemmda og bilana á heimilislögnum. Árið 1967 rættist svo úr þessu. Vatnsmagnið í vatnsbólinu í Kaldárbotnum jókst vegna aukinnar úrkomu og ýmsar endurbætur voru gerðar á vatnsveitunni. Undanfarin ár hefur verið nægilegt neysluvatn að fá í Hafnarfirði og talið að endurbætur á bæjarveitukerfinu hafi átt mestan þátt í því.“
Vatnspípan í Lækjarbotnum

Hernám

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson fjallaði um „Erlend nöfn á Innnesjum – Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu„, auk þess sem ýmsir hafa tekið saman og fjallað um um hernámið hér á landi. Hér verður augunum aðallega beint að höfuðborgarsvæðinu og nágrenni.

Hernámið

Hernám

Forsíða Morgunblaðsins 11. maí 1940.

Aðfaranótt föstudagsins 10. maí árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Fyrirboði hernámsins var flugvél sem flaug frekar lágt yfir borgina og vakti nokkra borgarbúa. Sumir óttuðust það versta og héldu að Þjóðverja væru að gera innrás. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík og stuttu síðar var bærinn fullur af hermönnum. Engin mótspyrna var veitt og ekki var hleypt af skoti.

Reykjavík

Hermaður á verði í Aðalstræti skömmu eftir hernámið.

Ísland var hernumið af því að það var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Bretar lofuðu að skipta sér ekki af stjórn landsins en stóðu ekki við loforðið því fyrsta verk þeirra var að handtaka Þjóðverja sem voru á Íslandi og senda þá í fangabúðir í Bretlandi. Bretar lögðu undir sig nokkrar byggingar í Reykjavik, meðal annars Hótel Borg sem þeir gerðu að aðalstöðvum sínum. Þann 28.maí ákvað Franklin D. Roosevelt , forseti Bandaríkjanna, að Bandaríkin skyldu taka við hervörslu Íslands. Þann 7. júlí 1941 hófu Bandaríkjamenn að landa herliði og fluttu hingað samtals 45.000 hermenn. Bretar fóru samt ekki allir fyrr enn eftir stríðslok. Talið er að um 25 þúsund breskir hermenn hafi verið á landinu þegar mest var árið 1941 og höfðu þeir flestir búsetu í Reykjavík og nágrenni. Með komu hersins breyttist bæjarlífið til muna og stóðu bretar líka í mörgum framkvæmdum, meðal annars lögðu þeir flugvöll í Vatnsmýrinni, lögðu vegi og reistu braggahverfi alveg upp frá grunni. Fjölmargir Íslendingar fengu vinnu við þetta sem var ekki slæmt þar sem atvinnuleysi hafði ríkt um tíma í landinu. Við komu svona margra “nýrra íbúa” hafði lögreglan í borginni nóg að gera, skemmtanalífið jókst til muna og kom þá til árekstra milli hermanna og landsmanna.

Frá upphafi hernámsins var starfsemi Ríkisútvarpsins undir miklu eftirliti, allar fréttir og auglýsingar voru ritskoðaðar svo það væri ekkert sem Þjóðverjar gætu notað sér til hagnaðs. Íslendingar gátu einnig hlustað á útsendingar erlendra útvarpsstöðva, BBC hóf útsendingar á íslensku 1. desember 1940 en einnig Þjóðverjar, þeir hófu útsendingu á íslensku á stuttbylgju þann 17. júní 1941 og sendi út daglega í 15 mínútur senn. Með þessari útsendingu vildu Þjóðverjar upplýsa íslensku þjóðina um stefnu sína og hugmyndafræði.

Hernám

Forsíða Þjóðviljans 11. maí 1940.

Vegna skamms fyrirvara fyrir hernám landsins var stuttur undirbúningur fyrir hermennina til að koma upp bækistöðvum. Það var því margt sem ekki var eins og átti að vera. Stutti undirbúningurinn gerði það að verkum að margir hermannanna sem komu voru í lítilli þjálfun, margir mjög ungir og voru að prófa vopnin í fyrsta skipti á skotæfingum. Margir urðu sjóveikir á leið til landsins og því lán að það var lítil mótspyrna gagnvart þeim því ekki er vitað hvernig hefði farið með alla þessa óreyndu menn. Það voru um 2000 hermenn sem tóku þátt í hernámi Íslands en seinna meir áttu þeir að vera orðnir rúmlega 25.000 og því mikið sem þurfti að gera til að undirbúa komu þeirra, því ekki voru Íslendingar færir um að veita þeim öllum húsnæði. Innflutningur á bröggum var hafinn strax um sumarið og um 6000 braggar fluttir hingað frá Bretlandi. Bæði Íslendingar og Bretar tóku þátt í að byggja braggana og í október voru flestir hermenn komnir með húsaskjól. Fljótlega eftir það var svo hafið að byggja flugvöll í Vatnsmýri og var þetta hluti af bretavinnunni, þeir sem fengu vinnu fengu greitt með ávísunum og fóru svo og leystu þær út hjá herstöðinni.

Hernám

Skipton Camp.

Lifnaðarháttur Íslendinga var fljótur að breytast við komu Bretanna. Fullorðnum einstaklingum var borin skylda að hafa á sér persónuskilríki sem þeim bar að sýna hermönnum þegar þeim sýndist en fyrst var þetta aðeins í Reykjavík þótt það breiddist hratt út, þó aðallega í bæjum í kring.

Hernámið

Hernámið.

Bretum var skipað að koma vel fram við Íslendinga, enda vildu þeir fá okkur á sitt band og því vinguðust margir landsmenn við hermennina, enda framandi og spennandi. Þeir vildu koma sér vel fyrir hjá Íslendingum og sem dæmi þá borguðu þeir allar skemmdir að fullu sem þeir ollu. Það ríkti þó ekki alltaf sætti á milli, Íslendingar voru ennþá á fullu með sjálfstæðisbaráttuna og þjóðernisstefnan var þeim meðfædd. Margir karlmenn urðu afbrýðissamir út í hermennina sem tóku frá þeim stúlkurnar (Ástandið) en þá aftur á móti sást það fljótt að Íslendingar voru fegnari að Bretar hernámu Ísland fremur en Þjóðverjar.

Bretavinnan kom í kjölfarið og varð til þess að kreppan hér á landi tók á enda og það atvinnuleysi sem hafði verið í landinu tók enda. Með þörf fyrir flugvöll fengu þeir marga Íslendinga til að taka þátt við byggingu hans, þeir þurftu mikið vinnuafl til að grafa skurði, reisa byggingar, girða af, leggja vegi og flugbrautir og var þetta allt vel borgað, betur borgað en áður hafði þekkst á Íslandi og var þetta því mjög eftirsóknarverð vinna. Einnig fengu sjómenn vinnu við að sigla með fisk til Bretlands. Árin 1941-1942 var enginn skráður atvinnulaus á Íslandi og voru flest öll iðnaðarfyrirtæki á svæðinu að drukkna í verkefnum. Iðnaðamenn í braggabyggingar, bílstjórar og túlkar voru mjög vinsælir í vinnu. Þeir þurftu eftirlitsmenn með flugvélaferðum og var Landsíminn opinn allan sólahringinn vegna stanslausrar tilkynningar. Læknar og hjúkrunarfólk bjó sig undir að taka á móti særðum og skátar stofnuðu sveit til að annast hjálp. Bretar sóttu mikið í að fá íslenskar húsmæður til að þvo föt og annað og varð því bretaþvotturinn vinsælt starf en var einnig mjög gagnrýndur fyrir of náin kynni hermanna við fjölskyldur. Vegna bretavinnunar má þakka fyrir þéttbýlismyndun í Reykjavík þar sem fólk flyktist þangað til að fá vinnu.

Hernám
Á Íslandi fyrir stríð var mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Ísland var mikið landbúnaðarland og flestir landsmenn bjuggu í sveitum. 10. maí 1940 hernámu Bretar Ísland og árið 1941 tóku Bandaríkjamenn við hervörslu landsins. Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi. Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið orðið eitt af ríkustu löndunum. Árið 2006 fór bandaríska herliðið aftur til Ameríku, en þó að Bandaríkjamenn séu farnir vernda þeir okkur enn.

Ísland fyrir stríð

Hernám

Skjáskot úr sjónvarpsþættinum Stríðsárin á Íslandi, sem sýndur var á RÚV 1990, í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá upphafi hernáms á Íslandi.

Á Íslandi fyrir stríð var mikið um atvinnuleysi, fólk átti erfitt með að fá vinnu og það voru líka fá störf í boði. Í Reykjavík fóru verkamenn niður í höfn og vonuðust eftir að fá vinnu þar, oft ráðið í vinnu einn dag í einu. Ekki fengu allir vinnu og þeir sem fengu ekki vinnu þurftu að fara aftur heim og bíða eftir næsta tækifæri að fá vinnu. Verkafólkið gat ekki fengið atvinnuleysisbætur en á sumum stöðum gat það fengið ókeypis að borða. Atvinnuleysi hvarf ekki á Íslandi fyrir eftir Bretar hernámu landið og herinn fór að ráða fólk í vinnu. Verkamennirnir fengu vinnu við að reisa bragga, leggja vegi og flugvelli.
Ísland var mikil landbúnaðarþjóð og flestir landsmenn bjuggu í sveitum og voru annað hvort bændafólk eða vinnufólk. Vegirnir voru mjög lélegir þannig það var erfitt að ferðast milli staða.
Ísland var frumstæð og fáttæk þjóð, og iðnvæðing var varla byrjuð. Bifreiðar voru ekki notaðar til að keyra langt.

„Blessað stríðið“

Hernám

Braggasmíði.

Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi frá því heimskreppan skall á. Árið 1940 hvarf atvinnuleysi á Íslandi og í staðinn varð skortur á vinnuafli. Herinn þurfti mikinn vinnukraft til að reisa bragga, leggja vegi flugvelli og fleira. Með öllum þessum framkvæmdum varð eftirspurn eftir vinnuafli. Árið 1940 voru um 1.700 Íslendingar í vinnu hjá hernum og fór þeim fjölgandi. Þegar mest var voru þeir um 4.000. Auk atvinnu hjá hernum sköpuðust störf við ýmiss konar þjónustu eins og við veitingarekstur, tauþvotta, saumaskap, verslun og matvælaframleiðslu. Helsta útflutningssvara Íslendinga var fiskur sem margfaldaðist í verði. Stríðsárin voru blómatími í efnahag þjóðarinnar.

Samskipti milli landsmanna og hermanna

Hernám

Samskipti hernámsliðsins við Íslendinga voru óneitanlega mikil.

Oftast voru samskipti milli landsmanna og hersins friðsamleg, en einstöku sinnum kom fyrir að hermenn gripu til byssunnar ef þeim þóttu landsmenn sýna óhlýðni. Bæjarlífið í Reykjavík og nágrenni tók miklum breytingum á stríðsárunum. Herbúðir settu svip sinn á umhverfið og hermenn voru áberandi. Veitingasala, verslun og ýmis þjónusta blómstraði. Dægurmenning, skemmtanalíf og almenn neysla breyttist verulega með nýjum menningarstraumum og auknum innflutningi. Reykjavík óx og dafnaði og í lok stríðsins breyttust herskálahverfin í íbúðarhverfi. Herliðum Breta og Bandaríkjamanna fylgdu mikil umsvif og um leið röskun á íslensku þjóðlífi. Tölur um fjölda hermanna segja sína sögu. Þegar mest var, vorið 1942, voru 55 þúsund hermenn í landinu. Íslendingar voru þá um 120 þúsund sem þýðir að hlutfall hermanna og landsmanna fór nærri því að vera einn á móti tveimur. Þar sem hermennirnir voru karlar leiddi þetta til óvenjulegs kynjahlutfalls í landinu og á sumum stöðum voru fullorðnir íslenskir karlmenn mun færri en hermennirnir. Mestar áhyggjur höfðu Íslendingar af samböndum hermanna og íslenskra stúlkna.

„Ástandið“

Hernám

Náin samskipti.

Í landinu voru skyndilega staddir tugir þúsunda af ungum karlmönnum sem sýndu hinu kyninu áhuga. Oft var sagt að þeir væru kurteisari við kvenfólk en íslenskir karlmenn. Sambönd hermanna og íslenskra kvenna var kallað “ástandið”. Margir Íslendingar héldu því fram að konur væru að svíkja uppruna sinn og þjóðerni og urðu því oft fyrir aðkasti. Íslenskum stjórnmálamönnum fannst vera nóg komið og skipuðu í framhaldi nefnd til að skoða málin. Nefndin skilaði inn skýrslu sem gaf mjög neikvæða mynd af þessum málum en breska herstjórnin gerði athugasemdir við skýrsluna og reyndu að þagga málið niður.

Stríðslok
Þann 8. maí árið 1945 gáfust herir Þjóðverja upp og Þriðja ríkið samdi frið við Bandamenn. Stríðinu í Evrópu var þar með lokið. Íslendingar fögnuðu þessu afar mikið enda höfðu þeir mátt þola nokkrar þrengingar og fjöldi íslenskra sjómanna hafði farist.

Marshall aðstoðin

Hernám

Kort af Evrópu á árum Kalda stríðsins. Myndin sýnir hlutfallslega dreifingu heildarupphæðar Marshall-áætlunarinnar.

Marshall aðstoðin (sem var upprunalega evrópsk batastefna) var amerísk hjálparstefna sem styrkti lönd í Evrópu til að endurbæta hagkerfið eftir seinni heimstyrjöldina. Marshall Aðstoðin tók fjögur ár að komast til skila frá árinu 1948 – 1952. Markmið Bandaríkjanna var að koma stafsemi samfélagsins aftur af stað.
Ísland var það ríki sem fékk langsamlega hæstu fjárhæðir allra af Marshall-aðstoðinni á hvern íbúa, þótt Ísland hafi ekki verið stríðshrjáð land. Frá árinu 1948 – 1952 fengu Íslendingar allt að 43 milljónir dollara í aðstoð, sem gera um 297 dollara á hvert barn miðað við íbúafjölda árið 1951 hér er um var að ræða tæplega þrisvar sinnum meira framlag en næsta þjóð fékk. Í upphafi 20. aldar var Ísland fátækasta land Evrópu, efnahagslega og samfélagslega vanþróað. Þótt kreppa 4. áratugarins hafi ekki verið eins djúp, ef litið er til breytinga á landsframleiðslu, og víðast annars staðar þá var hún langdregnari og hafði í för með sér mikið atvinnuleysi á þéttbýlustu svæðum landsins. Ef litið er á ástandið fyrir og eftir stríðið má sjá miklar breytingar á atvinnuleysi, hagkerfi og fleiru. Eftir stríðið má telja að Ísland hafi orðið meðal ríkustu landa í lok stríðsins þökk sé aðstoðana. Vergar þjóðartekjur uxu um 10,2% að meðaltali hvert ár á stríðsárunum og þær rétt tæplega tvöfölduðust á meðan stríðið lamaði meginland Evrópu.

Ísland og Bandaríkin

Hernám

Aðkoman að Camp Russel á Urriðaholti.

Eftir að Ísland varð sjálfstætt fóru miklar breytingar á stað, þótt að miklar breytinga hafi þegar gerst í stríðinu, t.d. atvinnutækifæri og fyrsti flugvöllurinn var byggður. Þetta var tíminn sem Ísland fékk loks tækifæri til að taka sínar ákvarðanir sem myndu gagnast sinni þjóð og taka sín fyrstu spor í framtíðina. Ísland og Bandaríkin voru enn í hermannaðarsamvinnu sem gerði Bandaríkin skyldug til að vernda Ísland ef undir árás. Ísland fékk innblástur frá Bandaríkjunum og Ísland leit mikið upp til Bandaríkjanna. Þegar stríðið endaði fékk Ísland mikla athygli og stuðning frá Bandaríkjunum til að komast inn í NATO (North Atlantic Treaty Organization). Bandaríkin gerðu ráðstafanir um að Bandaríkin myndi vernda Ísland fyrir hönd NATO. Þetta var vegna þess að Ísland hafði engan her. Bandaríkin fengu byggingar rétt fyrir bandarískt herlið á landinu frá NATO. Sú réttindi eru enn til staðar í dag en herinn er ekki lengur staðsettur á Íslandi.
Þegar bandaríska herliðið fór frá Íslandi árið 2006 misstu margir Íslendingar sem unnu fyrir herinn vinnuna sína, en Bandaríkin lögðu samt áherslu á að veita fjárfestingar til að halda flugvellinum í Keflavík uppi fyrir ferðaþjónustu.

Arfur seinni heimsstyrjaldar í örnefnum á höfuðborgarsvæðinu

Hernám

Camp Russel – kort.

Þegar breski herinn hertók Ísland 10. maí 1940 var íslenskt þjóðfélag bændasamfélag upp á gamla vísu. Borgaraleg menning Vestur-Evrópu hafði að vísu skotið nokkrum rótum í íslensku samfélagi en var mest áberandi í Seltjarnarneshreppi hinum forna og hinum gamla Álftaneshreppi, einkum í Reykjavík og Hafnarfirði og örfáum þéttbýlissvæðum í öðrum landshlutum eins og á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og Seyðisfirði.

Helgafell

Úr „Sacred Hill Hospital“ sem var Helgafellsspítali.

Hér verður rætt um ýmis ensk heiti sem breski og bandaríski herinn skráði á kort og notaði í skjölum í síðari heimsstyrjöld á svo kölluðu Stór-Reykjavíkursvæði sem áður fyrr var nefnt Innnes. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes voru oft nefnd einu nafni Innnes til aðgreiningar frá Suðurnesjum. Stundum voru öll nesin við innanverðan Faxaflóa nefnd Innnes, að Akranesi meðtöldu.
Umfjöllunin í greininni er að mestu takmörkuð við land Reykjavík og nágrenni.
Meðan umboðsmenn konungsvaldsins sátu á Álftanesi var nesið gjarna kallað Kóngsnes.

Hér er fjallað um hluta ensku örnefnanna og skýrð tilurð þeirra. Fyrirmyndir fyrstu nafnanna, sem Bretarnir gáfu, má oft rekja til örnefna í Englandi og Skotlandi. Bandarísku hermennirnir notuðu einnig bresku nöfnin en bættu við nafngiftum sem gjarna vísuðu til ákveðinna þekktra einstaklinga. Um mörg nafnanna hefur áður verið fjallað, ekki síst kampanöfnin, m.a. hjá Sævari Þ. Jóhannessyni (sjá Sævar Þ. Jóhannesson, án ártals, og Pál Lúðvík Einarsson 1990).
Örnefnafræði er margslungin fræðigrein sem styðst við málfræði, orðsifjafræði, landafræði og sögu svo að eitthvað sé nefnt. Greinin er hugsuð sem sögulegt og landfræðilegt framlag til örnefnafræðinnar hvað varðar Innnesjasvæðið við Faxaflóa. Á íslensku er þessi þáttur örnefnafræði nefndur staðfræði eða svæðislýsing.

Hernám á Innnesjum

Hernám

Braggahverfi á Skólavörðuholti.

Hernám

Reykjavíkurhöfn á hernámsárunum.

Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir nesið á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Sjálft Seltjarnarnesið, sem hreppurinn er kenndur við, er nesið á milli Fossvogs og Grafarvogs og því umtalsvert stærra en sveitarfélagið sem enn er kennt við það og er yst á nesinu.
Reykjavík í hinum forna Seltjarnarneshreppi fékk kaupstaðarréttindi 18. ágúst 1786. Tuttugu og fimm lögbýli innan hins forna hrepps tilheyra nú Reykjavík en þau lögbýli í honum, sem eru innan Kópavogsbæjar, mynduðu fyrst sjálfstætt sveitarfélag, Kópa vogshrepp, árið 1948. Þá varð einnig til Seltjarnarneshreppur hinn nýi.
Kópavogshreppur fékk kaupstaðarréttindi 11. maí 1955. Garðahreppur varð til er Álftaneshreppi hinum forna var skipt 1878 í Bessastaðahrepp og Garðahrepp. Frá og með 1. janúar 1976 hét Garðahreppur Garðabær. Samþykkt var í atkvæðagreiðslu 20. október 2012 að sameina Garðabæ og Álftanes (gamla Bessastaðahrepp). Hafnarfjörður til heyrði Garðahreppi þar til hann varð sérstakt lögsagnarumdæmi með kaupstaðarréttindum 1. júní 1908.
Þegar breski herinn kom í maímánuði 1940 voru jarðirnar Kópavogur, Digranes, Fífuhvammur, Vatnsendi, Gunnarshólmi, Geirland og Lækjarbotnar innan hreppamarka Seltjarnarneshrepps hins forna.

Hernaðarþýðing Innnesja

Hernám

Patterson flugvöllur.

Reykjavík og nágrenni hafði mikla hernaðarþýðingu í styrjöldinni og Inn nes því í brennipunkti hjá hernum. Hæðirnar í nágrenni Reykjavíkur og leiðirnar úr höfuðborginni voru mikilvægar. Herstöðvarnar í Seltjarnarneshreppi hinum forna teygðu anga sína allt að rótum Vífilsfells. Sandskeiðið, sem hugsanlegur lendingarstaður þýskra flugvéla, hlaut strax mikla athygli breska flughersins. Sandskeiðið er á af rétti Lækjarbotnajarðar. Bretar reistu loftvarnarbyssuvígi á Kópavogshálsi haustið 1940 og höfðu einnig smærri loftvarnarbyssur á Kársnesi. Vígin voru hluti af varnarkerfi flugvallarins í Reykjavík.

Breska hernámið

Hernám

Breskir hermenn.

Áætlun Breta um hernám Íslands var nefnd „Operation Fork“. Samkvæmt áætluninni voru hafnarsvæðin í Reykjavík og Hvalfirði tekin fyrsta daginn og tveir hugsanlegir lendingarstaðir óvinaflugvéla, Sand skeið og Kaldaðarnes. Fyrstu aðalstöðvar hersins voru í Menntaskólanum í Reykjavík en voru síðar fluttar inn að Elliðaám í Camp Alabaster en breska herliðið gekk í fyrstu undir heitinu „Alabaster Force“.
Fjölmargir bresku hermannanna komu frá Norður-Englandi og því var þeim nærtækt að nefna íslensk kennimerki eftir bæjarnöfnum og öðrum heitum í heimahéruðunum. Ensku heitin þurftu að vera kunnugleg og auðveld í framburði svo að ekki gætti neins vafa.
Tangarsóknarlíkingin er komin úr skákmáli og merkir að tveimur tafl mönnum er hótað í einu (Eggert Þór Bernharðsson 2000:9).
Breska herstjórnin í Reykjavík gaf út gróft kort í júlí 1940 með helstu kennimerkjum á höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkur báru ensk nöfn. Kortadeild breska hersins nýtti sér kort dönsku landmælinganna sem til voru í landinu (Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 og 1910).

Bandaríkjamenn taka við vörnum
HernámMeð herverndarsamningnum við Bandaríkin, sem undirritaður var sumarið 1941, var breski landherinn leystur af hólmi. Þá lauk formlegu hernámi Breta. Liðssveitir breska flughersins og flotans voru þó áfram í landinu, aðallega við varnir skipalesta á siglingaleiðum yfir Norður-Atlantshafið. Fyrstu Bandaríkjamennirnir stigu á land á Íslandi 7. júlí 1941. Þeir voru úr landgönguliði flotans („United States Marines“). Á eftir landgönguliðunum kom landherinn („US Army“). Í lok desember 1942 voru um 38.000 bandarískir hermenn á Íslandi í 300 kömpum víðs vegar um landið.
Bandaríkjamenn notuðu bresku heitin en voru duglegir við að gefa nýjum kömpum bandarísk nöfn.

Breytingar á samskiptaháttum

Hernám

Tedcaster í Englandi.

Eftir að Bandaríkjamenn tóku við hervörnum voru aðalstöðvar hersins fluttar í Camp Tadcaster. Eins og gildir um mörg heiti Bretanna, sem komu frá norðurhluta Englands, var Tadcaster-nafnið fengið úr heimabyggð þeirra, litlum markaðsbæ í Selby-héraði um 16 km suðvestan við Jórvík (York). Camp Tadcaster var rétt sunnan við Miklubraut þar sem nú er Borgargerði og Rauðagerði, skammt norðan við Charing Cross þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast. Charing Cross var eitt af mörgum Lundúnaheitum Bretanna. Bandaríkjamenn breyttu Tadcaster-nafninu í Camp Pershing.

Hernámsárin

Camp Persing 1942.

Síðar var nafninu breytt í Camp Curtis til heiðurs breska yfirhershöfðingjanum Harry O. Curtis þegar hann var að fara af landi brott.
Öryggisþjónusta breska hersins („Field Security Service“), sem bar ábyrgð á því að hindra að óvinum bærist njósn af viðbúnaði og umsvifum hersins, átti í erfiðleikum í samskiptunum við Íslendinga enda enskukunnátta ekki almenn meðal Íslendinga á þessum tíma. Foringjar Bretanna leituðu oft til miður vandaðra Íslendinga sem gáfu þeim uppdiktaðar upplýsingar gegn greiðslu í pundum. Síðan gengu þessir Íslendingar um og skopuðust að einfeldni bresku foringjanna (Þór Whitehead 1999:245). Viðhorf yfirmanna öryggisþjónustunnar voru Íslendingum illskiljanleg sem og samskiptahættir þeir sem tíðkuð ust í formfastri stéttaskiptingu Breta.
Miklar breytingar urðu á samskiptaháttum setuliðsins og Íslendinga þegar bandaríski herinn kom til Íslands. Þessi breyttu viðhorf tengjast meðal annars tungunum ensku og íslensku.
Með bandaríska hernum komu Vestur-Íslendingar og margir þeirra voru vel talandi á íslensku. Þekktastur þeirra er Ragnar Stefáns son (1909–1988), síðar ofursti, sem var foringi í bandaríska gagnnjósna liðinu („Counter Intelligence Center Analysis Group“) á Íslandi á stríðsárunum. Ragnar Sefánsson stjórnaði starfseminni á Norður- og Austurlandi og hafði bækistöð á Akureyri. Að stríðinu loknu var hann ráðgjafi bandaríska hersins í samskiptum við Íslendinga með stuttum hléum til ársins 1958 (Þór Whitehead 1999:244–245).

Hertækni Bandaríkjamanna og kortagerð

Hernám

Nýjasta hernaðartækni fylgdi Bandaríkjamönnum. Má þar nefna ratsjárstöðvarnar og aðrar fjarskiptastöðvar sem settar voru í nágrenni við Reykjavíkurflugvöll. Ellefu ratsjárstöðvar mynduðu ratsjárkerfi banda manna á Íslandi. Aðalstöðin var í Camp Tinker í Almannada austan Rauðavatns (Þór Whitehead 2002:184). Búðirnar hétu eftir Clarence L. Tinker, hershöfðingja í bandaríska flughernum. Tinker fórst í árásarleiðangri á bækistöð Japana á Wake-eyju á Kyrrahafi árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:33).
Kortadeild breska hersins dró upp frumdrætti leiðakerfis hersins umhverfis höfuðborgina á árunum 1940–1941 og fyrstu ensku heitin bera því breskt svipmót.
Kortadeild bandaríska hersins teiknaði nákvæm kort á árunum 1941–1943 og eru þau besta heimildin um skipulag svæðisins í nágrenni Reykjavíkur og þau ensku heiti sem notuð voru á styrjaldarárunum. Eitt besta kortið með örnefnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu er frá 1943 í mælikvarðanum 1:25.000. Yfirmaður verkfræðideildar bandaríska landhersins sá um gerð kortsins með aðstoð kortaþjónustu landhersins í Washington (frumkort GSGS 4186, 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861).

Örnefni á hernaðarlega mikilvægum svæðum – strandsvæðið

Hernám

Í skotgröf.

Strandsvæðið frá Viðeyjarsundi, Gufunes Bay, að Gróttutanga, Grotta Point, og Seltjörn, Grotta Bay, er nákvæmlega teiknað á kortum hersins. Leiðin frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita er nefnd Grotta Road og Eiðsvík Selsker Bay. Herfræðilega var ströndin mikilvæg, allt frá Vatnagörðum, Balbos Beach, Laugarnesi, Laugarnes Point, að Höfða við Rauðarárvík, Consul Point.
Hið sama má segja um suðurströnd Seltjarnarness að Nauthólsvík, South Beach. Viðey, Vidhey, Engey, Akurey og Selsker eru nákvæmlega teiknuð á kortunum sem og Gufuneshöfði, Trigger Point, og Grafarvogur. Um Grafarvog lá leiðin að árkjöftum Elliðaárvogs, Salmon Inlet, og að Ósmel Grafarvogs, Grafar Inlet. Á Gelgjutanga við Grafarvog var braggabyggð og skipalægi.

Hæðir á Seltjarnarnesi

Hernám

Feit fallbyssa á verði.

Á hæðunum umhverfis Reykjavíkurhöfn og flugvöllinn var varnarvirkjum komið fyrir og voru mörg hver niðurgrafin.
Einn fyrsti breski kampurinn var reistur á Skólavörðuholti. Orðið lá ekki vel fyrir Bretanum í framburði og kölluðu þeir holtið Skipton Hill og braggahverfið Camp Skipton. Kampurinn var nefndur eftir heimabæ her sveitarinnar „The Duke of Wellington’s Regiment“ í Norður-Yorkshire. Eitt herfylki hennar hafði aðalstöðvar á Skólavörðuholti.

Valhúsahæð

Varðskýli á Valhúsahæð.

Valhúsahæðina kölluðu Bretar Keighley Hill og kampinn Camp Keighley. Keighley er bær í Vestur-Yorkshire á Englandi þangað sem hersveitin „The West Yorkshire Regiment“ átti rætur að rekja. Liðsmenn hennar tóku sér stöðu á Seltjarnarnesi.
Laugarásinn, Pimple Hill, Grensásinn, Casement Hill, og Rauðar árholt, Tower Hill, mynduðu eins konar varnarbyrgjamúr fyrir austurhluta hafnarsvæðisins og flugvöllinn. Pimple Hill er hæð í enska hérað inu West Midlands, skammt frá Birmingham. Casement Hill hefur svipaða merkingu og íslenska örnefnið Skyggnir. Tower Hill er þekktur staður skammt fyrir utan London.
Gamla leiðin úr Reykjavík yfir Skólavörðuholt lá að Háaleiti sem var smáhæð í skarðinu milli Öskjuhlíðar, Howitzer Hill, og Minni-Öskjuhlíðar, Red House Hill. Howitzer var varnarbyssa (samkvæmt ensk um orðsifjabókum á enska orðið howitzer rætur í tékkneska orðinu houfnice sem merkir ‘að slöngva’). Rauða golfskálabyggingin, sem Golfklúbbur Íslands reisti 1937, rétt norðvestan við hús Veðurstofunnar, skýrir nafnið Red House Hill.

Að Elliðaám

Hernám

Austan við Háaleiti í skarðinu milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar skiptust leiðir. Önnur lá um Bústaðaholt, Handley Ridge, að Elliðaánum, Salmon River. Handley er smábær í Great Boughton-héraði í Cheshire á Englandi og þar er einnig örnefnið Handley Ridge.

Gamli Bústaðavegur er nefndur á kortum hersins Edward Road.

Hernám

Rauðarárholt, vitinn, Camp Tower Hill t.h. og Camp Sheerwood t.v.

Friðþór Eydal telur að örnefnið Tower hill (Rauðarárholt) vísi til turnspíru Sjómannaskólans.
Örnefnið Minni-Öskjuhlíð kemur fyrst fyrir á Reykjavíkurkorti Björns Gunnlaugssonar frá 1850. Hæðin hefur einnig verið nefnd Golfskálahæð, Litlahlíð og Litla-Öskjuhlíð og þar er nú Veðurstofan. Vegurinn lá að gatnamótum sem Bretarnir nefndu Piccadilly Circus. Þar mætir Bústaðavegur nú Grensásvegi sem Bretar nefndu Harley Street.
Bústaðavegur lá ofan við Bústaðabæinn að hinum hernaðarlega mikil vægu vegamótum vestan Elliðaárkvíslanna, Charing Cross, þar sem Bústaðavegur og Sogavegur, Tower Hill Road, mættust. Nöfnin eru tengd Lundúnum. Austan vegamótanna var hið gamla Álftnesingavað á Vestur kvíslinni, West Fork, og Ártúnsvað á Austurkvíslinni, East Fork. Um þessi vöð lá aðalleiðin frá Seltjarnarneshreppi hinum forna, allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar.

Um Kópavog og Álftanes

Hernám

Braggabyggð.

Frá gatnamótunum austan við Minni-Öskjuhlíð lá Hafnarfjarðarvegur, Hafnarfjordur Road, í suður yfir Leynimýri og síðan austan við Fossvog, Fossvogur Bay. Þá erum við komin að norðurmörkum Kópavogs jarðar. Leiðin lá að krossgötum Nýbýlavegar, Skeleton Hill Road, og Kárs nes brautar, Korsnes Road. Vestasti hluti Kársness, Kársnestá, ber heitið Whale Point á herkortunum.

Álftanes

Stríðsminjar við Jörfa.

Leiðin frá Fossvogsbotni lá í suður milli Kópavogsháls, Mossley Knoll, og Digranesháls, Whale Hill, og að gatnamótum ofan við Kópavogslæk. Knoll í Mossley er í norðvesturhluta Englands. Knoll er notað í ensku yfir ávalar smáhæðir eða hálsa. Hinn ávali Digranesháls minnir á lögun hvalbaks.
Í austur lá Hilton Road yfir brú yfir Kópavogslæk við gamla Danskavað. Nú heitir vestasti hluti Hilton Road Fífuhvammur.
Mýrarsvæðið, aðallega Fífumýri og Kringlumýri sunnan við veginn sem nú er nefndur Fífuhvammur, er kallað á herkortunum Hilton Flats. Þekktasta Hilton Flats-örnefnið í Bretlandi er í Tenby í Suður-Wales.
Af Arnarnesi, Puffin Point, blasir við Arnarnesvogur, Puffin Bay, og Eskines, Arnar Point, nyrsti hluti Gálgahrauns. Á Álftanesi, Gardar Peninsula, við Skerjafjörð, Ford Fjord, er Bessastaðatjörn, Bless Bay, Seilan, Point Eyri, Rani, Rani Point, Lambhúsatjörn, Lamb Bay og Skógtjörn, Bottle Neck Bay.
Bústaðabærinn lá neðan við Bústaðaveginn, milli Marklands og Seljalands.

Örnefni á ýmsum leiðum og herskálahverfum – Kópavogsjörðin

Hernám

Skilti við Camp Kwitcherbelliakin.

Camp Fossvogur var norðan við Miðbjarg (Votaberg), rétt austan við Hanganda og norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn. Breski flug herinn hafði þar síðast aðstöðu og nefndi Camp Cook South en Camp Cook stóð nokkru norðar við Hafnarfjarðarveginn. Ætla mætti að heitið væri tengt breska landkönnuðinum James Cook (1728–1799) sem var kapteinn í Hinum konunglega breska flota.
Flugbátalægi hersins var á innanverðum Skerjafirði. Á norðanverðu Kársnesi var viðhaldsstöð fyrir þjónustubáta og hraðbáta flughafnarinnar („RAF Marine Craft Section“) og var herstöðin með sjö bröggum nefnd Marine Slipway með vísan til dráttarbrautar sem þar var. Á íslenskum kortum frá árunum eftir stríð er Flughöfn merkt á svæðinu þar sem Marine Slipway var (Ágúst Böðvarsson 1947).
Á vestanverðu Kársnesi var lítið herskálasvæði sem nefnt var Camp Korsnes. Það var yst á Kársnesi ofan við Kársnesbraut (þar sem Kársneskjör reis síðar). Í Sæbólslandi við Fossvogsbotninn reis herskála hverfi, Camp Bournemouth, við suðurleiðina úr Reykjavík. Borgin Bournemouth er á suðurströnd Englands. Háhæðina, þar sem nú er miðbær Kópavogs og Hamraborgin, nefndu Bretar Skeleton Hill. Margir hafa talið að nafnið Skeleton Hill tengist beinagrindum frá aftökustað Kópavogsþings. Engar sannanir eru samt um beinafund hermanna þar. Á hæðinni voru trönur og fiskur þurrkaður. Það vakti forvitni hermanna og gaf búðunum nafn. Friðþór Eydal hefur sýnt fram á að búðirnar hafi verið nefndar Skeleton Hill allt frá upphafi haustið 1940 og þar til Bandaríkjamenn tóku við búðunum árið 1942 (Friðþór Eydal 2013:13–16).

Herleiðir og herskálar í landi Digraness- og Fífuhvammsjarða

Hernám

Camp Fífuhvammur.

Frá Hafnarfjarðarvegi, Hafnarfjordur Road, lá ófullkominn vegur í austur frá

að Víghóli. Þar var ratsjárstöð bandaríska flughersins, Camp Catharine. Þaðan lágu traðir að Digranesbæ á Digraneshæð, Whale Hill.
Hilton Road, sem lá á svipuðum slóðum og Fífuhvammur (vegur) er nú, sveigði suður yfir Kópavogslæk, suðvestan núverandi Digraneskirkju. Frá Hilton Road var unnt að aka að Fífuhvammsbænum. Vestan við veginn að Fífuhvammsbæ var ófullkomin braut hersins að hinum mikilvægu sprengjugeymslum og herskálum við Hnoðraholt, Gala Hill. Örnefnið Gala Hill er á mörkum Skotlands og Englands.

Hernámið

Hilton Camp í Fífuhvammslandi.

Ástarljóðið „Braes O’Gala Hill“ var oft sungið á stríðsárunum. Brautin lá um Selhrygg, Hawick Hill, Smalaholt, Camel Hill, og Rjúpnahlíð (Rjúpnadalshlíð, Rjúpnahæð), Bare Hill. Bærinn Hawick er í Skotlandi og þekktur fyrir vefnað. Við bæinn eru Hawick Hills. Fyrir mynd Camel Hill-nafnsins gæti verið þekktur búgarður í Los Gatos í Kaliforníu, Camel Hill Vineyard. Þar var og er enn mikil vínrækt og úlfaldarækt. Nafnið gæti einnig verið dregið af staðháttum, kryppu eða kryppum. Ef til vill á örnefnið Bare Hill sér eðlilegar ræt ur í gróðursnauðum hluta Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar) þar sem nyrsti hluti Hunt Delaware var. Samt sem áður má nefna að hæðir við stórborgina Baltimore eru nefndar Bare Hills. Svæðið norðan við Hnoðraholt og Selhrygg er á herkortunum merkt „Scattered Boulders“ (hnullungadreif).
Sunnan Smalaholts og Rjúpnahlíðar lá Flóttamannavegur sem svo hefur stundum verið nefndur, Back Road, að Vífilsstöðum. Hjáleið frá Flóttamannavegi, norðan við Kjóavelli, er nefnd Hunt Road.

Hernám

Skilti við Camp Cook.

Á stríðsárunum var lítið herskálahverfi og loftvarnarbyrgi á Víghóli (Víghólum) á vegum bandaríska flughersins. Búðirnar voru þar sem Digraneshæðina, Whale Hill, ber hæst. Þær voru annars vegar á milli núverandi gatna, Melaheiðar og Lyngheiðar, og austan við Bjarnhólastíg og Víghólastíg hins vegar. Herskálabyggðin var kölluð Camp Catherine. Búðirnar fengu nafnið eftir eiginkonu fyrsta yfirmanns ratsjárstöðvarinnar (Friðþór Eydal 2013:20).
Á stríðsárunum var byggður herskálakampur rétt austan við Meltungu og við Blesugróf og var hann nefndur New Mercur Dump (New Mercur Camp). Nafnið gæti hugsanlega verið tengt New Mercursvæðinu í Utah í Bandaríkjunum sem einnig er kallað Mercur District og Camp Floyd District. Í Bandaríkjunum voru svæði þar sem losa mátti eiturefni eins og kvikasilfur (e. mercury) kölluð.

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Kampurinn var á mörkum jarðanna Digraness, Bústaða og Breiðholts. Stærsti hluti búðanna var innan marka Reykjavíkur. Þar var lengst af birgðastöð fyrir skotfæri.
Vestan við New Mercur Camp og sunnan við bæinn Bústaði var önnur birgðageymsla hersins sem nefnd var Salmon River Dump (Þór Whitehead 2002:125). Kampurinn var í landi Bústaða.
Í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar(Rjúpnadalahlíðar, Rjúpnadalshlíðar, Rjúpnahæðar), Bare Hill, og nyrst á Kjóavöllum var herskálahverfi og birgðageymsla bandaríska hersins á árunum 1943 og 1944, Hunt Delaware, sem áður var getið. Delaware er eitt af ríkjum Bandaríkjanna á austurströndinni. Í Rjúpnahlíð, milli Smalaholts og Hörðuvalla, var reist fjarskiptasendistöð sumarið 1943.
Í Leirdal í landi Fífuhvamms, í lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts, var skotfærageymsla, Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump). Vegur lá frá Fífuhvammi að svæðinu og er merktur á kortum hersins frá 1943 en ekki með nafni. Á stríðsárunum flæddi vatn inn á sprengjugeymslusvæðið og var sprengjugeymslan þá færð ofar þar sem þurrara var.
Stærsti kampurinn í landi Fífuhvamms var þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð við Dalveg, Camp Hilton. Herbúðirnar voru reistar haustið 1941 sem aðalstöðvar og þjónustumiðstöð loft – og strandvarnar byssufylkis. Í Camp Hilton bjuggu hermenn sem sáu um loft varnarstöðina á Fálkhóli, Arlington Hill, í Breiðholti og loftvarnarstöðina Fox-Battery á Bústaðaholti, Handley Ridge.

Herleiðir og herbúðir í landi Vatnsenda
Hernám
Fyrstu herbúðir Breta, kenndar við Vatnsenda, voru í þeim hluta Seltjarnarneshrepps sem varð Kópavogshreppur árið 1948. Búðirnar voru reistar fyrir 30 manna fótgönguliðsflokk úr herfylkinu „1/5 Battalion, Duke of Wellington Regiment“, við loftskeytasendistöð Landssíma Íslands í Vatnsendahvarfi skömmu eftir hernámsdaginn 10. maí 1940 (Friðþór Eydal 2013:1).
Þær hæðir, sem höfðu mest gildi fyrir herinn, lágu norðan og vestan við Elliðavatn í landi Vatnsenda: Breiðholtshvarf, Baldurshagi Hill, Vatnsendahvarf, Vatnsendi Ridge, og Vatnsendahlíð; Vatnsendahlidh.
VatnsendahæðVestan og sunnan hæðanna voru mikilvægar herbúðir og sprengjugeymslur, einkum í Leirdal og á Kjóavöllum.
Aðalleið hersins lá frá krossgötunum Charing Cross, sem voru rétt við Bústaðabæinn, og vestan við Vesturkvísl, West Fork, Elliðaánna, Salmon River. Herleiðin lá í suður um Breiðholtsland, aust an við Fálk hól, Arlington Hill. Þaðan lá hún inn í Vatnsendaland og að útvarps stöðvarhúsinu á Vatnsendahvarfi. Þá var stutt í aust ur að Flóttamanna vegi, Back Road, sem lá um Vatnsendaland frá Dimmuvaði að Rjúpna hlíð. Frá Flótt amannavegi ofan við Vatnsendabæinn var unnt að fara suður fyrir Elliðavatn og Þingnes, Thingnes, eft ir gamalli leið, Þingnesslóð, Langvatn Trail, að Elliðavatnsbænum í landi Reykjavíkur. Frá Vatnsendahvarfi (Vatnsendahæð) var unnt að sjá helstu samgöngu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Frá Charing Cross lá Útvarpsstöðvarvegur, Vatnsendi Road, að Vatnsendahvarfi.
Herbúðirnar, sem reistar voru fyrir fótgönguliða á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar árið 1942, voru nefndar Camp Wade, eftir bandarískum hermanni sem féll á Filippseyjum árið 1942. Í þeim voru alls 104 braggar.
Þrír braggar, Sandahlid Hut Site, voru byggðir árið 1943 fyrir miðstöð í miðunarkerfi fyrir flugvélar Bandaríkjahers uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli.

Hernaðarumsvif við Selfoss Road

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Frá Elliðaárósi, Salmon Inlet, lágu mikilvægar leiðir í austur og suður. Vesturlandsvegur, Alafoss Road, og Suðurlandsvegur, Selfoss Road, lágu í austur frá Elliðaánum.
Bandarísk ratsjársveit var í Camp Hickam í Ártúnsbrekku. Horace Meek Hickam var ofursti og frumkvöðull í flugmálum í Banda ríkjunum. Hann fórst í flugslysi 5. nóvember 1934. Flugvöllurinn í Pearl Harbor var skírður Hickam Field þegar hann var opnaður 31. maí 1935.
Ratsjársveitin flutti í nýjar búðir, Camp Tinker, í Rauðhólum vorið 1943. Þaðan var loftvörnum stjórnað til ársins 1944 en þá fluttist starfsemin til Keflavíkurflugvallar. Selfoss Road lá við Rauðavatn, norðan við Rauð hóla, Red Lava Pits. Frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn lá Flótta mannavegur, Back Road, í suður að Vatnsenda og Vífilsstöðum.
Bærinn Hólmur er austan við Rauðhóla og norðan við veginn er Hólmsheiði. Þar voru á stríðsárunum þrír kampar, Jeffersonville, Aberdeen og Waterloo. Thomas Jefferson var forseti Bandaríkjanna 1801–1809. Aberdeen er borg og skíri í Skotlandi. Við Waterloo í Belgíu sigraði yfirhershöfðinginn Wellington keisarann Napóleon sunnu daginn 18. júní 1815.

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Selfoss Road lá síðan í austur um land Gunnarshólma, Geirlands og Lækjarbotna. Á leiðinni austur voru búðir reistar árið 1940 á hæðinni neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum. Suðurlandsvegur liggur nú yfir gamla bæjarstæðinu. Þar var birgðageymsla og geymslusvæði fyrir skotfæri breska hersins. Svæðið var afmarkað með um tveggja metra háum garði sem hlaðinn var úr hraunhellum. Þar rak herinn stórt bakarí sem var nefnt Logberg Bakery. Bandaríkjaher tók við rekstri birgðastöðvarinnar og bakarísins árið 1942 og rak hvort tveggja til haustsins 1943 (Friðþór Eydal 2013:38).

Hernám

Braggahverfi við Sandskeið.

Svifflugfélag Íslands fékk árið 1938 leyfi til að jafna land fyrir flugsvæði og byggja flugskýli á afrétti Seltjarnarneshrepps þar sem heitir Sandskeið. Við hernám Breta og síðar hersetu Bandaríkjamanna var hluti af Sandskeiði tekinn undir skotæfingar og var það nánast allt sundurskotið á hersetutímanum. Sunnarlega á Lakheiði (Lakaheiði) á sléttlendinu í Lakadal, sem er á afrétti Lækjarbotnajarðar, geymdi breski herinn þegar árið 1940 stæður af bensínbrúsum og bensín tunnum sem var dreift vítt um svæðið. Hersvæðið í Lakadal var kallað Sandskeid Dump (Sandskeid Depot). Hersvæðið var rétt austan við mörk heimajarðar Lækjarbotna og afréttarins. Svæðið þar sem eldsneytið var geymt var nefnt Sandskeid Gas Dump.
Aðalæfingasvæði breska stórskotaliðsins og síðar bandaríska hersins var um 700 hektarar að stærð og nefnt Sandskeid Range. Þetta æfingasvæði náði frá vestanverðu Sandskeiði og austur á Mos fells heiði. Á korti bandaríska hersins frá árinu 1950 eru æfingasvæði fót gönguliðs og stórskotaliðs hersins sýnd (Friðþór Eydal 2013:35). Á þessum tíma lá Suðurlandsvegur, Selfoss Road, skammt norðan við Lakadal og sunnanvert um Sandskeið, þar sem vegurinn að Sandskeiðsflugvelli liggur nú austur af Bláfjallavegi og áfram austur með Vífilsfelli.

Kampar og örnefni
Aberdeen kampur á Hólmsheiði
Alafoss Road vegur Vesturlandsvegur
Arlington Hill loftvarnarstöð hóll í Breiðholti þar sem nú er Fífusel
Arnar Point nes Eskines í Garðabæ
Back Road vegur frá Selfoss Road vestan við Rauðavatn að Vífilsstöðum
Baldurshagi Hill hæð Breiðholtshvarf
Bare Hill hæð Rjúpnahlíð (Rjúpnahæð) í Kópavogi
Balbos Beach strandsvæði við Vatnagarða
Bless Bay tjörn Bessastaðatjörn á Álftanesi
Bott le Neck Bay tjörn Skógtjörn á Álftanesi
Camel Hill hæð á mörkum Kópavogs og Garðabæjar
Camp Alabaster kampur á Elliðaársvæðinu
Camp Bournemouth kampur í Sæbólslandi við Fossvogsbotn
Camp Catharine kampur á Víghólum í Kópavogi
Camp Cook kampur norðan við Tjaldhól við Fossvogsbotn
Camp Cook South kampur við Fossvogsbotn
Camp Curtis kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Fossvogur kampur við Fossvogsbotn
Camp Gardar Garðaholti
Camp Hickam kampur í Ártúnsbrekku
Camp Hilton kampur við Dalveg þar sem nú er Gróðrarstöðin Storð
Camp Korsnes kampur á Kársnesi vestanverðu
Camp Pershing kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Skipton kampur á Skólavörðuholti
Camp Tadcaster kampur við Borgargerði og Rauðagerði
Camp Tilloi Garðaholti
Camp Tinker kampur í Rauðhólum frá vori 1943
Camp Vatnsendi kampur við sendistöð Landssímans í Vatnsendahvarfi
Camp Wade kampur á Hörðuvöllum milli Vatnsendahvarfs og Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Casement Hill ás Grensás í Reykjavík
Charing Cross gatnamót þar sem Bústaðavegur og Sogavegur mætast
Consul Point höfði austan við Rauðarárvík
East Fork á Austurkvísl Elliðaánna
Edward Road vegur gamli Bústaðavegur í Reykjavík
Ford Fjord fjörður Skerjafjörður
Fossvogur Bay vogur Fossvogur
Fox-Batt ery loftvarnar stöð á Bústaðaholti
Gala Hill hæð á Hnoðraholti í Kópavogi
Gardar Peninsula nes Álftanes
Grafar Inlet ós við Ósmel Grafarvogs
Grotta Bay tjörn vestast á Seltjarnarnesi
Grotta Point Gróttutangi tanginn norðan við Seltjörn
Grotta Road vegur vegurinn frá höfninni í Reykjavík að Gróttuvita
Gufunes Bay Viðeyjarsund sunnan við Viðey
Hafnarfjordur Road vegur Hafnarfjarðarvegur
Handley Ridge holt Bústaðaholt í Reykjavík
Harley Street vegur gamli Grensásvegur í Reykjavík
Hawick Hill hæðardrag Selhryggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs
Hilton Ammo Dump (Loho Bomb Dump) skotfærageymsla
í Leirdal, lægðinni milli Hnoðraholts, Selhryggs og Smalaholts
Hilton Flats mýri Fífumýri og Kringlumýri sunnan við Kópavogslæk
Hilton Road vegur vesturhluti Fífuhvamms
Howitzer Hill hæð Öskjuhlíð
Hunt Delaware kampur í suðausturhlíð Rjúpnahlíðar (Rjúpnahæðar)
Jeffersonville kampur á Hólmsheiði
Keighley Hill hæð Valhúsahæð á Seltjarnarnesi
Korsnes Road vegur gamli Kórsnesvegur (síðar Kársnesbraut)
Lamb Bay tjörn Lambhúsatjörn
Langvatn Trail götuslóð Þingnesslóð sunnan við Elliðavatn
Laugarnes Point nes nyrsti hluti Laugarness
Logberg Bakery bakarí neðan við bæinn Lögberg í Lækjarbotnum
Marine Slipway viðhaldsstöð á miðju norðanverðu Kársnesi við Fossvog
Mossley Knoll hæðardrag Kópavogsháls
New Mercur Dump (Camp) kampur við Blesugróf
Piccadilly Circus gatnamót gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar í Reykjavík
Pimple Hill ás Laugarás
Point Eyri eyri Seilan við Álftanes
Puffin Bay vogur Arnarnesvogur í Garðabæ
Puffin Point nes Arnarnes í Garðabæ
Rani Point tangi Rani á Álftanesi
Red House Hill hæð Minni-Öskjuhlíð
Red Lava Pits hólar Rauðhólar
Salmon Inlet ós árkjaft ar Elliðavogs
Salmon River á Elliðaár
Salmon River Dump birgðageymsla
vestan Blesugrófar í landi Bústaða
Sandahlid Hut Site kampur uppi á Sandahlíð, suðaustan við Kjóavelli
Sandskeid Dump (Sandskeid Depot) hersvæði í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Gas Dump geymslusvæði eldsneytis í Lakadal við Sandskeið
Sandskeid Range skot æfingasvæði frá vestanverðu Sandskeiði austur á Mosfellsheiði
Scapegoat Hill hóll Fálkhóll
Selfoss Road vegur Suðurlandsvegur
Selsker Bay vogur sunnan við Selsker
Skeleton Hill hæð og kampur
Digranesháls þar sem Hamraborg er nú
Skeleton Hill Road vegur Nýbýlavegur í Kópavogi
Skipton Hill hæð Skólavörðuholt
South Beach vík Nauthólsvík
Thingnes nes Þingnes við Elliðavatn
Tower Hill holt Rauðarárholt
Tower Hill Road vegur gamli Sogavegur
Trigger Point höfði Gufuneshöfði
Vatnsendahlidh hlíð Vatnsendahlíð
Vatnsendi Ridge hæð Vatnsendahvarf
Vatnsendi Road vegur gamli Útvarpsstöðvarvegur
Vidhey eyja Viðey
Waterloo kampur á Hólmsheiði
West Fork á Vesturkvísl Elliðaánna
Whale Hill hæðardrag Digranes
Whale Point nes Kársnestá

Hernám.
Hér hefur verið fjallað um tilraunir breskra og bandarískra hermanna á heimsstyrjaldarárunum 1940 til 1945 til að ná tökum á og skipuleggja land þar sem örnefni voru á tungumáli sem flestum þeirra var framandi. Hermennirnir komust upp á lag með að nýta þau íslensku örnefni sem þeir réðu við að bera fram en bættu við nöfnum yfir herbúðir, herleiðir og kennileiti athafnasvæða hersins. Ný ensk heiti í stað íslenskra örnefna voru skráð á árunum 1940–1944 og notuð á kortum og í öðrum skjölum hersins. Bretarnir notuðu gjarna örnefni í Englandi og Skotlandi sem fyrirmyndir við nafngiftir sínar á Íslandi en þegar bandarísku hermennirnir bættu við fleiri heitum var oft um að ræða nöfn þekktra persóna úr bandarískri hersögu. Erlendu nöfnin urðu aldrei hluti af daglegu máli Íslendinga og hurfu eins og dögg fyrir sólu strax á fyrstu árunum eftir hernámið.

Minningar og leifar stríðsins

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Margar minjar eru til á Íslandi eftir stríðið. Þær minjar geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en geta líka verið leifar sem sjást ekki, þær geta verið félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslenskt kvenfólks, sem meðal annars leiddi af sér „ástandið“ og „ástandsbörnin“, örnefni eftir staðsetningu herliðs, „stríðsgróðinn“ sem varð til vegna mikilla verðhækkana á fiskafurðum okkar, “ Bretavinnan sem útvegaði landsmönnum atvinnu hjá setuliðinu við framkvæmdir og svo frv.

Hernám

Heræfing á Sandskeiði.

Hérlendist er Stríðsárasafnið við Reyðarfjörð eina safnið sem sérhæfir sig í að varðveita sögu þessa tímabils og þar má meðal annars finna bragga og fjögur loftvarnarbyrgi.

Af einstökum byggingum hérlendis er flugturninn við Reykjavíkurflugvöll sennilega merkastur en því miður stendur til að rífa hann. Af stærri svæðum eru helst Öskjuhlíðin og Brautarholt á Kjalarnesi sem gefa heillega mynd af varnarviðbúnaði bandamanna hérlendis. Hvalfjörður, Reykjavíkurflugvöllur og Patterson-flugvöllur á svæði varnarliðsins við Keflavík hafa sömuleiðis að geyma merkar minjar um síðari heimsstyrjöldina.

Í borgarlandinu hafa stríðsminjar helst varðveist í Öskjuhlíð og á Reykjavíkurflugvelli sem nær yfir Vatns- og Seljamýri. Af varnarviðbúnaðinum á Öskjuhlíðinni eru meðal annars steypt skotbyrgi, stjórnbyrgi, víggrafir úr torfi og grjóti, loftvarnarbyrgi, varnarveggir fyrir eldsneytistanka, neðanjarðarvatnstankar, bryggjustubbur, veganet, fjöldi gólfa og grunna undan bröggum og öðrum byggingum og akstursbrautir fyrir flugvélar. Nokkrir braggar eru við rætur Öskjuhlíðar. Hluti gistibúða farþega og flugáhafna breska flughersins (e. Transit Camp) má enn sjá í Nauthólsvík. Öll stóru flugskýlin fjögur á Reykjavíkurflugvelli eru frá stríðsárunum og sömuleiðis gamli flugturninn. Allar meginbrautir flugvallarins voru lagðar á stríðsárunum en hafa verið lengdar og endurbættar eftir stríð. Nær allt lauslegt frá stríðsárunum hefur verið fjarlægt eða ryðgað og fúnað. Þar á meðal gaddavírsgirðingar og sandpokavígi.

Hernmám

Bandaríkjamenn reistu mikla eldsneytisbirgðastöð í landi Miðsands og Litlasands við Hvalfjörð norðanverðan auk birgðastöðvar vegna skipaviðgerða. Bæði skip og olíuskip tóku þar olíu og þau síðarnefndu birgðu svo upp önnur skip í flotadeildum á hafi úti. Upphaflegt skálahverfi olíustöðvarinnar stendur enn að hluta á Miðsandi og er með heillegustu minjum styrjaldarinnar á landinu. Þar má sjá einstætt safn þeirra mismunandi braggategunda sem herlið bandamanna reisti yfir starfsemi sína. Þeim hefur verið vel við haldið enda í fullri notkun fram á síðari ár því olíubirgðastöðin var nýtt áfram fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og ný reist fyrir herskip NATO.

Hvítanes

Hvítanes – bryggjan.

Í Hvítanesi eru leifar flotastöðvar Breta og vegna mikilla umsvifa bæði Breta og Bandaríkjamanna í Hvalfirði má finna ýmsar minjar um veru þeirra víðs vegar við fjörðinn.

Af ummerkjum beinna hernaðarátaka ber fyrst að telja flak olíuskipsins El Grillo. Það var um 7000 lesta olíuskip sem var sökkt af þrem þýskum FW-200 flugvélum 10. janúar 1944 í Seyðisfirði. Þá misstu Þjóðverjar eftirfarandi flugvélar við Ísland: FW-200 var skotin niður norður af Gróttu 14. ágúst 1942, JU-88 grandað við Svínaskarð 18. október 1942, FW-200 skotin niður 24. október 1942 norðan við Norðlingafljót, JU-88 skotin niður 24. apríl 1943 á Strandarheiði, FW-200 skotin niður við Grímsey 5. ágúst 1943 og JU-88 nauðlenti við Leirhöfn 2. maí 1945. Bandamenn misstu þó mun fleiri vélar sjálfir vegna tíðra slysa og slæmra veðurskilyrða. Til dæmis fórust að minnsta kosti 43 hervélar auk 11 sjóvéla á Reykjavíkursvæðinu.

Allar flugvélaleifar í nágrenni Reykjavíkur hafa nú verið fjarlægðar. Málmurinn var notaður í brotajárn eftir stríð og sérstaklega var sóst eftir álinu.

Hernám

Sprengjur eru enn að koma upp úr jörðu á skotæfingasvæðum vegna frostlyftingar og hafa valdið mannskæðum slysum. Skotæfingasvæði voru meðal annars á Sandskeiði, í Mosfellsdal, við Kleifarvatn, Fellabæ fyrir austan, í Eyjafirði og á Blönduósi. Bandaríski landherinn notaði sprengjuæfingasvæði á Reykjanesi á sjötta áratugnum. Leitað hefur verið á aðgengilegustu svæðunum en ókleift er að finna allt. Líklega hafa um 1000 sprengjur fundist bara við Vogastapa. Öryggisbúnaður þessara sprengja er oftast illa farinn og mjög lítið hnjask þarf til að þær springi. Mikið af tundurduflum var á reki í og fyrst eftir stríðið og helsta vörnin gagnvart þeim var að skjóta á þau og sökkva þeim.

Heimildir m.a.:
-https://en.wikipedia.org/wiki/Iceland–United_States_relations
-http://www.academia.edu/2515209/Íslenskt_samfélag_%C3%AD_seinni_heimsstyrjöld._Umskiptin_minningarnar_og_sagnaritunin
-https://is.wikipedia.org/wiki/Ísland_í_seinni_heimsstyrjöldinni
-https://en.wikipedia.org/wiki/Marshall_Plan
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-http://servefir.ruv.is/her/
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=52321
-http://ismennt.is/not/sveinki/Samfélagsfræði/stridsarin.htm
-https://gardaskoli.fandom.com/wiki/Hern%C3%A1m_%C3%8Dslands
-https://sites.google.com/site/islandastridsarunum/atburdhir-eftir-hernam/afleidhingar-hernams
-Ari Páll Kristinsson. 2010. Um íslenska örnefnastýringu. Orð og tunga 12:1–23.
-Eggert Þór Bernharðsson. 2000. Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940–1970. Reykjavík: JPV útgáfa.
-Friðþór Eydal. 2013. Kampar í Kópavogi. Gunnar Marel Hinriksson bjó til prentunar. Kópavogur: Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs.
-Páll Lúðvík Einarsson. 1990. Braggablús. Sævar Þ. Jóhannesson vill varðveita gamlar stríðsminjar og örnefni. [Viðtal við Sævar Þ. Jóhannesson.]
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 22. júlí 1990. Bls. 6–7.
-Sævar Þ. Jóhannesson. [Án ártals.] Kampanöfn og örnefni tengd hersetu á Íslandi 1940–1945. Nefnir – Vefrit Nafnfræðifélagsins. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
-http://www.arnastofnun.is/page/arna stofnun_nafn_nefnir_SJ
-Vilhjálmur Þ. Gíslason.1947. Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Akureyri: Bóka útgáfan Norðri.
-Þór Whitehead. 1999. Bretarnir koma. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Þór Whitehead. 2002. Ísland í hers höndum. Reykjavík: Vaka-Helgafell.
-Landmælingadeild herforingjaráðsins 1903 (mælt 1902) og 1910. Kort af Reykjavík og nágrenni. Reykjavík og Kaupmannahöfn 1903 og
-Kort bandaríska hersins af Reykjavíkursvæðinu: GSGS 4186. 1941, endurskoðað 1943: A.M.S. C861. Mælikvarði: 1:25.000. Einungis til notkunar fyrir War and Navy Department Agencies. Skráð er á kortinu frá 1943 að það sé hvorki til sölu né dreifingar. Landmælingar hafa nú sett kortin á vefinn. Kortagerð: Army Map Service, U. S. Army, Washington, D.C.

Hernám

Kampar og örnefni – kort.

Íslandssaga

Í „Íslandssögu til okkar daga“ eftir þá Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson er m.a. fjallað um landnám Íslands.

Landnám og menjar

Ísland var nær ósnortið af mönnum og grasbítum, þegar víkinga bar þar að strönd, svo að landnámssaga þess er skráð mannvistarleifum út um holt og hæðir. Jarðvegsmyndun hefur verið ör sökum veðrunar og öskufalls í eldgosum, en á síðustu öldum hefur gosið um fimmta hvert ár einhvers staðar á landinu. Eldsumbrot hafa skilið eftir sig greinanleg lög í jarðveginum. Gjóskulögin skipta jarðveginum þannig eftir aldri og tímasetja fróðleik um lífríkið á liðnum öldum.

Íslandskort

Íslandskort frá því um 1000.

Allmikið eldgos hefur orðið við Vatnaöldur um 900 og skilið eftir sig í jarðvegi svonefnt landnámslag. (Eftir sama gos má sjá ummerki í ísnum á Grænlandsjökli, sem færa má með nokkurri vissu til ársins 898.) Þegar landnámslagið féll, hefur landið verið lítt byggt og frumgróður þess ríkjandi, en hann breyttist mjög við búsetu manna; birkiskógur hvarf, en bygg, bruggjurtir, arfi og ýmsar aðrar plöntur námu land; og gróður eyddist á jaðarsvæðum, þar sem hann átti erfitt uppdráttar.

Víkingaskip

Farkostur landnámsmanna.

Fornmannagrafir og rústir mannvirkja benda einnig til þess að fáir hafi siglt til Íslands fyrr en um 900, enda urðu skip í Norðvestur-Evrópu ekki almennilega hæf til slíkra ferða fyrr en á 9. öld, og fáir áttu erindi til Íslands fyrr en á síðasta fjórðungi aldarinnar, þegar víkingar fóru hrakfarir á Bretlandseyjum. Þá urðu ýmsir víkingar að sætta sig við það að hlaupa eftir sauðum og strita við búskap, og landnámsöld hófst á Íslandi.
Hin langa sigling út til Íslands skolaði ránsandann úr víkingunum. Þeir komu fámennir, 20-30 manns á hverju skipi, og héldu sjaldan samfloti á langri siglingu. Þegar þeir náðu höfn á Íslandi, urðu þeir að vera sæmilega prúðir í framgöngu, ef þeim átti að verða líft í landinu.
Landnámið var friðsamlegt; landið er stórt og skiptist í héruð af fljótum og fjallgörðum, svo að menn þurftu ekki að troða hver öðrum um tær fyrstu áratugina. Hvergi er vitað um nein hernaðarmannvirki, hvorki við hafnir, ferjustaði né einstaka bæi, fyrr en löngu síðar.
Heiðnar grafir, um 300 talsins, hafa fornleifafræðingar kannað hér á landi, og teljast þær frá 10. öld, nema gripir úr einni gætu verið frá því um 850 og úr annarri frá upphafi 11. aldar.

Landnám

Landnám fyrir „landnám“.

Hinir framliðnu hafa verið heldur lágvaxið fólk, meðalhæð karla um 170 sentimetrar (169 eða 171 eftir því hvaða stöðlum er beitt) og kvenna 155 sm eða rúmlega það. Engar stórhöfðingjagrafir og engir kristnir grafreitir hafa fundist á Íslandi frá 10. öld. Grafirnar benda til þess að á fyrsta stigi byggðarinnar hafi íburðarlítill efnahagsjöfnuður ríkt í landinu eins og jafnan í nýbyggðum. Heiðnar grafir á Íslandi eru sem heild líkastar norskum gröfum af fátæklegri gerð frá sama tíma og mundu ekki þykja framandlegar, þótt þær hefðu fundist þar í landi.
Í Eyjafirði og Rangárvallasýslu hafa fundist flestar heiðnar grafir, en mjög fáar í sumum héruðum öðrum. í Skaftafellssýslum og víðar hafa eldgos, stórflóð, sandfok og aðrar hamfarir eytt gröfum eins og öðrum mannanna verkum. Það á þó ekki sérstaklega við um Borgarfjörð eða Breiðafjörð, einhver bestu héruð landsins, þar sem heiðin kuml hafa bæði fundist fá og fátækleg. Heiðnin virðist ekki hafa staðið djúpum rótum víða vestan lands, og þar hafa menn líklega keppst við að smala forfeðrum sínum í kristinna manna reiti eftir kristnitöku, eða gert forna kumlateiga að kirkjugörðum þar sem þeir voru nálægt bæjum. Slíkt kann að hafa verið algengt hér, þar sem svo lítil átök urðu milli kristni og heiðni.

Byggð og nöfn

Skáli

Skáli frá því um 1000.

Örnefni um gjörvallt Ísland vitna um norrænan uppruna þjóðarinnar. Nokkur kenna staði við heiðin goð, flest við Þór: Þórs-höfn, -mörk og -nes. Njarðvíkur eru heiti á fengsælum útgerðarstöðum, og Freysnes bendir til þess að frjósemisguðinn Freyr hafi í árdaga byggðar átt sér vini á Íslandi.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Allmörg örnefni benda þó til Bretlandseyja. Af keltneskum stofni eru bæjarnöfn kennd við Beccan, Ciaran, Nial og Patric: Bekansstaðir, Kjaransvík, Njálsstaðir; en Patreksfjörður á að bera nafn af því að landnámsmaður frá Suðureyjum hét á heilagan Patrek í hafvillu. Valþjófsstaður ber heiti af engilsaxnesku mannsnafni, Walþeow; en Trostansfjörður vísar á mannsnafnið Dorstan (sbr. Tristan), sem er komið úr tungu Pikta, frumbyggja Skotlands. Dímon er heiti á nokkrum fellum og telst dregið af Dímun (tvífell). Írafell, Katanes, Kumbaravogur og Bretavatn eru staðir kenndir við fólk frá Írlandi, Katanesi á Skotlandi (Caithness), Kumbaralandi (Cumberland) og Bretlandi. En fróðlegt væri að vita hvort Breta- og Kumbaranöfnin festust við staði á Íslandi á 10. eða 15. öld.
Fólk af ýmsu þjóðerni hefur sest að hér á landi í árdaga, en þess ber að gæta að norrænir menn á Bretlandseyjum mægðust þar við heimafólk. Þannig komust írskar nafngiftir inn í norrænar ættir, og sú blóðblöndun, sem mannerfðafræðin vitnar um, gat bæði gerst fyrir og eftir landnám.

Landnám

Landnám Íslands – kort.

Í íslenskum bæjarnöfnum felst ýmis fróðleikur um sögu bæjanna. Þau skiptast m.a. í náttúrunöfn og stöðunöfn. Náttúrunöfnin eru dregin af einkennum landslagsins umhverfis bæinn eins og Hólar og Skálholt; Reykjavík var nafn á bæ, sem stóð við vík sem rauk úr. Skarð var heiti á stórbýlum undir fjalli, bæði við Breiðafjörð, í Landsveit og víðar, en -vellir eru aðsópsmiklar jarðir víða um land, svo sem Möðruvellir í Eyjafirði og Stóruvellir á Landi. Þessi nöfn, og fjölmörg önnur sem vísa til landslags (Ás, Múli) eða annarra staðhátta (Ferja, Höfn), bera ekkert aldursmark, enda merking þeirra óbreytt allt frá landnámsöld; af þeim, eða samsetningum þeirra, verður fátt ráðið um aldur jarðanna.
Stöðunöfnin lúta að stöðu bæjarins í sveitinni. Allt til 1800 var hér að störfum frumstætt bændasamfélag, sem baslaði einkum við kvikfjárrækt og barðist við þrotlitla efnahagskreppu eða stóð í návígi við matvælaskort og hungurdauða.

Landnám

Skip landnámsmanna.

Seint á 10. öld tóku landþrengsli að hrjá það og leiddu til Grænlandsferða, en engra breytinga. A 12. öld óx fiskmarkaðurinn innanlands sökum kröfu kirkjunnar um fiskát á föstum. Þá óx byggð við góðar hafnir, sem lágu að fengsælum miðum; þar fjölgaði kotum og smábýlum, sem enduðu mörg nafn sitt á -kot, -gerði, -sel, -búð. Þau eru frá yngra skeiði byggðarsögunnar en náttúrunöfnin, sem geta verið allt frá landnámsöld. Kot er smábýli, sem ýmist er reist í landi eyðijarðar eða byggt úr landi stórbýlis og dregur nafn af því eða landslagi: Akrakot, Klettakot, Urriðakot. Gerði merkir girðingu eða umgirt svæði. Innan þess hafa risið kofar, og þar hafa sest að menn, sem gættu akra og húsdýra; víða urðu þar til hjáleigur og sjálfstæð heimili, og jafnvel höfuðból eins og Hraungerði í Flóa í Árnessýslu, en þar í sveit er hraun náttúrunafn.

Sagnir um upphaf byggðar

Rúnasteinn

Rúnasteinn frá Gotlandi.

Fornleifafræðin, íslenskan, örnefni og jarðvegsrannsóknir eru samkvæða um það að framtakssamt fólk hafi flutt búferlum frá Noregi og Bretlandseyjum til Íslands seint á 9. öld og fyrri hluta 10. aldar, en áður var það eyðieyja. Þar varð til ríkisvaldslaust bændasamfélag, sem sýslaði einkum við kýr, hross og sauði og ræktaði með erfiði bygg til bjórgerðar í veðursælustu sveitunum sunnanlands og vestan. Húsakynni þessa afreksfólks, sem tengdi Atlantshafið við sögusvið Evrópu, eru dável kunn, áhöld þess og farartæki, en einstaklingar birtast á vettvangi í rituðum heimildum.
Nafnið Ísland birtist á rúnaristu frá Timans á Gotlandi sem telst frá fyrri hluta 11. aldar. Ristan segir að félagarnir Ormiga og Úlfar hafi komið til Grikklands, Jórsala, Íslands og Serklands (en svo nefndust lönd Araba). Menn voru orðnir víðförulir í þann tíð. Á engilsaxnesku landabréfi frá svipuðum tíma er dregin aflöng eyja norður af Noregi og nefnd Ísland. Þá er Íslendinga getið í páfabréfum allt frá 1022 og riti Adams af Brimum um sögu Hamborgarbiskupa, sem lokið var skömmu eftir 1070.

Landnám

Landnám.

Íslendingar komust á atburðaskrár í Evrópu á 11. öld, en 9. og 10. öldin er forsögulegur tími íslenskrar sögu. Í Íslendingabók leitast fyrsti íslenski sagnaritarinn, Ari fróði Þorgilsson (1068-1148), við að setja íslenskri og norrænni sögu kristið tímatal. Honum veittist það auðvelt um sína daga, en málið varð þjóðsagnakennt, þegar kom aftur á 10. öld. Hann segir: Ísland byggðist fyrst úr Noregi . . . í þann tíð . . . er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung. En það var sjö tigum vetra hins níunda hundraðs eftir burð Krists, að því er ritið er í sögu hans. Ingólfur hét maður norrænn, er sannliga er sagt að færi fyrst þaðan til Íslands, þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fáum vetrum síðar. Hann byggði suður í Reykjarvík. Íslendingabók (íslenzk fornrit I, 1968), bls. 4-5. Þetta var þjóðsaga, en við vitum ekki betur. Ari fullyrðir, „að á sex tigum vetra yrði Ísland albyggt, svo að eigi væri meir síðan“. Þessi 60 ár (870-930) hafa verið nefnd landnámstíð í íslenskri sögu, en menn hafa eflaust flust til landsins eftir þann tíma.

Ingólfur

Ingólfur í Landnámabók.

Landnáma
Landnáma, safnrit um 430 landnámsmenn, forfeður þeirra og afkomendur, hefur orðið til að stofni fyrir 1100. Seint á 11. öld var mikið skipulagsstarf unnið í landinu, eignakönnun gerð og menn skyldaðir til að tíunda eignir sínar; þá hefur verið skráður í ýmsum héruðum fróðleikur um landnám og ættir, sem síðar var safnað á bækur. Landnámsmannatalið hvílir á arfsögnum, lærdómi og skáldskap. Þar bregður m.a. fyrir þekkingu á Gamla testamentinu. Landnámssagnir voru hagnýt fræði, því að í landnáminu fólst upphaf eignarréttarins, en söfnun þeirra á bók var einnig metnaðarmál, og allt fram um 1300 voru samdar nýjar gerðir Landnámu til styrktar hefðar- og valdsmönnum. Í einni gerðinni (Melabók) segir í eftirmála, að „vér þykjumst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því að vér séim komnir af þrælum eða illlmennum, ef vér vitum víst vorar kynferðir sannar“.
Þegar Landnáma var upphaflega skráð, vissu menn fátt með sannindum um atburði á 9. og 10. öld og urðu ósammála um margt og þurftu að skrifa því meira sem þekkingin var brotakenndari. Í tvær aldir sýsluðu helstu höfðingjaættirnar við það að eignast Landnámu, en þá urðu skjöl og ríkisvald öruggari bakhjarl í valdabaráttunni en vafasamar sagnir um landnám.

Landnám

Landnám.

Ættvísi var mikil hagsmunafræði í ríkisvaldslausu landi. Hver ættborinn maður varð að þekkja sem gerst ætt sína og geta svarið af sér þræla og illmenni eða sakafólk, en skyldur og réttindi gátu erfst allt í 5. lið. Allt frá upphafi byggðar hafa íslendingar þekkt grundvallarhugmyndir óðalsréttar, enda lögfestu þeir snemma að aðalbólin eða stærstu jarðirnar skyldu ganga óskiptar beinum erfðum í karllegg ættarinnar.
Hafvillusögn hefur gengið í minni manna á 12. öld, en samkvæmt henni voru ónafngreindir farmenn á leið frá Noregi til Færeyja, þegar þá hrakti útnorður í haf, uns þeir tóku land við Austfirði. Þetta gerðist fyrir för Ingólfs. í annarri gerð sögunnar var þarna á ferð færeyskur maður, Naddodur víkingur. Einhverra hluta vegna átti Naddodur síðar andstreymt í hópi landkönnuða, og sænskur víkingur búsettur á Sjálandi, Garðar Svavarsson, tróð sér fram fyrir hann í heimildum.

Landnám

Landnám.

Garðar á að hafa siglt í kringum landið og haft vetursetu norður á Húsavík við Skjálfanda. Eftir för hans nefndist landið Garðarshólmur að austnorrænum hætti, sbr. Borgundarhólmur. Þrír förunautar Garðars eiga að hafa orðið eftir, þegar hann sigldi burt, og verið fyrsta norræna fólkið, sem settist að á landinu. Af þeim er Náttfari nafngreindur, en með honum þræll og ambátt. Síðar sigldi Uni, sonur Garðars, til Íslands og fór þar erindum Haralds hárfagra að sögn. Hann var drepinn vegna kvennamála, sem urðu efni í Íslendingasögu, sem er glötuð, en hefur í eina tíð stuðlað að sögnum um landkönnuðinn Garðar Svavarsson.
Flóki Vilgerðarson, Hrafna-Flóki, nefndist norskur víkingur. Hann notaði hrafna sem siglingatæki eins og Nói gamli dúfur. Flóki telst hafa siglt til landsins með búfé og skyldulið og ætlaði að setjast þar að. Honum láðist að afla vetrarforða, svo að búsmalinn horféll vorið eftir. Þá flýði Flóki til Noregs og gaf landinu hið kaldranalega nafn Ísland. Flóki á síðar að hafa sest að norður í Fljótum.

Forsendur landnámsins

Gröf

Heiðin gröf.

Á síðasta fjórðungi 9. aldar vegnaði víkingum báglega á Bretlandseyjum og í Noregi. Þá minntust margir þess að hafa heyrt getið um eyju norðvestur í hafi lítt byggða. Óbyggt land norður í Dumbshafi skorti aðdráttarafl hjá fólki, sem átti sér einhverra úrkosta völ. Hér var engu að ræna, engir bændur til að skattleggja og engin verðmæti að finna til útflutnings, hvorki grávöru, tannvöru né dýra málma. Hver sem settist hér að varð að lifa á veiðum, sölvum og fjallagrösum fyrstu árin, meðan búfénu, sem menn urðu að flytja með sér, fjölgaði svo, að einhverja nyt væri af því að hafa. Haffært skip hefur verið milljóna virði á landnámsöld, á við nokkrar bújarðir. Á Íslandi var þá ekki annað að hafa en kjarri vaxið land, gott til beitar, og nokkur hlunnindi í veiðum og viðarreka. Ef skipið dýra átti ekki að fúna í naustum, hafa menn orðið að sigla austur um haf með grjót í kjölfestu fyrstu áratugi landsbyggðarinnar. Landnám á Íslandi var fjárfesting, sem ekki var á færi annarra en milljónunga, en þeir hafa hikað lengi við leiðangurinn, af því að þeir eygðu litla von til þess að hann borgaði sig.
Líklega hefur einhverjum norskum farmönnum hugkvæmst, þegar þrengja tók að þeim á Bretlandseyjum seint á 9. öld, að gera út á Ísland, sigla þangað með fólk og fénað til þess að koma þar upp byggð og markaði. Auðvitað hafa þeir tekið talsvert fyrir snúð sinn, svo að öreigar og þrælar hafa ekki fengið far, nema þrælahaldarar hafi fylgt.

Landnám

Landnám.

Ungir bændasynir og vonsviknir víkingar hafa verið stofninn í landnámsliðinu. Landnámuhöfundar um 1100 hafa ekki talið, að það hafi þótt nein hetjudáð á víkingaöld að sigla til íslands og hlaupa þar eftir búsmala. Rögnvaldur Mærajarl er látinn segja við Hrollaug son sinn, landnámsmann í Hornafirði: „Hefir þú það skap, er engin styrjöld fylgir. Munu vegir þínir liggja til Íslands.“ Svo kom að vegir margra lágu til íslands, en þar urðu menn lengi að sætta sig við að strita í sveita síns andlits. Höfðingjar uxu fyrst úr grasi á Íslandi á 10. öld, og seint á þeirri 11. urðu til á vegum kirkjunnar fyrstu stórhöfðingjarnir, menn sem höfðu milljónatekjur og fundu fremur til sín sem aðalsmenn en bændur.
Landnemarnir sigldu til Íslands í dálitlum hópum, nokkrir tugir manna, ein eða tvær skipshafnir undir forystu karls eða konu, og reyndu að hafa samflot og samstarf um landnám og helguðu sér til eignar landsvæði, sem skiptist í jarðir, þegar búsmalinn óx. Landnemahóparnir voru stéttskiptir, greindust í forystusveit, fylgdarlið og þræla.
LandnámForystusveitin hlaut jarðnæðið, varð bændastétt, og á hennar ábyrgð var búskapurinn rekinn. Frumbyggjarnir þurftu að reisa allt frá grunni og lifa nær eingöngu á veiðum, fjörugróðri og grösum, meðan búféð var fátt, en það gekk ört fram, eins og sagnir Landnámu herma. Kýrin Brynja „gekk þar úti með fjóra tigu nauta, og voru öll frá henni kominn,“ þegar hún fannst í Brynjudal í Hvalfjarðarbotni. Um Hafur-Björn, landnámsmann í Grindavík, segir, að fé hans „tímgaðist svo skjótt . . . að hann varð skjótt vellauðigur“. Landnámið í Grindavík varð ekki fyrr en undir 940, því að Hafur-Björn og bræður hans höfðu flúið þangað undan gosi í Eldgjá 934.
Íslendingar hafa snemma orðið ríkir af ull og fundið góðan markað fyrir ullarvörur erlendis, því að klæði virðast hafa verið dýr á 10. öld. Um 1100 var eyrir silfurs (um 27 g) jafnmikils virði og 48 álnir (alin = 49 sm) vaðmáls af einfaldri gerð. En sex álnir vaðmáls hétu samt „eyrir“, og hafa menn skilið það svo, að á 10. öld hafi vaðmálseyririnn verið jafnmikils virði og eyrir silfurs. Silfur hefur verið ódýrt á Norðurlöndum á víkingaöld sökum framboðs, en vaðmál dýrt; íslenskt klæði hefur þá verið vel þegin vara og íslendingar orðið iðnaðarþjóð þegar á 10. öld. Pá hafa konur verið settar við tóvinnuna, sem var mikið ánauðarverk.

Skáli

Skáli.

Bændabyggð
Þegar landi var náð urðu landnemarnir að reisa sér skýli yfir fólk og fénað, og skýlin urðu að bæjum ef búsetan varð varanleg. Sumir landnemar eiga að hafa varpað öndvegissúlum sínum fyrir borð, þegar þeir sáu landið rísa úr sæ, og numið þar land sem þær rak á fjöru. Þetta er þjóðsaga. A fjörum lágu víðast hrannir af rekaviði, svo að óhugsandi hefur verið að finna þar einstaka rekabúta.
Byggðin á Íslandi hefur hvergi verið mjög þétt. Hvergi er neitt yfirburðahérað, sem skákar öllum öðrum að landkostum. Við skástu landbúnaðarhéruðin hafa náttúruöflin lítt lagt sig fram að hlaða upp sæmilegar hafnir. Landkostir á Islandi buðu höfðingjum hvergi einveldi í heilum landshluta sem hefði hernaðarlega yfirburði yfir aðra. Menn gátu farið í snöggar árásarferðir hvert á land sem var, en til að hersitja héruð skorti matföng. Með tímanum varð hvert hérað yfirleitt háð einum höfðingja, heimamanni að uppruna, en lítið um landvinninga utanheimahéraðs.

Landnám

Landnám.

Á fyrstu öldum byggðarinnar teygði hún sig miklu lengra inn í landið og hærra en síðar varð. Á Mývatnsöræfum suður af Sellandafjalli var búið á 10. öld í um 460 m hæð yfir sjávarmál, og einnig á Hraunþúfuklaustri í 410 m hæð og 20 km norður af Hofsjökli. Á Hrunamannaafrétti (350 m y.s.) og í Þjórsárdal tók af byggð í Heklugosi 1104, en í Hrafnkelsdal á Austurlandi (420 m y.s.) hafði hana eytt nokkru áður.
Margt bendir til þess að fólksfjölgun hafi verið mjög ör á fyrstu áratugum byggðarinnar og landið verið numið á tiltölulega skömmum tíma um 900. Það liggur á mörkum hins byggilega heims, svo að hálendisbyggðin hefur oft orðið skammæ, gróður ekki þolað ágang búfjár og breyst víða í auðn. Sagt er að búsmali hafi snemma leitað til fjalla og fólk fylgt á eftir, en ull hélst betur á fé ofan skógarmarka. Undan vetrarríkinu hörfuðu menn víða aftur niður fyrir láglendismörkin, og meginhluti byggðarinnar hefur ávallt staðið neðan 200 m hæðarlínu.
Á landnámstíð er talið að um 40% landsins hafi verið þakin gróðri, en í dag um 20%. Lætur þá nærri, að á hverjum degi í „íslands þúsund ár“ hafi fimm til sex hektarar gróðurlendis breyst í auðn. Skógar eyddust þó örar en graslendið. Meðan ísland var „viði vaxið á milli fjalls og fjöru“, ætla menn að um 20% landsins hafi verið skógur og kjarrlendi en nú aðeins 1%, og hefur mikið af skóglendinu eyðst á fyrstu öldum byggðar.

Landnám

Landnám.

Margt gat orðið gróðrinum að tjóni: uppblástur (t.d. á Rangárvöllum og víðar), flóð bæði í sjó og vötnum (m.a. á Markarfljótsaurum og undir Eyjafjöllum, Stóraborg), eldgos (Hekla, Skaftáreldar, hraun á Reykjanesskaga o.v.), framhlaup jökla (í Öræfum og norður á Ströndum), skriðuföll (Skriða í Hörgárdal 1390, Skíðastaðaskriða 1545 o.fl.), og jarðskjálftar hafa hrist gróðurþekjuna af bröttum fjöllum. Frumorsök gróðureyðingarinnar hefur þó oftast verið ofbeit og harðindi, sem hafa fylgt miklum hafís við strendur landsins.
Veðráttan hefur ávallt verið dálitlum breytingum háð, og lítils háttar lækkun á meðalhita ársins hefur oft skipt sköpum fyrir afkomu fólks. Margs konar heimildir veita nokkra hugmynd um árferði á liðnum öldum. Vitneskja um hafískomur og hallæri bendir t.d. til kalds loftslags, og frjókorn í jörðu veita upplýsingar um gróðurbreytingar. Þá má styðjast við erlendar rannsóknir, einkum á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Allt ber að sama brunni um það að loftslag hafi verið milt fyrstu aldir Íslandsbyggðar, e.t.v. ámóta og það hefur best orðið á 20. öld, en á 12. og 13. öld hafi kólnað tilfinnanlega.

Þingvellir

Uppdráttur af Þingvöllum frá 18. öld.

Harðæri hafa jafnan verið tímabundin, og menn hafa keppt að því í búskap sínum að sigrast á þeim, koma sér í góðærum upp birgðum til mögru áranna. Bændur á vildarjörðum björguðust jafnan bærilega, en harðærin fóru í manngreinarálit og léku kotunga hart, og á jaðarsvæðum byggðarinnar var hættast við að fólk félli úr harðrétti.
Bærinn, heimili bóndans, var neyslueining samfélagsins á Íslandi, og mannfjöldi á heimilinu ákvarðaðist að verulegu leyti af stærð jarðarinnar og kostum til kvikfjárræktar, hve stórum bústofni hún gat framfleytt, aðallega af sauðfé og nautgripum. Öll meginhéruð landsins voru svipuðum kostum búin, svo að þar risu alls staðar stórbýli með tilheyrandi leigujörðum. Korn var ræktað með erfiði sunnan lands og vestan og kostaði þyngd sína í smjöri, en kornyrkja hefur þó verið allmikilvæg búgrein í einstökum sveitum og kornið einkum notað til ölgerðar.

Landnámshöfðingjar
Sagnir herma að höfðingjar, sem réðu fyrir traustu liði frænda og bandamanna, hafi staðið fyrir landnáminu. Margir þeirra voru mótaðir af stórbúskap í Noregi, en fóru þaðan af því að tvísýnt var orðið um höfðingsskapinn. Hagsæld þeirra á Íslandi hvíldi á mannafla og landnýtingu. Leigubúskapur hefur að líkindum hafist strax og kvikfé og mannfjöldi leyfði.

Reykjavík

Reykjavík – landnámsbæjarstæðið.

Suðvestanvert Ísland hefur jafnan verið kjarnasvæði til búskapar og stjórnsýslu. Þar fann Ingólfur allsnægtaborð á íslenskan mælikvarða og tók sér búfestu í Reykjavík. Þar var góð höfn og skipaleið með landi fram sem tengdi byggðina við grannsveitir. Undirlendi var nóg á nesinu, laxár og veiðivötn skammt undan, selalátur og gnægð fiskjar uppi í landsteinum. Eyjar voru fyrir landi til margra hluta nytsamlegar: Viðey og Engey, varpeyjarnar Lundey og Þerney, og Akurey, sjálfvarin fyrir ágangi búfjár, þar sem hægt var að rækta bygg til ölgerðar.
Hvaðan sem landnemarnir voru kynjaðir, voru þeir allir mótaðir af háttum manna á víkingaöld: metnaðarsýki, þrælahaldi og hetjudýrkun, eins og lýst er í Íslendingasögum.

Heimild:
-Íslandssaga til okkar daga, Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Sögufélag, Reykjavík 1991, bls. 17-29.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Ómar Smári Ármannsson

„Félagi minn og FERLIRsfélagi, Ómar Smári Ármannsson, á stórafmæli í dag, 20. ágúst. Hann fæddist á sólríkum föstudegi um miðja síðustu öld. Hann ólst frjáls upp í fjörum Grindavíkur, en lenti í bílsslysi fimm ára gamall þar í miðjum bænum og þurfti að liggja á Landsspítalanum, mjaðmagrindarbrotinn, í u.þ.b. sex mánuði.
Með einstökum dugnaði tókst honum með hækjustuðningi að læra að ganga á ný með undarverðum árangri. Sex ára var hann kominn upp á Þorbjörn án stuðnings.

Klöpp

Gamli Klapparbærinn árið 2020.

Við félagarnir höfum síðustu áratugina gengið um Reykjanesskagann þveran og endilangan – nánast skoðar sérhvern fermetra. Bæði ferðirnar og allar þær merku uppgötvanir sem gerðar hafa verið hafa bæði veitt okkur sem og öllum öðrum meðfylgjandi mikla ánægju. Áður óþekktar uppgötvanirnar á leiðum okkar eru ótæmandi. En þrátt fyrir samveruna, nálægðina, öll þessi árin áttaði ég mig á því að ég þekkti þennan annars stórmerkilega mann bara ekki neitt, sem upplýsti mig um hversu lítillátur hann hefur verið um sjálfan sig í gegnum tíðina. En eftir allmörg viðtöl við systkini, vini, frændur, frænkur og samstarfsfólk í gegnum tíðina kom m.a. eftirfarandi í ljós (hann kemur eflaust til með að afneyta einhverju eða jafnvel öllu).

Ómar

Nemendafélag Flenborgar.

Ómar er fæddur Grindvíkingur og á því ekki langt að sækja dugnaðinn og seigluna, barnabarn Árna í Klöpp, síðar Teigi í Grindavík og Ingveldar frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum sunnan Hafnarfjarðar.
Sex ára fluttist hann með systkinum og móður til Hafnarfjarðar og vann þar við blaðaútburð frá 7 ára aldri; bar t.d. út MBL, Alþýðublaðið, Tímann og Þjóðviljann, öll blöðin samtímis, allt til 11 ára aldurs.
Við uppskipun úr togurum starfaði hann á gagnfræðis- og menntaskólaárunum þegar færi gafst frá námi í í Flensborg, auk sumarstarfa hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðabæjar.

Flensborg

Flensborg – Ómar og Palli (Páll Þorleifsson) húsvörður ásamt samnemendum.

Fyrsta hálfa 7. árið árið stundaði hann nám í barnaskóla Lækjarskóla, en fluttist upp í Öldutúnsskóla eftir ármótin þar sem frábærir kennarar tóku á móti honum. Í ellefu ára bekk hallaði undan fæti þar sem honum og kennaranum linnti ekki sem skyldi. Í tólf ára bekk fékk hann nýútkrifðan kennara, sem síðar varð skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, með þeim árangri að hann varð efstur í sínum árgangi það árið. Í Gagnfræðiskóla Flensborgar dafnaði drengurinn enn frekar undir góðri leiðsögn, ekki síst húsvarðarins Páls Þorleifssonar. Ómar varð Inspector Scholae mótatkvæðalaust og tilnefndi t.d. sjálfan sig jafnframt sem formaður árshátíðarnefndar það árið – þar sem enginn virtist hafa haft áhuga á að taka starfið af sér. Árshátín tókst með miklum ágætum. Í lok skólaársins ákvað nemendaráðið að ráðstafa tekjum þess í að gefa skólanum nýtt hljóðkerfi í sameiginlegan sal.

Ómar Sári Ármannsson

Ómar að störfum sem Inspector Scholae í Flensborg.

Vorið 1974 sótti Ómar um sem afleysingarmaður hjá Lögreglunni í Reykjavík – daginn eftir stúdentsprófið frá Menntaskólanum í Flensborg (þar sem hann var m.a. Inspector Scholae síðasta árið, ritstjóri skólablaðsins Draupnis og formaður árshátíðarnefndar).
Hann starfaði sumarið eftir sem afleysingamaður í lögreglunni með nokkrum þeim skrautlegsutu karekterum, sem hver og einn nýr starfsmaður gæti ekki annað en lært margt af. Sú saga er saga út af fyrir sig.

Ómar Smári

Ómar Smári, stúdent.

Um haustið sótti Ómar um í lögfræðideild HÍ og sat þar þar hundleiður um veturinn, eða eins og hann sjálfur komst að orði: „Þvílíkt torf (með fullri virðingu fyrir heilbrigðri skynsemi; hlustandi á Gunnar Scram, Guðrúnu Erlendsdóttur og Ólaf Jóhannesson þylja upp lagagreinar framan við auða töflu fulla af annars lítt áhugasömu gapandi fólki um hin ýmsu réttaráhrif íslenskra laga og reglugerða“, auk þess sem verkamannalaun erfiðis sumarsins höfðu ekki einu sinni náð að fjármagna vitleysuna vegna stighækkandi bensínkostnaðar.

Vorið eftir sótti hann um auglýst afleysingastarf hjá Lögreglunni í Reykjavík, og fékk.

Ómar

Ómar á slysavettvangi.

Þann 1. júní árið 1975 byrjaði hann á ný sem afleysingarmaður í lögreglunni í Reykjavík – á næturvakt B-vaktar Magnúsar Magnússonar, aðalvarðstjóra. Magnús var einstakur maður og frábært fólk var þar að störfum. Eftirminnilegasti okkar manni voru þó „allir gamlingarnir er leiddu leiðsögn nýliðanna af fenginni reynslu – milli spila- og skákrauna þeirra á kvöld- og næturvöktum, án þess þó að leggja mikið að mörkum. Nýliðarnir fengu því þess fleiri tækifæri til að læra þess meira af ríkulegri starfsreynslu; önnuðust eftirlitið, fóru í öll útköllin og þurftu að skrifa allar skýrslurnar á margföldum hraða í framhaldinu. Þessu ánægjulega erfiði fylgdi mikil reynsla á skömmum tíma“.

Ómar

Ómar – mynd af umferðarslysavettvangi.

Ómar lét af störfum um haustið, enda til þess ætlast af „afleysingarmönnum“ þess tíma. Vorið eftir sótti hann enn og aftur um sem „sumarafleysingamaður“ í lögreglunni – og fékk.

Hann starfaði sem fastráðinn lögreglumaður í almennu deild Lögreglunnar í Reykjavík frá 1. júní 1976 – þar af m.a. sem starfandi á fjarskiptamiðstöð, síðan í Slysarannsóknardeild um skeið sem og í Umferðardeild, m.a. með þjálfun í Þjóðvegavegaeftirliti allt í kringum landið.

Lögreglan

B-vaktin 1975. Höfðu nóg að gera að nætulagi.

Árið 1979 lauk hann prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1979 með hæstu einkunn. (Hann rifjaði eftirfarandi upp í stuttu viðtali: „Man eftir því sérstaklega árið áður, þegar nýráðnum lögreglunemum var gert að fara í Lögregluskólann, að mín var þar hvergi getið. Bankaði upp á hjá Bjarka Elíassyni, þáverandi yfirlögregluþjóni á þriðju hinnar fjarlægu hæðar lögreglustöðvarinnar, og spurði hvers vegna minnar návistar væri ekki getið í skólanum það árið. Hann horfði á mig um stund og spurði undrandi: „Ég hélt bara að þú værir búinn með skólann?!“…

Ómar Smári

Ómar Smári, lögregluþjónn.

Ómar var skipaður lögreglumaður í lögreglu ríkisins 29. febrúar 1980 (í almenn deild Lögreglunnar í Reykjavík. Þar lærðu lögreglumenn meira á einum mánuði en lögreglumenn í öðrum lögregluliðum, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, gerðu á einu ári). Þetta var krefjandi, en jafnframt lærdómsríkt, starf fyrir ungan mann. Við erfið aðkallandi úrlausnarverkefni reyndi á lagabókstafinn annars vegar og heilbrigða skynsemi hins vegar; dómgreindin verður aldrei látin í askana. Margar eru sögurnar til af ýmsu, sem aldrei komust á skýrslueyðublöð ritvélanna. Hafa ber í huga að allar lögregluskýrslur þessa tíma voru ritaðar á tvírituð eyðublöð í fingurrituðum ritvélum. Ef slegið var rangt á hnapp þurfti að byrja skýrslugerðina að nýju. Síðar komu rafmagnsritvélarnar til sögunnar með hjálpar-„tippexinu“

Guðmundur Hermannsson

Guðmundur Hermannsson hafði gegnt kennslustarfi slysarannsókna í Lögregluskólanum á árunum 1980-1989. Hann ákvað að fela fyrrum nemanda sínum, Ómari, að taka við þessari menntun lögreglumanna alls landsins, er leið að starfslokum hans.
Kennslan í Lögregluskólanum varð ein sú ánægjulegasta á ferli hlutaðeigandi. Hann starfaði við Lögregluskólann um 12 ára skeið samhliða störfum hans í útkallssdeild Slysarannsókna. Svo vel tókst til við kennsluna að einungis einn nemandi var felldur á lokaprófi, enda ekki starfinu bjóðandi.
Ómar var skipaður rannsóknarlögreglumaður í lögreglu ríkisins 15. mars 1980 (rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík). Hann sótti námskeið í Lögregluskóla ríkisins fyrir rannsóknarlögreglumenn í maí 1984, lauk þriggja mánaða námi í lögreglu- og stjórnunarfræðum hjá FBI í Bandaríkjunum í des. 1985.

Lögreglan

Útskrift úr skóla FBI 1985.

Meginhluti námsins var stjórnun, afbrotafræði, þjálfun, möguleg kólnun, mikilvæg þátttökuvirkjun og uppbyggileg jákvæðrar viðleytni innan löggæslunnar. Námið var undir leiðsögn Háskólans í Virginiu, prófað var á vegum háskólans og gaf námið 16 eininga til háskólanáms. Lauk náminu með ágætiseinkunn. Námið sem slíkt var einstaklega lærdómsríkt. Þarna var nemendum gefinn gostur á að takast á við erfið viðfangsefni á hinum ýmsu og krefjandi sviðum starfans…

Ómar varð félagi í Evrópudeild FBI-NAA (FBI-National Academy Associates). Hann sótti 12 upprifjunarnámskeið á þess vegum um löggæslumálefni líðandi stundar og framþróun á öllum sviðum löggæslunnar á árunum 1985-2005, auk óteljandi funda með hlutaðeigandi um hin og þessi krefjandi málefni líðandi stundar. Ýmis úrlausnarverkefni komu til framkvæmda í framhaldinu, íslensku samfélagi til heilla.

Lögreglan

Þátttaekendur í ráðstefnu FBI-NA í Reykjavík 1994.

Ómar Smári sá um og annaðist árlega ráðstefnu Evrópudeildar FBI-NA hér á landi 1994. Um var að ræða stærstu samhæfðu löggæsluráðstefnu hér á landi fyrr og síðar. Þátttakendur voru um 160 talsins. Ráðstefnan lukkaðist vonum framar – þrátt fyrir alla erfiðleikana er takast þurfti á við. Ómar hefur jafnan verið fáfróður um hans hlutverk í ráðstefnunni, en þó má lesa á opinberum vefmiðlum stórkostulegar lýsingar, bæði frá aðdraganda ráðstefnunnar og frá ráðstefnunni sjálfri.
Ómar var skipaður aðalvarðstjóri 15. maí 1987 (í Umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík). Hann sótti námskeið í Lögregluskóla ríkisins í radarmælingum í okt. 1987. Hafði þá skömmu áður látið þýða og samhæfa norska kennslubók um „Radarmælingar“ íslenskum aðstæðum í faginu. Sú bók varð lögfræðingum embættisins til mikillar aðstoðar við að fylgja eftir kærum vegna hraðabrota í umferðinni vegna einstakra þrætumála og meðferð þeirra fyrir dómstólum.

Umferðardeild

Umferðardeild.

Ómar var settur aðstoðaryfirlögregluþjónn í eitt ár frá 1. ágúst 1988 (forvarnadeild Lögreglunnar í Reykjavík). Meginviðfangsefni deildarinnar voru almannatengsl, fíkniefnavarnir, áfengisvarnir, barna- og unglingamálefni, slysavarnir, leyfismál og afbrotavarnir. Starfsfólkið náði m.a. með frábæru starfsfólki annarra stofnanna þeim markmiðum í samhæfingu samskiptastofnana (m.a. Barnaverndarstofu) að hækka og lögbinda sjálfræðisaldurinn við 18. ár, koma á, í samvinnu við þá, opinberri ökurferilsskrá og punktakerfi í umferðarlögum, lögðu tímabundið bann á framhaldsskólaskemmtanir vegna sérstaklega slæms ástands, herfilegrar áfengisdrykkju og slagsmála nemenda (með þeim árangri að fundað var alvarlega um efnið og sáttum náð með skriflegu samkomulagi um ásættanlegra fyrirkomulag). Allt framangreint verður að telja árangur út af fyrir sig í annars kerfissnúnu valdakerfi ríkisins.

Omar

Arnþór Ingólfsson, aðstoðaryfirlögregluþjón og Ómar ásamt félögum þeirra í umferðardeild LR.

Fölmiðlar voru andsnúnir nýjum hugmyndum í þá daga, líkt og nú. Lögreglu tókst þó að samræma mikilvægustu viðhorfin er fólust m.a. í því að það væri þeim, líkt og lögreglunni, í hag að upplýsingastreymið væri hið áríðanlegasta. Í kjölfarið birti Morgunblaðið lengi vel „Dagbók lögreglunnar“, sem síðar varð almenn að kröfu annarra fjölmiðla. Alla tíð eftir það voru samskipti lögreglu og fjölmiðlafólks byggð á gagnkvæmum skilningi. Samskiptin fólust m.a. í reglulegum fundum hlutaðeigandi, sem skipti verumáli í ljósi tíðarandans.

Breiðholt

Lögreglan opnaði fyrst lögreglustöð í Eddufelli, síðan í Drafnarfelli og loks í Mjódd með það að markmiði að upphefja óeðlilegt ástand í hverfinu.

Upp komu t.d. sérstaklega slæmt unglingavandamál í efra Breiðholti og víðar. Lögreglan kallaði til fulltrúa félagasmála- skóla- og verslunarsamtaka á svæðinum. Viðkomandi voru krafnir upplýsinga um hvaða einstaklinga væri að ræða. Allir aðilar báru fyrir sig þagnarskyldu. Á þeim fundi lagði lögreglan hins vegar fram handskrifaðan lista og spurði – kannist þið við þessa einstaklinga? Í ljós kom að allir framangreindir voru að fást við sama vandamálið – tiltölulega fáa tiltekna einstaklinga. Viðbrögð lögreglunnar voru eftirfarandi; „ef þið komið í alvöru að vinnunni um að uppræta vandamálið munum við opna lögreglustöð í Eddufelli og fylgja eftir lausninni„. Dæmið gekk upp með áþreifanlegum árangri – þökk sé hinum frábæru lögreglumönnum, sem valdir voru til verkefnisins.

Lögreglan

Hluti B-vaktar Lögreglunnar í Reykjavík 1979.

Forvarnardeildinni hjá LR var síðar breytt eftir að Ómar hafði látið þar af störfum og loks aflögð með öllu – illu heilli…
Áður höfðu verið stofnuð hverfa- og íbúasamtök er fylgdu eftir nauðsynlegri eftirfylgni með tilvist foreldraröltsins í hverfum borgarinnar. Lögreglan gengdi þar lykilhlutverki í frábærrri samvinnu við stjórnendur í hverfunum. Hægt væri að segja margar sögur af dugnaði fólksins, er að verkefninu kom.
Við  enn nánari eftirgrennslan kom m.a. eftirfarandi í ljós varðandi framhaldið:
Ómar sótti „námskeið“ í Lögregluskóla ríkisins fyrir yfirmenn í lögreglu í febrúar 1988. Hann lét hafa eftir sér að „Námskeiðið hafi verið ágætt – svona út af fyri sig“.
Hann var félagi í IXCPP (Ineternational Society of Crime Prevention Practitioners) árið 1989. Námskeið í vettvangsstjórunun hjá Almannavörnum ríksins með réttindi vettvangsstjóra árið 1990 og sótti námskeið í stjórnun á vegum embættis lögreglustjóra árið 1993.

Ómar

Ómar ásamt félögum við útskrift.

Ómar var skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglu ríkisins 1. september 1989 (í forvarnadeild og 1. júlí 1997 og í rannsóknardeild embættisins eftir að það hafði verið sameinað LRH (Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að Rannsóknarlögregla ríkisins hafði formlega verið lögð undir embætti. Segja má að Ómar hafi átt einna stærstan þátt í þeirri skipulagsbreytingu). Í kjölfarið var bæði einstökum lögregluembættum sem og Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu falið að rannsaka og upplýsa öll stærri afbrot – með umtalsverðum árangri. Mikill fjöldi ránsmála fylgdi t.d. í kjölfarið á höfuðborgarsvæðinu, en starfsfólkinu tókst með mikilli elju að upplýsa nánast hver og einasta.

VíðistaðirÓmar sótti námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands í maí 1995 um stjórnun. Var staðgengill yfirlögregluþjóns rannsóknardeildar frá 1. júlí 1997 til 2007. Skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn við nýtt lögreglustjóraembætti vegna skipulagsbreytinga á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar 2007, og þá sem stjórnandi rannsóknardeildar embættisins, fyrst sem stjórnandi auðgunarbrotadeildar en síðar sem stjórnandi allra deilda. Á þeim tíma komu m.a. upp nokkur manndrápsmál, er öll voru leyst farsællega.
Síðar varð hann gerður að stöðvarstjóra vegna nýtilkominna skipulagsbreytinga á Stöð-5 (Aðalstöð), stöðvarstjóri á Stöð-3 (Kópavogi) (og jafnframt stöðvarstjóri á Stöð-2 (Hafnarfirði) um 1. og ½ árs skeið) frá árinu 2007 og síðar aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar LRH frá árinu 2014 – eftir að hafa gefið eftir sviðið fyrir komandi yfirlögregluþjón.

Ómar

Ómar Smári á einni ráðstefnunni af mörgum.

Ómar sótti námskeið um árangursstjórnun í Lögregluskólanum á vegum fjármálaráðuneytisins 17. okt. 2000, var formaður öryggisnefndar rannsóknardeildar embættis lögreglustjórans í Reykjavík 1999-2001 og formaður starfsmannaráðs embættis lögreglustjórans í Reykjavík 2000-2002, stundaði og lauk stjórnunarnámi fyrir yfirmenn í lögreglunni á vegum Lögregluskólans og Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í sept. 2003 og í júní 2004.

Maðurinn var nokkuð áberandi í fjölmiðlum um tíma. Samskipti við fjölmiðla voru í gegnum tíðina stór hluti af störfum hans, hvort sem var á vettvangi atburða eða í eftiráskýringum þeirra. Á löngum starfsferli bar ekki skugga þar á – svo orð sé á gerandi, heldur þvert á móti.

Ómar

Ómar

Eftir að forvarnardeildin var stofnuð þótti öðrum stjórnendum þægilegt að geta vísað spurningum blaða- eða fréttamann til hennar. Innkoman á þann vettvang kom því ekki til af engu. Honum fannst bæði sjálfsagt og eðlilegt að einhver svaraði fyrirspurnum f.h. embættisins. Hafa ber í huga að fyrirspyrjendur einstakra fjölmiðla voru jú einungis að reyna að sinna vinnunni sinni, þ.e. að upplýsa almenning um málavexti hverju sinni. Þetta samstarf reyndi á stundum á traust og skilning af beggja hálfu.

Lögreglan

Útskrift úr skóla FBI 1985.

Þótt mörgum hafi, í miðri orrahríðinni, þótt ágengni fjölmiðlanna full ágeng og óþægileg, var hann jafnan á annarri skoðun. „Okkar hlutverk er mikilvægt, en þeirra hlutverk er ekki síður mikilvægt“, var eftir honum haft.
„Ég átti jafnan mjög gott samstarf við aðra og var, að eigin mati, vonandi, almennt vel liðinn í gegnum tíðina, bæði af vinum og öðrum, sem síðar, jafnvel eftir nokkrar þrætur, urðum vinir, enda jafnan haft að leiðarljósi að koma með sanngjörnum hætti fram við aðra líkt og þeir eiga skilið – þannig þeir fengju að njóta sín af eigin verðleikum.

Omar

Frétt frá fundi Ómars og Sniglanna 1988. Sjá  https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/1988/07/fundur-logreglunnar-og-sniglanna.html

Bifhjólasamtökum Sniglanna var t.d. uppsigað við lögregluna um tíma, en eftir að ég fékk að mæta á almennan félagsfund þeirra eitt kvöldið, skiptast á skoðunum og rífast með orðum sem varla gætu átt heima á prenti varð niðurstaðan sú að við, bifhjólasamtökin og lögreglan, tækjum höndum saman í baráttunni við fækkun slysa í umferðinni. Það var síðan gert með eftirminnilegum hætti. Í kjölfarið var mér sá sómi sýndur að verða gerður að heiðursfélaga í Sniglunum nr. 900. Mér hefur jafnan þótt vænt um viðurkenninguna enda áttum við og stjórnarmeðlimir samtakanna jafnan hið ágætasta samstarf um margra ára skeið.“

Ráðandi dómsmálaráðherrar voru ekki alltaf par hrifnir af „skýringum lögreglu“ á einstökum viðfangsefnum því stundum skaraðist heilbrigð skynsemi og pólitík í daglegri umfjöllun álitamála. Ómar lagði t.d. áherslu á að lögregluyfirvaldið ætti allt heima hjá staðarlögreglu er byggi yfir bæði staðbundinni og yfirgripsmikilli þekkingu í stað stofnana úti bæ, ætti auðveldara með að bregðast við staðbundnum ógnunum o.s.frv. Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem varð síðar lögð niður sem slík og sameinuð starfsstöðvuum einstakra lögreglustöðva.

Hafnarjörður

Hafnarfjörður – pólitík

Ómar tók um tíma þátt í pólitísku starfi innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Já, það er rétt. Frumkvæðið var reyndar ekki mitt. Til mín leituðu fyrrum skólafélagar og kennari úr menntaskólanum í Flensborg, Ingvar Viktorsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Tryggvi Harðarsson.

Hafnarfjörður

Kosningasigur 1990.

Guðmundur Árni var þá orðinn potturinn og pannan í starfi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Áður hafði Árni Gunnlaugsson boðið Ómari að vera ofarlega á framboðslista Óháðra borgara í bænum. Flokkur hans náði ágætum árangri. Málið var að Árni hafði stutt móður hans á erfiðleikaárum hennar og  taldi sig eiga honum gjöld að gjalda. Þá höfðu fulltrúar Alþýðuflokksins, bæði í bæjarstjórn og í nefndum og ráðum, lagt sig fram við að styðja við bakið á öllum þeim er minna máttu sín í bæjarfélaginu. „Hvernig var hægt að hafna slíkum beiðnum fyrrum skólafélaga og velgjörðarfólks er höfðu slík gjöfug markmið?“ að sögn Ómar.

Ómar

Sigurlisti Alþýðuflokksins 1994.

Það var mikill uppgangur í bænum á þessum tíma.
Ómari var falið að veita formennsku í nokkrum nefndum og ráðum, s.s. vímuvarnarnefnd, umferðarnefnd, félagsmálaráði, nefn Stætós, menningarmálanefnd sem og afmælisnefnd bæjarins. Þetta var lærdómsríkur tími. Lærdómurinn fólst m.a. í því að virða skoðanir allra þeirra er voru öndverðum meiði til jafns við skoðanir samflokksfólks.

Á starfstímanum í lögreglunni stundaði Ómar nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands á árunum 2004-2007 og lauk því með BA-gráðu.
Árið 2007 stofnaði okkar maður eitt merkasta afrek sitt; gönguhópinn FERLIR („Fe“ stóð fyrir ferðahóp, „RL“ stóð fyrir Rannsóknardeild Lögreglunnar, „i“ stóð fyrir í og „R“ stóð fyrir Reykjavík.Tilgangur hópsins var á þeim tíma langt á undan sinni samtíð; þ.a. að drífa áhugasamt starfsfólk út af skrifstofunum út í umhverfið allt umleikis með öllum þeim óteljandi möguleikum sem það hefur upp á að bjóða.
Afurðin varð með mikilli fyrirhöfn að stofnun og viðhald vefsíðunnar www.ferlir.is er einbeitt hefur sér að sögu, minjum, náttúru og margbreytileika Reykjanesskagans.

Omar

Ómar – við útskriftina í Háskóla Íslands.

Ómar var um tíma formaður Félags yfirlögregluþjóna, í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur, í ritstjórn Lögreglumannsins og ritstjóri Lögreglublaðsins, auk þess sem hann hafði í millitíðinni starfað í mörgum nefndum fyrir hönd lögreglunnar og bæjarfélags sitt, Hafnarfjörð. Hann hefur m.a. átt sæti í nefndum og verkefnahópum vegna starfs, s.s. samstarfsnefnd um lögreglumálefni, verkefnastjórn dómsmálaráðuneytsins í vímuvörnum og Slysavarnarráði Íslands. Þá hefur hann tekið þátt í fjölmörgum fundum og ráðstefnum um löggæslumálefni, bæði hér á landi og erlendis í gegnum tíðina.

Strandarkirkja

Vígsla örnefna- og minjakort af Selvogi við Strandarkirkju. FERLIR gaf kirkjunni skiltið.

Ómar lauk starfsævinni innan lögreglunnar á föstudegi með því að afhenda verðugum arftaka axlarspælana sína, skömmu eftir hádegi í lok júlímánaðar, faðmaði hann, óskaði honum góðrar framtíðar og beygði af leið.
Ágústmánuðurinn var framundan. Síðan hefur hann ekki heimsótt starfstöðvarnar. Hann lét þó hafa eftirfarandi eftir sér: „Ég hef síðan ekki heimsótt gömlu ástkæru starfsstöðina við Hverfisgötu sem og aðrar síðan (eftir að hafa, reynslumikinn starfsmanninn, verið „aflífaður“, bara hent út sem si svona, kominn á tíma, einungis vegna þess að tilteknum aldursmörkum hafði verið náð – skv. óréttlátu lagaákvæði!?)“. Stórnvöld hafa hingað til brugðist eldra fólki. Allir þurfa að eiga möguleika til vinnu, með einum eða öðrum hætti. Þegar að lögbundum starfslokum kemur þurfa vinnuveitandi og atvinnurekandi að staldra við og semja um tímabundið vinnuframlag þar sem metin er heilsa og reynsla viðkomandi hverju sinni. Allt of mörgu ágætisfólki með mikla starfsgetu hefur hingað til verið hent fyrir arnstapann, að óskerju.“
Ef lýsa ætti mannkostum þessa mikla auðlings myndi vefsíðan öll varla duga til.
Takk fyrir samveruna öll þessi ár, kæri vinur og til hamingu með afmælið – Vinur og ferðafélagi.

Ómar

Ómar – mynd af umferðarslysavettvangi.

FEELIR

Föstudaginn 1. maí árið 2020 varð FERLIR tuttugu og eins árs. Þennan dag fyrir jafnmörgum árum hittust nokkrir starfsfélagar í Lögreglunni í Reykjavík við Kaldársel. Ætlunin var að skoða nærumhverfið með tillliti til sögu svæðisins, minjar og náttúru þess; hvort sem varðaði flóru eða fánu. Jafnframt var takmarkið að nýta áhugavert svæði, Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs) til hreyfingar og útivistar, ekki síst sem tilbreytingu frá hinu daglega amstri vinnunnar.
Selvogs-Jói mætti þá við öllu búinn (sjá opnumynd) að teknu tilliti til áður birtrar auglýsingar um fyrirhugaða ferð; „ætlunin er m.a. að feta yfir læki, kafa í hella og fara á fjöll“

Hver FERLIRFERLIRsferðin rak síðan  aðra í framhaldinu. Í dag eru þær orðnar fleiri en sex þúsund talsins – með hlutfallslega miklum uppsöfnuðum fróðleik, að ekki sé talað um öll hreyfingarígildin (lýðheilsugildin).

Fljótlega var FERLIRsvefnum komið á fót, í árdaga allra vefsíðugerða. Til þess fékkst styrkur til kaupa á fartölvu frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans til að vinna texta, myndir og birta. Alla tíð síðan hafa öll sveitarfélögin í fyrrum landnámi Ingólfs, utan Grafningshrepps, auk einstakra fyrirtækja, stutt viðhald vefsíðunnar (þ.e. greitt tilfallandi hýsingargjöldin frá ári til árs). Þeim hefur á móti staðið til boða að nota allt efni hennar þegnum sínum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða í leik eða starfi. Það á jafnframt við um alla aðra er áhuga hafa á útivist og vilja fræðast um fólkið er byggt hefur landssvæðið fram til þessa.

Á þessu tímabili hefur reynst nauðsynlegt vegna tækniframfara og hýsingarkrafna að uppfæra vefsíðuna þrisvar sinnum, nú síðast með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Vandinn hefur jafnan falist í að nýta eldra uppsafnað efni og aðlaga það að breyttum breytanda. Hingað til hefur tekist að yfirstíga slíka erfiðleika, þökk sé hæfileikaríku tæknifólki…

Vonandi mun áhugasömu fólki um svæðið nýtast innihald vefsíðunnar til langrar framtíðar.

HÉR má sjá nokkrar ljósmyndir frá fyrstu FERLIRsferðunum…

FERLIR

FERLIRsþátttakendur í Bálkahelli.

Kind

Á vefsíðunni hefur af og til verið fjallað um einstaka staði, minjar eða minjasvæði á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs).

Umleitun

Tilgangurinn með umfjölluninni er hefur m.a. verið að fá viðbrögð fólks, sem hugsanlega kann að búa yfir vitneskju um hvorutveggja – og jafnvel ýmislegt umfram það. Með því hefur verið hægt að safna bæði ábyggilegum og áður óþekktum upplýsingum um sérhvert umfjöllunarefni. Hafa ber í huga að einstakir staðir hafa í gegnum tíðina verið nefndir fleiru en einu nafni og jafnvel þótt sumir telji það nafn, sem þeir þekkja, vera hið eina rétta, kann raunin að vera bæði önnur og hvorutveggja. Upplýsingar geta því stundum orðið misvísandi, en þó ávallt upplýsandi. Orð geta verið stafsett með mismunandi hætti. Óbrinnishólahraun hefur t.a.m. verið ritað sem „Óbrennishólahraun“ og „Óbrynnishólahraun“. Þá þarf stundum bara að láta reyna á hvað kann að vera líklegast og réttast þótt nafnið sjálft geti í raun verið aukaatriði í öllu því, sem það hefur upp á að bjóða. Þess vegna er svo mikilvægt að sem flestir, sem búa yfir upplýsingum um efnið, láti í sér heyra – þótt ekki sé fyrir annað en að fá „hugskeyti“ frá fólki er veit um staði, sem öðrum eru nú gleymdir, en því þykir sérstaklega áhugaverðir.

VitneskjaFERLIR hefur þegar skoðað og safnað upplýsingum um 440 sel eða selstöður á Reykjanesskaganum, yfir 90 fjárborgir, um 180 brunna og vatnsstæði, um 240 gamlar leiðir, 90 hlaðnar refagildrur, um 660 hella, skúta og fjárskjól, um 80 letursteina, um 90 hlaðnar réttir, um 25 skotbyrgi, um 230 sæluhús og sögulegar tóttir, um 25 hlaðnar vegavinnubúðir, um 190 sögulegar vörður auk vara, nausta, grenja o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. á svæðinu. Margt hefur og uppgötvast við eftirgrennslan og skipulegar leitir. Allt myndar þetta heildir búskapar- og atvinnusögu svæðisins. Miklar upplýsingar hafa fengist frá áhugasömu og margfróðu fólki á Reykjanesi, sem hefur skráð, gefið út og/eða þekkir til staðanna. Er því sérstaklega þakkaður skilningurinn og alúðin við miðlun efnis. Þessa fólks verður alls getið ef og þegar „Bókin mikla – Reykjanesskinna“ kemur út.
Ef áhugasamir lesendur telja sig enn búa yfir upplýsingum um einstaka staði, sem ástæða er til að skoða, varðveita og skrá, eru þeir beðnir að hafa samband við netfangið ferlir@ferlir.is.
Handan

Ferlir

2007 – 12. maí (fyrsta daginn eftir lokadag – upprifjun);

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

FERLIR-001: Helgafell. Fyrsta FERLIRsferðin. Þátttakendur mættu og voru við öllu búnir. Takmarkið var að komast fyrstu ferðina – allt til enda. Þegar öllum lúnum, og sumum mjög þreyttum, hafði tekist það, loksins, var markmiðið sett á a.m.k. eitt hundrað ferðir um Reykjanesskagann með það fyrir augum að skoða hann svo til allan – næstu mánuðina.

FERLIR-100 – Ákveðið var að fara a.m.k. eitt hundrað FERLIRsferðir til viðbótar um Reykjanesskagann því ljóst var nú að mikið var enn óskoðað. Orðið þreyta var ekki lengur til í orðaforðanum. Öllum var nú meðvitað um að því meiri vitneskja sem fékkst því minna töldu þeir sig vita um svæðið.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

FERLIR-200 – Ákveðið að reyna að halda áfram og freysta þess að komast yfir sem flestar minjar og sögulega staði á Reykjanesi áður en skósólarnir væru allir. Svolítill styrkur fékkst frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar til að skrá og ljósmynda minjar og minjastaði á Reykjanesi. Gerðar voru exel-skrár yfir helstu tegundir minja og gps-punktar þeirra skráðir. (Gps-tæki var fengið að láni hjá Jóni Svanþórssyni, ljósmyndavél hjá ónafngreindu fólki og ljósmyndarinn hverju sinni kostaði framköllun).

FERLIR-300 – Í ljós hafði komið að af ótrúlega miklu var af að taka. Listinn yfir óskoðuð svæði og áður fundnar, en týndar, og líklegar ófundnar minjar lengdist óðfluga. Ákveðið var að ganga a.m.k. eitt hundrað ferðir til viðbótar og reyna að “tæma” svæðið “ af „skráningarskyldum“ minjum.

Húshólmi

Boðið upp á veitingar í Húshólma.

FERLIR-400 – Skráning minja hafði gengi vel og ótrúlega margar minjar og minjastaðir fundist við “leitir” á einstökum svæðum. Til að varðveita samhengið var og ákveðið að rissa upp helstu minjasvæðin til varðveislu og sem hugsanleg gögn til varanlegri framtíðar. Í fyrstu umferð voru teiknuð upp um 100 svæði. Uppdrættirnir hafa verið varðveittir í Reykjanesskinnu, sem verður, um sinn a.m.k., einungis til í einu órafrænu eintaki.

FERLIR-500 – Þrátt fyrir að búið væri að ganga og fara yfir einstök svæði og skoða, leita og skilgreina, komu enn í ljós minjar, sem ekki hafði verið vitað um áður, s.s. garðar, refagildrur, gamla leiðir, borgir, fjárskjól, brunnar, vatnsstæði o.fl. Ákveðið var að halda áfram enn um sinn, en láta síðan staðar numið við FERLIR-600.

Njarðvíkursel

Innri-Njarðvíkursel.

FERLIR-600 – Ljóst var að ekki yrði komist yfir allt svæðið með það fyrir augum að skrá allt, sem þar væri að finna. Ákveðið var að fresta ferð nr. 600, fara beint í nr. 601, en beina athyglinni fyrst og fremst að áhugaverðustu svæðunum, s.s. í umdæmi Grindavíkur og Hafnarfjarðar, en önnur sveitarfélög á svæðinu hafa ekki sýnt fornum minjum sínum jafn mikinn áhuga og þau. Fyrir lá að hér var um mikil verðmæti til framtíðar að ræða. Áhugi á umhverfi, útivist og hreyfingu fóru greinilega stigvaxandi.

FERLIR-700 – Minjar og saga eru ekki einu auðævi Reykjanesskagans. Jarðfræði, umhverfi, dýralíf, flóra sem og annað er lítur að áhugaverðum útivistarmöguleikum á svæðinu er í rauninni ótæmandi ef vel er að gáð.

Grindavíkurvegur

Byrgi vegavinnumanna við Grindavíkurveg.

Svæðið nýtur nálægðar um 2/3 hluta þjóðarinnar, en þrátt fyrir það er það eitt hið vannýttasta á landinu. Mikill áhugi hefur verið á að reyn að „opinbera“ minjar, minjasvæði og forn mannvirki á Reykjanesi og gera þær aðgengilegar áhugsömu fólki. Í byrjun árs 2004 var afráðið að sækja um styrk úr Þjóðhátíðarsjóði, sem er í vörslu Seðlabanka Íslands, með það fyrir augum að leggja drög að slíkri „opinberun“, hvort sem væri með rafrænum hætti eða blaðrænum. Þann 9. júní 2004 barst tilkynning frá sjóðsstjórninni um að FERLIR hafi verið veittur umbeðinn styrkur. Nú verður ekki aftur snúið. Stefnt var að opinberri og birtingu uppsafnaðra upplýsinga og fróðleiks (sem birtist nú lesendum hér á vefsíðunni).

Og enn er haldið áfram – á meðan að einhverju er að stefna. Síðasta FERLIRsferðin var nr. 2021. Nú er stefnt að því að ferðirnar um Reykjanesskagann, fyrrum landnám Ingólfs, verði a.m.k. 3000 talsins…

Ferlir

Ferlir á ferð í Selvogi.