Fornleifar

„Nýverið [2001] kom út skýrsla á vegum samgöngumálaráðuneytis um „Menningartengda ferðaþjónustu á Íslandi„.
Forn-11Flestir sem starfa að íslenskri menningu hljóta að fagna henni enda er þar tekin afdráttarlaus afstaða með nauðsyn þess að efla menningartengda ferðaþjónustu. Í skýrslunni eru settar fram hugmyndir um leiðir sem ríkisvaldið hefur til að styðja þennan vaxtarbrodd íslensks atvinnulífs. Er öruggt að þær verði til góðs ef þær komast í framkvæmd.
Í skýrslunni er sú forsenda gefin að hér á landi séu ekki fornleifar sem vert sé að kynna (s. 17) og þess vegna beri fyrst og fremst að leggja áherslu á bókmenntir og sögu þjóðarinnar í menningartengdri ferðaþjónustu. Á þeim grundvelli er sett fram ákveðin skoðun á framvindu Íslandssögunnar og hvaða atriði á hverju tímabili séu helst líkleg til að vekja áhuga.
Forn-12Það er full ástæða til að efast um nauðsyn þess eða gagnsemi að ríkisvaldið byggi stefnu sína í ferðaþjónustu á einni tiltekinni söguskoðun, og víst er að í þessu tilfelli hefur þessi afstaða byrgt sýn á þá fjölmörgu möguleika aðra sem eru á vexti á þessu sviði. Ekki er hægt að kenna um áhugaleysi, því í skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn aukinna fornleifarannsókna (s. 11, 23). Þar ræður fremur skortur á þekkingu á íslenskum fornleifum og möguleikum til að hagnýta þær.

Íslenskar fornleifar
Það er almenn skoðun en röng að ekki séu á Íslandi miklar eða merkilegar fornleifar. Íslendingar notuðu að vísu lengstaf forgengileg byggingarefni eins og torf og tré þannig að mannvirkjaleifar skera sig ekki úr í landslaginu eins og byggingar úr steini myndu gera. Það þýðir hinsvegar ekki að leifarnar séu ekki til eða að þær séu ekki áhugaverðar.

Forn-13

Á vegum Fornleifastofnunar er unnið að skráningu fornleifa um allt land og hefur nú verið safnað upplýsingum um 53.000 íslenska fornleifastaði. Skráningin nær til um 44% landsins þannig að ætla má að alls séu 120.000 fornleifastaðir á landinu öllu. Það er því enginn skortur á fornleifum þó að viljann skorti til að nýta þær.
Í nýlegri könnun um áhuga erlendra ferðamanna á íslenskum menningararfi kemur í ljós að flestir nefna fornleifar sem það atriði menningararfsins sem þeir höfðu mestan áhuga á. Hinsvegar kom í ljós að þessir ferðamenn töldu gæði kynningar á fornleifum hvað lakasta og var um þetta atriði mestur munur á væntingum ferðamanna og frammistöðu íslenskrar ferðaþjónustu (Rögnvaldur Guðmundsson: Sagnagarður Íslands, 2000). Með öðrum orðum þá stöndum við ekki undir þeim væntingum sem erlendir ferðamenn hafa um eðlilega þjónustu á þessu sviði.

Dæmi frá Orkneyjum
Forn-10Á Orkneyjum er ferðaþjónusta ein stærsta atvinnugreinin og hafa eyjaskeggjar um 3,5 milljarða íslenskra króna í tekjur af henni árlega. 23% ferðamanna nefna fornleifar sem meginástæðuna fyrir því að þeir heimsækja eyjarnar, en 73% nefna fornleifar sem eina af ástæðunum, þannig að tekjur hinna tuttugu þúsund Orkneyinga af fornleifum einum eru á bilinu 1-2 milljarðar íslenskra króna (upplýsingar frá Orkney Enterprise). Til Íslands koma tvöfalt fleiri ferðamenn og ætti því að vera raunhæft markmið að við gætum haft 2-3 milljarða tekjur á ári af þessari auðlind. Eins og er eru tekjur Íslendinga af fornleifum varla meiri en nokkrar milljónir á ári.
Ástæðan fyrir því að ég tek Orkneyjar sem dæmi er að þar eru hvorki pýramíðar né kastalar sem setja svip sinn á landslagið heldur eru fornleifar þær sem vekja svo mikinn áhuga ekki ólíkar þeim íslensku að eðli og umfangi. Munurinn liggur í því að hinar orkneysku fornleifar hafa verið rannsakaðar og staðirnir í kjölfarið gerðir aðgengilegir gestum. Orkneyingar hafa verið lengi að við þetta og verið óhræddir við að fjárfesta í rannsóknum, kynningu á rannsóknarniðurstöðum og aðgengi að fornleifastöðum.

Hvernig getum við hagnýtt íslenskar fornleifar?
Forn-14Það eru margar leiðir til að hagnýta íslenskar fornleifar. Aðeins er fjallað um eina þeirra í áðurnefndri skýrslu, þá að gera fornleifauppgröft sem síðan er byggt á við kynningu á viðkomandi stað. Það er dýrasta leiðin og sú sem lengstan tíma tekur.
Ódýrari leiðir eru einnig til. Ljóst er að fjölmarga uppgrafna íslenska minjastaði mætti gera aðgengilega og kynna fyrir gestum. Í þeim skilningi má líta á eldri rannsóknir sem vannýtta auðlind.
En það þarf heldur ekki uppgröft til að hagnýta fornleifar. Sandblásin verbúð á eyðiströnd eða vallgróin beitarhúsatóft á lækjarbakka geta sagt meira um lífshætti og lífskjör Íslendinga á liðnum öldum en margar blaðsíður af ritmáli. Slíkar fornleifar er að finna um allt land og eru nánast endalausir möguleikar á því hvernig hægt er að nýta þær í ferðaþjónustu. Kynning á slíkum minjastöðum byggist á því að líta á þá sem hluta af landslaginu og skynjun þess. Það gerbreytir upplifun ferðamannsins af íslenskri náttúru þegar honum er bent á minjar um íslenskt samfélag og komið í skilning um þá lífshætti sem hér tíðkuðust og þá lífsbaráttu sem hér fór fram. Það er ekki ómerkileg saga.
Forn-20Fornleifar hafa þann meginkost fyrir ferðaþjónustu að þær eru staðbundnar og krefjast þess að menn ferðist til að hægt sé að skoða þær – öfugt við bókmenntir sem hver sem er getur notið í stofunni heima hjá sér. Þær hafa líka þann kost að þær eru dreifðar um allt land, sem þýðir að hægt er að hafa áhrif á hvert ferðamenn fara með því að stjórna uppbyggingu fornleifastaða.
Skynjun okkar Íslendinga af fortíðinni byggist nær alfarið á sögum og rituðu máli. Það er sérstaða okkar því fæstar aðrar þjóðir eiga jafnmikinn sagnaarf og við, eða eru jafnmeðvitaðar um hann. Það er sjálfsagt fyrir okkur að nýta okkur þessa sérstöðu í ferðaþjónustu, en það er ástæðulaust að láta hana takmarka möguleika okkar. Erlendis er mönnum tamara að skynja fortíðina í gegnum hluti – byggingar, listaverk eða gripi – og þeir búast við því að þeim sé miðlað upplýsingum með sama hætta þegar þeir koma hingað. Hversvegna eigum við að valda þeim vonbrigðum?“

Heimild:
-Orri Vésteinsson, Mbl. 7. des. 2001 – Fornleifar eru auðlind.

Hafnir

Hafnir – landnámsskáli.

Bessastaðir

Miðað við allan þann mikla fróðleik sem hafa má af fornleifum má segja að of lítið sé gert til að miðla honum.
Umfjöllun fræðimanna um einstakar fornleifarannsóknir eru jafnan of flóknar fyrir almenning Forn-1og áhugasömum leikmönnum er gert erfitt fyrir um þátttöku við að miðla áhugaverðu efni. Fornminjar eru eign allrar þjóðarinnar og því ætti það að vera bæði eðlilegt og sjálfsagt að fornleifafræðingar miðli upplýsingum um áhugavert efni til almennings. Vissulega eru miðlunarleiðirnar margar og sumar flóknari en aðrar, en m.v. þróun tækninnar virðist enn vera ótrúlega erfitt að nálgast upplýsingarnar, sérstaklega þegar um er að ræða sérhæfðar skýrslur og rit sem aðeins koma út í takmörkuðu upplagi. Fornleifafræðin á að vera opin og aðgengileg fyrir almenning. „Fornleifafræði er fræðigrein sem almenningur hefur áhuga á.
Fólk er forvitið um uppruna sinn, hvenær landið byggðist, hvaða minjar megi finna í Forn-2jörðu o.s.frv. Sést þetta t.d. á því að á flestum stöðum þar sem fornleifafræðingar grúfa sig niður á hnjánum með múrskeið í hönd og grafa má jafnan búast við forvitnum gestum sem vilja fræðast og fá svör við spurningum sínum. Fornleifafræðingar eru almennt séð meðvitaðir um þennan áhuga almennings og reyna eftir fremsta megni að svara spurningum forvitinna og miðla af þekkingu sinni. Fornleifarannsóknir eru alfarið í höndum þeirra sem hafa menntun í fornleifafræði og má segja umfjöllun um hana fari að mestu fram í gegnum fjölmiðla. Almenningur getur svo aflað sér frekari vitneskju, t.d. með því að heimsækja söfn, skoða fornleifauppgrefti eða lesa sér til um efnið. Í árdaga fornleifafræðinnar var aðkoma almennings hins vegar mun meiri þar sem fólk tók þá beinan þátt í uppgröftum, rannsóknirnar voru sem sagt mun opnari.
Forn-3Hugtakið opin fornleifafræði (e. public archaeology) var almennt ekki notað fyrr en í kringum árið 1972. Þá var merking þess helst bundin við starfsemi minjavörslunnar og aðkomu hennar að framkvæmda-tengdum forn-leifarannsóknum. Í slíkum rannsóknum þurfti oft að treysta á aðstoð frá almenningi, bæði við störf tengd rannsókninni, svo sem uppgröft, en einnig var mikilvægt að hafa stuðning frá almenningi gagnvart stjórnvöldum. Ef minjavarslan gat sýnt fram á að almenningur væri hliðhollur fornminjum gat hún þar með sýnt fram á að mikilvægt væri að vernda minjastaði. Rannsóknir sem framkvæmdar voru af fræðastofnunum og höfðu innanborðs sérfræðinga á sviðinu þurftu hins vegar ekki að stóla eins mikið á aðkomu almennings því tryggt var að fullnægjandi rannsókn færi fram. Almenningur átti því í vissum tilfellum greiðan aðgang að fornleifafræði á þessum tíma.

Forn-5

Eftir því sem tíminn leið og fornleifafræðin varð að meiri fræðigrein minnkaði hins vegar bein þátttaka almennings í rannsóknunum. Sú breyting fólst í því að fornleifafræðingar störfuðu fyrir hönd almennings við að rannsaka fornleifarnar í stað þess að almenningur kæmi beint að starfinu. Rétt er að taka fram að þróun hugtaksins opin fornleifafræði sem farið hefur verið yfir hér að framan á einkum við í Bandaríkjunum og Bretlandi. Notkun hugtaksins er ekki algeng hér á landi svo að höfundi sé kunnugt um en víst er að fornleifafræðingar eru þó meðvitaðir um það að þær fornleifar sem þeir rannsaka eru vissulega í eigu almennings og því á almenningur rétt á því að fræðast um þær.
Fræðsla er þó ekki eina ástæðan fyrir því að fornleifafræðingar vilja að almenningur kynni sér fornminjar. Hvort sem fræðimenn hafa tíma eða ekki Forn-6til að eiga samskipti við almenning er það eiginlega skylda fræðigreinarinnar í heild að gera það. Eftir því sem menntuðum fornleifafræðingum hefur fjölgað í greininni er meiri áhersla lögð á vísindalegar rannsóknir, magn gagna er orðið mun meira og sérhæfingin meiri. Með þessari þróun hefur bilið á milli fornleifafræðinga og almennings e.t.v. breikkað þar sem fornleifafræðingar einblína ekki eins mikið á það sem almenningur hefur áhuga á. Stórir gagnabankar af tölum og lýsingum falla ekki í kramið hjá almenningi. Hann vill miklu frekar heyra um túlkun eða hugmyndir fornleifafræðinga um hvernig mannlífið var áður fyrr, búsetuhætti í þeim byggingum sem verið er að rannsaka, hvernig umhverfið var nýtt o.s.frv.
Forn-7Fornleifafræðingar eiga samt sem áður ekki að setja sig á háan hest og halda að þeir geti svarað öllum spurningum sem koma frá almenningi, að þeir séu alvitrir um fyrri tíma. Það viðhorf er ekki líklegt til að afla fornleifafræðingum vinsælda meðal almennings. Fornleifafræðingar ættu miklu frekar að miðla upplýsingum til fólks vegna þess að þeir vilja það, til þess að almenningur öðlist frekari skilning á störfum þeirra. Fornleifafræðingar ættu einnig að geta séð hag sinn í að miðla upplýsingum til almennings. Ef fornleifafræðingar, sem og aðrir fræðimenn, eiga meiri samskipti við almenning munu fleiri skilja hvað fræðimennirnir gera og þar af leiðandi sýna þeim meiri stuðning. Hægt er að segja að þetta viðhorf sé þó nokkuð miðað út frá fræðimanninum, þ.e. hann ætlast til að almenningur sýni honum skilning og fái frið til að vinna sína vinnu. Þessu þarf þó ekki að taka sem svo.

Forn-8

Ef almenningur hefur skilning á störfum fornleifafræðinga og sýnir þeim stuðning fjölgar e.t.v. rannsóknum og þar með hagnast allir í stöðunni, þ.e. fleiri rannsóknir eru framkvæmdar og almenningur fær aðgang að frekari upplýsingum. Út frá sjónarmiði almennings má hins vegar segja að það sé hlutverk fræðimanna að upplýsa um sín fræði svo að fólk sé t.a.m. fróðara, taki meðvitaðri ákvarðanir og hafi val um menningartengda afþreyingu. Annað viðhorf sem tengist samskiptum þessara tveggja hópa er það að í langflestum tilfellum er það almenningur sem borgar fyrir fornleifarannsóknir. Greinin þarfnast fjármagns og þeir eru oft teknir úr opinberum sjóðum til að skipuleggja, rannsaka og varðveita fornleifar – því ætti almenningur að geta fengið eitthvað í staðinn. Í mörgum tilfellum vantar upp á það því eina útkoman úr rannsóknum eru í mörgum tilfellum skýrslur skrifaðar á fræðilegu máli sem hinn almenni lesandi ræður ekki við.
Afleiðingar af því að miðla ekki upplýsingum til almennings eru m.a. þær að fólk skilur ekki í hverju starf fornleifafræðinga felst. Devon Mihesuah sagði í grein sinni frá 1996 að eini munurinn á grafarræningjum og fornleifafræðingum væri tímamunurinn, sólarvörnin, litlir burstar og hirðusemin eftir að þeir yfirgæfu staðinn.5 Þetta er að sjálfsögðu ekki æskilegt viðhorf gagnvart störfum fornleifafræðinga. Það er því nokkuð augljóst að nauðsynlegt er að einhvers konar samskipti eigi sér stað á milli fornleifafræðinga og almennings til þess að þess konar viðhorf verði ekki ríkjandi gagnvart störfum fornleifafræðinga. Áhrifarík miðlun fornleifa til almennings ætti að vera eftirsóknarverð í augum fornleifafræðinga því það er nokkuð ljóst að báðir hópar njóta góðs af því.“

Heimild m.a.:
-M.A. ritgerð – Margrét Valmundsdóttir, janúar 2011.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Húsatóptir
Grindavíkurhraunin geyma marga gersemina. Sumar hafa þegar verið uppgötvaðar og aðrar endurupplýstar (jafnvel óvænt), en ennþá eru nokkrar þeirrar á huldu, þrátt fyrir nokkra (og jafnvel allmikla) leit. Má þar nefna fjárhelli Hamrabónda ofan Húsatófta.
GrindavíkEitt af því sem FERLIR hefur beint athyglinni að eru hellar eða skjól, sem notuð voru til brugggerðar á bannárum 20. aldarinnar. Hverjum og einu tengist ákveðin saga, sem í rauninni var, og er, hluti mikilvægrar samfélagsmyndar þess tíma. Nýting þeirra og afurðavinnsla birtist m.a. í hugmyndasköpulegum verðmætum, en ekki síður í sögum og sögnum, munnmælum og eftirmælum, þótt hljótt hafi farið, hingað til a.m.k. Hvorutveggja staðanna hafa kannski ekki enn öðlast hefðarrétt sem fornleifar, en að því mun koma – óðfluga. Þá er eins gott að hafa staðsett þær og skráð – ekki síst m.t.t. sagnahefðar hinnar miklu sagnaþjóðar frá upphafi vega, allt til tilkomu útvarpsins (um 1930). Nú þegar háeffa á „fyrirbærið“ RÚV má ekki gleyma að það átti, þrátt fyrir menningartengda lofgjörð og nýbreyttni á sínum tíma, einna mestan þátt í eyðingu hinnar fornu sagnahefðar hinnar gömlu víkingaþjóðar. Útvarpið tók í einu vetfangi að sér, bara með tilvist sinni, óumbeðið, grunnmenntun heillar þjóðar.
Nú, FERLIR hafði lagt fram fyrirspurnir og fengið svör við mögulegum brugghellisstöðum í nágrenni Grindavíkur. M.a. barst eftirfarandi svar: „Sæll, ég hef ekki enn náð á Guðmund frá Ásgarði, en Guðjón Þorláksson frá Vík sagðist halda með nokkurri vissu að brugghellir Ásgarðsmanna og Víkurmanna hafi verið á Skipsstíg neðan Lágafells rétt hjá fyrstu gjánni á hraunsléttu þar sem nokkur op eru? Þetta á að vera austan girðingar við hraunbrúnina. Þarna sátu þeir Guðmundur frá Ásgarði, Þorlákur frá Vík, Gísli Jóhanneson (Gilli Jó), Óskar Gíslason og einn enn (Einar í Ásgerði)? við iðju sína þegar jarðskjálfti skók jörð (Dalvíkurskjálftinn eða sama ár). Allt lék á reiðiskjálfi og gjáin gekk saman yfir hausunum á þeim. Gilli Jó skaust upp og í sama mund féll stór stein niður á sama stað og hann hafði setið við að hræra í pottinum örskömmu áður. Hann taldi sig heppinn að hafa sloppið svona vel í það skiptið.
GrindavíkEkki löngu síðar sat sýslumaðurinn í Hafnarfirði fyrir þeim og tók þá fasta er þeir voru á leið í Landmannaréttir á “boddí bíl” og gerði talsvert magn af landa upptækt. Þorlákur tók á sig sök og sat á Litla Hrauni í viku tíma. Reyndar eru til fleiri útgáfur af þeirri sögu. Önnur segir t.d. að hann hafi setið inni fyrir að leggja hönd til yfirvaldsins, líkt og sýslumaður Árnesinga hafði mátt þola fyrir stuttu. Það mátti að sumu leiti túlka til misskilnings, líkt og þá, en svona endurtekur sagan sig – hvað eftir annað og það ekki á svo löngum tíma.
Hin mikla kaldhæðni örlaganna tengist einnig þessari frásögn. Þá félaga grunaði að Lalli á löppinni, Lárus að mig minnir Guðmundsson frá Móakoti og seinna í Bræðraborg og loks í Nesi bak við Steinaborg, missti fót í vinnuslysi. Þeir félagar höfðu framgöngu í því að safna fyrir tréfót á kallinn, en um leið og hann komst á ról rölti hann til yfirvaldsins og kjaftaði frá athæfi þeirra félaga, þ.e. brugggerðinni. Lalli á löppinni vissi að sjálfsögðu ekki að gervifóturinn hafði einmitt verið fjármagnaður með brugggerðinni, en nýi fóturinn hefði hins vegar átt að þagga niður í sérhverjum sæmilega skynsömum manni.
Leit var gerð að mögulegum „brugghelli“ eða bruggaðstöðu á fyrrgreindum stað, en allt kom fyrir ekki – að þessu sinni. Að vísu er gjáin þarna enn og ýmist tilkomulítil eða einstaklega djúp, en gefur hvergi tilefni eða ummmerki eftir bruggun. Ætlunin er þó að skoða þetta nánar með aðstoð fyrrum vitunundarvotta (sem enn eru á lífi).
Annar hellir, notaður til brugggerðar á sama tíma, er sagður hafa verið „í gjánni ofan við Vatnstakinn – þar hafi Skálamenn haft aðstöðu…“. Hraunið er bæði apalhraun (syðra) og helluhraun. Mest af því hefur komið úr Moshól, sem er nokkuð yngri en Sundhnúkahraunið. Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, telur að hraunið úr Moshól sé jafnframt hraunlænan, sem liggur suðaustur um Hópsheiði og myndaði m.a. Slokahraunið á mörkum Þórkötlustaðabæjanna og Hrauns.
GrindavíkFERLIR gerði endurtekna leit að opinu á Klifhólahraunssvæði Hópsheiðar, en án árangurs. Dagmálaholtið er austurbrún hraunsins. Efst á því er Hópsvarðan. Gengið var að opi Gaujahellis og sprungunni, sem hann er í, fylgt til norðausturs. Engin önnur op fundust á þeirri leið. Austan við Hesthúsabrekkur eru „hesthúsin“, búðir vegavinnumannanna er lögðu Grindavíkurveginn á árunum 1913-1918. Síðarnefnda árið slógu þeir upp búðum í gígum austan í brekkunum. Enn má sjá ummerki þeirra. Þá tóku þeir gjall úr gíg norðan búðanna og báru í veginn. Notuðu vegavinnumennirnir til þess hesta og vagn. Röktu þeir m.a. efnistökuna með utanverðum gígnum og enduðu í helli, sem þar hafði verið. Enn má sjá hluta hans efst í námunni. Sá hellir getur þó ekki hafa verið umræddur hellir því hann hafði verið skilinn eftir opinn fyrir gósentíð bannárabruggaranna. Í litlum gíg suðvestan hans má hins vegar sjá hleðslur og leifar gólfgerðar. Erfitt er að segja til um eftir hvern það getur hafa verið. Líklegt má telja að Gaujahellir sé sá hellir sem jafnan um er rætt.
Enn annar brugghellir er sagður verða vestur í Klifi, þ.e. skammt vestan við Húsatóftir. Helgi Gamm hafði um hann einhverja vitneskju, sem gaumgæfa þarf betur. Leit var gerð að hellinum í einni FERLIRsferðinni um hraunsvæðið austan Eldvarpa og Mönguketils, en hann fannst ekki í þeirri ferð. Að sögn mun „hraunhella ein mikil vera yfir opinu, en undir er hvelfing með sléttu gólfi. Vatn er í botni og þar má sjá leifar tunnu“. Svæðið, sem um ræðir er vestan borholu „vestan Grænubergsgjár“. Sumir segja að nafnið Grænubergsgjá „sé ekki til“ heldur heiti bergið, sem hún reyndar er hluti af, ofan Staðarbergs, „Grænaberg“.
Hvað sem því öllu líður mun þetta svæði verða gaumgæft betur síðar, en það er mjög „leitótt“, líkt og svo mörg önnur svæði á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 01 mín.

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá.

Húshólmi

Gengið var inn í Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Þar liggur gata niður í gegnum slétta hraunlænu milli úfinna apalhryggja, alveg niður í Húshólma. Tvö stutt höft eru á stígnum þar sem fara þarf í gegnum úfið hraun. Ætlunin var að skoða Mælifellsgrenin, grenjaskyttubyrgin, arnarhreiðrið í Ögmundarhrauni og garðlag, sem nýlega var komið auga á inni í Húshólma.

Mælifellsgreni

Skjól refaskyttu við Mælifellsgreni.

Ögmundarhraun er hraunbreiða fyrir vestan Krýsuvík suður af Núpshlíðarhálsi. Það er vestasti hluti þeirrar hraunbreiðu, sem á uppdráttum er nefnt Ögmundarhraun, en er þó af öðrum toga spunnið. Það nær vestur undir Ísólfsskála; Skollahraun, stundum nefnt Höfðahraun, því það rann úr gígnum Höfða (2000-3000 ára gamalt). Annað hraunlag rann úr Moshól þar skammt austar. Ögmundarhraun er runnið 1151 frá norðurhluta gígaraðar austan Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurbergs. Það er úfið á köflum, en þó má finna í því mjög aðgengilegar lænur, sem auðvelt er að fylgja um hraunið. Grámosinn (gamburmosinn) er ráðandi í hrauninu. Sumsstaðar er hann svo þykkur að það getur verið erfiðleikum háð fyrir óvana að ösla hann upp á leggi. Þess vegna koma hinir gömlu stígar í góðar þarfir.
Mælifellsgrenin eru á tveimur stöðum; efra og neðra. Við efri grenin er hlaðið byrgi fyrir refaskyttuna. Varða er skammt austan við grenin og önnur enn austar. Milli hennar og lítillar vörðu á austustu hraunbrúninni ofan við stórt gróið gerði í hraunkantinum er hálffallin varða. Gróinn stígur liggur frá brúninni yfir að grenjunum. Við neðri grenin eru fleiri byrgi, en minni. Þar er einnig áberandi varða. Grenin eru í nokkuð sléttu helluhrauni.
Haldið var áfram niður stíginn uns komið var að fornu arnarvarpi; Arnarþúfu. Hreiðrið, sem er gróið, stendur á háum ílöngum hraunhól. Frá því hefur verið gott útsýni yfir svo til allt hraunið milli Lats og Borgarhóls. A.m.k. fimm þekkt arnarvörp eru þekkt á Reykjanesi. Líklegt má telja að örninn leiti í þau á ný ef og þegar hann snýr aftur á Reykjanesskagann.

Arnarþúfa

Arnarþúfa á Arnarhól í Ögmundarhrauni.

Þegar komið var niður hraunbrúnirnar ofan við Húshólma virtist stígurinn hverfa framundan, en hann beygir í um 90° til austurs, yfir hraunhaft og inn í lítinn gróinn hólma ofan við Húshólma. Úr hinum liggur gróinn stígur inn í norðvestanverðan hólmann.
Kíkt var á garðana stóru í Húshólma og reynt að meta afstöðu þeirra hvort til annars. Þá var syðri garðinum fylgt til suðausturs. Út frá honum til austurs liggur garður í stóran sveig upp í hólmann. Gróðureyðingin í hólmanum hefur skemmt hann að hluta og svo virðist sem hún sæki enn freklegar að því sem eftir er.
Sjá má móta fyrir hleðslunum á nokkrum stöðum. Þá er hann enn gróinn á kafla. Garður þessi liggur í sveig upp í hólmann, til norðurs og beygir síðan til norðvesturs, að efri garðinum, sem þar kemur undan hrauninu að vestanverðu. Þarna er kominn garðurinn, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi, dró á uppdrátt sinn og birti í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1901. Brynjúlfur dró garðinn syðst í gegnum þann syðri, en allt bendir til þess að garðurinn hafi einungis legið að honum. Þarna hefur verið að ræða nokkuð mikla hleðslu á kafla, þ.e. næst hinni gömlu strönd, en ofar hefur garðurinn að mestu verið úr torfi. Hann hverfur að hluta norðaustast í hólmanum þar sem gróðureyðingin er mest á milli gróðurtorfa og b

endir það einkum til þess að þar hafi garðurinn verið að langmestu leyti úr torfi.

Húshólmastígur

Gatan frá Mælifelli í Húshólma.

Nú loksins hefur skapast grundvöllur til að ljúka uppdráttardrögum af minjasvæðinu í og við Húshólma. Uppdrátturinn mun birtast í væntanlegum bæklingi Ferðamálafélags Grindavíkur um Húshólma, sögu hans og minjum.
Húshólminn var gaumgæfður enn frekar. Ljóst er að í honum kunna enn að leynast ófundnar minjar. Mikilvægt er að fara yfir hann vel og vandlega með tilliti til þessa. Vel á minnst; þjófurinn sem tók stunguskólfuna með sér úr hólmanum nú í vor losnar vonandi ekki við hikstann.
Mosahraunssvæðið norðvestan við Húshólma var skoðað. Stígur liggur inn í hringlaga slétt mosavaxið svæði, en óvíst er hvort eða til hvers það mun hafa verið notað. Upp frá því liggur gata norður í hraunið, áleiðis að fyrrnefndu götunni í gegnum slétt hraunið ofantil.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Ögmundarhraun er ekki gersneytt dýralífi þótt rollan hafi fært sig inn í afmarkað beitarhólf austan þess. Talsvert var af rjúpu í hrauninu og skolli var heldur ekki langt undan.
Gengið var upp hraunið vestan Húshólma með Krýsuvíkur-Mælifell í forgrunni. Kíkt var aftur á arnarhreiðrið forna og komið aftur við í neðri Mælifellsgrenjunum, svona til að kanna með hugsanleg afdrep grenjaskyttunnar. Þar við eru nokkrir reglulegir skútar og ekki er ólíklegt að þar hafi menn getað hvílst á með á yfirlegunni stóð.
Þegar gengið er um svæði sem að framan greinir og skoðaðir eru tilgreindir staðir er ekki laust við að viðkomandi fyllist stolti og ánægju yfir því að hafa vilja til og getu að komast þangað. Allt of margir eru því marki brenndir að sitja heima, reykja sínar sigarrettur, drekka sitt kaffi og hafa ekki dug í sér til að komast spönn frá rassi – nema kannski í bíl.
Á forleiðinni hafði Krýsuvíkurréttin undir sunnanverðu Bæjarfelli verið skoðuð, en í bakaleiðinni var komið við í Méltunnuklifi og Festarfjall barið augum frá Hraunssandi.

 

/https://ferlir.is/ogmundarhraun-brunavordur-stigur-husholmi-minjar/

Skipsstígur
„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá Grindavík, öðrum til samlætis. Aðal útflutningsafurðir Biskupsstóls komu og frá Grindavík. Það þarf því engan að undra að göturnar fyrrnefndu hafi markast djúpt í hraunhelluna undan hinni miklu umferð – því flestir, sem komu til Grindavíkur, fóru reyndar þaðan aftur, sumir þó seint og um síðir.

Skógfellavegur (Grindavíkurvegur/Vogavegur)

Grópför gatnanna í hraunhellunni gætu jafnvel verið eldri en byggðin, þ.e. landnám Molda-Gnúps árið 934. Sundhnúkahraunið að austanverðu er t.d. 2400 ára. Eldvarpahraunin eldri, sem verja undirstöðuna að vestanverðu, eru frá svipuðum tíma. Um Sundhnúkahraunið liggur Vogavegurinn (Skógfellastígur) frá Járngerðarstöðum, Hópi og Þórkötlustöðum upp fyrir Skógfellin (algengt var að götur voru nefndar eftir ákvörðunarstað, sbr. Selvogsgötu frá Hafnarfirði í Selvog er einnig var nefndur Suðurfararvegur)). Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Vegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“.
Um eldri Eldvarparhraunin lágu Skipsstígur frá Járngerðarstöðum og Árnastígur frá Húsatóftum. Þessar götur sameinuðust í eina við ofanverðan Rauðamel og enduðu í Njarðvíkum. Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur“. Sumir hafa nefnt stíg þennan Skipstíg (Skipsstíg) eða Skipastíg. Ekkert af því er vitlausara en annað. Hluti Skipsstígsins, norðvestan undir Lágafelli, var gerður upp sem vagnvegur skömmu eftir aldarmótin 1900. Um var að ræða atvinnubótavinnu er dugði skammt við endurnýjun vegarins og aðlögun hans að nútímakröfum. Þá segir: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“

Vogavegurinn

„Prestastígur“ hefur jafnan verið genginn í seinni tíð, en hans er hvorki getið í örnefnalýsingum fyrir Húsatóftir né Stað. Í örnefnalýsingu sem Vilhjálmur Hinrik Ívarsson gerði fyrir Hafnir er heiti götunnar ekki heldur nefnt, einungs: “ Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll. Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag“. Prestastígur var reyndar til forðum, en þá lá hann frá Höfnum að Stað – um Hafnaheiði. Vörðubrot yfir heiðina gefa legu hans til kynna. Sú gata, sem seinna hefur verið genginn, og vörður upp hlaðnar, hefur fremur verið farin til skemmtunar en gagns því vörðurnar voru hlaðnar eftir að Staðarprestur hætti að þjóna Höfnum. Það á þó einungis við um nyrðri hlutann, þ.e. norðan Sandfellshæðar. Syðri hlutinn er hluti af gömlu götunni milli Staðar og Hafna. Prestarstígurinn er þó allur eftir sem áður áhugaverð leið fyrir þá sem nenna að hreyfa sig og vilja kynnast stórmerkilegri jarðfræði Reykjaness, s.s. flekakenningunni (Haugsvörðugjá), gosmyndunum á sprungureinum (Eldvörp og Stampar (Hörsl)) og tilurð nútímahrauna í bland við stórkostuleg dyngjugosin í Sandfellshæð, Háleyjabungu og Skálafelli.
Hér að framan hefur verið minnst á aðalleiðirnar, s.s. Árnastíg versus Skipsstíg, Skógfellastíg (Vogaveg og Grindavíkurveg) og Prestastíg. Aðrar leiðir lágu og til Grindavíkur eða millum hverfanna í Grindavík.  Auk þess lágu leiðir að tilteknum stöðum, s.s. selstígar frá Stað og Járngerðarstöðum að Baðsvallaseljunum og síðar upp á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi,, frá Hópi að Hópsseli undir Selhálsi og frá Hrauni að Hraunsseli millum Þrengsla. Sandakravegurinn millum Ísuskála (Ísólfsskála) kemur inn á seinni tíma kort og þá þjóðleið með sunnan- og vestanverðu Fagradalsfjalli. Áþreifanlegi merki eru þó um hann frá Sandhól áleiðis millum Skógfellanna, djúpt markaðan í hraunhelluna. Þarna mun hafa verið þýðingarmikil aðflutningsleið fyrrum, bæði að Selatöngum og fyrir austanmenna að verunum á norðanverðum Reykjanesskaganum, s.s. á Vatnsleysuströndinni.

siglubergsháls

Þá er í örnefnalýsingu getið um Gyltustíg: „Vestan við Klifhól, utan í fjallinu [Þorbirni] vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur. Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr“.
Innanhverfagötur má nefna t.d. Hraunkotssgötuna milli Hrauns og Hraunkots, þeirra austastu í Þórkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðagötuna millum Hrauns og Þórkötlustaða og Eyrarveginn, eða Randeiðarveginn, millum Hrauns og Járngerðarstaða. Sú gata var einnig nefnd Kirkjugatan því hún var jafnframt kirkjuvegur Þórkötlustaðabúa um eiðið út að Staðarkirkju áður en kirkjan var flutt í Járngerðarstaðahverfi og endurvígð það árið 1909 og eiðið var grafið inn í Hópið. Sjá og örnefnalýsingu: „Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna (LJ). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi“. Síðar kom fyrrnefnd gata (vagnvegurinn) milli Þórkötlustaðahverfis og Járngerðarstaðahverfis um Hóp. Lá hún um svonefnda Kirkjuhóla og ofan hverfisins um „garðhliðið á Hrauni“.
Enn má nefna, þótt stuttur hafi verið, svonefndan „Hópsanga“, frá Hópi upp á Skógfellastíg (Grindavíkurveg). Enn ein meginleiðin inn á Skógfellaveginn frá Grindavíkurbæjunum var Hraunsgata. Lá hún frá Skógfellaveginum móts við Sundhnúk, skammt ofan gatnamóta Vogavegar, og síðan niður með hraunjöðrum Beinvörðuhrauns og Dalahrauns að Vatnsheiðadyngjunni. Lá hún milli Grenhóls og Húsafjallsaxlarinnar að Hrauni.
Enn eru ótaldir Ísólfsskálavegur, bæði frá Hrauni um Skökugil upp á Siglubergsháls, bakleiðin vestan Hrafnahlíðar og Ögmundarstígurinn og Hlínarvegurinn sem framhald af hvorutveggja til Krýsuvíkur. Einnig leið frá Þórkötlustöðumk þvert á Skógfellaveg (Grindavíkurveg) yfir sunnanverðan Sýlingarfellsháls og áfram inn á Skipsstíg móts við Lat. Allar hafa þessar leiðir ákveðið menningargildi því þær endurspegla samgöngusögu svæðisins frá upphafi mannlegra vega.
Skógfellavegur
Síðasta menninngarverðmætir er krefjast mun þessa tiltils á næstu árum er gamli Grindarvíkurvegurinn, sem lagður var á árunum 1914 til 1918. Nýjasti rennireiðarrenningur þessi varð til á sjöunda áratug 20. aldar. Auk hans liggja nú seinni tíma malarvegir vegir að Grindavík frá Reykjanesvita (upphaflega lagður 1918) og frá Krýsuvík (Ögmundarstígur og Hlínarvegur) 1956.
Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Eiginkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík, líklega í hverju hverfanna þriggja.
Lítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði. Á báðum stöðunum vottar fyrir leifum landnámsskála). Fyrrnefnda nafnið bendir til samnefnu bæjar hans í Álftaveri veturinn áður er nefnt hafði Hof, er gæti í Grindavík hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd.
Hér að framan hefur verið reynt að koma á framfæri svolitlum fróðleik um nú fjarlægar þjóðleiðir – Grindavíkurgöturnar fyrir vora daga.
Sandakravegur
Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert „Shine“ Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 „Fljúgandi virki“ en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu „Hot Stuff“ og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.“ 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.

Gljúfursel

Ofan við Sogn og Gljúfur í Ölfusi er nafnið Seldalur. Ofar eru Selá, Selás og Selfjall.
SaurbæjarselÍ örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er getið um að „sá hluti á Seldalnum, sem er austan Gljúfurárinnar“ nefnist Gljúfurseldalur. Í örnefnalýsingu fyrir Sogn segir að „Sognsselsdalur [er] vestan Gljúfurár, Gljúfursselsdalur austan, þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot“. Þá segir að í Seldanum hafi verið „selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland, sbr. JÁM 1703. Sér enn fyrir tóftum“. Sú selstaða er hins vegar í Kvíadal, austan Reykjafjalls og norðan Sogna, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Í Seldalnum eiga skv. framangreindu að vera tvær selstöður í tvískiptum Seldal, annarsvegar í Gljúfurseldal og hins vegar í Sognsseldal, ofan Sogns.
Í örnefnalýsingu fyrir Öxnalæk segir að „rétt fyrir innan Skyggni hefur verið sel frá Öxnalæk, í Öxnalækjarlandi. Selið er í Öxnalækjar-Seldal.“  Einnig er getið um Selhöfða milli Efra-Sniðs og Neðra-Sniðs ofan við Hamarinn, sbr.: „Selhöfðar eru í Öxnalækjarlandi innan til við Svarthamar, í hærra landi, sem liggur til hánorðurs.“Gata í Bakkárholtssel
Í örnefnalýsingu fyrir Saurbæ segir að „Saurbæjarskyggnir (Skyggnir) [er] grjóthóll bið vesturenda Hamarsins, í mörkum. Selstígur [er] grasbrekka með götu suður af Skyggni. Hraunið (Saurbæjarhraun) [er] hraunbreiðan norður og austur af Kömbum og Seldalur [er] gróin laut í hrauninu. Þar sér fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“
Í örnefnalýsingu fyrir Reykjatorfuna er getið um Selgil fyrir norðan Gufudal og Selmýri fyrir norðan Selgil. Og í örnefnalýsingu fyrir Núpa er getið um Selás og Selásbrekkur uppi á Núpafjalli svo og Seldal, gróna dæld, upp frá Núpastíg. Ætlunin er að skoða síðastnefndu staðina síðar.
Áður en lagt var af stað var haft samband við Björn Pálsson, 
skjalavörð í Héraðsskjalasafni Árnesinga, en hann er manna fróðastur um Hveragerði og nágrenni. Björn brást vel við og rakti þegar í stað staðsetningar þeirra selja er ætlunin var að skoða í ferðinni. M.a. kom fram hjá honum eftirfarandi:
Bakkárholtssel er utan í Reykjafjalli ofan við Ölfusborgir. Gengið er upp með girðingu uns komið er að þvergirðingu er myndar horn. Norður og upp af horninu er hæðardrag, lækjarsitra og vatnsból. Þar við sel selið. Það á að vera greinilegt.
Sognasel er í gróinni tungu norðan áa er koma úr Sognabotnalæk og gili norðanvert í dalnum. Vel sést móta fyrir tóftum.
Gljúfursel er austan við ána í Seldal, þar í gróinni kvos. Vatnsstæði er í kvosinni og í henni rétt sést móta fyrir tóftum. Um er að ræða mjög gamalt sel frá Gljúfrum.
Undir Sognum er forn þjóðleið. Skammt vestar er Hellisfjall og í því gamalt fjárskjól er rýma átti tiltekinn fjölda sauða. Það er svolítið upp í hlíðinni en sést vel.
Bakkárholtssel - Sognar fjærRétt áður en komið er að Ölfusborgum er stekkjarbrot við þjóðleiðina.“
Auk þess bætti Björn við: „Öxnalækjarsel er í Sauðabrekkunni, sem nú eru jafnan nefnd Kambar. Nýi þjóðvegurinn liggur um brekkuna. Í henni miðri, rétt ofan vegarins, er Öxnalækjarsel í hraunkrika, svo til beint upp af Hömrum. Ein tóftin í selinu virðist hafa verið brunnhús.“ Þá benti hann á að Vallasel væri að finna í Seldal undir Ástaðafjalli, rétt ofan við Reykjadalsána. Líklega er þar um að ræða örnefni, sem getið er um í örnefnalýsingunni fyrir Reykjatorfuna. Ætlunin var að skoða það síðar, ásamt Núpaseli.
Byrjað var á því að skoða Öxnalækjarselið (Saurbæjarselið) ofan Hamra í Sauðabrekku. Þjóðvegurinn um „Kambana“ liggur nú um brekkuna, en Kambarnir er þarna skammt ofar, sem gamla vegstæðið lá um. Skammt ofan við þjóðveginn í miðjum „Kömbunum“ er gróinn læna upp hraunið, Seldalurinn. Þar, undir lágri Sognasel - Bjarnarfell fjærnorðurbrún hraunsins, kúrir selið; tvær tóftir og er önnur tvískipt. Tóftirnar eru grónar, en þó má sjá móta fyrir hleðslum að innanverðu í stærri tóftinni.
Þegar aðstæður voru kannaðar fékkst svar við því hvers vegna getið er um selstöður frá tveimur bæjum í þessum Seldal, bæði frá Saurbæ og Öxnalæk. Minjar um aðra selstöðu er í sunnanverðum „dalnum“, undir suðurbrún hraunsins. Þar eru tvær tóftir, önnur hús og hitt sennilega kví. Þótt þessar tvær selstöður hafi verið svo nálægt hvor annarri er ekki þar með sagt að þær hafi verið báðar í notkun á sama tíma, sem reyndar verður að telja vafasamt. Nyrðri tóftin, sennilega frá Saurbæ, virðist yngri.
Þá var gengið áleiðis upp með austanverðu Reykjafjalli ofan Sogna. Um Sogn sem bæjarnafn segir m.a.í örnefnalýsingunni: „Bæjarnafninu Sogn hafa ýmsir velt fyrir sér og sett það í samband við norsku merkinguna Sogn (fjörður).  Afi minn Ögmundur Ögmundsson bar það æfinlega fram Sodn eða Sotn. Í tilvitnun í handrit í Þjóðsögum Jóns Árnasonar III, bls. 48 er sagt að í handriti standi Soðn. Kannske er þarna á ferðinni eldri mynd af nafninu.“
GljúfurselÍ lýsingunni er m.a. getið um Stóra-Helli: „Hellisgjögur í bergið ofan Hellisbrekku, sunnarlega í fjallinu, var notaður sem fjárhús áður. Notaður sem rétt þegar ég þekki til. Tók 100 kindur í innrekstri.“ Áður en haldið var á hálsinn milli Sogna og Reykjafjalls var kíkt á hellinn. Hann er upp í miðju berginu, en gróið er undir. Stígur liggur upp í opið.
Vestan Sogna eru heillegar tóftir fjárhúsa.
Sunnan undan fjallsrananum er
Stóri-Einbúi. Í örnefnalýsingunni segir um hann: (Einbúinn, afbæjamenn kölluðu Sogseinbúa). Klettahóll í EInbúamýri, klofinn í kollinn. Í honum var gott skjól fyrir búfé. Þar bjó huldufólk samkvæmt þjóðsögum. Jafnvel álfakirkja. Einhverju sinni gekk maður frá Hjalla í Ölvessveit upp að Gljúfri. Gekk hann hjá steini þeim enum háa er stendur fyrir vestan Sogn. Heyrir hann þá söng í steininum og er þar sunginn sálmur úr Grallaranum „Á guð alleina“. Heyrir hann sálminn sunginn til enda og eigi meira og fer hann þá leiðar sinna“.
Kaldavermsl við GljúfurselStefnan var tekin í Bakkárholtsselið í Kvíadal. Í örnefnalýsingu segir m.a. um Bakkárholt: „Bakkárholt hefur verið eitt af höfuðbólum í Ölfusi.  Í Bakkárholti var um langt skeið þingstaður, ekki aðeins fyrir Ölfushrepp, heldur voru þar haldin þriggjahreppaþing: Ölfuss (ásamt Grafningi), Selvogs og Grímsness (H.J. 1703)… Þingstaðurinn valinn þannig, að vel sást til mannaferða, og greinilegt, að þar hefur legið þjóðbraut um garða, traðir í túni og „brýr“ yfir mýrasund í nágrenni. Þingstaður var í Bakkárholti til 1881, að skólahús er byggt á Kröggólfsstöðum og þingstaður fluttur þangað þá. Þinghús stóð á hlaðinu sunnan gamla bæjarins, en rifið þá.“
Í örnefnalýsingu fyrir Sogn má sjá eftirfarandi um selstöðu frá Bakkárholti: „Sel: Þýft móbarð og melar norðvestan Sogna. Vatn frá því fellur í lítlu gili í Selá í Seldalnum. Þarna var selstaða frá Bakkárholti í skiptum fyrir engjaland.  Notkunarréttur fallinn niður vegna vannota Bakkárholts, 1703 (Jarðab.A.M.). Sér enn fyrir tóftum.“
Rétt við GljúfurLeiðin er tiltölulega greið. Þegar komið var inn á greinilegan stíg inn með vestanverðum Sognum var honum fylgt til norðurs – beint í selið. Það stendur á gróðurtorfu. Lítill lækur rennur sunnan við það. Selið hefur verið nokkuð stórt. Þrjú rými eru í því, eitt stórt að austanverðu og tvö minni að vestanverðu. Op hefur verið mót suðri, að Sognum. Tóftin er vel gróin og stendur hátt í þýfinu. Skammt suðaustan við tóftirnar mótar fyrir eldri tóftum, en erfitt er að greina rýmisskipan.
Fyrst komið var upp fyrir Sognin var ákveðið að skoða Sognabotnana. Um þá liggur mikið gljúfur til norðurs. Um það rennur lítil á, Selá. Henni var fylgt til austurs, niður með sunnanverðum Selás, niður í Seldal. Þar átti að hafa verið selstaða frá Sogni, sbr.:
„Seldalur. Gróið dalverpi suðaustur af Selásnum, suður að ármótum Gljúfurár og Selár. Sognseldalur vestan Gljúfurár, Gljúfursseldalur austan. Þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot.  Stundum var heyjað þar, aldrei í mínu minni.“
Stóri-HellirSeltóftirnar eru á gróinni tungu ofan (norðan) við Selá skammt vestan við þar sem hún og Gljúfurá koma saman. Tóftirnar, sem eru mjög grónar, mynda háan hól með nokkrum rýmum. Líklegt má telja að selið hafi verið alllengi í notkun, enda eru aðstæður þarna einstaklega hagstæðar selbúskap. Dalurinn er vel gróinn og veðursæld er án efna mikil á sumrum. Skammt norðan við tóftarhólinn mótar fyrir eldri minjum.
Í örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er ekki minnst á selrústir, einungis: „Suður frá [Stórkonugilsbotnum] er Sognseldalur og Gljúfurseldalur.“ Skv. lýsingu Björns átti selstaðan að hafa verið austanvert í dalnum. Einungis tók skamman tíma að finna tóftina. Hún hefur verið felld inn í gróinn bakka og sjá má móta fyrir rýmum vestan við hana. Kaldavermsl eru sunnan við tóftina, sem án efa hefur verið hin ágætasta uppspretta.
Á bakaleiðinni, niður með Lynghól austan hinna hrikalegu gljúfra austan Sogna voru rifjuð upp örnefni á leiðinni
„Gljúfurshellir: (Hellirinn)  Sandsteinshellir ofanvert (norðaustur) í Neðragilinu vestanverðu. Notaður lengi sem fjárhús.“  „Hellirinn á Gljúfri er í lækjargili austan bæjar um 100 m neðan þjóðvegarins. Nýleg fjárhús standa við lækinn nokkru ogan við hellinn.  Hellirinn er grafinn í sandsteinsvöluberg, lárétt lagskipt með víxillaga linsum í. Hellirinn er allur á breiddina sem er 10-11 m en dýpt hans inn í bergið er 6 m fyrir miðju en 5 m til endanna. Lofthæðin er 2,0-2,5 m.  hellismuninn er jafnvíður hellinum sjálfum 10 x 2,5 m en honum hefur verið lokað með hlöðnum vegg með dyrum á fyrir miðju. Lítið uppsprettuauga er í hellisgólfinu innan við dyrnar og smálækur rennur út um þær í aðallækinn.  Leifar af jötum sjást með veggjum.“ „Örfáar áletranir eru á veggjum, virðast unglegar. Þar er m.a. hakakross.“ Hellirinn var hafður undir fé, en aflagður fyrir 20 árum. 70 ær voru við hellin segjir Gljúfursbóndi.“
„Litli-Hellir:  Lítið gjögur undir stóru bjargi, sem fallið hefur úr fjallinu. Þar voru í mínu minni, hlaðnir kampar og einhvern tímann notað sem fjárhús.“
Loks var skoðuð hlaðinn rétt austur undir klettum vestan Gljúfurár.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar.
-Björn Pálsson.

Sognsel

Sognsel.

 

Grindavíkurvegir

FERLIR hafði lengi unnið að gagnasöfnun og vettfangsferðum um svonefnda „Grindavíkurvegi“ með það fyrir augum að setja hvorutveggja á prent og gefa út til handa áhugasömum göngugörpum.

Grindavíkurvegur

Unnið við Grindavíkurveginn 1916.

Nú hefur Vegagerðin gefið út fróðlegt rit um Grindavíkurvegina – frá upphafi til nútíma með sérstakri áherslu á „Gamla Grindavíkurveginn“, fyrsta akveginn frá Stapanum, „Gamla Keflavíkurveginum“, til Grindavíkur. Tilgreindar er allar minjar hinna gömlu vegagerðar við veginn, s.s. vegavinnubúðir, hellaskjól, hraunskjól og hleðslur. Fornleifaskráning fylgir verkinu.
Margar þjóðleiðir lágu til og frá Grindavík frá upphafi vega, í fyrstu mótuð af fótum, hófum og klaufum, síðan þróaðri götur unnar af mannanna höndum fyrir vagna og í framhaldi af því bifreiðar.
Saga þjóðleiðanna er fyrir margt mjög merkileg, enda teljast þær til fornleifa – þótt þeirra, a.m.k. framan af, hafi ekki verið getið sérstaklega í fornleifaskráningum.

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Grindavikurvegir_saga_og_minjar/$file/Grindavíkurvegir%20saga%20og%20minjar.pdf

Greindavíkurvegur

Grindavíkurvegur 1913-1918.

Loftlínur

Fyrirhugað er að bora á Reykjanesskaga í leit að jarðvarma. Verði af framkvæmdum og álver rísi í Helguvík munu háspennulínur verða strengdar í loftlínu til Suðurnesja frá Hafnarfirði með tilheyrandi raski. Reynir Ingibjartsson skrifar um baráttuna um Reykjanesskagann.

Línulega„Hvað skyldu margir vita hvar Móhálsadalur er? Dalurinn sá liggur um fólkvang flestra sveitarfélaga á suðvestur-horni landsins sem heitir Reykjanesfólkvangur. Nú eru á borði stjórnar fólkvangsins, tillögur til umsagnar um lagningu háspennulína þvers og kruss um fólkvanginn m.a. um Móhálsadal. Þar um liggur sk. Djúpavatnsleið þvert yfir Reykjanesskagann og gefur þá tilfinningu að allt þéttbýli sé víðs fjarri og ósnortin náttúra tekin við. Og örnefnin lýsa fjölbreytileikanum eins og Fjallið eina, Norðlingaháls, Hrútagjá, Mávahlíðar, Fíflavallafjall, Hofmannaflöt, Lækjarvellir, Djúpavatn, Ketilsstígur, Hattur og Hetta, Krókamýri og Vigdísarvellir og loks er komið að Latsfjalli og Lat við Suðurstrandarveg. Þessi kennileiti hafa vísað veginn í 1.100 ár og gera enn.

Háspennulínur í Reykjanesfólkvangi
Fyrirhuguð lína yfir hálsanaÍ og við Reykjanesfólkvang hefur Hitaveita Suðurnesja sótt um leyfi fyrir tilraunaborunum til að virkja jarðvarmann, ef hann reynist nægur. Þegar hefur verið borað við Trölladyngju við Sog, skammt austur af Keili með tilheyrandi jarðraski á einkar viðkvæmu svæði. Boranir eru að hefjast við Sandfell sunnan Selsvalla og vestan Núpshlíðarháls á svæði fjarri öllum vegum og slóðum og síðan kemur röðin að Seltúni í Krýsuvík, einum kunnasta ferðamannastað á Reykjanesskaganum. Kannski verður Brennisteinsfjöllum hlíft (nafngjafi Jónas Hallgrímsson), en þar hafa Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun óskað eftir að bora. Í þetta svæði á að sækja orku til að hægt verði að byggja álver í Helguvík og nú stendur stjórn Reykjanesfólkvangs uppi með kvölina og völina og háspennulínurnar. Ef af verður mun verða byggð ný háspennulína – loftlína til Suðurnesja út frá Hafnarfirði og um miðju Reykjanesskagans. Sú lína mun blasa við þegar ekið er suður á Höskuldarvelli og í nánd Keilis. Einnig ef farið er á Selsvelli sunnan Trölladyngju, en þar er eitt mesta gróðurlendi á öllum Reykjanesskaganum og eitt sinn heimkynni hreindýra. Tillaga er gerð um jarðstreng frá Seltúni og yfir Sveifluháls hjá svokölluðum Ketilsstíg og áfram yfir Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Trölladyngju. Annar kostur er að leggja streng frá Seltúni með Suðurstrandarvegi allt til Svartsengis. 

Nýhveramyndun í línustæðinu fyrirhugaða

Einnig er boðið upp á jarðstreng þvert yfir Sveifluháls, Móhálsadal og Núpshlíðarháls að Sandfelli. Leggja þarf vegaslóða til að koma strengjunum fyrir og augljóslega mun fylgja þeim mikil rask, einkum í hraununum. Ekki er talið gerlegt að leggja háspennulínuna út á Suðurnes með viðkomu í Trölladyngju og Sandfelli í jörð sökum tæknierfiðleika og kostnaðar. Hér eru engir kostir góðir og reyndar hver öðrum verri, hugsi menn eitthvað um umhverfið og ósnortna náttúru þessa svæðis.

Umhverfisslys í Krýsuvík 1949
Haustið 1949 flutti Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur tímamótaerindi sem síðar var flutt í útvarpið og vakti þjóðarathygli, en þar talaði Sigurður fyrir setningu löggjafar um náttúruvernd. Dæmið sem fyllti mælinn var umgengni við sprengigíginn Grænavatn í Krýsuvík, en brennisteinssambönd gefa vatninu sérkennilegan grænan lit og þar hafa fundist sjaldgæfir gabbró hnyðlingar. Meðal þeirra sem heyrðu málflutning Sigurðar var Eysteinn Jónsson sem þá var menntamálaráðherra og fékk hann Sigurð til að undirbúa fyrstu löggjöf um náttúruvernd á Íslandi. Í erindi Sigurðar sagði hann m.a. eftirfarandi: ,,Þetta litla vatn er óefað meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð, og þar sem það liggur í sérkennilegu umhverfi, við þjóðveg, og ekki nema klukkutíma keyrslu frá höfuðstaðnum, kemur vart sá útlendur jarðfræðingur til landsins, að ekki sé keyrt með hann um Krýsuvíkurveg og honum sýnt Grænavatn.“

Grænavatn

Síðan segir: ,,En nú er á einu ári búið að fordjarfa svo þetta fallega og merkilega náttúrufyrirbæri, að hér eftir mun maður blygðast sín fyrir að sýna það nokkrum útlendingi.“ Síðan lýsir Sigurður framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar á staðnum og segir svo: ,,En þessum turnum og fjósi hefur verið valinn undarlegur staður, frammi á norðvesturbakka Grænavatns. Nú er búið að fara um stórt
svæði með jarðýtum alveg fram á bakka vatnsins. Með þessu umróti og hinum háu votheysturnum er búið að gjörbreyta svip vatnsins og svipta svæðið þeirri sérkennilegu auðnarstemningu, er þar ríkti áður.“ Og enn segir Sigurður: ,,Svo virðist, sem nú eigi að fara að nota Grænavatn sem eins konar ruslatunnu. Þar er búið að hella hlassi af glerbrotum og drasli niður yfir suðurbakka vatnsins, svo að blasir við vegfarendum langt að“.
Loks segir Sigurður í þessu magnaða erindi: ,,Hefði hér verið komin á náttúruverndarlöggjöf, hefði líklega verið hægt að bjarga Grænavatni frá
fordjörfun án þess að ,,nýsköpun“ Hafnarfjarðar í Krýsuvík hefði á nokkurn hátt beðið tjón af“.

Fólkvangur í niðurníðslu

Ummerki utanvegaaksturs á Sveifluhálsi

Hvernig er svo ástandið við Grænavatn í dag, nærri 60 árum síðar? Því er fljótsvarað – lítið breytt. ,,Nýsköpunarbyggingarnar“ að hruni komnar, girðingarræksni liggur ofan í Grænavatn og ekki hefur komist í verk að gera brúklegan göngustíg kringum vatnið. Satt að segja er þetta lýsandi fyrir umgengnina í öllum Reykjanesfólkvangi og kannski á Reykjanesskaganum öllum. Hann er eins og einskis manns land þar sem allt er leyfilegt.
Vélhjóla- og jeppamenn hafa sína hentisemi. Gapandi malarnámur bjóða fólk velkomið í fólkvanginn. Gróðurinn á undanhaldi og rusl fyllir lautir og gjótur. Kannski vita fæstir að þeir séu komnir í fólkvang og þá tekur virðingarleysið við. Eina byggingin sem sannarlega stendur undir nafni er litla kirkjan í Krýsuvík, en gönguskálinn á Lækjarvöllum í Móhálsadal var skotinn í tætlur. Er þá nema létt verk fyrir ýtur, gröfur, bori og önnur stórvirk tæki að klæða landið borholum, stöðvarhúsum, háspennulínum, gufurörum, vegum og öðrum mannvirkjum fyrir álið í Helguvík eða eitthvað annað? Kannski er líka öllum sama?

Landvernd og eldfjallagarður
Á sumardögum 2006 settu samtökin Landvernd fram hugmyndir sínar um framtíðarsýn á Reykjanesskaganum. Kjarninn í þeim hugmyndum var eldfjallagarður og fólkvangur er næði yfir svæðið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá og að Eldey. Stoðir eldfjallagarðsins yrðu fjórar: náttúruvernd, útivist, ferðaþjónusta og jarðvarmavinnsla og nýting jarðefna. Á Reykjanesskaganum eru ósnortin víðerni eins og Brennisteinsfjöll og friðlýst svæði s.s. Reykjanesfólkvangur, Bláfjallafólkvangur o.fl. Þá eru verðmætar menningarminjar við hvert fótmál og má þar nefna: Selvog, Herdísarvík, Krýsuvík, Húshólma og Selatanga. Í þessum menningarminjum er ekki síst skráð atvinnusaga okkar til sjós og lands í gegnum aldirnar. Merkilegust er þó jarðfræðin með úthafshrygg á þurru landi og plötuskilin milli Evrópu og Ameríku, þar sem landið stækkar um 2 cm á ári hverju. Segja má að Reykjanesskaginn sé eins og opin bók í landsköpun, sem gerir þetta svæði eitt hið áhugaverðasta í heiminum fyrir jarðvísindamenn jafnt sem allan almenning. Orkuvinnslan á Reykjanesskaganum fram til þessa hefur annars vegar verið bundin við austasta hluta skagans á Hengilssvæðinu og á Hellisheiði og hins vegar vestast á Reykjanesi og í Svartsengi. Í tillögum Landverndar er lögð áhersla á þessi svæði sem áframhaldandi orkuvinnslusvæði m.a. vernduð og nýtt fyrir útivist og ferðaþjónustu. Þá er bent á að í og við Reykjanesskagann búa um 200 þúsund manns og vaxandi þörf er fyrir fjölbreytt útivistarland í nágrenninu. 

Reykjanesfólkvangur - vanrækt útivistarsvæði

Um Keflavíkurflugvöll fari svo flestir þeir ferðamenn, sem koma til landsins og innan áratugar verða þeir líklega orðnir um milljón talsins, enda fjölgar þeim um og yfir 10% á ári hverju. Miklar samgöngubætur eru
að verða á Reykjanesskaganum; annars vegar með tvöföldun Reykjanesbrautar og hins vegar með væntanlegum Suðurstrandarvegi.

Aðvaranir Jóns Baldvins
Framundan eru örlagaríkar ákvarðanir um framtíð Reykjanesskagans. Eins konar forleikur voru kosningarnar í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Úrslitin voru mikil viðvörun til þeirra sem áfram vilja álver í hverri höfn með tilheyrandi virkjunum og háspennulínum. Samt virðist eins og sumir hafi ekkert lært. Á fundi í Hafnarfirði fyrir þessar kosningar sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, m.a.: ,,Ef þið segið já, þá heldur stóriðjustefnan áfram með þeim afleiðingum, sem við þegar þekkjum. Umhverfismat og orkusamningar liggja þegar fyrir, þótt með fyrirvörum sé. Ríkið hefur ekki frekara stöðvunarvald í þessu máli. Og veikburða sveitarfélög munu freistast til þess að fara að fordæmi ykkar án þess að þjóðin sem slík fái rönd við reist. Afleiðingarnar gætu orðið geigvænlegar ef við hugsum málið til enda. Ef þið hins vegar segið nei þýðir
það frestun framkvæmda. Það gefur fyrirheit um stefnubreytingu í kjölfar komandi kosninga. Það vekur vonir um að stöðva megi feigðarflanið svo að þjóðin fái ráðrúm til að ná áttum, áður en í óefni er komið.“

Sól í Hvalfirði

Framtíðarsýn á Hálsunum - ef af virkjun verður

Á ráðstefnu um eldfjallagarð í Reykjanesskaga sem haldin var í Hafnarfirði, skömmu fyrir kosningarnar um álverið sagði einn fyrirlesara, sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum, í upphafi erindis síns: ,,Samtök um óspillt land í Hvalfirði eða Sól í Hvalfirði var fámennur hópur baráttuglaðra hugsjónamanna við Hvalfjörð fyrir áratug. Hugsjónir þeirra voru varðveisla óspillts lands en um leið nýting þess í þágu mannsins.
Eftir á að hyggja var baráttan ekki líkleg til sigurs, alþjóðlegt viðskiptaveldi veifaði peningaseðlum og sigur þess mátti bóka fyrirfram. Þegar ljóst var að baráttan var töpuð mættu forsvarsmenn Sólar í Hvalfirði til guðþjónustu í Reynivallakirkju og héldu síðan út á Hálsnesið sem gnæfir yfir hina fornu og sögufrægu Maríuhöfn, þaðan sem álverið blasir við sjónum. Þar afhjúpaði sóknarpresturinn minnisvarða með áletrun sem allir Íslendingar þekkja: ,,Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum…, þar ríkir fegurðin ein …““.
Í lokaorðum sínum sagði sr. Gunnar: ,,Í umræðunni um álver og umhverfi er slegið á ýmsa strengi, þar eru lagðir fram útreikningar og áætlanir. En þeir sem hafa breytt sögunni í þessu efni eru einstaklingar sem lögðu sjálfa sig að veði, lífsviðhorf og gildismat“.

Samtök um eldfjallagarð
Einstakt jarðfræðifyrirbæri - gos á sprungureinSeta í stjórn Reykjanesfólkvangs veltir ekki stórri þúfu. Þar eru stjórnarmennirnir fyrst og fremst fulltrúar sinna sveitarfélaga og þeirra viðhorfa sem þar ríkja. En Reykjanesfólkvangur á að vera útivistarsvæði fólksins á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Fólkvangar innan Reykjanesskagans eru friðlönd – ekki orkuvinnslusvæði og þessi friðlönd þurfa málsvara á eigin forsendum. Í mínum huga þurfa öll sveitarfélögin sem tengjast Reykjanesskaganum og ríkisvaldið að móta heildstæða stefnu um framtíð svæðisins. Annars munu hinir sterkustu ráða för með peninga og vald að leiðarljósi. Ég kalla á íbúa þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Reykjanesfólkvangi, að hugsa sinn gang. Þetta eru íbúar Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Síðast en ekki síst skora ég á öll samtök, félög og fyrirtæki sem tengjast útivist, náttúruvernd og ferðaþjónustu, að láta í sér heyra. Sterkast væri ef til yrðu samtök til að berjast fyrir eldfjallagarði á Reykjanesskaganum. Sú hugmynd gæti klifið hæstu fjöll ef krafturinn og viljinn væri nægur. Við þurfum háspennu – ekki háspennulínur í Reykjanesfólkvang.“ 

Jarðmótun Reykjanesskagans - rautt eftir landnámOg svolítið um utanvegaakstur á svæðinu: Enginn virðist vera að sinna sínu hlutverki í stjórnsýslunni, hvorki umhverfisyfirvöld né löggæsluyfirvöld. Þetta umrædda svæði virðist svo afskekkt að lögreglumenn frá Suðurnesjum virðast ekki hafa stigið þar niður fæti um langan aldur. Þegar FERLIR var á ferli um svæðið umrætt sinn mættu þátttakendur 12 bifhjólum og 8 fjórhjólum. Ökumennirnir virtust vera frá 8 ára aldri til 30 ára. Allir virtust þeir einstaklega afslappaðir, enda svæðið eftirlitslaust með öllu. Nýleg hjólför voru upp um allar hlíðar, hvarvetna sem sæmilega greiðfært var. Hér er um að ræða umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Heimild:
-Morgunblaðið sunnud. 30. sept. 2007, bls. 32 – Höfundur er í stjórnReykjanesfólkvangs.

Arnarvatn

Bjarni riddari

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er sagt frá afhjúpun á „Brjóstmynd af Bjarna riddara“ í Hellisgerði:

Bjarni riddari

Brjósmyndin af Bjarna riddara Sívertsen afhjúpuð í Hellisgerði.

„Í september 1950 var afhjúpuð í Hellisgerði brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen, sem útgerðarfélögin Vífill og Hrafna-Flóki í Hafnarfirði hafa gefið Hellisgerði.

Minnismerkið var gert af Ríkharði Jónssyni, og er fyrsta minnismerkið, sem sett er upp í Hafnarfirði. Minnismerkið var afhjúpað af frú Þórunni Bjarnadóttur, sem er afkomandi Bjarna.
Stallurinn undir myndinni er hlaðinn úr fjörusteinum, sem fluttir voru austan úr Selvogi, en þaðan var Bjarni ættaður.
Mikill mannfjöldi var viðstaddur við þetta tækifæri, og ræður fluttu: Adolf Björnsson, fulltrúi, sem talaði fyrir hönd gefanda. Kristinn Magnússon, formaður Magna, sem þakkaði þessa veglegu gjöf og Helgi Hannesson, bæjarstjóri, sem minntist Hafnarfjarðar.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. tbl. 16.09.1950 – Brjóstmynd af Bjarna riddara. bls. 4.

Bjarni riddari

Brjóstmyndin í Hellisgerði.