Sandskeið

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1966 er m.a. fjallað um hellarásir á Mið-Bolöldu ofan Sandskeiðs:
bolalda“Sunnan við þjóðveginn á Mið-Bolaöldunni er hellir, sem ég veit ekki til, að hafi verið rannsakaður. Við, símalagningar-menn 1909, urðum til þess að sprengja göt tvö niður í gegnum þakhvelfingu hellisins og reistum síðan í þeim tvo símastaura með 50 metra millibili, en op hans, sem er mjög lítið og sést varla, er um 25 metra fyrir vestan vestara staurgatið. Hann náði fyrir víst um 30 m. austur fyrir eystra staurgatið. Þar beygði hann eitthvað til suðurs. Ljóslausir vorum við og gátum því ekki athugað hann lengra heldur en skíman frá stauragötunum í loftinu leyfði. Hann var nálægt mannhæðar hár, hvelfingarmyndaður til beggja hliða og virtist vera þannig alla leið þessa rúma 100 metra.
Þetta var nú innskot, sett hér til þess, að upplýsingar um helli þennan verði til handa einhverjum þeim, er sjá kynnu og vildu athuga hellinn nánar og vera útbúnir til þess.”
bololduhellir-1Einn FERLIRsfélaga hafði leitað nokkrum sinnum að framangreindum stauraopum eftir að honum hafði tekist að rekja leifar línunnar meðfram gamla þjóðveginum upp frá Sandskeiði um Mið-Bolöldu með Fossvallaklifi.
“Er ekki búinn að gefast upp að finna hellinn. Held að staurarnir sem ég fann í dag séu gamla línan það passar við Herforingjakortið og ef hann er að segja rétt um að hellirinn er fyrir sunnan veginn þarf ég að leita neðar því línan krossar veginn rétt fyrir neðan staurana og fer suður fyrir hann. Held ég sé líka búin að sjá á landslaginu hvar þessar öldur eru og þá ætti þetta að passa.”
Úr sömu lýsingu og sagt er frá hellinum segir:
Rétt er að minnast á það hér, að þar, sem lagði vegurinn lá, á sínum tíma, upp af Fossvöllunum, upp í Fossvallaölduna — dálítið sunnar (til hægri á austurleið)— stóð nokkuð stór steinn á klöppum,og var á hann höggvið (klappað) ártal það, þegar lagði þjóðvegurinn var kominn það langt frá Reykjavík.
Ekki man ég nú átalið, en minnir það vera 1884 eða 1886.
Heryði ég sagt, að  norskur verkstjóri, er stjórnað hafði vegarlagningunni þangað, hefði klappað ártalið á steininn, er hann hætti þarna það haust.
bololduhellir-2“Værir þú til í að tékka hvort fjallað er um þennan helli í stóru hellabókinn? Nyrðri endinn er það stór og rétt við þjóðveginn að hann hlýtir að heita eitthvað. Við opið á þakinu er lítil varða (og staur í) örugglega til að vara við þar sem gatið er ekki nema rúml meter í þvermál og svo eru e.t. v. þrír til fjórir metrar niður í botn hellisins. Það var líka vitað um þann syðri þegar síminn var lagður 1909 þannig mér finnst skrítið ef ekki er fjallað um hellana í þessari hraunrás. Samkvæmt lýsingu mundi ég halda að ég hefði fundið vestara stauragatið en það austara sennilega skemmt vegna vegarins upp í námurnar. Þætti ágætt ef þú mundir kíja á þetta með mér við tækifæri og þannig gætum við áttað okkur á þessu.”
Í stórvirkinu Íslenskir helllar segir Björn Hróarsson svo frá hellinum þegar hann fjallar um Leitarhraun (Skari (LET-07)): “Sunnan vegarins nær miðja vegu milli Sandskeiðs og Litlu-kaffistofunnar er yfir 300 metra langur hellir. Hann er mjög bololduhellir-3hruninn um miðbikið og efsti hluti hans er fylltur jarðvegi. Efsti og neðsti hluti hellsisins standa vel uppi. Í neðri hlutanum má skríða inn um þröngan munna nálægt gamla bílveginum. Fyrstu 40 metrarnir eru ógreiðfærir. Um 50 metrum innan við munnann er um þriggja metra djúpt niðurfall sem er um 2 metrar í þvermál. Staur er á brún niðurfallsins. Hellisgöngin neðan við niðurfallið eru lítið hrunin allt í botn en þangað er um 40 metrar og lofthæðin á þeim kafla er tveir til þrír metrar. Efsti hluti hellisins stefnir til suðvesturs frá munna og er mjög lítið hruninn. Framan til er hellirinn hálffullur af aur sem eykst eftir því sem innar dregur. Um 50 metrum innan við munnan er hann orðið svo lágt undir loft að ekki verður lengra skriðið. Göngin ná þó sýnilega miklu lengra og fyrir skófluglaða bíður því þarna pennandi verkefni. Hellisgólfið er hvergi sjáanlegt en breidd þess er vart undir tíu metrum. Faðir Inga Óskarssonar hellismanns sýndi Inga þennan helli fyrir margt löngu og nefndi Ingi hellinn Skara eftir karli föður sínum.”
Ef finnandinn hefði áttað sig á að “niðurföllin” inni í hellinum væru eftir símastaura hefði hann án efa skírt hann “Staurahelli”. En honum til vorkunnar má geta þess að stauragötin sjást ekki ofanjarðar, þó svo sjá megi púkkið með staurunum, sem nú eru horfnir á þessum tilgreindu stöðum, en búta þeirra má sjá bæði ofar og neðar í stauralínunni.

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 30. okt. 1966, bls. 932-933.
-Íslenskir hellar, bls. 279.

Bolöldur

Bolöldur – kort. Lega gamla vegarins að Svínahrauni um Bolöldur.