Brautarholt

Gengið var með ströndum hins eiginlega Kjalarness utan við Brautarholt. Ætlunin var m.a. að skoða Presthúsatanga, Nesvíkina, Kjalarnesið, Borgarvíkina, Músarnesið og Brautarholtsborgina, auk þess Björnsstekk og borgina á Borginni. Hér er um að ræða svæði, sem jafnan er utan alfaraleiðar, en hefur upp á ótrúlega margt að bjóða.

Brautarholtskirkja

Brautarholtskirkja.

Gangan hófst við Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, en telja má hana afkomanda fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlykur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjan, sem þarna er nú, var reist árið 1857 af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Hér má m.a. lesa um ferðir hans upp í Blikdal, selstöður Brautarholtsmanna fyrrum. Nýlega var kirkjan endurbyggð frá grunni og virðist kirkjunni hafa verið vel við haldið.
Til eru ágætar örnefnalýsingar frá Brautarholti og svæðinu öllu, sem Örnefnastofnun Íslands hefur haft forgöngu um að gera. Í einni þeirra segir m.a. um gömlu bæina: “
Litlu býlin og húsmanns býlin, sem ég tel upp eru nú horfin úr Jarðabókum. Borg, Skemma, Ketilstaðir, Kjalarnes, Hjallasandur, Lambhús, Flatbjörn, Langabúr austara, Langabúr vestara, Mýrarholt, Arnarholt er eign Reykjavíkurborgar ásamt Brekku og smábýlum eða húsm. býlum, Sigurðarhús, Hryggur, Berg, Nauðverja, Presthús, sem er eign lögfr. í Reykjavík.

Borgin

Borgarskarð upp af gamla Borgarbænum og Brautarholtsborg. Norðan undir henni var hið stóra býli, Borg, fyrr á tímum. 18 hurðir voru á hjörum í Borg.
Norður frá Borginni eru Kinnarhólar. Svo er mýri þar vestur af eða suðvestur af Kinnarhólum. Hún heitir Gullkistumýri. Vík þar vestur af heitir Gullkistuvík. Í kletti sunnan við Gullkistuvík er sagt, að sé falin gullkista, og heitir þar Gullkistuhöfði.” Í annarri lýsingu segir: “Gullkista er drangur í sundi, sem liggur inn í Gullkistuvík.”
Þá; “Upp og austur af Gullkistuvík er holt, sem heitir Móholt; þar var breiddur mór. Það er upp af Nesvíkinni nyrzt, Vestast er þar smáhæð. Þar er vík, sem nefnd er Pálsbúð. Sunnan við Gullkistumýri er Nesvík. Syðst í mýrinni eru smáhólar, og þar suður af er Vestri-Nesbær og Eystri-Nesbær. Hreppstjórabúð heitir milli þeirra. Þá eru Borgarhólar, sem eru austur af Borginni. Tangar eru undan Eystri-Nesbæ. Milli Gullkistu og Nesvíkur er svæði. Þar undir strandaði Laxfoss, 10. jan. 1944.

Laxfoss á strandsstað

Í Mbl 11. janúar 1944 segir frá sjóslysinu undir fyrirsögninni “Laxfoss strandar nálægt Effersey – Mannbjörg með naumindum eftir langan tíma – um 100 manns voru með skipinu”. Í fréttinni segir að Laxfoss hafi strandað kl. 7 1/2. farþegar um 100 manns náðust í land um og eftir miðnætti. Mikill sjór kom ískipið strax eftir strandið. Óvíst væri um björgun þess. veður var mjög dimmt, hríð og hvassviðri mikið.
Dráttarbáturinn Magni var sendur á strandsstaðinn. Magni kom aftur og sögðu skipverjar ógerlegt, eins og þá stóð, að komast nálægt skipinu. Björgunarsveit frá slysavarnarfélaginu fór út í Effersey til að freista að koma björgunarlínu þaðan út í skipið. Það reyndist ómögulegt vegna veðurs. Ein lína lenti þó yfir skipið, en festist svo ofarlega í afturmastrinu, að henni varð ekki náð.
Borgarvík og Músarnes og Anriðarey fjærNokkrir menn komust í land í skipsbátnum vestan við Grandagarð. Þeir sögðu að strax hefði komið mikill leki að skipinu, en farþegar væru rólegir. Tókst að koma línu í skipið og síðan ferja fólkið til lands, smám saman, með aðstoð Magna og amrísk innrásarpramma. Tókst að bjarga öllum, 91 manni (78 farþegar og 13 skipverjar), sem um borð höfðu verið. Skipið hafði verið í strandsiglinum. Farþegarnir voru flestir Norðlendingar, þar á meðal 6 þingmenn og stjórn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði.
Varðskipið Ægir reyndi að ná Laxfossi af skerinu skv. frétt Mbl daginn eftir. Þann 13. janúar segir svo frá því að “hæpið verði að ná Laxfossi út – botninn mikið brotinn”. Skipið hvarf síðan í sjóinn nokkru seinna.
Skammt vestan við Presthús er kjölur af bát, táknrænn fyrir svæðið. Augljóslega er þarna um að ræða leifar björgunarbáts. Það skyldi þó ekki hafa verið einn af björgunarbátunum frá Laxfossi?
BjörnsstekkurÞá er Músasund vel gert af guðs og góðra vætta hendi, er sjómenn, er leið eiga inn í Hvalfjörð í beitufjöru hafa hárviss leiðarmörk, 2 hlaðnar vörður vel gerðar (af snild) af bændum í Brautarholti, er þeir settu upp hræður til að verja æðarvarpið fyrir fuglavargi og jafnvel sportveiðiþjófum úr öllum stéttum mannfélagsins.
Í Andrisey er Andríðarhóll, sem fregnir herma, að Andriður gamli í Brautarholti væri í heygður, er hann var
veginn eftir hofsbrunann að Hofi. Síðan segir, að byrjað hafi verið að grafa í hólinn, en þá hafi öll bæjarhús í Brautarholti verið í ljósum loga. Merki sjást til þess, að grafið hafi verið í hólinn.
Hér á eftir þarf að koma fyrir lengri texta þótt ekki væri fyrir annað en að koma að myndum af nokkrum þeim minjum, sem sáust á leiðinni, s.s. Björnsstekk, öðrum stekk skammt vestar, tóft ofan við Messing og fjárborg á Borginni sjálfri.
Stekkur vestan NesvíkurÞegar gengið var framhjá Prestinum undan Presthúsatanga var m.a. rifjuð upp hluti af sögu nýlegs sakamáls er segir frá fullyrðingu manns, sem myrti konu og sagðist hafa kastað líki hennar þarna í sjóinn. Það fannst hins vegar þremur dögum síðar í Smalaskálahæð sunnan við Hafnarfjörð.
Nesvíkin er formfögur vík. Eignin tilheyrir fjölskyldu Jóns heitins Ólafssonar á Brautarholti. Þarna er hin ágætasta aðstaða með enn ágætara útsýni.
Uppi á Borginni (Brautarholtsborg) eru leifar af hringlaga fjárborg, sem standurinn ber að öllum llíkindum nafn sitt af. Lítið sést eftir af borginni, en þó greinir enn í neðstu hleðslurnar, auk þess sem borgin hefur gróið upp að innanverðu. Suðvestan undir borginni er fjárskjól. Sunnan þess er hár, myndarlegur, klettadrangur, sem án efa hefur haft nafn, enda hinir ákjósanlegustu huldufólksheimar.
Tóft ofan MessingsOfan Nesvíkina austanverða sést móta fyrir tóftum. Þar gæti hafa verið garður eða mannvirki tengd uppsátri. Ofan við miðja víkina, sunnan undir grónum hól, er Björnsstekkur. Hleðslurnar standa enn og vel má sjá lögun hans. Skammt vestar, einnig rétt ofan við víkina, er annar stekkur, heldur minni, en heillegur.
Vestar er Bryggjunes og Gullkistuvíkin. Gullkistan er greinileg úti í miðri víkinni. Hann er sérkennilegur að því leitinu að neðri hluti hans er bólstraberg, líkt og fjaran umhverfis, en hatturinn á henni er stuðlaberg.

Kjalarnes

Kjalarnes.

Skammt vestar er hið eiginlega Kjalarnes, ofan Messings. Þar er hin ákjósanlegasta lending með góðu vari. Greinilega er stutt á miðin því bátar voru á veiðum þarna skammt frá landi. Tóft er ofan víkurinnar, ferningslaga, en nánast fyllt af sandi. Grjót er í tóftinni. Sennilega eru þarna um að ræða leifar af sjóbúð. Ofar er hólaþyrping Kinnarinnar. Á þeim má sjá leifar eftir hernámsárin. Ofan af Kinnarhólum er fagurt útsýni yfir Borgarvíkina, Músarnesið og Andriðarey.
Strandssvæðið á Kjalarnesi er eitt hið fegursta, aðgengilegasta og fjölbreytilegasta slíkra á Reykjanesskaganum – og engin ástæða til að halda því lengur leyndu fyrir áhugasömu útivistarfólki.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar ÖÍ.

Gullkistuvík