Færslur

Bláfjallahellar

Ætlunin var að skoða hellana í Strompahrauni vestan Bláfjalla. Hellarnir eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna. Skoðaðir voru 11 hellar, auk eins, sem ekki hafði verið skráður; Djúpihellir – Langihellir – Goðahellir – Rótarhellir – Tanngarðshellir – Hurðarbakshellir – Ranghali (Gljái) – Rósahellir – Smáhellir – Krókudílahellir – Rósarhellir – Smáhellir – Bátahellir – (Litla Gatið).

Langihellir

Í Langahelli.

1. Langihellir700 metra langur. Hann er vestan við Djúpahelli. Meginhellirinn er um 300 metra langur. Ekkert hrun er í honum og því auðveldur í umgengni. Haldið var upp hraunrásina. Á tveimur stöðum skín dagsbirtan inn, en síðan tekur við langur gangur þar sem hellirinn lækkar nokkuð. Innar hækkar hann aftur og skiptist hann þá í tvær megináttir. Þessar rásir ligga um mjög sveran hraunstöpul. Þegar inn fyrir er komið sést falleg hraunsúla. Utan í henni, á stalli, eru allmörg hraunkerti. Hraunkerti eru innig á gólfum. Skammt þarna fyrir innan er útgangur upp úr hraunrásinni. Áður hafa verið margir dropasteinar í efri hluta hellisins, en nú er búið að brjóta þá flesta.

Blafjallahellar-223

Í Rótarhelli.

2. Rótahellir er um 210 metra langur. Þegar komið er niður um gatið, sem er hraunketill, tekur við víð rás. Þröng rás liggur inn úr henni og þarf að skríða á nokkurra metra kafla. Þá er komið inn í helgidóminn. Langar rætur teygja sig niður úr loftinu. Þverhellir er þar fyrir innan svo og við rás með nokkrum þrengri. Innan við eina rásina tekur við víður hellir, sem lokast þar. Rótarhellir er nyrstur Bláfjallahella.

Blafjallahellar-222

Í Tanngarðshelli.

3. Tanngarðshellir er um 190 metra langur. Hann er á milli Krókudílahellis og Rótahellis. Farið er niður og inn í sæmilega vítt op til norðurs. Þar skammt fyrir innan er tanngarðurinn utan í nokkuð stórum flór. Farið er yfir haft og þá blasir við fallegur flór og mikil litadýrð. Í lofti eru separ. Hellirinn endar í stórum geimi. Þótt hann sé ekki langur er hann einstaklega fallegur.
Fara þarf varfærnum skrefum hellinn – líkt og um alla aðra slíka á svæðinu.

Blafjallahellar-225

Í Djúpahelli.

4. Djúpihellir er um 150 metra langur. Farið er inn um mjög stórt op í jarðfalli. Hrun er í hellinum, en vegna þess hversu stór hann er kemur það ekki að sök. Dagsbirta kemur niður í hvelfinguna um op á loftinu. Farið er yfir jarðfall og niður og inn um hrunda rás. Þá er komið inn í aðra hvelfingu á þremur hæðum. Liggja hraunrásir þar út frá á hverri hæð, en engin þeirra virðist afgerandi. Lofthæð þarna er a.m.k. 15 metrar.

5. Ranghali (Gljái) er um 100 metra langur. Annað nafn á hellinum er Gljái, en þegar komið er niður um opið eru glansandi hraunfletir utan við þrengri rás. Þegar henni er fylgt er komið inn í víðara rými, en hellirinn endar í hruni. Fallegt sepaloft er í inni hellinum.

Blafjallahellar-224

Í Rósahellir.

6. Rósahellir er um 70 metra langur. Hann er rétt vestan við vestari veginn að skíðasvæðunum og um 15 metra ofan við Kóngfellhraunið. Um miða vegu greinist hann í tvennt, en vinstra rásin nær ekki nema um 20 metra. Hægri rásin nær um 30 metra inn og á gólfi hennar eru fallegt rósamynstur á gólfi.

7. Bátahellir er stuttur, ekki nema um 30 metra langur. Hann er opinn í báða enda, en á gólfi hans mótar fyrir þremur aflöngu bátalaga hraunmyndun. Myndrænt fyrirbæri, líkt og Tanngarðshellir.

8. Smáhellir er fremur stuttur, eða um 20 metra langur. Þegar inn er komið tekur við þröng op, en þar fyrir innan er fallegt hýsi. Falleg hraunrás kemur út úr vegg hellisins innst í honum.

Blafjallahellar-226

Í Krókudílahelli.

9. Krókudílahellir er sérkennilegur, en fremur stuttur. Opið liggur upp úr geimi, til vinstri og upp þegar inn er komið. Þegar í gegnum hana er komið liggur þverrás þar fyrir innan. Þegar beygt er til vinstri má sjá stallaðan hraunflór og er hann eins og krókudílahaus í laginu. Fyrir innan endar hellirinn í þröngri rás.

10. Goðahellir er nyrsti hluti Djúpahellisrásarinnar (auk Bátshellis). Þegar komið er niður í hellinn tekur við mikið gímald. Hellirinn er um 100 metra langur. Farið er inn um þrengsli í botni hans og er þá komið í fremur lágt rými með fallegri brúnni glermyndaðri hrauntjörn á gólfinu.

11. Hurðarbakshellir er stuttur afgangur vestan við Goðahelli. Hann er þó vissulega skoðunarinnar virði.

12. Litla Gatið er fremur lítið, svo til beint niður í jörðina, u.þ.b. hálf mannshæð. Rásin, sem liggur til suðurs, er um 12 m löng, en með fallegum myndunum; tveimur brúnleitum litlum hraunfossum og flór í smækkaðri mynd.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Tanngarðshellir

Í Tanngarðshelli.

Arnarþúfa

Skoðaðar voru rústir eftir Bretana frá stríðsárunum vestan undir hólum vestan Arnarþúfu vestan Sandskeiðs.

Arnarþúfur

Skjól í Arnarþúfum.

Vestan við hólana eru miklar rústir eftir, s.s. skotbyrgi, vegir, varnarveggir og önnur mannvirki. Nyrst undir vestanverðum hólunum eru einnig tvær, sem virðast vera eldri en aðrar rústir á svæðinu. Önnur er hlaðið hús úr móbergssteinum. Norðan við tóttina er sorpbrennsluofn frá Bretanum. Tóttin er nokkuð heilleg. Í einn steininn inni í henni eru ritaðir stafirnir R.B. Þarna gæti verið um gamalt sæluhús að ræða, en það er, líkt og svo magrar aðrar tóttir á Reykjanesi, í skjóli fyrir austanáttinni. Skammt sunnan við tóttina er önnur graslæg. Þar virðist hafa verið brunnur og er allgróið í kringum hann. Gamla þjóðleiðin austur er þarna skammt austar. Ekki langt frá, á klapparhól skammt vestan við Sandskeið, er tótt hlaðins sæluhús. Það sæluhús er annað tveggja, sem vitað er um nálægt Fóelluvötunum. Hitt er svo til miðja vegu á milli þessa húss og Lyklafells, þar vestan undir smáhæð. Þar eru a.m.k. tvær tóttir.

Arnarþúfur

Áletrun í Arnarþúfum.

Stromphellar

Ætlunin var að skoða hellana í Strompahrauni vestan Bláfjalla. Hellarnir eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna. Skoðaðir voru 10 hellar:

Langihellir

Í Langahelli.

1. Langihellir er um 700 metra langur. Hann er vestan við Djúpahelli. Meginhellirinn er um 300 metra langur. Ekkert hrun er í honum og því auðveldur í umgengni. Haldið var upp hraunrásina. Á tveimur stöðum skín dagsbirtan inn, en síðan tekur við langur gangur þar sem hellirinn lækkar nokkuð. Innar hækkar hann aftur og skiptist hann þá í tvær megináttir. Þessar rásir ligga um mjög sveran hraunstöpul. Þegar inn fyrir er komið sést falleg hraunsúla. Utan í henni, á stalli, eru allmörg hraunkerti. Hraunkerti eru innig á gólfum. Skammt þarna fyrir innan er útgangur upp úr hraunrásinni. Nyrsti hluti Langahellis nefnist Goðahellir (sjá síðar). Áður hafa verið margir dropasteinar í efri hluta hellisins, en nú er búið að brjóta þá flesta.

Bláfjallahellar

Bláfjallahellar – uppdráttur ÓSÁ.

2. Rótahellir er um 210 metra langur. Þegar komið er niður um gatið, sem er hraunketill, tekur við víð rás. Þröng rás liggur inn úr henni og þarf að skríða á nokkurra metra kafla.

Rótarhellir

Í Rótarhelli.

Þá er komið inn í helgidóminn. Langar rætur teygja sig niður úr loftinu. Þverhellir er þar fyrir innan svo og við rás með nokkrum þrengri. Innan við eina rásina tekur við víður hellir, sem lokast þar. Rótarhellir er vestastur Bláfjallahella, skammt frá hraunjaðri Kóngsfellshrauns.
3. Tanngarðshellir er um 190 metra langur. Hann er á milli Langahellis og Rótahellis. Farið er nniður og inn í sæmilega vítt op. Þar skammt fyrir innan er tanngarðurinn utan í nokuð stórum flór. Farið er yfir haft og þá blasir við fallegur flór og mikil litadýrð. Í lofti eru separ. Hellirinn endar í stórum geimi. Þótt hann sé ekki langur er hann einstaklega fallegur.

Bláfjallahellar

Við Djúpahelli.

4. Djúpihellir er um 150 metra langur. Farið er inn um mjög stórt op í jarðfalli. Hrun er í hellinum, en vegna þess hversu stór hann er kemur það ekki að sök. Dagsbirta kemur niður í hvelfinguna um op á loftinu. Farið er yfir jarðfall og niður og inn um hrunda rás. Þá er komið inn í aðra hvelfingu á þremur hæðum. Liggja hraunrásir þar út frá á hverri hæð, en engin þeirra virðist afgerandi. Lofthæð þarna er a.m.k. 15 metrar.
5. Ranghali er um 100 metra langur í stefnu út frá stóru skíðalyftunni. Annað nafn á hellinum er Gljái, en þegar komið er niður um opið eru glansandi hraunfletir utan við þrengri rás. Þegar henni er fylgt er komið inn í víðara rými, en hellirinn endar í hruni.

Rósahellir

Í Rósahelli.

6. Rósahellir er um 70 metra langur. Hann er rétt vestan við vestari veginn að skíðasvæðunum og um 15 metra ofan við Kóngfellhraunið. Um miða vegu greinist hann í tvennt, en vinstra rásin nær ekki nema um 20 metra. Hægri rásin nær um 30 metra inn og á gólfi hennar eru fallegt rósamynstur.
7. Bátahellir er stuttur, ekki nema um 30 metra langur. Hann er opinn í báða enda, en á gólfi hans mótar fyrir þremur bátalaga hraunmyndunum.
8. Smáhellir er fremur stuttur, eða um 20 metra langur. Þegar inn er komið tekur við þrönng op, en þar fyrir innan er fallegt hýsi. Falleg hraunrás kemur út úr vegg hellisins innst í honum.

Krókudílahellir

Í Krókudílahelli.

9. Krókudílahellir er sérkennilegur, en fremur stuttur. Opið liggur upp úr geimi. Þegar í gegnum hana er komið liggur þverrás þar fyrir innan. Þegar beygt er til vinstri má sjá stallaðan hraunflór og er hann eins og krókudílahaus í laginu. Fyrir innan endar hellirinn í þröngri rás.
10. Goðahellir er nyrsti hluti Langahellis, eins og fyrr sagði. Þegar komið er niður í hellinn tekur við mikið gímald. Hellirinn er um 100 metra langur. Farið er inn um þrengsi í botni hans og er þá komið í fremur lágt rými með fallegri brúnni hrauntjörn á gólfinu.

Í þessari hellaferð var veður með miklu ágætum. Í sumum hellanna liðu fallegir sólstafir inn um opin og mátti vel sjá í þeim hin ýmsu mynstur.

Strompahellar

Í Strompahellum (Bláfjallahellum).

Þingnes

“Heimildarritin geta eigi nema tveggja þinga hér á landi áður en alþingi var sett á stofn, Þórsnesþing og Kjalarnesþing. En að leiða út af þessu þá ályktun, að fleiri þing hafi eigi verið til hér á landi fyrir 930, virðist nokkuð hæpið. Það er auðvitað, að þinganna hér á landi er eigi getið nema í sambandi við einhverja atburði, eða þá af einhverjum öðrum sérstökum ástæðum. Að öðrum kosti er gengið þegjandi fram hjá þeim, eins og gengið er þegjandi fram hjá svo mörgum öðrum merkum atburðum, því fornsagan er fyrst og fremst viðburðasaga, en eigi réttarsaga eða þjóðmenningarsaga.

Þingnes

Þingnes – upplýsingaskilti.

Ari fróði, sem bezt og og áreiðanlegast þræðir réttarsögu landsins og framvaxtarsögu þjóðfélagsins, þótt fljótt sé yfir farið, minnist eigi einu sinni á Þórsnesþing. Aftur á móti getur hann um Kjalarnesþing á talsvert einkennilegan hátt. Hann segir svo frá: “Alþingi vas sett at ráþi Ulflíótz oc alra lanzmanna, þar es nú es, en áþr var þing á Kialarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr lannámamannz, faþeer Þorkels mána lögsögumannz, hafþi þar, oc höfþingiar þeir es at þuí hurfu”. Beinast liggur við að skilja orð þessi þannig, að eigi hafi verið til nema eitt þing hér á landi áður alþingi var sett á stofn, – Kjalarnesþing. Nú vitum vér með fullri vissu, að Þórsnesþing að minsta kosti, var sett löngu fyrir þann tíma, og þar er sjálfsagt, að Ara fróða var fullkunnugt um það líka, því hann var ættaður að vestan, afkomandi Þórðar gellis, er deiluna jafnaði [með liðum á Þórsnesþingi]. Hlýtur þá eitthvað og sérstakt að hafa verið einkennilegt við Kjalarnesþing, úr því hann minnist á það með þannig löguðum orðum, og getur það varla eftir atvikum verið annað en það, að Kjalarnesþing hafi haft líka þýðingu fyrir landið í heild sinni eins og alþingi hafi síðar, eða með öðrum orðum, að það hafi verið eins konar allsherjarþing, og verðum vér að hallast að þeirri skoðun. Þangað var skotið málum úr öðrum héruðum, sektarfé það, sem þar var dæmt, var gert að almannafé, þvert ofan í allar venjur, hefði þingið verið skoðað eingöngu sem héraðsþing, og goði sá, sem Kjalarnesþingi stýrði, var síðar við stofnun alþingis gerður að allsherjargoða. Allt bendir þetta í þá átt, að Kjalarnesþing hafi verið sameiginlegt fyrir land allt, og var þá engin furða, þótt endurminningin um það geymdist bæði vel og lengi”.

Esjuberg

Esjuberg – Leiðvöllur 1946.

Á öðrum stað (bls. 62-63) segir um Kjalarnesþing: “Kjalarnesþing hefir eflaust eins og nafnið bendir á verið haldið á Kjalarnesi, þótt nú sjáist þess lítil eða engin merki. Kjalnesingasaga segir, að það hafi verið haldið “suðr við sjóinn”, og þótt hún sé í flestum greinum á áreiðanleg, er eigi ólíklegt að hún hafi rétt fyrir sér í þessu, því endurminningin um hið forna, merka Kjalarnesþing hlaut að geymast lengi í minnum manna. Skammt út frá Mógilsá undir kleifunum við sjóinn er nefnt “Leiðvöllur”, og bendir það nafn á, að þar hafi einhvern tíma verið þing haldið. Leiðvöllur er breið grjóeyri, sem gengur út í sjóinn. Fyrir ofan eyrina liggur síki, og þar upp af að austanverðu er lítill grasgeiri, sem nú heitir Kirkjuflötur. Á henni sjást leifar af lítilli tóft, og þó mjög óglöggt. Önnur mannvirki sjást þar nú eigi, og mun sjórinn hafa rótað til og brotið af. Upp af eyrinni er brekka, víða grasi vaxin; hefur það eflaust verið “Þingbrekkan”. Slíkar þingbrekkur eru víða nefndar í fornsögunum, og hyggjum vér, að fornmenn hafi jafnan valið sér þingstað með tilliti til þess, að brekka eða hæð væri í nándinni, þaðan er vel mætti heyra mál manna, því frá þingbrekku fóru fram löglýsingar allar og tilkynningar”.

Esja

Esja – stekkur ofan Leiðvalla.

Af framangreindum skrifum að dæma virðist Kjalarnesþing upphaflega verið sem önnur hinna 13 vorþinga, en vegna tengslaleysis þeirra við setningu laga og dómauppkvaðningu virðist hafa orðið þörf fyrir samræmt þing þegar fyrir árið 900. “Víða í sveitum var orðið svo þéttbýlt þegar laust eftir 900, að brýn nauðsyn var á þingum eða einhverju öðru í þeirra stað til að ræða nauðsynjamál héraðanna og jafna deilur, og má nærri geta að örðugt hefir þótt að leita í aðra landsfjórðunga með hvert smáræði. Vér höfum því fyrir satt, að þing hafi risið smám saman víðsvegar um land, þótt eigi sé þess getið í sögunum.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Í hverju þingi fyrir sig hafa menn komið sér saman um helztu lagaákvæði og reglur, er fylgja skyldi, og hafa þær sjálfsagt verið nokkuð mismunandi í ýmsum héruðum landsins og sóttar sitt í hverja áttina. Meðan um innanhéraðsdeilur einar var að ræða, hefir þetta sjálfsagt getað bjargast og eigi orðið svo mjög að meini. En þegar landsbúum tók að fjölga og viðskifti og samgöngur á milli héraða að aukast, þá hlutu menn von bráðar að festa sjónir á annmörkum þeim, sem á þessu voru. Þegar sækja skyldi mál í önnur þing, kom það upp úr kafinu, að þar var allt öðrum reglum fylgt um málatilbúnað, sókn og vörn, eiðspjöll og sakarvætti, en í varnarþingi málshefjanda, og úrskurðir ef til vill byggðir á allt öðrum lagagrundvelli. Þetta hefir gert mönnum ókleift eða að minnsta kosti mjög örðugt að ná rétti sínum, er leita skyldi í önnur þing. Hlaut það því að verða eitt af brýnustu nauðsynjamálum landsins, að koma föstu skipulagi á þingin og mynda sameiginlega löggjöf fyrir allt land”.
Þetta gæti hafa verið hlutverk þingsins á Þingnesi, þ.e. að vera undanfari Alþingis, sem síðar var sett á Þingvöllum.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 26-28.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi.

Hólmur

Vegna mikillar aldursbreiddar í hópnum var ákveðið að nota vel hið frábæra veður og fara skemmtilegan hring og skoða það sem fyrir augu bæri.

Hólmur

Hólmur – eldhús.

Í stað þess að fylgja FERLIR-323 upp á Þráinsskjöld var ákveðið að halda að Hólmi við Suðurlandsveg og líta á Hólmshelli í bæjartúninu. Norðan hans er forn stekkur og austan opsins er gömlu bæjartóttirnar á Hólmi hinum forna. Sjást þær vel sem og hlaðnir garðar beggja vegna hans. Þá sést gamli túngarðurinn sunnan túnsins enn mjög vel. Vestan við hellisopið er fallega hlaðið hús, sem enn stendur svo til heilt. Þetta er fyrrum eldhúsið á Hólmi, síðar notað sem reykkofi (Valur).
Kíkt var ofan í Raufarhólshelli í Þrengslunum og síðan haldið að Herdísarvík. Byrjað var á því að leita að norðurenda Breiðabásshellis. Op fannst upp í Mosaskarði. Um er að ræða djúpa og að öllum líkindum mjög greiðfæra hraunrás. Ætlunin er að fara þangað fljótlega með góð ljós og kanna hellinn.

Hólmur

Hólmur – kirkjugarður.

Þá var leitað að fjárborgunum tveimur, sem sagt er frá í gömlum heimildum, niður við Herdísarvík. Þær fundust báðar svo og gamla réttin. Skoðaðir voru garðarnir, Austurgarður, Miðgarður og Vesturgarður áður en haldið var að Krýsuvíkurhrauni. Þar var skoðað hlaðið byrgi og aðhald skammt fyrir innan það. Þegar komið var á móts við Lambafell var rally í gangi á veginum svo ákveðið var að ganga upp á Sveifluháls og skoða merkilega gatakletta, sem þar eru á tilteknum stað. Litbrigðin í fjöllunum og klettunum á þessu svæði eru ólýsanleg við bestu birtuskilyrði.
Frábært veður.

Sveifluháls

Örnefni á Sveifluhálsi – ÓSÁ.

Viðeyjarsel

Í “Fornleifaskráningu í upplöndum Kópavogs” árið 2020 er m.a. getið um “Erferseyjarsel-Viðeyjarsel”.

Lækjarbotnar

Gömlubotnar- tóftir.

Selið er staðsett við skátaskálann í Lækjarbotnum. Þar segir í skráningunni: “Sel? – Á grónum stalli um 70 m ASA frá skátaskála í Gömlubotnum (Lækjarbotnum) og 20 m VSV frá læk (Botnalæk). Veggir úr torfi og grjóti, 1-2 m breiðir og 0,2-0,4 m háir. Dyr eru á V-langvegg. Rústin er eilítið uppblásin að vestanverðu en annars gróin að innan. Í eða við vegg rústarinnar hefur verið plantað trjám.
Í Örnefnaskrá segir að sel hafi verið frá Viðey inn með Gömlubotnum. (Örnefnaskrá. Hólmur.)
Athugasemdir og viðbætur: Þessi rúst gæti verið umrætt sel, annaðhvort tvær kynslóðir eða sel frá mismunandi býlum. Í Jarðabók segir að Örfyrisey hafi átt í seli undir Selfjalli (Jarðabók 1982:254).”

Lækjarbotnar

Lækjarbotnir – tóftir.

Vitnað er í eftirfarandi heimildir: -Bjarni F. Einarsson. Fornleifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Árbæjarsafns XLVI. Reykjavík 1995. -Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. III. bindi. Ljóspr. útgáfa. Reykjavík 1982. -Örnefnaskrá. Hólmur. Athugasemdir og viðbætur. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Örnefnasafn.

Í framangreindri fornleifaskráningu fyrir Kópavog er ekki getið um Viðeyjarsel, sem jafnframt var um tíma notað sem selstaða frá Bessastöðum. Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöðu frá Bessastöðum. Um Erfersey segir: “Selstöðu á jörðin undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Sels frá Viðey er ekki getið í Jarðabókinni, enda Viðeyjar ekki getið þar sem sjálfstæðrar jarðar, jafnvel þótt ýmsar nálægar aðrir ættu henni víðtækar kvaðir að gjalda.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – fornleifar.

Örfirisey átti selstöðu í Lækjarbotnum og hafði í seli og hafði svo verið vegna landleysis jarðarinnar. Selið var líklega aflagt árið 1799, þegar byggð í Örfirisey fór í eyði eftir Básendaflóðið. Lækjarbotnar var efsta byggða ból vestan Hellisheiðar og í þjóðbraut, því þarna inn við Selfjallið lá gamla leiðin um Lækjarbotna. Þetta nýbýli var því vinsæll áningarstaður bænda úr austursveitum á kaupstaðarferð til Reykjavíkur og ekki síður á austurleið. Guðmundur H. Sigurðsson bóndi í Lækjarbotnum (1876-1957) flutti húsið á árunum 1904-1910 að þjóðveginum sem lá um Fossvallaklif og rak þar greiðasölu.

Lögberg

Lögberg.

Í manntalinu 1910 er býlið nefnt Lögberg/Lækjarbotnar og er líklegt að þá hafi verið farið að nefna eldra bæjarstæðið Gömlubotna. Guðmundur gaf Skátasambandi Reykjavíkur land í Gömlubotnum og reistu þeir þar árið 1929 fyrsta útivistarskálann á Íslandi. Hann var nefndur Væringjaskálinn og var fluttur á Árbæjarsafn árið 1962 og endurbyggður þar. Fimm fornminjar eru skráðar í Gömlubotnum: Fjárhús, rétt, sel, fjárból og rúst.

Örfirisey, Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.

Lambastaðasel

Lambastaðasel.

Við nánari athugun má þó ætla að selstaða hafi um tíma verið forseda nýbýlisins á sínum tíma. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma bæjarstæðið, auk búskapar (beitarhús) frá Lögbergi. Tóftir Lambastaðaselsins eru þó allnokkru norðar, norðan við Fossvallaklifið, enn óskráð.
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að “býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel.

Sel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.” Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að jörðin Örfirisey hafi verið landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.”

Í lýsingu Viðeyjar segir “selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.”

Bessastaðir

Bessastaðasel í Lækjarbotnum.

Í lýsingu fyrir Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703, sem fyrr segir. Selhólar er hins vegar vestan við “meint” Erferseyjarsel” í Lækjarbotnum. Þar mótar enn fyrir nokkrum tóftum á skjólsælum stað skammt frá nálægum læk. Nýtt hús á vegum starfsmannafélags Landsbankans hefur nánast verið byggt ofan í tóftirnar. Þessar tóftir hafa aldrei ratað inn í fornleifaskráningar.
Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur af minjunum í Lækjarbotnum af Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og Örfiriseyjarseli, auk uppdráttur af selstígunum, en þeirra er ógjarnan getið í einstökum fornleifaskráningum þegar slíkra minja er getið.

Heimild:
-Fornleifaskráning í upplöndum Kópavogs, Bjarni F. Einarsson, 2020.
-https://ferlir.is/videyjarsel/

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) – uppdráttur ÓSÁ.

Þingnes
Skoðaðar voru minjarnar á Þingnesi og svæðið gaumgæft. Meginminjarnar eru landmegin við austanvert Elliðavatn, en einnig eru minjar á landfastum tanga. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, hefur haldið utan um nýjustu rannsóknir á svæðinu, en áður höfðu m.a. Jónas Hallgrímsson, sem fyrstur kom með þá kenningu að þarna hafi verið hið eiginlega Kjalarnesþing um tíma, og Daniel Bruun grafið í tóftirnar.

Þingnes

Skiptar skoðanir hafa verið um hvað minjarnar hafa að geyma, en ljóst er að sumar þeirra a.m.k. eru frá upphafi norræns landnáms. Að öllum líkindum hefur auk þess verið þarna um ýmis not að ræða og tóftirnar gætu verið frá mismunandi tímum. Ekki er óraunhæfta að álykta, ef þarna er um hinn forna þingstað að ræða, sem stofnaður var af Þorsteini, syni Ingólfs Arnarssonar, og að þar hafi verið ákveðið að stofna til Alþingis á Þingvöllum árið 930.
Grafið hefur verið í 3 rústir og kom í ljós að þær voru frá því um 900. Einnig komu í ljós hringir, sá stærri um 18 metrar í þvermál.

Þingnes

Þingnes – uppgraftarsvæði.

Upplýsingatafla er við aðkomuna á svæðið, en hún þyrfti að vera nær minjunum því á henni eru miklar fróðlegar upplýsingar, uppdrættur og mynd, sem erfitt er fyrir venjulegt fólk að leggja á minnið með hliðsjón af umhverfinu. Minjarnar mættu vera aðgengilegri, en eru í raun í skjóli utan stíga. Staðurinn er mjög fallegur, við tanga úti í Elliðavatn, og auðvelt að setja sig í spor þeirra, sem ákváðu þingstaðinn á sínum tíma. Hins vegar eru aðstæður aðrar en þá voru því yfirborð Elliðavatns hækkaði við stíflugerðina.
Þingnes

Nyrsta húsið er sýnilega stærst. Um miðju þess liggur hlaðinn garður. Garðurinn er þvert á húsið því opið vísar á mót suðri, en húsið er á lengdina frá vestri til austurs. Vestan utan í húsinu er hringurinn, eða öllu heldur hringirnir, því annar minni er inni í þeim stærri. Hann er að hluta til flóraður. Inni í honum er svo aftur enn eldri tótt. Sunnan við hringinn eru fimm tóttir og er sú, sem stendur næst, yfir enn eldri tótt, nokkuð stórri. Austan við tóttirnar eru þrjár tóttir, þ.a. ein nokkuð stór. Norðan við þær er ein tótt.

Þingnes

Á tanganum vestan við þær eru fjórar tóttir, tvær liggja nálægt hvorri annarri, ein er vestan við þær og sú fjórða norðar og efst á tanganum.
Nýjasti uppgröfturinn á Þingnesi var vikuna 17.-21. maí 2004. Það voru fornleifafræðinemar, sem það gerðu, undir stjórn Guðmundar Ólafssonar. Grafið var í rústir 9 og 12. Útlínur húsanna komu fram og dyragat í tóft 12, auk viðarkols- og beinaleifa. Landnámsöskulagið var greinilegt í torfinu og í jarðlögunum, sem og Katla~500. Þegar FERLIR leit þarna við voru nemarnir hinir áhugasömustu og unnu af kappi, en jafnframt með þeirri varfærni sem fræðigreininni er svo nauðsynleg. Vinna við fornleifarannsóknir eru tímafrekar – líkt og leifarnar, sem rannsaka þarf, gefa til kynna.

Þinganes

Fornleifauppgröftur á Þingnesi.

Þingnesið er áhugavert svæði til stuttrar gönguferðar í fallegu og sagnaríku umhverfi. Þótt ekki hafi hingað til verið hægt að fullyrða að þarna geti verið um fornan þingstað að ræða benda þó meiri líkur til þess en minni.
Gangan um Þingnesið tók 19 mín. Veður var frábært, lygnt og hlýtt.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi. Uppdráttur GÓ.

Heiðarvegur

Gengið var frá Bláfjöllum í vesturátt. Eftir að hafa gengið tæpan kílómetra á helluhrauni og á jeppaslóð, var komið að hraunhól sem á var varða.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Sprunga er í hólnum með gras í botni og líklega gott skjól í henni. Að vestan er líkt og dyraop og er hægtað ganga á jafnsléttu inn í sprunguna. Punktur tekinn. Áfram var gengið í vesturátt í stefnu á Grindaskörð, á helluhrauni nokkuð grónu, með leirsléttum. Á vinstri hönd er eldborg og gróft hraun í kring, á hægri hönd er Strompahraunið og er um 300 metrar á milli hraunanna. Að gengnum 1.655 metrum (í beina loftlínu) var komið að tveimur vörðum sín á hvorum hólnum og er slakki á milli hólanna. Greinileg gata var á milli hólanna. Þegar horft var til baka sást á áframhaldandi vörðu í austurátt. Á leiðinni eftir jeppaslóðinni, var varðaða leiðin á vinstri hönd suður). Varða er einnig sjáanleg héðan í vestur átt og voru tekin hnit á hana. Næsta varða þar á eftir er að mestu hrunin en sést þó enn.

Heiðarvegur

Heiðarvegur.

Komið var að hraunbrún. Framundan er úfnara hraun, en mjög stutt er yfir það að hlíðum (Stórkonufells?). Í suður í átt að Litla-Kóngsfelli og var stæðileg varða í þá áttina. Hún gæti verið við vegamót. Önnur leiðin liggur þá suður með hraunbrúninni og suður fyrir Stórkonugjá við Litla-Kóngsfell og hin leiðin liggur áfram í stefnu yfir hraunhaftið.

Gengið var áfram í sömu stefnu yfir hraunhaftið, nokkra tugi metra og kom á Reykjaveginn við hlíðar Stórkonufells og síðan yfir nyrðri enda Stórkonugjár og er greinileg gata þar og nokkuð breið. (Reykjavegurinn stefnir vestur yfir og suður með Stórkonugjá í stefnu á veg í Kerlingaskarð). Síðan var gengið norðvestur með hlíðunum í átt að skarðinu norðan við Stórabolla.
Þegar komið er að þar sem farið er upp í skarðið norðan við Stórabolla er myndarleg varða þar, niður undir jafnsléttu og hálfhruninn varða er rétt þar neðar í stefnu á hraunbrún á hrauninu sem er sunnan við bollana. Þegar horft er úr brekkunni undir Stórabolla og vörðurnar bera hver í aðra, má sjá góðan veg með hraunbrúninni.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – varða.

Þegar komið var neðarlega í brekkurnar norðan skarðs og gengið eftir jeppaslóða, var fyrir varða í 336 m hæð. Punktur tekinn.
Neðst í brekkunum komu saman jeppaslóðinn og reiðvegur og eða fjárgata í 276 metra hæð. Þegar gengið var áfram með hlíðum undir Kristjánsdalahorni, sást greinileg gata upp og bak við smá hnjúk sem sker sig frá fjalllendinu. Þegar komið var norður fyrir hnjúkinn sást gatan greinilega þar sem hún skáskar brekkuna niður á jafnsléttu. Neðar eru vatnsstæði.
Aftur var farið upp að Bláfjöllum og gengið frá þeim í suður. Eftir að hafa gengið um 800 metra frá horninu, var komið að vörðu. Þaðan var gengið í norðvestur og eftir að hafa gengið um 500 metra sást hraunhóll og var steinn á toppi hans.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – vörður.

Hóllinn er holur að innan og er þar sæmilegur skúti og geta nokkrir menn haft þar skjól. Svo virðist sem brotið hafi verið úr munanum niður við jörð og er hægt að ganga inn líkt og um dyraop. Punktur tekinn. Skúti þessi er í beinni línu við næstu vörðu sem komið var að. Um 500 metrar eru frá skútanum að henni. Vestan við vörðuna er grasivaxin dæld og þegar horft er í norðvestur á næstu vörðu blasir við greinileg gata í grasinu, nokkra tugi metra. Þessi gata er ekki fjárgata, einn og hálfur til tveir metrar á breidd þar sem hún er breiðust.

Heiðavegur

Varða á Heiðarveginum.

Síðan var gengið að næstu vörðu sem blasti við. Eru um 220 metrar að henni. Hæð y.s.m. eru 515 m. Þegar nær var komið sást að vörðurnar eru tvær. Sú sem fyrr er komið að, er hálf hruninn en nokkrum metrum frá er stæðileg varða. Vörðurnar eiga líklega að bera hvor í aðra til að fá stefnu á næstu vörðu. (Eða að vísa á sprungna hraunhólinn með vörðunni sem sást í fyrri ferð í um 20-30 metra fjarlægð).
Ekki sást til næstu vörðu í norðvestur eða vesturátt en í vestur er varða sem áður hafði verið komið að og er um 1.600 metrar í hana. Enn styttra er að aðra vörðuna.

Heiðarvegur

Heiðarvegur – Geitafell fjær.

Hér er ágætis útsýni yfir landið frammundan, það fer lækkandi í norðvestur og vestur og er vegur ágætur um helluhraun.
Í vestur er nokkuð stór nafnlaus eldborg sem áður er getið með grófu hrauni umhverfis en hraunið úr henni nær ekki langt norður fyrir hana. Heiðarvegurinn liggur því norðan við eldborgina, um nokkurskonar hlið á milli úfinna hrauna.
Því miður var ekki hægt að skoða meira í bili en klára þarf að staðsetja vörður á 1.600 metra kafla og athuga hvort gatan greinist austan við Stórkonugjá. Þá er eftir að staðsetja vörður austur um heiðina niður Hrossahryggi eða um Guðrúnarbotna að Ólafsskarðsvegi.
Frábært veður í frábæru landslagi.

Heiðarvegur

Varða á Heiðarveginum – Geitafell framundan.

Hamrahlíð

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

“Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar nokkuð utar er svo beygja, sem nefnd var Alnbogi, og þar utar var önnur beygja á veginum, sem nefnd var Öxl.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá, og heim undir tún í þessari mýri eru þrír klettar (?) hólar, sem heita aðeins Hólar.”

Í athugasemdum og viðbætum Jónu Þorbjarnardóttur og Jóns Guðnasonar við handrit Ara má lesa eftirfarandi:
“Stórihnúkur er hæsta hæðin á Úlfarsfelli. Forarmýri nær frá ánni (Úlfarsá) upp að vegi. Hún var blaut, en nú búið að ræsa hana eitthvað. Kálfakotsgil, venjulega nefnt Gilið, en jörðin hét Kálfakot fram til um 1927.
Lambhagamelar eru fyrir ofan túnið í Lambhaga.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Skyggnir heitir hraunhóll eða hólbarð ofan við melana. Austur af honum er Leirtjörn upp að fjalli, mikið leirflag á sumrum, en á vetrum tjörn.
Milli Grafarholts og Reynisvatns er Leirdalur.
Hamrahlíð heita hamrarnir norðan í Úlfarsfelli, rétt við veginn.”
Ekkert er minnst á kotbýlið í athugasemdunum.

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

„Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.”

Uppgröftur fór fram á Hamrahlíð á árinu 2022 – sjá meðfylgjandi myndir sem og frásögn

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Mosfellshreppur; Blikastaðir – Ari Gíslason skráði.
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Úlfarsá, aths. og viðb. 1 – Mosfellshreppur; Samlesið G.Þ.G.
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Friðþór Eydal

Kristján Már Unnarsson skrifaði um Rauðhóla 15. nóvember 2022 þar sem Friðþór Eydal fjallar um falda leynilega stjórnstöð Bandaríkjahers í gígum hólanna:

Rauðhólar

Friðþór Eydal bendir á grunn ratsjármiðstöðvar Bandaríkjahers í Rauðhólum.

“Ein mikilvægasta herstöðin á Íslandi á árum síðari heimsstyrjaldar var starfrækt í Rauðhólum. Stöðin var vel falin ofan í gervigígum og þaðan var loftvörnum Íslands stjórnað. Nánast ekkert hefur verið ritað um þessa starfsemi opinberlega.

Við höfum áður fjallað um malarnámið úr Rauðhólum. En það er önnur saga tengd hólunum sem er minna þekkt. Þar var nefnilega eitt leynilegasta og mikilvægasta hernaðarmannvirki stríðsáranna, falið ofan í gervigígum.

Rauðhólar

Ratsjármiðstöðin var í gígnum vinstra megin, fjarskiptamiðstöðin í gígnum hægra megin.

„Þessi staðsetning hérna var náttúrlega klárlega til þess að verja eða fela staðsetninguna fyrir loftárásum,“ segir Friðþór Eydal, höfundur bóka um umsvif hersins á stríðsárunum.

Þar má enn sjá grunna fjarskipta- og ratsjármiðstöðvar, sem Bandaríkjaher hóf að reisa árið 1942 og tók til starfa árið 1943, en miðstöðin var tengd ratsjárstöðvum hersins víða um land.

Rauðhólar

Ljósmynd bandaríska hersins úr stjórnstöðinni í Rauðhólum. Þar var tekið við öllum upplýsingum um ferðir þýskra flugvéla og fyrirskipanir sendar út til að mæta þeim.

„Það var þannig að Bandaríkjaher reisti ratsjárstöðvar víða um land og þær sendu tilkynningar til þessarar miðstöðvar hér í Rauðhólunum. Þaðan voru síðan send fyrirmæli til loftvarnastöðva í Reykjavík og á Reykjavíkurflugvelli þar sem loftvarnabyssunum var stjórnað og orustuflugsveitinni sem var á Reykjavíkurflugvelli. Þannig að hér var miðstöðin fyrir þetta kerfi,“ segir Friðþór.

Til er gömul ljósmynd úr Rauðhólastöðinni sem sýnir herforingja yfir landakorti, rétt eins og menn þekkja úr bíómyndum um stríðið.

-Þetta hefur verið bara nokkuð mikilvæg stöð og kannski ein sú þýðingarmesta á stríðsárunum?

Rauðavatn

-Mikil braggabyggð við Rauðhóla hýsti hermennina en þegar leið á stríðið árið 1944 var stöðin flutt til Keflavíkurflugvallar. Braggabyggðin við Rauðhóla hýsti hermenn stöðvarinnar. Hægra megin sjást Elliðavatn og Elliðavatnsbærinn.

„Þetta var náttúrlega miðstöð loftvarnanna. Það er enginn vafi á því,“ svarar Friðþór.

-Það er eins og fólk viti lítið af þessu. Það er ekkert sérstaklega merkt hér hversu merkileg stöð þetta var?

„Nei, það hefur raunar lítið verið fjallað um þetta. Ég hef reyndar sagt frá þessum loftvarnaviðbúnaði í mínum bókum. En aðrir hafa nú ekki fjallað mikið eða skoðað þessa sögu neitt frekar,“ segir Friðþór.”

Heimild:
-https://www.visir.is/g/20222339498d/bandarikjaher-faldi-leynilega-stjornstod-i-gigum-raudhola
-Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernaðarumsvif á stríðsárunum á Íslandi.

Rauðhólar

Herbyggingarnar voru hafðar í gígbotnum í vesturhluta Rauðhóla. Norðlingaholtshverfi í baksýn.