Tag Archive for: Reykjavík

Reykjavík

Lilja Björk Pálsdóttir skrifaði skýrslu um „Steinbryggjuna, framkvæmdaeftirlit og frágang árin 2018-2019“ á árinu 2020:

Aðdragandi rannsóknar og heimildir um minjarnar

Lilja Pálsdóttir

Lilja Björk Pálsdóttir.

„Vor og sumar árið 2018 var unnið að framkvæmdum í Tryggvagötu austan Pósthússtrætis auk Steinbryggju. Vitað var að leifar gömlu Steinbryggjunnar (Bæjarbryggjunnar) var að finna á þessum stað enda höfðu hlutar hennar áður komið fram við fornleifarannsóknir í Pósthússtræti. Í upphafi var áætlað að á svæðinu færi fram yfirborðsfrágangur ásamt minni háttar lagnavinnu og tekið fram að ekki þyrfti að ráðast í jarðvegsskipti á svæðinu.

Markmið og aðferðafræði
Markmið með rannsókninni var að hafa eftirlit með þessum framkvæmdum, og þá sérstaklega á gatnamótum Tryggvagötu og Pósthússtrætis þar sem vitað var um minjar.
Um framkvæmdavakt með framkvæmdaeftirliti og bakvakt var að ræða þar sem fornleifafræðingur var ávallt viðstaddur þegar jarðrask átti sér stað á svæðinu en sinnti annars daglegu eftirliti þegar verið var að vinna.
ReykjavíkÞegar minjar komu í ljós var hreinsað frá þeim jafnóðum. Notast var við vélgröfu til að fjarlægja yfirborðslög og uppfyllingar en minjarnar voru fínhreinsaðar með handafli til að koma í veg fyrir skemmdir.

Rannsóknin og niðurstöður
Verkið skiptist niður á tvö ár, 2018 og 2019. Árið 2018 var að mestu unnið á gatnamótum Pósthússtrætis þar sem tvö byggingarstig bryggjunar auk hafnargarða voru grafin fram, en einnig mestur hluti austurbakka Steinbryggjunar. Stærri hluti bryggjunar var svo afhjúpaður árið eftir. Mest var um framkvæmdavakt að ræða á meðan á framkvæmdum stóð en unnið var við lagnavinnu ýmisskonar. Reynt var að laga staðsetningu lagnanna að minjunum og tókst það að mestu.
ReykjavíkYfirborðslög og uppfylling voru fjarlægð með vélgröfu en þegar komið var niður að minjum voru þær hreinsaðar betur fram með skóflum, múrskeiðum og burstum.
Þrátt fyrir góða varðveislu vantaði steina á nokkrum stöðum í yfirborðslögnina og var því leitað eftir því hjá Minjastofnun að fá leyfi til að fjarlægja nokkra steina úr suðurenda lagnarinnar sem þegar var raskaður, til að fylla inn í þar sem vantaði. Voru til þess notaðir steinar syðst úr hleðslunni en óskað hafði verið eftir því við Minjastofnun að fá leyfi til að fjarlægja þá steina vegna framkvæmda. Með þeirri aðgerð varð stétt Steinbryggjunnar heildstæð.
ReykjavíkVið stækkun svæðisins kom í ljós hluti af járnbrautarteinum þeim sem lagðir voru til að ferja varning af bryggju og upp á hafnarbakkann. Teinarnir höfðu einnig komið í ljós við fyrri rannsóknir og höfðu þá verið mældir upp. Þegar ráðist var í miklar endurbætur á bryggjunni með því að skipta út maðkétnu timbri fyrir grjóthleðslur árið 1892, var jarðvegi mokað yfir þessa járnbrautarteina og þeir þar með teknir úr notkun. Á ljósmynd sést hækkunin vel sem varð á Steinbryggjunni við þessa framkvæmd.

Garðurinn rofinn
Komið var rof í garðinn vegna lagnavinnu sem áður hafði farið fram og því var ekki hægt að sjá bein tengsl hans við bryggjuna. Hár bakki uppfyllingarefnis lá upp að og yfir austurenda garðsins. Hleðslurnar hafa sigið til vesturs og er líklegt að það hafi að mestu gerst við síðari tíma lagnavinnu. Að öðru leyti var hleðslan þétt og stöðug.
ReykjavíkGrjótið sem notað hefur verið í hleðsluna er ótilhoggið holtagrjót úr Öskjuhlíð. Valið hefur verið stórt grjót, allt að 0,70m í þvermál. Smærri steinar voru notaðir til að skorða þá stærri. Vélgrafið var niður á um 2,5 metra sem var nauðsynleg fyrir vatnsbrunn og lagnir tengdar honum. Sást í allt að fjögur umför hleðslugrjóts á þessu dýpi. Ofan garðsins og að hluta yfir honum lágu vatns- og rafmagnslagnir sem þjóna Tollhúsinu við
Tryggvagötu 19. Skráning sniðsins gekk því erfiðlega en teknar voru ljósmyndir af garðinum eins og hægt var og teiknað eftir þeim. Hleðslur hafnargarðs sáust einnig austanmegin við Steinbryggjuna. Hleðslurnar höfðu orðið fyrir raski vegna síðari tíma framkvæmda en þær voru óhreyfðar upp við bryggjuna.
Þessi hluti hafnargarðsins var upphaflega hlaðinn á árunum 1913-1917 en var endurhlaðinn árið 1928.

Steinbryggjan í heimildum
ReykjavíkÍ skýrslu sem gefin var út árið 2015 af Fornleifastofnun Íslands ses. í tengslum við fyrrnefndar rannsóknir voru teknar saman eftirfarandi heimildir um bryggjuna sem hér eftir verður vísað til sem Steinbryggju:
“Fram á seinni hluta 19. aldar voru einu bryggjurnar í Reykjavík, timburbryggjur sem kaupmennirnir reistu sjálfir. Árið 1884 var hins vegar fyrsta bryggjan gerð, sem byggð var á vegum yfirvalda eftir nokkurra ára umræðu um frjálsan aðgang að bryggju í Reykjavík. Bryggjan hét formlega Bæjarbryggjan, en var yfirleitt kölluð Steinbryggjan. Bryggjan, sem lá beint undan Pósthússtræti, var byggð af Jakobi Sveinssyni trésmiði, og var hún upprunalega að hluta úr tré og að hluta úr steini. Bryggjan þótti illa smíðuð. Nokkrum mánuðum eftir að hún var tekin í notkun var ritað um hana í Ísafold:

Reykjavík

Steinbryggjan 2020.

„Bæjarbryggjan mikla, er bæjarstjórnin hefir snarað í um 10,000 kr., en sem er svo vísdómslega gerð, að það verður hvorki lent við hana um flóð nje fjöru, og sjór gengur upp eptir henni endilangri, ef ekki er nærri hvítalogn, og er þá ekki fyrir aðra en vatnsstigvjelaða að nota hana.“
Árið 1892 var bryggjan því endurbætt, og sá hluti hennar sem áður var úr tré hlaðinn úr grjóti. Árið 1905 var enn unnið að endurbótum á bryggjunni undir stjórn Tryggva Gunnarssonar bankastjóra. Ekki þótti þetta takast betur til en svo, að eftir viðgerðina fór bryggjan að síga og var hún þá kölluð Tryggvasker eða Tryggvaboði. Eftir að hafnargerðin hófst árið 1913 minnkaði hlutverk bryggjunar enn frekar og hvarf hún á endanum undir hafnarfyllingu á árum heimstyrjaldarinnar síðari.
Það voru þó ekki einungis bátar sem lögðust upp að Steinbryggjunni heldur segir frá í Mannlífi við Sund að flugvélar hafi lagst upp að henni áður en flughöfn var byggð í Örfirisey.
Engir gripir komu í ljós enda um að ræða svæði þar sem um uppfyllingu frá síðari tímum var að ræða ofan á og við minjarnar sjálfar auk enn yngri lagnafyllinga.“

Heimild:
-Steinbryggjan, Framkvæmdaeftirlit og frágangur árin 2018-2019, skýrsla Fornleifastofnunar Íslands 2020.

Reykjavík

Steinbryggjan við uppgröft.

Reykjavík

Í Öskjuhlíð, við göngustíg austan við Háskólahús Reykjavíkur, er skilti með fyrirsögninni „Stríðsminjar í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.

„Í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík eru ýmsar minjar frá síðari heimstyrjöldinni, 1939-1945. Bretar hernámu Ísland voruið 1940, ekki síst til að koma sér upp aðstöðu fyrir flughernað og lögðu Reykjavíkurflugvöll á árunum 1940-1942. Frá flugvellinum voru sendar sprengjuflugvélar til verndar skipalestum Bandamanna sem fluttu vopm og vistir frá Ameríku til bretlands. þeim stóð mikil ógn af þýskum kafbátum. meðal minja á þessu svæði eru eftirtaldar:

a. Dúfnahús. Enn mótar fyrir grunni þess sem var um 20×30 m að stærð. Það var tveggja hæða og geymdi fjölda fugla. Flugmennirnir tóku meðs ér dúfnakassa í öll flug. Ef þeim hlekktist á slepptu þeir dúfunum með upplýsingum um hvar þeir væru niðurkomnir.

Reykjavík

Öskjuhlíð – malarvegur.

b. Malarvegir. Setuliðið lagði malarvegi um Öskjuhlíðina. Að norðvestanverðu lágu þeir meðal annars að rafstöðinni og geymunum. Að sunnanverðu lágu vegir að sprengjubyrgjum flugvallarins, 12-14 talsins, sem náðu allt inn undir Fossvogskapellu. Skömmu áður en herflugvélaranar lögðu af stað í leiðangra var komið með sprengurnar á sérstökum vögnum og þær hífðar um borð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – skotgröf.

c. Skotgrafir. Þær voru oftast hlaðnar úr strigapokum sem fúnuðu fljótt og hurfu. En sumar voru úr varanlegra efni og er ein þeirra hér skammt frá, hlaðin úr grjóti og torfi, að mestu horfin undir gróður. Svipuð skotgröf er norðvestan megin í hlíðinni, skamt neðan við eldneytisgryfjurnar, um 25 m löng og hefur verið sprengt fyrir henni að hluta.

d. Niðurgarfnir vatnstankað. tankarnir voru aðallega hugsaðir fyrir brunavarnir og voru hér og þar í öskjuhlíð og við rætur hennar. Sumir vatnstankanna voru eftir stríðið gerðir að kartöflugeymslum.“

Reykjavík

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni 1942.

Víkursel

Getið er um Víkursel í heimildum, sjá meðfylgjandi neðangreint. Skv. þeim átti sel þetta, frá fyrsta norrænu byggðinni hér á landi, þ.e. í Reykja[r]vík að hafa verið í Öskjuhlíð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – minjar.

Staðsetningin verður, bæði að teknu tilliti til fjarlægðar frá bæ og aðstæðna (í skjóli fyrir austanáttinni), hlýtur að hafa þykið hentug á þeim tíma. Í nokkrum misvísandi fornleifaskráningum á svæðinu hafa leifar selsins, þrátt fyrir fyrirliggjandi upplýsingar um sel og selstöðmannvirki frá fyrri tíð, ýmist verið staðsettar vestast í hlíðinni eða miðsvæðis í henni vestanverðri. Á síðarnefnda svæðinu hafa jafnframt verið staðsettir tveir stekkir, m.a. Skildingarnesstekkur (gæti hafa verið heimasel frá samnefndum bæ), stakur stekkur og nálæg fjárborg (væntanlega nátthagi frá selinu).

Í núverandi skógi, skammt vestan nefndra tófta eru greinilegar selsminjar líkt og sjá má á fyrrum umfjöllunum FERLIRs um Víkursel (sjá neðangreint).

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Allar vangaveltur um efnið eru jafnan vel þegnar, en stundum þarf að staldra við og gaumgæfa aðstæður að teknu tilliti til fyrrum búskaparhátta. Ljóst er að fyrrum herminjar hafa að einhverju leiti villt skráningaraðilum sýn þegar kemur að samhengi hlutanna, en þó ekki að öllu leiti.

Í Öskjuhlíð eru fjölmargar minjar, flestar frá hernámsárunum, en einnig frá fyrrum nálægrar búsetu sem og selsminjanna. Leifar margra skotgrafa má enn sjá í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar, um 160 m norðaustan við Háskólann í Reykjavík. „Þar eru nokkrar skotgrafir sem liggja í sveig 25 m norðvestan við gamlan herveg sem lá að sprengigeymslunum og er nú notaður sem gangstígur. Fast við hann er stekkur og um 28 m norðan við skotgröf er fjárborg“. Stundum mætti ætla, með teknu tiliti til aðstæðna, að um fornar minjar væri um að ræða.

Reykjavík

Öskjuhlíð – leifar Rockfort Camp.

Í vestanverðri Öskjuhlíðinni var lítill kampur, geymsla fyrir skotfæri, er nefndist Rockfort Camp. Enn má sjá leifar hans í hlíðinni.

Í fornleifaskrá um „Göngustíg í Öskjuhlíð“ frá árinu 2020 má lesa eftirfarandi: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn; (Jarðabók, III.bindi, s. 262).
Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð „sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi; (Ö.Skild.1).

Reykjavík

Öskjuhlíð – meint Víkursel skv. fornleifaskráningu.

Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu. Þessi hlunnindi eru ekki nefnd í Wilchinsmáldaga 1397. Samkvæmt Oddgeirsmáldaga má ætla að Víkurholt sé sama örnefnið og Öskjuhlíð því að ótrúlegt er að sel hafi verið í Skólavörðuholti. Þess vegna getur fullyrðing Georgs Ólafssonar um Víkurholt, sem hið sama og Skólavörðuholt, ekki staðist. Ekki er unnt að segja nákvæmlega til um hvar selið hefur verið en líkur benda til að það hafi verið norðaustan við Nauthól og Seljamýrin því verið fram undan til (Ö.Skild 1). Rústin er í skógajaðri austan við göngustíg.

Reykjavík

Öskjuhlíð – meintar leifar sels.

Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5 – 2,0 m og 0,3 – 0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. En það sem styrkir þá tilgátu er: 1) Lækjarspræna rennur við fornleifarnar A – verða. 2) Nánasta umhverfi mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa 6 grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“

Hér að framan er í fornleifaskrá lýst meintum leifum Víkursels. Auk þess segir um eldri byggð í Öskjuhlíð: „Vitað er að í Öskjuhlíð voru áður fyrr beitilönd Víkur og Skildinganess, en auk þess var þar Víkursel.“

Öskjuhlíð

Í Öskjuhlíð.

Í „Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024“ er getið um endurtekningu á framangreindu Víkurseli, sbr.: „Neðarlega í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar er tóft sem talin er hafa verið Víkursel. Um 70 m norðaustur af Háskólanum í Reykjavík og um 20 m austur af gangstígnum Bæjarleið, sem liggur norður-suður með vestanverðri Öskjuhlíð. Norðaustan við tóftina er lækjarfarvegur. Suðaustan við er rás sem sést vel á gömlum loftmyndum, sennilega eftir herinn, sem hefur raskað suðurgafli.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Undirhlíðar voru í Öskjuhlíð að sunnan- og vestanverðu. Í lýsingu Reykjavíkur og Seltjarnarness segir: „En Seljamýri var kennd við sel frá Hlíðarhúsum, sem var undir Öskjuhlíð.“ Hlíðarhús var hjáleiga frá Vík en var orðin sjálfstæð jörð um 1600. Síðasta selráðskonan í Öskjuhlíð var Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar úr Hlíðarhúsum, og segir í örnefnalýsingu frá selinu sem faðir hennar sagði að stæði í Reykjavíkurlandi: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð.“
Lýsing: Jarðlæg sporöskjulaga tóft. Inngangur er ekki greinilegur, gæti hafa verið á suðausturgafli sem hefur raskast vegna rásar sem liggur um 15 m suður af henni. Veggjahæð 20 𝑥𝑥 50 cm.

Víkursel

Skotgrafir í Öskjuhlíð.

Í „Fornleifaskráningu lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006“ segir um Skildingarnesstekk: „Stekkurinn er í Öskjuhlíð um 3 m vestan við miðjustíginn þar sem hann beygir fyrir stóra klöpp. Undir hamri í skógrækt (barrtré). Lóðréttur klettastallur er á einn veginn og leifar af hlöðnum vegg fyrir framan. Nafnið Skildinganesstekkur virðist vera munnmæli. Stekkurinn er mældur inn á kort frá 1933.24. Stekkurinn er 6×3,5 m (N-S). A-veggurinn er hamar en aðrir veggir eru um 0,3-0,4 m háir og 0,7-1,0 m breiðir. Eru veggirnir úr 0,3-0,7 m stórum steinum auk stærri jarðfastra steina. Í N-hlutanum vottar fyrir þvervegg sem afmarkar lambakróna. Engar dyr eru sjáanlegar en líklegast hafa þær verið gengt lambakrónni í S-hlutanum. Veggir hafa verið endurbættir í seinni tíð.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – stekkur.

Um hinn stekkinn í Öskjuhlíðinni segir: „Í Öskjuhlíð vestanverðri er stekkur, neðan við miðjustíg suðaustan við Skildinganesstekk, í skógarjaðri. Stekkurinn er 8×8 m og liggur N – S. Veggir úr grjóti, 1,0-1,3 m breiðir og allt að 1,0 m háir (að innanverðu). A-hlutinn er meira og minna hamar, en aðrir hlutar hlaðnir úr 0,3 – 0,7 m stóru grjóti. Dyr eru í vestur. Grjótveggur liggur úr A-V vegg (N-S) 0,5 – 0,7 m breiður og 0,2 – 0,4 m hár. Við norðurenda garðsins er 1–2 m stór steinn, sem liggur dálítið frá vegg að innanverðu. Um 9 m NV af stekknum eru nokkrar holur sem vafalaust hafa tilheyrt hernum á sínum tíma. Í námundann við þessar holur eru fleiri mannvirki sem tilheyrt hafa hernum og er um 10 rústir að ræða. Rústin gæti hugsanlega hafa verið notuð af hernum og breyst eitthvað í því sambandi.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – fjárborg.

Um fjárborgina segir: „Í Öskjuhlíð að vestanverðu. Um 6 m norður af malarstíg í stórgrýttu landi og skógrækt, fjárborgin er merkt inn á kort frá 1933. Fjárborgin er um 5,5×5 m. Veggir úr grjóti um 0,5-1,0 m á breidd og 0,3 – 1,3 m á hæð. Hluti veggjanna er stórt jarðfast grjót en á milli hefur verið hlaðið minna grjóti.“

Um Víkusel segir: „Um selstöðu greinir Jarðabók Árna og Páls: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ „Elín Þórðardóttir minnist á sel það sem faðir hennar hefði átt sunnan undir Öskjuhlíð“ sem faðir minn sagði stæði í Reykjavíkurlandi.“

Reykjavík

Öskjuhlíð – fjárborg.

„Eftir máldaga kirkjunnar, er Oddgeir biskup setti árið 1379, átti Reykjavíkurkirkja Víkurholt, með skóg og selstöðu.“
Rústin er í skógarjaðri austan við malbikaðan göngustíg. Selið er um 11×6 m (NNV-SSA). Veggir úr torfi, breidd veggja er um 1,5-2,0 m og 0,3-0,5 m hæð. Gólf er niðurgrafið. Fornleifarnar eru ógreinilegar og ekki hægt með vissu að skera úr hvort um sel sé að ræða. Nánasta umhverfi er mjög gott beitiland. Inni í fornleifunum vaxa sex grenitré. Ekki er ósennilegt að í nánasta umhverfi fornleifarinnar séu fleiri fornleifar.“

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

Í ljósi framangreindrar fornleifaskráningar verður, að teknu tilliti til sýnilegra minja á vettvangi Öskjuhlíðarinnar, að Víkursel hafi ekki verið á nefndum stað heldur svolítið austar  og ofar í hlíðinni. Þar eru og a.m.k. leifar tveggja stekkja, auk þess sem lækjarfarvegur hefur runnið þar skammt frá. Tóft sú er vísað er til í skráningunni ber ekki með sér að hafa verið seltóft heldur miklu frekar útihús og þá væntanlega frá Skildinganesi eða jafnvel Nauthóli.

Sjá meira um Víkursel HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir:
-Göngustígur í Öskjuhlíð – Fornleifaskrá, Reykjavík 2020.
-Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur í Öskjuhlíð – Nauthóll, Reykjavík 2006.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – meint seltóft skv. fornleifaskráningu.

Reykjavíkurflugvöllur

FERLIR hefur leitað uppi alla staði á Reykjanesskaga, fyrrum landnámi Ingólfs, þar sem flugslys í seinni heimsstyrjöldinni áttu sér stað. Sérhvert atvik hefur verið skráð nákvæmlega með von um að hægt verði að varðveita þar með sögu þessara atburða.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur – yfirlit.

Flugslysasagan er hluti af sögu sem þarf að vernda. Ekki síður ber að varðveita þær minjar sem segja sögu sérhvers atviks á vettvangi.
Áður hefur verið fjallað um einstaka staði á svæðinu en hér er sagt frá þeim tilvikum er urðu á og við Reykjavíkurflugvöll. Á flugvellinum voru 33 tilvik skráð á stríðsárunum, auk 10 annarra í nágrenni vallarins sem og enn fjær. Bæði er því getið um þau tilvik er flugvélar fórust á nefndum tíma innan eða utan strandar, hvort sem er á vegum bandamanna sem og óvinanna.
Hafa ber í huga að efnið er fyrst og fremst byggt á skráðum heimildum og sett fram til fróðleiks því nánast engar minjar eru til í dag er staðfesta tilvist þeirra.

1. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 29. október 1943.

Reykjavíkurfligvöllur

Hudson.

Lockheed Hudson Mk IIIA RAF. Atvikið: Hudson FK768 var í æfingaflugi. Í flugtaki hættir flugmaðurinn við og vélin fór fram af flugbrautinni. Þar féll hjólabúnaður vélarinnar saman og kvikknaði í vélinni. Vélinn var dæmd ónýt. Áhöfnin, Flugstjórinn McCannel og áhöfnin slapp.

2. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1942.
Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 6. janúar 1942, Thayer, Robert N. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. orustuflugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar.
Áhöfnin, Thayer, Robert N slapp án meiðsla.

3. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 22. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed Ventura L-18 RAF. Atvikið: Ventura AE806 fór í loftið kl. 10:51 á Reykjavíkurflugvelli. 5 mínutum síðar bilar annar hreyfill vélarinnar og kviknar í honum. Nauðlending var reynd en vélin brotlenti á flugvellinum. Áhöfnin, fjögra manna fórst og eru flugliðar jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; K.W. Norfolk, N.G. Hickmott, T.C. Hosken og J.A. Banks.

4. Hudson V9056, Reykjavíkurflugvöllur 30. júlí 1941.
Lockheed Hudson RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli gaf sig aðal hjólabúnaður vélarinnar. Vegna mikilla skemmda á vélinni var hún dæmd ónýt.
Áhöfnin, France-Cohen og áhöfn hans slapp. Flugsveitin notaði Lockheed Hudson vélar á Íslandi frá 1. mars til 19. desember 1943.

5. Whitley, Reykjavíkflugvöllur 27. september 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Withworth A.W 38 RAF. Atvikið: Whitley Z6735 WL F var að koma tilbaka úr kafbátaleytarflugi. Í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli bilaði annar hreyfillinn. Hvass hliðarvindur var og vélin steyptist í jörðina áður en hún náði inná flugbrautina. Kvikknaði í vélinn og hún gjöreyðilagðist. Áhöfnin, Davis og áhöfn hans slapp með minniháttar meiðsl. Flugsveitin notaði Whitley flugvélar á Íslandi frá 12. september 1941 til 18. ágúst 1942.

6. B-25 Mitchell, Reykjavíkurflugvöllur 25. nóvember 1943.
B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Nauðlending með hjólin uppi eftir að eldur kom upp í hreyfli í flugtaki. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin, Flugmennirnir tveir með minniháttar meiðsl; Włodzimierz Klisz, K. H. L. Houghton, J. R. Steel og E. St. Arnaud.

7. P-39 Bell Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 6. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell Airacobra P-39D. Atvikið: S/N 40-3002 hlektist á í flugtaki og minniháttar skemmdir urðu á vélinni. Áhöfnin, Clyde A. sakaði ekki.

8. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 5. september 1943.
PV-1 Ventura, BUNO USAAF. Atvikið: Ventura BUNO 33100 var að fara í kafbátaleitarflug. Í flugtakinu kom upp eldur í vélinnu og hún hrapaði, skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp án meiðsla; Duke, George M., Pinkerton, Ralph M., McGory, Arthur W. og Gaska, Matthew. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

9. Whitley, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Whitley.

Armstrong Whitworth Whitley Mk VII RAF. Atvikið: Flugvél, Whitley WL J hóf sig til flugs á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:51. Vinstri hreyfillinn bilaði i flugtakinu, flugvélin fór út af brautinni og stöðvaðist á skotfærageymslu. Flugvélin eyðilagðist af mikilli sprengingu og eldhafi. Áhöfnin, allir fórust og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík; C Harrison †, J H Hackett †, J G Turner †, L S Collins †, G H F Mc Clay †, J W F Allan† og F Ryan †. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. september 1941 með hléum til 18. ágúst 1942.

10. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 7. apríl 1942.
De Havilland DH.91 Albatross. Atvikið: RAF 271 Flugsveit flaug reglubundið póstflug og byrgða flug milli Englands og Íslands. DH.91 C/N 6801 sem bar nafnið „Franklin“ var í lendingu í Reykjavík þegar lendingarbúnaður lagðist saman og „Franklin“ var dæmd ónýt. Áhöfnin, slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

11. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 15. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: S/N 41-13345 magalendti á Reykjavíkurflugvelli og laskaðist mikið, eftir nánari skoðun var flugvélin dæmd ónýt. Áhöfnin, Carrier, Clyde A. flugmaður slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

12. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 18. júní 1943.
Consolidated B24 Liberator USAF. Atvikið: Hjólastellið féll saman í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var rifin og notuð í varahluti. Áhöfnin, 9 flugliðar sluppu óslasaðir. RAF 120 Squadron var staðsett á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 20. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-258 og sökkti honum. 28. apríl 1943 réðist AM919 á kafbát U-304 og sökkti honum.

13. Hudson, Reykjavíkurflugvöllur 28. maí 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Lockheed Hudson.

Hudson Mk IIIA USAF. Atvikið: Hudson FK742 var að leggja í ferjuflug til Englands. Í flugtaki kemur upp bilun og kviknar í vélinni á flugbrautinni. Áhöfnin og farþegar, 6 menn létust í slysinu. Þeir eru allir jarðsettir í Fossvogskirkjugarði; J B Taylor, G E Hay, A F Laviry, De Woodfield, L C Medhurst og W Tunney sem var á leið heim til að heimsækja veikan föður sinn.

14. Hudson, FK738, Reykjavíkurflugvöllur 30. desember 1941.
Lockheed Hudson Mk II RAF. Atvikið: Í lendingu á Reykjavíkurflugvelli rakst vængur vélarinnar á fluttningabíl. Gert var við skemmdirnar. Áhöfninslapp ómeidd.
Flugsveitin notaði Lockheed Hudson flugvélar á Íslandi frá apríl 1941 með hléum fram í janúar 1944.

15. P-39 Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 18. nóvember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Bell.

Bell P-39D Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin P-39 S/N 41-6835 nauðlendir á Reykjavíkurflugvelli þegar eldur kemur upp í hreyflinum. Í P-39 flugvélum er hreyfillinn staðsettur aftan við sæti flugmannsins og tengist loftskrúfan með öxli sem liggur undir sæti flugmannsins. Nefhjól vélarinnar gaf sig og olli verulegum skemmdum á flugvélinni sem var dæmd ónýt. Áhöfnin, Redman, Harold W. flugmann sakaði ekki.

16. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 9. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator GR RAF. Atvikið: Flugvélin s/n AM921 var í farþegaflutningum frá Reykjavík. Stuttu eftir flugtak kveiknaði eldur í hreyfli # 3. Flugvélin sneri við til Reykjavíkur og í lendingu datt hreyfill #3 niður og skemmdi hægra hjólastellið. Hjólastellið féll saman og flugvélin stöðvaðist á malarbing. Í skrokk vélarinnar framan við vængina logaði eldur. Flugvélin eyðilagðist. Áhöfnin † er jarðsett í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Flutsveitin notaði Liberator flugvélar á Íslandi frá 4. september 1942 til 23. mars 1944. 8. deseber 1941 sökti AM921 kafbátnum U-254, 18. október 1942 gerði AM921 árás á kafbátinn U-258 og 8. desember 1942 sökti AM921 kafbátnum U-611.

17. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (3) 16. janúar 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Warhawk.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: P 40 Reykjavík. Óhapp í flugtaki, vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Myers, Robert W. slapp.

18. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur (2) 5. janúar 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, flugvélin skall í jörðina. Skemmdir minniháttar. Áhöfnin, Trabucco, Thomas F. slapp.

19. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 5. janúar 1942.
P-40 Warhawk. Atvikið: Óhapp í lendingu, vélin skall í jörðina og eyðilagðist. Áhöfnin, Steeves, Jerome I. slapp.

20. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 1. febrúar 1944.
Curtiss P-40K Warhawk USAAF. Atvikið: Óhapp í lendingu, minniháttar skemmdir á flugvélinni. (Gert var við vélina í Reykjavík). Vélin var send til USA 5. september 1944 og dæmd ónýt 28. nóvember 1944. Áhöfnin, Scettler, John D., slapp ómeidd. Flugsveitin notaði P-40 flugvélar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

21. Ventura, Reykjavíkurflugvöllur 2. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Ventura.

Lockheed PV-1 Ventura USAAF. Atvikið: BUNO 36487 var í flugtaki í æfingaflug. Vélinni hlektist á. Nákvæmari upplýsingar ekki til staðar. Áhöfnin slapp án meiðsla; Streeper, Harold P. Warnagris, T.W. Duenn, S.D. Wood og T. Ragan. Flugsveitin notaði PV-1 Ventura vélar á Íslandi frá 23. ágúst 1943 til 18. desember 1943 undir stjórn FAW 7 (Fleet Air Wing 7).

22. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. apríl 1942.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: William B. Reed flugmaður var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Vélin varð fyrir minniháttar skemmdum í lendingu. Gert var við vélina. Áhöfnin, William B. Reed flugm., slapp ómeiddur. Flugsveitin notaði P-40 vélar frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

23. P-39 Airacobra. Reykjavíkurflugvöllur 12. ágúst 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-39.

P-39 Airacobra S/N 40-3021 USAAF. Atvikið: Vélarbilun í flugtaki á Reykjavíkurflugvellir. Bilunin reyndist ekki alvarleg og var gert við vélina. Áhöfnin, flugmaðurinn John H. Walker slapp. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá byrjun árs 1942 fram að 18. mars 1944.

24. P-39 Bell Airacobra, Reykjavíkflugvöllur 7. júlí 1942.
P-39 Airacobra USAAF. Atvikið: Flugvélin gjöreyðilagist í lendingu. Samkvæmt óstaðfestum upplýingum þá gaf sig hjólabúnaður vélarinnar. Áhöfnin, Leroy G. Dickson, slapp lítið meiddur. P-39 Airacobra flugvélar voru í notkun á Íslandi frá snemma árs 1942 til 18. mars 1944.

25. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 16. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: 16. april 1942, Noel, Dana E. var í æfingaflugi á S/N 41-7998. Flugvélin rakst hastarlega í flugbrautina í lendingu og skemmdist talsvert. Gert var við flugvélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Ekki er vitað um afdrif hinnar Stearman vélarinnar. Áhöfnin, Noel Dana E. slapp án meiðsla.

26. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 12. apríl 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: G S Curtis Jr. var í æfingarflugi á Reykjavíkurflugvelli. Í flugtaki rakst vélin harkalega í brautina og skemmdist nokkuð. Gert var við vélina í Reykjavík. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Þegar stríðinu lauk var S/N 41-7997 ein af þessum þremur flugvélum skráð á Íslandi. Einkennisstafir hennar eru TF-KAU. 22. nóvember 2015 var TF-KAU enn skráð á Íslandi. Áhöfnin, Curtis, G S Jr. slapp án meiðsla.

27. B-24 Liberator, Reykjavíkurflugvöllur 22. júní 1942.
B-24A Liberator USAAF. Atvikið: Ferjuflug frá Bolling, Washington DC til Reykjavíkur. Vélinni hlektist á í lendingu í Reykjavík (machanical failure). Vélin eyðilagðist. Áhöfnin, Tilton, John G. og áhöfn hans slapp án meiðsla.

28. Stearman, Reykjavíkurflugvöllur 20. mars 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Stearman.

Boeing Stearman PT-17 USAAF. Atvikið: James P. Mills var í æfingaflugi. Í flugtaki rakst vélin harkalega í flugbrautina og skemmdist mikið. Flugvélin var dæmd ónýt. Þegar USAAF 33. flugsveitin kom til Íslands 6. ágúst 1941 kom hún með 3 Stearman flugvélar. Þessar flugvélar voru notaðar af flugmönnum sveitarinnar til að ljúka flugþjálfun og æfinga. Áhöfnin, Mills James P., slapp á meiðsla.

29. Douglas Boston, Reykjavíkurflugvöllur 7. nóvember 1944.
Douglas Boston (Havoc) RAF. Atvikið: Í ferjuflugi frá Canada til Englands hlektist BZ549 á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom of hratt inn í aðflugi að flugvellinum og var komin vel inn á brautina þegar hún brotlenti. Flugmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að nýta brautina sem best en fór ekki eftir þeim. Áhöfnin, Kenneth David Clarson, lést. Peter Ronald Maitland slasaðist. Clarson er jarðaður í Fossvogskirkjugarði.

30. C-47 Skytrain, Reykjavíkjavíkurflugvöllur 13. desember 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Skytrain.

C 47 Skytrain Dakota USAAF. Atvikið: Flugvélin s/n 41-18514 var í ferjuflugi frá USA til UK með viðkomu í Reykjavík til að taka eldsneyti. Í lendingunni rakst nef flugvélarinnar í flugbrautina og skemmdist lítillega. Áhöfnin, Mandt, William F. og áhöfn hans slapp án áverka.

31. Albatross, Reykjavíkurflugvöllur 11. ágúst 1941.
De Havilland DH.91 Albatross RAF. Atvikið: Flugvélin AX903 (kölluð Faraday) var í vörufluttningum milli Ayr í Skotlandi og Reykjavíkur. 200 mílur suður-austur af Kaldaðarnesflugvelli kom áhöfnin auga á þýskan kafbát. Staðsetning kafbátsins var send til Reykjavíkur. Flugvélin lenti í Reykjavík kl. 20:17. Þegar verið var að færa vélina á flughlað brotnar hægri hjólabúnaður og vélin rekst á Fairy Battle L5547 sem stóð við flugbrautina. AX903 skemmdist mjög mikið og var dæmd ónýt. Fairy Battle L5547 skemmdist lítið og var gert við hana í Reykjavík. Áhöfnin slapp ómeidd.

Reykjavíkurflugvöllur

Albatross.

Aðeins 7 Albatross DH91 voru smíðaðar. Tvær tilraunaútgáfur sem voru útbúnar sem póstfluttningavélar og svo fimm sem farþegavélar fyrir 22 farþega. Farþegaútgáfan var tekin í notkun 2. janúar 1939. Þegar stríðið skall á var öllum 7 Albatross vélunum flogið til Whitchurch flugvallar í Bristol. Þaðan flugu þær á milli Shannon og Lissabon. Í september 1940 voru póstfluttningavélarnar teknar yfir af RAF í flugsveit nr. 271 og notaðar í póstfluttninga milli Prestwich og Reykjavíkur. Báðar eyðilögðust í óhöppum í Reykjavík.
Af hinum fimm er það að segja að ein eyðilagðist við nauðlendingu í Pucklechurch í Glosterskíri í október 1940 og önnur í loftárás Þjóðverja í desember sama ár. Næstu þrjú árin voru hinar notaðar við farþegafluttninga. 1943 hrapaði ein nálagt Shannon flugvelli og hinum tveimar var fljótlega eftir það lagt vegna skorts á varahlutum.

32. B-24 Liberator, Reykjavíkflugvöllur 28. apríl 1944.

Reykjavíkurflugvöllur

B-24.

B-24 Liberator III RAF. Atvikið: Í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli sveigði vélin og lenti á atvinnutæki. Vélin skemmdist mikið og var dæmd ónýt. Áhöfnin bjargaðist.
RAF flugsveit 86 starfaði á Íslandi frá 24. mars 1944 fram í júlí 1944.

33. P-40 Warhawk, Reykjavíkurflugvöllur 30. ágúst 1941.
P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Dane E. Novel flugmaður var að koma til baka til Reykjavíkur úr æfingaflugi. Í lendingunni fór hann útaf norður brautarendanum á norður/suður brautinni. Eldur kviknaði í flugvélinni og skemmdist hún verulega og var hún dæmd ónýt. Áhöfnin, Dane E. Novel, slasaðist ekki alvarlega. P-40 Flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

Í sjó í Skerjafirði:

Short Sunderland hrapaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

Sunderland.

Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin var að koma úr eftirlitsflugi og sigldi að bólfæri þegar hún rakst á sker sem ekki sást ofansjávar. Kjölur vélarinnar skemmdist mikið og keyrði flugstjórinn vélina uppí land á fullu afli. Gert var við vélina í Reykjavík af viðgeðarflokki sem kom frá framleiðandanum, Short Brothers Ltd. í Belfast á Norður Írlandi. Flugvélin hafði gælunafnið Ferdinand. Áhöfnin slapp án meiðsla. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbáta í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina hafnaði í sjó í Skerjafirði, Reykjavík, 9. desember 1941.
PBY-5A Catalina USN. Atvikið: Nokkrar Catalina flugvélar voru við bólfæri á Skerjafirði þegar suðvestan stormur skall á. Festingar Catalina 73-P-1 slituðu og vélina rak að landi. Á rekinu rakst vélina á annan flugbát 73-P-8. 73-P-1 sökk um 30m frá landi, dæmd ónýt. Skemmdir á Catalina 73-P-8 voru minniháttar. Áhöfnin; vélin var mannlaus. VP-73 Squadron starfaði á Íslandi frá 9. ágúst 1941 fram í október 1942.

Northrop, atvik í flugbátahöfn, Fossvogi, 22. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Northrop.

Northrop N-3PB RAF. Atvikið: Sjóflugvélin var að koma úr flutningaflugi og hlekktist á í lendingu á Fossvogi og sökk. Áhöfnin, 3 norskir flugliðar björguðust. Flugsveitin notaði Northrop N-3PB á Íslandi frá 19. maí 1941 til 24. janúar 1943. 12 norskir flugliðar fórust á Íslandi á þessu tímabili og 11 flugvélar eyðilögðust.

Short Sunderland, skemmdist á Skerjafirði, Reykjavík, 10. júlí 1941.
Short Sunderland Mk1 RAF. Atvikið: Flugvélin lá við bólfæri og verið var að setja á hana eldsneyti þegar kviknar í henni og hún brennur og sekkur í Skerjafirði. Gjörónýt. Áhöfnin, engin áhöfn um borð. Flugsveitin notaði 10 Short Sunderland flugbátra í Reykjavík frá 5. apríl 1941 til 13. júlí 1941.

Catalina, hrapaði utan flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli 13. janúar 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Catalina.

Catalina PBY-5A USN. Atvikið: Flugbáturinn hrapaði á flugbrautina stuttu eftir flugtak. Miklar skemmdir urðu á skrokk og vinstri væng vélarinnar. Ekki var hægt að framkvæma varanlegar viðgerðir í Reykjavík né viðgerðir til flugs til USA til meiriháttar viðgerða. Beiðni kom um heimild til að taka flugvélina af flugskrá og taka úr henni öll nýtanleg tæki og búnað. Auk þess var ákveðið að senda væng og skrokk til US með skipi. Áhöfnin slapp án meiðsla. USN VP84 flugsveit notaði PBY-5A flugbáta á Íslandi frá 2. október 1942 til 1. september 1943. Flugsveitin sökkti 6 þýskum kafbátum.

Mosquito, hrapaði utan Reykjavíkurflugvallar 26. apríl 1945.

Reykjavíkurflugvöllur

De Havilland.

De Havilland, DH 98 Mosquito FB Mk 26 RAF. Atvikið: Mosquito KA153, frá Hq Ferry Command RAF (No 45 Atlantic Transport Group), var í ferjuflugi til Englands um Ísland. Af óþekktum ástæðum hrapaði flugvélin rétt áður en hún náði inn á flugbraut um 2 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Vélin gjöreyðilagðist. Áhöfnin, F W Clarke fórst.

B-25 Mitchell hrapaði við Flyðrugranda, Reykjavík, 18. desember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: B-25 Mitchell var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar annar hreyfillinn bilaði og flugvélin snerist til jarðar 2 mílur norðvestur frá Reykjavíkurflugvelli. 25. Júní 1976 var verktkafyrirtæki að byggja nokkur 4 hæða íbúðahús á svæðinu (Flyðrugranda 2 -10). Starfsmenn fundu leifar af flugvél á ca. 2 Metra dýpi í mjög blautu mýrlendi. Nokkrir hlutir úr flugvélinni fundust og fóru til geymslu. Þessir hlutir voru loftskrúfa, hluti af framhluta skrokks válarinnar og vélbyssa. Þessir munir eru allir týndir. Áhöfnin, W.V. Walker, M.H. Ramsey, og A.P. Cann fórust allir í slysinu og eru jarðsettir í Fossvogskirkjugarði, Reykjavík.

B-25 Mitchell hrapaði 50 mílur vestur af Reykjavík 8. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

B-25.

B-25 Mitchell II RAF. Atvikið: Flugvélin var í ferjuflugi frá Goose Bay til Englands með viðkomu í Reykjavík. Í Englandi átti hún að starfa með DUTCH No. 320 Squadron. Á leiðinni kom upp eldur í flugvélinni og hrapaði hún í hafið 50 mílur vestur af Reykjavík. Áhöfnin, Gay Thomas Record, Canada, flugstjóri, Frederick Avery Beyer, F/O RAAF siglingafræðingur og Owen Geraint Davies, breskur loftskeytamaður, fórust.

P-39 Airacobra hrapaði í Sogamýri, Reykjavík, 18. ágúst 1942.
P-39D Bell Airacobra USAAF. Atvikið: Eldur kom upp í flugvél Lt. Harold L Cobb sem neyddist til að stökkva í fallhlíf úr flugvélinni skammt frá Camp Handley Ridge. Lt. Cobb kom niður nálægt Camp Byton. Flugvélin hrapaði á svæði sem nú er leikvöllur austan við Réttarholtsskóla. Áhöfnin, Lt. Harold L Cobb, komst lífs af. Flugsveitin notaði P-39 flugvélar á Íslandi frá því snemma árs 1942 fram til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó norðvestur af Gróttu 24. nóvember 1941.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: John G. Patterson var í eftrilitsflugi norðvestur af Gróttu þegar eldur kviknar í hreyfli vélarinnar og hann er neyddur til að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin verður fyrir minniháttar skemmdum og gert var við hana á Rekjavíkurflugvelli. Áhöfnin, John G Patterson slapp óslasaður. USAAF 33. flugsveit notaði P-40 frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945

P-40 Warhawk hrapaði í sjó ½ mílu nv. af Reykjavík, í Faxaflóa 29. april 1942.
Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Óþekktur íslenskur sjómaður bjargaði Lt. Champlain eftir nauðlendingu á sjó. Ástæðan fyrir nauðlendingu var hreyfilbilun og eldur í framhluta flugvélarinnar. Sjómaðurinn var eftir atvikið kallaður „Champlain´s´Hero.“ Lt. Champlain fékk afar slæm brunasár. Hann var sendur með flugvél á Walter Read sjúkrahúsið í Washington D.C. Frásögnin af brunasárum hans og lækningu þeirra var skráð í „Janúar hefti Readers Digest Magazine“ Lt. Chaplain var seinna hækkaður í tign. Lt. Chaplain giftist íslenskri stúlku Aróru Björnsdóttir frá Reykjavík. Þau bjuggu í San Diego Ca. og eignuðust 2 börn. (Áróra var fædd 17. maí 1922 og lést 7. júlí 2019). Áhöfnin, Lieutenant Chaplain, Daniel D, slapp lifandi. P-40 flugvélar voru notaðar á Íslandi frá 6. ágúst 1941 til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk féll í sjó vestur af Hafnarfirði, Faxaflóa, 17. apríl 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40.

Curtiss P-40C Warhawk USAAF. Atvikið: Íslenskur sjómaður, Tryggvi Gunnarsson varð vitni að hrapinu. Flugvélin fór í sjóinn og sökk samstundis. Tryggvi miðaði staðinn nákvæmlega og var lík flugmannsins slætt upp ásamt flugvél. Ástæða slysins er ekki kunn. Flugvöllur nr. 2 var í byggingu í Keflavík og var opinberlega nefndur „Patterson Field“. Áhöfnin, flugmaðurinn John G Patterson lést. Flugsveitin notaði P-40 vélar á Íslandi frá 6. ágúst til 9. júní 1945.

P-40 Warhawk hrapaði í sjó vestur af Reykjavík 30. október 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

P-40 Warhawk.

P-40K, Warhawk USAAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur vestur af Reykjavíkurflugvelli. Ástæðu flugsins er ekki getið. Ástæðu hrapsins er ekki getið.
Áhöfnin, Vanvig, Richard J, flugmaður, fórst í slysinu.

Fw 200 Condor fór í sjóinn norðvestur af Gróttu, Faxaflóa, 14. ágúst 1942.

Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor. Atvikið: Að morgni 14. ágúst 1942 kom Ofw. Fritz Kuhn flugstjóri á Fw-200 Conder vél upp að suðurströnd Íslands austan við Vík.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Kl. 0921 kemur vélin fyrst fram á radar RAF Vík, Fraser CHL. Í fyrstu er hún álitin (friendly aircraft) vinveitt vél þar sem von var á vélum á svæðinu.

Þegar leið á vaknaði grunur um að hér væri óvinavél á ferðinni þar sem hún fylgdi ekki venjulegri aðflugsstefnu að Reykavíkurflugvelli. Kl. 1000 tilkynnir Northrop vél frá 330 flugsveit að um óvinveitta Condor vél sé að ræða. Sem fljúgi í grennd við skipalest 30 mílur suður af Grindavík.

Reykjavíkurflugvöllur

Focke-Wulf Condor.

Staðfesting á að hér væri Fw-200 Condor vél á ferðinni kom ma. frá fleiri radarstöðvum og sjónarvottum. Kl. 1030 kemur fram á radar flugvél 30 mílur vestur af Keflavík (Reykjanesskaga) á norður leið. Vélin beigir síðan til austurs og er um 10 mílur norður af Skagaflös. Radar og eftirlitsstöðvar upplýstu flugstjórn í Reykjavík um Condor vélina. Weltman major var í stjórnstöðinni og rauk út í P-38 Lighting orrustuvél. Á sama tíma eru á flugi Lt. Elza E. Shahan á P-38 vél og Joseph D. Shaffer á P-40. Þeim eru send skilaboð um Conder vélina og stefnu hennar. Weltman kemur fyrstur auga á Condor vélina sem skyndilega breytir um stefnu til austurs. Á fullri ferð spennir Weltman byssur vélar sinnar og þýsku skytturnar eru líka tilbúnar. Weltman nálgast Condorinn og hleypir af, þýsku skytturnar svara. Innan fárra mínútna hitta þýsku skytturnar P-38 vélina og laska vélbyssurnar og svo annan hreyfilinn. Weltman verður að hverfa frá og lendir í Reykjavík. Um þetta leyti, kl. um 1115 hafa Shahan á P-38 og Shaffer á P-40 komð auga á Condor vélina. Þeir gerðu árás og laska einn hreyfil Condorsins.

Reykjavíkurflugvöllur

Condor.

Shahan fer í svo kallaðan „chandelle“ sveig og kemur sér í gott færi við Condorinn, hleypir af byssum vélarinnar og hittir sprengjuhólfin á Condornum. Hann hafði hugsað sér að fljúga undir vélina, en Condorinn springur í tætlur og hann neyðist til að fljúga í gegnum brakið. Fw-200 Condorvélin hrapaði í sjóinn 5 mílur norðvestur af Gróttu. Þetta er talin fyrsti sigurinn í loftbaradaga hjá Bandaríska flughernum í Evrópu í Seinni-heimsstyrjöldinni. Shaffer og Shahan var báðum eignaður sigurinn og voru síðar heiðraðir fyrir afrekið. Einning var P-38 vél Weltmans major fyrsta bandaríska flugvélin sem varð fyrir skotárás þýskrar vélar í Stríðinu. Áhöfnin fórst öll; Fritz Köhn, Philipp Haisch, Ottmar Ebener, Wolfgang Schulze, Artur Wohlleben, Albert Winkelmann og Gunner.

Hudson fór í sjóinn austur af Grindavík 22. nóvember 1943.

Reykjavíkurflugvöllur

Hudson.

Hudson Mk.I UK RAF. Atvikið: Flugvélin hrapaði í sjóinn 9 mílur austur af Grindavík. Vélin var í æfingum með notkun eldflauga. Ástæðu fyrir hrapinu er ekki getið. Áhöfnin, 5 menn vélarinnar fórst. Lík tveggja áhafnarmeðlima fundust nokkrum dögum síðar, R.L. Forrester og D. MacMillan. Flugsveitin starfaði á Íslandi frá 12. apríl 1941 fram í janúar 1944.

B-24 Liberator fór í sjóinn suður af Selvogi 7. febrúar 1945.
B-24M Liberator USAAF. Atvikið: S/N 44-50535 var í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Englands. Vélin fór í loftið í Keflavík kl. 11:15. Tveir bændur á Nesjum voru við vinnu úti við er þeir sáu stóra flugvél koma úr vesturátt og flaug út á sjó en hrapaði í sjóinn um 2 mílur frá landi. Stjórnstöð hersins í Reykjavík var látin vita og stuttu síðar leituðu nokkrar flugvélar svæðið án árangurs. Áhöfnin, David G Koch og áhöfn hans fórust í slysinu. B-24M útgáfan var síðast útgáfan af Liberator vélinni. Samtals voru 19.256 vélar smíðaðar og 2.593 flugu aðeins frá verksmiðju til niðurrifs.

Junkers Ju 88 hrapaði í sjóinn í Hvalfirði, Faxaflóa, 27. október 1942.

Reykjavíkurflugvöllur

Junkers Ju 88.

Junkers Ju 88 D-5, A6+RH 430001Junkers Ju 88. Atvikið: Flugvélin var í myndatöku og njósnaflugi yfir Íslandi. Af ástæðum sem ekki eru kunnar nauðlenti flugvélin á sjó í Hvalfirði og sökk. Nánari staðsetning er óþekkt. Áhöfnin, 3 menn, létust allir; Gerhard Skuballa †, Uwe Gåoddecke † og Herbert Fischer †.

Meira verður fjallað um flugvélaflök á Meeks- og Pattersonflugvelli.

Sjá meira um flugvélaflök utan flugvalla á Reykjanesskaga HÉR. Einnig innan flugvalla I HÉR.

Heimildir:
-https://www.stridsminjar.is/is/
-Friðþór Eydal.

Reykjavíkurflugvöllur

Reykjavíkurflugvöllur.

Laugarnes

Sigrún Pétursdóttir stiklar á stóru yfir sögu Laugarnesjarðarinnar í Bændablaðinu 2025 undir fyrirsögninni „Fótspor fyrri alda„.

Laugarnes

Laugarnes 1947.

„Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjavík, svolítill reitur af sólskini á jörð menningararfs okkar þjóðar. Þaðan sást yfir til eyjanna Viðeyjar og Engeyjar og stutt var að fjörunni Norðurkotsvör, í dag einu ósnortnu fjöru á norðurströnd Reykjavíkur.

Þessi sólskinsreitur ber nafnið Laugarnes og saga hans snertir á heilmörgum flötum byggða-, sjúkrahúss- og kirkjusögu landsins, hernáminu eða uppbyggingu Reykjavíkur í heild.

Laugarnes

Laugarnes um 1950.

Eitt fyrstu stórbýla höfuðborgarsvæðisins, heimili Hallgerðar langbrókar, var reist á þessum stað, þar sem síðar stóð biskupssetur og í framhaldinu holdsveikispítali hundrað árum seinna.
Braggahverfið Laugarneskampur (Laugarnes-Camp) var reist þar á stríðsárunum og hýsti að stórum hluta sjúkradeildir hersins en nýtti sem íbúðarhúsnæði í stríðslok. Í dag er á Laugarnesinu nokkur byggð auk Listasafns Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara.

Holdsveikispítali á grunni biskupsseturs

Laugarnes

Laugarnes – Holdveikraspítalinn.

Laugarness var fyrst getið í Njálu og á Hallgerður langbrók að hafa haft þar búsetu. Telja margir gröf hennar vera þar sem nú eru gatnamót Laugarnesvegar og Kleppsvegar, áður þúst sem kölluð var Hallgerðarleiði – en aðrir segja hana jarðsetta í kirkjugarði Laugarness.
Fram kemur í Greinargerð Bjarna F. Einarssonar um fornleifar á Laugarnesi í Reykjavík að kirkju í Laugarnesi sé fyrst getið árið 1235. Rúmum fimm hundruð árum síðar, árið 1794, var kirkjan lögð niður þegar sóknin sameinaðist dómkirkjusókn Reykjavíkur, og má nærri geta að ýmsar lagfæringar kirkjugarðinum.

Laugarnes

Laugarnes – Biskupsstofa.

Á þessum tíma var jörðin þó í eigu biskupa og segir einnig í greinargerð Bjarna að á árunum 1830–33 hafi Jón Sigurðsson, sem seinna varð forseti, haft búsetu í Laugarnesi, en hann var skrifari Steingríms Jónssonar, þáverandi biskups. Þótti þetta biskupssetur léleg smíð og ótætilegt enda fór það svo að bæjarstjórn Reykjavíkur keypti jörðina árið 1885 og nokkru síðar var reistur þar holdveikispítali á grunni setursins. Hann var þá stærsta hús sem reist hafði verið á Íslandi og átti að geta hýst 60 sjúklinga þó lauslega áætlað væri tala sjúklinga að minnsta kosti sá fjöldi þrefaldur. Spítalinn var þó starfræktur með sóma fram að seinni heimsstyrjöld þegar herinn tók hann yfir og brenndi óvart til grunna árið 1943.

Laugarnes-Camp

Laugarnes

Laugarnes-Camp 1950-1952.

Eftir stríðsárin stóð heilmikið braggahverfi. Er áætlað að á þessum árum hafi um 300 manns verið búsettir í Laugarneskampi en síðasti bragginn var rifinn árið 1980.
Barnmargar fjölskyldur nutu þó góðs af á meðan braggarnir stóðu ef marka má auglýsingu Morgunblaðsins árið 1955, „Góðir íbúðarbraggar – Til sölu í Laugarnescamp, 4 herbergi og eldhús, útigeymslu og þvottahús“.
Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson heitinn fékk til umráða bragga þarna árið 1945, gamlan herskála sem vinnustofu, en í dag stendur á Laugarnesi safn í hans nafni sem hýsir höggmyndir og teikningar ásamt heimildum um listamanninn. Ekkja hans, Birgitta Spur, stofnaði safnið sem í dag er rekið undir forystu aðstandenda Sigurjóns.

Dugnaður og röggsemi

Laugarnes

Þorgrímur Jónsson (1873-1943).

Áður en að þetta varð, árið 1915, tóku við Laugarnesjörðinni síðustu ábúendur hennar sem sáu um rekstur og leigu á hagabeit fyrir bæjarbúa.
Þetta voru hjónin Þorgrímur Jónsson, söðlasmiður og veggfóðrari, og Ingibjörg Kristjánsdóttir ásamt börnum sínum. Þau hjónin höfðu gott orð á sér, voru bæði vinnusöm og dugleg auk þess sem barnahópurinn var stór en þar höfðu allir sitt hlutverk. Til viðbótar við að sjá um leigu á haga fyrir bæjarbúa hóf fjölskyldan búskapinn með 30 kindur, sex kýr og nokkur hænsn, auk þess að hafa afnot af tveimur matjurtagörðum og því ærinn starfi hjá fjölskyldunni. Af börnunum voru þeir elstir drengirnir Jón Kristján f. 1899 og Ólafur f. 1902, þá næstir Pétur f. 1906, Ragnar 1908, stúlkurnar Guðrún Sigríður 1911 og Þorbjörg 1915 og loks Gestur litli fæddur 1920, rétt rúmum tuttugu árum á eftir elsta bróður sínum.
LaugarnesFengu bræðurnir gjarnan lánaðan bát og veiddu rauðmaga og grásleppu auk hrognkelsa og sáu hag í að selja nokkurn hluta aflans. Ólafur, í kringum fermingaraldur, fékk vinnu sem mjólkurekill og ferjaði mjólkina frá Köllunarkletti og niður Laugaveginn auk þess sem bræðurnir stóðu sína vakt sem hestasmalar hestanna sem voru á beit í leigutúninu.
Þetta voru röggsamir og duglegir piltar sem áttu þó nokkurn hlut í menningu Reykjavíkur þegar fram leið. Þeir stóðu meðal annars að stofnun Strætisvagna Reykjavíkur árið 1931. Ólafur þá um þrítugt og orðinn hæstaréttarlögmaður, kosinn fyrsti formaður stjórnar, en Pétur, 25 ára, var ráðinn forstjóri.
LaugarnesÍ bók Þorgríms Gestssonar, Mannlíf við Sund, sem var útgefin fyrst árið 1998, segir á skemmtilegan og fróðlegan hátt frá lífinu á Laugarnesi sem var, svo og mannlífinu í nærliggjandi hverfum. Þorgrímur er sonur Gests, yngsta barns þeirra Ingibjargar og Þorgríms á Laugarnesinu og bókin því að nokkru byggð á munnlegum heimildum þeirra sem fjallað er um. Til að mynda er í bókinni sagt frá minnisstæðum persónum á borð við föður skáldsins Steins Steinars. Það var Kristmundur Guðmundsson, sem kynnti sig gjarnan á þessa leið: „„Þetta er hann Kristmundur gamli, steinblindur á öðru auganu og sér andskotann ekkert með hinu!“ Þó var hann ekki nema í kringum fertugt og manna fljótastur að finna glataðar nálar saumakvenna ef svo bar undir – því stundum vildi blindan gleymast.

„Apa og slöngu leikhús“
Önnur skemmtileg frásögn frá árinu 1926 segir frá danskri fjölskyldu sem fluttist til landsins um tíma og höfðu m.a. með sér apa, slöngurog bjarndýr.
LaugarnesÞau ferðuðust um með þennan dýragarð í vagni sem festur var við bíl og á síðum Morgunblaðsins birtust auglýsingar með fyrirsagnir á borð við „Apa og slöngu leikhús“ og „Kona glímir við björn“ sem má ætla að hafi látið blóðið renna í lesendum. Þessi skrautlega fjölskylda sá fyrir sér að setjast að á Íslandi en fór svo að fjölskyldufaðirinn lést og þær mæðgur sem eftir sátu hröktust til Kaupmannahafnar fjórum árum eftir að hafa stigið hér á land.
Heimsókn fjölskyldunnar til litla Íslands hefur þó án efa kveikt elda og ævintýraþrá í hjörtum einhverra heimamanna. Þó geta ævintýrin allt eins verið í garðinum heima, ekki síst á söguslóðum Íslands í ósnortinni náttúru þar sem sér út á haf.“

Heimild:
-Bændablaðið, 10. apríl 2025, Sigrún Pétursdóttir, Fótspor fyrri alda – Stiklað á stóru yfir sögu Laugarnesjarðarinnar, bls. 72.

Laugarnes

Laugarnes – skýringar.

Reykjavík

Eftirfarandi fróðleikur er fenginn af vefsíðu Árbæjarsafns undir „Menningarmerkingar í Reykjavík„:

Reykjavík

Staðsetning elstu minja sem fundist hafa við fornleifarannsóknir í vesturhluta Kvosarinnar.

1. Veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2, elsta mannvirkið sem fundist hefur í Reykjavík.
2. Aflöng bygging, sennilega skáli, frá því eftir 871 +/-2
3. Skáli frá því um 930-1000
4. Skáli, viðbygging við nr. 3, frá því um 950-1000
5. Skáli frá því eftir 871 +/-2
6. Smiðja, sambyggð skálanum nr. 5
7. Eldstæði og fleiri minjar, líklega frá 9.–10. öld
8. Bygging frá 10. öld
9. Túngarður úr torfi með landnámsgjósku í (871 +/-2)
10. Vinnslusvæði frá 9.-10. öld þar sem timbur var unnið, dýrum slátrað og skinn sútuð
11. Tvær smiðjur frá 9.-10. öld
12. Járnvinnsluofnar og eldstæði frá 9.-10. öld
13. Kolagröf frá 9.-10. öld
14. Bygging frá 9.-10. öld
15. Túngarður frá 9.-10. öld
16. Brunnur og grjótgarður frá 9.-10. öld
17. Byggingar frá 9.-10. öld

Landnámssýning

Skáli – Landnámssýningin í Aðalstræti.

Elsta byggðin í Reykjavík var á svæðinu milli Tjarnarinnar og sjávar. Talið er að fyrstu húsin hafi risið þar á seinni hluta 9. aldar. Við Aðalstræti hafa fundist merkar minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar fannst meðal annars veggjarbrot frá því fyrir 871 +/-2 og rústir skála, sem nú má sjá á Landnámssýningunni handan götunnar.
Fyrstu landnemarnir komu frá Noregi og Bretlandseyjum á 9. öld. Minjarnar í miðbænum gefa góða mynd af því samfélagi sem hér var fyrstu aldirnar. Fólk bjó í skálum, en það var algeng gerð torfhúsa í Skandinavíu á þeim tíma. Í nágrenni skálanna voru smiðjur þar sem málmur var unninn og svæði þar sem járn var unnið úr mýrarauða.

Landnám

Landnámssýning – brýni.

Dýrabein sem fundist hafa við fornleifauppgröft sýna að landnámsmenn hafa veitt sér fugl og fisk til matar. Þeir stunduðu landbúnað og ræktuðu nautgripi og svín. Rostungur var veiddur vegna tannanna, sem voru verðmæt útflutningsvara, og skinnið af þeim var notað í reipi.

Byggð í Aðalstræti á 10. öld

Við fornleifauppgröft í Aðalstræti 14-18 fundust skálarústir frá því um 930-1000 sem nú má sjá í Landnámssýningunni á horni Aðalstrætis og Túngötu.

Landnámssýning

Landnámssýning – skáli.

Skálinn í Aðalstræti var svipaður því sem tíðkaðist almennt í Norður-Evrópu á víkingatíma. Hann var aflangur með tveimur stoðaröðum eftir endilöngu og vönduðu eldstæði á miðju gólfi. Á skálanum voru tveir inngangar, aðaldyr á framhlið (austurhlið) og bakdyr á vesturhlið. Í norðurenda skálans voru básar fyrir uxa eða hesta. Annar minni skáli fannst við suðurhlið skálans og hafði hann verið byggður við nokkrum áratugum seinna.
Stóri skálinn var 85,5 m2 að flatarmáli og í stærra meðallagi miðað við aðra íslenska skála frá sama tíma. Talið er að 5-10 manns hafi búið í skálanum.

Heimild:
-https://borgarsogusafn-api.prod.thon.is/uploads/Fogetagardur_Landnam_e72425c1c0.pdf

Reykjavík

Landnám í Reykjavík.

Þvottalaugar

Í lok 18. aldar var farið að nota heita vatnið í Laugunum nokkuð til þvotta. Vatn úr sjóðandi uppsprettum rann í dálitla tjörn sem bæjarbúar notuðu sem þvottapott. Skammt frá tjörninni var grasi gróinn hóll. Þar tjölduðu Reykvíkingar og aðrir sem gistu við laugina.

Reykjavík

Reykjavík um 1900.

Lengi vel var náttúrulegi suðupotturinn í Laugunum aðallega nýttur á sumrin. Á fyrstu áratugum 19. aldar fjölgaði þeim Reykvíkingum mikið sem lögðu leið sína í Laugarnar með óhreinar spjarir. Þvottalaugarnar voru nýttar af allflestum heimilum í Reykjavík um 1830. Af þeim sökum beitti Ulstrup bæjarfógeti sér fyrir almennum samskotum meðal bæjarbúa til að smíða hús yfir laugagesti árið 1833. Í þvottahúsinu voru bekkir til að tylla bölum á, hillur meðfram veggjum fyrir þvott og fimm balar. Fyrir utan húsið var komið upp snúrustólpum. Húsið veitti þvottakonum kærkomið skjól í tæpan aldarfjórðung. Í aftakaveðri árið 1857 fauk laugahúsið illu heilli. Næstu 30 árin var ekkert skýli í Þvottalaugunum.
ÞvottalaugarReykjavíkurbær festi kaup á Laugarnesinu árið 1885. Þá hafði Thorvaldsensfélagið, fyrsta kvenfélag sem stofnað var í bænum, starfað í tíu ár. Félagið lét reisa hús við Þvottalaugarnar á sinn kostnað árið 1888. Jakob Sveinsson snikkari smíðaði húsið, sem var tæpir 80 fermetrar. Viku eftir að húsið var opnað var hins vegar búið að brjóta nær allar rúður í því og stela snúrunum. Thorvaldsensfélagið ákvað að gefa Reykjavíkurbæ laugahúsið árið 1889. Bæjarfulltrúar voru ekki sammála um hvort taka ætti við gjöfinni. Einn þeirra hélt því fram að þvottahúsið væri eingöngu notað af kvenfólki sem enginn kærði sig um og átti þá við vinnukonur. Félagar hans í bæjarstjórn, sem vildu þiggja laugahúsið, urðu þó ofaná. Yfirvöld bæjarins viðurkenndu þar með í verki að þeim bæri skylda til að veita íbúum Reykjavíkur þokkalega vinnuaðstöðu í Þvottalaugunum.
ÞvottalaugarÁrið 1893 var þvottahúsið stækkað. Í viðbyggingunni voru tvö náðhús, þau fyrstu sem reist voru í Þvottalaugunum. Framan af var timburgólf í húsinu. Það náði sjaldan eða aldrei að þorna og varð fljótlega hættulegt gestum. Á vormánuðum árið 1896 var loks steypt gólf í húsið. Þvottahúsið fylltist oft og komust gjarnan færri að en vildu. Þar fór ágætlega um 30 konur. Þær urðu þó iðulega helmingi fleiri og varð sambúðin þá að vonum stirðari. Stundum slettist upp á vinskapinn meðal gestanna í þvottahúsinu. Konur sem höfðu lifibrauð sitt af þvottum voru fastagestir í húsinu. Þær þóttu sumar hverjar ráðríkar og yfirgangssamar.
ÞvottalaugarÍ laugahúsinu ríkti sjaldan þögn. Þar var bæðið talað og hlegið svo dátt að undirtók í timburhúsinu.Í þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins var unnið við þvotta allt fram á fjórða áratug líðandi aldar. Þá var húsið hins vegar tekið undir geymslu, m.a. fyrir Hitaveituna. Kvenfélög í Reykjavík fetuðu mörg hver í fótspor Thorvaldsensfélagsins og beittu sér fyrir betri vinnuaðstöðu í Þvottalaugunum.

Eftirfarandi fróðleik um Þvottalaugarnar í Laugardal má finna á vef Árbæjarsafns um „Menningarmerkingar í Reykjavík„:

Klæðaleysi Reykvíkinga

Þvottalaugar

Reykjavíkurbörn um 1900.

Í lok 19. aldar voru ígangsklæði fátækra Reykvíkinga bæði skjóllítil og léleg. Árið 1883 voru klæðlítil börn í Reykjavík jafnvel lokuð inni þegar erlenda gesti bar að garði. Þeir áttu ekki að sjá larfana sem smáfólkið í bænum hafði á kroppnum. Á stríðsárunum fyrri kom fataleysi barna í Reykjavík berlega í ljós. Guðrún Lárusdóttir bæjarfulltrúi fullyrti í árslok 1917 að mörg börn í bænum kæmust tæplega úr rúmum vegna klæðleysis. Mæður yrðu auk þess iðulega, að sögn Guðrúnar, að hátta afkvæmi sín niður í rúm þegar þær þvoðu föt þeirra. Ígangsklæði og rúmfatnaður Reykvíkinga voru löngum af skornum skammti og fjölskyldur áttu vart til skiptanna. Fátækir bæjarbúar urðu því að treysta á góðan þurrk á þvottadögum.

Óvinur alþýðukvenna

Þvottalaugar

Reykvískt býli 1922 – Sölvhóll.

Reykvískar alþýðukonur áttu mikið undir duttlungum veðurguðanna, ekki síst við þvotta. Efnameiri bæjarbúar höfðu þurrkhjalla á lóðum sínum. Á stöku heimilum voru þurrkloft í risi eða þvottahús í kjallara þar sem hægt var að hengja til þerris. Þröngbýlið í Reykjavík leiddi til þess að flestir bæjarbúar urðu lengst af að þurrka þvotta utandyra.
Í óþurrkatíð gripu konur jafnvel til þess ráðs að þurrka bleiur og barnaföt á sjálfum sér innanklæða milli utanyfirpilsa og millipilsa.

Taurullur og þvottavindur
ÞvottalaugarAllt þar til í lok 19. aldar urðu konur að vinda allan þvott í höndunum. Þá skipti vitaskuld miklu að vinda vel svo betur gengi að þurrka. Það hlaut þó að vera erfitt að vinda mikinn þvott með sárum höndum eftir heitt hveravatnið í Þvottalaugunum. Í lok 19. aldar bjuggu aðeins efnameiri heimili í Reykjavík að taurullum. Þær voru mjög þungar og ekki kom til greina að flytja þær í Laugarnar. Eftir aldamótin var farið að flytja til landsins handhægar þvottavindur sem hægt var að festa á bala. Á stríðsárunum fyrri voru konur farnar að nota þær í Þvottalaugunum.

Snúrur, girðingar og gras
Konur kusu að fara í Þvottalaugarnar á þurrviðrisdögum enda var gríðarlega erfitt að koma blautum þvotti úr Laugunum. Þegar fyrsta þvottahúsið var byggt í Laugunum árið 1833 voru settar upp snúrur fyrir utan skýlið. Þær voru jafnan við öll þau þvottahús sem reist voru á svæðinu. Þvottakonur komu sjálfar með heimatilbúnar klemmur í Laugarnar.
ÞvottalaugarFraman af dugðu snúrurnar ekki alltaf til þegar mannmargt var í Þvottalaugunum. Þá gripu konur til þess ráðs að hengja þvott á girðingar sem umluktu svæðið. Leppar voru jafnvel hengdir á ljósker til að láta renna úr þeim.
Á sumrin þegar jörð var þurr var þvottur gjarnan breiddur á gras til þerris. Þegar konur vildu fá fallegan blæ á hvítan léreftsþvott var hann bleiktur. Þá var hann fyrst þveginn en ekki skolaður. Fatnaðurinn var síðan breiddur á gras, vökvaður reglulega og snúið við. Eftir nokkra tíma, jafnvel sólahringa, var þvotturinn loks skolaður. Best þótti að bleikja á vorin áður en gróður varð mikill til að koma í veg fyrir grasbletti.

Vatnsskortur í Reykjavík

Ingólfsbrunnur

Ingólfsbrunnur í Aðalstræti.

Í lok síðustu aldar var vatnsskortur í Reykjavík orðinn verulegt vandamál. Bæjarbúar urðu að sækja allt vatn í brunna sem iðulega þornuðu upp. Konur urðu að fara margar ferðir eftir vatni í póstana á þvottadögum. Vatnsveitan tók til starfa á haustdögum árið 1909. Hún létti verulega störf kvenna, einkum þvotta í heimahúsum. Á stríðsárunum fyrri fór aftur að bera á vatnseklu í Reykjavík, aðallega í húsum sem lágu ofan til í bænum. Næstu áratugi var viðvarandi vatnsskortur í ákveðnum hverfum höfuðstaðarins.
Í húsum þar sem varla fékkst dropi úr vatnshönum nema örfáar stundir á dag var illmögulegt að sinna stórþvottum. Örlátir vatnskranar dugðu þó skammt ef eldsmatur var ekki til í kotinu. Óhreindindi víkja sjaldnast fyrir köldu vatni. Allt vatn til þvotta í heimahúsum varð því að hita. Alþýðukonur spöruðu dýrt eldsneytið í lengstu lög. Vatnsskortur í Reykjavík og hátt verð á eldsmat leiddi til þess að konur sóttu óhjákvæmilega í Þvottalaugarnar. Þar var hægt að ganga að heitu vatni vísu. Laugalækurinn sá hins vegar oftast fyrir köldu vatni til að skola þvottinn úr.

Matargerð
þvottalaugarÞvottakonur notuðu heita vatnið í Laugunum löngum til matargerðar. Í hvernum við þvottahús Thorvaldsensfélagsins var dálítið útskot sem notað var til matreiðslu. Þar suðu konur fisk, kartöflur og stöku sinnum kjötbita. Maturinn var vafinn í tuskur og settur ofan í laugina. Seinna var farið að nota litlar fötur við suðuna. Kaffið var ómissandi í laugaferðum. Konur helltu einfaldlega heitu vatni úr lauginni í könnuna. Kaffidrykkja jafnt kvenna og barna var mikil í Þvottalaugunum. Matargerð Reykvískra kvenna í Laugunum var óbrotin og einföld. Erlendir ferðamenn matreiddu hins vegar stöku sinnum miklar krásir með hjálp heita vatnsins.
Árið 1917 var gerð tilraun til að hverabaka brauð í Þvottalaugunum með styrk bæjarstjórnar.
þvottalaugarBrauðgerðin í Laugunum lagði fljótlega upp laupana. Þar gekk hins vegar betur að sjóða ost.
Árið 1922 framleiddi Jón Á. Guðmundsson rúm tvö tonn af mysuosti í Þvottalaugunum á tæpum 16 vikum. Ostagerðarmaðurinn byggði lítið skýli undir framleiðsluna í janúarmánuði 1923. Í árslok flutti Jón hins vegar úr bænum og mysuostagerð í Þvottalaugunum lagðist niður. Heita vatnið í Laugunum var einnig nýtt til að rækta grænmeti og blóm. Árið 1924 reistu þeir Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður og Carl Olsen konsúll lítið gróðurhús við Laugalækinn. Þeir fengu leyfi bæjarstjórnar til að taka vatn úr leiðslum sem lágu frá Þvottalaugunum að Sundlauginni.

Heilsa og þrifnaður
þvottalaugarSóðaskapur og nábýli ruddi smitsjúkdómum braut í Reykjavík. Óþrifnaður hefði ugglaust orðið enn meiri ef íbúar höfuðstaðarins hefðu ekki búið að náttúrulegum suðupotti í Laugunum. Þar var hægt að sjóða og sótthreinsa óværu úr fatnaði bæjarbúa. Heita vatnið í Þvottalaugunum varð ein mikilvægasta heilsulind Reykvíkinga.
Frostaveturinn mikla fraus allt sem frosið gat í Reykjavík. Um miðjan janúar 1918 hafði ekki verið hægt að tæma kamra bæjarbúa í rúma viku. Veganefnd sat lengi á rökstólum um hvernig leysa ætti vandamálið. Loks var ákveðið að flytja salernisílátin inn að Laugalæknum og þýða þau þar á hentugum stað.
Súkkulaðivagnarnir áttu aldrei þessu vant að ferðast um bæinn á daginn meðan frostið varði, flytja ílátin inn í Laugar og láta heita vatnið vinna á frosnum úrgangi Reykvíkinga.

Gönguleiðin í Þvottalaugarnar

Rauðará

Rauðará – Mynd: Myndinn sýnir bílinn Re-24 og prúðbúið fólk á ferð, á bak við er Gasstöðin og nær er Laugavegur og brú yfir Rauðarárlæk, Hlemm.

Úr miðbæ Reykjavíkur og inn að Þvottalaugum eru rúmir 3 km. Sú leið var ekki hættulaus og gat orðið æði torsótt í svartamyrkri. Úr Lækjargötu lá leiðin upp Bankastræti. Á móts við Laugaveg 18 eða 20 beygðu þvottakonur niður í Skuggahverfi. Þær þræddu síðan strandlengjuna og reyndu að fylgja götutroðningum uppi á bakkanum fyrir ofan fjöruna.
Þegar komið var að Fúlutjarnarlæk var snúið upp frá sjónum og yfir Kirkjumýri sem var blaut og keldótt. Fúlutjarnarlækur gat orðið erfiður farartálmi í votviðri. Þá breyttist lækurinn í stórfljót sem þvottakonur komust ekki yfir nema á fjöru.
Göngumóðir laugagestir komu örugglega gegnvotir til fótanna í áfangastað. Íslenskar alþýðukonur áttu fæstar vatnsstígvél fyrr en á fyrstu áratugum líðandi aldar.

Vinnukonur notaðar sem áburðarklárar

þvottalugar

Í lok 19. aldar urðu margir til að fordæma þann sið Reykvíkinga að nota vinnukonur sem burðarklára. Þá mátti iðulega sjá heila lest af kengbognum konum rogast með laugapokaklyfjar á götum bæjarins. Þeir sem vildu afnema þennan „skrælingjasið“ bentu á að hann hneykslaði ekki aðeins erlenda gesti heldur einnig utanbæjarmenn. Gæðingar betri borgaranna voru ekki látnir erfiða til jafns við vinnukonur. Reykvískar alþýðukonur báru iðulega mun meira en hestar bæjarbúa, bæði við uppskipun og í laugaferðum.
Þvottakona flutti gríðarlegan farangur inn í Laugar. Hún bar bala, fötu, klapp, þvottabretti, sápu, sóda, kaffikönnu, bolla, matarpakka og auðvitað þvottinn. Á veturna bættust yfirhöfn og kerti eða önnur ljósfæri í farteskið. Þvottakonan bar byrðina á bakinu. Þvottabrettið var fyrst látið skáhallt ofan á balann. Þvotturinn, sem var jafnan í strigapoka, var settur ofan á brettið og brúnina á balanum. Reipi eða bandi var síðan brugðið í balaeyrun.
ÞvottalaugarÞvottakonan setti klyfjarnar á stein eða þúfu. Hún brá síðan böndunum fram fyrir brjóstið og batt þau saman fyrir framan sig. Þvottabrettið hvíldi þá á hnakka hennar og balinn á herðunum. Þvottakonan hélt á fötunni. Í henni var kaffikanna, sápa, nestisbiti og annað smádót.
Fullfrísk kona var eflaust veglúin eftir rúmlega 3 km göngu með klyfjarnar á bakinu. Hún átti þó mun erfiðari ferð fyrir höndum. Gangan heim með blautan þvott eftir 10 til 15 tíma erfiðisvinnu í Laugunum var mikil þrekraun.

Heimasmíðuð farartæki

Þvottalaugar

Handvagn.

Á haustdögum árið 1885 var byrjað að leggja veg inn að Þvottalaugum, Laugaveginn. Fimm árum síðar var hann loks fullgerður. Eftir það fóru konur að nota heimasmíðuð farartæki til laugaferða. Þau voru af ýmsum gerðum og sum býsna frumleg.
Hjólbörur og litlir fjórhjólaðir vagnar voru algengastir. Kerrur sem konum var beitt fyrir í stað hesta komu til sögunnar í aldarlok. Á vetrum þegar snjór var á jörðu komu sleðar sér vel til laugaferða.
Þá drógu drengir oft sleðana fyrir mæður sínar. Þvottakonur treystu þó varlega dragfærinu. Þegar þær höfðu unnið á óhreinum fatnaði var snjórinn stundum horfinn. Þess eru dæmi að konur og börn hafi borið sleða og annan farangur heim úr Þvottalaugunum. Í úrkomutíð óðu Reykvíkingar leðjuna á Laugaveginum í ökkla. Þá gat orðið illfært heim úr Laugunum með blautan þvott á frumstæðum hjólatíkum.

Fyrstu áætlunarferðir í Reykjavík
ÞvottalaugarÍ júníbyrjun árið 1890 hófust reglubundnar ferðir í Þvottalaugarnar. Þá var kominn vagnfær vegur heim að þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins. Þetta voru fyrstu áætlunarferðir í Reykjavík enda höfðu aldrei fyrr verið aðstæður fyrir hestvagna í vegleysunum í bænum.
Vagninn var fjórhjólaður og gat tekið allt að átta menn í sæti. Einn eða tveir hestar drógu hann. Hestvagninn var ekki notaður til að flytja fólk inn í Laugar heldur þvott.
Laugapokar Reykvíkinga voru sóttir heim til þeirra sem bjuggu við akfæra vegi. Hinir urðu að koma þvottinum á ákveðinn móttökustað í bænum. Þvottakonur urðu enn sem fyrr að fara fótgangandi í Laugarnar. Þar gátu þær tekið óþreyttar til hendinni ef hestaflið létti laugapokaklyfjunum af þeim. Of fáir Reykvíkingar voru hins vegar reiðubúnir að greiða fyrir þjónustuna.
Þessar fyrstu áætlunarferðir í bænum lögðust því fljótt niður.

Laugavagn Hins íslenska kvenfélags
ÞvottalaugarHið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík árið 1894. Á öðru starfsári ákvað það að „létta af kvenfólki hinu þunga oki, laugaburðinum.“
Kvenfélagið hóf laugaferðir um miðjan maí árið 1895. Félagskonur hugðust þannig koma í veg fyrir að kynsystur þeirra væru notaðar sem áburðarklárar í Þvottalaugarnar. Í árslok höfðu rúmlega 600 pokar fullir af þvotti verið fluttir í Laugarnar. Réttu ári síðar neyddist Kvenfélagið til að leysa flutningafyrirtækið upp. Fjölmörg heimili í bænum gátu ekki pungað út aurum fyrir akstri á þvotti.

Þvottalaugar

Vinnukonur.

Húsbændur bjargálna fjölskyldna kusu auk þess, sumir hverjir, að senda vinnukonur sem fyrr með þvottinn á bakinu. Áætlunarferðir hestvagna í Þvottalaugarnar varpa ljósi á þau áhrif sem ný tækni getur haft á verkaskiptingu kynjanna. Reykvískar konur höfðu í áratugi flutt lungann af þvotti bæjarbúa á bakinu í Laugarnar. Þegar hestaflið leysti bök kvenna af hólmi voru það karlmenn sem héldu um tauma hestvagnsins. Þeir höfðu hins vegar allt að helmingi hærri laun fyrir vinnu sína en konur fyrir stritvinnu þvottanna.

Bærinn flytur þvott í tonnatali

Árið 1917 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að hefja skipulagðar laugaferðir. Fjórir móttökustaðir víðsvegar um bæinn tóku á móti farangri Reykvíkinga í Þvottalaugarnar.
Laugakeyrslan hófst 16. júní en mest var flutt í september og október. Í árslok 1917 var búið að flytja 72 tonn í Þvottalaugarnar. Árið 1918 voru flutt rúm 161 tonn og árið eftir tæplega 178.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 1900.

Reykvíkingar sendu raunar fleira en þvott með hestvagninum. Hann var hlaðinn bölum, fötum, körfum, þvottabrettum og nokkrar þvottavindur slæddust jafnvel með. Á árunum 1918-1919 var mest flutt á vormánuðum en minnst í desember.
Þvottakonur þurftu eftir sem áður að fara fótgangandi inn í Laugar. Þær báru þá gjarnan með sér fötur, klapp, nesti og annað smálegt.
Yfirvöld bæjarins stilltu fargjaldinu í hóf og urðu jafnan að leggja með áætlunarferðum laugavagnsins. Ófáir Reykvíkingar urðu engu að síður að spara þau útlát. Alþýðukonur héldu því margar hverjar áfram að flytja þvottinn sjálfar inn í Laugar.
Árið 1920 ákvað bæjarstjórn að kaupa bifreið hefja skipulagðar laugaferðir. Fjórir til fimm til að leysa laugahestana af hólmi. þvottalaugar
Bifreiðin var móttökustaðir víðsvegar um bæinn tóku á móti ekki aðeins notuð til að flytja farangur inn í farangri Reykvíkinga í Þvottalaugarnar. Þvottalaugar. Hún var í upphafi einnig notuð til Laugakeyrslan hófst 16. júní en mest var flutt í sjúkraflutninga. Stöðugt fleiri konur fóru hjólandi í Laugarnar, sumar með allt sitt hafurtask.
Þvottakonum var ekki boðið upp á skipulagðar áætlunarferðir fyrr en í lok þriðja áratugarins.
Sumarið 1927 hóf Bifreiðastöð Reykjavíkur reglubundnar ferðir inn í Sundlaugar. Fjórum árum síðar fóru fyrstu strætisvagnarnir að ganga í bænum. Þeir fækkuðu verulega sporum kvenna sem áttu leið í Þvottalaugarnar.

Hermannaþvottur
þvottalaugarÁ millistríðsárunum dró töluvert úr aðsókn í Þvottalaugarnar. Hún jókst þó aftur eftir að Ísland var hernumið í maímánuði árið 1940. Fjölmargar konur í Reykjavík tóku að sér þvotta fyrir hernámsliðið. Í árslok 1940 unnu um 200 konur í bænum við þvotta. Þá fengu þær greiddar 2 krónur fyrir þvott af einum hermanni. Tímakaup verkakvenna var 1 króna og 14 aurar í dagvinnu. Erfiði þvottanna var ekki metið til margra fiska frekar en endranær. Konur sem tóku að sér hermannaþvott sóttu töluvert í Laugarnar. Þær voru oftar en ekki með mikinn fatnað og nokkuð heimaríkar. Vinnulag þeirra þótti ekki alltaf til fyrirmyndar, frekar en hjá karlmönnum í Bretavinnunni. Sumar virðast hafa tekið upp verklag sem var alþekkt í Suður-Evrópu. Þegar þvotturinn hafði legið í bleyti fylgdu þær sjálfar á eftir ofan í balann íklæddar stígvélum. þar tróðu þær á þvottinum um stund, skoluðu hann síðan og hengdu til þerris.

Bylting á vinnuaðstöðu

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar 1908.

Þvottahúsið í Laugunum hafði þjónað Reykvíkingum í 40 ár og var að vonum gengið úr sér. Bæjarstjórn var á einu máli um að nauðsynlegt væri að reisa nýtt hús. Þvottahúsið var opnað árið 1942 og gat í upphafi hýst 32 gesti. Fyrirrennarar þess voru timburhús. Nú fyrst var byggt steinhús yfir laugagesti. Undirstöður og gólf voru steinsteypt en veggir hlaðnir úr vikurholsteini.
Í þvottahúsinu var bjart og rúmgott herbergi sem upphaflega var ætlað til að ganga frá þurrum þvotti. Við hönnun hússins var hins vegar ekki gert ráð fyrir kaffistofu. Laugagestir fóru því fljótlega að nýta herbergið til að drekka hverakaffið og borða bitann sinn.
Í „kaffistofunni“ var þá komið fyrir nokkrum kollum og síðar baklausum bekkjum. Í húsinu voru vatnssalerni. Þau leystu útikamra sem reistir höfðu verið í fyrra stríði af hólmi. Eftir endilöngu þvottaherberginu og meðfram gluggaveggjum voru borð og bekkir. Voldugir trébalar voru hlekkjaðir við bekkina. Laugagestir stóðu á timburhlerum við þvottana. Þá var minni hætta á að þvottakonur rynnu á hálu gólfinu. Heitt og kalt vatn var leitt inn í þvottahúsið. Nú fyrst í sögu Þvottalauganna var hægt að skrúfa frá krana og láta vatnið fossa í bala og fötur. Þetta gjörbreytti öllum vinnuaðstæðum við þvottana. Ekki þurfti lengur að bera allt vatn að utan og inn í þvottahúsið.

Kraftajötnar taka við af þvottakonum

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar í byrjun 20. aldar.

Þvottahúsið í Laugardalnum iðaði enn af lífi flesta daga ársins í upphafi sjötta áratugarins.
Í Þvottalaugarnar komu einkum konur úr úthverfum Reykjavíkur og frá næstu nágrannabæjum sem ekki státuðu af hitaveitu. Árið 1951 var komið upp steypiböðum í þvottahúsinu sem eingöngu voru ætluð þeim konum sem þvoðu í Laugunum. Eftir það gátu aðeins 24 unnið í húsinu í einu. Fram til þessa höfðu þvottabretti verið nær einráð í Þvottalaugunum.
Í árslok 1951 komu fyrstu þvottavélarnar í laugahúsið. Þá fóru konur að flytja þessa kostagripi með sér í Laugarnar. Margar urðu þó að láta sér nægja að nota þvottabrettin enn um sinn.
Sumarið 1976 var ákveðið að loka þvottahúsinu.
Í októbermánuði fengu kraftlyftingamenn afnot af húsinu. Hundrað árum fyrr höfðu formæður þeirra borið þungar byrðar fram og til baka úr Þvottalaugunum. Þær hlutu hvorki gullpeninga fyrir afrek sín né virðingu samferðamanna.

Saklaus smáskemmtun eða uppspretta lauslætis
ÞvottalaugarÍslendingar voru töluvert farnir að nýta heita vatnið í Laugunum til baða á seinni hluta 18. aldar. Þetta kemur fram í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem kom út árið 1772. Allstór og djúp baðlaug var suður af Laugarnesi að sögn þeirra félaga. Fyrir neðan hana voru auk þess tveir eða þrír aðrir staðir sem hentuðu vel til baða. Laugarnar voru vel nýttar á laugardags- og sunnudagskvöldum yfir sumartímann. Þá komust stundum færri en vildu í aðallaugina.
Uno von Troil, sem síðar varð biskup í Uppsölum, ferðaðist til Íslands árið 1772. Hann hélt því fram í bók um ferðina að íslenskir elskhugar færu gjarnan í heitt laugabað með festarmeyjum sínum. Sveinn landlæknir Pálsson tók þessi orð von Troil óstinnt upp. Landlæknir fullyrti að ekkert lauslæti væri í baðferðum í Laugarnesi. Þangað færu að vísu bæði karlar og konur sem ferðuðust jafnvel langt að til þess. Kynin færu hins vegar mjög sjaldan saman í bað nema þá hjón. Baðferðirnar væru ekki annað en saklaus smáskemmtun.

Sundlaugar
ÞvottalaugarVorið 1824 var farið að kenna ungum sveinum sund við Laugalækinn. Sextíu árum síðar var lækurinn dýpkaður, breikkaður og stíflaður þannig að lítil laug myndaðist.
Sundfélag Reykjavíkur lét reisa sundskýli við Laugarnar árið 1886. Húsið stóð í miðri lauginni á steinstólpum. Umhverfis skýlið sem var úr timbri voru bryggjur og frá þeim lágu brýr að laugarbökkunum. Sundskýlið var aðeins rétt rúmir 20 fermetrar. Þar voru bekkir meðfram veggjum og þrír litlir fataklefar.
Sundlaug úr steini var loks fullgerð árið 1908. Heitt vatn úr Þvottalaugunum var leitt til hennar í pípum. Eftir að vatnsveitan tók til starfa í árslok 1909 var köldu vatni veitt í sundlaugina. Þá varð mun auðveldara að stjórna hitastiginu í lauginni. Þetta var eina sundlaugin í Reykjavík sem var opin almenningi allt til ársins 1937 þegar Sundhöll Reykjavíkur tók til starfa.
Gömlu sundlaugarnar voru lagðar niður þegar Laugardalslaugin var fullgerð árið 1966.

Fáklæddar konur á almannafæri

Þvottalaugar

Þvottalaugar – málverk Eggerts Guðmundssonar.

Sundfatnaður var lengi vel einkum Adams- og Evuklæði. Eftir að sundskýlið var opnað árið 1886 var bannað að nota laugina nema vera í „sundbuxum“. Í skýlinu var frá upphafi hægt að leigja bæði sundfatnað og þurrkur.
Ekki þótti við hæfi að konur væru fáklæddar á almannafæri fyrr en á þessari öld. Reykvíkingar fengu í fyrsta sinn að berja stúlkur í sundfatnaði augum 1. ágúst árið 1909 þegar sundskáli Grettis var vígður í Skerjafirði. Þessar hugprúðu formæður bæjarbúa voru nánast kappklæddar í samanburði við sundfatnað kynsystra þeirra í dag.
Í sundlaugunum voru sérstakir karla- og kvennatímar framan af. Þá var ekki hætta á því að kynin römbuðu fáklædd saman. Sólbaðsskýli voru einnig kyngreind. Karlaskýlið var lengst af mun stærra. Samt vildi löngum brenna við að strákar væru að klifra upp á vegginn sem skildi að sólbaðsskýlin og horfa á Evudætur.

Vetrarmyrkrið

Þvottalaugar

Kerti.

Reykvískar konur urðu lengi að treysta á sól og mána við vinnu í Þvottalaugunum.
Í svartasta skammdeginu hafa þvottakonur fylgst náið með stöðu tunglsins. Þær sáu lítt til vinnu sinnar nema í tunglsljósi. Ratljós var auk þess háð skini mánans.
Mýrarkeldur og lækir sem blésu upp í leysingum gátu orðið hættulegir farartálmar á leiðinni inn í Þvottalaugar, ekki síst í myrkri. Ljósmeti var lengst af fremur dýrt og nauðsynlegt að fara sparlega með það.
Húsbændur stjórnuðu ljósinu. Þeir hafa sjaldnast séð ástæðu til að senda vinnukonur með ljósfæri í laugaferðir.
Gufa lék um allt nánasta umhverfi Þvottalauganna. Hún gat orðið svo þétt að varla sást handa skil. Oft var því skuggalegt við Laugarnar einkum þegar myrkrið lagðist á sveif með gufunni.
Þvottakonur töldu margar hverjar að reimt væri í Laugunum. Þær höfðu fyrir satt að fólk sem látist hafði af slysum við Þvottalaugarnar vitjaði þeirra á næturnar.

Ljóskerið sem kom bæjarstjórn í uppnám
ÞvottalaugarÁrið 1892 réð bæjarstjórn umsjónarmann að Þvottalaugunum og veitti honum erfðafestu að Laugabóli.
Jón Guðnason var ráðinn laugavörður en hann átti m.a. að hreinsa þvottahúsið. Um miðjan nóvembermánuð leitaði Jón ásjár bæjarstjórnar. Hann óskaði eftir að yfirvöld bæjarins festu kaup á lugt. Náttmyrkur vetrarmánaðanna gerði Jóni illmögulegt að ræsta laugahúsið. Erindi laugavarðar var vel tekið og ákveðið að verja þremur krónum til að kaupa ljósker. Bæjarstjórn áréttaði í sérstakri samþykkt að lugtin væri í eigu bæjarins þótt Jón notaði gripinn. Ljóskerið góða kom verulegu róti á hugi bæjarfulltrúa í ársbyrjun 1893. Jón laugavörður bar ábyrgð á lugtinni. Hann átti að tendra á henni, slökkva og halda hnossinu hreinu. Nú fór Jón fram á að fá tíu potta af steinolíu yfir veturinn til að næra ljóskerið. Þau ósköp gátu bæjarfulltrúar ekki fallist á. Þeir þráttuðu lengi um hvort veita ætti fimm eða sjö pottum af olíu á laugalugtina. Eftir miklar deilur varð loks ofan á að Jón fengi fimm potta yfir vetrarmánuðina.

Þvottahúsin raflýst
þvottalaugarHið íslenska kvenfélag óskaði eftir því við bæjarstjórn í árslok 1895 að sett yrði lugt við þvottahús Thorvaldsensfélagsins. Fallist var á að koma upp ljóskeri á húsinu til reynslu. Yfirvöld óttuðust að lugtin yrði skemmdarvörgum erfið freisting. Ljóskeri var komið upp fyrir utan þvottahúsið. Á því logaði fram á nætur en þá bar laugavörðum að slökkva. Árið 1901 var aðsókn að Þvottalaugunum orðin það mikil að margir kusu að þvo á næturnar. Bæjarstjórnin ákvað þá að láta loga á laugalugtinni á næturnar þegar nauðsyn þótti til.
Í árslok 1923 voru enn aðeins tvær olíulugtir í Þvottalaugunum, báðar utanhúss. Birtugjafar innandyra voru kertaljós og aðrar álíka tírur sem fólk flutti með sér að heiman.
þvottalaugarÞá var loks afráðið að raflýsa Þvottalaugarnar. Raka- og vatnsheldar rafmagnslugtir voru settar upp bæði innandyra og utan. Myrkrið í þvottahúsunum þokaði loks fyrir birtunni 24. september árið 1924. Þá var í fyrsta sinn kveikt rafljós í húsunum.

Hnefar kvenna
Hnefar kvenna voru lengi nær allsráðandi í glímunni við óhreinindin. Þeir kváðu niður þann leiða draug sem gengur þó stöðugt aftur. Konur nudduðu þvottinn milli handanna. Þær reyndu að núa sem liðlegast svo að hann slitnaði sem minnst.
Vinnulúnir laugagestir hafa þó vísast verið sárhentir á heimleið úr Þvottalaugunum.
Þvottakonur gátu hvorki varið hendur sínar gegn heitu og sterku sápuvatni né ísköldu skolvatni.

Þvottaklapp
ÞvottalaugarElsta amboð sem notað hefur verið við þvotta hér á landi er klappið. Það var sennilega notað allt frá landnámi og fram á 20. öld. Á þvottaklappið voru oft skornir upphafsstafir og ártöl. Þá var minni hætta á að það lenti í röngum höndum þegar mannmargt var í Laugunum. Í Danmörku gáfu karlmenn gjarnan konum sínum klapp í brúðargjöf. Þau voru þá iðulega fagurlega útskorin.
Þvottur var lagður á sléttan stein og barinn með klappi. Ullarföt voru gjarnan klöppuð þegar þau voru skoluð. Þannig mátti ná úr þeim sápunni sem ella átti til að brenna þau. Þvottavífl var stafur eða prik og notað líkt og klappið til að berja með þvott svo að óhreinindi losnuðu betur. Vífl eða klapp kom sér einkar vel þegar hræra þurfti í þvottakösinni í Lauginni svo sjóðandi vatnið léki um hverja flík.

Þvottabretti
ÞvottalaugarÞvottabretti námu land á Íslandi fyrir rúmri öld. Þau elstu og frumstæðustu voru fjalir með þverskorum. Blikkbretti leystu þau af hólmi og loks bretti með bylgjugleri. Trégrind umlukti brettið sjálft. Hún var tvífætt. Á efri hluta grindarinnar var dálítið hólf til að geyma sápu. Þvottabrettið var lagt á ská yfir balann. Fætur þess námu við botninn fjær þeim sem þvoði.
Þvottakonan hélt brettinu þétt upp að sér. Hún nuddaði hverja flík með höndunum, eina og eina í senn, upp og niður brettið.
Varlega varð þó að fara með kraftana þegar þvottabretti voru notuð. Þau þóttu slíta fatnaði ótæpilega. Konum var jafnvel ráðið frá því að nota bretti, nema ef vera skyldi á gróf föt.

Dauðaslys

Þvottalaugar

Anna.

Þegar Anna kom inn í Þvottalaugar varð hún að standa úti við vinnuna. Bæjarbúar höfðu ekki hirt um að endurreisa þvottahúsið sem fauk árið 1857. Starfssystur Önnu höfðu mátt strita óvarðar fyrir veðri og vindum við þvottana í tæpa þrjá áratugi. Náttmyrkur var skollið á þegar hún lauk við þvottinn. Þá arkaði hún af stað heim með allt sitt hafurtask á bakinu. Anna hafði unnið sér til hita í Þvottalaugunum. Hún hefur sennilega ekki veitt því athygli að þíða hafði leyst frostið af hólmi. Þegar Anna kom að Fúlutjarnarlæk hugðist hún fara yfir hann á snjóbrú.
Lækurinn var hins vegar búinn að éta neðan úr henni í blotanum. Snjóbrúin brast undan Önnu og hún féll í lækinn.
Morguninn eftir fannst hún örend liggjandi á grúfu í Fúlutjarnarlæk. Balinn og blautur þvotturinn með öllum sínum þunga hvíldu á Önnu.

Þvottakona drukknar í Fúlutjarnarlæk
þvottalaugarÍ lok janúarmánaðar árið 1885 var Anna Þorsteinsdóttir, 46 ára vinnukona, send inn í Þvottalaugar. Hún var vistráðin hjá Þórði tómthúsmanni Guðmundssyni og konu hans Sigríði Hansdóttur. Hjónin áttu þrjár ungar telpur. Á heimili þeirra í Lækjargötu voru einnig tveir vinnumenn og tvær vinnukonur. Anna hefur því vísast verið með töluvert af fatnaði þegar hún lagði af stað í frostköldu veðri. Úr miðbæ Reykjavíkur og inn í Þvottalaugar eru rúmir þrír km. Þá leið bar Anna þvottinn, balann og annan farangur á bakinu.

Ekkert á móti því að sjóða nokkra kvenmenn
þvottalaugarÍ lok 19. aldar voru þvottakonur búnar að vinna sér fastan sess í Reykjavík. Stöndugar húsmæður réðu gjarnan konur til að sjá um þvotta.
Soffía Ólafsdóttir var nafnkennd þvottakona í bænum, jafnan kölluð Lauga-Soffía. Um miðjan febrúarmánuð árið 1894 var hún sem oftar við vinnu sína í Þvottalaugunum. Þar gat verið erfitt að fóta sig á hálum klöppum, einkum fyrir 66 ára gamla konu eins og Soffíu sem hlaut að bera merki erfiðis og þreytu. Eitt augnablik missti hún fótanna og féll við það í þvottahverinn. Þar svall um 70 gráðu heitt vatn sem varð Soffíu Ólafsdóttur þvottakonu að aldurtila. Rúmum fjórum árum síðar biðu sömu örlög Kristínar Ólafsdóttur. Hún lést 25. ágúst 1898, 63 ára að aldri, eftir að hafa dottið í hverinn.
Aldamótaárið voru þessi hörmulegu slys rifjuð upp í blaðagrein sem birtist í Fjallkonunni. Þar var m.a. hvatt til þess að settar yrðu upp járngrindur við laugarnar til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll. „En verið getur“, skrifar höfundur, „að mönnum sýnist þetta óþarfi og að ekkert þyki á móti því að sjóða nokkra kvenmenn í hvernum ennþá.“

Kona með barni fellur í þvottahverinn
þvottalaugarÁrið 1901 leituðu sálusorgarar landsmanna gjarnan til húsmóður í Austurstræti. Björg Sigurðardóttir bjó að fagkunnáttu sem þjónaði snyrtilegum prestum. Hún kunni þá list að þvo og stífa prestakraga.
Eiginmaður Bjargar var Ásgrímur Eyþórsson verslunarmaður. Sonur þeirra hjóna Eyþór var á þriðja ári. Björg var farin að gildna undir belti í lok júlímánaðar árið 1901. Hún hélt engu að síður með prestakraga inn í Þvottalaugar. Björg var í þann mund að ljúka verki sínu þegar hún missti jafnvægið og steyptist í hverinn. Nærstaddar þvottakonur náðu Björgu upp. Þær bjuggu um hana í kerru með þvotti og hröðuðu sér til bæjarins.
Tæpum þremur sólarhringum síðar, 25. júlí árið 1901, lést Björg Sigurðardóttir aðeins 27 ára að aldri. Vonum seinna fór bæjarstjórn Reykjavíkur nú fyrst að huga að öryggi laugagesta.

Aukið öryggi
ÞvottalaugarÞvottahús Thorvaldsensfélagsins var orðið of lítið árið 1895. Húsið gat ekki hýst allan þann fjölda sem sótti í Þvottalaugarnar. Reykvíkingar urðu því iðulega að feta í fótspor formæðra sinna og þvo undir berum himni. Vatnsskortur í Reykjavík var farinn að setja mark á bæjarlífið um aldamótin. Stöðugt fleiri íbúar höfuðstaðarins leituðu því í Laugarnar. Þar var ekki hörgull á vatni, hvorki köldu né heitu.
Á vormánuðum árið 1901 fór bæjarstjórn loks að huga að stækkun þvottahússins. Fljótlega var þó ákveðið að verja allt að 2000 krónum til að byggja nýtt hús. Knud Zimsen verkfræðingur hvatti þá til gagngerðra endurbóta. Hann vildi breyta öllum aðstæðum í Laugunum. Þvottahverinn ætti að byrgja. Vatni bæri að veita inn í þvottahúsið. Leggja skyldi lokað skólpræsi frá húsinu og út í mýri. Zimsen lagði auk þess til að fastir balar væru í þvottahúsinu og tveir kranar við hvern. Annar með heitu vatni en hinn með köldu.
þvottalaugarHugmyndir hans miðuðu einkum að betri þrifnaði á svæðinu og öryggi laugagesta. Þær kostuðu hins vegar tíu sinnum hærri upphæð en bæjarstjórn hafði ákveðið að leggja til verksins. Þetta var of stór biti til að sporðrenna í heilu lagi.
Bæjaryfirvöld viðurkenndu þó að nauðsynlegt væri að tryggja betur öryggi laugagesta. Sumarið 1902 voru hlaðnar upp tvær laugar við sitt þvottahúsið hvor. Tréplankar voru settir á hliðarbarma laugabakkanna og í þá fest bogagrindum sem náðu yfir laugarnar. Umhverfis þær var loks steypt steinstétt. Bogagrindurnar áttu að koma í veg fyrir að fólk félli í laugarnar. Þær bættu ekki aðeins öryggi laugagesta. Vinnuaðstaða breyttist til hins betra. Nú var hægt að liggja á hnjánum á tréplönkunum og halda í grindurnar.

Þvottalaugar

Gölu þvottalaugarnar.

Áður hafði fólk ýmist legið á hnjánum við þvottana eða staðið hálfbogið yfir laugunum. Á járngrindurnar mátti auk þess leggja sjóðheitan þvottinn og láta renna úr honum. Laugin við þvottahús Thorvaldsensfélagsins var einkum nýtt þegar mannmargt var í Þvottalaugunum. Franskir skútusjómenn notuðu hana einnig töluvert þegar þeir voru að þvo. Vestari laugin var mun vinsælli. Í henni var vatnið heitara og meira. Laugin stóð auk þess við yngra húsið sem þótti að vonum betra.

Bærinn reisir hús
Í árslok 1901 var nýja þvottahúsið risið við Laugarnar. Þetta var fyrsta húsið sem bæjarstjórn lét smíða á eigin kostnað í Þvottalaugunum. Í því voru þvottaborð og bekkir fram með báðum hliðum og einnig eftir endilöngu steinsteyptu gólfinu.
ÞvottalaugarHúsið var tæpir 80 fermetrar að stærð. Þar gátu 30 og allt upp í 50 manns unnið í einu.
Laugahús Thorvaldsensfélagsins var eigi að síður nýtt áfram. Ekki veitti af báðum húsunum til að hýsa allan þann fjölda sem sótti í Laugarnar.
Þvottahúsin gátu veitt milli 60 og 100 mönnum skjól. Í steinþrónum fyrir utan húsin gátu auk þess um 50 manns þvegið í einu. Þegar líflegast var í Þvottalaugunum má ætla að á annað hundrað menn hafi verið þar saman komnir. Allt frá börnum sem komu í fylgd mæðra sinna og upp í vinnulúna og aldraða Reykvíkinga. Þar mátti einnig gjarnan sjá hattprýdda erlenda hefðarhálsa spígspora milli íslenskra alþýðukvenna.

Þvottalaugar

Reykjavík – Þvottalaugar; minnismerki.

Laugahús Thorvaldsensfélagsins fékk nýtt hlutverk á kreppuárunum. Eftir það var aðeins eitt þvottahús í Laugunum. Timburhús sem stöðugt er umlukið vatni og gufu gengur fljótt úr sér. Í lok fjórða áratugarins var þvottahúsið orðið mergfúið og gisið. Rottur áttu því greiða leið inn og sóttu í bita þvottakvenna. Sápa var jafnvel ekki óhult fyrir gini óboðnu gestanna. Þvottahúsið var orðið mjög hrörlegt í árslok 1941. Þá hafði óveður sprengt annan gaflinn frá hliðunum. Ekki þótti svara kostnaði að gera við húsið en ákveðið að byggja nýtt í staðinn.

Þvottalaugarnar – fyrr og nú
Knud Zimsen verkfræðingur, síðar borgarstjóri lagði til róttækar breytingar á öllum aðstæðum í Þvottalaugunum árið 1901. Rúmum 40 árum síðar voru þær loks allar komnar til framkvæmda. Hins vegar voru öryggisgrindur þvottahveranna settar upp strax sumarið 1902.

Þvottalaugar

Í Þvottalaugunum skjóta mannvirki nú upp kollinum hér og þar, hlaðnar laugar með bogagrindum, borholur og húsatóftir.
Sýningargrind er brot úr minningu þvottahúss sem reist var á sama stað árið 1901. Laugalækurinn hefur vikið fyrir gróðri en eftir stendur vegghleðslan meðfram farvegi lækjarins. Þar sem reykvískar konur lögðu eða hengdu þvott til þerris í meira en hundrað ár eru nú línhvít blómabeð.

Þvottahúsið 1833
þvottalaugarÍ lok 18. aldar var farið að nota heita vatnið í Laugunum nokkuð til þvotta. Vatn úr sjóðandi uppsprettum rann í dálitla tjörn sem bæjarbúar notuðu sem þvottapott. Skammt frá tjörninni var grasi gróinn hóll. Þar tjölduðu Reykvíkingar og aðrir sem gistu við laugina. Lengi vel var náttúrulegi suðupotturinn í Laugunum aðallega nýttur á sumrin. Á fyrstu áratugum 19. aldar fjölgaði þeim Reykvíkingum mikið sem lögðu leið sína í Laugarnar með óhreinar spjarir.
Þvottalaugarnar voru nýttar af allflestum heimilum í Reykjavík um 1830. Af þeim sökum beitti Ulstrup bæjarfógeti sér fyrir almennum samskotum meðal bæjarbúa til að smíða hús yfir laugagesti árið 1833. Í þvottahúsinu voru bekkir til að tylla bölum á, hillur meðfram veggjum fyrir þvott og fimm balar. Fyrir utan húsið var komið upp snúrustólpum. Húsið veitti þvottakonum kærkomið skjól í tæpan aldarfjórðung. Í aftakaveðri árið 1857 fauk laugahúsið illu heilli.
Næstu 30 árin var ekkert skýli í Þvottalaugunum

Þvottahús Thorvaldsensfélagsins
þvottalaugarReykjavíkurbær festi kaup á Laugarnesinu árið 1885. Þá hafði Thorvaldsensfélagið, fyrsta kvenfélag sem stofnað var í bænum, starfað í tíu ár.
Félagið lét reisa hús við Þvottalaugarnar á sinn kostnað árið 1888. Jakob Sveinsson snikkari smíðaði húsið, sem var tæpir 80 fermetrar. Viku eftir að húsið var opnað var hins vegar búið að brjóta nær allar rúður í því og stela snúrunum.
Thorvaldsensfélagið ákvað að gefa Reykjavíkurbæ laugahúsið árið 1889. Bæjarfulltrúar voru ekki sammála um hvort taka ætti við gjöfinni. Einn þeirra hélt því fram að þvottahúsið væri eingöngu notað af kvenfólki sem enginn kærði sig um og átti þá við vinnukonur. Félagar hans í bæjarstjórn, sem vildu þiggja laugahúsið, urðu þó ofaná.
Yfirvöld bæjarins viðurkenndu þar með í verki að þeim bæri skylda til að veita íbúum Reykjavíkur þokkalega vinnuaðstöðu í Þvottalaugunum.
þvottalaugarÁrið 1893 var þvottahúsið stækkað. Í viðbyggingunni voru tvö náðhús, þau fyrstu sem reist voru í Þvottalaugunum. Framan af var timburgólf í húsinu. Það náði sjaldan eða aldrei að þorna og varð fljótlega hættulegt gestum. Á vormánuðum árið 1896 var loks steypt gólf í húsið.
Þvottahúsið fylltist oft og komust gjarnan færri að en vildu. Þar fór ágætlega um 30 konur. Þær urðu þó iðulega helmingi fleiri og varð sambúðin þá að vonum stirðari. Stundum slettist upp á vinskapinn meðal gestanna í þvottahúsinu.
Konur sem höfðu lifibrauð sitt af þvottum voru fastagestir í húsinu. Þær þóttu sumar hverjar ráðríkar og yfirgangssamar. Í laugahúsinu ríkti sjaldan þögn. Þar var bæðið talað og hlegið svo dátt að undirtók í timburhúsinu.
Í þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins var unnið við þvotta allt fram á fjórða áratug líðandi aldar. Þá var húsið hins vegar tekið undir geymslu, m.a. fyrir Hitaveituna. Kvenfélög í Reykjavík fetuðu mörg hver í fótspor Thorvaldsensfélagsins og beittu sér fyrir betri vinnuaðstöðu í Þvottalaugunum.

Balar
þvottalaugarBalar voru nauðsynlegir þarfahlutir sem ekkert heimili gat verið án. Beykjar í Reykjavík smíðuðu og seldu bala af ýmsum stærðum og gerðum. Fátækir bæjarbúar klömbruðu gjarnan sjálfir saman einfaldari bölum. Þeir urðu sér úti um olíutunnu og söguðu hana sundur í miðjunni. Í öllum þvottahúsunum fjórum sem reist voru í Laugunum voru nokkrir stórir balar sem gestir máttu nota að vild. Þeir sem fyrstir komu í húsin að morgni gátu tryggt sér bala. Hinir voru mun fleiri sem komu með bala að heiman. Fæstir hafa þorað að treysta á að laugabalarnir væru til reiðu þegar grípa þurfti til þeirra.
Konur komu stöku sinnum í Þvottalaugarnar um það leyti sem húsum var lokað. Þá lögðu þær þvottinn í bleyti, breiddu þykkt og gott stykki yfir balann og héldu að því búnu heim. Þær mættu síðan aftur í bítið næsta morgun til glímunnar við óhreinindin. Mun léttara var að ná óþverra úr þvotti þegar heitt vatn, sápa og sódi hafði unni á honum yfir nóttina.

Fötur

þvottalaugar

Fata.

Allt fram á fimmta áratug 20. aldar voru fötur ómissandi í farangri kvenna sem sóttu í Þvottalaugarnar. Oftast var hægt að ganga að vatninu vísu í Laugunum en konur urðu að sækja hvern dropa sjálfar. Þær urðu að ná í heitt vatn í þvottahverina og bera inn í húsin. Það kostaði oftar en ekki margar ferðir með skjólurnar. Þvottakonur brenndust stundum illa þegar heitt vatnið skvettist úr fötunum. Allt nánasta umhverfi þvottahúsanna var að vonum síblautt. Erfitt var að fóta sig í bleytunni sem var menguð af sápu eða á hálum klöppum með þunga vatnsskjólu í hendinni. Ekki bætti vetur konugur og fylgjur hans úr skák. Svellalög lágu um allt svæðið á vetrum.

Minni vatnsburður

Í þvottahúsunum voru gólfin jafnan fljótandi í vatni. Rennur sem áttu að taka við skólpi höfðu ekki alltaf undan. Óhroðinn rann þá niður tröppur á húsunum. Gestir sem notuðu þvottahús Thorvaldsensfélagsins urðu oft að leysa jafnvægisþraut til að komast inn í húsið.

Þvottalaugar

Í Þvottalaugunum.

Á uppgangi þvottahússins var lengi vel ekkert handrið. Þar gat því orðið erfitt að fóta sig með skjólu fulla af heitu vatni. Öllu verri var þó stiginn á þvottahúsinu sem reist var árið 1901. Tröppurnar voru mjög brattar og handrið úr járni öðru megin. Þegar þvottakonur komu úr húsinu með heitar og dofnar hendur úr balanum var ekki heiglum hent að taka um járnhandriðið í frosti. Kvennadeild Jafnaðarmannafélagsins benti bæjarstjórn á þessi augljósu vankanta á þvottahúsunum árið 1922 og leiðir til úrbóta. Yfirvöld tóku vel í tillögur félagsins. Skömmu síðar voru sett tréklædd handrið við þvottahúsin og tröppur lækkaðar. Kvenfélagið lagði auk þess til að lagt yrði rennandi vatn í húsin.
Knud Zimsen hafði fyrstur manna borið þá hugmynd undir bæjaryfirvöld 20 árum fyrr. Nú var hann sjálfur borgarstjóri og hafnaði kröfunni. Vatn var loks leitt í þvottahús í Laugunum árið 1942. Þá fyrst var þreytandi vatnsburði létt af herðum þvottakvenna og hættan á brunaslysum minnkaði verulega.

Leiksvæði barna
þvottalaugarLaugaferðir tóku að jafnaði 10 til 15 tíma. Konur neyddust því iðulega til að taka börn með í Þvottalaugarnar.
Mæður áttu stundum ekki nema tvo kosti og báða slæma. Þær urðu að trúa götunni fyrir afkvæmum sínum eða taka þau með inn í Laugar. Oftar en ekki völdu þær síðari kostinn. Þá vissu þær af ungviðinu nálægt sér og gátu litið upp frá þvottabrettunum og haft auga með því. Ung börn sem gátu ekki fótað sig í heiminum voru bundin niður milli laugapokanna og dregin á sleðum eða vögnum. Þau eldri urðu að ganga í Laugarnar.
Margt bar fyrir lítil augu og eyru í Þvottalaugunum. Þar voru oft erlendir gestir sem stungu gjarnan bragði frá framandi löndum upp í smáfólkið. Stálpaðir krakkar fundu sér ýmis „leiktæki“ í Laugunum, sum býsna hættuleg. Girðingar, snúrustólpar, ljósker, skúrar og jafnvel öryggisgrindur þvottahveranna komu í stað klifurgrinda.
Smáfætta fólkið reyndi einnig getuna í langstökki yfir Laugalækinn.

Bannað börnum
ÞvottalaugarSmáfólkið gleymir sér gjarnan í hita leiksins. Í Þvottalaugunum leyndust margar hættur fyrir börn. Mæður hafa eflaust oft haft áhyggjur af leik afkvæma sinna í Laugunum. Þar urðu stöku sinnum alvarleg slys á yngstu bæjarbúunum. Sumarið 1917 var börnum innan við fermingu bannað að koma í Þvottalaugarnar nema í fylgd með fullorðnum. Þeim var aukinheldur bannað að leika sér á svæðinu.
Þá var öllum börnum forboðið að koma nálægt þvottahverunum. Þar var iðulega mikill handagangur. Töluverð hætta var á því að heitt vatn skvettist á þá sem leið áttu hjá laugunum. Yfirvöld bæjarins treystu sér ekki til að ganga lengra og banna börnum aðgang. Þá hefðu þau í raun útilokað þær konur frá Þvottalaugunum sem ekki áttu vísa gæslu fyrir börn sín. Í júnímánuði árið 1918 féll 5 ára telpa í þvottahverinn og lést. Eftir slysið forbauð borgarstjóri börnum yngri en 14 ára að koma í Laugarnar. Það var hins vegar aldrei hægt að framfylgja banninu til hlítar. Laugaverðir aftóku að bera nokkra ábyrgð á öryggi barna á svæðinu. Þeir töldu það ekki í verkahring sínum að sinna barnagæslu enda væri börnum óheimilt að koma í Þvottalaugarnar. Mæður sem komu með börn sín urðu sjálfar að sjá um að þau færu sér ekki að voða.

Vinna barna
þvottalaugarKarlmenn eiga margir góðar minningar frá æskudögum úr Þvottalaugunum. Strákum þótti gaman að fylgjast með mannlífinu í Laugunum. Drengir drógu oft sleða eða vagna fyrir mæður sínar. Þeir sóttu einnig heitt vatn í þvottahverinn og báru í þvottahúsið. Á sumrin gátu snáðar jafnvel unnið sér inn fáeina aura með því að gæta hesta erlendra gesta sem sóttu Þvottalaugarnar heim. Skyldustörf strákanna voru ekki tímafrek. Þeir höfðu meira svigrúm til leikja en telpur. Konur virðast ekki eiga eins gleðiríkar æskuminningar úr Þvottalaugunum og karlmenn. Mæður byrjuðu snemma að kenna dætrum sínum helstu handtökin við þvottana. Ungar hnátur hófu yfirleitt verknámið með því að vinda úr sokkum. Um fermingu voru stúlkur hins vegar taldar fullgildar þvottakonur.

Bætt þjónusta í Laugunum

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar 1932.

Á stríðsárunum fyrri var mikill skortur á kolum á Íslandi. Í árslok 1916 varð því að grípa til skömmtunar. Í maímánuði árið 1917 voru kol seld á nær 300 krónur smálestin. Dagvinnulaun verkakvenna voru þá 36 aurar á tímann. Alþýðufólk eyddi ekki dýrum eldsmat til að hita vatn í þvotta, enda var nóg af heitu vatni í Þvottalaugunum. Reykvíkingar hópuðust því í Laugarnar þar sem þvottar kostuðu engin útlát. Bæjarstjórn mætti þörfum fjöldans með bættri þjónustu í Þvottalaugunum. Yfirvöld bæjarins komu á reglulegum áætlunarferðum í Laugarnar með þvott sumarið 1917. Þá voru einnig ráðnir tveir umsjónarmenn í Þvottalaugarnar. Þeir áttu að hafa eftirlit með húsum, girðingum, mannvirkjum og munum bæjarins á staðnum.
Umsjónarmennirnir tóku einnig á móti þvotti sem bæjarstjórn lét flytja í Laugarnar.

Laugarferðir verkakonu
þvottalaugarSíðustu daga októbermánaðar árið 1916 var stillt og gott veður í Reykjavík en næturfrost. Þriðjudaginn 31. október fór Elka Björnsdóttir, 35 ára verkakona, í Þvottalaugarnar. Hún var með þvott af sér og bróður sínum Ólafi. Elka fékk lánaðar litlar hjólbörur hjá nágranna sínum fyrir farangurinn í Þvottalaugarnar. Verkakonan skrifaði dagbók og segir þannig frá laugarferðinni í bók sinni:
„Það var hálfhart og óslétt að aka inneftir en því verr heim því þiðnað hafði, en börurnar ekki góðar og þvotturinn mikill og ég ónýt; ég hélt ég mundi ekki komast heim, en fór alveg með mig, en heim komst ég þó með guðs hjálp og var lengi að taka mig. Dagana á eftir þurrkaði ég, enda var þá þurrkurinn að byrja. (Handritadeild Landsbókasafns: Lbs 2235, 8vo. Dagbók Elku Björnsdóttur frá Skálabrekku, 22. mars 1916 til 17. september 1917“.

Þvottaluagr

Þvottalaugarnar 2020.

Á stríðsárunum þvoði Elka aðallega í Þvottalaugunum eins og flestar kynsystur hennar í Reykjavík. Elka leigði risherbergi að Laugavegi 60 á fyrstu árum stríðsins. Tveir yngstu bræður hennar gistu oft í risherberginu hjá systur sinni. Yfirleitt fór Elka í Laugarnar á þriggja vikna fresti þegar veður leyfði. Oftar en ekki var hún einnig með þvott af bræðrum sínum. Laugarferðir Elku tóku að jafnaði rúmar fimm stundir og allt upp í 12 tíma. Stöku sinnum þvoði hún á næturnar en oftast lagði Elka af stað í Þvottalaugarnar snemma á morgnana. Kröfur magans urðu að ganga fyrir öðrum þörfum verkakonunnar í risinu á Laugaveginum.
Laun Elku hrukku vart fyrir húsaleigu og fæði. Fatnaður og skór mættu afgangi í útgjöldum hennar. Þvottadagar Elku voru í höndum veðurguðanna. Oft var erfitt að þurrka þvott í risherberginu. Ullarfatnaður gat verið rúma viku að þorna hjá Elku.
Verkakona sem vart átti til skiptana á kroppinn varð að treysta á þurrk í Laugarferðum. Þungu fargi var létt af herðum Elku þegar þvottadagar voru að baki. Tímafrek stritvinna þvottanna gekk nærri þreki hennar og heilsu.

Þvottalaugarnar – Fyrsta skipulagið 1901

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar fyrrum.

 

Sápa, sódi og þvottaefni
ÞvottalaugarFæst óhreinindi eru leysanleg í vatni og gildir þá einu hve lengi þvotturinn er núinn. Sápa og sódi voru nauðsynleg hjálparmeðul í baráttunni fyrir hreinleikanum. Vatn nær að þrengja sér betur á milli einstakra þráða vefjarefnis og losa óhreinindi með hjálp sápunnar. Áhrif sóda eða lúts eru svipuð og kalla auk þess fram eiginleika sápunnar. Lengi vel voru öll þvottaefni sápa sem mulin var niður, bætt í hana sóda og jafnvel ýmsum öðrum efnum.
Stangasápa var notuð til þvotta í heitu vatni en grænsápa í volgu vatni og til hreingerninga. Á fimmta og sjötta áratug 20. aldar komu til sögunnar þvottaefni sem sameinuðu kosti sápu og sóda. Áhrif þeirra voru auk þess jafnmikil í volgu og heitu vatni.

Munaður örfárra karlmanna
Á 19. öld varð notkun á sápu fyrst almenn á Íslandi. Framan af var hún munaður sem örfáir karlmenn veittu sér við rakstur. Öll mótuð sápa var lengi vel kölluð skeggsápa hér á landi. Í lok 19. aldar var farið að flytja nokkuð af sápu til landsins.
Ef aðfluttri sápu hefði verið skipt jafnt meðal landsmanna árið 1872 hefðu komið rúm 500 grömm á hvert mannsbarn í landinu. Þau urðu að duga bæði til líkamsþvotta og í allan annan þvott.
Flestir reyndu því að spara sápuna í lengstu lög. Húsmæðurnar báru hana jafnvel sjálfar í fatnað sem þveginn var þótt vinnukonur sæju að öðru leyti um þvottinn. Í lok 19. aldar voru hagsýnir Reykvíkingar hvattir til að sækja Þvottalaugarnar.
Þeir gætu bæði sparað eldsmat og sápu með því að nýta heita vatnið til þvotta.

Heimsfriður í Þvottalaugunum

Þvottalaugar

Þvottalaugar – Friðrik VIII við laugarnar.

Þvottalaugarnar voru lengi einn vinsælasti viðkomustaður þeirra erlendu ferðamanna sem komu til Reykjavíkur. Þar mátti iðulega sjá prúðbúnar hefðardömur, hattskrýdda herra og virðulega vísindamenn spranga um meðal reykvískra alþýðukvenna. Hefðarfólkið leigði sér hesta til ferðarinnar og kom gjarnan saman í hópum. Ungir snáðar gátu þá unnið sér inn aura með því að halda í hesta ferðafólksins meðan það skoðaði mannlífið.
Á vormánuðum þegar farfuglar fóru að tínast til landsins sigldu franskar skútur í tugatali inn á höfnina í Reykjavík. Sjómennirnir lögðu iðulega leið sína inn í Þvottalaugar með saltstorkinn fatnað. Þeir báru þvottapoka úr segldúk á bakinu inn í Laugar. Biskví var jafnan með í för og auðvitað voldug skipskannan fyrir hverakaffið. Þorvaldur Guðmundsson forstjóri í Síld og fiski var barnungur þegar hann fór með móður sinni í Þvottalaugarnar á stríðsárunum fyrri. Þá var alþjóðlegur bragur á lífinu í Laugunum. Þorvaldur segir:
„Fransmenn, kannski af mörgum skútum, marseruðu inn eftir með pokana á bakinu og á stórum klossum sem vöktu mikla athygli því að þeir voru óþekktir hér. Og svo komu Færeyingar með sínar fallegu húfur og þetta mættist allt inn í Þvottalaugum. … Þarna mátti segja að talaðar væru ýmsar tungur, en allir skildu hvern annan því að þeir voru í þessu góða þjónustuskapi eins og vera ber milli þjóða. Þarna var heimsfriður eins og maður getur bara sagt.“ (Guðjón Friðriksson: Reykjavík bernsku minnar. Nítján Reykvíkingar segja frá. Reykjavík 1985, 197-198.)

Dýrðlegasti staður jarðarkringlunnar
þvottalaugarErlendir gestir sem komu til Reykjavíkur létu margir ekki hjá líða að fara í Sundlaugarnar. Flestir hafa þeir eflaust haft kynni af mun glæsilegri sundlaugum að öllum ytra búnaði. En erlendu laugarnar státuðu hins vegar fæstar af jafn heitu vatni og Sundlaugin í Reykjavík. Sumarið 1925 kenndi Ingibjörg Guðbrandsdóttir, sem jafnan var kölluð Imba Brands, reykvískum hnátum sund eins og hún hafði gert undangengin 17 sumur. Í skýrslu sem Imba sendi um kennsluna til bæjarstjórnar Reykjavíkur sagði hún m.a.:
„Ég vil leyfa mér, að taka það fram, að þær útlendu konur sem notuðu Sundlaugarnar, voru svo ánægðar með veru sína þar innfrá, að engu tali tók. Ég man sérstaklega eftir einni sextugri noskri dömu sem oft kom inneftir og synti, að hún sagði fleirum sinnum að þessi Sundlaug væri sá dýrlegasti staður sem hún hefði hitt fyrir á lífsleiðinni, og hafði hún þó ferðast í kringum hnöttinn og dvalið víða“.

Vélvæðing heimilisstarfanna
þvottalaugarEftir að Reykvíkingar fengu rafmagn árið 1923 fór heimilistækjum að fjölga hjá betri borgurum í bænum. Stöndugar húsmæður í Reykjavík höfðu þó margar eignast suðupotta eftir að vatnsveitan tók til starfa árið 1909. Íslendingar kynntust hins vegar heimilistækjum fyrst að einhverju marki á stríðsárunum síðari. Á haftaárunum, 1947-1951, varð innflutningur á heimilistækjum háður leyfum og gjöldum. Skatturinn á tækjunum nam þá um helmingi af kaupverði. Yfirvöld flokkuðu heimilistæki til munaðarvarnings. Vélvæðing heimilisstarfanna var ekki á forgangslista þeirra. Vinnuálag á húsmæður í Reykjavík fór vaxandi, þær áttu æ erfiðara með að fá vinnukonur til starfa. Á sama tíma voru gjöld á tækjum sem léttu undir með húsmæðrum bæjarins gríðarlega há. Þær urðu því flestar sem fyrr að puða við brettin á þvottadögum.

Þvottavélar
Þvottavélar léttu miklu erfiði af konum við stritvinnu þvottanna. Vélarnar voru hins vegar frekar á tíma og býsna háværar. Þær voru gjarnan með handsnúnum vindum og tóku hvorki inn á sig vatn né hituðu það. Þá varð að hleypa af þeim vatninu að loknum þvotti. Vélarnar kölluðu því á stöðuga athygli kvenna. Á millistríðsárunum fóru efnameiri heimili í Reykjavík að státa af þvottavélum. Í upphafi sjötta áratugarins voru engu að síður fáar fjölskyldur í bænum sem áttu þessa kostagripi.

Vélar í Þvottalaugarnar
ÞvottalaugarÁrið 1951 fóru að berast skellibjölluhljóð úr þvottahúsinu í Laugunum. Þau komu frá tveimur þvottavélum sem konur gátu tekið á leigu. Tæpum áratug síðar gátu átta vélar argað saman í þvottahúsinu. Mannsröddin laut í lægra haldi fyrir vélunum og þvottakonur unnu verk sín þegjandi. Árið 1960 sóttu að jafnaði milli 300-500 konur í laugahúsið mánaðarlega. Sumar þeirra komu með þvottavélar sínar að heiman. Þá var vélunum, sem ekki voru nein smásmíði, ekið í Þvottalaugarnar. Konur gátu þó einnig geymt vélarnar í laugahúsinu milli þvotta.
Þvottahús og straustofur voru rekin í Reykjavík allt frá fyrsta áratug 20. aldar. Fæstir bæjarbúar gátu þó veitt sér þann munað að kaupa þjónustu þeirra. Í ársbyrjun 1952 tók fyrsta almenningsþvottahúsið með sjálfvirkum þvottavélum til starfa í bænum. Þar var hægt að leigja vélar til þvotta. Konur sem sóttu í Þvottalaugarnar fengu hins vegar bæði frítt vatn og rafmagn.
Ekkert þvottahús í bænum bauð upp á betri kjör á sjötta áratugnum en laugahúsið við gömlu Þvottalaugarnar.

Gullborinn
ÞvottalaugarÁ vormánuðum árið 1928 ákvað bæjarstjórn Reykjavíkur að kaupa jarðbor og byrja rannsóknir á jarðhita í bæjarlandinu.
Haglaborinn sem bærinn keypti var jafnan nefndur Gullborinn. Mastrið á bornum er þrífótur úr stálrörum, sex til sjö metra hár. Gullbornum fylgdu um 300 m af borstöngum en hann gat í raun borað helmingi dýpri holur.
Á árunum 1928-1942 var byrjað á 15 borholum í Þvottalaugunum og næsta nágrenni. Af þeim var lokið við 14 holur. Boranir hófust 26. júní árið 1928 og var að mestu lokið 19. maí 1930. Rafmagnsveita Reykjavíkur stóð að þessum jarðborunum í Laugunum. Kanna átti möguleika á því að nota gufuna til þess að framleiða rafmagn. Það höfðu Ítalir gert með góðum árangri á jarðhitasvæði hjá Larderello nálægt Toskana.
Vatnið í borholunum við Þvottalaugarnar reyndist þó ekki nógu heitt til að nýta mætti gufuna til rafmagnsframleiðslu. Þá lagði Rafmagnsveita Reykjavíkur til að vatnið yrði notað til að hita hús.

Laugaveitan
ÞvottalaugarHitaveita Þvottalauganna var lögð árið 1930. Vatnsæðar veitunnar voru rétt tæpir fimm km og lágu frá Reykjaveg að Snorrabraut. Það voru einkum börn og sjúklingar sem nutu Laugaveitunnar.
Austurbæjar- og Laugarnesskólinn voru tengdir við veituna. Landspítalinn, sem tók til starfa í árslok 1930, naut einnig heita vatnsins úr Þvottalaugunum. Þá var loks lögð hitaveita í um 60 íbúðarhús í næsta nágrenni við Austurbæjarskólann. Þegar Sundhöll Reykjavíkur var opnuð árið 1937 var afrennsli Austurbæjarskólans notað í laugina.
Nánasta umhverfi Þvottalauganna breyttist óhjákvæmilega nokkuð með hitaveitunni.
Þvottalaugin við laugahúsið sem reist var árið 1901 fékk nýtt hlutverk. Steypt var þró yfir laugina og vatnið úr henni virkjað. Við boranir í Þvottalaugunum þvarr hins vegar uppsprettan í þvottahvernum við laugahús Thorvaldsensfélagsins. Þá var gripið til þess ráðs að leggja pípu frá einni borholunni í þvottalaugina. Konur gátu því sem fyrr gengið að sjóðandi heitu vatni vísu til þvotta í Laugunum.
Níu árum eftir að Laugaveitan fór að ylja börnum og sjúklingum í austurbæ Reykjavíkur hófust framkvæmdir við hitaveituna frá Reykjum. Þá var lagt upp með reynslu og þekkingu af vinnunni við Laugarnar, sem hlaut að vera ómetanlegt veganesti.
Reykvíkingar höfðu sannarlega ástæðu til að fagna tilkomu hitaveitunnar, ekki síst konur. Reykháfar bæjarbúa höfðu áður spúð kolasóti yfir vegfarendur og óhreinindin settust að vonum á fatnað fólks og heimili. Kolakyndingin kostaði konur gríðarlega vinnu við þvotta og hreingerningar. Yfir höfuðstað landsins lá iðulega svartur reykjarmökkur.
Hitaveitan útrýmdi kolareyknum úr Reykjavík, hreinsaði andrúmsloftið og hleypti geislum sólarinnar að bæjarbúum. Hún sparaði Reykvíkingum vissulega útlát vegna kyndingar. En hitaveitan varð auk þess mikilvægt heilbrigðismál fyrir bæjarbúa.

Heimild:
-https://borgarsogusafn-api.prod.thon.is/uploads/T_Hvottalaugarnar_abe3b01315.pdf
Menningarmerkingar í Reykjavík

Þvottalaugar

Gömlu þvottalaugarnar – stytta Ásgríms Jónssonar af „Þvottakonunni“.

Viðey

Talið er að byggð hafi verið hafin í Viðey þegar á 10. öld en lítið er vitað um sögu eyjarinnar fram til 1225 þegar Viðeyjarklaustur var stofnað. Varð klaustrið eitt það ríkasta á landinu og átti fjölda jarða og þar af megnið af núverandi borgarlandi. Í átökum siðaskiptanna var klaustrið rænt af mönnum hirðstjóra Danakonungs vorið 1539 og markaði það endalok þess.

Viðey

Viðey – kort.

Næstu tvö hundruð ár var Viðey hjáleiga frá Bessastöðum og þar rekið þurfamannahæli. Um miðja 18. öld fékk Skúli Magnússon landfógeti eyna til ábúðar. Fékk hann Danakonung til að reisa Viðeyjarstofu sem embættisbústað landfógeta og lauk smíði hennar 1755. Er Viðeyjarstofa fyrsta steinhúsið á Íslandi og eitt elsta hús sem varðveist hefur á landinu.
Skúli lét einnig reisa kirkju við hlið Viðeyjarstofu og var hún tilbúin 1774. Viðeyjarkirkja er næstelsta kirkja landsins. Skúli bjó í eynni til dauðadags 1794.
Árið 1793 flutti fyrsti íslenski stiftamtmaðurinn Ólafur Stephensen til Viðeyjar. Bjó hann í Viðeyjarstofu til dauðadags árið 1812. Þá tók sonur hans, Magnús Stephensen dómstjóri, við búsetu í eynni en árið 1817 keypti hann Viðey af Danakonungi. Magnús flutti prentsmiðju til Viðeyjar sem var starfrækt hér frá 1819-1844. Magnús Stephensen andaðist árið 1833 en eyjan var í eigu afkomenda hans út 19. öld.

Eggert Briem

Eggert Eiríksson Briem (1879–1939).

Árið 1901 hófu Eggert Briem og kona hans Katrín Pétursdóttir stórbúskap í Viðey. Reistu þau stórt og fullkomið fjós og seldu árlega um 200 þúsund lítra af mjólk til Reykjavíkur.
Árið 1907 var útgerðarfyrirtækið P.J. Thorsteinsson & Co. stofnað. Var það alltaf kallað Milljónafélagið. Miðstöð þess var á austurenda Viðeyjar og á skömmum tíma myndaðist þar reisulegt þorp með fjölda íbúðar- og fiskverkunarhúsa og bestu bryggjunni við Faxaflóa.
Milljónafélagið varð gjaldþrota árið 1914 en áfram hélt fiskverkun á Sundbakka. Árið 1924 gerði Kárafélagið eyjuna að útgerðarstöð sinni. Þá fjölgaði þorpsbúum og urðu þeir flestir 138 árið 1930. Ári síðar lagið félagið upp laupana og þá tók að fækka í þorpinu. Árið 1943 stóð það autt og yfirgefið.
Búskapur hélt áfram í Viðey fram á sjötta áratuginn en þá lagðist búseta af í eynni og voru stofan og kirkjan illa farin þegar Þjóðminjasafnið tók húsin að sér árið 1968. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg húsin árið 1986 og lauk endurbótum á þeim árið 1988.
Viðey

Hlemmur

Í Morgunblaðinu 1981 skrifar Gunnar M. Magnússon „Hundrað ára minningu Þorláks V. Bjarnar, síðasta bóndans á Rauðará„:

„Séra Björn Halldórsson, hinn kunni klerkur og sálmaskáld, bjó í Laufási við Eyjafjörð. Hann var fæddur 1823. Kona hans var Sigríður Einarsdóttir frá Saltvík á Tjörnesi, fædd 1819. Þeirra börn voru Vilhjálmur, fæddur 1846, Svava, fædd 1854, og Þórhallur, fæddur 1855.

Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur ólst að mestu upp hjá afa sínum, séra Halldóri Bjarnasyni, prófasti á Sauðanesi.
Sextán ára að aldri hóf hann smíðanám hjá Tryggva Gunnarssyni, timburmeistara á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Að námi loknu, tók hann upp tvíþætt störf: stundaði smíðar á veturna, en hóf ræktunarstörf að vorinu og stjórnaði búi foreldra sinna að sumrinu. Þótti þá þegar sýnt, að hinn ungi prestssonur væri afbragð annarra manna, þrekmikill, kappsamur til hvers konar starfa, logandi af fjöri, opinn fyrir framförum, góðgjarn og óádeilinn og lagði hverju góðu máli lið.
Rúmlega tvítugur að aldri sigldi Vilhjálmur til Danmerkur, dvaldist árlangt í Kaupmannahöfn og lagði stund á málaraiðn. Þegar heim kom, tók hann að stunda þess iðn til jafns við fyrri störf og málaði nokkrar kirkjur á Norðurlandi, ein þeirra var Grímseyjarkirkja.
Árið 1872 gekk Vilhjálmur að eiga Sigríði Þorláksdóttur prests á Skútustöðum Jónssonar. Hún var fædd 1853. Nokkru síðar keypti séra Björn jörðina Kaupang í Eyjafirði og ungu hjónin fluttust þangað. Vilhjálmur hætti nú að mestu störfum út á við, en einbeitti atorku sinni að búi sínu og heimili. Hann tók að byggja uþp á jörðinni, smíðaði allstórt timburhús og vönduð peningshús, stækkaði tún og hóf töðufall til muna.

Rauðará

Rauðará um 1900 – hús Shiederbergs.

Vilhjálmur var fjörmaður og lagði oft saman nótt með degi, einkum við vorverk og heyannir. Á þeim árum sló hann dagsláttuna á rúmum sex klukkustundum, og þótti ekki heiglum hent að leika það eftir honum. Hann komst brátt í röð fremstu og gildustu bænda við Eyjafjörð og hlotnaðist sú viðurkenning að fá verðlaun úr heiðurssjóði Kristjáns konungs IX.
En mitt í þessum blóma skeði sá atburður að hjónin í Kaupangi seldu eigur sínar og fluttust úr héraðinu. Í stað þess að berast með straumnum til Vesturheims, héldu þau með fjórum börnum sínum suður að Kollafirði og settust þar að á Rauðará, örreytiskoti austan Reykjavíkur. Börn þeirra voru Þóra, Halldór, Laufey og Þorlákur.

Rauðará

Rauðará um 1950. Holdveikraspítalinn á Laugarnesi fjær.

Rauðará var fornt býli, en hvorki stórt né nytjagott. Reykjavík varð snemma stórbýli og bendir allt til þess, að á 10. öld hafi hún verið eitt af stærstu höfuðbólum landsins.
Í lýsingu Árna Magnússonar og Páls Vídalíns í jarðabók frá árinu 1703 segir að á Rauðará hafi verið fimm kýr, ein kvíga veturgömul, sex ær, fimm sauðir veturgamlir, tvö lömb og eitt hross. Engjar voru engar, en torfrista, stunga og móskurður nægjanlegur í heimalandi. Fjörugrasatekja lítil. Rekavon lítil. Hrognkelsafjara lítil mjög. Skelfiskafjara næstum engin. Murukjarna, bjöllur og þess konar má finna, ef vill. Heimræði er árið um kring, en langræði mikið. Kvaðir eru þó ýmsar og á þessari litlu og kostarýru jörð: Mannslán um vertíð, dagslættir tveir til Viðeyjar. Hríshestar tveir heim til Bessastaða. Hestlán einn dag til að flytja Viðeyjar-eldiviðartorf af þerrivelli til skips. Skipaferðir, þegar Bessastaðamenn kalla. Heyhestur einn til fálkanna, síðan þeir sigldu í Hólminn. Og þó var ekki allt upptalið.

Rauðará

Rauðará í fjarlægð.

Það var vorið 1893 að Vilhjálmur Bjarnarson keypti þessa jörð af Schierbeck landlækni fyrir 4500 krónur. Vilhjálmur var þá 47 ára að aldri og Sigríður, kona hans, stóð á fertugu.
Jörðinni fylgdi landsvæði, um 30 dagsláttur alls, en mestur hluti þess var óræktaður, nema túnið, sem í bestu nýtingu gaf af sér eitt hundrað hesta eða tæplega það. Kringum túnskikann voru mýradrög og fúafen, en annars staðar blásinn melur eða klapparholt.

Rauðará

Rauðará – Árið 1891 reisti Hans J. G. Schierbeck landlæknir steinhlaðið hús á jörðinni. Árið 1908 reif Vilhjálmur Bjarnarson niður gamla íbúðarhúsið og reisti nýtt í þess stað.“ – Húsaskrá Borgarsögusafns. Sjá má gamla bæinn á Rauðará v.m.

Lítið steinhús var á Rauðará, þegar Vilhjálmur og Sigríður settust þar að. Bakvið það var gamall bær og fornfálegur.
Goshóll var norðan við túnið, þar var grásteinsnáma. Þar sat löngum Magnús steinsmiður og klauf grjót í legsteina. Fyrir neðan Goshól var Gvendarbrunnur. Þar var grjótruðningur, er líktist dys. Ágætt drykkjarvatn spratt þar upp. Mótak átti Rauðará austur í mýri, þar sem nú er Nóatún.
Rauðará
Af hlaðinu á Rauðará sá stök og smá býli í átt til bæjarins. Leiðin ofan úr sveitum til Reykjavíkur lá talsvert sunnar, en annar vegur frá bænum lá með sjónum inn að Rauðará og Laugarnesi. Þessi stígur fyrir ofan fjöruna var kallaður ástarbrautin. Þar var fáförult „inn á Hlemm“. En Hlemmur var brúin á Rauðarárlæknum, þar sem hann fellur til sjávar. Þessi lækur átti upptök sín í dýjadrögum inn við Kringlumýri. Þar seytluðu vætlurnar í vesturátt. Og í drögunum norðan Öskjuhlíðar sameinuðust þær öðrum vætlum og mynduðu svolítinn læk, þegar dró niður í Norðurmýrina. Þaðan hallaði svo til fjarðarins. Þar heitir nú Hlemmtorg.

Reykjavík 1902

Kort útbúið af landmælingadeild danska herforingjaráðsins árið 1902.

Greinarhöfundur hefur áður skrifað um Rauðarárævintýrið. Verður hér birt orðrétt lýsing úr þeim skrifum: „Bóndinn á Rauðará varð þess brátt áskynja, að hér þurfti víða höndum til að taka. Hann var kominn í nýtt landnám, stóð í þýfðu túni, sem teygði skækla út í óræktina, og þegar til kom, var jörðin ekki nema smáskák, miðað við það land, sem hann hafði áður fórnað kröftum sínum. Hann greip torfristuljáinn hverju sinni, er tóm gafst til, og tók að slétta þúfurnar í túninu. Linnti hann ekki, fyrr en túnið var orðið slétt til allra átta, svo langt sem það náði. Þá tók hann að færa túnið út, eftir því sem föng voru á, vakti upp grjót og sléttaði yfir, en hlóð vallarfarið úr hnullungunum. Hann sótti mold langar leiðir í hjólbörum og myndaði jarðveg, þar sem þunnt var á klöppunum. Og forarfen ræsti hann fram og fyllti upp. Hann sýndi að hann var jarðræktarmaður, svo að þess voru fá dæmi, vann sem ungur væri og var sífellt með ný verkefni á prjónunum. Þannig stækkaði túnið ár frá ári, en jafnframt fann hann nauðsyn þess að fá meira olnbogarúm. Þar í kring var landinu skipt í stykki, sem ýmsir embættismenn í Reykjavík áttu. Þar austur af Rauðará var Hagastykki, síðan Jónsjenssonarstykki, og enn austar var jarðarskikinn Fúlatjörn.

Einar Benediktsson

Schierbeck landlæknir átti Rauðará, svo sem fyrr er sagt frá, Jón Jensson yfirdómari átti vitanlega Jónsjenssonarstykkið, og Halldór Danielsson átti Fúlutjörn.
Svo komu aðrir menningarfrömuðir og menntamenn til að fala þessi stykki. Þannig var það til dæmis með lögfræðinginn Einar Benediktsson skáld. Hann langaði til að eignast Fúlutjörn og bað bæjarfógetann að selja sér skikann. Þetta ætlaði bæjarfógetinn að gera. Þegar samningarnir um þetta voru tilbúnir, svo að ekki var eftir annað en að skrifa undir, segir Einar: – Þetta er eiginlega afleitt nafn, það verður að slá af verði á jörð með svona ljótu nafni.
Halldór Danielsson þykktist við af þessari athugasemd, og mælti: – Jæja, þá skulum við láta það vera að/skrifa undir. Og þar við sat.
Þetta atvik varð til þess, að Halldór bæjarfógeti bauð Vilhjálmi á Rauðará Fúlutjörn til kaups. Vilhjálmur hugsaði sig ekki lengi um og festi samstundis kaup á jarðarpartinum.
Börnum Vilhjálms fór líkt og Einari Benediktssyni. Þeim þótti nafnið óviðfeldið og tóku að kalla þennan nýja landauka Lækjarbakka. En Vilhjálmur var á öðru máli.
– Mér þykir nú eins vænt um að kalla það Fúlutjörn, sagði hann, – því að einmitt fyrir nafnið fékk ég landið.

Rauðará
Bóndinn á Rauðará lét ekki þar við sitja með jarðarkaupin. Allmikið erfðafestuland festi hann sér til viðbótar og fékk sér það mælt út hjá bæjarstjórn. Þar að auki keypti hann slægnaland upp við Elliðavatn, og færði nýræktina út jafnt og þétt.“
Vilhjálmur bóndi átti því láni að fagna, að öll fjölskylda hans var honum samhent við búskapinn. Þó ber einkum að nefna Þorlák, son hans. Hann hafði frá unga aldri fyrir norðan verið þátttakandi í búskapnum á Kaldbak og var rúmlega tvítugur að aldri, þegar fjölskyldan fluttist að Rauðará. Upp úr aldamótunum voru börnin komin á manndómsár og héldu sínar leiðir út í lífið. Þóra, sem var elst barnanna, fluttist norður og giftist Stefáni Jónssyni á Munkaþverá í Eyjafirði, Halldór fór utan og lærði búfræði, varð síðar skólastjóri á Hvanneyri. Hann var kvæntur Svövu Þórhallsdóttur, frændkonu sinni, Laufey giftist Guðmundi Finnbogasyni, landsbókaverði, og Þorlákur kvæntist eftir lát föður síns, árið 1919, og gekk að eiga Sigrúnu Sigurðardóttur frá Flóagafli í Árnessýslu.

Rauðará

Rauðará – Ljósmyndin er af námunni fyrir norðan Sjómannaskólan árið 1944, þar var Grjótnám Reykjavíkur.
Hús á þessum stað tilheyrði líklega Grjótnámi Reykjavíkur, í húsaskrá er hús skráð við Suðurlandsbraut/Laugarveg. Það var byggt 1926 og hefur verið rifið fyrir 1956. Var þar sem nú er Skipholt 33.
Náman í Rauðaárholti varð síðar eign bæjarins og árið 1923 voru um 60 manns í atvinnubótavinnu í grjótnáminu. Sama ár var keypt ný grjótmulningsvél á vegum bæjarins (Grjótnám Reykjavíkur) og var hún staðsett í námunni. Námunni var síðan lokað árið 1945 og voru þá vélarnar fluttar í nýja námu við Elliðaárvog.

Þorlákur var hinn efnilegasti maður, skýr og greinagóður, hneigður til rannsókna og áhugasamur við ræktunar- og önnur búnaðarmál. Hann vann með föður sínum að öllum framkvæmdum og tók snemma að skrifa hjá sér athuganir um líf húsdýranna og draga þar af lærdóma um búnaðinn. Hann leitaðist við að finna á hvern hátt væri hagkvæmast að nytja bústofninn. Birti hann skýrslur um þetta í Búnaðarritinu.
Upp úr aldamótunum sendi Vilhjálmur Þorlák son sinn í landbúnaðarskóla í Danmörku.
Þegar Þorlákur kom heim að námi loknu, tók hann við bústjórn á Rauðará. Haft var eftir Vilhjálmi, að sá námskostnaður hefði komið inn á einu ári. – Kýrnar bættu því meira við sig, sem betur var kunnað með þær að fara, sagði hann. Búskapur þeirra feðga á Rauðará hafði snemma vakið athygli. Áður var litið á Rauðará sem kot, en innan fárra ára var þarna risið stórbýli. Rauðarármjólkin varð fræg sem mesta kostamjólk, auk þess tóku Rauðarárkýrnar að setja mjólkurmet, hvert af öðru. Búgarðurinn, sem þarna hafði risið, varð einnig stolt Reykjavíkur.
RauðaráBæjarbúar áttu nú kost á meiri og betri mjólk en áður tíðkaðist, og litið var með virðingu til mannsins, sem þarna hafði sáð og uppskorið. Hann fékk nú öðru sinni opinbera viðurkenningu fyrir störf sín, að þessu sinni verðlaun úr Ræktunarsjóði.
Árið 1908 var lokið við að reisa mikið og vandað íveruhús á Rauðará. Þaðan mátti líta yfir fagurgræna túnbreiðuna til allra átta, — 35 dagsláttur, sem ræktaðar höfðu verið til viðbótar við gamla túnið, mest sáð sléttur og einnig matjurtagarðar. Heyskapur á heimatúni hafði sexfaldast á fyrsta áratugnum, var nú 5—600 hestar, kýrnar voru orðnar tuttugu eða rúmlega það, hestar fimm og allmargt sauðfjár.
Vilhjálmur Bjarnarson lést árið 1912, 66 ára að aldri, en Sigríður, kona hans, andaðist 1933, áttræð að aldri.
Á leiði þeirra hjóna voru settir bautasteinar úr Rauðarárlandi.
Þorlákur V. BjarnarÞorlákur hafði nú alla búsforustu í sínum höndum. Tvö systkini hans voru farin af heimilinu, en Laufey var enn heima. Auk þess var á heimilinu Theódór, hálfbróðir hans og Anna Nordal. Bjó Þorlákur með móður sinni, þar til hann kvæntist árið 1919 Sigrúnu Sigurðardóttur frá Flóagafli í Sandvíkurhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þorkelsdóttir og Sigurður Þorsteinsson bóndi, síðar fasteignasali í Reykjavík. Systkini Sigrúnar voru Árni fríkirkjuprestur, Ásgeir skipstjóri, Þorkell vélstjóri, Sigurður Ingi, lengi sveitarstjóri á Selfossi og Steinunn, búsett í Reykjavík.
Sigrún var glæsileg stúlka. Hún var fædd 1896, og þegar hún tók við búsforráðum á Rauðará reyndist hún mikil húsfreyja á alla lund. Þau bjuggu með myndarbrag og héldu uppi heiðri Óðalsins. En í þeirra tíð tók borgin mjög að sækja að Rauðará. Byggðin færðist hröðum skrefum inn og austur, og þar kom, að Reykjavík tók að heimta skika jarðarinnar undir götur og hús. Og mitt í þessari ásókn féll Þorlákur í valinn, langt fyrir aldur fram, árið 1932, fimmtíu og eins árs að aldri.
Sigrún S. BjarnarÞau Sigrún og Þorlákur eignuðust fjögur börn. Elstur var Vilhjálmur, sem fluttist vestur um haf og gerðist umsjónarmaður Fiske-safnsins við Cornell-háskóla í Íþöku í New York-ríki. Hann er kvæntur Dóru Eiríksson, vesturíslenskri konu. Annað barn þeirra Sigrúnar og Þorláks var Ingibjörg, er giftist Jóni K. Hafstein tannlækni. Hún lést 1959.
Þriðji í röðinni er Þorsteinn, sem er kvæntur Elfu Thoroddsen, og yngst barnanna er Sigríður Aðalbjörg, gift Sigurði H. Egilssyni stórkaupmanni.
Sigrún hélt uppi búskapnum af dugnaði og kom börnum sínum til mennta.
„En borgin hélt áfram hinni miskunnarlausu sókn að Rauðará.
Að lokum var jörðin umkringd, og um stund stóð húsið eins og einmana vin í eyðimörk.“ Fólkið varð að flýja. Sigrún fluttist að Laugabrekku, sem er nokkru austar við Suðurlandsbraut. Þar bjó hún með Þorsteini syni sínum til ársins 1966, er þau létu af búskap og fluttust vestur á Kvisthaga. Sigrún lést 10. ágúst 1979.
Þorlákur Bjarnar var fæddur 10. desember 1881. Og í dag minnumst við hundrað ára afmælisdags þessa íðilmennis.
Og borgin þrengdi sér nær og nær, þrýsti loks að hjartarótunum, skóf burtu hina glæsilegu viðreisn aldamótaáranna, nagaði hverja rót, eins og hungrað dýr.
Hula tímans og skurn borgarinnar liggur nú yfir gömlu Rauðará.“

Rauðará.
Í Óðni 1909 er einnig fjallað um Vilhjálm og Sigríði:  „Vorið 1893 kaupir Vilhjálmur Rauðará við Reykjavík af Schierbeck landlækni, fyrir 4500 kr. Í kaupinu var lítið steinhús til íbúðar. Erfðafestulandið var fast að því 30 dagsláttur, en minstur hluti ræktaður og heyfengur ekki 100 hestar.
Nú hefur Vilhjálmur 20 kýr á Rauðará, eða fleiri, og hesta. Allmikið erfðafestuland hefur hann keypt til viðbótar og fengið mælt sjer hjá bæjarstjórn. Slægnaland á hann og uppi á Elliðavatni. Heyskapur heima er orðinn 5—600 hestar. Hann mun hafa sljettað hjer syðra einar 35 dagsláttur; mest er það sáðsljettur hin síðari ár. Nytina í sumar bætti hann við 3 dagsláttum. Nú er Þorlákur sonur hans fyrir búinu. Hann gekk fyrir 8 árum síðan á landbúnaðarskóla í Danmörku, og segir Vilhjálmur, að sá námskostnaður hafi komið inn á einu ári. Kýrnar bættu það við sig, er betur var kunnað með að fara. Þorlákur hefur um allmörg ár sett í Búnaðarritið fóður- og mjólkurskýrslur frá Rauðará, og sýna þær að kýrnar hafa gert gott gagn. Alt er það af aflafje á Rauðará, að Vilhjálmur hefur reisl hið mikla og vandaða íveruhús sitt, sem myndin er af hjer í blaðinu. Það var reist sumarið 1908. Öll eru húsin virt 28,000 kr. Alt er það dropinn úr kúnum. Nú mun það rjett samhljóða dómur og reynsla þeirra hjer í bæ, sem stundað hafa kúarækt með nýju og nýju fólki hvert árið, að vart hafi svarað kostnaði, og er það ljóst dæmi þess, hvaða munur er á því að kunna með að fara og ekki.
Rauðará
Búnaðarmálaritgerð á Vilhjálmur í 18. ári Búnaðarritsins: »Nýir siðir með nýjum tímum«, og þótti greinin bæði viturleg og stórhuga.
Sá, sem þetta ritar, spurði Vilhjálm, hverju hann þakkaði það, að honum hefur búnast svo vel um dagana. Hann hugsaði sig dálítið um, og sagði ekki annað en það: »Jeg hef tímt að bera á«.
Vilhjáhnur ljek sjer að því í Kaupangi á yngri árum að slá dagsláttuna í túni á 6 klukkustundum, svo var kappið og fjörið.
Heldur leiddi Vilhjálmur hjá sjer almenn mál. En margir leituðu ráða og liðs hjá honum. Og varla var annar bóndi vinsælli í Eyjafirði. Eldri dóttir þeirra hjóna, Þóra, er gift Stefáni bónda Jónssyni á Munka-Þverá í Eyjafirði. Laufey er kennari í Reykjavík. Elstur sona hans er Halldór skólastjóri á Hvanneyri.“

Rauðará

Rauðará – Myndin sýnisr bílinn Re-24 og prúðbúið fólk á ferð, árið 1924, á bak við er Gasstöðin og nær er Laugavegur og brú yfir Rauðarárlæk; „Hlemmur“.

Í Heimsmynd 1990 segir frá „Stórbóndanum á Rauðará og syninum á Hvanneyri„: „Þá er komið að bróður Þórhalls Bjarnarsonar biskup og afkomendum hans sem ekki hafa verið taldir upp til þessa. Hann var Vilhjálmur Bjarnarson (1845-1912) bóndi á Rauðará í Reykjavík. Vilhjálmur lærði smíðar hjá Tryggva Gunnarssyni, síðar bankastjóra, og koma þar til enn ein tengsl Laufásfjölskyldunnar við þann merka mann. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar einnig málun og málaði nokkrar kirkjur nyrðra eftir að hann kom heim. Sumarið 1872 kvæntist Vilhjálmur Sigríði, dóttur Þorláks prests á Skútustöðum Jónssonar, en hann var einn hinna þekktu Reykjahlíðarsystkina sem Reykjahlíðarætt er talin frá. Fimm árum síðar reistu þau bú í Kaupangi í Eyjafirði og fékk hann þá verðlaun fyrir búnaðarframkvæmdir.
Vilhjálmur keypti Rauðará í útjaðri Reykjavíkur árið 1893 og gerði það að stórbýli á íslenskan mælikvarða, rétt eins og Þórhallur biskup, bróðir hans, Laufás. Hin glæstu hús á Rauðará stóðu þar sem nú er Frímúrarahöll við Borgartún, rétt við endann á Rauðarárstíg.
Rauðará
Vilhjálmur og Sigríður áttu fjögur börn en auk þeirra átti Vilhjálmur eitt utan hjónabands. Elstur var fyrrnefndur Halldór Vilhjálmsson (1875-1936) skólastjóri á Hvanneyri. Hann var búnaðarfræðingur frá Landbúnaðarskólanum í Kaupmannahöfn, en skólastjóri og jafnframt stórbóndi á Hvanneyri 1907 til dauðadags. Halldór gerði miklar kröfur til sín og nemenda sinna en kjörorð hans var: „Hollur er heimafenginn baggi“. Þess vegna voru nægtir matar í búrunum á Hvanneyri. Sagt var um skólastjórann að hann ætti viðkvæma lund undir harðri skel. Kona hans var Svava Þórhallsdóttir, frænka hans, eins og áður sagði.“

Í bókinni „Strand Jamestown“ segir Halldór Svavarsson frá því að „timbrið úr Jamestown hafi einnig verið notað í brýr, en mismikill metnaður var í smíði þeirra eins og gengur. Þannig voru plankar lagðir yfir Rauðará, svo að brúin líktist í raun eins konar hlemmi. Upp frá því var sú brú kölluð Hlemmurinn. Það heiti festist í hugum Reykvíkinga og er það nú eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur, samanber Hlemmtorg“.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 273. tbl. 12.12.1981, Hundrað ára minning Þorláks V. Bjarnar, síðasta bóndans á Rauðará eftir Gunnar M Magnúss, bls. 50-51.
-Óðinn, 4. tbl. 01.07.1909, Vilhjálmur Bjarnason, bls. 25-26.
-Heimsmynd, 4. tbl. 01.05.1990, Stórbóndinn á Rauðará og sonurinn á Hvanneyri, bls. 95-96.
-Hamar, jólablað des. 2021 – Hús í Hafnarfirði byggð úr timbri strandaðs skips – Halldór Svavarsson (Strand Jamestown), bls. 6.
Rauðará

Hellisheiðarvegur

Gengið var frá Draugatjörn, framhjá Kolviðarhól, upp Hellisskarð, litið á Búastein, haldið eftir Gamla veginum um Hellisheiði og áfram áleiðis niður Kambana. Austarlega á Hellisheiði eru gatnamót Skógarvegar (Skógarmannagötu) er liggur til suðurs um Stóradal og Háaleiti áleiðis niður að Hjalla í Ölfusi.

Hellukofinn

Hellukofinn.

Hellisheiði er heiðin sunnan Henglafjalla. Hellisheiði er mjög eldbrunnin en víða er mosagróður og lyng á hrauninu. Er talið að yngsta hraunið hafi runnið við eldgos á 6 km langri gossprungu um árið 1000. Heiðin hefur öldum saman verið mjög fjölfarin. Hin forna leið var kölluð Gamli vegurinn, en hún lá á öðrum stað en nú er farið. Að austan lá hún upp Kamba, yfir Hurðarás og þaðan sjónhendingu á Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól. Síðan lá leiðin niður af heiðinni um Hellisskarð, þaðan um Bolavelli vestur með Húsmúla, um norðanvert Svínahraun hjá Lyklafelli og var oft komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.

Hellisheiði

Hellisheiði – gömul gata.

Leiðin liggur um klappir vestan til á heiðinni og er gatan þar víða mörkuð allt að 20 sm djúp í stálhart hraungrjótið. Þessi leið var öll vörðuð og standa margar vörðurnar vel enn í dag. Þekkt er Biskupsvarða sem stóð á klapparhól vestarlega á heiðinni. Vörðunnar er getið í heimild frá 1703 og mun hún hafa verið ævaforn og mikið mannvirki, krosshlaðin svo að hafa mætti skjól við hana í öllum áttum. Hún stóð fram á 19. öld. Nálægt 1830 var byggður sæluhúskofi á sömu klöppinni og var grjótið úr Biskupsvörðu notað í hann.
Kofinn stendur enn, nefndur Hellukofi enda eingöngu byggður úr hellum. Er fullri vegghæð er náð dregst hleðslan saman og myndar þakið en efst er stór hella sem lokar opinu. Kofinn tók 4-5 menn. Hellukofinn var friðaður 1. janúar 1990. Þórður Erlendsson bóndi á Tannastöðum, d: 1872, reisti Hellukofann en hann var víst „snillingur í öllum handtökum“. Gamli þjóðvegurinn sker núverandi þjóðveg en stór hluti af þessari gömlu leið er enn vörðuð. Enn má sjá djúp för í jörðinni, um hraunklappirnar nálægt kofanum, því að á sumum stöðum hefur umferðin markað allt að 20 sm djúp för.

Hellisheiðarvegur

Austurvegurinn 1900.

Á árunum 1879-1880 var lagður upphlaðinn vegur upp Kamba og vestur Hellisheiði, nálægt hinni fornu þjóðleið, en á árunum 1895-1896 var lagður vagnfær vegur yfir Hellisheiði, nokkru vestar en eldri leiðir, niður í Hveradali og vestur fyrir Reykjafell en ekki niður Hellisskarð.

Gangan hófst við réttina sunnan við Draugatjörn, sunnan Húsmúla. Önnur rétt er þar skammt suðaustar, fast við gamla þjóðveginn upp að Kolviðarhól. Áður en haldið var inn á gömlu þjóðleiðna, sem liggur að Hellisskarði, var komið við í sæluhústóft austan við tjörnina.

Hellisheiði

Gata um Hellisheiði.

Árið 1703 var hún talin nauðsynleg á vetrartímanum til innivistar. “Er og lofsvert, að þetta sælhús skuli ei niður fallið (1793)”. Hann var ætlaður þeim, sem ferðast þarna á vetrardegi, og kallaðist sæluhús. Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda. Í örnefnalýsingu segir að í ekkert hús var að venda [á leiðinni yfir Hellisheiði] nema smákofa, er var í Svínahraunstöglum, sem ganga út á Norðurvellina. Kofi þessi var illa ræmdur fyrir draugagang, og mynduðust meðal manna hinar fáránlegustu sögur um kofa þennan.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Árið 1845 var nú kofinn í Svínahrauni fluttur upp á Kolviðarhól. Hafði nýtt sæluhús verið byggt á Kolviðarhóli 1844. Ýmsar sagnir eru um menn sem hafa tekist á við drauga í kofa þessum, t.d. um Grím á Nesjavöllum en hann var á ferð þar um 1820 og kljáðist við afturgöngur þriggja manna sem höfðu orðið þar úti nokkrum árum áður. Þar kemur fram að bálki hafi verið í suðurenda kofans.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1910.

Stuttur gangur er eftir gömlu götunni að Kolviðarhól. Áður var farið yfir læk úr Mógili í Húshólma og framhjá síðarnefndu réttinni, áfram eftir suðaustanverðum Bolavöllum og að hólnum. Bú var fyrst reist á Kolviðarhóli 1883. Um vorið settist þar að Jón bóndi frá Stærribæ í Grímsnesi. Byggði hann sér bæ framan í hólnum. Kolviðarhóll er 4-5 m hár, gróinn, melhóll við norðurenda á lágum rana eða ási sem gengur norður úr Reykjafelli, beint neðan (vestan) við Hellisskarð. Ekkert vatnsból er sýnilegt en hefur væntanlega verið í brunni.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt.

Undirstöður síðustu húsanna á Kolviðarhóli sjást enn vel og hafa sumar verið steyptar en aðrar eru úr tilhöggnum sandsteini, sem víða má finna í Reykjafelli beint ofan við hólinn. Framan í nyrðri hluta hólsins (norðan við bæjarstæðið) hefur verið hlaðinn pallur úr hraungrýti og er hann mjög heillegur að sunnanverðu og að vestan en norðurhornið er hálfhrunið. Lítill heimagrafreitur er þarna með steyptum veggjum. Árið 1910 voru tvö hús á Hólnum, timburhús og steinhús, þar að auki næg búpeningshús. Einu útihúsaleifarnar sem nú sjást er steypuhrúgald austan í norðanverðum hólnum. Þjóðsaga segir að “almenn sögn segi, að í þessum hól sé heygður Kolfinnur, sem nefndur er í Kjalnesinga sögu.”

Hellisskarð

Gengið um Hellisskarð.

Haldið var upp Hellisskarð. Í frásögn árið 1703 segir að „upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvörn stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans til vísar.“ Um það bil í miðri heiðarbrekkunni til vinstri, nokkuð hundruð fet uppi er stór teningslaga steinn; Búasteinn. Er hann settur í samband við frásögn Kjalnesinga. Stór þverhníptur sandsteinsklettur og er aðeins gengt upp á hann að ofan (austan). Talsvert rof er í kringum steininn af vatnsflaumi en einnig af mannaferð.
Ofan við Hellisskarðið eru gatnamót. Til norðausturs liggur leið er gekk undir nafninu “milli hrauns og hlíða”, um Skarðsmýri og upp á gömlu þjóðleiðina til norðurs frá Hveragerði.

Þegar komið er upp á heiðina úr Hellisskarði, verður fyrir samfelld hraunbreiða, og er aðeins eitt einstigi yfir hana.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt.

Hraunið er að mestu flatar og sléttar hellur, en grjót og melar hér og hvar. Svo mætti virðast, sem einstigi þetta væri höggvið af manna höndum í hraunstorkuna, því þar er svo beint og reglulegt. Víða mælist það allt að 1/2 feti, og má af því marka, hve geysigamall þessi vegur er og fjölfarinn. Rásin er misgreinileg. Samfellda kafla má rekja lengst um 50 metra en yfirleitt mun styttra en á milli liggur leiðin sumstaðar um djúpar rásir þar sem grjóti hefur verið rutt úr veginum en víðar gufar slóðin alveg upp á milli. Á nokkrum stöðum má greina að slóðin er tvö- eða jafnvel þreföld.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörður.

Austur frá Reykjafelli (Stóru-Reykjafell) eru Hellurnar, eru þær sléttar klappir, liggja yfir þær djúpar götur eftir hestafætur. Sanna göturnar að yfir þessar sléttu klappir hefur umferð verið allt frá fyrstu byggð hér á landi.“ segir í örnefnalýsingu. Allt frá því að komið er upp úr Hellisskarði er hálfbert helluhraun austur að miðri heiðinni eða þangað til að fer að halla austur í Ölfus. Fleiri vörður eru og við veginn til leiðarvísis. Á Hellisheiði eru yfir 100 vörður. Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar á liðnum öldum.

Eiríksbrú

Eiríksbrú á Hellsiheiði.

Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.”Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn. Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn.
Framhald vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, lagður 1877-78, lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól. Þar er enn efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Vegirnir voru lagðir á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim. Til þess var brattinn í Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni. Við þetta ástand sat að mestu fram yfir 1890.

Búasteinn

Búasteinn neðan Hellisskarðs.

Á herforingjaráðskorti frá 1909 liggur norðurendi Lágaskarðsleiðar útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns. Um grasi grónar hlíðar og slétt helluhraun, mosagróið, mjög greiðfær leið. Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna, en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur. Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Margrét útilegumaður hafðist við í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum, en síðan í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á Hellisheiði og stal þar af ferðamönnum. Um þá lýsingu má lesa annars staðar á vefsíðunni.

Lákastígur

Varða við Lákastíg.

Þegar gengin hafði verið 2/3 af leiðinni um Gamla veg var komið að gatnamótum Skógarvegar. Í örnefnaslýsingu segir að “á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hvorir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða. Sanddalir eru neðan og suðaustan við Lágaskarð og mætti ætla að um sömu leið væri að ræða, en hér mun sennilega verið átt við leið „frá Hjallahverfi um Kálfabergsstíg, Káfadali, Hálsa, Vegarbrekkur, Lakadal, Stóradal, á þjóðveg í Hveradölum.” Skógarvegur liggur hins vegar til suðurs af Hellisheiðavegi og niður að Hjalla um Stóradal og Háaleiti suðaustan undir Skálafelli (verður genginn síðar).

Skógargata

Skógargatan.

Í örnefnalýsingu 1703 segir að “upp á Hverahlíð er Skálafell, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarssonar, fyrsta landnámamanns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma á víkur. Skógarmannavegurinn austan Skálafells er frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig nefnd Suðurferðagata, milli Háaleita, við Hlíðarhorn, – á þjóðveginn á Hellisheiði vestan við Loftið (40 km steininn).” Nefndur steinn er við Skógarveginn, eða Skógarmannaveginn, skammt sunnan núverandi þjóðvegar.

Frá þessum gömu gatnamótum sést vel niður að Kömbum sem og yfir Ölfusið allt – í góðu skyggni.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Bæjarbókasafn Ölfuss.

Reykjafellsrétt

Reykjafellsrétt í Dauðadal.