Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1928 birtist eftirfarandi um kirkjubyggingu í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram um horfna selstöðu í Víkurholti:
Reykjavik 229
Hin fyrsta kirkja í Vík á Seltjarnarnesi fjekk stórgjafir – Tryggvi pórhallason forsætisráðherra skrifar: “Þegar kirkja var reist hjer í Reykjavík — Vík á Seltjarnarnesi sem lengi var kölluð — þá hlúði sóknarfólkið að henni með stórgjöfum: Kornakrar voru henni gefnir í örfirisey og Akurey, reki á Kirkjusandi og víðar, skógur og selstaða í Víkurholti, sem nú mun kallað Skólavörðuholt og jörðin Sel, og fjölmarga ágæta gripi, skrúða og bækur átti kirkjan. Voru þá þó aðrar kirkjur á næstu grösum, svo sem á Nesi, Engey og Laugarnesi, auk hins mikla klausturs í Viðey. Á þeim tímum var allmikill hluti jarðarinnar Víkur seldur fyrir smájörð norður í Akrahreppi í Skagafirði. Nú er hjer höfuðstaður Íslands, sóknarfólkið hundruðum sinnum fleira en þá. Liggur öllum í augum uppi nauðsyn nýrrar kirkju og eins hitt hversu ljett átak væri fyrir sóknarbúa nú að reisa og hlúa að nýrri kirkju að einhverju leyti í líkingu við það sem gert var á fyrri tíð.” Undir þetta ritar Tryggvi Þórhallsson.
Oskjuhlid-225Víkurkirkja var kirkja í Reykjavík, líklega frá upphafi kristni á Íslandi þar til Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 1796. Elstu heimildir sem nefna kirkjuna eru kirknatal Páls Jónssonar frá um 1200 og elsti máldagi hennar er frá 1379. Kirkjan var torfkirkja sem stóð í Kvosinni á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis í miðjum kirkjugarðinum gegnt Víkurbænum.
Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1397 stendur skrifað, „að Jónskirkja í Vík eigi Víkurholt með skóg og selstöðu.”
Hákon Bjarnason vill meina að Víkurholt hafi verið þar sem nú er Öskjuhlíð með vísan til leifa Víkursels sem þar er að finna.

Heimildir:
-Morgunblaðið, “Við þurfum að byggja nýja kirkju, ummæli 16 Reykvíkinga um kirkjubyggingarmálið”, 24. des. 1928, bls. 5.
-Wikipedia.
-Morgunblaðið, “Skógræktin í Öskjuhlíð”, Hákon Bjarnason, 7. janúar, 1979, bls. 10.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.