Rjúpnadalir

Rölt var um Rúpnadali.

Bláfjöll

Á gangi um Bláfjöll.

Gengið var frá skarðinu á milli Selfjalls og Sandfells (af línuveginum) inn með Sandfelli, undir Rjúpnadalahnjúkum, um Rjúpnadali á Bláfjallaveg. Á leið um skarð yfir lágan háls, sást greinileg gata sniðhallt niður af hálsinum að austanverðu. Ósennilega er um fjárgötu að ræða því að gatan virtist vera upphlaðin. Þegar þetta var skoðað nánar virtist móta fyrir götu upp á hnjúkana, í stefnu á Rauðuhnjúka. Hugsanlega hafa lausríðandi eða gangandi menn á suðurleið stytt sér leið með því fara með Bláfjöllum að norðan/vestanverðu og á Heiðarveginn í stað þess að fara norður og austur fyrir fjöllin? Þessi leið er styst ef fara á í Selvog frá t.d. Mosfellssveit eða Kjalarnesi og þá af Vesturlandi – kortsett.
Verður skoðað betur á næstunni. Frábært veður – logn og sól.

Rjúpnadalir

Í Rjúpnadölum.