Herdísarvíkurbjarg

Gengið var um Herdísarvíkurberg frá Herdísarvík, eftir Háabergi og yfir á Eystri-Bergsenda þar sem það mætir Krýsuvíkurbergi.

Keflavík

Herdísarvíkurbjarg við Keflavík.

Á leiðinni voru skoðaðar hina fjölbreyttustu bergmyndanir, magnþrungið afl sjávar, sérstakur gróður og fuglalíf. Komið var við í Keflavík. Frá henni vestanverðri liggur rekagata til Krýsuvíkur. Þá var komið við í fjárskjólunum í Fjárskjólshrauni og í Krýsuvíkurhrauni (Arngrímshelli/-Gvendarhelli). Hvorutveggja eru merkirlegir fulltrúar slíkra á Reykjanesskaganum.
Austanvert bergið við Rauðhól er um 5 m.y.s., Háaberg er hæstum 35 m.y.s. og austanvert Krýsuvíkurbergið er um 46 m.y.s.
Frábært veður. Gengnir voru 15 km og tók gangan 4 klst og 4 mín.

Herdísarvíkurbjarg

Í Herdísarvíkurbjargi.