Lyklafell

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: “Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.

Lyklafellsvegir-2211. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.
4. Frá Kolviðarhói að Fóelluvötnum norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km.  Alls 77 km. (Talið vera nálægt 35 km á milli byggða)
Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla ,vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.
Brúin yfir Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaár nokkru síðar.
(Lyklafellsvegir-225Í lýsingu afa míns  Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti er sagt að leiðin liggi sunnan Elliðakots og hjá Vilborgakoti).

 Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll- Reykjavík.
Frá Kolviðarhóli yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi).
Frá Húsmúla yfir Norður-Velli að Bolaöldum ofan Sandskeiðs.
Frá Bolaöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.
Frá Lyklafelli,fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.
Frá Vörðuhólum (Vörðhólum ?) um Urðarlágar,norðan Helgutjarnar og Selvatns.
Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.
Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.
Frá Sólheimahvammstjörnum um HofLyklafellsvegir-224mannaflatir.
Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.
Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.
Frá Rauðavatni að Elliðaám.
Frá Elliðaám til Reykjavíkur.
Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31 október 1943.

“Ég hef verið að skoða leiðina frá norðurenda Lyklafells að Djúpadal og eru götur greinilegar nánast alla leiðina. Gengið var frá vörðu við norðurenda Lyklafells þar sem leiðir um Dyradal og Vallaöldu (Hellisheiði-Láskarð-Þrengsli) greinast í leiðir að Elliðakoti og Miðdal. Gatan er nokkuð auðrakin norður og upp að hól með vörðu en þar greinast leiðir og fer önnur sunnan og vestan við hann að lágum klettum (Klettabelti) og er þá Klakkur að ég held á hægri hönd, stakur klettur og myndast vik um hann með valllendisgróðri í botni.
Ef haldið er áfram Lyklafellsvegir-223vestur með Klettabeltinu skiptist gatan aftur og liggur önnur gatan beint í gegnum skarð í Klettabeltinu en hin gatan liggur til vinstri og liggur vestur  fyrir klettanna. Göturnar koma svo saman aftur við tjarnir sem þar eru og greinast síðan aftur þegar komið er fram á brúnir að norðanverðu og liggur þá önnur í átt að Árnakróki en hin til hægri í átt að Vörðuhóli niður brekkur þangað til komið er að miklum og djúpum götum sem liggja í stefnu frá Klakk í átt að Vörðuhóli. Er þá varða á hægri hönd á norðurbrún Klettabeltis. Næst er komið að rafmagnsgirðingu sem umlíkur höfuðborgar-svæðið og er ekkert hlið á henni en í vor var ekki straumur á henni og príla lá flöt rétt vestar með girðingunni en ef ekki er hægt að komast yfir verður að fara upp á Nesjavallaveg eða vestur spöl með girðingunni í þeirri von að príla sem er um kílómetra vestar á girðingunni uppaf Árnakrók sé í lagi.
Lyklafellsvegir-226Segjum að hægt sé að komast yfir girðinguna og liggur þá leiðin undir Vörðuhól með vörðu á kolli og þaðan niður í Vörðuhólsdal og síðan um Urðarlágar. Síðan upp úr Urðarlágum um sumarbústaðarland og upp og undir Nesjavallaveg við Helgutjörn sem þornar upp á sumrin. Gatan sést norðan við heitavatnspípuna á kafla en hverfur svo undir Nesjavallaveginn, línuveg og ljósleiðara en með góðum vilja má finna götur að Efri Djúpadal. Síðan skiptast leiðir ein liggur utan í Hríshöfða í átt að Sólheimatjörn. Önnur beint yfir Miðdalsmýri og Miðdalslæk og hjá Lynghól og sameinast þær á Hofmannaflöt og þaðan um Skyggnisdal? með Hrossabrekkum með Hrossabrekkuhæð á vinstri hönd og síðan í Almannadal. Öll leiðin hefur verið greiðfær og um gróið land að mestu og ekki yfir neinar ár að fara frá Lyklafelli.
Ef við förum aftur að gatnamótunum við hólinn með vörðuna sunnan Klakks þá liggur gata austan við hólinn og stefnir að tveim vörðum sem eru á öldu sem gengur austur úr Klettabeltinu upp í Tjarnarhóla.

Lyklafellsvegir-227

Slöður er í ölduna við vörðurnar og liggur gatan þar yfir og eru þá þrjár tjarnir á hægri hönd og frístandandi klettastapi með þrem vörðum þar norðar og liggur gata þangað og áfram.
Úr slöðrinu liggur gata til vinstri um skarð í klettunum sem sameinast svo öðrum götum yfir Klettabeltið. Varða er þar á hægri hönd og steinn á steini framundan þar sem Klettabeltið ber hæst. Aftur að slöðrinu. Gata liggur beint áfram vestan við tjarnirnar um skarð í klettunum og um gróinn mel og hverfur gatan þar á kafla en þegar komið er fram á brúnir sést gatan þar aftur greinilega í grónu landi og erum við þá komin þar sem göturnar koma samaní lýsingunni á götunni sem fyrst var lýst.
Frá Klakk eru götur beint yfir  Klettabeltið að melnum. Einnig er hægt er að fara norður með Klettabeltinu og er þá komið á götuna við rafmagnsgirðinguna. Sannast hér að hver fer sína leið.
Greinileg gata liggur af Elliakotsleiðinni frá brú á sprungu beint niður í Árnakrók og hefur verið rekstrarleið til Árnakróksréttar en gata liggur áfram yfir Urðarlágarlæk en hverfur þar undir bílveg.” 

Jón Svanþórsson.