Í Hamri árið 1950 er m.a. fjallað um „Gufugos í Krýsuvík – Hagnýtingarmöguleikar gufunnar„:
„Eins og lesendum blaðsins er kunnugt af fréttum þá fékkst feiknamikið gufugos úr borholu, sem Rafveita Hafnarfjarðar var að láta gera í Seltúni í Krýsuvík.
Holan er um 230 m. djúp og 8“ víð og samkvæmt lauslegri áætlun er gufumagnið talið um 50 tonn á klst. Boruninni hefur Valgarð Thoroddsen stjórnað, en en verkið hafa unnið Guðmundur Jónsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Í þessu tilefni þykir blaðinu rétt að rekja nokkuð sögu hitarannsókna og jarðborana í Krýsuvík.
Fyrstu jarðboranir vegna rannsókna á hita voru framkvæmdar undir stjórn Steinþórs heitins Sigurðssonar haustið 1941 og 1942 samkv. ósk Hafnarfjarðarbæjar. Þá voru boraðar 3 mjög grannar rannsóknarholur niður við Kleifarvatn á sprungulínu, sem talin var frá Austurengjahver niður að hver við suðurenda Kleifarvatns. Þessar borholur gáfu ekkert gos, en gáfu hinsvegar nokkra vitneskju um jarðlagamyndun á svæðinu.
Síðan var engin borun framkvæmd í Krýsuvík þar til sumarið 1945, að Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri gerði um það tillögu til bæjarráðs að hafizt yrði handa um frekari rannsókn og borun á jarðhitasvæði Krýsuvíkur aðallega með tilliti til raforkuvinnslu og að fyrst í stað yrðu teknir á leigu borar en síðar festi Hafnarfj.bær kaup á jarðbor til að geta annast sjálfur boranirnar.
Bæjarráð féllst einhuga á tillögu rafveitustjóra og var þá fyrst Rafmagnseftirlit ríkisins fengið til að bora. Var þá byrjað að bora við Austurengjahver en aðstæður voru þar mjög erfiðar og borunin bar ekki tilætlaðan árangur.
Þá var borinn fluttur niður að Seltúni og boraðar þar 2 holur og gaf önnur þeirra allmyndarlegt vatnsgos, sem þó síðar hjaðnaði niður. Hin holan gaf gufugos, en vegna þess hve holan var grönn stíflaðist hún fljótlega bæði af hruni inn í holunni svo og af efnum úr gufunni, sem féllu út á veggi hennar. Um þetta leyti var ákveðið að bæjarsjóður festi kaup á jarðbor frá Svíþjóð af gerð, sem nefndur er fallbor. En þeir borar sem hingað til voru notaðir voru snúningsborar og hafði reynst töluverð festuhætta með þeirri gerð.
Með fallbornum var hinsvegar minni hætta á festu auk þess, sem mögulegt var með honum að bora margfalt víðari holur fyrir svipað verð borvéla og með svipuðu vélaafli. Gallinn við fallbora var þó að vísu sá, að erfitt var að ná upp sýnishornum af þeim jarðlögum, sem borað var í gegnum, því efnið kemur upp mulið sem sandur, og ennfremur eru þeir seinvirkari heldur en snúningsborar.
Meðan beðið var eftir bornum var Ólafur Jóhannsson fenginn til að bora vegna fyrirhugaðar garðyrkjustöðvar. Hann boraði 3 holur og gaf ein þeirra stöðina gufugos, og er sú gufa notuð ennþá til hitunar íbúðarhúss garðyrkjumanna.
Fyrsta verkefni borvélar bæjarins var að bora holu fyrir væntanlega gróðrarstöð. Var borað í þeim tilgangi niður í 120 m. dýpi en ekkert gos fékkst úr þeirri holu. Með þeim tækjum, sem fylgdu hinni sænsku borvél, reyndist ekki mögulegt að bora dýpra og stafaði það aðallega af ófullkomnum tækjum, sem fylgdu henni til að ná frá botni efni því, sem boraðist upp. Síðan hafa verið smíðuð hér slík tæki, eftir amerískri fyrirmynd, sem reynst hafa sæmilega.
Rafmagnseftirlit ríkisins var fengið til að dýpka þessa holu með snúningsbor, því gert var ráð fyrir að gos myndi fást, ef dýpra væri borað. Það bar þó ekki tilætlaðan árangur því borkróna festist og varð því að hætta með við þá holu.
Næst var byrjað að bora í Seltúni með fallbornum og hann látinn bora upp stíflu í hinni grönnu holu, sem þar hafði verið boruð áður með snúningsbor rafmagnseftirlitsins.
Hola þessi gaf þá gos að nýju en sýnt þótti að nauðsynlegt vlæri að bora verulega víðari holu en áður hafði verið gert.
Rafmagnseftirlitið var fengið að bora áfram fyrir gróðarstöðina og voru borðaðar 2 grannar holur, af þeim stífaðist önnur fljótlega og var boruð upp með höggbornum síðar en hin gaf töluvert gufugos.
Gróðurhúsin eru nú hituð upp með gufu frá Hveradölum, en vegna stækkunar þeirra, sem nú stendur yfir, er verið að byrja á nýrri holu þar með fallbornum, sem verður töluvert víðari heldur en þær holur, sem áður hafa verið borðaðar fyrir gróðrastöðina. Þessi hola verður í efstu jarðlögum og boruð 12″ víð en grennist vegna margfaldrar fórðunar, væntanlega niður í 6″. Búast má við gosi það áður en komið er niður í 150 m dýpi.
Aðalverkefni höggborsins hefur verið í Seltúni. Þar hafa verið borðaðar víðustu holurnar og tekin upp sú nýbreytni hér á landi að hætti jarðborana eftir gufu á Ítalíu að fóðra holurnar að innan með járnrörum. Þetta er gert með þeim hætti, að fyrst er settur t.d. 16″ járnhólkur í afsta jarðlagið, síðan er borað niður í um 20 m. dýpi og sett 14″ rör þar niður. Þá er norað um 50 m. niður í því röri og niður úr því og settar þar 12″ pípur, í 100 m. dýpi 10″ rör og eftir aðstæðum reynt að fóðra enn dýpra niður með röri, sem gengur innan í síðustu fóðrun.
Hver af þessum fóðringum þarf að ná upp að yfirborði jarðar, og háfa á þeim 2 lokur fyrir lóðrétt og lárétt útstreymi, strax og líkindi eru til þess að gufugos geti komið. Meðan á borun stendur, er holan ávallt höfð full af vatni. Efnið, sem úr holunni borast er náð upp með sogdælu, sem hangir í vír og rennt er niður í holuna. Þessar sogdælur eru smíðaðar hér eins og áður er um getið.
Hinn sænski fallbor reyndist fljótlega of veikbyggður fyrir borun í mjög djúpum og víðum holum og hefur honum verið breytt og hann lagfærður á ýmsa lund.
Árangur borananna í Seltúni er flestum kunnur af blaðaskrifum í sambandi við síðustu atburði, sem þar hafa gerzt.
Hagnýtingarmöguleikur þess hita, sem þarna kemur úr jörð geta verið margvíslegir. Fyrst og fremst hefur verið hugsað um raforkuvinnslu. Að sjálfsögðu er mögulegt að nota þennan hita til hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, en það kemur þó fljótlega í ljós að kostnaður við slíkt fyrirtæki mundi verða það mikill, að telja má að hann verði ofviða ekki stærra bæjarfélagi en Hafnarfirði. Ef miðað er við kostnað við hitaveitu Reykjavíkur og miðað við núverandi verðlag, myndi slíkt fyrirtæki kosta tugi millj. kr. Hitaorkuna mætti einnig nota á ýmsan hátt í iðnaði og til eymingar. Svo inniheldur jarðgufan ýmis efni, sem athugandi er hvort arðvænlegt sé að vinna úr henni, svo sem kolsýru, vatnsefni, ammoníak o.fl.
Erlendis hefur jarðgufa hvergi verið hagnýtt í stórum stíl, nema á Ítalíu. Þar hefur frá því um aldamótin verið unnin gufa úr jörð og var í byrjun nær eingöngu hugsað um efnavinnslu. Síðar með aukinni bortækni og auknu gufumagni hefur þessi starfsemi aðallega beinzt að því að nota jarðgufuna til raforkuframleiðslu.
Í héraðinu Larderello í Toscana á Ítalíu var árið 1948 í notkun 5 raforkuver rekin með jarðgufu. Það stærsta þessara orkuvera var 84 þús. kw. en hið minnsta 3500 kw. en samtals voru þau það ár 137 þús. kw. Það ár var í byggingu nýtt orkuver, sem nú mun sennilega hafa tekið til starfa en það átti að vera 150 þús. kw. Svo að samtals eru þarna nú jarðgufuraforkuver tæplega 300 þús. kw.

Krýsuvík – jarðbor HS Orku í Krýsuvík árið 2025. HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 og var fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið. Markmið rannsóknanna er að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef sú verður niðurstaðan er þess vænst að svæðið nýtist vel til heitavatns- og raforkuframleiðslu til framtíðar.
Til samanburðar má geta þess, að Sogsvirkjunin, Elliðaárstöðin og varastöðin eru til samans 25 þús. kw.
Til þess að fá það mikla gufumagn, sem nauðsynlegt er í slíkar stórvirkjanir hafa Ítalirnir þurft að bora djúpar holur. Þeir hafa borað í meira en 1000 m. dýpi, en hafa nýlega tekið í notkun nýja borvél, sem þeir gera ráð fyrir að geti borað niður í 2—3 þús. m. Slíkar borvélar eru mjög dýrar í innkaupi og rekstri. Innkaupsverð svo afkastamikillar vélar mun vera nokkuð innan við 2 millj. króna.
Stærsta borhola, sem boruð hefur verið í Larderello gaf af sér 220 tonn af gufu á klst. en eins og áður er getið fékkst við lauslega mælingu að gosið sem braust út í Krýsuvík fyrra þriðjudag sé um 50 tonn á klst.
Næst liggur fyrir að gera nákvæmar mælingar á magni gufunnar, hitastigi, rakastigi hennar lofttegundum og efnainnihaldi þeirra. Slíkar mælingar þarf að gera við og við um nokkurt tímabil og mun síðan að loknum þeim rannsóknum verða teknir til athugunar og gerðar áætlanir um þá hagnýtingarmöguleika, sem til greina koma.“
Heimild:
-Hamar, 21. tbl. 22.09.1950, Gufugos í Krýsuvík, bls. 3.






























































































