Nes

Eftirfarandi frásögn um kirkjur við Nes á Seltjarnarnesi birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1995:
„Einn dag í lok júní árið 1791 var Hannes Finnsson Skálholtsbiskup á vísitasíuferð í Nes-22Seltjarnarneshreppi og hinum nýja kaupstað Reykjavík, sem aðeins var tæplega fimm ára. Biskup hafði verið í Laugarnesi og skoðað þar kirkju, skoðað framkvæmdirnar við Reykjavíkurkirkjuna nýju, sem nú átti að verða dómkirkja landsins. Þeim framkvæmdum miðaði svo hægt, að veggirnir voru ekki komnir upp að þakbrún, þó að liðin væru nú tvö ár frá því að þær hófust. Vorið hafði verið svo kalt, að frost fór ekki úr jörðu um sumarið. Það voru því víða forarvilpur á leið biskups og sveina hans fram á Nesið að læknissetrinu. Hannes biskup hafði haft spurnir af því, að þar á staðnum væri fyrir 6 árum risin ágæt ný kirkja og hann vissi einnig að þeir konunglegu embættismenn, sem þar bjuggu, hðfðu verið örlátir í gjöfum sínum til byggingar þessa góða guðshúss.
Neskirkja hin nýja var í 8 stafgólfum, öll gerð af timbri, en fram af henni var klukknaport, sem átti fáa sína líka og bar það hæst, þegar menn komu að staðnum. Það var litlu minna að formi en kirkjan sjálf, þrjár hæðir og toppur upp af, alls vel á 16. alin á hæð.

Nes-8

Uppi á klukknaportinu blasti við vindhani, úthöggvinn í kopar og sat á járnstöng, sem þrjár kúlur eða smáhnettir voru festir við. Inni í portinu var stigi til þess að ganga upp í neðstu etagu portsins og þaðan frá annar laus til þess að stíga hærra. Fyrir portinu voru vængjahurðir á hjörum með skrá, lykli og sterkum, löngum járnkrókum og lykkjum til að skorða hurðarvængina með, þegar þeir stóðu opnir.
Í ársreikningum fyrir 1790 sá biskup, að kirkjan hafði enn tekjur af þriðjungi heimalands í Nesi og af jörðunum Bakka og Bygggarði svo sem verið hafði frá því um daga Vilchins biskups að minnsta kosti. Hún hafði einnig tekjur af ljóstollum og legkaup hafði verið greitt fyrir 3 fullorðna og 9 börn á þessu ári. Tekjustofnar kirkjunnar voru því traustir sem fyrr, en hún hafði safnað nokkrum skuldum vegna byggingar nýju kirkjunnar. Þá hafði ekkert komið á reikning kirkjunnar vegna byggingar klukknaportsins, heldur var hann að öllu leyti reistur á kostnað sóknarfólksins. Portið kostaði 79 rd. og 52 sk. og af því greiddi Björn Jónsson apótekari helminginn. Skuldir kirkjunnar námu alls um 200 ríkisdölum.
Nes-24Eftir að hafa litið yfir reikningana lá næst fyrir að ganga til kirkju og skoða hana að innan. Og hér sýndist allt í góðu ástandi. Kirkjudyrnar voru með stórri panelhurð á hjörum og annarri minni að innan. Í framkirkjunni var fjalagólf á öllum gangveginum en hellulagt til hliðar undir þversætunum, sem voru 9 að sunnan og 10 að norðan, öll með bekkjum, bríkum og þverslám. Allbjart var í kirkjunni, því að á framkirkjunni eru 3 gluggar á hvora hlið með sex rúðum hver og uppi yfir hverjum þeirra er annar minni með fjórum rúðum hver. Milli kirkju og kórs gat að líta hálfþil með pílárum yfír og á því dyr með súluformuðum dyrastöfum, allt málað. Þegar horft var yfir hálfþilið blasti altarið við og var það gert af panelverki með gráður fyrir og grindverki í kring. Yfir altarinu var prédikunarstóll, einnig af panelverki, málaður og gylltur og með himni yfir.

LOK KIRKJUHALDS Í NESI

Nes

Nesstofa 1925, Fyrir framan húsið er frúin í Nesi, Kristín Ólafsdóttir, dóttir hennar Ásta Guðmundsdóttir (1895-1976), sonur Kristínar, Einar Guðmundsson skipstjóri (1891-1971) og Tryggve Bergström (1922-2012) sem var sonur dóttur hennar Guðrúnar Guðmundsdóttur (1893-1988) og sænska þingmannsins Karl Bergström (1888-1965).

Í kórnum voru 4 gluggar, tveir á hvora hlið. Innan af kórnum var skrúðhús í einu stafgólfi og lágu úr því dyr út til norðurs, en glergluggi var til hliðar með 4 rúðum. Biskup sá, að hálfþil, altari og prédikuarstóll höfðu verið í gömlu kirkjunni og fleira hafði verið notað úr henni.
Biskup gat séð af eldri vísitasíum, að kirkjan hafði verið allvel búin skrauti og skrúða og var það flest á sínum stað. Sumt hafði verið endurbætt frá síðustu vísitasíu eins og yfirdekkið á prédikunarstólsröndinni, sem danska yfirsetukonan hafði látið lagfæra á sinn kostnað. Frá síðustu vísitasíu hafði kirkjunni svo bætzt ágætur gripur, skírnarfontur með himni yfir, ágætt snikkaraverk og fylgdi útskorin dúfa. Þennan grip hafði velgjörðarmaður kirkjunnar, Björn Jónsson apótekari, gefið henni.
Síðasta verk Hannesar biskups í Nesi þennan júnídag 1791 var að skoða kirkjugarðinn og þar gat hann fundið að við sóknarbörnin, því að þau höfðu vanrækt að halda honum við og var veggur hans allur fallinn nema til vesturáttar og í útsuður, þar sem hann var nýuppbyggður af steini. Setti biskup sóknarmönnum það verk fyrir næstu Jónsmessu, að byggja upp kirkjugarðinn sómasamlega og hótaði sektum, ef ekki yrði að gert. Lauk svo þessari vísitasíu og þar með síðustu opinberu heimsókn biskups á hinn forna kirkjustað í Nesi við Seltjörn.

ELDRI KIRKJUR í NESI
Nes-9Í kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skálholti frá því um 1200 er fyrst getið um kirkju í Nesi við Seltjörn og var hún helguð heilögum Nikulási. Kirkjan var prestsskyldarkirkja sem kallað var, en það þykir sýna, að Nes hafi verið í tölu stórbýla og kirkjan þá væntanlega átt einhverjar eignir, e.t.v. þriðjung úr landi Ness eins og hún átti samkvæmt fyrsta máldaga hennar, sem kunnur er, en það er Vilchinsmáldagi frá 1397. Nes var að fornu talin 120 hundraða jörð. Afar lítið má ráða af máldaganum frá 1397 um kirkjubygginguna í Nesi í lok 14. aldar. Þar er aðeins talað um tvo glerglugga á henni og hinn þriðja, sem sé brotinn. Hörður Ágústsson telur gluggafjöldann benda til þess, að kirkjan í Nesi þá hafi verið timburkirkja. Það vekur athygli, að samkvæmt þessum eina máldaga, sem til er úr kaþólskum sið, hefur Neskirkja verið mun auðugri að jörðum en kirkjan í Reykjavík. Þykir það benda til þess, að lengi hafi mun ríkari höfðingjar búið að Nesi en í Vík.
Í fyrstu máldagabók, sem til er í Skálholtsbiskups-dæmi eftir siðaskipti, og kennd er við Gísla biskup Jónsson, kemur fram, að jarðeignir kirkjunnar í Nesi eru hinar sömu og voru fyrir siðaskiptin. Hins vegar vekur athygli, að Neskirkja virðist nú fátæk orðin af skrúða og áhöldum (ornamenta og instrumenta). Aðeins eru nefnd fern messuklæði, tveir kaleikar og tvö altarisklæði.

Nes

Nesstofa 2015.

Kirkjan í Vík var í lok 16. aldar orðin auðugri af þessum lausu munum en Neskirkja. Við þetta vakna ýmsar spurningar eins þær, hvort Nes hafi orðið sérlega hart úti við eignaupptöku siðaskiptanna. Brynjólfur Sveinsson var biskup í Skálholti á 17. öld og hann vísiteraði kirkjuna í Nesi fjórum sinnum. Nes var þá restssetur og þar bjó séra Stefán Hallkelsson. Kirkjunni er svo lýst 1642, að hún sé stæðileg að máttarviðum í 6 stafgólfum, en vafalaust hefur hún að mestu verið úr torfi og grjóti. Tuttugu árum seinna var meistari Brynjólfur enn á ferðinni í Nesi og nú voru þau umskipti orðin, að séra Stefán Hallkelsson var andaður, en ekkja hans, Úlfhildur Jónsdóttir, hafði ábúð á jörðinni. Í vísitasíugerðinni kemur fram, að séra Stefán hafi látið byggja kirkjuna upp „sterka og stæðilega“. Segir biskup, að svo myndarlega hafi verið að uppbyggingunni staðið, að kirkjan sé fremur skuldug erfingjum séra Stefáns en þeir henni. Úlfhildur bætti síðan um betur árið 1675 og lét stækka kirkjuna og endurbyggja. Þórður biskup Þorláksson segir í vísitasíu sinni 1678, að kirkjan hafi fyrir þremur árum verið „uppsmíðuð af nýjum viðum og góðum kostum uppá kostnað Úlfhildar Jónsdóttur“. Þessari nýuppsmíðuðu kirkju er svo lýst, að hún sé í átta stafgólfum og hafi verið stækkuð um tvö. Má vera að kirkjan hafi verið svonefnd útbrotakirkja, en þær voru mjög fáar í landinu.
Utan að sjá hefur Úlfhildarkirkja verið stæðileg, því að sagt er, að grjótveggir hafi verið utan um hana „uppað miðjum hliðum allt annað torflaust“. Þá er þess getið, að vindskeiðar hafi sett svip sinn á húsið „bak og fyrir“.
Nes-10Árið 1703 var margt manna í Nesi. Þar bjó þá sýslumaðurinn Jón Eyjólfsson og hafði mikið umleikis. Ekki færri en 12 hjáleigur voru þá í byggð í Neslandi. Þetta ár manntalsins fræga vísiteraði Jón Vídalín Nes og segir um kirkjuna, að hún sé stæðilegt hús en „nokkuð tilgengin suður“. Næstu áratugi hrakaði kirkjunni smám saman og kemur þetta glöggt fram í hverri vísitasíunni á fætur annarri. Fyrsta heimsókn biskups í Nes, eftir að staðurinn varð landlæknissetur, var árið 1769, en þá var Finnur Jónsson á ferðinni. Sér þess stað í því, áð Bjarni Pálsson landlæknir hefur gefið kirkjunni skírnarfat úr messing „vel sæmilegt“ og einnig Þorláksbiblíu í sæmilegu bandi. Annars er hann nú ábúandi í Nesi og því umsjónarmaður kirkjunnar. Segir biskup, að hann verði að láta endurbæta syðri kirkjuvegginn, sem nú sé að falli kominn.
Árið 1780 var Hannes Finnsson orðinn biskup í Skálholti. Hann vísiteraði Nes í ágúst þetta ár og kallar reyndar staðinn Læknisnes í vísitasíugerð sinni. Nú var Bjarni Pálsson dáinn, en nýr landlæknir var ekki tekinn við. Hins vegar var kominn apótekari í Nes, Björn Jónsson, og hann er sagður hafa gefið kirkjunni brauð og ljósmeti. Þá segir einnig frá því, að danska yfirsetukonan, mad. Margarete Cathrine Magnussen, hafi „þessu guðshúsi til prýði gefið … skírnarvatnskönnu af eingelsku tini“.

Torfkirkja

Torfkirkja.

Það kemur því greinilega fram, að kirkjan í Nesi hafði fengið góða styrktarmenn í embættisfólkinu á staðnum. Og fleiri höfðu styrkt hana síðustu árin, því að Hans Klog, kaupmaður í Vestmannaeyjum, hafði gefið málaða altaristöflu prýðilega með 2 colonner. Hannes biskup taldi upp það, sem kirkjunni hafði verið gefið og var auðvitað ánægður með það. En hann var ekki eins ánægður með ástand kirkjunnar sjálfrar, Úlfhildarkirkju frá 1675. Um það segir hann: „Húsið er víða gallað og aungvan vegin stæðilegt, hallt að veggjum,“ og hann bætir við, að það þurfi að „uppbyggjast“ svo stórt er hæfi söfnuðinum. Þá er hann einnig óánægður með ástand kirkjugarðsins og segir, að veggir
hans séu víða gjörfallnir. Við þetta bætist, að garðurinn sé of lítill „handa sóknarinnar
framliðnum til greftrunar“ og þurfi að víkka hann út á næstunni. Þetta var skrifað um kirkju og kirkjugarð árið 1780. Nú er ekki nákvæmlega vitað um viðbrögð safnaðarins við þessum áminningum biskups, en árið eftir, 1781, tók Jón Sveinsson við embætti landlæknis. Hann og Björn Jónsson apótekari urðu fjárhaldsmenn kirkjunnar og þeir höfðu forystu um að reisa nýja kirkju í Nesi, þá sem kölluð var einhver prýðilegasta kirkja í Skálholtsstifti og áður var fjallað var um.

Nes-11Síðasta kirkja í Nesi, timburkirkjan góða, ein af fáum timburkirkjum á landinu, stóð aðeins í 14 ár, 1785-1799, og var síðustu tvö árin rúin helgi og að líkindum gripum sínum. Til þess að finna skýringar á þessu, verður að leita allt aftur til ársins 1784. Þá hrundu byggingar í Skálholti í jarðskjálfta og ákveðið var að flytja biskupsstól og skóla þaðan. Áðurnefndur biskup, Hannes Finnsson, bjó þó áfram í Skálholti til dauðadags 1796, en gert var ráð fyrir því, að biskup kæmi til með að búa í Reykjavík eða nágrenni. Því var ákveðið, að Reykjavíkurkirkja yrði dómkirkja, en hún var eigna- og tekjulítil kirkja og því þróaðist sú hugmynd hjá Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni og Hannesi Finnssyni biskupi að leggja niður kirkjurnar í Laugarnesi og Nesi og láta eignir þeirra og tekjur af sóknarbörnum renna til dómkirkjunnar í Reykjavík. Sá var þó munur á þessum kirkjustóðum, að í Laugarnesi var gömul kirkja, komin að falli en í Nesi var ný kirkja. Það er 1793, sem þessi hugmynd kemur fram og í bréfi biskups til stiftamtmanns 5. september það ár segir, að leggja beri Laugarneskirkju niður og svo stutt sé á milli Neskirkju og dómkirkjunnar í Reykjavík, að hætta megi helgihaldi í Nesi. Segir biskup, að stiftamtmaður megi ráða ferðinni í þessu máli. Ekki verður vart mikilla bréfaskrifta um þetta mál næstu ár, en þó lætur Magnús Stephensen í það skína í Minnisvérðum tíðindum að íbúar í Nesi og aðrir hafi haft uppi einhver mótmæli. Á það ber raunar að líta, að Jón Sveinsson landlæknir hafði nokkru fyrr komið fram með þá hugmynd, að eignir Neskirkju rynnu til spítalahalds þar og Nesbúar sæktu kirkju í Reykjavík.

Timburkirkja

Timburkirkja.

Ákvörðunin um lok kirkjuhalds í Nesi kom í formi konungsbréfs 26. mai 1797. Þar sagði, að Neskirkja á Seltjarnarnesi skuli afleggjast. Húsið skuli selja á uppboði og skuld kirkjunnar borgast af andvirðinu, en það sem umfram verði skuli leggjast til Reykjavíkurdómkirkju. Skrúði og áhöld kirkjunnar skuli gefin næstu fátækum kirkjum eftir ákvörðun biskups, en þá var Geir Vídalín, sem reyndar bjó á Lambastöðum, orðinn biskup. Sérstaklega er tekið fram, að klukkur kirkjunnar skuli selja á uppboði og andvirði þeirra renna til hjálpar fátækustu prestaköllum í stiftinu. Eignir Neskirkju og gjöld renni til dómkirkjunnar sem og sóknarmenn allir.
Ekki leið langur tími, þangað til farið var að framkvæma þetta konungsbréf og hefur síðasta guðsþjónustan væntanlega verið haldin í Neskirkju um mitt sumar 1797, því að 14. ágúst þetta ár var kirkjan seld á uppboði í Reykjavík. Það var Sigurður Pétursson sýslumaður og skáld, sem bauð upp tvær kirkjur þennan dag, því að hann seldi bæði Laugarneskirkju og Neskirkju. Fyrrnefnda kirkjan seldist á aðeins 17 ríkisdali og 56 skildinga, en Neskirkja á 125 ríkisdali og 48 skildinga. Það var Magnús Ormsson lyfjafræðingur og frá 1798 apótekari í Nesi, sem keypti kirkjuna. Skuld hennar við fjárhaldsmennina Jón Sveinsson og Björn Jónsson var þá 91 ríkisdalur og 72 skildingar og fengu þeir það fé greitt, en afgangurinn, 33 ríkisdalir og 72 skildingar, rann til dómkirkjunnar í Reykjavík, eins og mælt var fyrir um í konungsbréfi. Sigurður Pétursson afhenti fjárhaldsmönnum dómkirkjunnar þessa peninga. Hvergi er getið um uppboð á klukkum kirkjunnar og ekki verður séð, hvað orðið hefur um skrúða hennar og áhöld.

Seltjarnarnes

Nes og Neskirkja fyrrum.

En hvað ætlaði Magnús Ormsson sér með kirkjuna? Þetta er ekki ljóst, en gott timbur mátti auðvitað nota til margs. Hins vegar er þess getið í bréfum Magnúsar og Jóns Sveinssonar til stiftamtmanns um lyfjamál í ágúst 1798, ári eftir að kirkjan var seld, að hún hafi verið notuð til þess að þurrka lækningajurtir fyrir apótekið.
En nú leið aðeins tæpt hálft ár, þar til æðri máttarvöld bundu enda á niðurlægingu Neskirkju við Seltjörn og það með eftirminnilegum hætti. Þetta gerðist aðfaranótt 9. janúar 1799, en þá brast á ofsaveður fyrst á landsunnan en síðan á útsunnan. Í þessu svokallaða Bátsendaveðri urðu gífurlegar skemmdir af völdum sjávarflóða og tvær kirkjur fuku, Hvalsneskirkja og Neskirkja, sem er sögð hafa fokið í heilu lagi af grunni sínum og dreifðist brakið viða um Framnesið. Það er óneitanlega dálítið skrítið, að það er fyrst tveimur dögum eftir veðrið mikla, 9. janúar, sem Ólafur Stefánsson stiftamtmaður í Viðey sezt niður og skrifar yfirvöldum í Kaupmannahöfn um það, að búið sé að framkvæma þann vilja þeirra að selja Neskirkju. Hitt er svo annað mál, að auðvitað voru það íslenzk yfirvöld, Ólafur sjálfur og biskuparnir Hannes Finnsson og Geir Vídalín, sem réðu því, að þetta ágæta guðshús var selt og lenti síðan í niðurníðslu.

EFTIRMÁLI
Nes-12Nú skortir aðeins tæp tvö ár í það, að 200 ár séu liðin frá því að síðast var messað kirkjunni í Nesi við Seltjörn. Eftir að hún var horfin, fóru Nesbúar að sjálfsögðu að sækja messur til Reykjavíkur og Seltirningar áttu þar lengi sæti í sóknarnefndum. Þeir héldu þó um hríð tryggð við kirkjugarð sinn í Nesi og voru menn greftraðir þar að minnsta kosti til 1813. Meðal þeirra, sem bornir voru þar til grafar, eftir að helgihaldi lauk í Nesi, var Björn Jónsson apótekari, velgerðarmaður kirkjunnar. Hann var jarðsettur í Neskirkjugarði í október 1798. Er hann er í kirkjubók sagður hafa verið „góður maður og guðhræddur“ og því bætt við með nokkurri lotningu, að hann hafi verið „fyrsti Apótekari
Íslendinga“.
Eftir því sem leið á 19. öld hefur fyrnzt yfir minjar um Nes sem kirkjustað. Árið 1890 segir Jónas Jónassen landlæknir, að kirkjugarðurinn gamli sé orðinn að kálgarði. Þegar að því dró um 1975, að í Nesi yrði safnsvæði helgað læknisfræði og lyfjafræði, vissu fróðustu menn, eins og Jón Steffensen prófessor og velgjörðarmaður Ness, ekki um staðsetningu síðustu kirkjunnar þar eða umfang kirkjugarðsins, þar sem forvígismenn þessara fræða beggja á Íslandi, Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn og Björn Jónsson, „fyrsti Apótekari Íslendinga“, liggja grafnir. Vitað er, að Bjarni Pálsson var grafinn innan við kirkjudyr í síðustu kirkjunni í Nesi. Auðvelt er því að merkja og kynna
legstað hans, ef síðasta kirkjustæðið fyndist.

Nes

Nes – loftmynd; fornleifaskráning.
Kirkjugarðurinn í Nesi er á austanverðum bæjarhólnum. Um 1890 er sagt að mestallur gamli kirkjugarðurinn sé kálgarður og sagt að þar undir ætti að leynast steinhleðslan sem kirkjan var reist á (sbr. Seltirningabók). Stærstur hluti hans er inni á lóðinni Neströð 7, vestan við húsið sem á henni stendur. Grafir komu í ljós við SV-horn þess húss þegar tekið var fyrir grunni þess. Hluti garðsins er einnig undir Neströð og hlaði sunnan við Lyfjafræðisafn. Grafir komu í ljós á tveimur stöðum meðfram Neströð þegar grafið var fyrir leiðslum 1979 og einnig var grafið niður á kistur í vesturjaðri garðsins við rannsókn 1995. Mögulegt er að garðurinn hafi færst til norðurs með tímanum en grafir gæti verið að finna allt frá norðurmörkum lóðarinnar Nesbala 34 og norður að suðurhlið Lyfjafræðisafns, en vestan við húsið á Neströð 7 og austan við línu 30 m austan við Nesstofu. Lengi mátti sjá móta fyrir kirkjutóft á yfirborði fast vestan við lóðamörk Nestraðar 7 . Á 10. áratug 20. aldar keyptu lóðareigendur Nestraðar 7 spildu vestan við þáverandi lóðamörk og við það lenti kirkjutóftin innanlóðar á Neströð. Á yfirborði má enn sjá móta óljóst fyrir kirkjutóft í norðvesturhorni lóðarinnar Nestraðar 7. Tóftin snýr austur-vestur og sýnist vera 6×4 m.

Til þess að leggja traustari grunn að minjasvæðinu í Nesi, gekkst Rótarýklúbbur Seltjarnarness fyrir því, með stuðningi bæjarsjóðs Seltjarnarness og Læknafélags Íslands, að reyna með nýtízku aðferðum að finna kirkjustæðið. Klúbburinn hugðist síðan merkja það og láta umfang kirkjugarðsins koma fram með viðeigandi hætti. Minningu kirkjuhalds í Nesi og kirkjuhaldara þar úr hópi lækna og apótekara yrði því haldið á loft.
Vorið 1994 fékk Rótarýklúbburinn fyrirtækið Línuhönnun til þess að framkvæma þessa rannsókn með svokallaðri jarðsjá, en sérfræðingar í notkun hennar eru Þorgeir Helgason jarðfræðingur og Sigurjón Páll Ísaksson mælingamaður. Er skemmst frá því að segja, að rannsókn þeirra félaga leiddi til mjög ákveðinnar niðurstöðu um staðsetningu síðustu kirkjunnar í Nesi og sterkra ábendinga um umfang kirkjugarðs. Vakti rannsókn þessi töluverða athygli og þótti gefa vonir um, að jarðsjárrannsóknir mundu framvegis hjálpa fornleifafræðingum til þess að komast á sporið til frekari kannana á fornum minjasvæðum víðs vegar um land. Í framhaldi af þessu veitti bæjarsjóður Seltjarnarness fjármunum til þess að vinna að fornleifarannsóknum í Nesi og þá m.a. að því að athuga þann stað, þar sem jarðsjárrannsóknin benti til, að undirstöður síðustu kirkjunnar væru og þar með legstaður fyrsta landlæknisins. Þessi staður reyndist vera inni á einkalóð.
En nú bar ýmislegt til tíðinda. Áhugi fornleifafræðinganna reyndist takmarkaður á þessu verkefni, enda virðist algengt nú um stundir, þeirra á meðal, að ekki megi leita að einhverju ákveðnu, heldur eigi fræðimenn í þessari stétt ávallt að koma að óplægðum akri, ef svo mætti segja.
Rothöggið á framhald leitarinnar að kirkjustæðinu í Nesi kom svo með þeim hætti, að landeigandi neitaði um leyfi til þess að grafa könnunarskurð inni á lóð sinni og bætti síðan um betur með því að flytja til grjótgarð einn gamlan og þar með girða kirkjustæðið og legstað fyrsta landlæknisins frá safnasvæðinu í Nesi. Hvorttveggja er þannig nú í einkaeign og almenningi óaðgengilegt.“
Grein þessi er að hluta áður birt í Seltirningabók.
Þessa dagana (jan. 2012) er verið að „endurgera“ svonefnda Þorláksbúð í Skálholti. Ef sanngirnis væri gætt mætti vel hugsa sér að endurgera Úlfhildarkirkju sem og nokkrar tugi annarra sambærilegra á landinu, ekki síður merkilegar.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, Heimir Þoreifsson, 18. des. 1995, bls. 40-41.
-Kristín Halla Baldvinsdóttir, Búseta í Nesi 1760-1900. Miðlun rannsókna (Seltjarnarnes, 2009).
-Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Fornleifarannsókn við Nesstofu 1989 Þjóðminjasafn 1989.
-Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, Uppmælingar á fornleifum við bæjarhólinn á Nesi á Seltjarnarnesi vegna deiliskipulags á vestursvæðunum  Náttúrustofa Vestfjarða NV nr. 02-10 (mars 2010).
-Þorgeir S. Helgason og Sigurjón Páll Ísaksson, Kirkjan í Nesi við Seltjörn. Jarðsjármælingar austan Nesstofu og yfir hringa í túni (Reykjavík, 1994).
-Fornleifaskráning Seltjarnarness 2006.
Seltjarnarnes

Stóri-Hamradalur

Gengið var um Stóra-Hamradal og upp í Litla-Hamradal þar norður af. Upp úr honum var gengið til norðvesturs upp á Núpshlíðarháls og síðan eftir hálsinum ofan við Hraunssel, um Selsvallafjall og Grænavatnseggjar ofan við Grænavatn og niður að Spákonuvatni, Sogadal og staðnæmst við Sogagíg við rætur Trölladyngju ofan Höskuldarvalla.

Stóri-Hamradalur

Stóri-Hamradalur.

Í Stóra-Hamradal er hár hamraveggur, misgengi. Dalurinn hefur sigið, en ofan af brúnum gjárveggjarins hefur síðan runnið nýrra þunnfljótandi hraun úr gígunum ofan við Tófubruna. Sumsstaðar hefur það smurt veggina líkt og að vandaða múrhúðun sé um að ræða. Undir gjánni sunnarlega er hlaðin rúningsrétt.
Litli-Hamradalur virðist ekki jafn tilkomumikill og stóri bróðir hans, en dalurinn er allsléttur og getur verið mjög litskrúðugur í bjartviðri, einkum eftir rigningar. Gengið var á Núpshlíðarhálsinn upp úr norðurenda dalsins. Þegar komið var upp á brún blasti Höfði í suðvestri, Sandfell í vestri og Hraunssels-Vatnsfell í norðvestri.

Hraunssel

Hraunssel.

Niður undir hálsinum lá Hraunsselið, vel gróið. Út frá því liggja greinilegar gamlar götur, sem spillt hefur verið í seinni tíð með utanvegaakstri.
Hraunsel var sel frá Hrauni í Grindavík. Ofarlega í hlíðinni eru falleg litbrigði kulnaðra hverasvæða. Eftir að hafa staldrað við í grónum brekkunum ofan við selið var haldið áfram norður eftir hálsinum og útsýnið nýtt til hins ítrasta.

Selsvellir

Horft að Selsvöllum frá Trölladyngju.

Smátt og smátt fjarlægist Sandfell í blámóðuna að baki, Hraunsels-Vatnsfell og fleiri fell þokast hjá á vinstri hönd en Driffell, Keilir og Oddafell skýrast þá norðar dregur. Þegar komið er norðar kemur slétt graslendi Selsvalla í ljós. Af Selsvallafjalli má, ef vel er að gáð, sjá tóftir Grindavíkurseljanna suðvestanvert á völlunum sem og undir hlíðinni á þeim austanverðum. Selsvellir mynduðust með framburði lækja úr hálsinum.
Vellirnir eru eins og vin í eyðimörk, og hér var eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna.

Selsvellir

Sel við Selsvelli.

Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum. Syðst á austanverðum völlunum er svonefndar Kúalágar.
Norðan Selsvalla taka aftur við hraun, mosavaxin víðast hvar. Spölkorn vestan við Núpshlíðarháls, úti í hrauninu vestan Selsvalla að norðanverðu, er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann að hluta með umferð ökutækja. Hann er nyrsti gígurinn á gígaröð sem Afstapahraun er runnið úr. Það rann í norður og í sjó fram í Vatnsleysuvík, hjá Kúagerði, löngu eftir að land byggðist. Úr suðurhluta sprungunnar er Leggjabrjótshraun runnið, sem fyrr er nefnt.

Grænavatn

Grænavatn.

Frá Grænavatnseggjum er frábært útsýni niður að Grænavatni á hægri hönd og að Trölladyngju og Grænudyngju til norðurs. Dyngjurnar eru móbergshnjúkar (393 og 375 m.y.s). Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Þar er og mikill jarðhiti á ýmsum stöðum. Í Trölladyngju eru hverir og ummyndun samfelldust á skák sem nær austan frá Djúpavatni vestur á Oddafell. Hveravirkin er fremur dauf, tveir hverir upp við Sogin, gufur með smávegis brennisteini og hverasprengigígur neðan undir hálsinum og hitaskellur í Oddafelli. Sprengigígar og miklir gjallgígar eru á gossprungum þar sem þær liggja yfir ofannefnda A-V-skák.

Spákonuvatn

Spákonuvatn og Keilir.

Ummyndun er mest í Sogum þar sem stórt svæði er ummyndað í klessuleir. Þar eru stórir sprengigígar frá ísöld, og vatn í sumum. Djúpavatn er myndað á sama hátt.

Spákonuvatn birtist í einum gígnum á vinstri hönd. Fallegt útsýni er frá því yfir að Keili og umhverfi hans. Gengið var niður hin litskrúðugu Sog, um Sogadal og litið í Sogagíg þar sem selstóftir Sogasels voru skoðaðar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.utivist.is/utivist/greinar
-http://www.reykjanes.is/Um_Reykjanes/Fjoll/Trolladyngja/
-http://www.os.is/jardhiti/
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur.

Dyngjur-3

Dyngjur.

Kapella

Jochum Magnús Eggertsson (9. september 1896 – 23. febrúar 1966) var íslenskur rithöfundur og skáld, alþýðufræðimaður og skógræktarmaður, sem skrifaði jafnan undir höfundarnafninu „Skuggi“.
Skuggi-1Jochum las og rannsakaði allar galdraskræður og fornan fróðleik sem hann kom höndum yfir, og skrifaði meðal annars bókina Galdraskræðu, þar sem hann tók saman ýmsan fróðleik um galdra og galdrastafi. Hann sagðist líka hafa fundið galdrabókina Gullskinnu eða Gullbringu, sem getið er í þjóðsögum, en hún væri í rauninni ekki galdrabók, heldur frumgerð Landnámu og þar væri sögð saga fyrstu alda Íslandsbyggðar eins og hún væri raunverulega. Aldrei vildi Jochum þó sýna neinum Gullskinnu.
Margir telja að Landnáma hafi komið á undan Íslendingabók. Höfundur hennar voru Ari fróði og Kolskeggur hinn vitri.
Samkvæmt kenningum Jochums var Suðurland albyggt þegar landnámsmenn komu og var þar fyrir írskur þjóðflokkur sem naut andlegrar handleiðslu Krýsa (Chrysostomosa eða gullmunna) Skuggi-2og hafi það verið hluti launhelga sem voru til víða um Evrópu og allt suður til Krítar og Egyptalands. Höfuðstöðvar Krýsa voru samkvæmt kenningum Skugga í Krýsuvík. Hann hélt því fram að Krýsar og landnámsmenn hefðu í fyrstu búið saman í friði. Höfuðprestur Krýsa á elleftu öld var Kolskeggur vitri og hafði hann lærisveina sína og ritara á tveimur stöðum, í Krýsuvík, þar sem hann bjó sjálfur, og á Vífilsstöðum undir stjórn Jóns Kjarvalarsonar hins gamla, og voru alls 13 á hvorum stað að meðtöldum lærisveinum. Þeir voru jafnan hvítklæddir.
Þessir fræðimenn sköpuðu menningararf Íslendinga, segir Skuggi. Kolskeggur vitri kenndi Íslendingum að skrifa með latínuletri; hann orti sjálfur Hávamál og skrifaði margar Íslendingasagna, þar á meðal Njálu, Laxdælu, Hrafnkels sögu, Gunnlaugs sögu ormstungu og Bandamanna sögu. En höfðingjum þóttu Krýsar orðnir of voldugir og haustið 1054 söfnuðu þeir miklum her, brenndu Jón Kjarvalarson og menn hans inni á Vífilsstöðum og settust svo um Krýsuvík, sem þeim tókst loksins að vinna þrátt fyrir frækilega vörn. Kolskeggur komst undan á Brimfaxa, arabískum gæðingi, en náðist í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, þar sem hesturinn fótbrotnaði og Kolskeggur var felldur. Eftir þetta var Krýsum útrýmt.
Skuggi-3Mönnum stóð brátt ógn af þeim stað þar sem Kolskeggur hafði fallið og var þar reist kapella og hraunið síðan kallað Kapelluhraun. Hann var sagður galdramaður og djöfull og með tímanum umbreyttist nafn hans í Kölski. Kapellan var reist við fornu reiðgötuna í auðninni þar sem Kolskeggur var veginn; var á miðöldum kölluð „Kölskakapella“ eða „Kölska-kyrkja“. Nýtt hraun hefur runnið á hana og kaffært hana að nokkru leyti, en vegsummerki hennar sjást þó enn greinilega á hraunhryggnum og storkunni, austurgaflinn nokkurnveginn heillegur að innan og innganginn og fyllt hana þeim megin. Hraunið dregur síðan nafn af Kapellunni. Það fylgir fornu sögninni, að bein Kölska hafi verið geymd eða dysjuð þar í Kapellunni.
Fornar fræðibækur Krýsa voru bannaðar og kallaðar galdraskræður. Ari fróði var svo fenginn til að umskrifa söguna og afmá hlut Krýsa, en eftir hvarf þeirra varð nær algjör stöðnun í menningararfi og ritstörfum meðal Íslendinga. Síðustu leifar þessa stórbýlis [Krýsuvíkur] hafa varðveizt á undraverðan hátt, umkringdar og greiptar í hraunstorkuna og bíða þar grasi grónar eins og þær hafa gert síðastliðin 600 ár. Yngsta gólfskánin hefur því tíðindi að segja frá þeim tíma.
Þá má þess geta að í þjóðsögunum segir að Eiríkur galdraprestur í Selvogi hafi áskotnast Gullskinna þessi, en hann ákveðið að urða hana í Kálfsgili í Urðarfelli, enda um að ræða „mestu galdrabók allra tíma“.

Skuggi-4

Jochum var ættaður frá Skógum í Þorskafirði og var bróðursonur Matthíasar Jochumssonar skálds. Hann sendi frá sér allnokkurn fjölda bóka og ritlinga, bæði stuttar skáldsögur og smásögur, ljóð, þjóðlegan fróðleik og ritgerðir, og þykja mörg ritverk hans nokkuð sérstæð. Hann var einnig góður teiknari og skrautritari og hafði lært það af eldri bróður sínum, Samúel Eggertssyni kortagerðarmanni og skrautskrifara, sem ól hann upp að einhverju leyti. Jochum myndskreytti sumar bækur sínar og handskrifaði aðrar. Á meðal bóka hans má nefna Brísingamen Freyju, Syndir guðanna – þessar pólitísku, Viðskipta- og ástalífið í síldinni og Skammir.
Jochum keypti Skóga í Þorskafirði árið 1951, dvaldist þar meira og minna öll sumur eftir það og stundaði þar allnokkra skógrækt og gerði tilraunir með ræktun ýmissa trjátegunda. Hann var ókvæntur og barnlaus en arfleiddi Baháí-samfélagið á Íslandi að jörðinni eftir sinn dag.

Sjá meira HÉR.
Sjá einnig Brísingamen Freyju.

Heimildir
– (Jochum M. Eggertsson) Skuggi: Brísingamen Freyju: nokkrar greinar. Reykjavík, 1948.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Trönur

Í bæklingi ferðaþjónstunnar segir m.a.: „Suðvesturland nær sunnan frá Herdísarvík yfir allan Reykjanesskaga og inn að Botnsá í Hvalfirði. Í landshlutanum eru stærstu þéttbýlisstaðir á Íslandi og þar býr mikill meirihluti þjóðarinnar.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Hans Erik Minor 1788.

Suðurströnd Reykjanesskaga er lítt vogskorin og náttúrulegar hafnir því fáar. Víða ganga allhá björg í sjó fram, í þeim eru heimkynni fugla. Átta sjómílur suðvestur af Reykjanesi er Eldey, lítil móbergseyja, þar sem er þriðja mesta súlubyggð í heiminum. Rosmhvalanes, nú oftast nefnt Miðnes, heitir skaginn sem gengur norður frá Ósabotnum og er Garðskagi ysti hluti hans. Faxaflóaströndin er lág en á nokkrum stöðum ganga allhá björg í sjó fram, eins og t.d. Vogastapi. Reykjanesfjallgarður liggur eftir endilöngum skaganum. Hann er þakinn gróðursnauðum hraunum og land til ræktunar er lítið. Þar eru hvorki ár né lækir vegna þess að rigningarvatn hripar jafnóðum niður í hraunin. Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið, það er afrennslislaust ofanjarðar.

Sveifluháls

Sveifluháls – móbergsmyndanir.

Aðalbergtegund í fjöllum er móberg en grágrýtisbreiður eru á Miðnesi og í Vogastapa. Eldstöðvar eru margar og jarðhiti er mjög mikill á Reykjanesi, í Krísuvík og Svartsengi norðan Grindavíkur. Þaðan liggur hitaveita um öll Suðurnes og þaðan kemur heita vatnið í Bláa lónið sem er orðið einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Landið breytir um svip þegar Suðurnes eru að baki. Þá eykst gróður, einkum er gróðursælt þegar kemur norður um Kjalarnes og Kjós. Faxaflóaströndin er lág og vogskorin og víða eru hafnir frá náttúrunnar hendi. Álftanes, Seltjarnarnes og Kjalarnes ganga í sjó fram en milli þeirra eru firðir og vogar.

Esja

FERLIRsfélagar ganga á Esju,

Eldstöðvar eru nokkrar í Kjósarsýslu, berggrunnurinn hlóðst upp á ísöld og nútíma. Elsta eldstöðin var virk á Kjalarnessvæðinu fyrir um 2,5 milljónum ára. Um sunnanverða sýsluna er móberg aðalbergtegundin en blágrýti og líparít eru í Esju og nálægum fjöllum. Grágrýtisbreiður eru í nágrenni Reykjavíkur og uppi á Mosfellsheiði. Jarðhiti er mikill og eru mestu jarðhitasvæðin á Reykjum í Mosfellsbæ og í landi Reykjavíkur. Heitt vatn hefur lengi verið virkjað til að hita upp hús og til ylræktar.
Ár eru fáar og ekki vatnsmiklar. Mestar eru Elliðaár og Laxá í Kjós. Lax gengur í þær og ennfremur í Úlfarsá, Leirvogsá, Bugðu, Brynjudalsá og Botnsá.

Sjá má bæklinginn Reykjanes-bæklingur-II.

Esja

Esja – örnefnasjá.

Skreið

Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem til var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur. Skriðið heldur áfram við endurnýjun fiskjarins.

Skreið

Skreiðarhjallur.

Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.

Eldvörp

Eldvörp – undanskotageymslur Grindvíkinga á 18. öld.

Á harðindaárum 16. og 17. aldar beittu Grindvíkingar t.d. þeim brögðum að koma undan fiski Skálholtsstóls, sem þá átti nánast allar jarðir á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Íbúar Grindavíkur voru þá annað hvort leiguliðar eða þurrabúðafólk (tómthúsfólk).

Á 19. öld snerist nánst öll fiskverkun Hafnfirðinga um skreiða- og salfiskverkun. Trönuhjallar voru nánast hvert sem var um litið í ofanverðum hraununum…

HÉR má sjá myndir af fyrrum fiskhjöllunum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd 1958. Fiskhjallarnir virðast hvarvetna.

Skreið

Það var við hæfi að fara í sérstaka „Hjallaferð“ á föstudaginn langa. Föstur í kaþólskum sið voru helstu forsendurnar fyrir skreiðavinnslu og fiskútflutningi Íslendinga í gegnum aldirnar.

Skreið

Skreið í trönum.

Um langan tíma var hertur fiskur svo til eina útflutningsvaran. Á þeim tíma var fiskur þurrkaður á grjóti, hlöðnum grjótgörðum og byrgjum, auk þess sem sérstök verkhús voru á sumum stöðum. Verin gengdu þýðingarmiklu hlutverki við veiðar og verkun skreiðar. Í sumum þeirra, einkum á Snæfellsnesi, voru sérstakir hjallar (rekaviður milli hlaðinna stólpa). Á Reykjanesi eru nú einungis eftir fiskhjallar (trönur) á fáum stöðum, s.s. við Hafnarfjörð, Grindavík og Garð.

Haldið var í hjallana við Hafnarfjörð, gengið þar um og sagan rifjuð upp í tilefni dagsins. Í hjöllunum hanga nú þorskur, ufsi, ýsa, lýsa og langa, en áður fyrr var þar nær einvörðungu þorskur og hausar. Hausarnir nú virtust af öllum hugsanlegum fiskskepnum. Sumir hafa líklega hangið þarna lengi, aðrir voru nýkomnir.
Þurrkbyrgi á SelatöngumSkreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkunin er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur, öll önnur skreið er framleidd til útflutnings. Helstu markaðir fyrir skreið eru Ítalía og Nigería, auk nokkurra ríkja á vesturströnd Afríku.
Skreið hefur lengst af verið útiþurrkuð þar sem tveir fiskar eru spyrtir saman og hengdir upp í þar til gerðum fiskhjöllum og sól og vindur látin um þurrkunina. Nú getur þurrkun fisksins verið hvort heldur sem er, inniþurrkun – og er þá jarðhiti gjarnan nýttur til verkunarinnar.

Skreið

Skreið í hjalla.

Þessi hausaverkun getur verið mismunandi og helst hún gjarnan í hendur með því í hverskonar verkun bolur fiskins fer; haus m/klumbu, haus án klumbu og haus með hrygg.
Á miðöldum steig skreið mjög í verði á erlendum markaði. Þá reið mjög á því fyrir landsmenn að geta framleitt góða og vel verkaða skreið til sölu erlendis. Annmarkar voru á því, sérstaklega vegna rakans í sjávarloftinu. Eyjamenn tóku t.d. þá upp á að herða fisk á syllum í móbergshömrum, t.d. fiskhellum svokölluðum. En meira rými þurfti til. Eyjabúar fundu þá upp gerð fiskigarða. Hver jarðarvöllur (tvær jarðir) eignaðist afmarkað svæði, sem girt var hlöðnum grjótgarði til varnar sauðfé t.d., sem þá gekk í hundraðatali um alla Heimaey. Inni í gerðinu voru síðan hlaðnir reitir úr hraungrýti með bili á milli, svo að ekki þurfti að ganga á reitunum sjálfum (þurrkreitunum) meðan fiskurinn var breiddur til herzlu. En fleira var innan gerðisins en herzlureitirnir. Þarna var byggð kró úr hraungrýti, – hringmynduð kró, sem mjókkaði upp í toppinn svo að loka mátti henni með dálítilli steinhellu. Að baki krónni var reitur, kallaður kassareitur.
Annars staðar á landinu voru hlaðnir langir grjótgarðar og hlaðin grjótbyrgi, s.s. nálægt Grindavík og á Snæfellsnesi.
Oftast var fiskurinn hertur flattur, tekinn úr honum hryggurinn.
Þegar fiskurinn var fluttur í gerðið, ýmist borinn á baki eða reiddur á hesti. var hann settur í kös á kasarreitinn. Þar var hann látinn liggja, þar til byrjaði að slá í hann. Þá var hann breiddur á herzlureitina. Lágnaður fyrir herzlu þótti fiskurinn bragðbetri og mýkri. Eiga Norðmenn að hafa fundið upp þessa verkunarferð á miðöldum.

Skreið

Skreiðarhjallur.

Hálfharður var fiskurinn síðan settur inn í króna. Þar blés hann og fullharðnaði án þess að regn kæmist að honum. Loftstraumur lék um króna, þar sem hún var hlaðin upp úr hraungrýti með einföldum veggjum. Fyrir krónni var rimlahurð. Dyrnar voru lágar, svo að ganga varð hálfboginn um þær eða skríða nánast. Yfir dyragættinni var hvalbein, t.d. rifbein úr hval. Í krónni geymdist skreiðin vel. Þaðan var hún flutt á verzlunarskipið, þegar hún var seld til útflutnings, og þangað sóttu menn skreið til heimilisnota. Á Reyjanesi voru notuð steinhlaðin byrgi í sama tilgangi.
Líkan af vestmannaeyskum fiskigörðum gjörði Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ. Það er gjört eftir frásögn Jóns Jónssonar frá Brautarholti, síðast sjúkrahússráðsmaður þar í bæ. Hann var fæddur 1869 og mundi gerð síðasta fiskigarðsins, sem var rifinn um 1880, eða um svipað leyti og verstöðin á Selatöngum lagðist af.
Fiskbyrgi í Strýthólahrauni við GrindavíkHarðfiskur hefur fylgt landsmönnum allt frá upphafi byggðar og lengi framan af skipaði hann stóran sess í fæðunni, einkum til sveita þar sem ekki var mikið framboð af fersku sjávarmeti. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing er fróðlegur kafli um skreið og harðfisk. Þar segir að víða sé minnst á skreið í Íslendingasögum og má þar nefna skreiðarhlaðann á Fróðá í Eyrbyggju. Í Íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar frá lokum 16. aldar segir að næst á eftir mjólkurvörum og kjöti sé venjulegur fiskur stór hluti af fæðu Íslendinga. „Er hann þá fyrst hertur…

Skreið

Skreiðarhjallur á 19. öld – Gaimard.

Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við að vinna saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni – Uppdráttur ÓSÁ.

Sýningin er forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún er liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Í kringum Grindavík eru víða gamlir þurrkgarðar og byrgi, s.s. við Húsatóftir, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, í Slokahrauni, við Ísólfsskála og á Selatöngum. Í Herdísarvík má einnig enn sjá garða og leifar byrgja, en vegagerð hefur þegar skemmt hluta þeirra.
Um miðja átjándu öld voru fáeinir tugir báta gerðir út frá Reykjavík, mest tveggja manna för, og voru veiðarfærin nær eingöngu handfæri. Fiskurinn var að mestu leyti verkaður í skreið. Eftir 1800 stækkuðu fleyturnar og fjögurra og sex manna för urðu uppistaða bátaflotans.

Reykjavík

Reykjavík – tómthús 1890.

Í holtunum í kringum miðbæ Reykjavíkur og út frá honum meðfram sjónum mynduðust þyrpingar torfbæja þar sem tómthúsmennirnir bjuggu. Þeir höfðu lífsframfæri sitt af því að róa til fiskjar og af daglaunavinnu sem til féll. Upphaflega voru þeir sem bjuggu við sjávarsíðuna og höfðu ekki skepnur kallaðir tómthúsmenn, húsin þeirra voru talin tóm. Víða á Suðurnesjum var þetta fólk nefnt þurrabúðafólk. Fékk það að reisa hús (skjól) á jörðum formanna eða annarra góðviljaðra, sem síðan þróuðust í smábýli eða bæi. Dæmi um slík hús eru t.d. í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík – reyndar endurnýjuð síðan þá var.
Um 1820 var saltfiskur orðinn aðalútflutningsvaran frá Reykjavík og hafði það örvandi áhrif á þéttbýlismyndunina þar sem saltfiskverkun var frek á vinnuafl gagnstætt skreiðarverkun. (Sjá meira undir Skreið I).

Sjá einnig MYNDIR.
Sólstafir yfir Grindavík

Fornagata

Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið smáskrið um litlar fiskgöngur.

Þurrkgarðar í Slokahrauni við Grindavík

Það hefur verið svo frá fornöld, eins og Íslendingasögurnar sýna, að allt fram að síðustu aldamótum (skrifað 1928), að sérhver bóndi hefur kappkostað að afla sér nægrar skreiðar til heimilsneyslu. Raunar vissu menn þá ekkert um efnafræði- og vísindalegan hátt um gildi ósoðins matar eða um nein bætiefni. Ekki mun mönnum heldur hafa verið ljóst, hversu góð áhrif harðfisksátið hafði á tennurnar og þar af leiðandi á meltinguna og allt heilsufarið, en hitt fundu þeir af sjálfum sér, að skreiðin var ómissandi fæða. Hún var drjúgur matur, næringarmikill, saðsamur, þurfi litla matreiðslu og geymdist vel, enda var engin matvara eins eftirsótt og í öðru eins uppáhaldi og skreiðin. Það sýna – auk þess kostnaðar ferðir og öll fyrirhöfnin, sem lagt var í til að afla hennar  – ýmsar þjóðsagnir og þjóðtrú. Það var t.d. trú sumra manna, að ef ávallt væri til á heimilinu hertur ufsi, þá yrði aldrei fisklaust.

Harðfisakur

Verðandi harðfiskur; skreið…

Útilegumönnum uppi í afdölum og tröllunum í fjöllunum og krökkum þeirra var ekki unnt að veita meiri góðgerð en að gefa þeim að smakka harðan fisk, sem svo var oftast launar allríflega.
Því hefur verið haldið fram, að Íslendingar hafi fyrr á tímum notað harðfisk í brauðs stað, en það er ekki að öllu leyti rétt. Þeir höfðu nægilegan manndóm til að afla sér ýmissa fæðitegunda úr jurtaríkinu hérlenda og létu sér enga lægingu þykja að neyta þeirra.

Fornagata

Forn lestargata millum Selatanga og Selvogs.

Fulltíða karlmanni var skammtað í máltíð fjórði hluti af meðalþorski, en kvenfólki og unglingum minni fiskstykki og svo sem hnefafylli af sölvum eða bútur af hvannarót. Viðbitið var súrt smér, því nýtt smér var talið ódrýgra. Þeir, sem illt áttu með að tyggja harðan fisk, þó að hann væri lúbarinn, fengu hann bleyttan í sýru. Oft var roð, sporðar, uggar og þorskhausabein vandlega hreinsuð, látin saman við skyrsafnið á sumrin og skömmtuð svo á veturna með súrskyrinu, sem þar að auki var drýgt með skornu káli.

Skreið

Skreiðalest.

Allmiklir erfiðleikar voru á því að afla sér skreiðar fyrir þá, sem bjuggu fjarri fiskverunum. Til þess þurfti fyrst og fremst að takast á hendur löng og erfið ferðalög, hafa ráð á traustum hestum, vel útbúnum, og eiga nægan kaupeyri, ef skreiðinm var ekki afli útróðramanna frá heimilinu. Þessar ferðir voru kallaðar skreiðarferðir, og tímabilið, sem þær stóðu yfir, ásamt aðalkaupstaðarferðinni, hét lestirnar.
Þegar komið var að Jónsmessu – eða fyrr, ef vel áraði og nægilega var sprottið til þess, að góðir hagar væru á áfangastöðum – og hross komin í góð hold, var farið að búast til skreiðarferða. Var þá fyrst að aðgæta reiðinga og laga þá eftir þörfum. Venjulega voru það melreiðingar, sem notaðir voru í langferðir. Meljan var fóðruð
 innan með grófu vaðmáli, en að utan með skinni, og dýnur eins að autan. Í klyfberum voru ávallt leðuróla-móttök, og beisli úr taglhári með trétyppi á taumsendum með bú- eða fangamarki eigandans. Ef ekki voru tiltækir hestar þurfti að fá þá leigða. Kostaði hver hestur 20 fiska (1928).
TrönurHinn tiltekna dag var svo lagt af stað. Þá var farið úr hlaði og öruggt, að vel færi á hestunum, tók ferðamaðurinn ofan höfðufat sitt og las ferðabænina, faðirvor og signingu.
Vegir voru þá ekki annað en slitróttir götutroðnigar í ótal krókum. Eftir þeim var oftast farið. Þótti góðs viti, ef smáfugl trítlaði götuna á undan lestarmanni, og því betra því lengra. Má vera, að nafnið auðnutittlingur stafi af því.
Að austan var farið eftir Hafnarskeiði, yfir Selvogsheiði til Vosgósa, eða þangað beint af Hafnarskeiði um Sandamót, fyrir neðan heiðina. Fyrir vestan Vogsósa er Víðisandur, en fyrir vestan sandinn eru sléttar klappir (Hellisvörðustígur), merkilegar fyrir það, að í þær hafa myndast götur hverjar við aðra, líkt og á vallendisgrundum og eru svo djúpar, að sumsstaðar nemur fullvöxnum manni í kálfa. Þarna hefur eitilhörð klöppin slitnað svona undan margra alda hrossaganginum íslenska.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Vegurinn liggur framhjá Herdísarvík til Krýsuvíkur. Á þeirri leið er Sýslusteinn, sérstakur stór klettur. Þar eru sýsluskil Árness- og Gullbringusýslu. Skammt þaðan eru tvær vörður, er heita Krýs og Herdís. Eru það þær einu beinakerlingar á suðurleiðum. Voru skjallhvítar beinpípur hér og hvar á milli steinanna, og oftast í einhverri þeirra vísa, kveðin undir nafni kerlingarinnar um einhvern er ætla mátti, að færi um síðar. Ekki voru vísur þessar skrautritaðar, en þó allvel skiljanlegar. Flestar voru þær yfirgripsmeiri, nafnorð hipsurlausari og lýsingar allar miklu stórfelldari heldur en ætla má, að nútíðar snoðklipptar “frökenar” þyldu að heyra – jafnvel þótt sætkenndar væru. En gömlu mennirnir þoldu að heyra vísur þessar, þótti gaman að fá þær, og jafnvel meira sem þær voru mergjaðri.

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

Í Krýsuvík var síðasti áfangastaðurinn, áður en lagt væri á Suðurnes. Þar er fagurt og frjósamt, en oft vætusamt.
Frá Krýsuvík var svo haldið út yfir Krýsuvíkurhálsa. Var það vondur vegur, apalhraun og brattir móbergshálsar á milli.

Ein af hraunkvíslum þessum heitir Ögmundarhraun, og er það kennt við einhvern Ögmund, sem á að hafa rutt vegnefnuna gegnum hraunið. Leiði hans er sýnt austast í hrauninu. Um veginn í Ögmundarhrauni, eins og hann var þá og fyrr, er til þessi vísa:

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – dys Ögmundar.

“Eru í hrauni Ögmundar
ótalmargir þröskuldar,
gjótur bæði og grjótgarðar,
glamra þar við skeifurnar.”

Önnur hraunkvísl þar heitir Leggjabrjótur, og er það rétnefni. Þar sunnan við veginn niðri við sjóinn er hin forna fisksæla verstöð Selatangar, sem nú er fyrir löngu aflögð. Vestan til í hálsinum er allmerkilegur klettur. Er það sérstakur hraunstandur rétt við veginn.

Utan í honum eru þrjár hraunblöðrur, opnar að ofan til, oftast fullar af regnvatni og þannig settar, að hæð hinnar efstu svarar til þess, að vaxinn maður geti drukkið úr hanni standandi, en hestur úr þeirri í miðið og hundur úr hinni neðstu. Er víst um það, að þarna hefur margur fengið þráðan svaladrykk, enda heitir kletturinn Drykkarsteinn.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn.

Skammt frá Drykkjarsteini skiptust vegirnir suður á Suðrunes, Vogana og Vatnsleysuströndina. Í þau héruð var helst sótt til skreiðarkaupanna, því þar bjuggu stórbændur og útgerðarmenn miklir, er áttu mikið af skeið, er þeir létu til sveitamanna í vöruskiptum. Meðal hinna helstu manna voru þeir Einar Jónsson í Garðhúsum Í Grindavík og Sæmundur á Járngerðarstöðum, bróðir hans. Þá Guðmundarnir í Auðnum og í Landakoti og Lárus læknir Pálsson í Sjónarhóli.

Skreiðarlest

Skreiðarlest í Ögmundarhrauni.

Þegar komið var suður í þessi héruð, skiptu menn sér niður til skreiðarkaupanna. Flestir sveitabændur, sem búnir voru að kynna sig, áttu einhverja sérstaka skiptavini. Verslun milli manna var aðeins vöruskipti, en viðskiptavinirnir lögðu eigi kapp á að græða hver af öðrum, heldur einungis að fullnægja þörf hvers annars, svo sem þeim var auðið, og láta ekki hallast á sig um útlánin. Sveitabóndinn kom með smjör, tólg, skinn og hangið kjöt, en sjávarbóndinn lét skreið “upp á hestana”, hvort sem það nam vöru hins í það sinn eða ekki. Næsta haust sendi svo sveitabóndinn skiptavin sínum sláturfé eftir ástæðum.

Fiskhjallur

Fiskhjallur á Bala.

Fiskverðið var lagt til grundvallar þannig að smjör kom fyrir 20 fiska fjórðungurinn, tólg fyrir 10 fiska fjórðungurinn, hangikjöt fyrir 10 fiska fjórðungurinn, sauðskinn fyrir 5 fiska skinnið, kálfskinn fyrir 5 fiska skinnið og sauður fyrir 40 fiska lagsauður.
Best þótti, að það væri freðfiskur, en mjög var sóst eftir að fá rikling, sem naumast þekktist annars staðar en í Höfnum, en einnig hinn hjallþurrkaða ágæta haustfisk, sem helst fékkst í Garðinum og á Vatnsleysuströnd.
Eftirsóknin eftir þorskhausum byrjaði fyrst eftir að annað harðræði fór að verða ófáanlegt, þegar allur fiskur var saltaður.

Skreiðalest

Skreiðalest.

Þegar nóg skreið var fengin upp á lestina, annað hvort með kaupum eða hlutaafla, eð hvorutveggja, byrjaði hin þreytandi og erfiða vinna, er þessum ferðalögum fylgdi. Á meðan menn dvöldu á Suðurnesjum urðu þeir að flýta sér sem mest mátti verða, vegna gras- og vatnsleysis fyrir hrossin.
Lagt var á klyfjar þannig, að af harðfiski fóru um 60-70 í baggann, en af haustfiski fóru um 600 á hestinn, voru þær klyfjarnar vafðar netariði og kistubundnar, en af meðalþorskhausum fóru 120 í klyfið eða 240 á hestinn. Einstöku útróðrarmaður reif hausa sína áður en hann fór úr verinu, þannig að öll bein voru tekin úr hausunum, en allur fiskurinn hélt sér í heilu lagi, það hét að sekkrífa. Þurfti til þess sérstaka kunnáttu og var erfitt verk, en af þannig rifnum hausum fóru um 800 í sekk, sem var hæfilegur baggi.

Þegar allt var tilbúið, var lagt af stað heimleiðis. Nú var áríðandi að láta fara vel á, meðan klyfjar og reiðingar voru að jafna sig. Að því bjó síðan öll heimferðin.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – sæluhúsið 1844.

Á Kolviðarhóli hafði verið byggt svokallað sæluhús haustið 1843, af samskotum úr nærliggjandi héruðum, fyrir milligöngu Jóns bónda á Elliðavatni og fleiri. Hús þetta var kofi byggður úr torfi og grjóti og þakinn torfi. [Kannski ekki allskostar rétt]. Loft var í honum og á því nokkur flet til þess að liggja í. Niðri var húsið óskipt ætlað hestum. Naumast var hús þetta annað en nafnið. Á loftinu var allt skemmt, sem hægt var að skemma.
Ferðalög þessi voru ærið þreytandi, en svo fór einn góðviðrisdaginn, að ferðamenn sáu heim til sín. Kyrrt var yfir öllu, og frá heimilinu var sem legði undurþægilegan yl og eitthvað, sem byði ferðamanninn svo ástúðlega velkominn til hvíldar eftir ferðalagið. Það gat naumast hjá því farið þá, að hugur mannsins fylltist þakklæti fyrir handleiðsluna á ferðinni og lofgjörð fyrir að fá að vera kominn heim heill heilsu, og með bjargræði handa sér og sínum.
Sjá einnig MYNDIR.

 Heimild:
-Oddur Oddsson – Sagnir og þjóðhættir – 1941.

Trönur við Grindavík

Bláa lónið

Genginn var svonefndur „Bláalónshringur“, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli.

Bláa lónið

Bláalónshringur – forsíða.

Gangan var farin í framhaldi af útgáfu gönguleiðarbæklings undir yfirskriftinni „Bláalónshringur“. SJF og ÓSÁ unnu að bæklingnum með stuðningi Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Í bæklingnum er leiðinni umhverfis Bláa lónið lýst af allnokkrurri nákvæmni.

Í göngunni var komið við í Dýrfinnuhelli þar sem samnefnd kona úr Grindavík átti að hafa dulist með börn sín eftir að „Tyrkir“ réðust á Grindvíkinga að morgni 10. júní árið 1627 og rænt þaðan 15 manns.
Rifjuð var upp tilurð og aldur nálægra hrauna; Illahrauns, Bræðrahrauns og Blettahrauns áður en göngunni var framhaldið til austurs með norðanverður Þorbjarnarfelli, um Skjónabrekkur inn á Baðsvelli. Þar voru skoðaðar leifar af selstöðum Járngerðarstaðabænda fyrr á öldum og skógrækt Grindavíkurkvenfélags-kvenna frá 1950.
Loks var haldið yfir Illahraun, framhjá Svartsengisvirkjuninni að Bláa lóninu. Frábært veður.
Sjá má innihald annars ófáanlegs bæklingsins Bláalónshringur-bæklingur.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur.

 

 

Fuglavíkurstakkir
Í ferð með Sigurði K. Eiríkssyni í Norðurkoti III benti hann FERLIR á myndarlegan „grashól“ er bar við sjónarrönd í austri af gömlu kirkjugötunni (Efri-götu) skammt sunnan við Hóla (Dagmálahæð).
Neðri-StekkurSagði Sigurður þar efra vera svonefna Fuglavíkurstekki. Þá var ekkert aðhafst frekar í könnun á mannvirkjunum, en afráðið að gera það við fyrstu hentugleika. Það var gert daginn eftir.
Í örnefnalýsingu fyrir Fuglavík segir m.a. um Stekkina: „Rétt ofan við veginn er grjóthæð ílöng, sem heitir Dagmálahæð. Suður frá henni ofan við veg, Neðri-Stekkur og Efri-Stekkur.“
Það var því ekki eftir neinu að bíða. Stefnan var tekin af Stafnesvegi millum Fuglavíkur og Melabergs. Miðað við Markavörðuna á merkjum neðra gátu Stekkirnir verið nálægt mörkum jarðanna.

Efri-Stekkur

Skammt vestar eru leifar gamallar vegagerðar, líklega frá því skömmu eftir aldarmótin 1900. Götuleifunum var fylgt áleiðis upp holtið, en þegar þær enduðu var vikið til hægri og stefnan tekin á „grashólinn“. Áður en komið var að honum féll Neðri-Stekkur að fótum fram. Um var að ræða tvískiptar samvaxnar aflangar tóftir. Sú syðri var gróin, en sú nyrðri ekki. Í henni mátti sjá grjóthleðslur og op mót vestri. Hæð á veggjum voru um 0.6 m. Þar sem mannvirkið var byggt á klapparholti má telja líklegt að örnefnið rísi undir nafni.
Skammt ofar voru öllu meiri mannvirki – og reisulegri. Þarna er Efri-Stekkur. Við fyrstu sýn líkist hann fjárborg, en þegar að er komið reynast þar vera tvískipt aflöng mannvirki. Op eru mót suðvestri. Heillegar grjóthleðslur sjást enn í syðri tóftinni, einkum við opið. Grjótið er flatt. Við skoðun á nágrenninu var slíkt grjót ekki að finna í námunda. Það gæti hafa verið flutt þangað á sleðum að vetrarlagi. Óvíst er hvaðan úr heiðinni.

Vatnsbólið

Útsýni frá Stekkjunum er ágætt að Melabergi og Hvalsnesi. Norðan við Efri-Stekk er vatnsból milli klappa. Í því eru stórir steinar og á nokkrum þeirra litlar vörður, ekki nýlegar. Vatnsbólið þornar væntanlega upp þegar líða tekur á sumrin, en í vætutíð gæti þarna auðveldlega legið vatn um langan tíma.
Rásirnar neðanvert við Stekkina eru grónar og hafa eflaust verið góð skjól fyrrum. Götu var að greina áleiðis upp heiðina milli þeirra og Hóla. Vörður voru á klöppum. Hún var ekki rakin að þessu sinni, en verður skoðuð í samhengi fyrir leitina að Hvalsnesseljunum tveimur, sem eiga að hafa verið í heiðinni.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir:
-Sigurður K. Eiríksson í Norðurkoti III (f: 1929).
-Örnefnalýsingar fyrir Fuglavík.

Vörður

Gíslhellir

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út gönguleiðabæklinginn Árnastígur/Skipsstígur. Áður hafa komið út sambærilegir bæklingar fyrir Garðsstíg og Sandgerðisveg.
BæklingurUm bæklinginn segir m.a. á innkápu: „Árnastígur og Skipsstígur eru fornar þjóðleiðir milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Stígarnir eru víða markaðir í harða hraunhelluna. Aldur þeirra er óljós.
Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og Skipsstígs við gatnamót Nesvegar og Bláalónsvegar ofan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík. Leiðirnar koma saman ofan við Rauðamel og enda við Fitjar í Njarðvík.
Í opnu bæklingsins má 
sjá kort af leiðunum. Árnastígur liggur með Sundvörðuhrauni, um Eldvarpahraunin, misgengi Klifgjár að Þórðarfelli og Stapafelli að gatnamótum Skipsstígs. Skipsstígur hefst í norðurjaðri byggðakjarna Grindavíkur og liggur með Lágafelli, um Skipsstígshraun, með Illahrauni, yfir Eldvarpahraun, fram hjá hverasvæði við Lat, yfir Vörðugjá, um Gíslhellislágar, yfir Rauðamel og áfram áleiðis að Fitjum í Njarðvík.
Leiðarlýsingin í bæklingnum byggir m.a. á númeruðum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa haft forgöngu um að setja upp með gömlu þjóðleiðunum. Jafnframt hafa þau gefið út hnitsett myndkort, AF STAÐ, með helstu þjóðleiðum á Reykjanesskaga.
Gönguleiðirnar eru tiltölulega greiðfærar, að mestu á sléttu hrauni. Áætlaður tími, sem tekur að ganga Árnastíg að Skipsstíg, er um 4 klst. Vegalengdin er um 12 km. Skipsstígur er um 18 km langur og tekur gangan um 6 klst.
SJF og ÓSÁ unnu bæklinginn fyrir Ferðamálasamtökin og VF úlitshannaði og prentaði.
Sjá bæklinginn Árnastígur-bæklingur.

Grindavík

Grindavíkurleiðir fyrrum.