Dysjar – skilti

Dysjar

Við dysjar Krýsu og Herdísar við Herdísarvíkurgötuna undir Geithlíð, neðst í Kerlingadal,  er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Dysjar

Dysjar – skilti.

„Í þjóðsögum er talað um systurnar Herdísi og Krýsu sem bjuggu á bæjunum Herdísarvík og Krýsuvík. Þær áttu í illdeilum, m.a. um landamerki og veiðihlunnindi á svæðinu. Svo langt gengu þessi illindi að þær heittust við hvo aðra og lögðu á fiskveið sem áður hafði verið góð, hyrfi. Til átaka kom þeirra á milli sem enduðu með því að smali annarar lét lífið og þær báðar og samkvæmt þjóðsögunum er talið að þetta séu dyljar þeirra. Sagan er umvafin þjóðtrú og kyngimögnum sem og ýmsum ofurkröftum t.d. göldrum. Dysjar þeirra systra eru sunnan við götuna en smalinn í þeirri litlu norðan við.
Þessar dysjar eru friðlýstar minjar og gatan er friðuð og bannað að hreyfa við grjóti sem er í dysjunum.“

Dysjar

Dys Herdísar.