Eldborg – Mosar – Hálsagötur – skjól

Eldborg

Ætlunin var að ganga spölkorn eftir hinni gömlu og djúpt mörkuðu þjóðleið er lá eftir endilöngum Reykjanesskaganum um Mosa og framhjá Eldborg undir Trölladyngju. Skammt frá götunni leyndist m.a. skjól með mannvistarleifum (fyrirhleðslu) og e.t.v. einhverju fleira.

Hálsagötur - djúpt markaðar

Sesselja Guðmundsdóttir frá Brekku undir Vogastapa (Kvíguvogastapa) er mannakvenna fróðust um uppland Vatnsleysustrandar-hrepps. Fróðleikur hennar hefur m.a. birst í bók hennar „Örnefni og göngurleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi“ (1995), sem löngu er uppseld, en hefur nú verið endurútgefin (2007). Hún hefur m.a. skoðað Hálsagöturnar, þjóðleið til og frá Grindavík fyrr á öldum, sem og mögulegan „Selsvallaveg“ er gæti hafa verið hluti þeirra. Hún sendi eftirfarandi:
Í fundargerð sýslunefndar Gullbringusýslu frá árinu 1898 er beint spurningu til sýslumanns, hvort sýslunefndinni beri að halda við Selsvallavegi. Á þessum tíma voru nýleg lög um vegi og þeir skilgreindir í þeim eftir mikilvægi.  Þarna virðist eitthvað óljóst hver beri ábyrgð á Selsvallavegi, og Báruskjól í Eldborgarhraunieða hvort Landssjóður eigi að kosta hann.
Líklega er þarna um að ræða Hálsagötur sem Bj. Sæm. (1867-1940) kallar svo. Í Árbók FÍ. 1936 skrifar Bjarni:  ‘’Úr Víkinni [Grindavík] er farið’’ inn’’ í eða ‘’upp’’ í Fjall: Móhálsa …’’  ‘’… Af Krísuvíkurveginum er önnur leið ‘’inn í Fjall’’; er þá farið t.v. út af honum í Litla-Leirdal, inn með Bratthálsi, um Einihlíðasund, upp með Sandfelli sunnanverðu, yfir Skolahraun, yfir að Vesturhálsinum, og ’’ inn’’ Þrengslin, inn á Selsvelli. Þaðan má svo halda áfram inn með hálsinum, inn á Höskuldarvelli, undir Trölladyngju, fram hjá hinum lágvöxnu Lambafelllum, niður Dyngnahraun, og Almenning, niður á þjóðveginn nálægt Straum, eða fara niður hjá Keili, niður með Afstapahrauni á þjóðveginn innan við Vatnsleysu..’’  Þarna er Bjarni að fjalla um vegi um aldamótin og þá nálægt ártalinu úr sýlsunefndarfundargerðinni um Selsvallaveg.
Hér fjallar Bjarni um götu inn á Þrengslin og þá ruddu götuna sem er frekar nær Hraunsseli en Selsvallaseli en ekki þá með hófförunum sem vísar til Selsvallaselja. Spurning hvað hluti götunnar hefur verið kallaður Selsvallavegur?  Samkv. neðanverðum sýsluskjölum  er Selsvallavegur ekki þjóðvegur árið 1866 en einvher vafi um hann sem slíka árið 1898!  Reyndar skrýtið að enginn þjóðvegur er til frá Grindavík og inn úr samkv. þessu!  Virðist hafa gleymst!“
Hálsagötur - unnar að hlutaHálsagötur virðast hafa legið með Dyngjum og yfir Bergshálsinn en ekki með Oddafellinu við Hverinn eina. Og þá var ekki um annað að ræða en að halda enn og aftur af stað.
Gengið var frá Eldborg undir Trölladyngju eftir götu er gæti vel hafa verið hluti af fyrrgreindri Hálsagötuleið. Þegar komið var að Lambafellinu norðaustanverðu sást gatan þar sem hún liggur inn í hraunið til norðausturs. Þar virðist gatan hafa verið unnin á stuttum kafla, líklega með það fyrir augum að gera hana akfæra. Skammt austar eru gatnamót; annars vegar götu er liggur upp að norðanverðu Fíflvallafjalli og hins vegar þeirri götu er gengið hafði verið inn á. Gatamótin gætu verið tilkominn vegna sameiginlegra hagsmuna, en ekki einungis vegna þess að þarna hafi menn viljað geta beygt til öndverðra átta. Menn, sem komu frá Grindavík, höfðu t.a.m. engan hag af því að að beygja til hægri og feta götuna þaðan til Krýsuvíkur. Krýsvíkingar höfðu að sama skapi engan hag af því að fara þessa leið til Grindavíkur. Þarna fóru því annars vegar menn á leið til og frá Grindavík og hins vegar menn til og frá Krýsuvík um Hraunin og vestan þeirra.
Í leiðinni var skyggnst eftir „Báruskúta“ í Eldborgarhrauni austan Afstapahrauns, milli þess og Mosa. Hann kom fljótlega í ljós í hrauninu skammt ofan við Mosana. Fyrir skúta eru manngerð hleðsla. Þarna gætu refaskyttur eða hreindýraeftirförumenn hafa legið fyrrum.
Þá var komið niður á Mosana. Að þessu sinni var haldið til norðurs með vestanverðri hraunröndinni, inn fyrir Klöppuð HálsagataBöggukletta, að þeim stað er gatan er hvað mörkuðust í hraunklöppina norðan þeirrra. Ljóst er að þarna hefur verið mikið umferð um aldir.
Í bakaleiðinni var komið við í Bögguklettum. Um er að ræða einstaka klettastanda þars em sjá má hvernig nýrra hraun hefur runnið þunnfljótandi úr nýrra gosi yfir eldra hraun og smurt sig upp á sprungna klettarhæðaveggina. Síðan hefur hrauneðjan sjatnað og skilið eftir þunna skán á eldra berginu, sem enn má berja augum.
Þegar beinni götu hafði verið fylgt til baka yfir Mosana og upp á Eldborgarhraunið á nýjan leik, komu í ljós gatnamót nokkru norðan Lambafellsins. Sú gata var fetuð upp að ofanverðum hlíðum suðvestan Einihlíða. Gatan er mjög slétt og greiðfær á kafla, en torfærari annars staðar. Líklega er hér um að ræða „stytting“ kunnugra er leið áttu til og frá Krýsuvík til Hrauna vestan Garðahrepps (Hafnarfjarðar) og áður hefur verið lýst. Reikna má með að enn ein gatan geti leynst nokkru norðar og nær Einihlíðum, en góð og greinileg gata er austan þeirra. Liggur sú gata að Búðarvatnsstæðinu.
Í hraunum Reykjanesskagans eru mikil gatnakerfi frá liðnum öldum.
Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Þjóðskjalasafn Íslands. Sýsluskjöl Gullbr.sýslu. Vatnsleysustr.hr. Hreppsskjöl II. Þjóðvegir 1862-1870. (SG).

Bögguklettar

Bögguklettar.