Fornleifafræði – námið
Hafði á efri árum áhuga á að nema eitthvað umfram hið þekkta, t.d. fornleifafræði við Háskóla Íslands. Í ljós kom, á þeim tíma, að fyrir utanaðkomandi stóð hár veggur milli hins almenna samfélags og hins menntaða. Pantaði tíma hjá „námsráðgjafa“ HÍ innan við Háskólabókasafnið í von um tilsögn.
Til að gera langt mál stutt er rétt að geta þess að viðkomandi gat í engu gefið hlutaðeigandi hinn minnsta grun um í hverju námið fælist.
Ákvað samt sem áður að skrá mig í námið „fornleifafræði“ – dvaldi þar síðan í upplýstum tímum til þriggja ára, skrifaði BA-Ritgerð og útskrifaðist.
Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.
Skilyrði hæfniviðmiða fornleifanáms:

Vala garðarsdóttir – Kirkjugarður við Austurvöll, fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir 8639199, beinagrindur.
Geta sýnt fram á þekkingu á því laga- og stjórnsýslu umhverfi sem fornleifafræðin býr við á Íslandi.
Geti safnað saman heimildum sem tengjast fornleifafræði rannsóknarstaðar eða svæðis.
Geti skrifað rannsóknaráætlun fyrir vettvangsvinnu
Kunni að beita hinum ýmsu aðferðum sem beitt er við fjarkönnun á fornleifum.
Þekki lögmál um myndun jarð-/mannvistarlaga í fornleifafræði.
Geti beitt helstu uppgraftar- og skráningar aðferðum.
Kunni skil helstu aðferðum sem notaðar eru við úrvinnslu á uppgraftrargögnum.
Þegar upp er staðið snúast grundvallaatriðin bara um heilbrigða skynsemi að nokkrum mikilvægum grundvallarskoðunum loknum.
Heimild:
-https://hi.is/fornleifafraedi











