Frá Valahnúk til Seljabótar – Guðsteinn Einarsson II
Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax.
Draumurinn var á þá leið, að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá að gista á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um au, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.
Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin var leitað eftir öllum merkjum, tatoveringu, hringjum og öllu, sem sérkenndi þau og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búíð að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morgun, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Dramurinn var þannig að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafði frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þá í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilson.
Eitt fyrirbæri, sem sett var í samband við strand þetta, ætla eg og að geta um. Tveir ungir menn um tvítugt áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir stunduðu mikið fuglaveiðar og höfðu haft það fyrir sið að fara á báti út í áðurnefnda Flæðakletta á kvöldin, þegar tungsljós var, því á lagum sjó gat verið ládeyða inni í Vikinu fyrir innan klettana, þótt hafrót væri úti fyrir og fugl kom oft í var þar í rysjutíðarfari.
Þann vetur sem Alnaby strandaði, nokkru fyrir jólin, fóru menn þessir, sem oftar, út í Flæðakletta í s.v. -éljagangi. Er þeir höfðu verið nokkra stund úti á klettunum, heyra þeir hljóð eitthvert, að þeir héldu austur með Vörðunestanga. Þeir fóru að taka um hljóð þetta, hvað það hefði verið og hvort selir mundu geta hljóðað svona. Svo nokkru seinna heyrðu þeir aftur sama hljóðið, þá nokkru ær og snöggt um hærra og skýrarar. Aftur tóku þeir upp sama talið, hvort selir gætu virkilega hljóðað svona, en varla höfðu þeir sleppt þessu tali, en upphófst rétt hjá þeim, utan við klettana, eitt óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð, svo þeim fannst þeir vera umluktir mjög óhugnanlegum og skerandi hljóðöldum, en ekki mjög háum. Þegar þetta var afstaðið, stóðu þeir upp og flýttu sér að bátnum, hrundu honum á flot og reru í land. Höfðu þeir aldrei farið frá út í Flæðakletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var vitanlega sett í samband við Alnabystrandið og var kallað „náhljóð“.
[Þess má geta að klukkan fyrrnefnda í klukknaportinu í Staðarkirkjugarði, er frá þessu strandi, þrátt fyrir aðrar alhæfingar, enda er klukkan merkt togaranum].
Austur við Jónsbásakletta tekur við Jónsbás; þá koma Hvalvíkurklettar og Hvalvík. Það hefði og mátt segjast í sambandi við Alnaby-strandið, að enginn vissi, þegar skipið fór upp. Sá, sem fyrstu varð þess var, hét Björn, vinnumaður í Garðhúsum. hann var að ganga til kinda og er hann kom út í Hvalvík, sá hann þar rekald ýmislegt og þar á meðal dauðan mann. Nokkrar líkur þóttu til, að sá hefði verið með lífsmarki er á land kom, því hann hafði legið ofan við flæðamálið í öllum fötum, færður úr öðru stígvélinu og það legið við hliðina á honum; belgur hafði verið bundinn við hann. Nóttina áður hlaut þó skipið að hafa strandað, því um fjörurnar hafði verið farið daginn áður og ekkert verið þar þá.
Þá kemur Markhóll og er hann mörk milli Húsatófta og Járngerðarstaða; austan við Markhólinn er Katrínarvík, þá Sandvik. Í fjörunni fyrir neðan Sandvikið strandaði kútter Resolut, sem H.P.Duus átti, það mun hafa verið árið 1917, um miðjan október. Skipið var með flutning austur til Vestmannaeyjar, er þetta vildi til. Mannbjörg varð, og minnir mig, að það væri mikið þakað stýrimanninum, að hann hafi synt í land með taug, sem hinir komust svo eftir í land. Það þótti furðulegt, hversu vel tókst þarna með björgun, því skipið strandaði um nótt og á fjöru, í austanstormi, en brim er nú reyndar er alltaf á þessum slóðum. Fjaran þarna er skerjótt með lónum á milli, svo að það hljóta að hafa verið nokkrir örðugleikar að komast upp fjöruna, eftir að komið var upp í fyrstu skerin. En þetta komust þeir allt, án utanaðkomandi hjálpar, og komu til byggða að Járngerðarstöðum um morguninn. Það er svo önnur saga, sem kemur seinna, að þessi stýrimaður, sem svo vel gekk fram við björgunina, átti eftir að heilsa aftur upp á fjörurnar í Grindavík og þá sem skipstjóri.
Ekkert sérstakt er hægt að segja frá þessu strandi, en smáatburði langar mig þó að segja frá, sem þá líka sýnir, hvað vínið getur ofy létt upp gráan hversdagsleikann og skapað smá eða stóra viðburði, stundum alvarlega, en sem betur fer þó oftar þá, sem hægt er að hlæja að.
Eitthvað tveimur dögum eftir að Resolut strandaði voru nokkrir menn að bera ýmislegt dót upp úr fjörunni, tilheyrandi strandinu. Þar á meðal voru þrír kompásar. Svo slysalega tókst til, að glerið á einum þeirra brotnaði. Sá var nokkur stór, sennilega tekið 4-5 potta af spíritus. Þetta var á þeim góðu gömlu tímum, þegar ekki var banvæn ólyfjan á kompásnum. Í hópnum voru aðeins tveir menn, sem heitið gátu fullorðnir; hinir allir innan við tvítugt. Þeim fullorðnu fannst vitanlega, að þeir yrðu að taka að sér varðveislu spíritusins, enda gerðu þeir það; og annar fór þegar í gjá, sem þarna var skammt frá, að sækja vatn til að blanda. Þetta endaði svo þannig, að strákarnir urðu undir kvöldið að sækja hesta til að koma þeim fullorðnu til byggða. Og ekki gat nema annar setið á klárnum; þó snöggt um léttara yfir strákunum, þegar þeir komu með flutninginn, en körlunum, sem tóku að sér spíritusinn.
Fyrir austan Sandvikið koma Hásteina, næst Hellan og þá Malarendi. Austan við hann kemur lítil vík inn í landið, kallað Stórabót; í henni miðri er sker, sem verður að mestu á þurru um fjörur; það heitir Miðbótarklettur. Næsta örnefndi við Malarenda er Skyggnir. Þá er ásin; það er læmi, sem sjórinn rennur um á stórstraumsflóðum upp í Gerðavallabrunna. Fyrir austan Rásina er Ytri-Hestaklettur, þá Eystri-Hestaklettur, Kampur, Hvítisandur, Stakibakki og Litlabót. Á fjörum er Litlabót aðeins lón, sem rennur úr fram í sjó; það er kölluð Litlubótar-rás. Frá Litlubótar-rás og út að Ytri-Hestakletti eru miklar fjörur, sem fellur út af á lágum sjó, kallaður einu nafni „Flúðir“; á þeim eru þessi örnefni vestast; Stakabakagrót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Flúðirnar eru einn hinn annálaðasti strandstaður á öllum Grindavíkurfjörum, því á þessari 8-9 hundruð metra strandlengju hafa fimm skip strandað, sem vitað er um.
Árið 1899, í desember, strandaði þarna norskt vöruflutningaskip, „Rapit“. Var það með salt í lest og olíutunnur á dekki. Skip þetta hafði fengið mjög vont veður í hafi og hafði ýmist tapað tunnunum fyrir borð eða þær verið brotnar til að lægja sjói með olíunni, svo dekklestin var að mestu farin. Þegar skipið strandaði kom fljótlega gat á það og þannig fór saltið, án þess nokkru væri bjargað. Mannbjörg varð.
Einhverntíma á árinu 1900 strandaði þar togari, Engenes. Sá var eign hinnar svonefndu Vídalíns-útgerðar. Mannbjörg varð og ekkert, sem geymst hefir sögulegt við strandið.
Árið 1911, snemma í janúar strandaði þarna enskur togari, Varonil. Sá var talinn hafa „togað“ í land, þannig að hann hafi verið með vörpuna úti, er hann strandaði. Við þetta strand varð slys; drukknuðu þrír menn, eingöngu fyrir mistök, þannig, að þeir réðust í að setja út björgunarbát, sem voru tveir, en brim var nokkurt og tóku sjóirnir bátana hvorn á eftir öðrum. Hvolfdi þeim og slitnuðu frá skipinu. Í fyrri bátinn höfðu komist tveir menn, en einn í þann síðari. Þeir, sem eftir voru af skipshöfninni, svour svo kyrrir í skipinu, þar til morguninn eftir, að taug varð komið um borð, með því að láta belg reka með hana frá landi, svo hún náðist frá skipinu.
Vindur var n.a.ðstæður og stóð af landi, svo ekki var hægt að láta belg reka í land frá skipinu. Einhverja nasasjón virtust skipverjar hafa á útbúnaði til að draga menn í land af strönduðu skipi, því bjarghring höfðu þeir útbúið eins og björgunarstólarnir eru nú; og í honum eru þeir dregnir í land. Mennirnir voru dregnir nokkuð langt í sjó, og þar sem 10-13° frost var, voru þeir mjög kaldir og svo dofnir, að varla gat heitið að þeir bæru fæturna fyrir sig, þegar í land kom. En þarna var nægur mannafli til að taka á móti þeim, og fóru fjórir með hvern strandmann, leiddu eða hálfbáru heim að Járngerðarstöðum og Garðhúsum sem voru næstu bæir og einnig þeir, sem á þeim tíma höfðu mest húsrými. Mennirnir hresstust fljótlega, þegar þeir komu í hlýjuna, og vissi ég ekki til að þeim yrði ment af volkinu. Hinn 4. apríl 1926 strandaði svo þarna á Flúðunum togarinn Ása frá Reykjavík, eign Duus-verslunar. Það var sérstakt við þetta strand, að skipið var alveg nýtt eða svo, að aldrei hafði verið landað úr því afla; var að fara inn með fullfermi úr fyrstu veiðiferð, er það lenti þarna.
Á þessum tímum voru ekki komin tæki þau til björgunar, sem nú er, enda var erfitt að koma sambandi milli skips og lands, það var þá álandsvindur á s.s. og nokkur stormur, en í land var löng leið, því útgrynni er þarna. Fysrt vildi línan festast í botni, þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni; þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Og á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað, sem styst var í land frá skipinu, en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist, var fljótlega gengið frá tækjum, svo hægt var að draga mennina í land. Mátti heita það gengi vel; allir björguðust, og ekki vissi ég til að neinn yrði fyrir meiðslum. Þar sem hér var um nýtt skip að ræða, var nokkuð gert til að ná því út aftur, til þess kom hingað danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í máimánuði, sem Uffe byrjaði á björgunarstafnin og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta skipið og steypa í göt, sem komin voru á botninn og einnig að sletta fjöruna, sem draga átti skipið eftir. Þegar þessi udnirbúningur var búinn, var á stórstreymsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2-3 lengdir sínar út. Einhverra hluta vegna var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar það var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira, og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn, að hægara hefði orðið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot, en að gera það meðan það lá í fjörunni.
Fyrstu dagana í júlí gerði svo nokkurt s.s.-kast, storm og brim og þá, á einu flóðinu hvarf Ása algerlega, svo ekkert sást eftir, nema brak í fjörunni og ketillinn, þar sem skipið var.
Það virðist verka eins og dynamítsprengja, þegar brimsjóir falla ofan í skip með opnar lúgur; þunginn svo mikill á sjónum með samþjappað loft inni í skipinu, að þótt járnskip séu, tætast þau í sundur undan nokkrum sjóum.
Hinn 6. september 1936 strandaði svo síðast á Flúðunum. Það var enskur línuveiðari, Trocadiro. Nú var hægara með björgun manna, en verið hafði áður á þessum slóðum, því nú voru fyrir hendi nýtísku björgunartæki ásamt æfðri björgunar svit, enda gekk björgun greiðlega. Skip þetta var að fara til lúðuveiða hér s.v. af Íslandi, en kom þarna við á leiðinni og ílentist þar á Flúðunum.
Austast við Litlubót, uppi á kampinum, taka við Lönguklettar, vestri og eystri Þanghólar, Draugalóm, Sjálfkvíarklöpp, Fornavör, Kvíahúsakampur, Akurhúsakampur og Stokkavör. Niðri í fjörunni, talið frá Litlubót, eru svo þessi örnefni: Fúlalón, Sölvalón, Sjálfkvíalón, Kvosir, Langitangi, Helgubás og Akurhúsanef. Innan við Akurhúsanefið koma gömlu varirnr (uppsátrin) í Járngerðarstaðahverfinu; þær voru tvær og hétu Suðurvör og Norðurvör. Suðurvararsker var á milli varanna, og Brúnkolla er sker fas við leiðina inn í varirnar. Á lágum sjó vildi það oft til, að bátar lentu á eða utan í Brúnkollu, og þótti það heldur klaufarskapur hjá formönnum þeim, sem þar lentu. Árið 1928 eða 29 var byggð bryggja þarna á klappirnar á milli varanna, svo ekki þurfti eftir það að seila fiskinn, sem kallað var, úr bátunum. Var þá kastað upp á bryggjuna og þaðan ekið á bílum á aðgerðarstaðina. etta bætti mjög aðstöðu með aflann að geta ekið honum upp, í stað þess að bera á bakinu, se, frá fyrstu tíð hafði tíðkast. Varanna þurfti með áfram til að bjarga bátunum undan sjó, eftir hvern róður, – setja þá -, sem kallað var, og hélst það allt til ársins 1939, að vísir var gerður að uppgreftri á bátaleið inn í Hópið.
Þarna á milli varanna rak þýska skonnortu, „Minnu“. var hún að sækja járnið úr „Oddi“, er kallaður var Bakka-Oddur, frá Eyrarbakka, sem einnig hafði slitnað upp af legunni og lent nokkru innar og verið rifinn. Rétt þegar járninu úr Oddi hafði öllu verið skipað um borð í „Minnu“, gerði s.a.-veður með nokkru brimi, svo hún slitnaði upp og rak í land, svo Oddur strandaði þannig aftur. Ekki var gefist upp við svo búið, því Minna var og rifin og síðan járnið úr báðum skipunum flutt í burtu.
Fyrir innan varirnar er svo Staðarvör; hún er talin vera frá tímum Skálholts-útgerðar.
Þar hafa tvö skip farið upp í klettana og brotnað. Hið fyrra hét Flóra. Það mun hafa verið rétt eftir aldamótin síðustu, að Einar G. Einarsson í Garðhúsum hafði fengið skip etta til að sækja saltfarm fyrir sig til Englands, eftir að það hafði fært honum farm af vörum frá Noregi. Það mun hafa verið upp úr miðju sumri, dag nokkurn í s.a.-kalda og góðu veðri, að skipið sást koma siglandi fyrir Hópsnesið úr þessari Englandsferð. Uppi var fótur og fit í landi, og Einar fékk þegar einn af helstu formönnum staðarins, Gísla Jónsson frá Vík, til að fara um borð.
Eðlilega var hópur manna í landi að horfa á siglinguna inn víkina, eftir að lóðsinn var kominn um borð. En heldur þótti þeim Einar fara að ókyrrast, þegar skipið hafði siglt undr fullum seglum inn á leguna, en hélt svo áfram, án ess að fækka seglum, beint til lands. Hann fór vitanlega að veifa og kalla, skipa þeim að sigla ekki lengra og láta akkerið falla, en ekkert dugði; skipið hélt áfram, þar til það stóð í botni í Staðarvörinni.
Heldur þótti þetta ámátleg sigling að fara þarna beint upp í fjöru í besta veðri. En skýring fékkst fljótlega, egar áhöfnin kom í land. Skipið var orðið svo lekt, að skipstjóri taldi ekki mögulegt að halda því á floti lengur og tók því það ráð að sigla því þarna upp. Það hafði og dottið í sundur, klofnað skömmu eftir að það strandaði og saltið fór allt í sjóinn.
Hinn 6. september 1921 slitnaði og upp af legunni 5-60 tonna vélbátur, frá Hafnarfirði. Sá var í saltflutningum fyrir Edinborgar-verslun og búinn að fara nokkrar ferðir á milli, þegar þetta vildi til. S.a. rok var og mikið brim. Báturinn fór upp á háum sjó og því hátt upp í kampinn í Staðarvörinni. Fjórir menn voru í bátnum og björguðust þeir allir, en báturinn brotnaði í spón á sama flóði og hann strandaði á. Bátur þessi hét Henry Reid.
Innan við Staðarvör kemur Staðarhúsakampur, á Svartiklettur. Hjá Svartakletti hafði Oddur strandað, sem áður var sagt frá í sambandi við Minnu. Oddur þessi var eign Lefolií-verlsunar á Eyrarbakka, sem hafði skip þetta í förum meðfram ströndinni yfir sumarmánuðina, en hafði það í öruggu lægi á vetrurna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það hafði átt að vera á leið í vetrarlægim er það strandaði þarna, komið inn með eitthvað smávegis, en fengið á sig s.a.-veður á legunni, svo það slitnaði upp. Mannafli hafði verið fenginn til að bera grjót að skipinu sjávarmegin, til að verja það fyrir sjávarágangi. En það mannvirki hafði lítið duga, og sjórinn fljótlega brotið skipið niður. það er talið, að Oddur hafi aðeins verið 30 tonn að stærð, en gufuketillinn úr honum, sem ennþá er þarna í fjörunni, bendir til að hann hafi verið eitthvað stærri. Það hafði heitið „Glytner“ og talin norskur galeas. Um það hefi ég ekki getað fengið neina greinilegar sagnir, en líkur eru til, aðs kip þetta hafi verið með vörur til pöntunarfélags, sem verið var að stofnsetja hér í Grindavík, en lenti við þetta áfall líka í strandi. Þetta mun hafa verið um síðustu aldamót.
Fyrir innan Svartaklett er Svíri. Fyrir innan hann kemur Hópið, með því að urðarkampur hefir hlaðist upp, milli sjávar og Hópsins. Sá kampur liggur frá Svíra að vestan og í Rifshaus að austan og heitir einu nafni Rif.
Nú er Hópið orðið höfn fyrir alla Grindavík, með því að grafinn var skurður í gengum Rifið, en það – Rifið – ver Hópið að mestu fyrir úthafsöldunni; hún brotnar þar, svo kyrrt er á Hópinu, þótt veltubrim sé fyrir utan.
Á Rifinu voru þrjár lægðir eða ósar, sem hétu Barnaós, vestast, þá Miðós og austast Hópsós; sá var dýpstur. Þegar farið var að grafa skipgengan skurð gegnum Rifið, var lagt í Miðsósinn að dýpka hann, fyrst árið 1939, eins og fyrr var sagt, með handverkfærum. Það var vitanlega ekki að búast við miklum árangri af því, en varð þó til þess að 10-15 tonna bátar gátu komist þar inn á öllum flóðum og notað Hópið fyrir legu. Sumarið 1945 var síðan fengið dýpkunarskip það, sem Reykjavíkurhöfn á, til að gera tilraun að grafa skurð gegnum Rifið. Tilraun efndi ég þetta, vegna þess að vitamálastofan taldi sig ekki geta rannsakað til fulls, hvort klapppir væru þarna ofarlega eða bara laust stórgrýti. Þetta heppnaðist vonum betur, því í þessari fyrstu atrennu var gerður 30 m. breiður skurður og 7-8 feta djúpur. Síðan má heita, að eitthvar hafi verið unnið að hafnarbótum, meira og minna, á hverju ári. Er keppt að því, að fá 14 feta dýpi í ósinn til að fiskiskipaflotinn geti farð þar óhindrað um á öllum fjörum, en á háum sjó má fullyrða, að flot fyrir allt að 1000 tonna skip. Því má og bæta við hafnar málin, að það hefði ekki mátt dragast mikið lengur, að úr rættist með höfn fyrir stærri báta, því sýnilegt var, að menn voru verulega að hverfa frá því að stunda róðra á trillubátum, svo það hefði þýtt algjöran fólksflótta frá Grindavík, hefðu þeir átt að verða ríkjandi lengur.
Innan á Svírann hafa svo verið byggðar bryggjur og bólverk með viðbætur innan í Hópið.
Þá eru örnefni í Hópinu. Innan undir Svíranum var Kvíavík, Rafnshúsarif, Krosshúsa-Vikradalur, Álfsfit og Eystri-Vikradalur. Þessi örnefni öll eru nú ýmist alveg eða að hverfa undir mannvirki við höfnina. Næst við Eystri-Vikradal kemur Hóllinn, þá Draugur. Fyrir neðan Draug eru Vötnin, og Vatnatangi; í Vötnunum hafði verið þveginn þvotta frá Hópi.
Sadvikið, fyrir neðan bæina á Hópi, fyrir austan það Lágin, þá Stekkjarbakki og fyrir utan hann Síkin. Þau eru lægð, sem sjórinn fellur upp í, langt inn með kampinum landmegin. Fyrir utan Síkin kemur svo Rifshaus eystri.
Þá er búið að fara í kringum Hópið og komið á Rifshausinn, sem er austurendinn á Rifinu.
Upp á Rifið hafði eitt af þeim skipum rekið sem slitnaði upp af legunni. Þetta mun hafa verið rétt fyrir aldamótin. Skipið hét Fortuna, dönsk forenact. Þetta var kallað „Spekulantskip“. Það voru þau skip kölluð, sem voru með alls konar varning og versluðu við íbúana á höfnum hingað og þangað, dvöldu viku til 1/2 mánaðartíma á hverjum stað, eftir því hvað mikið var hægt að versla. Þarna var vitanlega um vöruskiptaverslun að ræða, þannig, að varningurinn var borgaður með framleiðslu á staðnum, þ.e. fiski, lýsi, ull o.s.frv. Eigandi eða forráðamaður skips þessa var Eyþór Felixson frá Reykjavík.
Næst utan við Rifshausinn er Hópsvör, þá Stekkjarvarða og Hellir. Þessi Hellir er klettahlein út úr kampinum. Utan við hleinina er samnefndur boði, sem beygt er utan við, þegar komið er inn fyrir svo kallaðan Sundboða og inn á lónið eða grunnleiðina inn á Hópið. Þrengsli eru því þarna á sundinu milli Sundboða og Hellisboða.
Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurinir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé kki getið, því þeir höfðu mannaforráð, sem sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land. þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkala það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykur allt hafa orðið að áhrínsorðum, annig að enginn bátur hefir farist á Þórkötlustaðasundi, en talið er að 20 bátar hafi farist á Járngerðarðastaðasund og enginn eftir að komið var í þá tölu.
Þarna á kampinum fyrir ofan Hellinn lenti árið 1940? vélbáturinn Aldan frá Vestamannaeyjum. Bátur þessi reri frá Vestamanneyjum deginum áður, en seinnipart þessa dags gekk í mikið s.a.-veður.
Báturinn náli ekki lendingu vegna vélarbilunar og rak því alla nóttina undan sjó og vindi. Það vildi þeim bátsverjum til lífs, að bjart var orðið, þegar þá hafði rekið vestur að Þórkötlustaðanesi, því austan á því var brimið svo stórkostlegt, að engin lífsvon gat verið að lenda þar. Þeim heppnaðist að draga upp fokkuna og sigla á henni fram fyrir nesið. Einn maðurinn á bátnum hafði verið á vertíð í Grindavík nokkru áður og rataði inn Járngerðarstaða- sund. Þegar báturinn hafði náð fyrir Þórkötlustaðanesið, tók hann til að sigla inn sundið, sem varla gat þó heitið sund, þar sem víkin var öll enn brimgarður. Em einhvern veginn heppnaðist þetta svo, að báturinn mjakaðist á fokkunni inn eftir sundinu. Enginn maður í landi trúði á, að þetta gæti gerts, því þegar báturinn hvarf alveg tímum saman milli hinna háu sjóa, bjuggust flestir við, að hver væri síðastur. En hann kom uppá öldutoppana og bar þá við loft, og áfram kom hann inn, þar til kom í áðurgetin þrengsli milli Sundboða og Hellisboða. Þá tók einn mikill brotsjór bátinn og færði hann svo hátt upp á kampinn, að bátverjar gátu á næsta útsogi gengið þurrum fótum á land úr bátnum.
Þegar farið var að athuga bátinn sjálfan, kom í ljós, að hann var mjög lítið brotinn, hann var því þéttaður og náð út fljótlega.
Fyrir utan Hellinn kemur Heimri-Bás, þá Syðri-Bás og Sölvaklappir þar fyrir utan. Fram af Sölvaklöppum er kerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á Kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið á sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landmörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkur hundruð metra langur skerjatangi fram í sjóinn, er kallast Nestá; fer á kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.
Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sljóslys, sem orðið hefir í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Það má segja, að þegar hin ótömdu náttúruölf eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf bbúast við slysum. En þarna fórst stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.
Gamalt máltæki segir, „að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni“. Og víst er um það, að náttúruöflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja. Þennan dag reru allir bátar í Grindavík, í sæmilegu veðri, en upp úr hádegi fór að hvessa, með slyddubyl. Kl. 7-8 um kvöldið var svo komið fárviðri og alltaf sama slyddan. Vegna slyddunnar mun Hópsnesviti ekki hafa sést, fyrr en komið var vestur fyrir hann, því áveðurs hefir hlaðist á rúðurnar. Grindvíkingur mun hafa verið um 20 mílur austru frá vitanum, svo ekki er hægt að segja að miklu munaði, ca. 100-200 metrum, sem hann hafði orðið innan við nestána, en það dugði til að valda slysinu.
Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhverfs staðar í þessum látrum hafi skip strandað á árunum milli 1880-90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfarm. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnaði. Sumarið 19?? í norðan kalda og slétum sjó sigdli og þarna upp á nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut uppi á næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu. Einhver leki kom að skipini og var fenginn mannafli úr landi og öflug dæla frá Reykjavík til að halda skipinu þurru. Þetta hepnaðist og skipið komst burtu. Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðarvíkina. Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23, mars 1932. Veður var gott, s. kaldi og lítið brim, en svarta þoka. Bátar reru seint frá Grindavík þennan morgun vegna þokunnar. Fyrstur á sjó frá Þórkötlustöðum þennan morgun varð Guðmundur Benónýsson frá Þórkötlustöðum.
Er þeir komu út fyrir sundið, sáu þeir þúst mikla undan leiftrunarhól og einnig bát með áhöfn. Þetta var hinn strandaði togari uppi í fjöru, en skipshöfnin var komin í björgunarbátinn og út á hættulausan sjó. Guðmundur fór til bátsins og bauðst til að draga hann til lands, og þáðu þeir það. Sem fyrr er sagt var ágætis veður, og fljótlega fóru skip að hópast að strandinu. Upp úr hádegi voru komin þarna enskt eftirlitsskip, tveir eða þrír enskir togarar, danska varðskipið Fylla, og með þeim síðustu kom svo varðskipið Ægir á strandstaðinn. Einar M. Einarsson, skipstjóri Ægis, var þá orðinn frægur fyrir sín björgunarafrek á strönduðum skipum. heyrði ég sagt að Ægir hefði og náð þessum togara út með því að koma taug í togarann, þannig að hún festist ekki í botni. En Guðmundur Benónýsson telur, að hið enska eftirlitskip hafi endanlega kippt togaranum á flot. Þarna nálægt þessum Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðsta út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um við Grindavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.
Innan undir Leifrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917 ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síldartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Dag þann, sem strandið varð, hafði verið gott veður, s.a. andvari, súld og svarta þoka. Um hádegisbilið vissi fólk ekki fyrr en að í þokunni birtist ferlíki mikið inni á víkinni, sem greint varð að væri þrísiglt skip, er kom siglandi inn eð Slokkunum og vestur á víkina. Þegar kom á víkina virtist skipshöfnin fyrst verða landsins vör og gerði hún þá tilraun að venda skipinu út um. Það misheppnaðist vegna lognsins, og skipið seig á hliðina upp í kletana þarna. Skipshöfnin fór fljótlega í skipsbátinn og kom í land. Þess er sérstaklega innst í sambandi við skipshöfnina, 8 eða 9 menn, að það voru eingöngu gamlir menn. Stríðið, sem þá var búið að standa í þrjú ár, hefir verið farið að segja til sín og taka þá yngri til sín. Með því að nokkur hreyfing var á skipinu þarna á skerjunum fór það fljótlega að gefa sig, og undir kvöld stranddaginn fékk hreppstjórinn mannafla til að bjarga tunnunum og öðru verðmæti, sem hægt var að ná.
Þegar um borð kom, þótti sýnt, að skipshöfnin hefði verið að byrja máltíð, en truflast snögglega, því lagt var á borð í káetu og borðsal og nóg á borðum. Björgunarmennirnir töldu sig fyrst hafa tekið til við að ljúka máltíð skipshafnarinnar og ar byrjað björgunarstarfið, enda mun það hafa orðið síðasta máltíðin í skipinu því. Það liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma Drítarklappir, þá Stekkjarfjara og varirnar í Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan, byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo og þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.
Hið eina, sem telja má, að óhönduglega hafi farið í sambandi við þessar bryggjurgerðir, var lenging og stækkun á þessari bryggju. Í raun og veru var peningum kastað þar í sjóinn, því að verk þetta var unnið sama árið og ósinn inni í Hópið var grafinn, svo eftir stækkunina var hin endurbætta bryggja aðeins notuð næstu vertíð á eftir af tveimur trillubátum og síðan ekki söguna meir.
Innan við varirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri-Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 18. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Ekki er vitað um annað að miða tímatal við en að bóndinn, sem þá bjó í Einlandi í Þórkötlustaðahverfi, hét Hannes. Einhvern tíma seinni part vertíðar í landlegu hafði hann vaknað í rúmi sínu við hávaða úti á hlaðiinu, heyrðist þar manna mál, en gat ekkert orð gripið. Hann klæddi sig og fór út að vita, hvað um væri að vera. Þegar út á hlað kom, var þar stór hópur manna. Hópurinn var allur á barmi hlandforar, sem var þar á hlaðinu. Þar höfðu þeir umsvif mikil og tal, svo honum fannst þeir helst vera óðamála. Hannes fór í hópinn að vita, hvað um væri að vera, og reyndust þeir þar að vera að braska við að draga einn stóran og feitan félaga sinn upp úr hlandforinni. Þetta reyndist að vera skipshöfn af franskri skútu, sem strandað hafði þar í Bótinni, en það var sjálfur skipstjórinn, sem verið var að bisa við að draga upp úr hlandforinni. Hann hefir sennilega gengið á undan hópnum, en eitthvað verið óklár á staðhætti og sennilega verið nær því að drukkna þarna en við sjálft strandið….
Sjá framhald.
Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.