Gamla Keflavík
Gangan hófst við Keflavíkurkirkju, haldið yfir að fyrrum Ungmennafélagshúsinu, gengið um Brunnstíginn, Vallargötu, Íshússtíginn og Hafnargötu að gamla Keflavíkurbænum.
Í gegnum aldirnar áttu Keflvíkingar kirkjusókn til Útslála og þarf ekki að hafa mörg orð um hversu óþægilegt það hefr verið fyrir þorpsbúa að fara um svo langan veg til að sækja kirkju. Eftir aðþorpið óx gerðist sú krafa háværari að hér þyrfti að gera bót á. Um 1886 hafði sóknarpresturinn haldi’ guðsþjónustur í einhverju pakkhúsinu í Keflavík, sérstaklega á stórhátíðum, en það þótti ekki fullnægjandi.
Árið 1888 gekk undirskrifalisti milli „húsfeðra“ í Kfelavíkurþorpi þar sem þeir voru hvattir til aðleggja á sig vinnu við kirkjubygingu. Fjörutíuogátta „húsráðendur“ lofuðu 212 dagsverkum til byggingarinnar. Upp frá því fór fram peningasöfnun með ýmsu móti.
Kikrjunni var valinn staður við Hafnargötu, á svonefndum Norðfjörðsreit, norðan Aðalgötu, við hlið Svarta Pakkhússins. Var byggingin formlega samþykkt í mái 1896 og hófts hún innan skamms. Fenginn var til verksins Guðmundur Jakobsson, sem kallaður var kirkjusmiður, og hafði smíðað kirkjur um allt land. Kirkjan var timburkirkja og byggð að mestu eftir sömu teikningu og Akransekikrja, sem Guðmundur hafði nýlokið við. Þett var reisuleg og svipmikil bygging sem breytti þorpsmyndinni umtalsvert, enda stóð hún á áberandi stað í þorpinu. Kirkjan var orðin fokheld árið 1898, en þá stöðvaðist vinna við hana vegna fjárskorts. Um það leyti fluttu Guðmundur kirkjusmiður og kona hans í burtu úr þorpinu.
Aðfaranótt 15. nóvember 1902 gerði aftakaveður víða um land, sem olli tjóni á húsm og öðrum mannvirkjum, þar á meðal kikrjunni í Keflavík. Hún skekktist svo að nauðsynlegt þótti að rífa hana. Efnið var selt á uppboði tila ð greiða niður skuldir. T.d. eru máttarviðir kirkjunnar í húsinu nr. 30 við Vallargötu. Gluggar úr kirkjunni voru m.a. notaðir í girðingar um túnbletti og matjurðtagarða Keflavíkinga. Þett voru járngluggar, bogadregnir, með lituðu gleri.
Þett var mikið áfal fyrir þorpið og ekki var hugsað fyrir kirkjubyggingu fyrst um sinn á eftir. Aftur sóttu Keflavíkingar kirkju að Útskálum, nema um helgar að haldnar voru guðsþjónustur í einu pakkhúsinu. Árið 1906 dró til tíðinda. Ólafur Á. Olavsen, annar eigandi verlsunar H.P.Duus steig á stokk og lýsti því yfir að hann myndi greiða helming gömlu skuldarinnar af fyrri kirkjubyggingu og auk þess greiða helminginn að kostnaði við fyrirhugaða byggingu kikjru í Keflavík. Rögnvaldur Ólafsson var fenginn til að teikna hana og yfirsmiður var Guðni Guðmundsson. Þann 14. febrúar 1915 var kirkjan vígð. Byggingarkostnaður var kr. 17.000. Söfnuðurinn greiddi kr. 7.000 og Ólafyr Á. Olavsen og Kristana Duus gáfu afganginn. Kirkjan er ekki ólík systurbyggingu sinni í Hafnarfirði, traustleg og látlaus. Hún tekur um 300 manns í sæti, jafn marga og allir Keflavíkingar voru þegar hún var byggð. Safnaðarheimilið var í gamla læknisbústaðnum, sem byggður var af Þorgrími Þórðarsyni, lækni, eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar, þeim hinum sama og teiknaði Keflavíkurkirkju.
Gengið var að fyrrum samkomuhúsi Ungmennafélags Keflavíkur, er nefndist Skjöldur. Þar er nú minnismerki um þann atburð, sem hér verður lýst.
Húsið brann 30. desember árið 1935. Um 180 börn voru í húsinu á jólatrésskemmtun og 4-5 fullorðnir. Sverrir Júlíusson, símstöðvarstjóri, var einn þeirra. Honum sagðist svo frá: „Sá ég allt í einu að eldur hafði kviknað í silkipappír, sem var undir jólatrénu, sennilega er að kerti hafi fallið niður á pappírinn. Þreif ég til pappírsins og ætlaði að reyna að slökkva eldinn. En áður en varði, hafði eldurinn læst sig upp í tréð og upp eftir limi þess. Þegar ég sá, að við ekkert var ráðið, ruddist ég að austtari hurðinni á norðurvegg salarins, því mannfjöldinn, sem streymdi að dyrum þeim, var að því kominn að loka hurðinni, en hún opnaðist inn í salinn. Tókst mér að opna furðina, svo aðég taldi tryggt að hún héldist opin. En þá ruddist ég að vestari dyrunum og hélt í þá hurð að innanverðu, meðan ég varð þess var, að fólk leitaði þeirra dyra. Þegar mér virtist fólk vera komið úr salnum, henti ég mér út um næsta glugga við dyrnar, í dauðans ofboði. En hvers vegna ég fór ekki sjálfur út um dyrnar veit ég ekki.“
Tveir menn, þeir Ólafur Ingvarsson og Ragnar J. Guðnason, áttu leið framhjá skemmtuninni og ákváðu að líta inn. Þar var þá mikil gleði og verið að syngja „Göngum við í kringum einibrejarunn“ þegar þeir sáu eldblossa upp með jólatrénu. Varð önnur hlið trésins skyndilega eitt eldhaf. Þei rhurfu undan, en fólkð streumdi út úr salnum. Áður en þeir komust út sáu þeir hvar hurðin var aðlokast undan troðningum að innanverðu. Þeir fleyðu sér af öllu afli áhurðina og héldu henni opinni. Ólafur sagðist hafa viðspyrnu við dyrastafinn, en þvingaði hendinni í hurðina. þannig tróðst fólkiðút úr salnum, undir höndina á honum. Hurðina gátu þeir aldrei opnað betur en svo að hún stæði beint út frá veggnum.
20-30 menn hlutu brunasár í eldsvoðanum, sumir brenndust mjög illa. 13 voru fluttir á sjúkrahús; 4 börn og ein kona brunnu inni. Nú eru liðin um 70 ár frá þessum atburði. Fram að þessu hefur hann að mestu legið í þagnargildi, en nú er orðið verðusgt að minnast hans, eins og hann var, enda skipti þessi atburður sköpum í brunavörnum svæðisins og jafnvel þótt lengra væri leitað.
Læknisbústaðurinn er norðan minningarreitsins um fyrrnefndan bruna. Hann er hús Þorgríms Þórðarsonar, læknis, er byggði það eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar, sem fyrr sagði. Húsið varð síðar safnaðarheimili kirkjunnar og þar var Sparisjóður Keflavíkur stofnaður. Nú býr í húsinu Kristleif nokkur, rithöfundur, ásamt fjölskyldu sinni. Hún skrifaði m.a. barnabókina „Didda og dauði kötturinn“. Kvikmynd var gerð eftir bókinni og komu nokkur húsí gömlu Keflavík þar við sögu.
Gengið var yfir að Brunnsstíg oghan fetaður til austurs. H.P.Duus lét bygga brunn þann, sem enn sést við stíginn. Gatan er nefnd eftir brunninum. Hlaðnir brunnar á Reykjanesskagangum eru yfirleitt frá og um 1900. Fyrir þann tíma sótti fólk vatn sitt í vatnsstæði, leysingarvatn eða á aðra staði, sem hugsanlega gátu gefið einhvern dropa. Lítið er um ár og læki á Reykjanesskaganum, nema helst neðanjarðar.
Brunnarnir voru hlaðnir til að auka hreinlæti og heilnæmi vatnsins. Ýmsir kvillar komu upp og var þá vatninu kennt um. Fyrsti hlaðni brunnurinn við Duusvörina, annar skammt austan við gamla barnaskólann og síðan var þessi brunnur hlaðinn. Duus lét gera brunninn, en íbúarnir ætlu að borga vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. En öðruvísi fór sem horfði. Íbúar Keflavíkurþorpsins neituðu að borga vatnsskattinn. Árin 1947-1949 brunnarnir síðan af. vatnslagnir voru lagðar í öll hús árið 1945, eða fyrir um 60n árum síðan. Þegar grafið var fyrir vatnslögninni var jafnframt grafið fyrir holræsalögn, en fyri þann tíma voru illa lyktandi þrær fyrir framan hvern bæ.
Síminn var lagður til Keflavíkur, Leiru og Garðs árið 1908. Axel Möller bauð þá húsnæði sitt fram. Möllershús var reist árið 1896. Forberg, landssímastjóri, gekk ríkt eftir því að símstöðvarnar væru óháðar öðrum atvinnurekstri, svo sem verslun og póstafgreiðslu. Varð því fyrsta símstöðin í norðurenda Möllershúss og var byggð forstofa við norðurendann þar sem inngangur í símstöðina var.
Marta Valgerður var ráðin símstöðvarstjóri, síðar Sverrir Júlíusson og Jón Tómasson. Fyrsta símaskráin var ekki mikil bók því fyrstu símnotendurnir voru aðeins tveir; Edinborgarverslunin og verslun H.P. Duus. Allir aðrir þurftu að fara á símstöðina til að hringja.
Þorvarðarhús við Vallargötu 28 var reist árið 1884 af Þorvarrði Helgasyni, beyki, en síðar eignaðist Þorsteinn, sonur hans, húsið. Það er byggt úr trjáplönkum úr Jamestown. Þorvarðarhús er talið vera elsta íbúðarhúsið í Keflavík. Í dag búa enn afkomendur í húsinu, Ólafur og sonur hans, Þorvarður. Vinur Ólafs, Jón Jónsson, smíðaði fiðlu úr efniviði Jamestown, sem honum ákotnaðist úr Þorvarðarhúsi.
Það var 26. júní árið 1881 að eitt merkilegasta skipsstrand vrð hér á landi. Þá rak flutningaskipið Jamestown upp í fjörur við Þórshöfn í Ósum. Skipið var eitt alstærsta seglskip sinnar tíðar, yfir 20 m breitt og meira en 100 m langt. Til samanburðar má geta þess að knattspyrnuvellir eru yfirleitt 90-120 m langir.
Áhöfnin hafði yfirgefið skipið undan strönd Ameríku þremur árum fyrr og allar björgunartilraunir reynst árangurslaustar. Farmurinn reyndist vera prýðilegasta timbur, sem þótti hinn mesti happafengur og var fljótlega ráðist í umfangsmikla uppskipun við erfiðar aðstæður. Þegar skipið liðaðist loks í sundur í seinni hluta septembermánuðar, hafði tugum þúsunda planka verið bjargað á land.
Þesi ókjör af timbri urðu vitaskuld til að bæta mjög húsakost víða í Gullbringusýslu og í Reykjavík. Mestar voru framkvæmdirnar þó í Hafnahreppi, en þar voru reist 9 íbúðarhús auk fjárhúsa, fiskihjalla o.fl. úr timbrinu. Einnig féll til mikið magn af köðlum og vír úr skipinu og var það allt hirt til handargagns. Vírinn var nýttur í túngirðingar og voru það e.t.v. fyrstu vírgirðingar hér á landi.
Steingarðar þar við sem íshúsið var (nú malarplan) voru hlaðnir af Símoni Eiríkssyni, steinsmið, líkt og flesta steingarða í Keflavík í fyrri tíð. Bróðir Kristjönu Duus, Ágúst Olavssen, var stórhuga maður og ætlaði að hefja blómarækt og skógrækt innan gaðsins. Garðræktin gekk þó brösulega og það var helst að viðskiptamenn, sem komu til kaupmannsins í Keflavík, skildu hesta sína eftir innan garðsins við litla hrifningu eigandans, en hestarnir fengu þar væna tuggu.
Á áratugnum sitt hvoru megin við aldamótin 1900 fluttist margt fólk til keflavíkur. Það er athyglisvert að flestallir innflytjendurnir voru úr Árnes- Rangárvalla- eða Vestur-Skaftafellssýslu. Einn austanmanna var Ólafur Jónsson, póstur, Eyfellingur, kvæntur Karitas Jóhannsdóttur. Eignuðust þau 10 börn. Hann annaðist p+óstflutninga frá Keflavík suður með skaganum til Eyrarbakka og þaðan til Reykjavíkur. Fór hann það fótgangandi. Árið 1786 voru skipaðir fastir póstar, en þá fór pósturinn frá Bessastöðum um Hafnarfjörð, til Keflavíkur, Básenda, Grindavíkur, Eyrarbakka og um Árnessýslu að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu og til baka aftur. Um 1872 voru 15 afgreiðslustöðvar á svæðinu.
Magnús Zakaríasson, bókhaldari við Duus verslun, lét smíða gamla skólahúsið, sem síðar var og stendur enn gegnt íshúsinu. Þótti það á þeim tíma stórt og glæsilegt hús. Bjó Magnús þar ásamt konu sinni, Kristínu Eiríksdóttur. þegar Magnús dó seldi Kristín hreppnum húsið og var þar settur á stofn barnaskóli. Skólinn var fyrst settur árið 1897 og var kennt í stofunum á neðri hæðinni, en Kristín bjó á efri hæðinni. Eftir það fékk húsið nafnið Skólinn. Síðan hefur margt yfir þetta hús gengið. var þá stundum á sumrin notað sem sjúkarskýli og jafnvel fyrir sóttvarnahús þegar á þurfti að halda. Síðar varð skólinn reistur þar sem nú er Miðstöð símenntunar Suðurnesja.
Neðan Íshússtígs er listaverk eftir Ásmund Sveinsson, minnismerki um íslenska sjómenn.
Á suðurvegg Mið-Pakkhússsins er málverk eftir Hermann Árnason; Fiskverkun. Áður voru veðurfréttir og upplýsingar hengdar upp á gafl hússins. Pakkhúsin minna á þá tíð þegar pakkhús og bryggjur kaupmannanna í Keflavík einkenndu víkina, auk stakkstæða til salfiskþurrkunar. Leifar af síðsutu bryggjunni af þremur sjást beint niðurundan Íshússtígnum. Sú bryggja heitir Miðbryggja, en hét um tíma Fischerbryggja. Duusbryggja var norðar og Norfjörðsbryggjan sunnar.
Um 1877 varð Waldimar Fischer eigandi Miðverslunar í Keflavík. hann hafði áður verið kaupmaður í Reykjavík. Þar er gata kennd við hann, Fischersund, sem áður gekk undir nafninu Götuhúsastígur. Miðverslun breytti um nafn og varð Fischerverslun. Waldimar var stórhuga maður. Árið 1881 lét hann flytja húsgrind til landsins, sem sett var upp þar sem nú er Hafnargata 2. Þessi bygging var nokkuð sérstök því hún var tilsniðin í Danmörku og hver spýta tölusett svo ekki yrði ruglingur við samsetningu hússins. Þegar húsið var reist, var ekki einn einasti langli notaður í grindina, því hún var öll geirnegld. Húsið var tvílofta með nokkuð háu risi og kjalli undir því öllu. Á efri hæðinni var íbúð verslunarstjóra og á fyrstu hæð var verslun og skrifstofa og í kjallara voru vörugeymslur.
Árið 1900 keypti Duusverslunin húsið og flutti starfsemi sína þangað. Verslun Duus var seld árið 1920. Eftir það urðu mörg eigandaskipti á húsinu, en árið 1930 keypti Útgerðarfélag Keflavíkur húsið og loks eignaðist bæjarsjóður Keflavíkur það.
Tóftir gamla Keflavíkurbæjarins er á hó norðan Gömlubúðar. Fyrsta vitneskja um byggð þar er að finna í annálum. Þar segir frá Grími Bergssyni, sem varð bráðkvaddur þar árið 1649, en hann bjó þá í Ytri-Njarðvík.
Duushúsalengjan geymir Bryggjuhúsið syðst. Það var reist árið 1877. Bíósalurinn er fast við það að norðanverðu. Sagnir eru uma ð í honum hafi verið bíósýningar þegar um aldamótin 1900, en húsið var reist 1890. Þá taka við þrjár einingar fiskverkunarhúsa, reist af Guðmundi Kristjánssyni um og eftir 1930. Með tilkomu þeirra hljóp nýr kraftur í útgerðina í Keflavík. Hann lét m.a. stækka Miðbryggjuna og gera hana ökufæra vörubílum, en áður hafði hún einungis verið vagnfær.
Þjóðleiðirnar frá Keflavík til nágrannabæjanna lágu upp úr Grófinni. Sjást þær enn.Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.