Grindavík – staðarhúsin

Grindavík

Fyrr á öldum var öðru vísi um að litast í Grindavík en nú má sjá.
Lögbýlin; Ísólfsskáli, Hraun, Þórkötlustaðir, Hóp, Járngerðarstaðir, Húsatóftir og Staður voru í dreif með hjáleigur sínar, tómthús og þurrabúðir umleikis. Vísir var orðinn Loftmynd af Járngerðarstaðasvæðinuað hverfamynduninni, sem nú þekkist. Allt frá því á 16. öld, og þó einkum þeirri 17., átti Skálholtsstóll mikil ítök á svæðinu öllu. Ekki var til það lögbýli, sem stóllinn átti ekki útræði frá með tilheyrandi mannvirkjum; verbúðum, fiskbyrgjum og fiskgeymsluhúsum. Sitthvort fiskgeymsluhúsin, svonefnd „staðarhús“ voru við Þórkötlustaði, við Hóp og ofan við Staðarvör neðan við Járngerðarstaði. Ekki er vitað hvar þau voru nákvæmlega, en Járngerðarstaðahúsið mun hafa verið ofan við Staðarvör, þar sem nú er langhúsið Kreppa. Í Þórkötlustaðahverfi er vitað um forna tóft, líklega langhús frá landnámstíð. Skammt vestan þess er álagasteinn, sem aldrei hefur mátt raska. Þar hjá gæti lausnin að „staðarhúsinu“ við Þórkötlustaði verið að finna (sjá HÉR og HÉR). Staðarhúsið á Hópi hefur væntanlega verið við Síkið, skammt ofan við Hópsvörina á Hópsnesi. Þar eru minjar, m.a. frá verbúðinni, og er ein tóftin þar sérstaklega vandlega hlaðin og heilleg.
Þegar rætt er um fornar tóftir í umdæmi Grindavíkur verður ekki hjá komist að geta um „Hoftóftina“ eða „Goðatóftina“ svonefndu í vestanverðri bæjarhólaþyrpingu gamla Hóps. (Sjá meira HÉR og HÉR). Þegar FERLIR leit þar við nýlega mátti sjá hrossastóð vera að naga fornleifarnar að utan. Skepnurnar voru þarna hafðar innan afmarkaðrar girðingar svo einungis nam tóftunum á bæjarhólnum. Þær gengu því augljóslega mjög nærri minjunum.
Í gildandi þjóðminjalögum segir m.a.: „Minjar 100 ára og eldri teljast til fornleifa, en heimilt er þó að friðlýsa yngri minjar, sbr. 11. gr..  Gömul tóft í Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.“ Hér var hestaeigandinn greinilega, með beitinni, að ganga mjög nærri minjunum. En af fenginni reynslu mun Fornleifavernd ríkisins hvorki æmta né skræmta vegna þessa.
Fyrst um „Staðarhúsið“ ofan við Staðarvör í Járngerðarstaðahverfi. Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Næst austur af er Staðarvör. Þar var uppsátur Skálholtsskipa og síðar útgerðin. Þegar S.T. fékk lóð þarna og gróf niður í kálgarði sínum voru þar fyrir vaðsteinar og brýniskubbar o.fl. í axlardýpt“. Þá er bara spurningin: Hvar fékk Sæmundur Tómasson frá Járngerðarstöðum lóð ofan við Staðarvör?
Á 17. öld á Skálholtsstól Járngerðarstaði líkt og svo marga bæi á suðurströnd Reykjanesskagans. „Engum blöðum er um það að fletta, að Grindavíkurjarðir voru meðal verðmætustu jarðeigna Skálholtsstaðar, og mun vart ofsagt, að frá Grindavík hafi meiri tekjur runnið til biskupsstólsins en frá flestum byggðarlögum öðrum. Tekjur stólsins af jarðeignununum í Grindavík voru fyrst og fremst af útgerð og fengust með tvennum hætti: Annars vegar með útgerð eigin skipa og hins vegar með innheimtu landskulda, sem undantekningarlítið voru greiddar í fiski. Var þar um mikla fjármuni að ræða.“

Hraun gr

Í Sögu Grindavíkur segir: „Á sumum jörðum í Grindavík munu einnig hafa verið sérstök fiskgeymsluhús, en ekki er ljóst, hvernig þau voru byggð. Frá 17. öld eru heimildir um slíkt hús á Hópi. Það var í eigu Skálholtsstaðar, og sumarið 1670 tókst svo illa til, að mikill hluti fisks, sem þar var geymdur, spilltist af vatni og maðki. Þá var og hús á Þórkötlustöðum á 17. öld, sem gekk undir nafninu „staðarhús“, og var það sýnilega fiskgeymsluhús í eigi Skálholtsstaðar. Um 1700 átti stóllinn jafnframt verbúð á Hrauni þar sem hann réri á áttæringi. Hann fórst 8. mars árið 1700 og lagðist þá stólsútgerð frá Hrauni af um sinn. Búðin stóð ónotuð. Svipað var ástandi á Járngerðarstöðum. Árið 1703 gengu 8-9 stólsskip og eitt konungsskip frá Húsatóttum og voru það allt áttæringar.“ Ljóst er af heimildum að Skálholtsstóll hafði á þessum tíma a.m.k. eitt skip í útræði frá sérhverri jarðanna í Grindavík.
Tóft í „Skip Járngerðisstaðabænda reru jafnan úr vörunum tveim,“ segir einnig í Sögu Grindavíkur. Þar segir jafnframt að „skip Járngerðarstaðabænda reru úr Norðurvör og Suðurvör, en fyrir innan þær var þriðja vörin og hét Staðarvör. Þaðan réru skip Skálholtsstóls á meðan enn var úttræði á vegum stólsins í Grindavík. Dró vörin nafn af Skálholtsstað.“ Árið 1703 „gánga skip stólsins hjer venjulega iii eða iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir, En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi. Og hýsti heimabóndi þá skipshöfn. En í tíð Magn. Brynjólfs var uppbyggð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans (þeirra tíma íslenska). Átroðning líður jörðin mikinn af hestum þeirra manna, er róa stólsins skipum.“

Hópstorfan

Í Sögu Grindavíkur segir og að „innan við Staðarvör tók við malarkambur, sem Staðarhúsakampur nefndist. Þar munu verbúðir Skálholtsstaðar hafa staðið á fyrri tíð. Þar fyrir innan var Svartiklettur.“ Svíri er utar (hrauntangi þar farið er á bryggjuna innan við eiðið). Engin ummerki um lendinguna eru nú greinanleg. Skálholtsbyggingarnar voru upp af fjörunni þar sem síðar stóð löng bygging, Kreppa. Undir austurenda hennar voru tóftirnar frá Skálholti.
Þegar horft er svolítið lengra upp í landið má sjá allnokkur mannvirki; hlaðna garða og húsatóftir á a.m.k. þremur stöðum. Að vísu hefur hluta svæðisins verið raskað með einhverjum misheppnuðum „nútíma“ hleðslumannvirkjum, en þrátt fyrir það má greina gamlar minjar frá þeim. Hlaðið hús er t.a.m. á hól syðst. Steypu hefur verið troðið í hleðslur í hluta tóftarinnar. Veggur er hlaðinn út frá dyrum. Þak hefur verið endurnýjað með því að setja járnbita, líklega úr strönduðu skipi, sem rafta, en það er nú fallið. Ofar eru garðarnir, tvíhlaðnir. Sumir þeirra hafa án efa verið herslugarðar og þá að öllum líkindum frá stólsútgerðinni. (Sjá meira HÉR). Á miðju svæðinu hefur verið reynt að búa til samkomusvæði með hleðslum, líkt og annað skammt norðar (handan húsaraðar), og endurbæta eldra hlaðið hús.
Garðarnir umhverfis virðast hins vegar fornir sem og hústóft vestan við þá. Þá er ljóst að tvær tóftir hafa verið Hop-21austan við garðana, en grjót tekið úr þeim í hið nýrra mannvirki. Allt hið „nýja“ mannvirki stangast án efa við þjóðminjalögin, hvort sem um er að ræða þau frá 2001 eða 1989. Jafnan hefur verið ákvæði í verndunarlögum fornra mannvirkja „að röskun varði við lög“.
Hvers vegna hefur þetta svæði í hjarta Grindavíkur ekki verið nýtt undir byggingar eða annað álitlegt? Svarið gæti falist í því að um eignarlóðir væri að ræða. Ef svo er þarf sveitarfélagið að ráða bráðan bug að því að koma svæðinu undir skipulagsheild, leggja fram tillögur um framtíðarnýtingu og framkvæma úrbætur, hvort sem um er að ræða varðveislu gamalla minja eða nýtingu þeirra með nýjum möguleikum. Gamla verslunar- og athafnahverfið ofan Varanna hefur verið í svo mikilli niðurnýðslu (utan Flagghússins) að skömm er af. Taka þarf til hendinni, endurnýja og endurgera gömlu húsin, s.s. Einarsbúðina landsþekktu, færa gömul hús í Grindavík inn á svæðið og byggja það ofanvert með sögulegt ívaf þess í huga. Allt um kring er sagan og minjar mannfólksins er skópu Grindavík í þeirri mynd, sem nú má þekkja. Án efa um bærinn líta öðru vísi út að nokkrum áratugum eða öldum liðnum og þá verður ekki verra að hafa upphafsmyndina til handa þeim er þá munu byggja bæinn.
Og þá að Hópi. „Austur af gömlu traðartóftinni neðan bæjar er Goðatóft, gamalt goðahús friðlýst, sem má ekki róta“, segir í örnefnalýsingu. Goðatóftin er friðlýst frá Goðatóftin friðlýsta við Hóp25.10.1930. Brynjúlfur Jónsson segir 1903 að „bærinn Hóp hafi upphaflega heitið Hof og að þar hafi verið goðahof“. Þar hafi verið „goðahús“ í heiðni og þess vegna megi aldrei taka það burtu, en samt megi breyta því og nota á hvern hátt sem hentar. „Hafa ábúendur fært sér þetta í nyt; „goðahúsið“ hefir til skamms tíma verið geymsluskemma, en nú er það haft fyrir fjós,“ segir Brynjúlfur. „Af þeim sökum“, segir Brynjúlfur, „megi aldrei rífa húsið, en hins vegar megi breyta því og ábúendur nýta það eins og best henti hverju sinni. Það hafa bændur hagnýtt sér og hafi húsið til skamms tíma verið notað sem skemma, en sé nú [1902] notað sem fjós“. Tóftin er einföld og snýr austur-vestur. Op er syðst á vesturhlið.
Í bréfi um byggingu jarða Skálholtsstóls í Grindavík frá 1563 er boðið að breyta bænhúskúgildum þeim sem voru á Hrauni, Þórkötlustöðum og Hópi í leigukúgildi. Gæti það verið vísbending um bænhús á Hópi. Engar vísbendingar eru um staðsetningu bænhússins, en heitið „Goðatóft“ bendir til upphaflegs notagildis tóftarinnar (sem hestarnir fyrrnefndu hafa verið að naga og traðka á).
Á Hópstúninu eru margar fornar minjar. Gerðatóft, útihús, er t.a.m. fast norðan við bæjarhólinn. Það er merkt á túnkort 1918. Uppdráttur af minjasvæðinuÞrátt fyrir að sléttað hefur verið yfir húsið má greinilega merkja útlínur þess. Það hefur verið 12×18 m að stærð og virðist hafa verið einfalt. Út frá vesturhlið má grein garðlag sem og út frá asuturhlið þess. Mun þetta vera gerðið sem húsið var kennt við. Sjá má móta fyrir gömlum bæjartóftum sunnan við núverandi hús. Útihúsatóft er þarna skammt vestar.
Túngarðsleifar sjást 50-60 m ofan við eystri bæ Hóps. Hægt er að greina hvar túngarðurinn hefur legið í vestur frá þessari girðingu, en þar hefur verið sléttað yfir hann. Garðurinn liggur í grasigrónu og sléttuðu túni. Hægt er þó að sjá hvar garðurinn hefur legið til vesturs frá girðingunni austan við Hópstún. Frá girðingunni er um 30 m kafli þar sem einungis er merkjanlegur hryggur þar sem garðurinn var. Þá verður garðurinn greinilegri og sést hann þaðan á um 36 m kafla til vesturs þar til rof er í hann og honum hefur alveg verið rutt á 22 m kafla. Hann birtist aftur þar vestan við á 40 m kafla áður en hann verður enn aftur ógreinilegur og úr honum sléttað. Þó sést hann óglöggt í 35 m til viðbótar sem hæð í túninu uns hann hverfur alveg. Hornsteinn í norðvesturhorni garðsins er enn merkjanlegur í sléttu túninu miklu vestar, en þær garðleifar sem enn sjást á yfirborði.
Ljóst er að íbúar og sveitarstjórnarfólk í Grindavík hefur í mörg áhugaverð horn að líta – ef viljinn er fyrir hendi.
Heimildir m.a.:
-Þjóðminjalög 2001.
-Saga Grindavíkur.
-Brynjúlfur Jónsson.

Bæjarhóll gamla Hóps