Helgistaðir við Hafnarfjörð – saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi

Árnakirkja á Görðum árið 1840.

Á árinu 2014 kom út þríritið „Helgistaðir við Hafnarfjörð – saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi„, þ.e. ritverk í þremur bindum saman í öskju.

Hafnarfjarðarkirkja

Ritverkið „Helgistaðir við Hafnarfjörð – saga Hafnarfjarðarkirkju og Garðaprestakalls á Álftanesi“.

Í aðfaraorðum ritnefndar, skipuð Jóanatni Garðarssyni, Sigurjóni Péturssyni og Gunnþóri Þ. Ingasyni, segir m.a.: „Ritverk það, sem hér liggur fyrir, er samið að tilhlutan sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju í tilefni þess að árið 2014 eru 100 ár liðin frá því að hafnarfjarðarkirkja var vígð.
Fyrstu hugmyndir að ritinu komu fram á fundum nefndarinnar á árinu 2003 og var þá skipuð ritnefnd. Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- og fornleifafræðingur ritaði verkið.
Upphaflega var hugmyndin sú að gefa út mun minna ritverk í tilefni 90 ára afmælis Hafnarfjarðarkirkju árið 2004. Það rit átti einungis að ná yfir tímabilið 1914 til 2004 og fjalla um Hafnarfjarðarkirkju, safnaðarstarfið og bæjarlífið á því skeiði. Fljótlega var horfið frá því að gera eingöngu yfirlitsrit um sögu Hafnarfjarðarkirkju og vinna í þess stað að heildstæðu verki um sögu kristnihalds í Garðaprestakalli hinu forna og helgihald í Hafnarfirði. Það ritverk, sem nú liggur fyrir, spannar því rúmlega 1000 ára sögu, eða allt frá landnámi til samtíðar. Í því er gerð ítarleg grein fyrir rótum og forsendum að sögu Hafnarfjarðarkirkju og þróun kirkjustarfs. Engu prestakalli Íslands hafa verið gerð jafn greinargóð skil í söguriti“.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 1846 – teikning Benedikts Gröndahls.