Straumssel

“Í ritgerð þessari vil ég minnast Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hann bjó að Straumi í Hraunum. Hraunabæir nefndist syðsta byggðin í Garðahreppi, nema allra syðsti bærinn, Hvassahraun, en það er í Vatnsleysustrandarhreppi. Sú jörð liggur syðst í Setbergsbaerinn-231hraunjaðrinum að norðanverðri Vatnsleysuvík.
Þó bóndi þessi bæri tvö nöfn var hann ævinlega bara nefndur Tjörvi. Í mínum stráksaldri kynntist ég honum vel en var nærri fulltíða maður er ég varð þess áskynja að hann hefði heitið tveim nöfnum.

Guðmundur Tjörvi fæddist 16. ágúst 1850 að Setbergi í Garðahreppi. Þar búa þá foreldrar hans, Guðmundur Guðmundsson og Katrín Guðmundsdóttir. Guðmundur faðir Tjörva var sonur Guðmundar Bjönssonar, hann bjó í Hafnarfirði, Krýsuvík og víðar. Föðurmóðir Tjörva var, Dagbjört Tjörvadóttir. Þess má geta til gamans að Tjörvanafnið hefir loðað þar við ætt frá því fyrir 1700 og er þá komið úr Skagafirði, því Guðrún Tjörvadóttir sem var úr Skagafirði var langa-langamma Tjörva bónda í Straumi. Katrín móðir Tjörva var talin farsæl ljósmóðir. Þessi Katrín Tjörva móðir var þrígift, átti fyrst Halldór Halldórsson frá Hrauntúni. Aðeins er getið eins sonar þeirra, það var Halldór Halldórsson bóndi að Nýjabæ á Arnarnesi. Annar maður Katrínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi á Setbergi. Sá var faðir Tjörva. Hann deyr 1855, þannig verður Tjörvi föðurlaus aðeins fimm ára gamall. Þriðji maður Katrínar Tjörvamóður var Guðmundur Símonarson, bóndi og hreppstjóri á Setbergi og síðar í Straumi, en þessar jarðir voru báðar í Garðahreppi. Katrín átti tvær dætur með þessum þriðja manni sínum, þær hétu Valgerður og María. Þær þóttu allfjarri því að erfa skörungsskap móður sinnar, auk þess dóu þær báðar um þrítugsaldur.

Setbergssel-231

Eins og fyrr greinir dó Guðmundur faðir Tjörva þegar drengurinn var aðeins fimm ára. Fljótlega kemur annar Guðmundur til sögunnar, sá var Símonarson. Hann varð stjúpfaðir Tjörva. Mér skilst að með þeim hafi verið knappir dáleikar, en Katrínu móður sína mat hann mikils og ræddi oft og vel um hana á sínum efri árum. Eins talaði hann oft um föðurmóður sína Dagbjörtu Tjörvadóttur. Mér þykir sennilegt að hann hafi munað vel eftir þessari ömmu sinni frá uppvaxtarárum sínum á Setbergi enda má það vel vera ef hún hefir verið enn á dögum eftir að hann fer vel að muna eftir sér.
Ekki veit ég hvenær Tjörvi flytur frá Setbergi að Straumi ásamt móður sinni og stjúpföður þó hefir það ekki verið síðar en á vordögum 1867. Eg marka það af því, að þetta tilgreinda vor sest að á Setbergi, Jón Guðmundsson. Hann var fæddur að Fossi í Hrunamannahreppi 23. desember 1824 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum fram á tólfta aldursár. Jón þessi var langafi minn. Jafnan nefndur Jón á Setbergi og er svo raunar enn þegar hans er minnst. Út frá þessu veit ég með vissu að Tjörvi hefir ekki verið eldri en á sautjánda ári þegar hann flyst að Straumi. Hvenær hann tók þar við búsforráðum er mér ekki ljóst, þó býr mér í grun að hann hafi ungur búið þar í skjóli móður sinnar löngu áður en hann tók þar við að fullu og öllu sem eigandi jarðarinnar. Eg marka þetta af munnmælasögum sem gengu þar syðra um stjúpföður hans Guðmund Símonarson.

Straumur-231

Þær herma að hann hafi búið að nokkur leyti sér, m.a. haft selstöðu við norðanverðar Undirhlíðar sem er í afréttarlöndum Garðahrepps. Þar er enn þekkt örnefnið Gvendarsel og Gvendarselshæð, einnig var talað um Gvendarselshellir. Þessi örnefni áttu að vera kennd við þennan sama Guðmund sem var Tjörva fóstri.
Tveir eldri bræður mínir, Guðmundur sem bjó á Kluftum og Diðrik sem bjó á Kanastöðum þekktu vel hellisskútann og töldu hann bera með sér glögg mannvistareinkenni.
Útilokað er að þarna sé málum blandið varðandi Straumssel, sem var og er þekkt örnefni miklu vestar og sunnar í hraunbreiðunni. Þetta er sunnarlega í heimalöndum Straumsjarðarinnar. Mér þykir líklegt að Tjörvi hafi tiltölulega ungur verið farinn að búa í Straumi nokkuð sjálfstætt áður en hann hlaut þar fullt forræði yfir jörðinni. Kona Tjörva var Arnleif Stefánsdóttir frá Sviðholti af efnuðu og velmetnu fólki komin. Þau Arnleif og Tjörvi bjuggu að Straumi meðan þeirra samvistir entust. Einkadóttir þeirra hlaut að nafngjöf Stefanía Guðlaug, hún fæddist 2. september 1883. Henni varð ekki auðið langra lífdaga, því hún lést úr bráðaberklum sextán ára gömul laust fyrir aldamótin 1900.
Ég veit ekki hvaða ár Tjörvi missti Arnleifi konu sína. Eftir að hann varð ekkjumaður bjó hann lengi með ráðskonu, fyrst að Straumi Gvendarsel-231og svo í svonefndum Tjörvabæ í Hafnarfirði.

Fyrr á tíð þótti Straumur góð bújörð. Áður fylgdi jörðinni allmargar hjáleigur sem áttu þar að mestu óskipt land með heimajörðinni en voru a.m.k. sumar í séreign ábúenda seinni árin sem þær voru í byggð. Þær hétu: Litli-Lambhagi, Stóri-Lambhagi, Gerði, Þorbjarnarstaðir, Þýskabúð og Péturskot.
Tjörvi þótti góður bóndi. Sauðfjárbúskapur mun hafa verið traustasta undirstaða búskapar í Hraununum. Vetrarbeit reyndist þar farsæl og örugg í flestum árum, bæði til fjalls og fjöru. Sölvareki á hausti og í vetrarbyrjun var árviss við Þórðarvík skammt frá Lambhagabæjum. Kvist- og lyngbeit ágæt upp um hraunlandið.
Á Reykjanesskaganum er oft æði úrkomusamt þá komu sauðkindinni oft til góða öll þau skútaskjól sem hraunlandið býður þar upp á. Áður hafa Hraunamenn efalítið stólað talsvert á sjávarafla sér til búdrýginda, þó trúi ég að Innnesjamenn hafi verið þeim aðsætnari á því sviði. Þetta má teljast fullkomlega eðlilegt þegar til þess er litið að Hraunabyggðin bauð upp á tiltölulega trausta afkomu af sauðfjárbúskap. Straumsvík var lygn vogur sunnan við bæinn í Straumi, farsæll og öruggur lendingarstaður.
Gudjon Gudmundsson-231Áður en Tjörvi gekk í hjónaband eignaðist hann son sem Guðjón var nefndur. Móðir þessa drengs hét Oddbjörg. Ekki veit ég með hve miklum dáleikum þessum Tjörvasyni var tekið þegar hann kom í þennan heim. Oftar en ekki reynist sú ánægja eitthvað blendin þegar „holubörn” eiga í hlut. Hitt veit ég með vissu að enga lifandi afkomendur ætti Tjörvi ef Guðjón þessi hefði ekki komið til sögu í þessu efni.
Mér er ekki kunnugt um hver afskipti Tjörva hefur haft af syni sínum á þeim árum sem drengur þessi óx úr grasi. En ljóst er af framvindu mála að Straumsbóndinn byggir syni sínum hluta af eignarjörð sinni í þann mund að Guðjón staðfestir ráð sitt. Kona Guðjóns hét Þorbjörg Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum í Hraunum. Ég veit engin deili á Guðmundi þessum önnur en þau að hann var seinni maður Ragnheiðar húsfreyju á Óttarsstöðum og Þorbjörg var einkabarn þeirra. Ragnheiður var Hannesdóttir frá Tungu í Gaulverjabæjarhreppi. Hennar ættir víðar um Flóa og ofanvert Árnesþing. Styttra varð í búskap þessara ungu hjóna en til stóð, því konan deyr skyndilega, þá ný stigin upp af sæng eftir sinn fyrsta barnsburð. Þannig tvístraðist þessi fjölskylda. Litla stúlkan sem þessi ungu hjón eignuðust var látin heita Þorbjörg Stefanía, bar því nafn móður sinnar og hálfsystur föður síns, sem var Stefanía Guðlaug Tjörvadóttir, en hennar er getið hér að framan. Guðjón kemur Þorbjörgu litlu dóttur sinni í fóstur hjá ömmu hennar Ragnheiði Hannesdóttur á Óttarsstöðum. Hann hrökklast fljótlega frá búskap sínum í Straumi. Enn stóðu opnar dauðans dyr gagnvart afkomendum Tjörva, því Guðjón sonur hans er allur sex árum síðar, þá var Þorbjörg dóttir hans á sjöunda ári.
Þegar hér er komið sögu var þessi litla stúlka Þorbjörg Stefanía eini þálifandi afkomandi Tjörva í Straumi. Þegar Þorbjörg þessi er uppkomin giftist hún Vilmundi Gíslasyni frá Kjarnholtum í Biskupstungum, þar hófu þau búskap á vordögum 1924. Þau bjuggu í Kjarnholtum til vors 1934, en þá flytjast þau að Króki, sem er smábýli í Garðahverfi. Þessi dapurlegu bústaðaskipti komu ekki til af góðu.

Bjarni Bjarnason-231

Vilmundur frændi minn lenti í alvarlegum og langvarandi veikindum, fyrir þær sakir neyddust þessi ungu hjón til að hverfa frá blómlegu búi og afburða góðri bújörð, sem þar að auki var föðurleifð Vilmundar. Þau Þorbjörg og Vilmundur eignuðust fjögur börn, þau systkini og þeirra niðjar eru eina fólkið, sem eru afkomendur Tjörva fyrrum bónda í Straumi.
Þegar Tjörvi brá búi seldi hann Bjarna Bjarnasyni, skólastjóra jörðina og áhöfn að stærstum hluta. Ekki veit ég með vissu hvenær þau kaup gerðust. Ég tel víst að það hafi verið um 1925 eða jafnvel fyrr.
Bjarni var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar 1912 -1915 og skólastjóri við sömu stofnun 1915 – 1929. Jafnframt stundakennari öll árin 1912 – 1929 við Flensborgarskólann. Hann keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918—1930. Þegar Bjarni fer frá Straumi tekur hann við skólastjórastarfi að Laugarvatni og var löngum kenndur við þann stað frá þeim tímamótum.
Tjörvi andaðist 6. febrúar 1934. Eftir fráfall Tjörva bjó Gerða gamla í bænum sem
alltaf var við hann kenndur eftir að þau settust þar að. Þarna átti hún samastað allt til síns endadægurs. – Jón í Skollagróf.”

Heimild:
-Litli Bergþór, 20. árg. 1999, bls. 26-30.

Gamli Setbergsbaerinn-2331

Gamli Setbergsbærinn.