Haldið var upp úr jarðfallinu og beygt til norðausturs, aftur inn á Óttarsstaðaselstíginn. Eftir stutta göngu eftir honum yfir tiltölulega gróið hraun var komið upp á hraunhól. Norðan hans var jarðfall, fjárskjól, og í því mikil vegghleðsla, algerlega heil, Sigurðarskúti.


Óttarsstaðasel eru rústir tveggja seljahúsa og snúa þau göflum saman. Aðrar dyrnar hafa snúið í austur og hinar í vestur. Göng og tvær vistarverur hafa verið í hvoru húsi. Í seljum 250 á Reykjanesskaga voru vistarveran venjulega með sama inngang og búr eða geymsla, en eldhúsið til hliðar með sérinngangi. Undantekningar eru þó þar á og ræðst það sennilega af aldri mannvirkjanna. Vatnsstæðið er rétt hjá tóttunum í austur. Í vestur er hraunhryggur og vestan í honum er stórt fjárskjól með miklum hleðslum. Vel má greina hlaðinn stekk sunnan við selið og sunnan þess er greinilegur nátthagi.
Í litlum skúta suðvestan við vatnsstæðið er einnig gott vatn að finna. Þar vestan við er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá hólnum liggur Rauðhólastígur að Tóhólum og Rauðhól. Í Tóhólum er Tóhólahellir og í Rauðhól er Rauðhólshellir. Stígurinn liggur síðan um

Vestan við Óttarsstaðarsel, í u.þ.b. 15 mín. fjarlægð, er Lónakotssel. Í því eru þrjár byggingar. Auk Lónakotssels voru þar sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Austan við Óttarsstaðasel, í u.þ.b. 20 mín. fjarlægð, er Straumssel. Þar var búið fram á miðja 19. öld, eða þangað til bærinn brann. Enn austar eru gömul sel frá Þorbjarnarstöðum, Gjásel og Fornasel. Nýlega var grafið í tvær tóftir þess síðarnefnda og kom í ljós að þær voru frá 1500-1600.
Suðaustan við Óttarsstaðasel eru miklar hleðslur fyrir skúta, Fjárskjólið mikla (Óttarsstaðaselshellir).