Færslur

Óttarsstaðasel
Gengið var frá Rauðamel að fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Henni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð.
Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðafjárskjól.

Sunnan í því er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, hlaðið fyrir skúta. Skammt vestan brunnsins var beygt s Óttarstaðaselsstíg. Önnur nöfn á stígnum eru Skógarstígur og Raftastígur (og stundum Rauðamelsstígur). Skömmu eftir að komið fyrir sporðinn á Selhrauni þegar yfir línuveginn var komið, var beygt út af honum til vesturs með fallegum hraunhól. Gengið var inn í stóra sprungu og síðan inn eftir henni þangað til komið var að stóru jarðfalli. Þar blasti við mikil hleðsla fyrir víðum skúta. Haldið var upp úr jarðfallinu og beygt til norðvesturs.

Brennisel

Brennisel.

Eftir stutta göngu yfir tiltölulega gróið hraun var komið upp á hraunhól. Norðan hans var jarðfall og í því mikil vegghleðsla, algerlega heil. Utar er hleðsla fyrir skúta, en í miðju jarðfallinu er greinileg tótt. Hún sést ekki yfir sumarið því birkið vex svo til alveg yfir hana og yllir jarðfallið. Þarna er sennilega um Brennisel að ræða, sem gamlar heimildir eru til um. Það var sel notað til kolagerðar, en ofar í Almenningunum var hrístaka svo til allra bæja með ströndinni, allt fram á 19. öld. Ef vel er leitað þarna skammt norðar má finna enn eldra og líklegt kolasel, í lægð við hraunhól. Hleðslurnar eru vel mosavaxnar og erfitt að greina þær, en tótt er enn greinileg handan við hleðslurnar. Sama er að segja um þetta sel og hið fyrra, gróðurinn þekur það nú alveg yfir sumartímann.

Álfakirkja

Álfakirkja.

Sunnan Brennisels er mikill krosstapi, sennilega þriðji Krosstapinn á þessu svæði, sem getið er um. Hann ber heitið Álfakirkja. Í honum norðanverðum er fjárhellir með hleðslum fyrir munna. Ef haldið er til austurs frá Álfakirkjunni, að Óttarsstaðaselsstíg og honum fylgt spölkorn til suðurs má sjá vörðu á hægri hönd. Hún stendur við jarðfall og neðan hennar eru vandlegar hleðslur fyrir skúta. Hann er lágur mjög en víður um sig. Hrísrunni vex fyrir opið og því er mjög erfitt að komast að honum yfir sumartímann.

Óttarsstaðasel

Meitlaskjól.

Nokkru sunnar eru Meitlarnir, Stóri-Meitill og Litli-Meitill. Þetta eru greinileg fjárskjól í hlofnum hraunhólum vestan stígsins (Meitlaskjól). Rétt eftir að gengið er yfir Stóruhæðir og skömmu áður en komið er upp úr litlu dalverpi við svonefnda Meitla og í Óttarsstaðasel má sjá lítinn fjárhelli vinstra megin við stíginn, Meitlahelli eða Meitlaskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og framan við opið. Líklega hafa þær verið notaðar sem kví því þarna er gott skjól fyrir suðaustanáttinni. Óttarsstaðasel eru rústir tveggja seljahúsa og snúa þau göflum saman. Aðrar dyrnar hafa snúið í austur og hinar í vestur. Göng og tvær vistarverur hafa verið í hvoru húsi. Í seljum á Reykjanesskaga voru vistarveran venjulega með sama inngang og búr eða geymsla, en eldhúsið til hliðar með sérinngangi.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – nátthagi.

Vatnsstæðið er rétt hjá tóttunum í austur. Í vestur er hraunhryggur og vestan í honum er stórt fjárskjól með miklum hleðslum. Vel má greina hlaðinn stekk sunnan við selið og sunnan þess er greinilegur nátthagi.
Í litlum skúta suðvestan við vatnsstæðið er einnig gott vatn að finna. Þar vestan við er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá hólnum liggur Rauðhólastígur að Tóhólum og Rauðhól. Í Tóhólum er Tóhólahellir og í Rauðhól er Rauðhólshellir. Stígurinn liggur síðan um Skógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðasel – Þúfhólsskjól.

Annar Mosastígur liggur frá Óttarsstaðaselsstíg norðan við Bekkina áleiðis upp í Skógarnef. Þá götu fóru Hraunamenn er þá vantaði mosa til eldiviðar.
Vestan við Óttarsstaðarsel, í uþ.b. 15 mín. fjarlægð, er Lónakotssel. Í því eru þrjár byggingar. Auk Lónakotssels voru þar sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Austan við Óttarsstaðasel, í u.þ.b. 20 mín. fjarlægð, er Straumssel. Þar var búið fram á miðja 19. öld, eða þangað til bærinn brann. Enn austar eru gömul sel frá Þorbjarnarstöðum, Gjásel og Fornasel. Nýlega var grafið í tvær tóttir þess síðarnefnda og kom í ljós að þær voru frá 1500-1600.
Frábært veður.

Óttarsstaðasel

Tóftir Óttarsstaðasels.

Óttarsstaðasel

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni, öðru nafni Kristrúnarborg, skammt sunnan við Reykjanesbraut ofan við Lónakot, og inn á Alfararleið. Landamerki Óttarsstaða og Lónakots eru þarna skammt vestar. Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg.

Austan við fjárborgina eru hraunhæðir, Smalaskálahæðir. Syðst í því er stórt og mikilfenglegt jarðfall, Smalaskálaker, með rauðamelsgúl í miðjunni. Í því er útilistaverk; lítið hús með ranghverfu. Hreinn Friðfinsson, myndlistamaður, reisti það 1974 og nefndi Slunkaríki (það er nú horfið (eftir stendur ótilgreint útlitsverk á sama stað)).
Leiðinni var fylgt skamma leið til vesturs uns komið var að Lónakotsselsstíg. Honum var fylgt upp að Lónakotsseli, en áður en komið var að selinu var gengið vestur með norðanverðum hraunhólunum og skoðað þar í kring. Gengið var að vörðunni efst á hólnum ofan við selið. Stendur hún við fallega sprungu á Skorási. Myndar hvorutveggja myndræna umgjörð um Keili ef horft er þaðan til suðurs.

Lónakotssel

Lónakotssel.

Norðaustan undir hólnum kúra tóttir selsins, fjórar talsins. Suðaustan þeirra er fallegur stekkur og annar skammt norðar, handan lágrar hæðar. Opið vatnsstæði er skammt sunnar, en það þornar örugglega í þurrkum. Vestan við selið er stórt jarðfall. Í því er fallega hlaðinn stekkur og fjárskúti, nefndur kvenmannsnafni.
Um 20 mínútna gangur er í austur yfir í Óttarsstaðasel. Há varða sunnan þess segir til um stefnuna. Rétt áður en komið er að selinu, skammt sunnan vörðunnar, er fallega hlaðið fjárskjól.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Handan hraunhólsins birtist selið. Sunnan þess er hlaðinn stekkur. Vestan þess er skúti í jarðfalli, en þangað hefur líklega verið sótt vatn ef vatnsstæðið sunnan selsins þornaði. Það er þó bæði stórt og vatnsgott. Suðaustan selsins eru miklar hleðslur. Innan þeirra er nátthagi. Sunnan selsins eru hlaðið fyrir fjárskjól. Sennilega heitir þar Rauðhólsskúti, en fjárskjólið vestan selsins Þúfhólskjóls. Engar merkingar eru þarna frekar en í hinum seljunum 139 á Reykjanesi. Skammt norðan við Rauðhólsskúta er nátthagi með hlaðið gerði fyrir hraunlægð.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – nátthagi.

Óttarsstaðaselsstígur liggur til norðurs beint við tóttina. Eftir að hafa gengið spölkorn eftir henni er komið í hvamm. Sunnan í honum eru hleðslur fyrir fjárskjóli, Norðurskúti. Ef stígunum er fylgt áfram til norðurs birtist fljótlega há varða á vinstri hönd, skammt vestan stígsins. Undir henni er Sveinshellir í jarðfalli, falleg hleðsla á tveimur stöðum. Fyrir opinu er birkihrísla svo erfitt er að greina opið á sumartíma. Þegar farið er í gegnum hraunið áfram til norðurs er komið að grófu hrauni í svonefndum Bekkjum. Er yfir það er komið tekur við gróð hraun. Framundan eru hraunhólar. Í einum þeirra er Sigurðarhellir (Bekkjaskúti), stórfallegt fjárskjól utan í jarðfalli. Einstigi liggur að opinu í gegnum hraunklofa.

Brennisel

Brennisel.

Ef gengið er norður og niður úr jarðfallinu birtist varða framundan. Norður undir henni er Brennisel, heil falleg hleðsla og framan við hana er tótt í jarðfalli. Hún sést ekki yfir sumartímann þar sem hrísið þekur hana svo til alveg. Fast austan við stóru hleðsluna er önnur hleðsla fyrir fjárskjóli. Enn norðar er mjög gömul hleðsla utan í hraunhól. Þetta virðist vera enn eldra kolasel.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Ef hins vegar er gengið til norðausturs út á Óttarstaðaselsstíginn er komið að gatnamótum ef hann er genginn spölkorn til norðurs. Við þau eru tvær vörður. Liggur stígurinn til suðsuðvesturs upp landið og er varðaður áfram, a.m.k. upp í Skógarnef. Þarna er líklega kominn svonefnd Skógargata (eða Skógarnefsgata), en Óttarsstaðaselsstígur hefur stundum verið nefndur Skógargata og einnig Rauðamelsstígur. Stígurinn liggur að Óttarsstaðafjárborginni. Honum var fylgt að upphafsreit.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg.

Straumssel

Gengið var frá Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarfjárborg), hlaðin um 1870, yfir á Alfaraleið og upp í Brennisel.

Brennisel

Brennisel.

Brenniselshæð er þar nefnd skv. heimildum og sjá má selið í hraunkvos. Um erð að ræða tóft og fallega hlaðið skjól. Hlaðið er fyrir fjárskjól skammt austar. Norðan við Brenniselið eru enn eldri minjar um kolagerð. Þar smá sjá hlaðinn vegg í skjóli við hraunhærð. Gróið er yfir hleðsluna, en ef vel er að gáð má sjá móta fyrir henni.
Frá Brenniselinu, sem auðkennt er með vörðu ofan við það, var gengið að Álfakirkjunni og fjárskjólið undir henni skoðað. Um er að ræða tignarlega klofkletta. Undir þeim er skjól og hleðslur fyrir. Það var trú Hraunamanna að Álfakirkjan væri helgasti staður álfanna í Hraunum. Þá trúðu þeir því að álfarnir héldu verndarhendi yfir fénu er leitaði skjóls í skjólinu.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Haldið var yfir hraunið og að Bekkjaskúta utan í jarðfalli skammt vestan við Óttarsstaðasel og þaðan í Sveinsskúta skammt ofar. Frá honum var stígnum fylgt að Norðurhelli og í Óttarsstaðasel. Litið var á tóftir selsins og brunnstæðið vestan selsins, stekkinn, Þúfhólsskútann, Nátthagann og Rauðhólsskúta áður en stefnan var tekin austur yfir hraunið að Efri-Straumsselhellum.
Efri-Straumsselshellar eru með miklum hleðslum umhverfis. Smalabyrgi er ofan á holtinu. Hlaðið er um opið á hellinum, sem er allrúmgóður, en einhvern tímann hefur gerðinu verið breytt í rétt.

Efri-Straumsselshellar

Efri-Straumsselshellar.

Frá Efri-Straumsselshellum var gengið norður að Neðri-Straumsselhellum og síðan niður í Straumssel. Hellarnir eru rúmgóð fjárskjól. Skammt ofan neðri hellanna er forvitnileg hleðsla, sennilega fallin hleðsla um op í enn eitt fjárskjólið. Þarf að skoðast betur síðar.
Ljóst er að stóra tóftin í Straumsseli, sem talin er hafa verið selið er líkast til af gamla bænum, sem búið var í er hann barnn skömmu fyrir aldamótin 1900. Straumsselið er skammt sunnar og sést það vel ef að er gáð. Vestan þess er gamall brunnur. Núverandi brunnur er hins vegar norðan við bæinn og var gott vatn í honum.
Frá Straumsseli var haldið norðvestur yfir brunahraunið og það skoðað, m.a. myndalegt jarðfall norðan selsins. Í botni þess vex falleg burknaþyrping.
Frábært veður.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Einiber

Ákveðið var að reyna að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa.
Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. Rjúpur á stangli.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hvassahraunssel-22

Hvassahraunssel – stekkur.

Há varða er á austanverðum hraunhrygg, sem selið er norðvestanundir. Tóttir tveggja heillegra húsa eru í selinu, hvort um sig þriggja herbergja. Gróinn stekkur er undir hraunásnum og annar hlaðinn, heillegur vestan við tóttirnar. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Í örnefnalýsingu Gísla fyrir Hvassahraun segir m.a. um Hvassahraunssel: “Heiman úr Tröðum liggur troðningur suður um Hellur, suður á hraunið. Það er Hvassahraunsselsstígur eða Selsstígur. Stígur þessi lá áfram suður hraun allt til Krýsuvíkur. Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnar nokkuð Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásum. Veggirnir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af Selinu, og er erfitt að finna það.”
Haldið var áfram til suðurs upp frá selinu, framhjá Snjódölum, djúpum fallegum hHvassahraunssel-21raunlægðum, upp Mosana meðfram Eldborgarhrauni. Þegar komið var að hraunhæð ofarlega í þeim svo til alveg við hraunkantinn, var gengið eftir stíg yfir hraunið og inn á Skógarnefið. Svæðið er mikið gróið og fegurð þess endurnýjar snarlega sérhverja orkulind þreytts ferðalangs. Klukkustund liðinn frá upphafi ferðar.
Gengið var niður með gróðursvæðinu og síðan svolítið inn á því. Mikið af rjúpu. Skömmu áður en komið var að landamerkjagirðingu Lónakots, sem liggur þarna niður að Krossstöpum, taka við brattur og gróinn hraunbakki. Ofan hans er nokkuð slétt Mosahraun, en ofar runnabrekkur Almennings.
Leitað var að Skógarnefsskútanum, en árangurslaust að þessu sinni.
Neðan við bakkann var hlaðið umhverfis greni (Skógarnefsgreni). Þrjár litlar vörður voru allt um kring. Norðar má sjá litla vörðu við mosahraunskantinn. Við vörðuna liggur stígur stystu leið í gegnum hraunið í áttina að einum Krosstapanum. Lítil varða var hlaðin við stígsendann að norðanverðu. Skammt norðar var hlaðið í kringum greni (Urðarásgreni) og litlar vörður um kring.

Urðarás

Urðarás.

Framundan var mikill stórgrýttur urðarás, merkilegt jarðfræðifyrirbrigði. Þegar komið er að krossstöpunum þessa leið má glögglega sjá þrjá slíka. Sá austasti er greinilega stærstur, en um hann liggur landamerkjagirðingin. Lítill krossstapi er skammt vestar og sá þriðji mun lægri skammt norðvestar. Norðvestan við neðsta krossstapann var hlaðið umhverfis tvö greni (Krossstapagrenin). Fallegt ílangt jarðfall var sunnan þeirra. Örn kom fljúgandi úr vestri á leið yfir að Skógarnefi og flaug lágt. Ótrúleg stærð. Hefur líklega komið úr Arnstapahrauni [Afstapahrauni] þarna vestan við.

Lónakotssel

Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.

Sjá mátti háu vörðuna ofan við Lónakotssel í norðri. Önnur varða var á hraunhól í norðvestri. Gengið var að henni og áfram í sömu átt niður hraunið. Lónakotsselsstígnum var fylgt að hluta, en þegar stutt var eftir niður að Reykjanesbraut var beygt til norðurs og tvær hlaðnar refagildrur, sem þar eru á kjarrgrónum hraunhól, skoðaðar.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot segir m.a. um Lónakotssel: “Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum.  Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali, klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.” 

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvassahraun

Hvassahraunssel

Í Hvassahraunsseli.

Óttarsstaðasel

Gengið var að Óttarstaðafjárborginni (Kristrúnarborg). Borgin er mjög heilleg,

Brennisel

Brennisel – kolagröf fremst.

Skammt austan við borgina er Slunkakríki, rauðamölshóll í djúpri hraunkvos. Á hólnum stóð eitt sinn listaverk, en er nú niðurnítt. Gengið var upp að Brenniseli, en á leiðinni var leitað að öðru kolaseli, sem fannst fyrir u.þ.b. tveimur árum, en týndist aftur. Það kom í leitirnar skammt norðan við Brennisel. Það virðist vera mun eldra. Brenniselið er með fallegri fyrirhleðslu og tótt í gróinni kvos. Fast austan hennar er hlaðið fjárskjól. Í tóftinni er talsvert hrís. Erfitt er sjá tóftina eftir að runnar fara að laufgast í byrjun sumars.

Álfakirkja

Álfakirkja í Hraunum.

Haldið var upp í Álfakirkjuna og hún skoðuð. Norðan undir henni er hlaðið fjárskjól með fyrirhleðslum. Álfakirkjan var talinn einn helgasti staður álfanna í Hraunum. Hraunamenn trúðu því að álfarnir héldu verndarhendi yfir fénu er leitaði skjóls í skútanum.
Þá var haldið til suðurs upp í Lónakotssel. Í selinu eru fjögur hús, þrír stekkir og fjárskjól í hraunkvos. Fjárskjólið er niður og utan í hraunkvosinni vestan við selið. Í henni er einnig einn stekkjanna eða gömul rétt. Norðaustan seljanna er stekkur og annar sunnan þeirra. Tækifærið var notað og selið rissað upp.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Þá var haldið yfir að Óttarstaðaseli. Vestan þess er Tóhólaskúti, hlaðið fjárskjól. Selið sjálft er einungis eitt hús með þremur rýmum (dæmigerð selstaða á Reykjanesskaganum). Sunnan þess er þrískiptur stekkur og lítil rétt. Enn sunnar er Rauðshólsskúti, hlaðið fjárskjól. Norðnorðaustan hans er hlaðinn nátthagi. Norðan selsins er Norðurskjól, svo til alveg við Óttarstaðaselsstíginn. Stígnum var fylgt til norðurs. Á leiðinni var komið við í Sveinsskúta, hlaðið fyrir fjárskjól, og Bekkjakúta, einnig hlöðnu fjárskjóli í hraunkvos. Komið var niður á Alfararleiðina og henni fylgt til vesturs uns hringnum var lokað.

Lónakotssel

Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.

Straumsselsstígur

Gengið var eftir Straumsselsstíg frá gamla Keflavíkurveginum áleiðis upp í Straumssel. Ætlunin var að ganga í gegnum það upp fyrir Almenning og síðan til baka um Bringur og Óttarsstaðasel.

Hellir

Mannvistarleifar í helli.

Þegar komið var yfir Alfaraleiðina liggur stígurinn áfram til suðausturs vestan Miðmundarhæðar, yfir haft á hraunhrygg, áfram yfir Selhraun og síðan vestan Draughólshrauns, við vesturenda Straumselshæða og upp í selið. Draughóllinn sést vel efst í hrauninu, mosavaxinn. Hraunið virðist vera á litlum bletti í grónu Hrútargjárdyngjuhrauninu. Það er eitt af nokkrum svonefndum Selhraunum á þessu svæði. Straumsselið er skammt ofar.
Að þessu sinni var vikið út af selsstígnum ofan við fyrrnefnt haft á hraunhryggnum. Ofan þess er hlaðið skeifulaga byrgi refaskyttu. Frá því hefur hún hafu gott útsýni yfir slétt hraunflæmið. Gæsir, sem höfðu hópað sig saman á Tjörnunum milli Þorbjarnastaða og Gerðis, tóku sig á loft og virtust stefna til veturssetu sunnar í álfunni. Hraunin við Straumsvík og umhverfis Þorbjarnarstaði eru að mestu klædd gamburmosa en grónir grasbalar eru áberandi næst bújörðum sem og selstöðunum. Gróður við tjarnirnar er einstakur þar sem hann hefur þurft að aðlagast ísöltu vatni, aðlögun sem einungis hefur staðið í 5-7 þúsund ár, eða frá því hraunið rann.
Þorbjarnarstaðir, Péturskot og Gerði bera með sér búsetulandslag með hlöðnum veggjum, stekkjum, réttum, tröðum, brunngötum, alfaraleið og öðrum minjum. Þorbjarnarstaðatjarnir, Gerðistjarnir og umhverfi eru jafnframt á náttúruminjaskrá.
Gengið var til norðausturs yfir á selsstíg, sem gjarnan hefur verið nefndur Straumsselsstígur, en liggur frá Þorbjarnastöðum um Flárnar upp í Gjásel og Fornasel. Við norðanverða Katlana liggur síðan tengistígur af honum upp í Straumssel um Straumsselshæðir. Á kafla, þar sem hraunhellan er hvað sléttust, má sjá djúp för í klöppina. Líklega hefur þessi stígur legið upp í Fornasel og Gjásel. Þau lögðust af mun fyrr en t.a.m. Straumssel. Einhvern tímann hefur verið gerð hjáleið frá Straumsseli niður á stíginn og hann að öllum líkindum síðan notaður sem annar selstígur af tveimur upp í selið.

Þorbjarnastaðastekkur

Þorbjarnastaðastekkur.

Á leiðinni var tækifærið notað og litið á Kápuhelli við vesturjaðar Laufhöfðahraunsins. Tiltölulega auðvelt var að rekja tengistíginn upp í Straumssel. Að vísu er hann merktur á kort of austarlega þannig að hætta er á að fólk geti lent í tímabundnum vandræðum, en ef farið er skammt vestar og hæðir skágengnar er leiðin greiðfær. Þá þarf hvergi að klöngrast yfir grjót og misfellur.
Hraunin í Almenningi (stundum nefndur Hraunskógur) eru að mestu klædd gamburmosa en er einnig víða vaxin kjarri. Í lok nítjándu aldar var kjarrið nánast eytt af hrístöku og fjárbeit, því sauðfé var öldum saman haft á útigangi í afréttum. Eftir að dró úr lausagöngu búfjár um aldamót 19. og 20. aldar hafa birki, víðir og einir tekið mikinn vaxtarkipp. Á stöku stað má nú sjá allt að fjögurra metra há birkitré, einkum norðan Óttarsstaðasels, ofan Meitlanna.
Almenningur hefur einkum í seinni tíð verið nefnd hraunhæðin efst á hraunbrúninni þar sem eru Stórhæðir, Hafurbjarnarholt, Skógarhæðir og jafnvel yfir í Einihlíðar. Áður var hann haunspildan milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns á Vatnsleysuströnd. Var þar fyrrum skógi vaxið en hann eyddist af höggi og beit sem fyrr sagði. Á Almenningi er einn hinna mörgu Gvendarbrunna, við gömlu Alfaraleiðina ofan Gvendarbrunnshæðar og norðan við Löngubrekkur.

Straumsselsstígur

Straumsselsstígur.

Annars er Almenningur gamalt dyngjuhraun kennt við Hrútagjárdyngju. Það er sjálfvaxið mosaþembu og kjarrlendi en að hluta til er þar ræktaður skógur. Svæðið er að mestu innan vatnsverndarsvæðis eins og það er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Við norðurmörk afmörkunar á umhverfisverndinni eru þessar mannvistarminjar; Lónakotssel, Óttarsstaðsel, Straumssel, Gjásel, Fornasel og Fjárborgin. Fleiri mannvistarminjar, hleðslur, stekkir, gerði og fjárhellar með fyrirhleðslum eru á þessum slóðum. Um Almenning lágu alfaraleiðir til forna s.s. Rauðamelsstígur, Straumsselsstígur, Hrauntungustígur og Stórhöfðastígur. Auk þess eru aðrar leiðir sem tengdust hinum ýmist til styttingar eða þær voru valdar eftir veðurlagi hverju sinni.
Gamlar þjóðleiðir og fornir stígar liggja vítt og breitt um Reykjanesfólkvang. Þessar leiðir hafa gleymst eftir að ökuvegir voru lagðir og menn hættu að þræða gamlar slóðir á ferð sinni um nesið. Flestar leiðirnar tengja byggðahverfin gömlu við útverin á Suðurnesjum. Á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur lágu t.d. Undirhlíðaleið, Dalaleið, Vatnaleið, Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur. Frá Hraunabæjunum við Straumsvík og Hvassahrauni lágu sem fyrr segir Straumsselsstígur, Rauðamelsstígur og Mosastígur til Krýsuvíkur, að Selatöngum eða Grindavíkur. Með Núpshlíðarhálsi lágu Hálsagötur og milli Vatnsleysustrandar og Vigdísarvalla lá Þórustaðastígur, sem nefnist Drumbsdalastígur þar sem hann þræðir sig frá völlunum austur að Krýsuvík. Fleiri leiðir mætti nefna, en göngufólki er ráðlagt að rýna ofan í svörðinn og skoða gamlar götur sem víða mótar fyrir þó þær séu ekki jafn augljósar og fyrrum.

Straumssel

Neðri-Straumsselshellar.

Straumsselið var skoðað. Selið er eitt örfárra á Reykjanesskaganum er óx og varð að bæ. Vel má sjá hvernig bæjarhúsin voru, kálgarður norðvestan við þau og garður umleikis. Norðar er vatnsstæðið, garður umlykur heimatúnið og hlaðið gerði er austan við bæjarhúsin. Gamla selið er skammt norðaustar.
Haldið var áfram og götu fylgt upp í Neðri-Straumsselshella. Fallegar hleðslur eru fyrir þremur opum hellanna. Þeir eru frekar lágir innvortis, en í þeim má sjá stuttar hleðslur út frá veggjum. Skammt norðan hellanna er hið ágætasta vatnsstæði.
Þegar komið var upp í Efri-Straumsselshella sáust vel hinar miklu hleðslur þar sem grunnt jarðfall hefur verið notað sem aðhald. Inn úr því er rúmgóður hellir með hleðslum við opið. Inni er gólfið sléttað. Ekki er að merkja að þar inni hafi verið haft fé. Líklega hefur hellirinn verið mannaskjól, en inni í því hafa sléttar hellur verið réttar upp til að loka fyrir að t.d. fé kæmist lengra inn eftir honum. Efri-Straumsselshellar voru notaðir sem rétt um tíma. Dilkur er norðvestan við gerðið. Úr veggjum þess hafa síðar verið tekið grjót og skjól hlaðið með norðurveggnum. Það munu refaskyttur hafa gert um miðja síðustu öld. Væntanlega hafa þeir einnig notað hellinn sem skjól á meðan dvalið var við veiðarnar í Almenningi.

Straumssel

Efri-Straumsselshellar.

Þá var ætlunin að rekja Straumsselsstíginn áfram upp Almenning, framhjá Gömluþúfu og áleiðis að Sauðabrekkum eins og hann hefur verið sýndur á uppdráttum. Almenningsnafnið mun dregið af því að þar var sameiginlegt beitiland Hraunbæjanna.
Auðvelt er að áætla stígsstæðið að skarði norðan við Gömluþúfu og síðan í sneiðin upp brekkuna að henni. Suðvestan Gömluþúfu er varða. Önnur varða er suðaustan hennar. Með jákvæðu hugarfari má rekja götuna upp að síðarnefndu vörðunni, en austan hennar tengist stígurinn inn á vestari leið Hrauntungustígsins er liggur áfram áleiðis að Fjallgrensvörðu og áfram að Sauðabrekkum.
Þegar horft er af brún Almennings yfir neðanvert hraunsvæðið, afurð Hrútargjárdyngju fyrir 5-7 þús. árum, á þessum árstíma (hausti) er litadýrðin óvíða meiri á landinu – og eru þá Þingvellir meðtaldir.
Víða má sjá vörður þarna efra. Flestar eru landamerkjavörður, ýmist á mörkum Þorbjarnastaða og Straums eða Straums og Óttarsstaða. Ein slík er á Klofakletti. Hann er á mörkum efst í svonefndum Bringum. Ofan hans heita Mosar. Skv. örnefnalýsingu eiga nöfn jarðanna er þarna koma saman að vera klöppið á bergvegg við vörðuna. Ekki var að sjá að svo væri.

Óttarsstaðasel

Vatnsból í Óttarsstaðaseli.

Þá var Almenningur skágenginn til suðvesturs áleiðis að Óttarsstaðaseli. Á leiðinni voru vörður og önnur kennileiti skoðuð. M.a. var skoðuð varða ofan á hraunklofa ofarlega í heiðinni. Op er á henni neðanverðri svo refaskytta, sem setið hefur á bak við vörðuna, hefur haft hið ágætasta útsýni láglendið fyrir neðan þar sem tófan hefur átt leið um.
Annars má víða sjá ummerki eftir refaskyttur í Almenningi, sbr. byrgið við Efri-Straumsselshella svo neðan (norðvestan) við Búðavatnsstæðið.
Búðarvatnsstæðið mun vera þar sem Helguflöt norðan á Búðarhólum er, sbr. kort af Almenningsskógi Álftaneshrepps, dags. 20. apríl 2004. Sumir hafa viljað meina að Markhelluhóll hafi verið þar rétt ofan við stæðið, en síðar “færst” lengra frá því til austurs þar sem nú eru áklappaðir stafir þeirra bæja er munu hafa átt landamerki að hólnum.
Þegar gengið var áleiðis niður að Óttarsstaðaseli mátti vel sjá hversu leiðin er greið ofan við það að Búðarvatnsstæðinu og áfram upp með Mávahlíðum. Til þeirra sést vel af hæðunum ofan við Óttarsstaðaselið. Komið var niður að Rauðhólsskúta og frá honum gengið að vatnsstæðinu norðaustan við selstöðuna. Í því var nægt vatn.
Óttarsstaðaselið er rýmra en margar aðrar selstöður í Almenningi og á Reykjanesskaganum. Rýmin eru þrjú líkt og hefðbundið er í seljum á þessu landssvæði. Íverurýmið og búrið (framar) hafa haft sama inngang (gengið inn að suðvestan) og eldhúsið, að norðaustanverðu, hefur haft sérinngang. Það er einnig óvenju rúmgott. Enn má sjá hlóðahleðslurnar. Selið er heillegt þótt vel gróið sé. Líklegt má telja að selstaðan hafi verið ein sú síðasta slíkra, sem lagðist af á þessu svæði.
Selsstígnum var fylgt áleiðis að Alfaraleiðinni. Á leiðinni var komið við í Meitlaskjóli undir Meitlum, Sveinsskúta og Bekkjaskúta, en allir þessir skútar eru einungis kippkorn frá stígnum.

Óttarsstaðasel

Varða við Óttarsstaðaselsstíg.

Þegar komið var niður eftir var haldið að þeirri leið er jafnan (einkum upp á síðkastið) hefur verið nefnd Straumsselsstígur. Fyrst var þó komið við í Gránuskúta sunnan Miðmundarhæðar.
“Straumsselsstígurinn” liggur nú um norðaustanverða Réttarhæð og kemur niður af henni suðvestan Þorbjarnarstaðaréttar (-stekks). Þaðan liggur leiðin áfram að austurgarð Þorbjarnarstaða. Sú leið virðist hins vegar ekki mjög sannfærandi, a.m.k. ekki sem tengileið fyrir Straumsselsstíginn er liggur upp frá Straumi. Sá stígur kemur beint inn á “austari” leiðina sunnan Miðmundarhæðar og er hún beint framhald af honum alla leið upp í Straumssel.

Líklegt má telja að gata hafi legið frá Þorbjarnastöðum frá túngarðinum, yfir Alfaraleið og til austurs sunnan Réttarhæðar. Sú leið virðist eðlilegri og greiðfærari tenging við “Straumsselsstíginn” vestari, sem að öllum líkindum hefur upphaflega verið selstígurinn upp í Fornasel og Gjásel, en þar voru einmitt selstöður frá Þorbjarnastöðum, miklu mun eldri en Straumsselið, svo og fjárskjólin sem þar eru í og við Brundtorfur (Brunatorfur). Gatan ber þess líka glögg merki á köflum.
Gengnir voru 17.7 km á 7 klst. og 7 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-http://www.umhverfisstofa.is/reykjanesfolkvangur/gongu.htm

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel.

Óttarsstaðasel

Gengið var vestur eftir Alfaraleiðinni frá Gerði, um Draugadali, frammeð Smalaskálahæð og að Gvendarbrunni undir Gvendarbrunnshæð. Þaðan var haldið spölkorn eftir leiðinni til vesturs uns komið var að gatnamótum Rauðamelsstígs eða Skógargötu, eins og hann stundum var nefndur, auk Óttarsstaðaselsstígs. Stígurinn liggur upp frá Óttarsstöðum, um Kothól og framhjá Borginni (Kristrúnarborg/Óttarsstaðaborg) og áfram upp Bekki að selinu skammt austan við Þúfhól.

Tóhólaskúti

Tóhólaskúti.

Einn tilgangurinn með göngunni að fara upp að Tóhólaskúta og skoða hvort þar gæti verið um að ræða sama fjárskjólið og nefnt er Skógarnefsskúti í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun. Í þeirri lýsingu á skútinn reyndar að vera í Skógarnefinu, en skv. upplýsingum Brunnastaðabræðra (Kristmundssona) á skútinn að vera svo til á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, skammt fyrir ofan Lónakotsmörkin, en neðan við Skógarnefsbrúnina. Mörkin liggja um Krossstapana og er brúnin skammt ofan við efri stapann. Undir þeim, skammt vestar, eru Skógarnefsgrenin.
Þá átti opið á Skógarnefsskúta að snúa mót suðri, en Tóhólaskútinn snýr opi mót austri eða norðaustri. Samt þótti ástæða til að gaumgæfa þetta enn og aftur.
Þegar komið var að gatnamótum Rauðamelsstígar, eða Óttarsstaðaselsstígar, og götu, hér nefnd Skógargata, sem liggur upp í Skógarnefið, var henni fylgt til suðurs. Þrjár vörður eru við gatnamótin, allar fallnar.
Gróið er yfir Skógargötuna fyrstu metrana, en þegar kemur að fyrstu vörðunni fer hann að verða greinilegri.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Gatan er vörðuð alla leiðina upp í Skógarnef og áfram upp í gegnum það. Skammt vestan við götuna, vestast í svonefndum Tóhólarana, er Tóhólaskúti. Áður hefur verið þar myndarleg hleðsla fyrir ílangan skúta innundir skeifulaga hraunhól, en miðhleðslan fallið niður. Enn má þó sjá hleðslurnar beggja vegna. Varða er á hól skammt sunnar, en engin ofan við skútann.
U.þ.b. 200-300 metrar eru þaðan í mörk Hvassahrauns svo varlega verður að telja að þarna geti verið um sama skúta að ræða og fyrr greinir. Sjá má vörður í hrauninu nálægt mörkunum, en á því hafði verið leitað fyrrum. Nú stendur til að leita það aftur fljótlega og þá með meiri nákvæmni. Um afmarkað svæði er að ræða.
Stígur liggur frá Tóhólaskúta áleiðis að Óttarsstaðaseli. Honum var fylgt að selinu, litið á Þúfhólsskjólið, seltóftirnar, Óttarsstaðaselshelli syðri, nátthagann og vatnsstæðið áður en haldið var niður Óttarsstaðaselsstíginn. Á leiðinni niður hann var kíkt á Meitlaskjólið, Sveinsskúta og Bekkjaskúta.
Fyrir ferðina hafði Tóhólaskúti verið hnitaður inn á kort og þá virtist staðsetning hans geta gengið Skógarnefsskúta í verustað, en við þessa nánari vettvangsathugun kom í ljós að það verður að teljast hæpin ágiskun.
Haustlitirnir settu svip sinn á hraunin með öllum þeim tilbrigðum sem kvöldsólin ein gat stuðlað að.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Bekkjaskúti

Bekkjaskúti.

Óttarsstaðasel
Gengið var frá Rauðamel að áður fjölfarinni Alfaraleiðinni á milli Innesja og Útnesja. Gatan er enn vel mörkuð þrátt fyrir að umferð um hana hafi lagst af fyrir tæplega einni öld. Leiðinni var fylgt að Gvendarbrunni, einum þeirra mörgu brunna, sem Guðmundur góði vígði í sinni tíð. Norðvestan brunnsins er Gvendarbrunnshæð. Sunnan í henni er ónefnt fjárskjól frá Óttarsstöðum, hlaðið fyrir skúta.
NátthagiSkammt vestan brunnsins var beygt suður Óttarstaðaselsstíg. Önnur nöfn á stígnum eru Skógarstígur og Raftastígur (og stundum Rauðamelsstígur). Skömmu eftir að komið fyrir sporðinn á Selhrauni, yfir línuveginn og áfram upp að svonefndum Bekkjum (hækkun í hraunalandslaginu), var beygt út af og með honum til vesturs að fallegum hraunhól. Gengið var inn í stóra sprungu á hólnum og síðan inn eftir henni þangað til komið var að stóru jarðfalli. Þar blasti við mikil hleðsla fyrir víðum skúta, fjárskjól nefnt Bekkjaskúti.
Haldið var upp úr jarðfallinu og beygt til norðausturs, aftur inn á Óttarsstaðaselstíginn. Eftir stutta göngu eftir honum yfir tiltölulega gróið hraun var komið upp á hraunhól. Norðan hans var jarðfall, fjárskjól, og í því mikil vegghleðsla, algerlega heil, Sigurðarskúti.
FjárskjólÁður en lagt hafði verið af stað frá Bekkjaskúta var landið skoðað norðvestan við hann. Þar skammt frá er hleðsla fyrir skúta, en í miðju jarðfallinu er greinileg tótt. Hún sést ekki yfir sumarið því birkið vex svo til alveg yfir hana og yllir jarðfallið. Þarna er um svonefnt Brennisel að ræða, sem gamlar heimildir eru til um. Það var sel notað til kolagerðar, en ofar í Almenningunum var hrístaka svo til allra bæja með ströndinni, allt fram á 19. öld. Við það er hlaðið fyrir fjárskjól. Ef vel er leitað þarna skammt norðar má finna enn eldra og líklegt kolasel, í lægð við hraunhól. Hleðslurnar eru vel mosavaxnar og erfitt að greina þær, en tótt er enn greinileg handan við hleðslurnar. Sama er að segja um þetta sel og hið fyrra, gróðurinn þekur það nú alveg yfir sumartímann.
BrenniselSunnan Brennisels er mikill krosstapi, sennilega þriðji Krosstapinn á þessu svæði, sem getið er um. Hann ber heitið Álfakirkja. Í honum norðanverðum er fjárhellir með hleðslum fyrir munna. Ef haldið er til austurs frá Álfakirkjunni, að Óttarsstaðaselsstíg og honum fylgt spölkorn til suðurs má sjá vörðu á hægri hönd. Hún stendur við jarðfall og neðan hennar eru vandlegar hleðslur fyrir skúta. Hann er lágur mjög en víður um sig. Hrísrunni vex fyrir opið og því er mjög erfitt að komast að honum yfir sumartímann. Nokkru sunnar eru Meitlarnir, Stóri-Meitill og Litli-Meitill. Þetta eru greinileg fjárskjól í hlofnum hraunhólum vestan stígsins (Meitlaskjól). Rétt eftir að gengið er yfir Stóruhæðir og skömmu áður en komið er upp úr litlu dalverpi við svonefnda Meitla og í Óttarsstaðasel má sjá lítinn fjárhelli vinstra megin við stíginn, Meitlahelli eða Meitlaskjól. Hleðslur eru fyrir munnanum og framan við opið. Líklega hafa þær verið notaðar sem kví því þarna er gott skjól fyrir suðaustanáttinni.

Álfakirkjan

Óttarsstaðasel eru rústir tveggja seljahúsa og snúa þau göflum saman. Aðrar dyrnar hafa snúið í austur og hinar í vestur. Göng og tvær vistarverur hafa verið í hvoru húsi. Í seljum 250 á Reykjanesskaga voru vistarveran venjulega með sama inngang og búr eða geymsla, en eldhúsið til hliðar með sérinngangi. Undantekningar eru þó þar á og ræðst það sennilega af aldri mannvirkjanna. Vatnsstæðið er rétt hjá tóttunum í austur. Í vestur er hraunhryggur og vestan í honum er stórt fjárskjól með miklum hleðslum. Vel má greina hlaðinn stekk sunnan við selið og sunnan þess er greinilegur nátthagi.
Í litlum skúta suðvestan við vatnsstæðið er einnig gott vatn að finna. Þar vestan við er Þúfuhóll og Þúfhólsskjól vestan í honum. Hjá hólnum liggur Rauðhólastígur að Tóhólum og Rauðhól. Í Tóhólum er Tóhólahellir og í Rauðhól er Rauðhólshellir.
Stígurinn liggur síðan um BekkjaskútiSkógarnef yfir á Mosana hjá Bögguklettum um Dyngnahraun, hjá Lambafellunum að Eldborg, um Jónsbrennur undir Trölladyngju að Höskuldarvöllum. Annar Mosastígur (Skógargatan) liggur frá Óttarsstaðaselsstíg austan við Bekkina áleiðis upp í Skógarnef. Þá götu fóru Hraunamenn er þá vantaði mosa [og eða hrís] til eldiviðar.
Vestan við Óttarsstaðarsel, í u.þ.b. 15 mín. fjarlægð, er Lónakotssel. Í því eru þrjár byggingar. Auk Lónakotssels voru þar sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Austan við Óttarsstaðasel, í u.þ.b. 20 mín. fjarlægð, er Straumssel. Þar var búið fram á miðja 19. öld, eða þangað til bærinn brann. Enn austar eru gömul sel frá Þorbjarnarstöðum, Gjásel og Fornasel. Nýlega var grafið í tvær tóftir þess síðarnefnda og kom í ljós að þær voru frá 1500-1600.
Suðaustan við Óttarsstaðasel eru miklar hleðslur fyrir skúta, Fjárskjólið mikla (Óttarsstaðaselshellir).

Lónakotssel

Lónakotssel.

Álfakirkja

Gengið var að Óttarsstaðafjárborginni (Kristrúnarborg). Borgin er mjög heilleg. Hún var hlaðin af Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum ásamt vinnumanni hennar, Guðmundi Sveinssyni, árið 1870.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

Skammt austan við hana er Smalaskálahæðir. Í þeim rauðamölshóll í djúpri hraunkvos (Smalaskálakeri). Á hólnum stóð eitt sinn listaverk eftirmyndlistamanninn Hrein Friðfinsson er hann nefndi Slunkaríki, en er nú niðurnítt.
Gengið var upp að Brennuseli, en á leiðinni var leitað að öðru kolaseli, sem fannst fyrir u.þ.b. tveimur árum, en týndist aftur. Það fannst skammt norðan við Brennisel. Það virðist vera mun eldra. Brenniselið er með fallegri fyrirhleðslu og tótt í gróinni kvos. Birki grær yfir hana að sumarglagi svo erfitt getur reynst að koma auga á hana á þeim árstíma. Austan hennar er hlaðið fjárskjól og varða ofan þess. Þarna mun hafa verið reft yfir stóru hleðsluna fyrrum og hún verið notuð sem fjárskjól sbr. örnefnaskrá Óttarsstaða.

Álfakirkja

Álfakirkja – fjárskjól.

Álfakirkjan var talinn einn helgasti staður álfanna í Hraunum. Hraunmenn voru ekki neitt smeykir við að nýta fjárskútann undir klettinum því það var trú mann að álfarnir héldu verndarhendi yfir sauðfénu.
Haldið var upp í nyrsta krossstapan (hinir eru ofan við Lónakotssel), Álfakirkjuna, einn helgasta stað álfanna í Hraunum, og hún skoðuð. Norðan og undir henni er hlaðið fjárskjól. Þá var haldið til suðurs upp í Lónakotssel. Í selinu eru þrjú hús, þrír stekkir og fjárskjól í hraunkvos. Fjárskjólið er niður og utan í hraunkvosinni vestan við selið. Í henni er einnig einn stekkjanna eða gömul rétt. Norðaustan seljanna er stekkur og annar sunnan þeirra. Tækifærið var notað og selið rissað upp.

Brennisel

Brennisel.

Þá var haldið yfir að Óttarsstaðaseli. Suðvestan þess er Þúfhólsskjól, hlaðið fjárskjól. Vestan selsins er annað hlaðið fjárskjól, Óttarsstaðarselsskúti nyrðri. Sunnan við selið í Tóhólatagli er Tóhólaskúti, fjárskjól með fyrirhleðslu. Selið sjálft er einungis eitt hús, sem er óvenjulegt miðað við önnur sel á Reykjanesskaganum. Í flestum seljanna er húsin þrískipt; viðverurými og geymsla og síðan utanáliggjandi eldhús með sérinngangi.
Sunnan selsins er þrískiptur stekkur og lítil rétt. Enn sunnar er Óttarstaðarselsskúti syðri, hlaðið fjárskjól. Norðnorðaustan hans er hlaðinn nátthagi. Norðan selsins er Meitlahellir eða Meitlaskúti, svo til alveg við Óttarsstaðaselsstíginn (Skógargötuna). Stígnum var fylgt til norðurs. Á leiðinni var komið við í Sveinsskúta, hlaðið fyrir fjárskjól, og Bekkjarskúta, einnig hlöðnu fjárskjóli í hraunkvos. Komið var niður á Alfararleið og henni fylgt til vesturs uns hringnum var lokað.
Frábært veður.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Straumssel

Gengið var frá Straumi um Mosastíg upp á Alfaraleið, vestur eftir henni að Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) og stígnum fylgt upp í Óttarsstaðasel með viðkomu í Bekkjaskúta, Sveinshelli og Meitlaskjóli. Skoðaðar voru mannvistarleifar í selinu, s.s. fjárskjól, seltóttirnar, stekkir og kvíar, vatnsbólið og nátthaginn (réttin).

Straumur

Þá var haldið lengra upp í Almenning og skoðað Gerðið og Straumselsfjárskjólið syðra, Straumselsfjárskjólið nyrðra, vatnsból og selið ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Á bakaleiðinni var gengið um eystri Straumsselsstíginn með viðkomu í Stekknum ofan við Þorbjarnarstaði. Á leiðinni var reynt að rifja upp ýmislegt úr mannlífi bæjanna síðustu áratugina áður en þeir lögðust í eyði og þar með ofanverð mannvirkin, sem ætlunin var að skoða.
Í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 er m.a. fjallað um Straum og Óttarsstaði.
“Bærinn Straumur sunnan álversins og Straumsvíkur dregur nafn sitt af ferskvatni sem sprettur fram í fjörunni og í tjörnum í hrauninu. Talið er að vatnið eigi uppruna sinn í Kaldárbotnum og Undirhlíðum. Sjávarfalla gætir í þessum ferskvatnstjörnum, sem eru einstök náttúrufyrirbæri. Svæðið umhverfis Straum kallast Hraun. Þar voru um 12 býli og kot um aldamót 1900.
Ottarsstadir eystriStraumshúsið var byggt 1926 af Bjarna Bjarnasyni (1889-1970), skólastjóra í Hafnarfirði og að Laugarvatni, sem ætlaði að reka þar stórbú. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði húsið. Árið 1968 keypti Hafnarfjarðarbær Straumsbúið og leigði það út til ýmiskonar starfsemi. Á níunda áratug 20. aldar voru Straumshúsin gerð upp og hýsa nú listamiðstöð.
Gamli bærinn Straumur er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nýttur sem miðstöð listamanna, sem hafa stundum opið hús fyrir gesti og gangandi.
Árið 2006 og síðar ber mest á verkum Hauks Halldórssonar, stórlistamanns, í gamla bænum og utan hans (Þórsvagninn smíðaður í Kína).
Ottarsstadir vestInnanhúss er fjöldi vandaðra listaverka og mest ber á ævintýraheimi íslenzkra goðsagna, sem hefur sprottið úr hugarfylgsnum Hauks. Hann er einn fárra manna, sem hefur séð í gegnum goðafræðina og búið til heim hennar í formi módels, sem hann útskýrir á lifandi og mjög skemmtilegan hátt.
Straumur er stór jörð sem bezt sést af því að hún á land til móts við Krýsuvík. Austanmegin er land Þorbjarnarstaða, en land Óttarsstaða að vestan. Straumur hafði hinsvegar þann annmarka sem bújörð, að þar er nánast ekkert tún og heima við er varla hægt að tala um ræktanlegt land.
Ekki lét Bjarni Bjarnason, síðar skólastjóri á Laugarvatni, það aftra sér frá því að hefja fjárbúskap í stórum stíl í Straumi þegar hann var skólastjóri í Hafnarfirði. Hann hefur ekki fundið kröftum sínum fullt viðnám við kennslu og skólastjórn svo kappsfullur og átakamikill sem hann var.
Bekkjaskuti-4Bjarni eignaðist Straum og hóf búskap þar 1918, þá ókvæntur. Fallegur burstabær sem fyrir var á jörðinni brann til kaldra kola 1926, segir Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum, sem horfði á eldsvoðann. En Bjarni hefur ekki látið þetta áfall draga úr sér kjarkinn, heldur snúið sér að því á næsta ári að koma upp nýju húsi (1927).
Með fullu starfi varð Bjarni að byggja búskapinn í Straumi á aðkeyptu vinnuafli og ólíklegt að nokkur maður hafi rekið stærra bú í Hraunum fyrr eða síðar. Ég hef fyrir því orð Þorkels sonar hans á Laugarvatni, að Bjarni hafi haft 400 fjár í Straumi, en Þorkell fæddist í Straumi 1929, sama ár og Bjarni flutti austur að Laugarvatni. Búskap hans í Straumi lauk þó ekki fyrr en 1930.
Nærri má geta að mjög hefur verið treyst á vetrarbeit, en samt verður ekki hjá því komizt að eiga allverulegan heyfeng handa 400 fjár, ef jarðbönn verða. Þeirra heyja varð aðeins aflað að litlu leyti í Straumi og mun Bjarni hafa heyjað austur í Árnessýslu.
Ottarsstadasel-5Lítið eða ekki neitt sést nú eftir af fjárhúsunum, en eins og áður var vikið að, byggði Bjarni af verulegum stórhug hús í burstabæjarstíl, ólíkt þeim lágreistu byggingum sem fyrir voru á Hraunabæjunum. Húsið í Straumi stendur enn; það er staðarprýði og fellur ákaflega vel að umhverfinu.
Ekki kemur á óvart að höfundur hússins er Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, og hefur hann þá teiknað húsið um líkt leyti og Laugarvatnsskólann. Teikningin er til og merkt manni sem að líkindum hefur starfað hjá Guðjóni, en Þorkell Bjarnason á Laugarvatni segir, og hefur það eftir föður sínum, að Guðjón sé arkitektinn. Það er einnig staðfest á minningarskildi sem upp var settur í Straumi.
Ýmisskonar búskapur var um árabil í Straumi, þar á meðal svínabú. Í meira en 20 ár bjó enginn í húsinu og það var að grotna niður, bæði að innan og utan. Sáu sumir þann kost vænstan að rífa húsið, en ekki varð þó af því og Hafnfirðingar sýndu þann metnað að vilja varðveita það.
Straumsselsfjarhellar nyrdriSett var á laggirnar menningarmiðstöð í Straumi með vinnuaðstöðu fyrir listamenn. Sverrir Ólafsson myndhöggvari hefur frá upphafi verið forstöðumaður listamiðstöðvarinnar, auk þess sem hann hefur eigin vinnustofu í Straumi. Það kom í hans hlut að endurgera húsið að innan og utan með fulltingi Hafnarfjarðarbæjar og styrk frá Álverinu og einstaklingum. Hlöðunni hefur verið breytt í 150 fermetra sýningarsal eða vinnustofu sem fær birtu frá þrem kvistgluggum á framhliðinni. Þar fyrir aftan er stór vinnustofa með þakglugga og birtu eins og allir myndlistarmenn sækjast eftir.
Straumsselsfjarhellar sydri-3Á þeim áratug sem listamiðstöðin í Straumi hefur starfað hafa um 1000 listamenn dvalið í Straumi; fólk úr öllum listgreinum og frá 32 þjóðlöndum. Í þeim hópi eru rithöfundar, kvikmyndagerðar-menn, tónlistarfólk, arkitektar, hönnuðir, málarar, myndhöggvarar og leirlistafólk.
Í íbúðarhúsinu eru íbúðir fyrir listamenn; þar geta búið 5 í einu. Mikil spurn er eftir vinnustofum í Straumi, sem menningarmálanefnd Hafnarfjarðar og forstöðumaðurinn ráðstafa, enda eru allskonar verkfæri látin í té.
Straumsland náði lítið eitt út með Straumsvíkinni að norðan en fyrst og fremst er það í hrauninu fyrir sunnan. Bæjarstæðið í Straumi var fyrr á tímum á sama stað, en túnin voru ekki annað en smáblettir og hefur líklega munað mest um Lambhúsgerði sem þekkist af hlöðnum grjótgarði lítið eitt vestan við Straum. Við bæinn var sjálft Straumstúnið, sem aðeins var smáskiki, og sunnan við Keflavíkurveginn var ein skák til viðbótar og grjótgarður í kring; þar hét Fagrivöllur.
Straumsselsfjarhellar sydri-4Þar sem Keflavíkurvegurinn liggur fyrir botni Straumsvíkur stóð áður hjáleigan Péturskot og eru Péturskotsvör og Straumstjarnir þar niður af. Austan við Ósinn var býlið Litli-Lambhagi en sunnar, undir brún Kapelluhrauns, var hjáleigan Gerði. Þar er nú sumarbústaður.”
“Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspol handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstoðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. í kring er talsvert graslendi sem venð hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt.
SveinsskutiEinn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.

Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar.
Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshofn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið James-town mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri (1885). Húsið var síðar bárujárnsklætt.
straumsselsstígur eystriÁður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985.
Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjolskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs.
ThorbjarnarstadirTil suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.

Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Þar bjuggu Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður. Hann var síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
Thorbjarnarstadir-2Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum eystri: Hjónin Sigurður Kristinn Sigurðsson og Guðrún Bergsteinsdóttir ásamt ungum syni, og síðan hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili. Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur.
BurkniRagnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins Þórunn Bergsteinsdóttlr í Eyðikoti um aldamótin 1900.”
Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Það kom þátttakendum helst á óvart hversu fjölmargar áhugaverðar mannvistarleifar væri að sjá í Almenningi á ekki lengri leið. Fornleifaskráning á þessu svæði er líka mjög takmörkuð og segja má með nokkurri hóflegum sanni að hún sé til bágborinnar skammar. Fjölmargar vefsíður FERLIRs fjalla um göngusvæðið. Ef áhugi er fyrir hendi má huga að leitarmöguleiðum hér fyrir ofan…
Jónsbúð, sem var hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Kotið er ágætt dæmi um slík í Hraununum sem og víðar á Reykjanesskaganum frá þeim tíma.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 18. mars, 2000, BYGGÐ OG NÁTTÚRA Í HRAUNUM – 2. HLUTI – EYÐIBYGGÐ VIÐ ALFARALEIÐ.
-Menningarblað/Lesbók – laugardaginn 25. mars, 2000, NÚTÍMINN FÓR HJÁ GARÐI – Gísli Sigurðsson

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.