Litli-Hellir

Gengið var um jörðina Helli ofan við Selfoss. Jörðin hefur að geyma ýmsar áhugaverðar minjar frá fyrri tíð, s.s. götur, brýr, tóftir bæjar og útihúsa, hella o.fl.  Í fornleifaskráningu fyrir jörðina má m.a. sjá eftirfarandi fróðleik um þessar sýnilegu minjar. Þessi fornleifaskráning er tekin hér sérstaklega fyrir sem dæmi um ágæta skráningu einstakrar jarðar, en eins og flestum lesendum vefsíðunnar ætti að vera orðið kunnugt þá hafa slíkar skýrslur fengið óvæga gagnrýni – og það ekki að ástæðulausu.
HellirNýjasta fornleifaskráningin er ágætt (vont) dæmi um slíkt, en hún er um svæði svonefndrar “Suðvesturlínu”, háspennulínustæði frá Hellisheiði að Helguvík. Í þeirri skýrslu einni er t.a.m. ekki getið um a.m.k. 60 fornleifar á svæðinu. Annað dæmi er um að heil fornleifaskráning hafi verið gerð um fornt bæjarstæði, bara á röngum stað. Þá má nefna fornleifaskráningu um vegstæði er í vantaði a.m.k. 32 fornminjar, hvorki meira né minja. Í raun er ekki hægt að ætlast til að einhver, hversu háskólamenntaður sem hann er, geti skilað tæmandi skýrslum sem þessum á innan við 3-5 árum, þ.e. ef eitthvert vit á að vera í niðurstöðunum.
“Áður en Fornleifastofnun Íslands vann svæðisskráningu fyrir Helli, árið 1999, höfðu tvær fornleifakannanir verið gerðar á jörðinni. Þá fyrri gerði Brynjúlfur Jónsson frá Minna Núpi, sem árið 1896 skoðaði tóftir eyðibýlisins Fjalls og skrifaði um þær stutta skýrslu. Niðurstöður síðari rannsóknarinnar hafa hins vegar aldrei birst á prenti. Hana gerði Matthías Þórðarson, sem var þjóðminjavörður 1907-1948. Í kjölfarið friðlýsti hann, árið 1927, eyðibýlið Fjall og Stóra-Helli í landi Hellis.
Litlar fornleifarannsóknir hafa almennt verið gerðar í Ölfusi en þótt ekki sé vitað um Hellirfornleifar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar á svæðinu má leiða líkur að því að svæðið sé meðal þeirra sveita sem fyrst hafi byggst á Íslandi. Ástæður eru m.a. gott aðgengi skipa, inn á Ölfusárós og einnig hefur hið mikla votlendi upp af ósnum ekki verið hulið skógi og því hefur ekki þurft að byrja á að ryðja hann til að efna til byggðar. Nægur heyafli hefur verið á votlendinu fyrir nautgripi og annan fénað og skammt í sumarbithaga á fjöllum. Mikil selveiði var í ósnum og sölvatekja á ströndinni, og sjávarafli utan við landsteina. Óhætt er að fullyrða að fáar sveitir á Íslandi hafa jafnmikil landgæði á litlu svæði og Ölfusið. Af þessu má ætla að snemma hafi orðið þéttbyggt í Ölfusi – og má vel vera að sagnir um skamma viðveru Ingólfs Arnarssonar undir Ingólfsfjalli geymi minningar um að héraðið hafi byggst einna fyrst af sveitum landsins. Það land sem nú tilheyrir Helli hefur fyrst byggst sem hluti af bænum Fjalli, líklega fljótlega eftir að fyrsti kjarni Ölfus, Forirnar, kemst í byggð. Jarðirnar undir Ingólfsfjalli hafa byggst upp með nokkuð jöfnu millibili og eru að jafnaði fremur stórar þó engin þeirra teljist til stórbýla. Á 11. öld reistu efnaðri bændur og höfðingjar kirkjur og bænhús á jörðum sínum og má af dreifingu slíkra húsa fá nokkra hugmynd um skipulag byggðar á þeim tíma. Kirkja var í Fjalli, en athyglisvert er að þekktar kirkjur á þessu svæði eru á öllum dýrustu jörðunum. Þær eru, líkt og jarðirnar, með nokkuð jöfnu millibili en eru hlutfallslega margar miðað við fjölda býla. Dreifing bæja og kirkna bendir því til jafnvægis og gæti bent til að sjálfseignarbændur hafa þar komið sér upp búum eftir að besta landið í Ölfusi var uppurið.
Fjall var líklega meðal fyrstu jarða til að byggjast upp undir Ingólfsfjalli; þess benda ágæt landgæði jarðarinnar í upphafi, sú staðreynd að þar reis kirkja, sem og nafnið sjálft: Fjall. Næsta lítið er vitað um byggð í Ölfusi á síðmiðöldum. Margra jarða í Ölfusi er hvergi getið í skjölum fyrr en í jarðabókum 17. aldar og er Hellir ein þeirra. Hennar er fyrst getið í jarðabókum í kringum 1700 sem hjáleigu Fjalls og því er ekki vitað hvenær hún byggist fyrst. Á 17. öld eyddist Fjall vegna aurskriða og grjóthruns úr Ingólfsfjalli. Einsýnt er að orsök þeirra skriðufalla er að rekja til þess að skógur, sem áður hélt jarðvegi í hlíðum fjallsins, hefur verið eyddur á þessum tíma og hefur síðan runnið stöðugt úr hlíðum þess.
Stóri-HellirEftir að bæjarstæði Fjalls var yfirgefið á 18. öld skiptist jörðin milli Laugarbakka og Hellis sem áður voru hjáleigur Fjalls. Fossnes, sem áður hvar stundaður í Helli fram undir miðja 20. öld en síðan hefur jörðin legið í eyði. Hún er nú eign sveitafélagsins afði verið sjálfstætt býli og gengið kaupum og sölum með Árbæ, virðist um þetta leyti hafa sameinast Fjallsjörðunum og eftir að býlið fór í eyði skömmu eftir 1800 lagðist land þess til Hellis. Búskapur Árborgar og eru þar ráðgerð útivistarsvæði og skógrækt á um 120 ha. svæði.
Hellisland nær nú að austan frá Ölfusá, um Hellisgil upp að tóftum Fjallsbæjar og áfram til norðvesturs upp á brún Ingólfsfjalls. Að vestan nær landareign jarðarinnar frá ánni vestan við Fossnes. Landamerki liggja um Markagil og Markhól, norður um mýrar að Markasteini og Markahamri ofan þjóðvegar og upp á fjallsbrún. Landslag jarðarinnar einkennist fyrst og fremst af aflíðandi mýrar- og engjasvæðum milli Ingólfsfjalls og Ölfusár. Engjarnar voru áður nýttar til sláttu og sumar hverjar til beitar. Upp úr engjunum rísa víða lág en grasgefin holt. Á einu slíku, Túnhól, stóð Hellisbærinn og á þessum holtum hafa flestar byggingar og mannvirki áður verið sett niður og því flestra fornleifa að vænta þar.
Stóri-Hellir“Bærinn Hellir stóð á stærsta holtinu í mýrinni fram af Fjallstúni norðvestan í Túnhólum.” segir í Sögu Selfoss. Í örnefnalýsingu segir: “…mun bærinn hafa staðið á sama stað. Hvenær hann var byggður, veit ég ekki.” Búið var á Helli fram til 1944. Rústir bæjarins eru enn alveg óspilltar, norðvestan í Túnhóli. Rústirnar eru á aflöngu holti sem liggur austurvestur.
Það rís hæst austast, þar eru tilkomumiklir klettar með hellisskútum. Mýrar eru umhverfis holtið og víða hafin trjárækt, þó hvergi í námunda við bæjarstæðið. Fram af því til suðausturs er stakur klettur, Krummaklettur. Í Sögu Selfoss er síðasta bænum lýst nokkuð ítarlega og þar er af honum mynd, heldur óskýr: “Á búskaparárum síðasta bóndans í Helli, Einars Sigurðssonar, voru bæjarhúsin enn með gömlu sniði. Sex burstir voru fram á hlaðið. Vestast var skemman, sem var úr torfi og grjóti en járn á þaki. Þar voru geymdir reiðingar og annað, sem tilheyrði búskapnum. Þar var steðji, þar sem ljáir voru klappaðir. Inni í henni voru tveir skammbitar. Uppi á þeim voru geymd orf og hnífur. Gryfja var í gólfinu, þar sem geymdar voru rófur og reiðingar lagðir ofan á. Fiskasteinn var á hlaðinu fyrir framan skemmuna. Næst var gestahús um 3 X 3 metrar að stærð. Áfast því var skúrbygging með bæjargöngum beint norður í þvergöngin fyrir norðan gestastofuna. Þar fyrir norðan, beint á móti bæjargöngunum var hlóðaeldhúsið. Það var allt úr torfi og grjóti og raftur á sperrum og torf. Hlóðirnar voru við suðurvegginn til vinstri, þegar inn var komið. 

BarnahellisskútiGluggabora var á norðurhlið í gluggatóft. Úr þvergöngunum var gengið suður í Bæjartóftirnar, horft til norðurs gestastofuna og þaðan einnig upp á loft hennar, sem var með glugga á framstafni. Þar var geymdur mjölmatur, harðfiskur og annar matur, sem ekki var súr eða saltaðar, enda var þar kalt, aðeins einföld klæðning á þaki og járn. Vestur af þvergöngunum var eldiviðargeymslan, öll úr torfi og grjóti, gluggalaus. Vestur af þvergöngunum var eldiviðargeymslan, öll úr torfi og gjóti, gluggalaus. Í skúrbyggingunni fyrir austan bæjargöngin var búrið með glugga í suðurhlið. Þar var geymdur súrmatur og saltaður matur, og þar var unnið úr mjólkinni. Þangað var gengið úr þvergöngunum fyrir austan um skellihurð með lóðum. Austur úr þvergöngunum var gengið inn í baðstofuna. Hún var 5,65X3,14 metr. að stærð og með stórum glugga út á hlaðið. Þrjú föst rúm voru við austurvegg tvö við vesturvegg. Austurveggur hennar var hlaðinn úr torfi og grjóti og klæddur innan með panel fyrir neðan sperrurnar. Hún var með skarsúð og járni. Við norðurvegg var lítill ofn. Norðan við dyr baðstofunnar var gengið á ská norður í eldhúsið. Það var með grjót- og torfveggjum, þiljað innan og loftið klætt og járn á þaki.
Litli-HellirGluggi var í gluggatóft til norðurs. Eldavélin var við suðurvegg. Fyrir austan bæjarhúsin var heyhlaða og smá sund á milli. Hún var hlaðin úr torfi og grjóti með járni á þaki. Dyr voru að sunnan en baggagat að norðan. Hún var lítið niðurgrafin og tók um 160 hestburði eða 4 1/2 kýrfóður. Austast var fjósið, úr torfi og grjóti og reft yfir með hellu og torfi. Gengið var í það að sunnan og upp tvær tröppur. Helluflór var þvert yfir húsið og hefur sennilega áður haft dyr í austur. Við norðurvegg voru þrír básar með jötum en að sunnan sinn básinn hvorum megin. Haugstæði var austan við fjósið.” Eins og áður segir eru bæjarrústirnar vel greinilegar. Síðasti bærinn var rifinn 1947 eða 1948 en hann var talinn reistur nálægt aldamótunum 1900, þá að hluta á eldri bæ. Þegar bærinn var rifinn var hluti byggingarefnis fluttur vestur í Einholt þar sem síðustu ábúendur í Helli gerðu sér bæ. Enn er hluti af þverbitum og sperrum úr stofunni í Helli í notkun, í hesthúsi Sigtryggs Einarssonar á Selfossi. Bæjarrústin á Helli er vel greinileg (árið 2004). Framhlið bæjarins sneri í suður. Veggir eru víðast algrónir, mest um 1,5 m háir. Rústin samanstendur af 5-6 hólfum; skemmutófti. Vestan við skemmuna er stórt hólf, alveg opið í suður og hefur þar verið timburþil fyrir og innveggir allir úr timbri.
BrunnurDálítið vestar en fyrir miðju hólfsins er gamla dyrahellan sokkin í svörð, þar voru bæjargöngin. Göngin hafa verið lítið vestar en fyrir miðju og var stofa (gestahús) vestan við þau. Inn eða norður af stofunni var hlóðaeldhús og er þar greinilegt hólf. Þar eru leifar af gamalli eldavél sem þó var aldrei í notkun þar inni. Í hlóðaeldhúsinu hékk m.a. kjöt og þar var soðið slátur. Vestan við það vottar óljóst fyrir hólfi þar sem veggir eru mjög hrundir þannig að hólfið er næstum uppfullt af torfhruni, viðlíka stórt og eldhúsið. Það var eldiviðargeymsla og hænsni geymd á vetrum. Eldiviðageymslan er svo að segja beint norðan við skemmuna en þó var ekki innangengt þar á milli heldur gengið í geymsluna úr stofunni.
Þá skal snúið aftur að bæjargöngunum. Austan við þau var búr en austan við búrið baðstofa, þiljuð að innan og með trégólfi en þó var klöpp undir rúmi móður Sigtryggs Einarssonar, syðst og austast í baðstofunni. Norðan við baðstofuna var eldhús með skorsteini sem enn vottar fyrir, væntanlega yngra en hlóðaeldhúsið. Norðurveggur eldhússins er allra veglegasta hleðslan sem enn er uppistandandi í bæjarrústinni. Hann er grjóthlaðin og óhruninn. Engin skil sjást nú milli allra þessara bæjarhluta: Ganga, stofu, búrs, baðstofu og eldhúss. Austast í bæjartóftinni er fjóstóft, einnig opin í suður. Framan eða sunnan við bæjarröðina alla mótar greinilega fyrir hlaði eða stétt. Stéttin hefur verið 2-4 m á breidd.
Í Sögu Selfoss segir um Stóra-Hellinn: “Sunnan í Túnhólnum er Stóri-Hellir, 10 m langur og 8 m víður. Honum var lokað með þili og geymt þar hey en framan af honum var fjárhús.” Stórihellir er í Túnhóli austanverðum, um 120 m austan við bæ 001. Hann er um 20 m vestan (ofan) við vegslóða sem liggur að Hellistóftum (001). Austan (neðan) við hellinn er grasi vaxið, bletturinn beint neðan við hellinn er sérstaklega ræktarlegur, þar var kálgarður 027.
RéttEngin ummerki sjást þó lengur um fjárhúsin sem voru beint neðan við hellinn. Skógrækt er hafin víða umhverfis, þó hvergi í nánasta nágrenni hellisins. Fram til um 1960 gegndi hellirinn hlutverki hlöðu en þá var fjárhús fyrir framan hann. Matthías Þórðarson friðlýsti hellinn 5.5.1927: “Hellir fremst í túninu, skamt austur frá bænum, austan í grasivöxnum blágrýtishól.” Hellinum var fyrir nokkrum árum umturnað nokkuð, mokað var út úr honum og aukið mjög á brekkuna upp úr hellinum. Við þær framkvæmdir hurfu fjárhústóftir sem voru fyrir framan hellinn. Þó gætu síðustu leifar þeirra enn verið undir uppmokstrinum utan við hellinn. Nú er hellirinn greinilega vinsælt afdrep unglinga og barna auk þess sem ásatrúarmenn koma þar stundum saman. Möl hefur verið sett í hellisbotninn en lágir bekkir meðfram hliðum hans. Lítið eldstæði hefur einnig verið gert utarlega í hellinum og 8 steinþrep lögð niður í hann. Hellirinn er 7-8 m á breidd en 10-15 m djúpur (15 m eru frá hellismunna í botn). Hann er allt að 8 m á hæð og er víður og rúmgóður. Upplýsingaskilti er við veginn austan við hellinn þar sem sagt er frá hellinum. Þar kemur fram að hellirinn myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn sem er úr 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Ekki er getið um friðlýsingu hellisins á upplýsingaskilti og ekki er sérstakt friðlýsingaskilti í eða við hellinn. Hann var síðastur notaður fyrir hey um eða eftir 1960 skv. Sigtryggi Einarssyni. Þá var enn mikil grjóthleðsla fyrir hellismunnanum, allt að rúm mannhæð en hún er nú með öllu horfin. Reft var fyrir hellisopið ofan hleðslunnar og þar voru dyr yfir í fjárhúsið. Á fyrri árum var talið reimt í Stórahelli: “Gamla fólkið taldi reimt í Stóra-Helli. Þóttust menn hafa séð þar mann, lítinn að vexti og kauðslegan. Sérstaka athygli vakti, að hann var með stóran, bláan trefil um hálsinn. Gerði hann oft vart við sig undan slæmum veðrum í draumum heimilismanna. Talið var að í hellinum hefði maður hengt sig í trefli,” segir í Sögu Selfoss. Þar segir ennfremur: “Við hellinn var fjárhús fyrir 30 fjár, og hellinum lokað með torfi og grjóti og þili ofan á. Úr því var gengið niður í hellinn, sem var góð heygeymsla. Um hann kvað Símon Dalaskáld:
HellirHellirinn er hjarðarskjól
hlaðinn blóma frýnum.
Náttúran það byggði ból
bezt með höndum sínum.

Litli hellir er lítið norðar en sá stóri. Hann tók 14 lömb; er nú (1931) mörgum týndur.” segir í örnefnaskrá. Litlihellir er um 20 m norðan við Stóra-Helli 007 í beina loftlínu. Hann er um 30 m ofan (vestan) við vegslóða sem liggur til norðausturs frá slóða að Hellisrústum (001). Beint framan við hellinn er lág klettastrýta. Fyrir framan hellinn er grasi gróið og tekur þar við brekka til norðausturs. Norðaustar er mýrlend slétta. Hellirinn er mun minni en Stóri-Hellir og vart hægt að kalla hann meira en skúta sem bergið slútir yfir. Hann er um 2,5 m á breidd en 2 m á dýpt, mest 0,8-1 m á hæð. Hluti af hellisbotninum er vaxinn arfa en einnig er í hellisbotninum að finna mikið af smáum beinum, sérstaklega við hellismunnann. Engar hleðslur eru í eða við hellinn. Líkt og með Stóra-Helli virðist sá litli nú vinsæll áningarstaður, sérstaklega barna. Hellirinn var ekki í notkun í minni Sigtryggs Einarssonar (f. 1935).
BeitarhúsGrímsklettar eru sögustaður og huldufólksbústaður; “Grímsklettar, stundum kallaðir Grímshólar (Þ.S.). Þeir háu hamrahólar, þar sem Hellisgil rennur í Ölfusá. Munnmæli herma, að Erlendur gamli á Strönd hafi vegið þar mann (sem líklega hafi heitið Grímur(Þ.Ö.J.))…” segir í örnefnaskrá. Grímsklettar eru um 650 m suðaustan við Hellisbæ. Akvegur liggur nú bæði fast suðaustan og rétt suðvestan klettanna/hólanna sem eru grasi grónir hamrar. Í hlíðum þeirra hefur verið gróðursett nokkuð. Göngustígar liggja um hólana. Áður var trú manna að huldufólk byggi í hólunum: “Einnig talaði gamla fólkið oft um ljós austur í Grímsklettum og taldi þar búa huldufólk,” segir í Sögu Selfoss. Þess má geta að á tímum síðari heimsstyrjaldar höfðu hermenn gjarnan skotæfingar við klettana.
HellisbrúHlaðin rétt er sunnan undir Stekkjarholti, um 300 m vestur af bæ 001 og rúmum 100 m suðaustan við tóftir 015. Stórgrýti er undir holtinu en tóftin er á grónum bala. Einföld rétt, 7 x 9 m stór frá austri til vesturs, op snýr í austurátt. Hún er byggð við brattan klettavegg að norðanverðu og er því aðeins hlaðið að sunnan og vestan og hefur líklega hentað vel að reka meðfram holtinu og inn í réttina. Veggir réttarinnar eru að mestu hrundir, þeir hafa verið úr grjóti eingöngu. Réttin var notuð í minni Sigtryggs Einarssonar fyrir fé, framundir miðja 20. öld.
Hellisbrú var gamall þjóðvegur frá Ingólfsfjalli og niður að Ferjustað. Hún er í þremur bútum og holt á milli þeirra. Vegur hefur verið upphlaðinn, en ekki borið ofan í. Brúarendi. Svæðið þar sem Hellisbrúin endar við fjallskriðu, suðvestan við Blákoll.” segir í Örnefnaskrá. “Miðaftansholt er til vesturs frá bænum. Hellisbrúin liggur norðan við það.” segir í örnefnaskrá. Veginum er lýst í Sögu Selfoss: “Um Hellismýri liggur forn vegur frá fjalli að ferjustað. Var hann kallaður Hellisbrú og var í þremur hlutum milli holta, og sér hennar enn vel stað. Efsti hluti hennar liggur frá fjallinu við Blákoll og kallast Brúarendi og lá fyrst í Miðaftansholt. Þaðan í Stekkjarholt með spotta þaðan austur að Helli.
HellisbrúÚr Stekkjarholti lá vegurinn í Hádegisholt og úr því í Hellisholt og komið þar að ánni við Kallþúfu. Þar blasti ferjustaðurinn við og þaðan var ferjan kölluð. Þaðan var farin slóð niður holtið norður að Ferjustað, sem var á móti Svarfhóli.” Hellisbrú liggur um mýrar, enda tilgangurinn að auðvelda yfirferð um þær. Eins og sést af lýsingu í Sögu Selfoss lá vegurinn í þremur köflum. Hefst lýsingin hér nyrst, norðan Miðaftansholts, þá verður lýst bútnum sem tengdi Miðaftansholt og Stekkjarholt og að lokum þeim hluta sem syðstur var og lá allt að ferjustað 009 við Ölfusá. Úr norðri, allt frá rótum Ingólfsfjalls, liggur Hellisbrú til suðurs, að Miðaftansholti. Á þessum kafla er vegurinn þráðbeinn, 4-5 m breiður og allt að 0,4 m hár. Hann var ekki skoðaður norðan þjóðvegar en vegalengd frá þjóðvegi suður að Miðaftansholti er um 370 m. Farið hefur verið meðfram Miðaftansholti austanverðu en ekki vottar þar fyrir upphleðslu eða slóða. Hellisbrú sést á ný frá holtinu sunnanverðu og liggur þar yfir mýri, skemmstu leið að norðurenda Stekkjarholts 015. Alls er þessi hluti vegarins um 230 m langur og mjög greinilegur, um 4 m breiður. Þar sem hann hverfur við Stekkjarholt hefur verið lagður göngustígur með viðarkurli, áfram upp á holtið, og mun hann vera þar sem gamla leiðin lá áður. Sunnan við Stekkjarholt sést Hellisbrú
enn á ný. Má rekja veginn allt að 350 m til suðurs en þar hverfur hann nálægt núverandi vegarslóða. Upphaflega sveigði Hellisbrú til austurs þar, í átt að ferjustaðnum, en hefur horfið undir veginn. Ekki er ljóst að hve miklu leyti sá hluti var upphlaðinn, enda virðist áhersla hafa verið lögð á að hlaða hann upp yfir mesta deiglendið, þ.e. yfir mýrar. Þó man Sigtryggur Einarsson eftir dálitlum hleðslum utan í brekku skammt vestan við ferjustaðinn, sjá 009.
Barnahellisskúti er lítill hellisskúti næstur bænum… Þar er lítil hola langt inn í bergið, og hafði verið raðað í hana mörgum stórgripsvölum,” 
segir í örnefnaskrá. Skúti þessi er um 30 m suðaustur af austurenda bæjarrústarinnar 001. Skútinn er í stökum og áberandi kletti, 6-7 m háum. Skútinn er lítil og fremur ofarlega í klettinum, eða 1,7 m frá jörðu. Hann er 1,5 m breiður og um 0,8-1 m hár, allt að 1 m á dýpt. Ekki vottar lengur fyrir stórgripsvölum eða öðrum merkjum um leiki barna.
Rétt er fyrir ofan veginn og 90 metrum fyrir vestan Blákoll var Sængurkonusteinn. Munnmæli herma, að þar hafi kona alið barn og huldukona hjálpað henni. Við jarðrask var steinninn fluttur til og er nú 15 metrum norðvestur af Blákolli.” segir í Sögu Selfoss. “Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi af stórum steinum, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti. Það er eitthvert stærsta bjargið og heitir hann Sængurkonusteinn. Sagt er, að nafnið sé svo tilkomið: “Til forna stóð bær austarlega undir suðurhlíð Ingólfsfjalls, er hét í Fjalli og var hið mesta höfuðból, 30 hurðir á járnum. Þar hafði Ingólfur fyrst byggt. Þegar sagan gerðist, bjuggu þar auðug hjón en hörð og nízk. Eitt kvöld kom þangað förukona og bað gistingar. Það var auðséð á henni, að hún mundi innan skamms ala barn. Vildu hjónin því vera laus við hana og úthýstu henni. Var þó hellirigning um kvöldið. Hún ráfaði því austur með fjallinu (réttara vestur) en komst ekki nema að steininum og lét fyrir berast í skútanum. Þar ól hún barn sitt um nóttina. Bæði hún og barnið fundust þar lifandi um morguninn. Var þeim hjúkrað og hresstust við.
SængurkonusteinnEn þessa sömu nótt féll skriða á bæinn í Fjalli og hefir síðan eigi eftir af honum nema lítið eitt af túnjaðrinum, er enn í dag heitir Fjallstún og litlar leifar af einhverri byggingu, er þar vottar fyrir. (Almenn sögn í Ölfusi og Flóa, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skráði og birti í Huld I).” segir í Sögu Selfoss.
Krummaklettur er nefndur í þjóðsögu um huldufólksbústað: “Kringum bæinn á Helli eru stór hnullungabjörg dreifð víðsvegar. Eitt slíkt bjarg er í kálgarðinum fleiri mannhæða hátt, rastorfa efst. Sitja hrafnar oft upp á bjarginu, og er það kallað Krummaklettur,” segir í Sögu Selfoss. Um klettinn segir ennfremur: “Á gamlársdag hreinsaði ég [Guðbjörg Einarsdóttir sem dvaldist í Helli 1916] og þvoði og fágaði, sem mest ég mátti. Þegar því var lokið, varð mér reikað út á hlað. Heyrði ég þá háan og hljómmikinn söng. Hlusta ég eftir og þykir söngurinn einkar fagur.
KrummakletturVar sunginn sálmurinn “Nú árið er liðið í aldanna skaut,” allur til enda. Fékk ég vel greint hvert orð, var sem nokkrar manneskjur syngju við húslestur. Þegar söngnum er lokið, geng ég inn aftur. Verður þá fyrir mér Sveinn bóndi, og segi ég við hann: “Mér þótti undarlegt, það sem ég heyrði áðan í Krummakletti,” og segi honum frá því, er fyrir mig hafði borið. Sveinn svarar: “Ekki þykir mér svo undarlegt. Sitthvað svipað hefur nú þekkzt hér. “Sveinn var stilltur maður og orðvar og hafði lítt á orði, þótt eitthvað óvanalegt bæri fyrir hann. Þó sagði hann mér einu sinni þessa smásögu: Einu sinni var Guðmundur, sonur minn, úti staddur ásamt móður sinni. Var hann þá nokkuð á legg kominn. Voru þau stödd úti á hlaði. Þá segir Guðmundur allt í einu: “Mamma, sjáðu manninn, sem gengur inn í Krummaklettinn.” En hversu sem hún reyndi, fékk hún eigi manninn séð.” Kletturinn er 20-30 m beint suður af bænum. Hann er 6-7 m hár, þverhníptur að suðvestan en gróinn og aflíðandi að norðanverðu og uppganga því auðveld.”
Það er ljóst að Selfyssingar geta státað af vænlegri forleif þar sem Hellir er. Gera þarf þó gangstör í að merkja einstakar minjar, gera stíga og leiðbeina fólki um svæðið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:

-Fornleifaskráning í Helli, Ölfushreppi – Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir – Fornleifastofnun Íslands 2004.
-Saga Selfoss.

Stóri-Hellir