Stóri-Hellir

Við Stóra-Helli ofan við Selfoss, í landi Hella, má sjá eftirfarandi upplýsingar á nálægu skilti:
Stóri-Hellir“Í Stóra-Helli þótti reimt, en oft mun hafa sést svipur framliðins manns með bláan trefil. Sagan segir að ungur maður í ástarsorg hafi hengt sig hér í löngum bláum trefli. Í hellinum var áður geymt hey, en fjárhús var framan við. Hellirinn myndaðist í lok jökulskeiðs á íslöld þegar brim svarf klettinn, sem er úr 0.7-3.1 milljón ára gömlu basalti. Sjá má merki um ágang sjávar á fleiri klettum hér í kring. Yfirborð sjávar hefur nokkrum sinnum staðið hærra en nú er, vegna bráðnunar jökla í lok jökulskeiða.”

Stóri-Hellir

Í Stóra-Helli.