Hólmur – Hrauntún – Rauðhólar – Gvendarbrunnar

Hólmur

Gengið var um Löngubakka austan Hólms ofan Reykjavíkur, um Rauðhóla og Gvendarbrunnasvæðið í Heiðmörk heimsótt undir leiðsögn.
Við fyrstu sýn virðist hér ekki verið um mikil tengsl að ræða, en við nánari skoðun mun svo Loftmynd af Hólmi - kirkjugarðurinn er hægra megin við bæinnvera því allt svæðið er innnan jarðarinnar. Hólmur var forn kirkjustaður, enda ber óraskaður kirkjugarðurinn austan núverandi bæjar þess glögg merki. Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Á Löngubökkum eru margir hellar og í Rauðhólum voru um 80 gervigígar áður en austurhluta þeirra var raskað með hernámsmannvirkjum og efnistöku. Hrauntún er sögð hjáleiga frá Hólmi og sjást leifar hennar enn vatnsverndargirðingarinnar við Gvendarbrunna. Skammt þar frá er Kirkjuhólmi [Kirkjuhólmar], forn örnefni. Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að Hrauntún hafi verið fyrrum bæjarstæði Hólms og að öllum líkindum fornbýli.
Auk þessa var ætlunin að skoða Útihús við HólmHundinn, eða Skessuhundinn, eins og hann hefur einnig verið nefndur.
FERLIR hafði boðað komu sína á afgirt svæði Gvendar-brunna með hæfilegum fyrirvara.

Í örnefnalýsingu fyrir Hólm, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a.: „Jörð, nú komin í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Upplýsingar um örnefni gaf Eggert Norðdahl, faðir bóndans þar [Eggert Guðmundsson Norðdahl frá Hólmi, Rvk. f.1866 – d.1963].
Merkin móti Elliðavatni eru (?): Rétt austur af Baldurshaga eru merki (svo) Gvendarbrunnur, rétt suður af honumhraunklif, er heitir Réttarklif, úr Bugðu niður frá, er Hólmsá (4) móti bæ. Úr Réttarklifi í Stóra-markhól. Fyrir ofan Elliðavatnsheiði svo aftur norðvestur af Hólmi. Úr Almannadal eins og hann liggur norður í Mýrarskyggnir (svo), þar er grashóll, úr honum til austurs í Stóraskyggnir (svo), þaðan í Sólheimatjörn (sem) er flag, er þornar á sumrin, úr henni beina leið í Hólmsá hjá Geithálsi, svo eins og Hólmsá ræður austur fyrir Heiðartagl, sem er rétt suðaustur af Geithálsi.
Áin fer Stekkur við Hólmkringum taglið suður af Hólmsbrú. Þaðan eftir lækjarfarvegi, nú orðið þurrum, upp að Hraunsnefi, svo eins og hraunhryggurinn ræður suðvestur fyrir Selfjall; frá þeim stað að Stóra-Markhól (svo) eru engin nöfn, það er yfir brunahraun að fara, sem nefnt er Bruni og er gróðurlaust land.
Norðaustur af Gvendarbrunni, inn í Heiðmörk, er steintröll, sem líkist liggjandi hundi og horfir heim að bæ í Hólmi. Þetta tröll heitir Hundurinn [Skessuhundur]; um hann er gömul þjóðsaga til. Hann er 4-5 álnir á koll. Hundur þessi var sending frá manni í Grindavík til bóndans í Hólmi út af skiptum milli þeirra. Bóndinn í Hólmi var enginn veifiskati og kunni eitthvað líka, svo einn morgunn, þegar hann kom út, sá hann til hundsins og skildi strax, hvað var að gerast. Gat hann svo með kunnáttu sinni stöðvað hundinn, þar sem hann þá var, og breytt honum í stein, sem stendur þar og mun standa um ókomin ár.

Stríðsminjar í vestanverðum Rauðhólum

Þá er Hólmsheiði. Sunnan í Hestabrekkuhæð, sem er 129 m há, eru Hestabrekkur. Þá er samhliða Almannadeild, aðskilið af stórri hæð, Mjóidalur. Hann liggur suður að Hólmsá. Að norðaustan við Hestabrekkuhæð er Skyggnisdalur. Þar suður af er[u] Hofmannaflatir. Lítið [er] eftir af þeim, nú blásið upp að mestu. Svo er hraunið, byrjum þar í miðju hrauni. Þar er óbrunnið svæði, Hólmshlíð. Austur af henni er Gráhryggur, sem liggur þvert sunnan úr hábrunanum norður að Silungapolli. Vestur af Hólmshlíð er gríðarmikil hella reist upp á rönd og heitir Grettistak [Háhella]. Hún er á hæð 3-4 mannhæðir, um meter á þykkt og 8-9 metrar á breidd.
Austur af Gráhrygg er Hellishlíð. Þar suður af er önnur lægri, er heitir Litlahlíð, og norðaustur af henni eru Hrossabeinahæðir. Þær eru kjarri vaxnar, og austan þeirra er Þorsteinshellir, er gamalt fjárból, notaður til skamms tíma. Hraunið þaðan til norðurs, norður að Hraunsnefi og suðvestur að Silungapolli, kallast Austurhraun. Við Silungapoll er barnahæli. Svo aftur frá Hólmshlíð til suðurs: Suður af henni er krappt og úfið, kjarri vaxið hraunbelti, sem nefnt er Kargi. Þar suður af er nefnt Teygingar eða Skógarteygingar.
Fyrir norðan Hólmshlíð, norður að Ármótum, [heitir] Helluhraun. Þar er mikið af hraunhellum. Vestast í því er hóll, sem heitir Trani. Vestur af honum [eru] hraunslakkar [hraunkrókar], sem nefndir eru Hraundalir, og þar vestur af er Gvendarbrunnur. Árbakkarnir frá Hrauntúnshólma, sem er norðvestur af Hrauntúnstjörn, heita upp að Ármótum Löngubakkar. Þar eru Snjófossar í Suðurá, hávaðar.“
Meintar minjar HrauntúnsÍ Jarðabókinni 1703 er Hrauntún síðasti bærinn tilnefndur í Gullbringusýslu (bls. 283-284). Þar segir m.a.: „Hrauntún segja menn að heitið hafi jörð til forna og legið millum Hólms og Elliðavatns. Þar sjást enn nú girðingarleifar eftir og ef grant er athugað nokkur húsatófta líkindi. Túnið er eyðilagt og komið í stórgrýti og hraun. Þar segjast menn heyrt hafa að kirkjustaður hafi til forna verið, og til líkinda þeirri sögn heita enn nú í vatninu þar rjett framundan Kirkjuhólmar. Eru munnmæli, að þegar þetta Hrauntún lagðist í eyði, hafi bærinn þaðan frá þángað færður verið, sem nú er jörðin Hólmur, og ætla menn að Hólmur hafi fyr bygður verið, so nú megi þessa jörð Hólm kalla Hrauntúns stað uppbygða verið hafa. Segja so allir á þessum samfundi þeir eð til leggja, að ómögulegt sje þetta hið forna Hrauntún aftur að byggja.“ Ekkja Karls Norðdahls á Hólmi sagðist tekja að Hrauntún hafi verið í krika suðvestur frá bænum, en að tóftirnar væru nú komnar undir trjágróður. Benti hún á hlíð eina norðaustan undir Sauðási ofan Elliðavatns, utan vatnsverndargirðingarinnar. Ætlunin er að skoða það svæði við tækifæri.
Garður við Hrauntúnstjörn„Þá er það næst Hólmurinn milli Hólmsár og Suðurár. Talið frá túni: Austur af túni er Vörðuhóll, þar norður af er Geithálstangi fram að Hólmsá móti Geithálsi. Suður af Hólmstúni er Bæjarhraun, vestur af túni að Rauðhólum heitir Hellur, gróið á stöku stað. Í Rauðhólum voru hin fornu örnefni, en það hefur nú öllu verið breytt að landslagi (svo) við rauðamalartekju. Norðaustast í þeim var stór og merkilegur gígur, sem heitir Kastali, er skemmdur. Þar vestur af var Stóri-Rauðhóll af honum sést ekki urmull; þar suðaustur af Miðaftanshóll, nú óþekkjanlegur. Norðanvert við Rauðhóla, milli þeirra og Hólm[s]ár, eru svonefndar Dælur, slægjublettir í hrauni. Þar norðast við veg er Tangatangi.
Túnið: Bæjarhóll, þar sem bærinn stendur, þar austur af er Gamligarður, forn kirkjugarður, óhreyfður. Hér var kirkjustaður á 14. öld.“

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – Hrauntún. Á loftmyndinni má sjá Hrauntúnsgarðana.

Garðurinn er á lágum hól skammt austan girðingar umhverfis heimahúsin á Hólmi. Hann er hringlaga og tóftir bæði austan hans og vestan. Sú að austan er minni, enda sú vestari allstór. Ekkjan á Hólmi sagðist telja að kirkjan sjálf, sem reyndar hefði verið bænhús, hafi verið innan garðs. Tóftirnar væru annars vegar útihús (það vestara) og hins vegar skemma, sem hvorutveggja hefði verið nýtt í tíð Eggerts.

Rauðhólar - friðlýsingarsvæðið 1974

Nýræktin austur af bæ heitir Austurland. Fyrir sunnan Gamlagarðinn er Mannabeinahryggur. Þar er langur hellir. Þar fundust bein. Þar suður af er Kvíastæði; næst Túnhól að suðvestan er Nýjaflöt. Þar lengst til suðvesturs er Suðurland, og Grænhóll er jafnaður við jörð. Þar var tóftarbrot. Hóllinn norðan við ána beint á móti bæ [heitir] Beitarhúsahóll. Suðvestur af Hólmshlíð er mikil fjárborg, hlaðin úr torfi og grjóti af Karli Norðdahl, er nefnd Sauðaborg.“ Hér er sennilega, m.v. staðsetninguna við Hólmshlíð, átt við Hólmsborgina, sem var endurhlaðin árið 1918. Hún er þó einungis hlaðin úr grjóti.
Guðlaugur R. Guðmundsson ræddi við Karl Norðdahl 18. júlí [ártal vantar]. Þar vildi Karl leiðrétta nafnabrengl á Helluvatni og Hrauntúnstjörn. Á herforingjaráðskortunum [1908] urðu nafnavíxl á þeim. „Helluvatn heitir svo vegna þess að á því var vað á sléttri hraunklöpp. Þegar stíflan í Elliðavatni var gerð hækkaði í vatninu og klöppin fór í kaf. Áður en stíflan var gerð hét vatnið tveimur nöfnum; Vatnsendavatn og Elliðavatn.“
Rauðhólar eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni norðaustan Elliðavatns. Þeir eru í löndum Hólms og Elliðavatns. Þeir voru rúmlega 80 áður en farið var að spilla þeim með efnistöku. Það mun hafa verið Ólafur Thors, sem fyrstu leyfði mönnum að taka efni úr Rauðhólum. Mest var ásóknin í þá á seinni stríðsárunum, þegar mikið var byggt, s.s. Reykjavíkurflugvöllur, en þar mun að finna mestan hluta þess efnis, sem tekið var í Rauðhólum. Í hólunum suðvestanverðum var ein af birgðastöðvum hernámsliðsins og sjást leifar hennar enn.
Stríðsminjar í Rauðhólum - loftmyndNæstu ár og áratugi var efni úr hólunum notað í ofaníburð í götur í borginni og húsgrunna. Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og árið 1974 var Rauðhólasvæðið gert að fólkvangi. Árið 1933 var spilda í vesturhluta hólanna leigð fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík til útisamkomuhalds. Síðar var spildan ásamt skála, sem hafði verið reistur þar afhentur borginni á ný.
Þar var rekið um tíma barnaheimilið Vorboðinn sem sumardvalarheimili fyrir börn. Sumarið 1986 var starfrækt útileikhús í Rauðhólum, þar sem brot úr Njálssögu voru sett á svið.
Síðan ísöld lauk hefur hraun einu sinni runnið inn fyrir byggðarmörkin og var það fyrir 4700 árum þegar Elliðavogshraun rann niður farveg Elliðaár. Elliðavogshraun rann úr stórum dyngjugíg sem heitir Leiti og er austan við Bláfjöll. Það var þunnfljótandi hraun sem rann um Sandskeið, niður í Lækjarbotna og þaðan rann hraunið ofan í Elliðaárvatn. Þegar hraunið komst í snertingu við vatnið urðu miklar sprengingar og gufugos. Þessi gufugos og sprengingar mynduðu gervigíganna Rauðhóla.
Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votlendi svo sem mýrar, sanda, aura eða grunn stöðuvötn. Vatnið hvellsýður þannig að kvikan tætist í sundur og gjallhaugar hrúgast upp. Gervigígar líkjast oft gjallgígum en þar sem þeir mynda óreglulegar þyrpingar er auðvelt að greina þá frá.

Vatnsinntakið gamla í Hrauntúnstjörn

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti 1961 og síðan sem fólkvangur 1974. Stærð þeirra eru um 45 ha. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki „hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili“. Fólkvangurinn í Rauðhólum var friðlýstur, sem fyrr sagði, með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
Áhugi var að skoða afgrit svæðið innan vatnsverndar
Gvendarbrunna. Haft var samband við fulltrúa Orkuveitur Reykjavíkur, sem brást bæði fljótt og vel við og sendi umsjónarmann svæðisins, Hafstein Björgvinsson, þegar á vettvang. Hafsteinn tók vel á móti þátttakendum, leiddi þá um helstu minjar og reifaði sögu brunnanna: „Gvendarbrunnar  eru kenndir við Guðmund Arason biskup hinn góða (1203-1237). Vatnið sem Guðmundur góði vígði var talið heilnæmt með afbrigðum og búa yfir margvíslegum yfirnáttúrlegum eiginleikum. Hinsvegar hafa engar heimildir fundist um sérstök tengsl Guðmundar góða við Gvendarbrunnasvæðið. Árið 1906 átti Jón Þorláksson, þáverandi landsverkfræðingur, frumkvæðið að því að gera Gvendarbrunna að vatnstökusvæði Reykvíkinga. Á árunum 1904-1905 hafði bæjarstjórn fjármagnað boranir í Stöðvarhúsið í GvendarbrunnumVatnsmýrinni sem reyndust árangurslausar. Vatnið sem upp kom reyndist heitt og óhæft til drykkjar. Við boranir fannst einnig gull og samkvæmt efnarannsóknum var þar að finna ágætis gullnámu.
Guðllæðið í Reykjavík var skammlíft en áfram hélt undirbúningsvinna að vatnsveitu sem markaði tímamót með kaupum bæjarstjórnar á Elliðaánum. Árið 1908 hófust framkvæmdir á vatnsleiðslu frá Elliðaánum og Gvendarbrunnum. Ári síðar voru leiðslurnar tengdar og vatnsveita í Reykjavík orðin að veruleika.“
Í „Hrauntúnstjörn“ var vatnið fyrst sótt 1908. Í henni sést enn inntaksopið. Norðan tjarnarinnar er ílöng tóft tvískipt. Gróið er í kring. Við fyrstu sýn virðist þarna hafa verið fjárhús og heykuml við endann, en hún gæti einnig hafa verið leifar skála og þá væntanlega verið með elstu byggingum. Austan hennar, í hrauninu, eru leifar af hlöðnum garði. Minjar þessar eru á borgarminjaskrá. Svæðið sunnan tjarnarinnar var einnig skoðað, en þar hefur verið skipt um jarðveg eftir framkvæmdirnar við núverandi stöðvarhús Orkuveitunnar. Vestan þess er gömul hlaðin rétt, ofan við svonefnt Réttarklif.

Þorsteinshellir - sauðaskjól frá Hólmi

Á hól suðvestan hennar er myndarleg varða. Aðspurður um Kirkjuhólma taldi Hafsteinn þeim hafi verulega verið raskað í seinni tíð.
Hafsteinn fylgdi þátttakendum um stöðvarhúsið, lýsti byggingu þess og nýtingu. Greinilegt er að bæði hefur verið reynt að láta mannvirki falla sem best inn í umhverfið og þess gætt að raska ekki öðru en nausynlegt var vegna vatnsframkvæmdanna. Hafsteini var sérstaklega þakkað fyrir góð viðbrögð og frábæra leiðsögn.
Eggert Guðmundsson Norðdahl kvað eitt sinn:

Þannig líður ár og öld
eins í gleði og sorgum.
Allir dagar hafa kvöld
og allar nætur morgun.

Hólmur er og var merkilegur. Líklegt má telja að mikið af menjum hafi horfið í Elliðavatnið þegar vatnsborð þess hækkaði mikið við stíflugerðina 1930. Til er glögg lýsing af svæðinu fyrir stíflugerðina. 

Frábært veður. Ferðin tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hólm – ÖÍ.
-nat.is
-Efnistaka og frágangur – skýrsla Vegagerðarinnar frá 2006.
-Stjórnartíðindum B. nr. 185/1974.
-Freyr Pálsson – Jarðfræði Reykjavíkursvæðisins.
-Jarðabókin 1703.

Rétt við Réttarklif