Hvalsnes

Hvalsnes er kirkjustaður sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þar var lengi prestsetur og þjónaði Hvalsnesprestur þá að jafnaði einnig í Kirkjuvogi (Höfnum) og í Innri-Njarðvík.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Á Hvalsnesi er steinkirkja, byggð utan við kirkjugarðinn. Kirkjan sú var vígð á jóladag árið 1887, en Hvalsnesprestakall hafði verið lagt niður 1811 og síðan hefur Hvalsnessókn tilheyrt Útskálaprestakalli.
Kirkjubóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi lét reisa Hvalsneskirkju. Þar hafði kirkja staðið frá allt frá 1200. Ketill hafði frétt að verið væri að reisa hlaðna kirkju í Innri-Njarðvík (1885-1886). Snaraðist þangað og samdi við steinsmiðina um að koma á Hvalsnes þegar verkinu væri lokið og hefja þar hleðslu. Grjótið var tekið úr klöppinni fyrir utan túnið og því ekki langt að fara.
Kirkjusmiður var Magnús Magnússon, steinsmiður í Garði. Hann fórst 1887 áður en smíðinni lauk og tók þá við Stefán Egilsson.

Hvalsnes

Grafsteinn Steinunnar í Hvalsneskirkju.

Stórbóndinn Ketill Ketilsson í Kotvogi í Höfnum var þá eigandi Hvalsnesjarðarinnar og kostaði hann kirkjubygginguna. Hún á nú marga góða gripi, meðal annars er þar geymdur legsteinn Steinunnar, dóttur Hallgríms Péturssonar sálmaskálds, en hann var þar prestur frá 1644 til 1651. Hann er sagður hafa höggvið legsteininn sjálfur. Legsteinn þessi var lengi týndur en fannst 1964 þar sem hann hafði verið notaður í stéttina framan við kirkjuna.

Þekktastir Hvalsnespresta voru fyrrnefndur Hallgrímur Pétursson (1644-1651) og Árni Hallvarðsson (1743-1748).

Hallgrímur Pétursson (1614–27. október 1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Ævi hans var að mörgu leyti óvenjuleg en þekktastur er hann í dag fyrir Passíusálmana sína sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666. Hann var af góðum ættum en bjó lengst af við fátækt. Hann naut mikils stuðnings Brynjólfs Sveinssonar biskups og fékk prestsvígslu frá honum þrátt fyrir að Hallgrímur lyki aldrei formlega prófi. Hallgrímskirkja í Reykjavík og Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd eru nefndar eftir honum.

Hvalsnes

Hallgrímur Pétursson – glerlistaverk í Akureyrarkirkju.

Árni Hallvarðsson (1712-1748) var prestur á Suðurnesjum. Foreldrar hans voru Hallvarður Ingimundarson í Gerðum í Garði og Þórdís Halldórsdóttir frá Keflavík. Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1739 en var á sumrum hjá Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni á Reykjum í Ölfusi. Hann var prestur á Hvalsnesi frá 1742 til dauðadags.
Sagt er að séra Árni hafi bannað vikivaka og jólaskemmtanir þær sem haldnar voru á Flankastöðum og að honum hafi hefnst fyrir það er hann drukknaði í embættisferð að Kirkjuvogi þann 31. mars 1748.

Á Hvalsnestorfunni voru eftirtaldir bæir á fyrri hluta 20. aldar; Vesturbær og Austurbær, Kirkjuhóll suðvestan kirkju, Brandskot norðan sjávargötunnar að vörinni til norðausturs, Nýibær og Smiðshús vestast, sunnar Gerðakot, norðar Tjörn Moshús, Hlið og Garðbær, austar Nýlenda, Bursthús og Skinnalón. Flestir bæjanna eru nú tóftir einar, en sumum jörðunum standa þó enn íbúðarhús.

Hvalsnes

Hvalsnes – loftmynd 1954.

Í “Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ” árið 2022 má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik um bæina:

Hvalsnes

Hvalsnes

Hvalsnes um miðja 20. öld.

1686 og 1695: 60 hdr., 3/4 konungseign, 1/4 kirkjueign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: Jarðardýrleiki óviss, ¾ konungseign ¼ kirkjueign. Kirkjustaður með hjáleigunum Gierdakoti, Smidshúsi, Ervidi, Moakoti, hjáleigu kennd við ábúanda hverju sinni (þá Þorbjörn) og Fiosakoti, samkvæmt JÁM III, 45-47.
1847: Jarðardýrleiki óviss, bændaeign, með hjáleigunum Gerðakoti, Rembihnúti, Mosahúsi og Nýlendu. Þar segir að í jb. 1803 séu hjáleigurnar Smiðshús og Brandshús undirsettar jörðinni, samkvæmt JJ, 86.
Um 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9.

Hvalsnes

Brunnur, fylltur, í Brunnlág.

1225: “Síðan fór Aron [Hjörleifsson] suðr a Hvalsnes til Þorsteins ok var þar um hríð,” segir í Íslendingasögu, Sturl I, 308. Hvalsness er einnig getið í sömu sögu bls. 457, 495.
Um 1270: Skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi. “Þadann fra fvlavik xl fadma a sanndinn fra kolldvhomrvm. Þadann aa hvalsnes. krokvr. ok vtskaler sydvr til midær holms sinn þridivng hvor þeirra. […] Þadann eigv vtskaler einer sydvr til miosyndis. Þadann aa sydvr hvalsnes ij hlvti j vidreka enn starnes þridvng.” DI II, 77.
Um 1270: “Þetta er hvalskipte rost hvelínga: at þann hval sem meire er enn xij vætter ok half vætt ok rekvr millvm æsvbergs ok kefl v vikur til motz vid niardvikínga skall skiptta j nív stade. […] Hinn ixa hlvt hvals aa hvalsnes ok starnes.” DI II, 78-79.

Hvalsnes

Lögréttan á Hvalsnesi.

Um 1270: “landamerkia bref aa milli huals nes og starnes.” DI II, 81.
1367: “xliij. Hvalnes maldage eins og j vilchinsbok. þa lidit var fra hijngad burd vors lausnara Jesu christi þushundrut ara þriu hundrut ara og siau tijger ara vijgde herra othgeir Biskup kirkiu a Hualsnese et cetera”; Hítardalsbók, sjá 1370; DI III 219.
1370: “Hvalsnes. Þa er lidit var fra hijngadburd vors herra Jesu Christi Þushundrud ära ccc. oc lxx ara. vijgdi herra Otthgeir Biskup kirkiu a Hvalsnesi […]. ad kirkian a fi ordung j heima landi sem Biorn bondi Olafsson oc Salgierdur kona hanz [gafu] kirkiunni til vpphelldis og ad standa skylldi fi rir presti og jord j nordurnesium […].” DI III, 256-257.

Hvalsnes

Hvalsnes – Virkishóll.

1415: “[…] hustru jnghunn gunnarsdotter medr fullo handabandhi fek […] herra arnna med gudz nadh biskup i skalholti sitt fullt oc loghligt æighnar vmbodh yfuer hualsnesi a hrosmalanesi […].” DI III, 761.
25.8.1426: Vottað “ath herra hanis paalsson feck med fullo handabande herman langha forstandara ath allra heilagra kirkiu j bergwin huaalsnes a Rosmalanesi liggiande bade síns herra kongsins oc suo sína vægna […].” DI IV, 336.
1435: Jón Kárason prestur vottar um viðtal Árna Ólafssar biskups við Helga Guðinason systurson sinn: “hielt biskup aarne aa eirne skaal ok drack helga aulit til. ok hier til gef ek þier jaurdina er hualsnes heiter er liggr aa Rosmalanese til fullrar eignar.” DI IV, 554.

Hvalsnes

Hvalsneshverfi – túnakort 1919.

1436: Snorri Ingimundarson prestur og þrír aðrir menn votta: “ath gudrun styrsdottir handfeste helga gudinasyne suo felldan vitnissburd. Ath hun heyrde […] gerra aarna med guds naad biskup j skalhollte kennazt […] ath hann hefde gefi t nefndum helga jaurdina er hualsnes heiter er liggr aa rosmalanese til
fullrar eignar ok sagdizt þa enn gefa honum adr nefnda jaurd.” DI IV, 555.
1436: Helgi Ingjaldsson prestur vottar: “at nefnd jngun [gunnarsdotter] feck biskp arna jordina a hualsnese er liggr a rosmalanesi til fullrar eignar med ollum þeim gognum ok gædum sem til liggr […].” DI IV, 555-556.

Hvalsnes

Hvalsnes – Smiðshúsabrunnur.

1436: Alþingisdómur tólf manna útnefndum af Ormi Loptssyni hirðstjóra: “at dæma i milli hera laughmannzins helga gudinasonar ogh nikulas snæbiarnarsonar. Kærdi fyrrnefndr helghi ath aadrnefndr nikulaas hielldi ogh sier eignadi jordina hvalsnes er liggr aa rosmhvalanesi. […] þvi dæmdvm vier fyrrnefnder domsmenn títtnefndom helgha optnefnda jord hvalsnes til fvllrar eignar svo mikit sem gilldi aatta lester fi sk fram komnar i bergvin en honum til hallz þad sem jördin væri dyrri.” DI IV, 559-560.
1445: Torfi Arason selr Skúla Loptssyni Hvalsnes á Rosmhvalanesi og Gegnishól í Skagafi rði fyrir jarðirnar Þykkvaskóg, Miðskóg Þórólfsstaði, Smyrlahól Giljaland og Heinaberg. “[Seljandi jarðarinnar reiknar] at hualsnesi fylgdi tuer jarder nes ok Melaberg ok stedi onnur fi rir omagavist. enn adra etti kirkian ok Þar til tolf kugilldi. kynni [kaupandi] at spyria at helge gudinason hefdi fl eire peninga tekit kirkiunnar vegna aa hualsnesi Þa skylldi [seljandi] Þa til leggia.” DI IV, 665-666.

Hvalsnes

Hvalsnes – Virkishóll.

1488: Jörðin Býjasker á Rosmhvalanesi er í Hvalsneskirkjusókn. DI VI, 637.
1541. Minnisgreinar Gizurar biskups. “Jtem lofad sira Eyolfi Hualsnesi ef sera Halldor hefur þad ecki heima sialfur.” DI X, 691.
1546: Bréf Gizurar biskups til síra Eyjólfs á Hvalsnesi. “J hueriu þier skrifudut at sira Einar hefdi b(ygt) undan ydur hualsnes veit ec þar ecki til.” DI XI, 528. 1552: Fógetareikningar. “Jtem Ogmonder aff Hualsnese ff or ij skatte xvj alne vadmel.” DI XII, 420. Sjá einnig Fógetareikninga 1553, DI XII, 577, 579.
1563: Jarðaskiptabréf hirðsjóra fyrir hönd konungs við Skálholtsstól. “[…] under minn nadugasta herra og Krununa skulu þessar jarder liggia til eignar oc aftekta […] Hvalznes med Hualsness hverfi fyrer jc hundrada.” DI XIV, 156. 1575: Máld DI XV 639 1698-1720: Jón bp Vídalín lætur lögtaka að Njarðvíkurkirkja fái alkirkjurétt og skuli vera annexía frá Hvalnesi; PP, 102.

Hvalsnes

Hvalsnes (HWL).

Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Hvalsnes ásamt Móum, Loftstöðum, Smiðshúsum, Nýjabæ, Móhúsum og Tjörn.
1919: “Túnin að mestu slétt og sléttuð.” Tún (Hvalsnes A), 3.4 hekt., garðar 800 m2. Tún (Hvalsnes V),
3.4 hekt., garðar 540 m2. Tún (Smiðshús), 1.3 hekt., garðar 540 m2. Tún (Nýibær), 0.9 hekt., garðar 810 m2. Tún (Tjörn), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Tún (Garðbær), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Tún (Hlið), 0.15 hekt., garðar 380 m2. Sléttað tún (Móakot), 0.44 hekt., garðar 370 m2. Sléttað tún (Loftstaðir) 0.1 hekt., garðar 590 m2. Öll torfan samtals 9.9 hekt., og garðar 4790 m2.

Hvalsnes

Hvalsnes; bæirnir Nýibær, Moshús og Tjörn. Smiðshús t.h.

1703: [S]o er og mestalt land jarðarinnar komið í sand, grjót og hrjóstur […]. Torfrista og stúnga engin nema í sendinni jörðu, valla nýtandi. Eldiviðartak ekkert nema fj öruþáng. Fjörugrasatekja sem jörðinni nægir. Sölvatekja lítil. Fuglveiði og eggver ekkert nema ef sótt væri til Geirfuglaskers, sem presturinn þykist heyrt hafa kirkjunni eignað að nokkrum parti, en þángað er háskaför so mikil, að það hefur um lángar stundir ekki farið verið […]. Rekavon nokkur. Hrognkelsafj ara að nokkru gagni. Murukjarnar, söl og bjöllur eru um veturinn brúkaðar til að næra á nautpeníngi í heyskorti […]. Vatnsskortur er að miklu meini, so að margoft bæði sumar og vetur verður það að meini mönnum og fjenaði, þegar ekki nást fjöruvötn,” segir í JÁM III, 44-45.
“Hvalsnestangi […]. Skiptast þar á tjarnir og þýfðir móar. Þar er kúabeit, einnig hesta og sauðfjár að nokkru,” segir í örnefnalýsingu MÞ (Ö-Hvalsnes MÞ, 1).
Í örnefnaskrá AG segir: “Kúatraðir eru frá bæ milli Norðurtúns og Tjarnarbletts.” (Ö-Hvalsnes AG, 1).

Hvalsnes

Hvalsnes – útihús frá Austurbæ.

Uppmældar minjar á bæjarhólnum í Hvalsnesi eru áberandi og sjást vel úr öllum áttum. Á túnakorti frá 1919 er bærinn Hvalsnes merktur með níu steinhúsum, tveimur kálgörðum og einni for vestan við suðurkálgarðinn. Íbúðarhús er suðaustast á bæjarhólnum og steinsteypt útihús til norðurs og vesturs.
Íbúðarhúsið er byggt yfir austurenda bæjarhúsanna líkt og þau eru sýnd á túnakortinu og útihúsin eru vestarlega á hólnum, á sama stað og útihús á túnakortinu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs að öllum líkindum en mikið rask er á bæjarhólnum vegna húsbygginga sem og annarra framkvæmda. Áætlað er að ljósleiðarinn liggi þvert yfir miðjan bæjarhólinn.
Slétt, ræktuð tún eru allt umhverfis bæjarhólinn á Hvalsnesi. Bæjarstæðið er Bæjarhóllinn er um 50 m í þvermál og 1-2 m á hæð. Brún hólsins sést einna best til suðurs, þar er hún 1,5 m á hæð. Malarplan er á hólnum miðjum og vegur yfir norðurhluta hans. Ekkert er varðveitt af eldri húsum á bæjahólnum en án efa er enn mannvist undir sverði.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Á túnakorti frá 1919 er steinkirkja, sem er samtengt kirkjugarði, merkt um 80 m suðaustan bæjar. Kirkjustæðið sést enn.
c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9. HVALSNES Á MIÐNESI (G) -Guði, Maríu, heilögum krossi, Ólafi , Katrínu, öllum Guðs helgum mönnum.
1367: “xliij. Hvalnes maldage eins og j vilchinsbok. þa lidit var fra hijngad burd vors lausnara Jesu christi þushundrut ara þriu hundrut ara og siau tijger ara vijgde herra othgeir Biskup kirkiu a Hualsnese et cetera”; Hítardalsbók, sjá 1370, DI III 219.
10.6.1370: “Hvalsnes. Þa er lidit var fra hijngadburd vors herra Jesu Christi Þushundrud ära ccc. oc lxx ara. vijgdi herra Otthgeir Biskup kirkiu a Hvalsnesi Gudi til lofs oc dyrdar og heilagri Gudz modur Mariæ. hinum heilaga krossi. Olavo kongi. heilagri Katariæ oc ollum Gudz helgum monnum næsta dag fi rir festum Barnabæ Apostoli med þessum mäldaga. ad kirkian a fi ordung j heima landi sem Biorn bondi Olafsson oc Salgierdur kona hanz [gafu] kirkiunni til vpphelldis og ad standa skylldi fi rir presti og jord j nordurnesium oc xij kyr.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Þar skal vera heimilisprestr oc syngia hvern dag helgann oc hvern dag vm Langafostu oc jolafostu. ymbrudaga oc oll ix lestra holld oc octavas oc iij daga j viku þess j milli. þar skal lvka presti iiij merkur aa hveriu aare. þangad liggia Þesser iiij bæer ad tiundum oc lysitollum oc ollum skylldum. þoristader. fl angastader. Sandgerdi oc Vppsaler. Og af ollum bæium sudur þadan til Voga allar skylldur vtan af Biaskerium oc þeim tveimur kotum sem þar fylgir jordunni. tekst þar af heima tiund. af Hvalsnesi skal syngia til Biaskeria annan huern dag helgan. Þetta aa kirkian innan sig. kross fornan storan med vnderstodum. Mariuskriptt. olafsskriptt. iij krossa smä. Salvatoris skriptt. skrijn med helgum domum. v. kluckur. iiij biollur.

Hvalneskirkja

Hvalsneskirkja.

Tabulum oc brijk. tiolld vmmhverfi s sig. kiertistikur iiij med kopar. jarnstikur iiij. sacrarium mvnnlaug. ampli oc fonts vmbuning med skijrnar katle. vijgdz vattzkietill oc stockull. paxspialld oc paskablad. sacrarium handklædi oc kiertistiku. glodarkier. elldbera. baksturjarn. kirkiu läs. kista. vj manna messuklædi oc iiij hoklar ad auk. kantarakapur iij. sloppar ij. alltaraklædi iij med dvkum. kaleika iij. oc hvslkier med silfur glerglugga iij. merki ij. lectara ij. stol. kiertaklofa. paskakiertis vmbunad. dymbil oc halftt pund vax. xij manada tijder. J mote þeim iiij bæium sem vndann Vtskaala kirkiu eru tekner leggur Biorn bonde kirkiunni ad Vtskalum jord er hiter j Votum med tveimur kugilldumtil æfi nnligrar eignar. fi ell nidur portio sijdan Svarthofdi erfdi jordina fi rir ad hann giordi kluckna hvs oc fi ri brad oc brot aa kirkiu”; Vmáld DI III 256-257 [ef seinasta málsgreinin er ekki seinni viðbót, þá getur hér ekki verið um kirkjustofnun að ræða. Umtalsverð ornamentiseign bendir líka til að kirkjan hafi átt sér lengri sögu. Máldaga Oddgeirs ber þá etv að skoða sem breytingu úr hálf- í alkirkju].

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

7.5.1445: “[Seljandi jarðarinnar reiknar] at hualsnesi fylgdi tuer jarder nes ok Melaberg ok stedi onnur firir omagavist. enn adra etti kirkian ok Þar til tolf kugilldi. kynni [kaupandi] at spyria at helge gudinason hefdi fl eire peninga tekit kirkiunnar vegna aa hualsnesi Þa skylldi [seljandi] Þa til leggia”; DI IV 666.
22.8.1488: Jörðin Býjasker á Rosmhvalanesi er í Hvalsneskirkjusókn. DI VI, 637.
1575: Máld DI XV 639.
1698-1720: Jón bp Vídalín lætur lögtaka að Njarðvíkurkirkja fái alkirkjurétt og skuli vera annexía frá Hvalnesi; PP, 102.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

1811: Hvalnesprestakalli skipt upp og varð Hvalnes annexía frá Útskálum, staðfest með konungsbréfi 26.4.1815, Þó þannig að Hvalneskirkja skyldi niður lögð; PP, 104.
5.4.1820: Hvalneskirkja tekin upp á ný og byggð upp aftur 1821; PP, 102 [konungsbréf].
“[K]irkjan var uppbyggð að heita mátti á ábúandans kostnað 1821; þykir hún vera snoturt hús og prýðilegt,” segir í sýslu og sóknalýsingum. “Nýlega er búið að færa Hvalsnesskirkju út úr kirkjugarðinum suðaustur fyrir hann; er hún nú bygð úr steini og mjög vönduð. — Mér hafði verið sagt, að í Hvalsnesskirkjugarði hefði verið legsteinn yfir Steinunni Hallgrímsdóttur skálds, Péturssonar.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja og minnismerki um horfna sjómenn.

Nú var þar aðeins einn legsteinn sjáanlegur og af honum var alt letur þó horfið. En sú sögn fylgdi honum, að hann væri yfir séra Eiríki Guðmundssyni ([d.] 1796). Var mér sagt, að gras mundi gróið yfir Steinunnar-steininn, en að Hákon bóndi í Nýlendu mundi vita, hvar hans væri að leita. Hákon kvaðst muna eftir steininum: hann hefði verið alsettur letri. Og hann vísaði til, hvar hann minnti að steinninn hefði verið. Þar lét ég gjöra talsverða leit, en kom fyrir ekki. […] Á Stafnesi kom maður til mín, og sagðist hafa beyrt það haft eftir Steingrími bónda í Nesjum (Jónssyni prests í Hruna, Steingrímssonar), að hann (Steingrímur) myndi eftir því, að þá er síðast var bygð kirkjan í kirkjugarðinum (sem var 1864), þá hefði legsteinn verið settur í »grunnmúrinn«, og á honum hefði verið nafnið »Steinunn Hallgrímsdóttir« og ártalið, en ekkert annað.

Hvalsnes

Sólveig; minningarteinn á Hvalsnesi.

Ártalið hefði verið annaðhvort 1660 eða 1669. […] Sé hún rétt hefir sá steinn eigi tilheyrt Steinunni dóttur séra Hallgríms skálds. Hann var farinn frá Hvalsnesi fyrir 1660,” segir í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1903. “Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmán. i sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. […]. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftari hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkjugarðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. Efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðslunni var, orðið eytt og veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að rúnir og alt verk hefði eyðst af því. […] Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið. Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1971 er áletrunin sögt talin frá um 1500.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

“Síra Gestur var þá prestur á Hvalsnesi. Hann kom út úr bænum um vökuna og sér hvar tveir menn eru að glíma í kirkjugarðinum. Prestur gengur þangað og sér hvað um er að vera; er þar Þórarinn [í Glaumbæ] og Jáson [unglingspiltur sem grafinn var að Hvalsneskirkju] nærri því búinn að drepa hann.
Gestur prestur bjargaði Þórarni og kom Jásyni frá honum. Þórarinn hafði vakið Jáson upp og sent hann eftir peningum; var hann þá aftur kominn. Sagt er að síra Gestur muni hafa tekið til sín megnið af peningunum,” segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Skóli

Hvalsnes

Hvalsnes – fyrrum skólinn sést á risbyggingunni.

Á túnakorti frá 1919 er skólahús merkt um 180 m austan bæjar, rétt utan við heimatúnið. Óræktaður mói og uppblásið svæði. Ekki sést til skólans – búið að byggja skemmu þar sem skólinn hefur staðið.

Garðbær
Á túnakorti frá 1919 er þurrabúðin Garðbær teiknuð með steinhúsi með skemmu ásamt einum kálgarði, um 140 m norðan bæjar.

Hvalsnes

Hvalsnes – Garðbær. Hlið t.h.

“Yztu takmörk Tjarnarbletts er rúst eftir þurrabúð, sem heitir Tjörn, og þar vestast í yztu merkjum Norðurtúns er Garðbæjartóft. Þar austur af er önnur þurrabúð, Hlið,” segir í örnefnaskrá AG. Garðbær er um 130 m norðan við Hvalsnesbæ og 25 m VSV við Hlið. Bæjartóftin er horfin en var fast sunnan við núverandi íbúðarhús.
Garðbær samanstendur af bæjarstæðinu og kálgarði sem enn sést fyrir norðan íbúðarhúsið.
Kálgarðurinn er ennfremur sambyggður Hliði. Núverandi íbúðarhús er inni í kálgarðinum og bæjartóftin hefur verið sléttuð út. Grasivasið slétt svæði sem nýtt er sem bakgarður. Engin ummerki um Garðabæ sjást á yfirborði.

Hlið
HvalsnesÁ túnakorti frá 1919 er þurrabúðin Hlið, ásamt þremur kálgörðum, merkt um 150 m norðan Hvalsnesbæjar.
“Yztu takmörk Tjarnarbletts er rúst eftir þurrabúð, sem heitir Tjörn, og þar vestast í yztu merkjum Norðurtúns er Garðbæjartóft. Þar austur af er önnur þurrabúð, Hlið,” segir í örnefnalýsingu.
Hlið er fast austan við Garðbæ, kálgarðar bæjanna voru sambyggðir. Minjar á Hliði sjást enn og samanstanda af bæjartóft, kálgarði og leið.
Tóftin er um 13×13 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Veggirnir eru 2 m á breidd og 0,5-2 m á hæð, algrónir en víða glittir í grjót. Tóftin skiptist í tvö hólf. Vestara hólfi ð er stærra, 5,5 x 2,6 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á miðri vesturhlið, inn í kálgarð. Eystra hólfið er minna, 3 x 1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er til suðausturs. Veggir í vestara hólfi nú standa betur og eru hærri en í minna hólfinu.

Smiðshús

Hvalsnes

Hvalsnes- Smiðshús.

Á túnakorti frá 1919 er Smiðshús merkt, með fimm steinhúsum sem og kálgarði austan við þau, um 280 m vestan Hvalsnesbæjar. Innan túns eru teiknuð tvö
steinhús og stakur kálgarður.
“Smidshús, önnur hjaleiga. Jarðardýrleiki óviss,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
“Brunnurinn á Smiðshúsum sést í túninu norðaustan við gamla húsið,” segir á Ferlir.is. Alls eru skráðar fimm fornleifar á Smiðshúsum, innan túns býlisins og
sýnt er á túnakorti Hvalsnes frá 1919. Smiðshús hafa ekki farið varhluta af landbroti og hluti bæjarhólsins kominn undir sjóvarnargarð. Íbúðarhúsið er nú
um 15 m austan við strandlengjuna og engin hús á bæjarhólnum utan tófarbrots.
Smiðshús eru á sjávarbakka og einungs tóftarbrot fast vestan við veg að núverandi íbúðarhúsi að sem er 115m NNA.
Bæjarhóllinn er horfinn og búið ad slétta allt út nema einn vegg. Hann er L-laga, um 5,5×5,5 m að stærð.
Hann er um 1 m á hæð, steyptur til vesturs en til austurs má greina 4-5 umför af grjóthleðslu.

Gerðakot

Hvalsnes

Hvalsnes – Gerðakot.

1703: Jarðardýrleiki óviss, sögð fyrsta hjáleiga frá Hvalsnesi, samkvæmt JÁM III, 45.
1847: Jarðardýrleiki óviss, sögð hjáleiga frá Hvalsnesi, samkvæmt JJ, 86.
Kuml: “Útsuður frá Hvalsnesi nær sjó er bær, sem heitir Gerðakot.” Árið 1854 var grafið fyrir nýbýli á hóli í landi Gerðakots. Kom þá upp beinagrind sem snéri N-S (Magnús Grímsson 1940, 254).
“Gerðakot var flutt þangað sem var torfbær, er hét Landlyst,” segir í örnefnaskrá Hvalsness (Ö-Hvalsnes AG, 2).
1919: Tún (Gerðakot), 2 hekt., garðar 980 m2.
Samkvæmt túnakorti frá 1919 á Gerðakot kálgarð í Loftstaðatúni.
Á túnakorti frá 1919 eru sex steinhús merkt og norðan við þau for. Kálgarður er teiknaður sunnan bæjarhúsanna.

Hvalsnes

Hvalsnes – Gerðakot nýrra/Landlyst.

“Útsuður frá Hvalsnesi nær sjó er bær, sem heitir Gerðakot,” segir í örnefnaskrá. “Gamla-Gerðakot stóð á flötu túninu innan við lágan malarkamp, norðan við Hrossatjörn. Í stórflóðum gekk sjór yfir kampinn inn í tjörnina: hún hækkaði þá, svo að fyllti kálgarðinn fyrir framan bæinn og varla var fært um stéttina, fyrr en fjaraði. Sjór gekk einnig inn á túnið fyrir norðan bæinn í stórflóðum. Þótti þetta svo uggvænlegt orðið, að 1929 var bærinn fluttur ofar í túnið,” segir Magnús Þórarinsson.
“Gerðakot var flutt þangað sem var torfbær, er hét Landlyst,” segir í örnefnaskrá Hvalsness.
“Árið 1880 taldi hann [sr. Sigurður B. Sívertsen] prýðileg timburhús með stofum (undir baðstofu) á Stafnesi, Gerðakoti og Sandgerði og þokkalegar innanþiljaðar baðstofur á Stafnesi, Sandgerði og Klöpp,” segir í Við opið haf e. Ásgeir Ásgeirsson.
Bæjarhóllinn er 30 x 22 m að stærð og snýr austur-vestur. Hann er algróinn og þakin tóftum, erfitt er að sjá hvað eru bæjarhús og hvað útihús. Tóftirnar eru ekki samtengdar heldur stakar sem bendir til endurnýtingar. Hóllinn er grasivaxinn, 0,5-1 m hæð, hæstur til suðurs.

Nýlenda

Hvalsnes

Hvalsnes – Nýlenda.

1847: Jarðardýrleiki óviss, sögð undirsett Hvalsnesi, samkvæmt JJ, 86.
Jarðarítök: Jörðin átti reka- og þangfjörur innan Hvalsneslands, segir í örnefnalýsingu Hvalsness (Ö-Hvalsnes MÞ, 2).
Fasteignamat frá 1916 er til fyrir Nýlendu.
1919: “Túnin slétt mestöll, einkum á Busth., létt greiðfært.” Tún (Nýlenda), 1.3 hekt., garðar 1200 m2.
Á túnakorti frá 1919 er Nýlenda merkt með átta steinhúsum og einu timburhúsi sem eru umkringd þremur kálgörðum á öllum hliðum ef frá er talið austurhlið. For er vestanmegin norðurkálgarðs. Stafnar bæjarins snéru að öllum líkindum til norðvesturs. Núverandi bæjarhús eru á sama stað og eldri hús.
Slétt tún eru allt umhverfis bæjarhólinn. Engin ummerki bæjarhóls og -húsa sjást á yfirborði.

Bursthús

Hvalsnes

Hvalsnes – Bursthús.

1686: 10 hdr., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1695: 10 hdr., konungseign, samkvæmt The Old Icelandic Land Registers, 122.
1703: “Jarðardýrleiki veit enginn til vissu, en eftir einum gömlum manni er haft, að hún hafi verið konungseign”. “Á þessari jörðu er ekki fyrirsvar og fátækraflutníngur nema að helmgíngi við lögbýlissjarðir og er því hálfl enda kölluð; meina sumir hún hafi verið bygð af Hvalsnesslandi,” segir í JÁM III, 47-48.
1703: “Sölva og hrognkelsafjara nokkur. Murukjarnatekja nokkuð lítil, þó stundum að gagni til að lengja líf kvikfjenaðar. Tún fordjarfast af sjávarágángi,
item af grjóti og sandi. Engjar eru öngvar. Útigangur enginn nema í Hvalsnesslandi.
Eldiviðartak ekkert nema í fjörunni og þó lítið. Vatnsból af skorti og fordjarfast af sjávaryfirgángi. Heimræði hefur verið árið um kríng, en er nú að mestu af, því að lendíng og skipsuppsátur fordjarfast af sjáfaryfirgángi,” segir í JÁM III, 37.
1847: Jarðardýrleiki óviss, bændaeign, samkvæmt JJ, 86.

Hvalsnes

Hvalsnes – Skinnalón.

Á túnakorti frá 1919 er Busthús merkt með sjö steinhúsum, einu timburhúsi, tveimur kálgörðum til norðurs og suðurs og einni for. Á túnakorti Kirkjubólshverfi segir: «Bæinn Kirkjuból flutti Gunnar – sonur Erlendar á Stafnesi (ár) að Busthúsum, þangað sem nú er hann.» Ekkert íbúðarhús er á bæjarhólnum, einungis sumarbústaður.
Stafnar bæjarins snéru til suðvesturs. Langur, gróinn hóll. Greinilegt að uppsöfnun mannvistarlaga er undir sverði. Bæjarhóllinn er 48 x 28 m að stærð og snýr norðvestur suðaustur. Hann er um 1 m á hæð. Ekki sjást minjar á hólnum en nokkrar dældir eru þar auk beinna bakka. Mikið rof er i suðurhlið bæjarhólsins, þar sem kálgarður var.

Heimildir:
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, 1923-24.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1903 – bls. 39.
-Örnefnaskráning fyrir Hvalsnes – Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Hvalsnes – Magnús Þórarinsson.
-Túnakort 1919.
-Loftmynd 1954.
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs ljósleiðara í Suðurnesjabæ. 2. útgáfa 2022.

Hvalsnes

Hvalsnes – uppdráttur ÓSÁ.