Jarðsaga Reykjanesskaga – Haukur Jóhannesson
Í Morgunblaðinu 1999 fjallar Haukur Jóhannesson um „Jarðsögu Reykjanesskagans“ í stutti máli:
„Reykjanesskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Þessi kafli um jarðfræði fjallar um skagann í heild. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Fjórar sprungureinar em á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla- og Hengilsreinar. Hver þeirra er mynduð af hundruðum opinna sprungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða.
Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem em svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar era hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar, og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.“ – Haukur Jóhannesson.
Heimild:
-Morgunblaðið, 88. tbl. 20.04. 1999, Jarðsaga Reykjanesskagans, Haukur Jóhannesson, bls. 43.











