Jón Forseti – minnisvarði
Minnivarði um strand togarans Jóns forseta var í gær afhjúpaður á Stafnesi.
Jón forseti RE 108 markaði tímamót í íslenskri útgerðarsögu en hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom til landins þann 23. janúar 1907.
Að morgni 28. febrúar 1928 strandaði Jón forseti við Stafnes. Á þeim tíma voru engin tæki til björgunarstarfa og engin vegur né sími var á Stafnesi. Bátar voru sendir frá Sandgerði með olíu til að hella í sjóinn og reyna þannig að lægja öldur.
Áhöfninni tókst að láta flot reka að landi sem varð til þess að hægt var að draga litla skektu að skipinu og þannig tókst að bjarga níu mönnum.
Þegar ekki var lengur hægt að nota skektuna voru þrír menn eftir á lífi um borð í togaranum. Ákváðu tveir þeirra að fara úr sjóstökkum og stígvélum og fara í sjóinn á stórri öldu sem bar þá langa leið að landi. Annar þeirra komst lifandi til lands en það var Frímann Helgason. Hann var þá 18 ára og varð síðar kunnur íþróttamaður.
Strand Jóns forseta var mikið áfall fyrir íslensku þjóðina. Fimmtán menn drukknuðu í sjóslysinu. Forsetinn hafði verið flaggskip íslenskra togara um árabil.
Slysavarnafélag Íslands var nýstofnað á þessum tíma og setti kraft í að stofna slysavarnadeildir um landið. Sú fyrsta var stofnuð í júní 1928 í Sandgerði. Hún hlaut nafnið Sigurvon.
Þann 27. ágúst 2009 var á Stafnesi afhjúpaður minnisvarði um togarann Jón Forseta sem fórst utan við Nesið 28. febrúar árið 1928. Reynir Sveinsson og Höskuldur Frímannsson, sonur síðasta mannsins sem bjargaðist af Jóni Forseta, afhjúpuðu minnisvarðann.
Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri slysavarnafélagsins Landsbjargar, flutti stutt ávarp að lokinni vígslu og sagði meðal annars frá því að afi sinn hafi verið skipstjóri á Jóni Forseta er hann strandaði.
Reynis Sveinssonar, verðandi formaður Slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði (hann hefur verið vikur í deildinni í 23 ár), flutti einnig ræðu við athöfnina:
„Góðir gestir,
Ég vil bjóða ykkur öll velkomin hingað að Stafnesi þar sem afhjúpaður verður minnisvarði um strand togarans Jóns Forseta RE 108.
Stafnes á merka sögu tengda sjóslysum, má þar nefna að árið 1685 á góuþrælnum fórust sjö skip frá Stafnesi og drukknuðu 58 menn á einum degi.
Nafn þessa staðar Stafnes er tilkomið vegna sjóslyss, en fyrr á öldum var nafnið Nes ávallt notað um þennan stað. Fyrir margt löngu bjó hér útvegsbóndi sem var orðinn fótalúinn. Hann sat í smiðju og var að tálga sér staf, er tvær vinnukonur komu til hans og sögðu honum þau döpru tíðindi að bátur sem tveir sona hans hafi verið á hafi farist er báturinn tók land og bræðurnir hafi báðir látist.
Gamli maðurin kláraði að tálga stafinn og bað nokkru síðar vinnukonurnar að fylgja sér að þeim stað þar sem báturinn fórst. Þegar þau voru komin út á klappirnar þar sem sjórinn braut á, lyftir gamli maðurinn nýja stafnum upp, lamdi honum í sjóinn og mælti „Héðan í frá skal enginn láta lífið sem tekur land á Nesi sé farin rétt sundleið og skal Nesið héðan í frá heita Stafnes“.
23. janúar árið 1907 urðu tímamót í Íslenskri útgerðasögu, en þann dag kom fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga, Jón Forseti RE 108.
Að morgni 28. febrúar árið 1928 nefndu menn nafn skipsins í hálfum hljóðum með óræða bæn í svip og fasi. Forsetinn var strandaður við Stafnes.
Þá tók við barátta upp á líf og dauða hjá áhöfn skipsins við miskunarlaust hafið, en á þessum tíma voru engin tæki til björgunarstarfa, engin vegur né sími var á Stafnesi.
Bátar voru sendir frá Sandgerði með olíu til að hella í sjóinn og lægja öldur.
Áhöfninni tókst að láta flot reka að landi sem varð til þess að hægt var að draga litla skektu að skipinu og þannig tókst að bjarga níu mönnum. Þegar þrír menn voru eftir á lífi um borð í Jóni forseta og ekki lengur hægt að notast við litlu skektuna, ákváðu tveir þeirra að fara úr sjóstökkum og stígvélum og fara í sjóinn á stórri öldu sem bar þá langa leið að landi. Aðeins annar þessara manna komst lifandi til lands, Frímann Helgason þá 18 ára og varð hann síðar kunnur íþróttamaður.
Þetta strand var mikið áfall fyrir Íslensku þjóðina. Fimmtán menn drukknuðu í sjóslysinu og Forsetinn hafði verið flaggskip íslenskra togara um árabil.
Slysavarnafélag Íslands sem var ný stofnað setti nú kraft í að stofna Slysavarnadeildir um landið og var fyrsta deildin stofnuð í júní árið 1928 í Sandgerði og hlaut hún nafnið Sigurvon.
Árið 1929 kom björgunarbáturinn Þorsteinn til Sandgerðis og fljótlega eftir komu bátsins var hafist handa við að leggja veg frá Fuglavík að Stafnesi svo hægt væri að fara með bátinnn að Stafnesi ef slys bæri að höndum. Það var sagt að þessi vegur væri ógnarbreiður en það kom til útaf breidd vagnsins sem flutti Þorstein og er Stafnesvegur sennilega eini vegurinn sem er lagður fyrir bát hér á landi.
Að lokum langar mig að þakka þeim systrum á Vestur-Stafnesi fyrir að ljá land undir minnisvarðann, öllum þeim starfsmönnum sem komu að verkefninu þar á meðal jarðvinnu og girðingavinnu, Sjóminjasafninu Víkin á Grandagarði, Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands sem veitti styrk til verkefnisins ásamt Sandgerðisbæ.
Hér á meðal okkar er Höskuldur Frímannsson sonur síðasta mannsins sem bjargaðist af Jóni Forseta og vil ég biðja hann að koma hingað og afhjúpa verkið.“
Þess má geta að Reynir var upphafsmaður að setja upp þennan minnisvarða, vann við að finna grjót og láta skera mynd skipsins út ásamt því að stórbæta allt umhverfið, stækka planið og girða umhverfis minnisvarðan. Við hann eru 15 minni steinar til minningar um þá 15 menn er fórust í þessu slysi.
Heimild:
-245.is
-vikufrettir.is