Kaldásel – Hreiðrið – hálftóft

Fremstihöfði

Haldið var í Hreiðrið norðvestan Kaldársels á sumardaginn fyrsta með viðkomu í Gjánum. Í leiðinni var litið á hálfhlaðna tóft austan undir Fremstahöfða.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Opið á Hreiðrinu er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Þórarinn Björnsson hafði sýnt FERLIR hellinn fyrir nokkrum misserum síðan, en hann er örfáum kunnur. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Erfitt er að fara um Hreiðrið vegna þess hversu hrjúfur hellirinn er. Það er því betra að hafa með sér hnéhlífar og hanska þegar farið er þar niður, þ.e.a.s. ef einhver skyldi verða svo heppinn að finna opið.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Ágætt ústýni er yfir Gjárnar og Nátthagann úr norðvestri með Valahnúka í austri. Þarna hefur runnið mikil hrauntröð, en þegar fjaraði undan storknu yfirborðinu hefur yfirborðið fallið niður, en eftir standa standar hér og þar.
Tóftin undir Fremstahöfða er sennilega frá tímum Kristmundar í Kaldárseli eða Þorsteins, sem bjó þar nokkru fyrr, um aldarmótin 1900. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að hlaða hús úr sléttu hellugrjóti, en af einhveri ástæðu hefu rverið hætt við það í miðjum kliðum. Frásögn er til um útlit húsanna í Kaldárseli og sú mynd er ekki fjarri því lagi sem þessi tóft er. Hún gæti því verið síðustu leifarnar af hinum gömlu búsetuminjum í Kaldárseli, utan borgarinnar á Borgarstandi, stekksins undir honum, fjárskjólanna norðan hans og nátthagans í Gjánum.
Skammt frá tóftinni er gamla gatan að Kaldárseli, en það gæti hafa einhverju um staðarvalið. Þá er ekki langt frá henni í fjárskjólin. Skammt norðan við tóftina hafa hellur verið hreinsaðar á kafla og svo virðist sem þar hafi átt að búa til haga undir gerði.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst. og 1. mín.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.