Kárastaðasel – Skálabrekkusel – Selgil

Kárastaðir

Um selstöðu Kárastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, hefur þó ei brúkuð verið í lánga tíma.“
Um Kárastaðaselselstöðu Skálabrekku segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið.“ Báðar þessar selstöður eru í Selgili, en bara sitthvoru gilinu.
Byrjað var á seinni leitum að Kárastaðaseli í Selgili undir Selfjalli ofan við Brúsastaði. Í leiðinni upp frá bænum varforn hlautsteinn utan í einni stórtóftinni skoðaður á ný sem og sagðar tóftir af Hofi, sem vera eiga  skv. Friðlýsingarskrá frá 1990 óljósar „suðaustanvert“ við núverandi íbúðarhús að Brúsastöðum en eru, skv. upplýsingum Ragnars Lundborgar Jónssonar, bónda, norðanvert við húsið. Þar mótar fyrir óreglulegum garði. Megintóftin, og sennilegust bæjartóft, er norðvestan við núverandi íbúðarhús. Við hana er hlautsteinninn með manngerðri skál höggna í stöpullaga stein. Skammt frá er friðlýstur garður.
Varða er á hæðinni, Djúpugrófarholts, enn norðvestar. Gamli akvegurinn sem og gamla þjóðleiðin liggur nokkuð norðan vörðunnar. Svo er að sjá sem vörður séu á hæðinni er liggur ofan láglendisins milli Brúsastaða og Kárastaða.
Varða á Djúpugrófarholti - Brúsastaðir neðarÍ fyrri ferð FERLIRs um þetta svæði kom í ljós að Selgilið var ranglega merkt á landakort. Þar er Náttmálagil, en í ljós kom að Selgilið er á milli og í gegnum næsta hæðardrag norðan við vörðuðu hæðina, ofan vegarins. Um gilið rennur ónafngreind áin. Vestan hennar er miklir mýrarflákar. Suðaustast í þeim, ofan við þar sem á rennur í á, eru fornar og næstum jarðlægar seltættur Kárastaðasels. Selstígurinn liggur vestur með hæðunum með stefnu í gil norðaustan Kárastaðabæjarins. Rétt sést móta fyrir tveimur rýmum og svo virðist sem hluti selsins, sennilega stekkurinn sé á bakkanum ofan við ármótin. Selstígurinn frá Kárastöðum liggur þarna úr selinu niður að bænum, milli Kárastaðahlíðar að vestanverðu og Djúpugrófarholts að austanverðu.
Að sögn Ragnars bónda heitir áin er kemur að vestan Eyrarlækur, en hann hefði aldrei heyrt neitt nafn á ánni er kemur úr Náttmálagili þótt hann væri vatnsmeiri öllu jafna. Hann staðfesti staðsetninguna á Selgilinu. Aðspurður um stífuna ofan Náttmálagils sagði hann hana hafa verið gerða til að veita á engjarnar. Þau hefðu verið slegin í kringum tjörnina fyrrum. Um Virkjunina í Öxarárgilinu sagði hann hana vera frá árnu 1928 (eða byrjun árs 1929) og hefði hún verið með fyrstu virkjunum á landsbyggðinni á sínum tíma. Hún Stiflanhafi ekki verið lengi í notkun, en rafmagn úr henni hafi verið tengt niður í Valhöll. Þar rak Jón Guðmundsson, kenndur við Brúsastaði, þekktur maður í sinni tíð, veitinga- og gistiaðastöðu. Það hefur verið mikið afrek að reisa staura og leiða rafmagn frá stöðvarhúsinu niður á Þingvelli á þessum tíma en hótelið hefur þá væntanlega verið spikk og span á Alþingishátíðinni sumarið 1930.
Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, keypti Hótel Valhöll árið 1919. Þá stóð hótelið hinum megin ár við það sem seinna varð, á svokölluðum Köstulum. Hann dreif í að raflýsa hótelið árið 1927 (sjá frétt í Vísi 3.8. 1927, s. 3), sem þótti mikill munur en “olíumótor framleiðir rafmagnið til bráðabirgða” segir í fréttinni. Jafnframt því að raflýsa hótelið hafði Jón komið upp miðstöðvarhitun og lagt vatn í hótelið. Þetta hefur því verið talsvert lúxushótel á þeim tímum þótt húsakostur hafi verið af vanefnum, frá upphafi. Árið 1929 var Hótel Valhöll rifin og flutt hinum megin ár, þar sem hótelið stóð síðan, allt til þess það brann sumarið 2009.
Ofan Skálabrekku er Seldalur og ofan hans Selgil. Nú átti að láta reyna á það hvor þarna væri komin enn ein kortavillan. Gengið var upp frá ofanverðri Skálabrekku með stefnu á Selgilið, sem er áberandi í hæðunum ofan hæðar næst ofan bæjarins, skammt norðan við gSkálabrekkuselamla þjóðveginn. Gilið sést vel og um það rennur lækur er greinist í tvennt neðan við það. Hann sameinast Móakotslæk skammt suðvestar. Framræstir mýrarflákar eru austan og sunnan við gilið, en neðan við það eru lyngmóar líkt og verið hefur um langa hríð á þessu svæði. Beint neðan við gilið er Skálabrekkusel; fallegar tóftir á tveimur stöðum. Efri tóftin er tvírýma, innra rýmið minna. Líklega eru þarna baðstofa og eldhús. Skammt suðaustar er hin tóftin, líklega stekkur. Þessi tóft er vel gróin og næstum jarðlæg. Í efri tóftinni sjást hins vegar hleðslur, um 80 cm háar er hafa haldið sér vel. Annars er vel gróið í kringum selið, þ.e. lyng og kjarrsprotar. Skjólgott er í gilbrekkunum beggja vegna.
Þessar tóftir eru líkar þeim er sjá má í Kleifarseli í Jórukleif í Grafningi og alls ekki svo ólíkar tóftunum í Nýjaseli og Gamlaseli í Grafningi, þótt þau hljóti að vera allmiklu eldri.
Framundan er leita að Heiðarbæjarseli.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Kárastaði og Brúsastaði.
-Vísi 3.8. 1927, bls. 3

Kárastaðir

Kárastaðir.