Komið á Kóngsnes
Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967:
„Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka sagan af hinum kúguðu, þrælakistunni og aftökum fyrir misjafnar sakir, stundum engar, Ég fékk Gísla Sigurðsson lögregluþjón í Hafnarfirði til fylgdar um nesið nú á dögum, en hann er einn kunnasti maður þar um slóðir og hefur safnað ógrynni örnefna af Álftanesi og víðar.
Kóngsnes er gamalt uppnefni á Álftanesi, enda sölsaði kóngur það snemma undir sig ásamt ölflu kviku, bændum og búaliði. Þannig voru Álftnesingar i nánara sambýli við hið veraldlega vald en flestir aðrir landsmenn og kvaðir þær, sem hans hátign þóknaðist að leggja á menn, komu harðar niður á þeim en nokkrum öðrum. Má því með nokkrum rétti segja, að þeir hafi um aldir lifað í hreinni ánauð umboðsmanna kóngs á Bessastöðum. Þeir skyldu róa á kóngsskipum, leggja til menn og hesta í hvert sinn er umboðsmaður krafðist, ásamt óteljandi öðrum kvöðum. Benedikt Gröndal, sem var alinn uþp á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, segir svo frá í Dægradvöl sinni, að oftsinnis hafí menn verið kallaðir frá róðrum tiil að sigla höfðingjum og kvinnum þeirra um sundin. Þá var oft vani þeirra, þá er þeir báru kvinnurnar út í bátana, að hrasa með þær í sjóinn og misstu þær við það löngun til nánari kynna af þeirri hráblautu höfuðskepnu. Kóngur gerði út nær öll, ef ekki öll skip af Álftanesi, en þaðan var mikið útræði og varir framundan hverjum bæ að heita mátti. Þannig varð hans hátign mesti útgerðarmaður á Íslandi næstur á eftir Guði almáttugum og ekki síður harður húsbóndi.
Nú mun það vera nokkuð almenn skoðun að Álftnesingar hafi verið kúgaður kotalýður, frugtandi sig fyrir Bessastaðavaldinu með kollhúfuna í annarri hendinni, en hálftóma pontuna í hinni. Gísli vill ekki viðurkenna þessa mynd af Álftnesingum fyrri alda. Hann segir þvert á móti að það bera vott um talsverðan mannsbrag, að þeir skyldu yfirleitt hafa tórt og skilað landinu eftirkomendum við svo hroðalegar aðstæður.
Til þess að gera langa sögu Bessastaða stutta verður hér tilfærður kaflinn um þá úr bók Þorsteins heitins Jósepssonar, „Landið þitt“.
„Bessastaðir (GK) forsetasetur og fornt höfuðból á Álftanesi. Fyrst þegar Bessaataða er getið í fornum heimiidum, eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, eins kunnasta sagnfræðings og rithöfundar á Norðurlöndum á sínum tíma — sjá Reykholt (BO). Skömmu síðar kemst jörðin i konungseign og verður brátt að höfuðsetri æðstu valdsmanna konungs á islandi og það allt til loka 18. aldar.
Þá hafa allan þann tíma verið teknar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslenzku þjóðina og ekki ætíð á sem beztan veg. Í byrjun 19. aldar er lærði skólinn, þá æðsta menntastofnun Íslendinga, fluttur að Bessastöðum og starfar þar undir handleiðslu mikilhæfra og góðra kennara um 40 ár, þar til hann flytzt til Reykjavíkur 1846.
Á seinni hluta 19. aldar eða frá 1867, eru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum 19. aldarinnar, Gríms Thomsens (1820-1896). Eftir hann liggur fjöldi ritsmíða, einkum um fagurfræði og bókmenntir og mikið af því var birt á erlendum tungumálum, en kunnastur er hann fyrir ljóðaskáldskap sinn, sem í ýmsu skipar sérstöðu í íslenzkri ljóðagerð. Grímur Thomsen lét sig landsmál allmiklu skipta og sat á Alþingi Íslendinga um fjölda ára.
Á Bessastöðum fæddist Benedikt Sveinbjarnaron Gröndal (1826-1907), eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á síðari hluta 19. aldarinnar. Hann hefur skrifað fjölda skáldrita, auk kennslubóka og bóka og ritgerða um náttúrufræði.
Eftir lát Gríms Thomsens hafa Bessastaðir verið lengst í eigu einstakiinga, unz Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík gaf ríkinu staðinn fyrir þjóðhöfðingja-setur. Síðan hafi báðir forsetar Íslands dvalið þar, Sveinn Björnsson frá því hann varð ríkisstjóri 1941 og síðan forseti 1944 til dánardægurs og sáðan Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur setið þar frá 1952.
Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er með elztu húsa á Íslandi, byggður 1763 sem amtmannssetur, síðan hefur húsinu verið nokkuð breytt og byggt við það.
Á Bessastöðum er kirkia, líka gamalt hús, en hún var í smíðum frá 1780 títt 1823. Fyrir fáum árum hafa verið settir í hana nýir gluggar með litglerjum eftir íslenzka listamenn. Í Bessastaðakirkju eru tveir legsteinar, annar yfir Pál höfuðsmann Stígsson d. 1566, hinn yfir Magnús amtmann Gíslason d. 1766.
Í Bessastaðalandi var gert virki á 17. öld (Skansinn) til að verjast sjóræningjum og óvinaher, ef þeir gerðu sig líklega til að ráðast á staðinn. Skansinn er í Bessastaðalandi með háurn veggjum, nú grasi gróinn. Gegnt Bessatöðum er Gálgahraun. Í því er Gálgaklettur, þar sem sakamenn voru hengdir — sjá Kópavogur (GK). Voru líkin urðuð í klettaskoru skammt frá aftökustaðnum, og sagt er að þar hafi fundizt mannabein á sl. öld.“ Svo mörg eru þau orð og má af þeim ráða að þarna eru miklar söguslóðir þrungnar miklum örlögum bæði einstaklinga og þjóðar okkar sem heildar.
Gísli kann sögu af manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið af lífi og skyldi hengjast í Gálgahrauni. Manninum fannst sér milkil virðing sýnd, að hann skyldi hengjast að höfðingjaboði við hátíðlega opinbera athöfn og hagaði klæðaburði sínum í samræmi við það. Hann fór í sparifötin og voru gylltir hnappar á jakkanum. Líkið var síðan látið hanga uppi um nóttina, eins og þá var siður, en um morguninn var búið að reyta skarthnappana af jakkanum fangans. Það var gott að njóta leiðsagnar Gísla um Áltftanesið, en ekki verður sagt í stuttri blaðagrein að gera sagnfræði eða örnefnum nein skil, svo að gagn verði að. Við munum því fara fljiótt yfir sögu og reyna að kynna fólki þetta fallega nes við bæjardyr Revkvíkinga, Kópavogsbúa, Garðhreppinga og Hafnfirðinga.
Maður hefur strax á tilfinningunni að maður sé kominn langt upp í sveit, þegar hrauninu sleppir og við tekur hið eiginlega Álftanes. Úti á nesinu er allt gróðri vafið. tún við tún og myndarleg býli hvert sem augum er rennt. Þar eru Breiðabólsstaðir, Eyvindarstaðir. Sviðholt, Langbolt, Bjarnastaðir, Skógtjörn að ógleymdum Bessastöðum. en þangað snerum við fyrst fararskjótum okkar.
Ætlunin var fað fara út á Skansinn, en þegar til átti að taka var öll umferð þangað út stranglega bönnuð, og nenntum við ekki að þiðja leyfis að fara þangað. Tveir hólmar eru þarna við landið og heitir annar Bessahólmi. Enginn veit hvernig það nafn er til komið, en sagnir enu um að þar sé haugu í Bessa þess er fyrstum mun hafa byggt á Bessastöðum, en þeir eru ekki taldir með landnámsjörðum í Landnámu. Þar fyrir er svo sem engan veginn víst að svo sé ekki. Í hólmanum er æðarvarp og eins í öðrum hólma nær landi.
Það er fallegt á Bessastöðum í góðu veðri eins og var þennan dag. Heyskapur var þar í fullum gangi og heyjað fyrir þjóðina, þvtí að öll eigum við þessa vildisjörð. Eyvindarstaðir eru skammt þar frá. Þangað er búsældarflegt heim að líta og þar bjó Sveinbjörn Egilsson skáld, meðan hann var refctor Bessastaðaskóla. Þar bjó líka Benedikt Gröndal um tíma. Þarna ekki alllangt í burtu er steinn einn mikill og mæla fjórar jarðir land sitt í hann. Um hann er sú saga, að skólapiltar á Bessastöðum hafi setið þar fyrir Jðni Jónssyni meðan hann var lektor við skólann og hýtt hann þar. Út af því var kveðinn gamansamur bragur, eins og títt var í þá daga, er stóratburðir gerðust.
Í þessu bjarta og fagra veðri var viðsýnt af nesinu, þótt það sé lágt, en sagt er að af Garðaholti megi sjá til byggða þar sem meira en helmingur þjóöarinnar er saman kominn. Sjálft er nesið lágt, eins og fyrr er sagt og sjórinn hefur sífellt verið að eyða af því stórum skikum og eru heimildir til um, að eítt kotið hafi sex sinnum verið fært undan sjávarágangi. Það er því ekki undarlegt að víða er hægt að sjá fyrir sjóvarnargörðum, sem hlaðnir hafa verið á undangengnum öldum. Í landi hvers stórbýlis hefur verið fjöldinn allur af kotum og hjáleigum ásamt þurrabúðum. Nöfn þeirra margra lifa enn í dag, þó að þau sjálf sáu löngu horfin. Þannig er um örreitiskot úr Sviðholtslandi. Það hét Friðrikskot, en var uppnefnt „Friðriksgáfa“ eftir stórhýsi á Möðruvöllum norður. Þarna var og Bakkakot og þar var glímuvöllur, sem nefndur var Bakkakotsbakki, en á honum var mikið glímt á árunum 1880-1884. Upphaflega var kotið hjáleiga frá Sviðholti, en kóngsumboðsmaður gerði það að sjálfstæðu býli og tók fyrir það fulla leigu. önnur kot hétu Gesthús, Hákot, Sveinskot, Marmarakot og Glerhöll, og eru fáein talin.
Nafnið á síðastnefnda kotinu er þannig til komið að settar voru tvær glerrúður í glugga og hefur Álftnesingum þótt slíkt nokkurt oflæti hjá kotkarli. Ein af kvöðum Álftnesinga sem leiguliða hans hátignar, var að róa á skipum hans. Umboðsmaður sá hag sinn og kóngs í því að hafa skipin sem flest og smæst, til að fá því fleiri skipshluti.
Eitt sinn stóð hjáleigan Litlibær niðri undir sjó hjá Bjarnastöðum, þar sem nú stendur barnaskóli hreppsins. Árið 1918 tók Gísli þátt i því ásamt fleirum að rífa niður tætturnar af kotinu og rakst þá á hellu eina, og var klöppuð vangamynd af manni á hana. Myndin var nauðalík vangamynd þeirri sem til er af Jónasi Hallgrímssyni. Gísli lagði helluna til hliðar, en hafði ekki rænu á að tilkynna þjóðminjaverði fundinn og er hellan nú sennilega glötuð með öllu, nema hún hafi lent einhversstaðar í hleðslu. Mé nærri geta hvílíkur missir er af líkum gripum, svo fátækir sem við erum af steinmyndum frá fyrri öldum, ef legsteinar eru ótaldir. Nú stendur í landi Litlabæjar sérkennilegur sumarbústaður. Hann er alllur hlaðinn úr grjóti þaðan úr fjörunni og ákaflega skemmtilegt mannvirki.
Það er hægt að aka um nesið þvert og endilangt, en þar sem höfund þessara skrifa skortir bæði ritsnilld og þekkingu til að gera nesinu nokkur afgerandi skil i svo stuttu máli, getur hann ekki annað en ráðlagt íbúum þéttbýlisins hér í suðvesturhorni Faxaflóans að líta út á Álftanes, áður en þeir fara að skokkast eitthvað út í buskann í sumarleyfinu sínu, jafnvel til útlanda. Að vísu ferst höfundi ekki að liggja fólki á hálsi fyrir að Heita að vatni handan lækjarins, því u.þ.b. eitt hundrað metra frá heimili hans er einn af alvíðsýnustu útsýnisstöðum hér í nágrenninu. Þangið hefur hann komið nákvæmlega tvisvar og í fyrra skiptið eftir að hafa búið í námunda við hann í átta ár. Svona er mannfólkið skritið að horfa ævinlega út í blámann en aldrei niður fyrir tærnar á sér og svo er sagt að við séum skammsýn!
Undirritaður vill hérmeð þakka Gísla Sigurðssyni samfylgdina um Álftanesið og afsaka hve sorglega lítið hefur orðið úr þeim fróðleik, sem hann reyndi að miðla höfundi á leiðinni.“
Heimild:
-Þjóðviljinn 30. júlí 1967, bls. 6-7. Gísli Sigurðsson.