Krókur

Krókur

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.
Bærinn er í dag með þremur burstum en árið 1923 var miðburst bæjarins reist og bæjarhúsin þá Krókur-2aðeins baðstofa og eldhús auk lítils skúrs við útidyrnar.
Um vorið 1934 hafði Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir fenguð ábúð á Króki en maður hennar var Vilmundur Gíslason. Þau hjónin áttu fjögur börn og Guðrún Sveinsdóttir móðir Vilmundar bjó einnig hjá þeim. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður.
Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar og hefur því ótvírætt menningarlegt og sögulegt gildi. Í Króki er eitt herbergi sérstaklega ætlað sem vinnuaðstaða fyrir listamenn.

Krókur

Krókur.