Krýsuvík á Suðurkjálka – Ágúst Sigurðsson I

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann„, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist fyrsta greinin af þremur:

Ágúst Sigurðsson

Ágúst Sigurðsson.

„Kirkja Vorrar frúar, sem bóndinn í Krýsuvík byggði, sennilega brátt eftir kristnilagatökuna, var nánast heimiliskapella.
Stóð svo lengur hér en víða annars staðar, af þeim landfræðilegu ástæðum, að nágrannabæir voru engir í hinu fjarskalega dreifbýli á hafnlausri strönd að útsænum, eyðimörk ógna og dýrðar milli Ölfusárósa og Reykjanestáar. Var þar austast landnám Þóris haustmyrkurs í Selvogi, en Krýsuvík óraleið utar. Óbrennishólmi, einn margra á Suðurkjálkanum, er upp frá Selatöngum í hrauninu, sem Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur giskaði á, að brunnið hafi 1340 og eytt bæinn. Eru þar nokkrar rústir og nefnd bæði Kirkjuflöt og Kirkjulág í Húshólma. Ekki er þar hraungrýti í hleðslu, en lábarðir fjörusteinar. Heimræði, samt hálftíma gangur sjávargatan, var við Selatanga. Ósennilegt annað, en að kotamenn hafi búið á hjáleigum umhverfis hinn fyrri Krýsuvíkurstað, eins og þann síðari, sem byggður var heilli lengdargráðu austar og miklu ofar frá sjó eins og dr. Bjarni Sæmundsson frá Járngerðarstöðum greinir í ritgerð um Krýsuvíkurbyggðina (Árb.F.Í. 1936). Og það er dr. Bjarni, sem ítrekað kallar ströndina utan frá sýslumörkum austan við Krýsuvíkurbjarg Suðurkjálkann.

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli í Ögmundarhrauni.

Bændunum á hinum afskekkta bæ, fyrir og eftir eldgosið, hvort sem það varð 1340 eða fyrr, var ekki mögulegt að búa, síst við sjófang og fiskveiði nema gæti mannað a.m.k. einn sexæring. Þess vegna byggðust útkotin, hjáleigumar umhverfis aðalbólið staðarbóndans, lénsherrans.
Og heimiliskapellan varð sóknarkirkja hins háða hjáleigufólks. Öll útbýlin hafa staðið lægra en heimabærinn í fyrndinni, enda sér ekki urmul af þeim. Kotin sem falin undir hraunbreiðunni. Aðeins eru merki bæjarstæðis kirkjubóndans, jarðeigandans. Eru það ekki getgátur, en sýnileg mynd Krýsuvíkursóknar fram yfir síðustu aldamót.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Eru alls nafnkenndar 8 hjáleigur, Vigdísarvellir og Bali þar í. Þannig mynduðust sóknir að hinum fornu og í dreifðu kirkjusetrum í landsins afskaplegasta strálbýli.
Sjávargatan á nýja Krýsuvíkurstaðnum er nær 5 km löng, en hvergi lending nema við Selatanga suður undan Gömlu Krýsuvík. Eftir flutninginn hlaut landbúskapur að verða meiri, en verbúðir útfrá.
Að kirkjunni var löngum prestur, sennilega æði oft vikuprestur með ýmist Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík, þótt gríðarlega langt og torsótt sé á landi að fara til beggja átta, en ekki gert ráð fyrir sjóleiðinni á opinni úthafsströnd.

Eggert Vigfússon

Séra Eggert Vigfússon (1840-1908).

Hélzt svo til 1641, en síðan varð kirkjan í Krýsuvík annexía með Strandarkirkju í Selvogsþingum, unz síðasti presturinn í brauðinu dó 1908. Síra Eggert Sigfússon var að koma úr messuferð í Krýsuvík, þegar hann hneig niður við túnfótinn á prestsetrinu í Vogshúsum í hinu fábyggða og hrjóstmga kalli hrauns og sanda.
Var þingabrauðið mjög fátækt, samt allt að 12 bæja byggð, þegar flest var í Selvogi, en hjáleigur og þurrabúðir margar, fólk á bilinu 100-160 manns eftir árferði og landshögum. Úti í Krýsuvík 30-40 manns, um 80 þegar alflest var 1860.
Strandarkirkja hefur þá sérstöðu, að hún stendur á margra alda skeiði ein og sér, nokkuð frá sóknarbyggðinni. Dr. Kristján Eldjárn lýsti því svo (Tíðindi 1984), að Strandarkirkja standi ekki á hinum einmanalega stað af því, að hún hafi verið hrakin úr mannheimi eins og sumar aðrar kirkjur, ekki einu sinni úr kirkjugarðinum, heldur hafi náttúruöflin, uppblásturinn í Selvoginum hrakið mannfólkið burt af staðnum. Kirkjan ein stóðst raunina og þraukaði á sínum fornhelga grunni.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrir 1810.

Kirkjuhúsið, sem eitt stendur á gömlum bæjarhóli hins nýrri landnámsstaðar í Krýsuvík, var reist 1857. Kirkjusmiðurinn var Beinteinn Stefánsson, frændi vor í Bergsætt. Krýsuvíkurbúendur voru þá Þórhalli Runólfsson, sem var fullmektugur við hina fýrstu kirkjuskoðun síra Páls Ólafssonar prófasts og Ísleifur Guðmundsson, sem flutst hafði austan úr Rangárþingi út í Krýsuvík. Fólk var fleira í Krýsuvík, þegar þetta var, en nokkru sinni fyrr eða síðar og guldust kirkjunni 12 ljóstollar. Á staðnum vom 19 manns í tvíbýli, en byggð á báðum kotunum, Suður- og Norður-, á Nýjabæ bæði Stóra- og Litla- (tvíbýli) Snorrakoti, Haus, Læk og Arnarfelli, á Vigdísarvöllum milli Núpshlíðar og Austurhálsa, og Bæli.

Krýsuvík

Krýsuvík 1900.

Kirkjan var byggð af altimbri eins og það var gjarna orðað, ef alls ekki var torfveggur að, ekki heldur að kórgafli neðanvert. Liðnir voru 2 vetur, frá því er kirkjan komst upp, þegar prófastur Kjalamesprófastsdæmis vísiteraði, en ytra byrði vantaði þó enn á þakið. Fékk kirkjuhaldarinn fyrirmæli um að leggja það strax og var það gert. Húsið er byggt á grjóthlöðnum grunni og yfir höfuð stæðilegt, segir síra Ólafur í kirkjuskoðunargerðinni.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Holland.

Að innanmáli er það 10 og 1/4 alin lengdar, 6 álna breitt, þ.e. nálega 25 m2. Undir bita 2 álnir 20 og 1/2 þumlungur, 1,75 m. Á kirkjugólfi eru 9 bekkir með bakslám, 27 sæti fullorðinna. Milli kórs og framkirkju skilrúm með pílárum. Þilset eru í kórnum að fyrri venju og hefur verið rúmt þar á húsbændum, sem eru 14 í sókninni, þegar kirkjan var byggð. Þórhalli staðarhaldari og síðan Jón sonur hans áttu sess og sæti við gaflþilið, sunnanvert við altarið, sem var hið sama og í fyrra kirkjuhúsi, predikunarstóllinn í milligerðinni hinn sami og fyrr, en gráður nýsmíði. Gamla hurðin með skrá og hjörum var „vond“, og hefur þurft um að bæta. 2 sexrúðugluggar á hvorri hlið, 4ra rúðu gluggi yfir dyrum.
Gripir og áhöld eru úr fyrri kirkju, silfurkaleikur með patínu, 2 altarisstjakar af tini, skírnarfatið leirskál, gömul sálmabók og Vajsenhúsbiblía. Klukka er ein og á rambhöldum og er hún hljómgóð.

Fáskrúðug kirkja og lítilfjörlegt altari
Þórarinn BöðvarssonSíra Ólafur Pálsson fór norður að Melstað 1871 og varð þá prófastur síra Þórarinn Böðvarsson í Görðum. Skiptir mjög um tón í úttektarlýsingum og var síra Þórarinn aðfinnslusamur í meira lagi. 1872 leggur hann fyrir Ingveldi Hannesdóttur, sem bjó
ekkjan það fardagaár á staðnum, að hún láti þegar í stað bika kirkjuna og 1874 þarf að bæta suðurhliðina hið bráðasta og leggja nýja ytri súð að sunnan. Þröskuld vantar, gráðurnar eru „lamaðar“, lausar, og altarið segir hann, að sé lítilfjörlegt. Þá verður að kaupa aðra klukku, svo að hægt sé að samhringja, en hún má þó vera lítil.
Ennfremur fullyrðir síra Þórarinn, að eigendur kirkjunnar hafi sýnt sig sljóa í að lagfæra og vill hann, að meðeigandi, sem búi á staðnum, taki til sín allar tekjur kirkjunnar og verji þeim til aðbóta.

Krýsuvík

Bæjardyrnar á gamla Krýsuvíkurbænum. Erlendur ferðamaður, Livingstone Leamonth, tók þessa mynd af sýslumannshjónunum, Ragnheiði dóttur þeirra og Pétri Fjeldsted Jónssyni, manni hennar og ungum syni.

– Á hásumri 4 árum síðar er prófastur enn á yfirreið og segir þá, að kirkjan sé að öllu fáskrúðug. Af þeim og fyrri um mælum síra Þórarins í Görðum mætti ólykta, að hann væri hinn mesti hákirkjumaður, skrúðafíkinn og skrautgjarn. Að vísu var embætti hans tekjuhátt og staðurinn í Görðum ríkur. Áður sat hann að auðlegðinni í Vatnsfirði, en fyrr aðstoðarprestur föður síns í velsældinni á Mel í Miðfirði. Og alþingismaður var hann í 25 ár. Andstæður ríkidæmis og þess, sem er óálitlegt eins og síra Þórarinn lýsir Krýsuvíkurkirkju, afhjúpa auðmýkingu mikillætis.
Er hér var komið, var Árni Gíslason sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, einn fjárríkasti bóndi á landinu og jafnvel tíundarhæstur á sinni tíð, orðinn eigandi meiri hlutans í Krýsuvík.

Kirkjubæjarklaustur

Árni sýslumaður bjó lengi stórbúi á Kirkjubæjarklaustri, áður en hnn fór búnaði sínum út í Krýsuvík.

Þykir nú prófasti bera vel í veiði og segir árið eftir að Árni lét af sýslumannsembætti og var kominn alfluttur út í Krýsuvík, að kirkjan hafi undanfarið verið miður vel um gengin og vanti nú, að hinn heiðraði kirkjueigandi sýni henni þann sóma, er þörf sé á. Háskuld kirkjunnar lækkaði um helming við jarðakaup sýslumanns 1. febrúar 1878 og varð þá 358 ríkisdalir. Þau hlýju orð setur hann aftan við í bréfabók prófasts, að kirkjusókn sé góð, og að ekki sé unnið á helgum dögum í sókninni. Sem raunar gat varla verið hætta á, þegar þjóðkunnugt yfirvald var setst að í hinni litlu sókn og var staðarhaldari og eigandi, en allir „kotamennirnir“ á hjáleigunum landsetar hans. Hitt er svo annað og er það Árna Gíslasyni að þakka að frumkvæði og framkvæmd, að 1882 er Krýsuvíkurkirkja gallalaust hús og þétt. Þar að auki hefur hafst upp á hinni týndu handbók kirkjunnar, útg. 1869.
KrýsuvíkÞetta var samt erfitt ár. Sumarið kom ekki 1882, hvergi á landinu, og mislingarnir fóru yfir, ógnleg fallsótt, því að þeir höfðu ekki gengið síðan 1846. Varð oft messufall og líkaði Árna Gíslasyni það illa, en hann var prestsonur og mjög trú- og kirkjurækinn. Fækkar sem vænta má í sókninni við þessi ókjör. Og það er ekkert fermingarbarn árið eftir. Eitt átti að ganga til spurninga og fermast 1885, en prófastur sagði, að barnið væri svo illa læst, að ekki gæti það fermst, fyrr en 18 ára.
KrýsuvíkSumarið 1886 gengur prófastur ríkt eftir, hver sé orsök messufalla, úr því að ekki sé nú helgidagavinnan: Það treystir sér enginn til að byrja sálmasönginn. Hinn siðferðisgóði þingaprestur, síra Eggert Sigfússon í Vogsósum hefur ef til vill verið ólagviss og ekki getað treyst því að finna rétta tóninn, en hann er þreyttur, þegar tekið er til eftir þriðja slátt klukkunnar einu. Útkirkjuvegurinn er firna langur og presturinn er uppgefinn og hás, jafnvel þótt færi úteftir á laugardaginn. Hann er kvíðinn og svo rámur, að hann verður að spara veika röddina til þess að geta flutt ræðuna. Dauðinn fór að honum, þegar hann var að koma úr einni messuferðinni utan úr Krýsuvík, kúgaþreyttur. Þriðja, þunga slag hjartans var endanlegt.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar, sýslumanns.

Árna sýslumanni var hælt fyrir góða söngrödd í Bessastaðaskóla, en nú gerist hann gamall fyrir aldur fram. Hann er 65 ára. Vonbrigðin í búskapnum í Krýsuvík, er hann hafði misst fjölda fjár og sá, að landið var ofbeitt, en rányrkja stunduð í Krýsuvíkurbergi, olli þeim kvíða, að röddin bilaði. Hún brast við andlegt álagið.
Messusöngurinn átti eftir að breytast síðar, því að 18 ára stúlka frá Herdísarvík, sem varð húsfreyja á Stóra Nýjabæ 1895 og bjó þar í 38 ár, var mjög músíkölsk og hafði fallega rödd. Það var Kristín Bjarnadóttir og lét hún ekki undir höfuð leggjast að sækja kirkju sína. Börn hennar mörg erfðu sönggáfuna með tóneyra móður sinnar, og sungu í fyllingu tímans í kirkjukórum norðanvert á Reykjanesskaganum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrrum – tilgáta.

1888 lætur Árni Gíslason vinna að hleðslu og aðbótum um kirkjugarðinn og þó nokkuð er aðhafst í viðhaldi kirkjuhússins flest árin, m.a. er þess getið 1890, að ákveðið hafi verið að stjóra allar trékirkjur niður með járnum, allajafna akkeriskeðjum, sem bundnar vom um stórgrýti í jörðu. Víða um land sér þessa dæmin og munu keðjurnar hafa forðað mörgu kirkjuhúsinu frá foki. Einna mest var aðhafst á síðasta sumri Árna, er hann lét járnklæða kirkjuþakið.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – keðjufestingar.

Hefur bárujárn síðan verið ysta byrði súðarinnar utan og 1901 voru svo veggir og gaflar járnklæddir. Enda þótt járnklæðning gömlu trékirknanna þyki nú ljót og hafi víða verið rifin af, er hitt ómótmælanlegt, að mikil vörn var í, ekki sízt í byggðum, sem eru svo opnar fyrir allri sunnanátt og stórrigningum af hafi sem Suðurkjálkinn. Fá ár eru síðan bárujárnið var rifið af Krýsuvíkurkirkju og húsið standklætt af nýju eins og sér á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á veturnóttum 1998, nema þakið sem skiljanlegt er.
Síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur var prófastur í aldarlokin og kveður við mildari tón í skoðunargerðum hans í Krýsuvík. Einhver hin síðustu orð síra Þórarins í Görðum um kirkjuna eru, að hún sé óálitleg og skrautlaus, en síra Jóhann getur glaðst yfir bárujárnsþakinu og nýju lofti, sem lagt er á bitana í framkirkjunni alveg inn að kór, og hefur milliverkið þá verið tekið ofan og rifrildinu kastað á eldinn, þó að nægur væri nú rekinn á hinni afar löngu úthafsströnd staðarins. Hins er að gæta, að vegna þess hve lágt er undir lausholt og bita er loftið hin mesta skemmd á kirkjunni. Það gagn í, að fyrr og betur nýtur upphitunar um embætti, en hún var að sjálfsögðu aðeins frá fólkinu sjálfu, kirkjugestum, auk þess sem kirkjuloftin voru þurr og trygg geymsla staðarhaldarans.

Eldavél og íveruhús

Vogsósar

Vogsósar. Við þennan stein í túninu lagðist séra Eggert til hinsta svefns, aðfram kominn.

Þegar Selvogsþing voru lögð niður 1907, og komu lögin til framkvæmda við skyndilegan dauða síra Eggerts hinn 12. október árið eftir, voru alls 100 manns í prestkallinu, 18 í Krýsuvíkursókn. Þá var heimabóndi Jón Magnússon, kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir og áttu 3 ung börn og héldu vinnufólk, en Guðmundur Jónsson og Kristín Bjarnadóttir á Stóra-Nýjabæ, og voru þá fædd 9 af 18 börnum þeirra, en andvana sveinn 1906.
Jón heimabóndi og Guðmundur kotamaður, eins og hjáleigubændurnir voru nefndir, voru leiguliðar Einars Benediktssonar fv. sýslumanns Rangæinga og H. Th. Amemanns, sem var auðmaður í Osló. Keyptu þeir Krýsuvík með hjáleigunum, og Herdísarvík 1908, og voru kaupin innsigluð hinn 17. nóvember (skv. upplýsingum sýsluskrifstofunnar á Selfossi 25/2 1999).

Staður

Staður við Grindavík.

Eftir þetta var Krýsuvík útkirkjusókn frá Stað í Grindavík og þjónuðu síra Brynjólfur Gunnarsson og síðan nafni hans Magnússon þú rúma 2 áratugi, sem sóknin hélzt við. 1929 var hún sameinuð Grindavíkursókn og kirkjan í Krýsuvík „afhelguð“ sem kallað er.
Varð þess raunar skammt að bíða, að úþreifanlegt yrði, en Marteinn Þorbjamarson frú Þúfu í Ölfusi, sem bjó og útti lögheimili um sinn í Krýsuvík, en var lengi viðloða og lagði mikla stund á egg og fugl í Krýsuvíkurbjargi, fékk heimild til að innrétta íbúð í kirkjuhúsinu. Altari og predikunarstóll fóru í vörzlu Þjóðminjasafns. Skilveggur var settur um þvert og loft lagt á bita yfir kórnum. Þar, á kórgólfi kirkjunnar, var aðal vistarveran og eldavél komið fyrir með tilheyrandi reykhúfi. í „bæjardyrunum“ var töluvert rými að sunnanverðu í framkirkju, en á bakborða afþiljað búr og geymsla.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1953.

Í fyrstu ætlaði Marteinn íbúðina í kirkjunni aðeins til vor- og sumarnota, er hann stundaði bjargsigið, að því er frú Guðbjörg Flygenring í Hafnarfirði telur, en húsið var með öllu óeinangrað og gólfið lét brátt undan síga við þetta óvænta og annarlega álag. Svo fór þó, að Marteinn, sem m.a. var kunnur af bjargsigi, er hann sýndi á Alþingishátíðinni, lét Magnúsi Ólafssyni, svila sínum, kirkjuhúsíbúðina eftir og hafði Magnús þar að kalla ársvist fram til þess, er hann missti heilsuna og lamaðist af slagi 1945. Bar það að í kórkamersinu í kirkjunni. Svo vel vildi til, að kunnugir áttu erindi í Krýsuvík í þann dag. Var Magnús fluttur á kviktrjám út í Grindavík, en Krýsuvíkurvegurinn ekki fær eða til fulls á kominn. Um símasamband var ekki að ræða, er enginn átti lögheimili í Krýsuvík eftir 1933 og aðeins Magnús, sem hélzt þar við.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Fornvinur hans, Ólafur Þorvaldsson þingvörður, og nágranni, þegar bjó í Herdísarvík, minntist Magnúsar í fallegri blaðagrein, þegar hann dó 1950 (Mbl. 21.okt.), og í bók Ólafs, Harðsporum, sem út kom 1951, er mikinn fróðleik að finna um lífið í Selvogi og á Suðurkjálkanum, einkum Herdísarvík og Krýsuvík. Og Árni Óla, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði um bóndann í Krýsuvík og einbúann í vetur (Landið er fagurt og frítt, 1941). Ekki skal það endursagt, en vísað til eins og Harðsprora Ólafs í Herdísarvík.
Björn Jóhannesson Að hinu skal vikið, að kirkjan átti eftir að nú fyrri helgi einfaldleikans og vígslu 31. maí 1964. Átti Vestur-Húnvetningurinn Björn Jóhannesson f.v. forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, framkvæði að endurreisn hins aldna guðshúss, sem fór mjög hnignandi, einkum frá 1908, 10 árum eftir daga Árna sýslumanns, er annar fv. sýslumaður, stórskáldið, og hinn erlendi gróðamaður vora orðnir eigendur Krýsuvíkursóknar og alls ekki var framar sinnt um staðarbætur.
Hver leigubóndinn á fætur öðrum kom að hinu forsárlausa höfuðbóli. Allar hjúleigurnar voru farnar í eyði litlu fyrr, nema Stóri

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Nýibær, þar sem samfelld búskapartíð Guðmundar Jónssonar varði fram yfir kreppuárið mikla 1932.
Greiddi Björn allan kostnað af verkinu og fékk hann Sigurbent G. Gíslason trésmið til smíðanna eins og frá er sagt í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1981. Var Sigurbent dóttursonur kirkjusmiðsins 1857, Beinteins Stefánssonar bónda í Arnarfelli.
Húsfriðunarnefnd og Jöfnunarsjóður kirkna komu löngu síðar til og er því enn meir vert um forgöngu Björns að endurreisn Krýsuvíkurkirkju. Biskup Íslands vígði hið litla guðshús, sem þú varð ekki einu sinni heimiliskapella, en stendur eitt og yfirgefið á fornum staðarhólnum, þar sem Krýsuvík var upp byggð, eftir að Ögmundarhraunið brann.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Heilli lengdargráðu austar en landneminn reisti bæ sinn, samt óravegu vestur frá Selvogi, en viðlíka langt að Herdísarvík og út í Ísólfsskúla við Hraunsvík, margra tíma ganga, liggja gömlu göturnar stundarleið frá ströndinni, þar sem óhindrað Atlantshafið lemst við Suðurkjúlkans grjót og harða auðn.
Einnig í brimveiðistöðinni að Selatöngum. Þaðan var farið í síðasta róðurinn sumarið 1917. Þú var skáldjöfurinn, eigandi landsins frá sjávarmáli fyrir Húshólma og undir Krýsuvíkurbergi norður að Kleifarvatni, búsettur í London, en lifði í dýrlegum fagnaði á sólmánuði í Osló, þar sem meðeigandi Krýsuvíkur átti heima, fésýslumaðurinn Arnemann.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 3. tbl. 01.03.1999, í Krýsuvík á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 95-99.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.