Laugarás – skilti
Efst á Laugarásholti er skilti; Laugarás. Á því má lesa eftirfarandi.
„Laugarás er eitt af sex friðlýstum svæðum í Reykjavík.
Berggrunnur Laugaráss er Reykjavíkurgrágrýtið er rann sem hraun á síðasta hluta ísaldar fyrir um 200 þúsund árum.
Síðan gengu jöklar yfir svæðið og mótuðu landslag í grágrýtisflákann; eyjar, sund, holt og hæðir. Laugarás er ein þessara jökulmótuðu hæða. Þegar síðustu meginjöklar ísaldar höfuðu fyrir um tíu þúsund árum flæddi sjór inn yfir svæðið. Laugarás varð þá sker þar sem brimið velti hnullungunum og mótaði. Sjór stóð þá 43 metrum hærra en nú.
Laugarás (45 m yfir sjávarmáli) er einn af örfáum stöðum í borgarlandinu þar sem slíkar minjar eru enn varðveittar.
Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti þann 5. janúar 1982. Ástæða friðlýsingar svæðisins var að halda opnu svæði þar sem unnt er að skoða jökulrispað berg og hæstu sjávarstöðu en svæðið er dæmi um ísaldaminjar.
Stærð náttúruvættisins er 1,5 ha.
Á friðlýstum svæðum er óheimilt aðs pilla gróðri og skerða jarðmyndanir. Öllum er heimil umferð um svæðið sé góðrar umgengni gætt.
Fyrir um tíuþúsund árum og um aldir var Laugarás eyja sem stóð upp úr Kollafirði. Nálægar eyjar voru t.d. Öskjuhlíð og Grensás. Þær eyjar sem við þekkjum í dag voru þá langt neðan sjávarmáls.
Ef til vill hefur Laugarás líkst Akyrey eins og við þekkjum hana í dag eða jafnvel skerjunum Hólmum sem er á milli hennar og Örfiriseyjar. Á myndinni eru sýndar núverandi byggingar til að glöggva okkur á því hvernig svæðið liti út í dag ef sjávarstaða yrði aftur sú sama og var eftir lok ísaldar.“