Leiðir og lendingar

Grindavík

Í bókinni „Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I“ frá árinu 1890 eftir Odd. V. Gíslason er m.a. sagt frá kyndilmessubæn, sjómannabæn, drukknun og leiðum og lendingum á helstu hafnir á sunnanverðu landinu, s.s. við Vestmannaeyjar, Eyjafjallasandi, Rangársandi, Landeyjarsandi, Stokkseyri (Stokkseyrarsund og Músarsund), Eyrabakka (Rifsós, Einarshafnarsund og

Grindavík

Grindavík.

Bússa), Þorlákshöfn (Suðurvör og Norðurvör), Selvogi (Nesós og Stokksvíkursund), Herdísarvíkursund og Grindavík (Þorkötlustaðasund, Járngerðarstaðasund og Staðarsund).
Um síðastnefndu lendingarnar segir svo:
„Grynnsta leið frá Reykjanesi að Þorkötlustaðasundi – Þegar maður er laus við Reykjanes, skal halda á Staðarberg, austur undir sjálft bergið; þá skal halda á Þorkötlustaðnes, þangað til Staður sést; úr því svo ti Eldeyjar séu lausar viðbrim unz Staðarsund er tekið. Þaðan á Þorkötlustaðanes, unz Járngerðarstaðasund er tekið. Þaðan á landsuður, þangað til Reykjanestanginn kemur fram undan Staðarbergi. Því miði skal halda, þangað til Þorkötlustaða ber í Hagafell, næsta fjall fyrir austan fjallið Þorbjörn; þá beint á Festarfjall að Þorkötlustaðasundi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – sundvörður.

Frá Krýsuvíkurbergi að Þorkötlustaðasundi. – Fremsti oddi Selvogsheiðar sé fram undan berginu, vestur fyrir Selatanga, næstu tanga fyrir vestan bergið. Úr því skal halda grunnhallt á Þorkötlustaðanes, þangað til sundið er tekið, sem er þrautarlending.
a. Þorkötlustaðasund – Upp af bænum Þorkötlustöðum verða hlaðnar 2 vörður, hvor upp af annarri, með krosstrjám. Vörður þessar eiga að bera hvor í aðra, þangað til 2 vörður, sem eru á Þorkötlustaðanesi [standa enn], bera hvor í aðra. Þeim skal halda inn undir sker, sem er í stefnunni. Þegar komið er rétt að skerinu, skal beygja norður á við fyrir skerið, svo beint í land. Fyrir norðan skerið er ætíð óhætt að liggja, hvað sem á gengur.
Sundmerkib. Járngerðarstaðasund – Upp af bænum Hópi eru 2 vörður [standa enn]; þær skulu bera hvor í aðra, þangað til varða kemur vestur úr Þorbirni og svartur klettur [Svartiklettur] uppmjór, sem stendur framan í kampinum, ber í vörðuna; skal þá halda beint á klettinn inn á móts við vörina, skal þá halda beint á hana, svo nærri boðanum að sunnanverðu, sem unnt er, til lands.
c. Staðarsund – Næsta fell, fjallmyndað, fyrir vestan Þorbjörn, kallast Þórðarfell. Í eystri öxl þess á vörðu [Sundvörðuna, hár klettur í Sundvörðuhrauni] að bera, sem er uppi í háhrauni, þannig, að hálf varðan sé inn undir fellinu. Í þessari sömu stefnu eru 2 vörður á undirlendinu. Þessu miði skal halda, þangað til 2 vörður [standa enn], sem eru milli Staðar og Húsatópta ofan Hvyrfla, bera saman; þeim skal svo halda inn undir land, og skal þá beygja við, suður á við, í vörina.“
Þrátt fyrir að lýsing þessi sé meira en aldargömul hefur aðkoman að lendingunum lítið sem ekkert breyst, nema ef vera skyldi að Járngerðarstaðasundi, en innan við það er nú aðalhöfn Grindvíkinga. Þrátt fyrir önnur mið nútíma siglingatækni standa þó vörðurnar, leiðarmerkin gömlu, og Svartiklettur enn fyrir sínu, a.m.k. sem áþreifanlegir minnisvarðar þess sem var – og nýttist.

Heimild:
-Oddur V. Gíslason, Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I – Frá Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness – Reykjavík 1890.

Sundvarða

Sundvarða á Hvyrflum.