M-hátíð á Suðurnesjum – Jón Böðvarsson

Jón Böðvarsson

Í Faxa árið 1992 er fjallað um erindi Jóns Böðvarssonar á svonefndri „M-hátíð á Suðurnesjum„:
„Herra menntamálaráðherra, ágætu Suðumesjamenn og aðrir gestir.
Jón BöðvarssonDr. Bjarni Sæmundsson frá Grindavík líkti korti af Íslandi við ferlíki sem glennir gin með lafandi tungu mót úthafinu til vesturs: „Vestfjarðakjálkinn er efri skolturinn, Snæfellsnesið tungan, en Suðurkjálkinn neðri skolturinn.“ Suðurkjálka nefndi hann þennan landshluta sem nú er almennt kallaður Reykjanesskagi.
Við Íslendingar erum minnug þjóð og fastheldin á hið forna, höfum vel varðveitt tungu og menningu og haldið í vanaskorðum skiptingu lands í sveitarfélög á grunni hefðgróins bændasamfélags – og undramörg örnefni hafa haldið velli frá því Landnáma var skráð til þessa dags.
Ekki þarf lengi um að litast í sögunni til þess að sjá að Suðurkjálkinn okkar hefur sérstöðu í mörgum greinum. Þannig hefur ekki geymst fornt heiti á svæðinu sunnan Straums, sem við köllum nú Suðurnes.

Íslandskort

Íslandskort.

Landslag, sem við þekkjum nú, er frábrugðið því sem almennt tíðkast í byggðum á landi hér. Úfin hraun og gróðursnauð þekja mestallan skagann þannig að landbúnað geta menn vart stundað. Í stað sveitabæja umlukta túnum í dal eða á víðri sléttu með tignarfjöll að baki vom fámenn þorp á sjávarbökkum þar sem brim barði og ber kletta – en úti fyrir voru auðug fiskimið.
Hér hefur flest breyst í alda rás: atvinnuhættir, efnahagur og einnig landslag. Athuganir á örnefnum, fornleifum og jarðvegi benda sterklega til þess að mikil akuryrkja hafi verið stunduð á Rosmhvalanesi á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en landbrot og kólnandi veðurfar hafi smám saman kippt fótum undan þeirri atvinnugrein.

Ólafur Ásgeirsson

Ólafur Ásgeirsson (1947-2014).

Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir: „Freistandi er að œtla að þar hafi í fyrstu myndast hjáleiguþéttbýli akuryrkjubœnda. Höfuðbólin hafi haldið velli og úr þeim síðan myndast á 14. öld sjávarþorp þar sem búðir mynduðu smáþorp á hverjum bœ. Íbúar hjáleigu- og búðaþorpanna urðu að ganga til allra verka á ökrum húsbœnda sinna til lands og sjávar. Þeir veittu herrum sínum mikla auðlegð og oft skjóttekinn gróða, en máttu sjálfir heyja harða lífsbaráttu við erfið skilyrði. Þeir bjuggu við léleg vatnsból, sandfok og uppblástur, og lifðu við hungurmörkin. Þannig birtist hér á landi lénsskipulagið, hið efnahagslega lénsveldi, þar sem stórbœndur áttu ábúendur hjáleigubyggðarinnar með húð og hári. Seldi bóndi jörð sína fylgdu hjáleigubœndurnir með í kaupunum eins og hver annar fénaður. “

Sjóróður

Sjóróður.

Er fram liðu stundir varð sjávarútvegur mikilvægari atvinnugrein en landbúnaður þar sem búfjárrækt var örðug vegna hrjósturs eða landþrengsla. Verstöðvar undir Jökli á Snæfellsnesi, Vestmannaeyjar og Suðurkjálkinn okkar voru mikilvægustu byggðir af því tagi. Búðsetumenn sátu á landlitlum eða landlausum kotum og öll afkoma þess fólks valt á aflabrögðum. Góð hefði hún oft orðið ef allur arður hefði runnið til þeirra sem aflann sóttu úr sjó – en landeigendur utan svæðis báru úr býtum drjúgan hlut. Fyrir siðaskipti áttu Skálholtsstóll og Veiðeyjarklaustur flestar jarðeignir suður með sjó en í kjölfar siðbótar urðu eigendaskipti. Danakonungur dró til sín kirkjueignir svo að um langt skeið hvarf auður úr landi sem áður rann óskiptur til annarra héraða.

Róður

Róður – Bjarni Jónsson.

Þjóðsögur og aðrar sagnir greina frá ferðum manna norðan, vestan og sunnan úr sveitum til sjóróðra hér – er heim héldu að vertíðum loknum með hluti sína. Líklega hafa þeir aðkomumenn stundum verið fleiri en búendur hér er bátum stýrðu.
Fleiri sóttu í auðlegðina úti fyrir ströndum. Hingað komu Englendingar og Þjóðverjar til skreiðarkaupa. Víkur og vogar urðu hafskipahafnir. Um þær mundir hefur efnahagur hér verið góður og um skeið voru Hafnarfjörður og Grindavík höfuðslöðvar keppinauta sem börðust um fiskinn sem íbúar hér og aðkomumenn drógu á land. Eftir að útlendir kaupmenn voru burt hraktir urðu Grindavík, Básendar og Keflavík þær hafnir hérlendis sem danskir einokunarkaupmenn töldu eftirsóknarverðastar.

Jón Trausti

Jón Trausti/Guðmundur Magnússon (1873-1918).

En svo ógnvekjandi þótti skaginn að flestir vildu fremur gista hann sem gestir en setjast að og margir – erlendir menn sem innlendir – er aldur ólu í frjósömum héruðum hafa undrast mannlífsgrósku á slíkum hrjósturlendum. Hinn ágæti rithöfundur Jón Trausti lýsti þeirri skoðun að Guð hafi verið reiður er hann skóp Reykjanesskagann. Annar merkur höfundur líkti þessum neðra skolti við voldugan öldubrjót sem varið hefur Faxaflóabyggðir í rás alda.
Skáldið og heimsmaðurinn Grímur Thomsen var um skeið þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann átti ríkan þátt í að reistur var Reykjanesvitinn sem lýsti farmönnum leið til landsins. Mörg kvæði hans eru þjóðkunn – en á þessari stundu finnst mér hæfa að rifja upp eitt, sem lítt er þekkl, en fjallar um náttúruumbrot – og víðan skilning má í leggja því að land er hér í líkri mótun og byggðin og sagan.

Hvers í djúpum bullar brunni
beljar sjór á hrauna flesi,
sjóða jafnvel svalar unnir
suður undan Reykjanesi;
skelf eru kröppu skinnaköstin,
skelfir móti vindi röstin.

Undir bruna áin rennur
út í mar hjá Valahnjúki,
undir hrönnum eldur brennur
eigi er kyn þó drjúgum rjúki;
hafs í ólgu og hvera eimi
hvirflast bólgið öfugslreymi.

Óþreytandi elds er kraftur,
ár og síð í djúpi starfar,
stinga sjer og upp þar aftur
eyjar koma líkt og skarfar,
skerin geta Fugla farið
fyrr en máski nokkurn varir.

Keflavík

Saga Keflavíkur.

Saga Suðurnesja á fyrri öldum er bæði atburðarík og margþætt en ekki er nú unnt að rekja sérstök dæmi. Henni hefur til skamms tíma verið lítill gaumur gefinn. Undanfarin ár hafa sveitarfélög þó söðlað um og sýna nú í verki áhuga á að bæta úr. Sandgerði, Keflavík, Grindavík og Njarðvík hafa samið við sagnfræðinga um söguritun og fyrir aldamót má vænta þess að greinargóð rit um þessa staði verði tiltæk öllum sem fræðast vilja um forna viðburði á Suðumesjum.
Merkileg er sú framvinda sem hér hefur orðið á öldinni sem senn rennur skeið sitt á enda. Hnignunarskeið var frá aldamótum til 1940. Margt olli en gegndarlaus ásókn erlendra fiskiskipa sem toguðu uppi í landsteinum var einna þyngst á metum. Slíkt var þá umkomuleysi og aðstöðuskortur fátækra Suðurnesjamanna að þeir neyddust til þess að kaupa fisk sem erlendir togarar veiddu skammt frá ströndum.
KeflavíkurflugvöllurGjörbylting varð smám saman en einkum á heimsstyrjarldarárunum síðari vegna flugvallargerðar og hernaðarumsvifa. Mikil eftirspurn varð eftir vinnuafli og fólk hvaðanæva af landinu settist hér að, – fólk sem átti hér engar ættarrætur. Oft er því haldið fram að eins konar gullgrafaraandrúmslofti hafi þá ríkt. Tekjuöflun varð keppikeflið æðsta og fólk leitaðist við að vinna sem lengst dag hvern. Frístundum varði það til þess að reisa sér hús og koma undir sig fótum – meirihlutinn aðkomufólk í nýju umhverfi en sama gerðu innfæddir menn á heimaslóðum. Efnahagur varð góður og atvinnulífmargþætt. Sveiflur í sjávarútvegi hafa síðan haft minni áhrif en áður.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Við þessar uppbygginaraðstæður er eðlilegt að félagslíf hafi verið fáskrúðugt – en fleira tafði menningarlega kjölfeslu. Herstöðin, sem mesta vinnu veitti, og nálægð við höfuðborgarsvæðið áttu drjúgan þátt en fleira getur skýrt að heilbrigður byggðametnaður óx ekki að sama skapi og íbúafjöldinn. En þetta breyttist og furðulegt má telja hve rótfastir landnemamir hafa orðið á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er síðan aðstreymisbylgjan lækkaði risið. Afkomendur þeirra eru enn tengdari Suðurnesjum. Þorpin smáu hafa breyst í myndarlega og sívaxandi bæi. Þeim má líkja við kolbíta sem úr öskustó hafa risið og láta sífellt meira til sín taka.
Kaupstaðir hér hafa náð þeim árangri að standa jafnfætis gömlum og grónum þéttbýlisstöðum sem atvinnu- og menningarlegar heildir – eða heild. – Vaxi samkennd og sjálfsbjargarþróttur Suðumesjamanna með líkum hætti næstu ár og hina síðustu áratugi verður hér um aldamót næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi – eitt, framsækið og öflugt.

Ég hóf mál mitt á því að lýsa landslagi sem áður vakti ógn í brjóstum. Hreint loft og hrjóstur eru nú eftirsóknarvert umhverfi í mengunarspilltri veröld þar sem þegar er farið að selja súrefnishylki þeim sem ekki geta með öðru móti andað að sér í regntærum blæ eða stormi. Jarðhiti, sem áður sauð svalar unnir, er í nútímasamfélagi landgæði jafn eftirsóknarverð og grónar grundir voru á liðinni tíð.

Hvalenesleið

Hvalsnesleið á Suðurnesjum – varða.

Áðan nefndi ég Suðurkjálkann öldubrjót en einnig má kalla hann slökkpall Íslendinga út í víða veröld og lendingarstað á leið heim aftur. Allir vita að svo hefur verið síðan flugsamgöngur hófust milli landa en svo var einnig mörgum öldum fyrr.
Suðumesjamenn. Verið öldubrjótar þegar erlendar bylgjur berast hér að ströndum. Bárur brotna á sandi og grjóti en bera með sér á land og skilja eftir reka af ýmsu tagi sem áður kom landsmönnum að miklu gagni. Takið á sama hátt á móti menningarstraumum utan úr heimi. Dragið á land gilda trjáboli, smíðið úr kjörgripi en látið ekki öldur ganga á land og brjóta strandlengjuna.

Suðurnesjamenn. Munið þá ábyrgð sent fylgir því að búa á stökkpalli og lengdingarstað. Gerið umhverfið þannig að þeir sem utan fara geymi góðar minningar í brjóstum er laða heim aftur – umhverfi sem hrífur gesti sem að utan koma og eignast ef til vill aðeins eina minningu um Ísland.
Hér er framtíð okkar. Gleðilega M-hátíð.“ – Jón Böðvarsson

Heimild:
-Faxi, 5. tbl. 01.09.1992, M-hátíð á Suðurnesjum, Jón Böðvarsson, bls. 134-135.

Suðurnes

Suðurnes – kort.