Níunda eldgosið ofan Grindavíkur – 16. júlí 2025

Sundhnúkagígaröðin

Níunda eldgosið á og við Sundhnúksgígaröðina ofan Grindavíkur hófst 16. apríl 2025 kl. 03:55 að undangenginni skammvinnri jarðskjálftahrinu. Áður höfðu þrjú gos brotist út í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Fagradalsfjall. Þetta er því tólfta hrinan í röð eldgosa á sama sveimi síðan 2021, en það níunda í röð eldgosa á Sundhnúkagígaröðinni síðan í desember árið 2023. Líklega er þó hér um eitt og sama gosið að ræða – með hléum?

Sundhnúkagígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Gosið hófst að þessu sinni af talsverðum krafti á sprungureininni við Sundhnúk til norðurs millum Stóra-Skógfells áleiðis að Kálffelli, sunnan Litla-Skógfells, á u.þ.b. 2,5 km löngum kafla. Hraunrennslið lá til suðurs og suðausturs í átt að Slögu í Fagradalsfjalli. Talsverður gosmökkur fylgdi í kjölfarið með stefnu á Njarðvíkur og Keflavík.

Fyrri gosuppsprettur á sprungureininni hafa jafnan byrjað með skammvinnum látum, en væntanlega mun, líkt og reynslan gefur til kynna, draga úr gosinu fljótlega og ljúka eftir ca. 12 – 20 daga.

Sundhnúkagígaröðin

Eldgis á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024, þriðja 8. febrúar 2024, fjórða 16. mars 2024, fimmta 29. maí, sjötta 22. ágúst, áttunda 20. nóv. og loks þetta níunda 1. apríl 2025 sem fyrr sagði. Fyrstu goshrinurnar þrjár voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring, sú fjórða varði í u.þ.b. tvo mánuði – lauk þann 9. maí sama ár, eftir 54 daga dugnað og sú fimmta tuttugu dögum síðar, eða þann 29. maí. Stærsta goshrinan að magni til varð hins vegar 22. ágúst 2024.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Ætla má að þessi hrina verði skammlíf, í tíma talið, líkt og þau fyrri. Eitt er þó víst – von er á nýju áhugaverðu landslagi ofan Grindavíkur með nýjum ófyrirséðum framtíðarmöguleikum. Náttúruöflin eru jú ólíkindatól. Þótt þetta eldgosin virðast óálitlegt tilsýndar munu þau bjóða upp á nýja og spennandi tækifæri – til lengri framtíðar litið. Spurningin er bara að reyna að hugsa til lengri framtíðar og nýta það sem í boði verður. Jarðaröflunum verður ekki stjórnað, en hægt verður að nýta þau þá og þegar svo ber undir, líkt og mannkynið hefur gert í árþúsundir.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Kvikuvirknin virðist skv. mælingum hafa teigt sig lengra til norðurs og er nú mest ofan Voga, sem kemur reyndar ekki á óvart að teknu tilliti til landshátta; gífurlegs landsigs millum Þráinsskjaldardyngjunnar og Hrafnagjár.

Eldsumbrot á þessu svæði ætti ekki að hafa komið nokkrum á óvart í ljósi sögunnar – með Dyngjuna Þráinsskjöld í austri, dyngjuna Fagradalsfjall í suðaustri, dyngjuna Vatnsheiði í suðri og dyngjuna Lágafell í suðvestri og dyngjuna Sandfellshæð í vestri.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Gosið er nokkurn veginn á sömu slóðum og fyrri gos á þekktri sprungurein er liggur áleiðis að Kálffelli. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að merkilegri megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu. Ólíklegt er að reyna muni á vatnargarðanna ofan Grindavíkur að þessu sinni.

Eldgosið að þessu sinni, líkt og hin fyrri, undirstrikar hversu litla þekkingu jarðfræðingar og jarðeðlisfræðingar virðast hafa á náttúrufyrirbærum sem þessum.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Jörðin, og þar með umhverfið, hefur verið að breytast allt frá því að hún varð til. Slíkar breytingar, smærri sem stærri, munu eiga sér stað á meðan Jörðin lifir, en reynslan hefur sýnt að þær munu eftir sem áður koma venjulegu núlifandi fólki og sérfæðingum alltaf jafn mikið á óvart.
Sem betur fer verða jarðeldarnir ofan Grindavíkur að teljast léttvægir að teknu tilliti til alltumliggjandi atburða sögunnar.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2025.

Áhugavert er að engin gögn hafi borist sem sýna að landið hafi sigið eftir að umrætt gos hófst. Engin merki landsigs liggja fyrir. Það beri þess merki að breytingar hafi orðið á eldstöðvarkerfinu í kjölfar gossins í apríl s.l. Enn er þó óljóst hverjar þær breytingar séu eða hvaða afleiðingar þær gætu hafi í för með sér. Líklegt má telja að núverandi goshrina geti verið sú síðusta í Sundhnúksferlinu.

Þessari hrinu eldgossins í Sundhnúkaröðinni lauk 5. ágúst.

Sjá MYNDIR úr eldgosunum átta við Sundhnúkagígaröðina ofan Grindavíkur sem og hrinunum í Geldingadölum, Meradölum og við Litla-Hrút í og við Fagradalsfjall.

Sundhnúksgígaröðin

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni 16. júlí 2015.