Ölkelduháls – Reykjadalur – Hveragerði

Ölkelda

Gengið var af Ölkelduhálsi, sunnan Ölkelduhnúks, niður um Klambragil í Reykjadal, komið við í Dalaseli og dalurinn síðan rakinn um hlíðar og gil (Djúpagil) niður með Rjúpnabrekkum til Hveragerðis (að Varmá í Ölfusdal).
Komið niður í Reykjadal við KlambragilUm er að ræða einstaklega fallegt umhverfi. Spáð hafði verið rigningu á göngutímanum, en henni hafði verið flýtt. Samt sem áður var umhverfið sveipað ákveðinni dulúð svo ná mátti fram hinum fjölbreytilegu blæbrigðum þess. Annars réði sólin heiðríkjum í þessari ferð eins og í öðrum.
Gengið var um sunnanverðan Ölkelduháls og niður í ofanverðan Reykjadal. Dalurinn sem og aðliggjandi dalir hafa einnig gjarnan verið nefndir einu nafni Reykjadalir. Gatan liggur aflíðandi niður skriður. Efst í inndalnum er háhitasvæði og ber umhverfið þess merki. Víða eru fjölskrúðugar litmyndanir og hvæsandi hverir. Klambragil er efst í inndalnum, hátt og tilkomumikið.
Um 3 km gangur er frá Ölkelduhnjúk niður að dalsmynninu ofan Hveragerðis. Gönguleiðin er stikuð og fylgja rauðar Litskrúð hverasvæðanna í Reykjadalvegstikur þessari gönguleið. Leiðin hefur verið skilgreind sem stutt og fremur auðveld.
Neðan inndalsins liðast heitavatnslækur. Skammt neðan hans er litskrúðugt hverasvæði utan í lækjarbakkanum.
Skáli Orkuveitunnar í Dalaseli. Hann ávallt opinn fyrir göngufólk, allt árið í kring. Í skálanum eru kojur, gönguleiðakort, sjúkrakassi ásamt öðrum neyðarbúnaði. Gestabók er í skálanum. Af henni að dæma er talsvert um göngufólk á svæðinu, bæði Íslendinga og útlendinga. Þennan dag mátti t.a.m. sjá nokkra hópa vera að ganga upp dalinn frá Hveragerði.
Eins og fyrr sagði þá skiptist gönguleiðin í nokkrar aðrar gönguleiðir sunnan meginn við Ölkelduhnjúk. Gönguleið liggur í austur frá skálanum í átt að Klóarfjalli og að Álútri ( ca. 4.6 km leið ) og önnur ofan með Kattartjörnum og niður Tindagil (7.6 km). Klóarvegur er gömul þjóðleið sem liggur milli Ölfuss og Grafnings. Gönguleið liggur í vestur í átt að Sleggjubeinsdal. Sú leið liggur Baðaðstaða í Reykjadalsáum Brúnkollubletti, Miðdal, Hengladal, og svo um Innstadal. Þetta er um 11 km leið að vegvísi sem er staðsettur í Innstadal. Heitir hverir og ár eru þarna víðs vegar á gönguleiðinni. Hægt er að baða sig í heitum pyttum á leiðinni (í Reykjadalsá). Í ánni hefur á nokkrum stöðum verið hlaðið fyrir lækinn og þannig búnir til hyljir til baðtækifæra.
Gönguleið liggur í kringum Ölkelduhnjúk og hægt er að velja leið sem liggur í vestur og austur um Hnjúkinn. Gönguleið liggur í kringum Ölkelduhnjúk og hægt er að velja leið sem liggur í vestur og svo austur um Hnjúkinn. Ef gengið er í norður frá Ölkelduhnjúk er hægt að ganga í átt að Þingvallavatni, komið er að upplýsingaskilti við Ölfusvatn. Ölfusvatn er um 10 til 11 km frá Ölkelduhnjúk, gera má ráð fyrir um að sú ganga taki um 4-5 klst. Öll  gangan þ.e. frá Rjúpnabrekkum og alla leið að Ölfusvatni, má gera ráð fyrir að sú ganga taki um 6 til 7 klst en leiðin er um það bil 16 km löng.
FálkakletturÁ göngunni bar margt fyrir augu, s.s. Fálkaklettur ofarlega í Reykjadal og litskrúð þverdalanna. Í hlíðum eru bæði bullandi gufuhverir og grámallandi leirhverir.
Þegar komið var áleiðis niður í ofanverðar Rjúpnabrekkur blasti Reykjadalsfoss við í allri sinni dýrð. Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði, austan Reykjadals. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu.
Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar Reykjadals. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja um lífríki hveranna. Víða má sjá gróður á botninum, sem er einkennandi fyrir hveralækjasvæðin.
Neðst hefur trébrú verið lögð yfir ánna sem hægt er að ganga yfir. Innan við hana er upplýsingarskilti í Rjúpnabrekkum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Reykjadalur