Öskjuhlíð vestanverð – skilti um stríðsminjar

Reykjavík

Í Öskjuhlíð, við göngustíg austan við Háskólahús Reykjavíkur, er skilti með fyrirsögninni „Stríðsminjar í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík„. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Reykjavík

Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.

„Í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík eru ýmsar minjar frá síðari heimstyrjöldinni, 1939-1945. Bretar hernámu Ísland voruið 1940, ekki síst til að koma sér upp aðstöðu fyrir flughernað og lögðu Reykjavíkurflugvöll á árunum 1940-1942. Frá flugvellinum voru sendar sprengjuflugvélar til verndar skipalestum Bandamanna sem fluttu vopm og vistir frá Ameríku til bretlands. þeim stóð mikil ógn af þýskum kafbátum. meðal minja á þessu svæði eru eftirtaldar:

a. Dúfnahús. Enn mótar fyrir grunni þess sem var um 20×30 m að stærð. Það var tveggja hæða og geymdi fjölda fugla. Flugmennirnir tóku meðs ér dúfnakassa í öll flug. Ef þeim hlekktist á slepptu þeir dúfunum með upplýsingum um hvar þeir væru niðurkomnir.

Reykjavík

Öskjuhlíð – malarvegur.

b. Malarvegir. Setuliðið lagði malarvegi um Öskjuhlíðina. Að norðvestanverðu lágu þeir meðal annars að rafstöðinni og geymunum. Að sunnanverðu lágu vegir að sprengjubyrgjum flugvallarins, 12-14 talsins, sem náðu allt inn undir Fossvogskapellu. Skömmu áður en herflugvélaranar lögðu af stað í leiðangra var komið með sprengurnar á sérstökum vögnum og þær hífðar um borð.

Reykjavík

Öskjuhlíð – skotgröf.

c. Skotgrafir. Þær voru oftast hlaðnar úr strigapokum sem fúnuðu fljótt og hurfu. En sumar voru úr varanlegra efni og er ein þeirra hér skammt frá, hlaðin úr grjóti og torfi, að mestu horfin undir gróður. Svipuð skotgröf er norðvestan megin í hlíðinni, skamt neðan við eldneytisgryfjurnar, um 25 m löng og hefur verið sprengt fyrir henni að hluta.

d. Niðurgarfnir vatnstankað. tankarnir voru aðallega hugsaðir fyrir brunavarnir og voru hér og þar í öskjuhlíð og við rætur hennar. Sumir vatnstankanna voru eftir stríðið gerðir að kartöflugeymslum.“

Reykjavík

Reykjavíkurflugvöllur og nágrenni 1942.