Reykjanes
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin Evrópuflekanum. Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 sm á ári þannig að bergið, sem einu sinni myndaðist þar, hefur flust austur og vestur á firði. Þar og á Austfjörðum er nú elsta berg á Íslandi, um 15 milljón ára gamalt.
Jarðfræði

Íslandi gýs að meðaltali á 5 ára fresti og verða eldgosin eingöngu á virka gosbeltinu. Smám saman dragast eldstöðvarnar út af beltinu, þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja út að lokum.

Komið hefur í ljós að sumar eldstöðvar tengjast þannig að þær virðast fá sams konar kviku. Þess vegna er eldstöðvum á Íslandi skipt upp í u.þ.b. 30 aðskilin eldstöðvakerfi. Innan hvers eldstöðvakerfis geta verið margar eldstöðvar en aðeins ein megineldstöð. Sum eldstöðvakerfi fá kviku sína beint úr kvikulaginu en önnur fá kvikuna úr grunnstæðum kvikuhólfum.

Ætla má að jarðskorpan undir Íslandi sé um 10 km þykk. Hún er þó mun þynnri undir flekaskilunum heldur en undir Aust- og Vestfjörðum. Undir skorpunni er svokallað kvikulag en þar er bergið bráðið að hluta til og leitar bráðin upp um sprungur í átt til yfirborðsins. Sums staðar nær kvikan að safnast saman og mynda kvikuhólf sem geta náð töluvert upp í jarðskorpuna. Slík hólf eru undir öllum helstu eldfjöllum landsins og nefnast þau megineldstöðvar.

Þgar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru. Enn fremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Búast má við gosi á Reykjanesskaga á u.þ.b. þúsund ára fresti en gostímabilin geta spannað 300 til 400 ár.

Jarðfræði
iðnesið og svæðið suður af Reykjanesbæ er alsett hraunum sem runnu áður en jökull lagðist yfir landið en hann náði mestri útbreiðslu fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Þessi hraun hafa orðið fyrir miklum ágangi. Þegar þau runnu var loftslag svipað og nú en síðan lagðist jökull yfir hluta þeirra. Jafnfram því lækkaði yfirborð sjávar um 100-150 m þannig að hraunin lentu uppi á miðju landi. Jökulár fluttu bræðsluvatn til sjávar og þegar jökla leysti hækkaði sjávarmál allt upp í 10 m yfir núverandi sjávarmál.

Meðan jökull lá yfir Reykjanesi urðu eldgos tíð. Þá mynduðust móbergsstapar og móbergskeilur sem standa upp úr hraunsléttunni sem þekur skagann. Fjöll, sem eru keilulaga eða lík hrúgöldum, hafa ekki náð upp úr jöklinum en hin, sem eru með hraunsléttu efst, gefa til kynna þykkt jökulsins þegar þau mynduðust. Meirihluti Reykjanesskagans er hraunslétta, gerð úr hraunum sem runnið hafa eftir að jökullinn tók að bráðna fyrir u.þ.b. 18.000 árum. Mikill hluti þessarar hraunsléttu er dyngjur sem urðu flestar til á fyrri hluta tímabilsins. Þær eru víðáttumiklir, lágreistir hraunskildir og er Þráinsskjöldur ein stærsta dyngjan, 130 km2. Frá því að land byggðist er talið að um 12 hraun hafi runnið á Reykjanesskaga eða að meðaltali eitt hraun á öld. Hraunin runnu þó einkum á tveimur gostímabilum: um 1000 og um 1300. Síðara tímabilið gengur undir nafninu Reykjaneseldar.

Heimild m.a.:
-http://www.bluelagoon.is/Gjain/Almenn_jardfraedi/Island/

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjanesskagans.