Skilyrt fornleifaskráning

Úlfarsá

Ómar Smári Ármannsson, fornleifafræðingur, lýsti námi sínu við Háskóla Íslands í fornleifafræði er kom að fornleifaskráningu með eftirfarandi hætti:

Úlfarsá

Úlfarsá.

„Fornleifaskráning var einn liður í náminu við HÍ. Sérstaklega skemmtilegur og lærdómsríkur áfangi. Gaf mér meira en flestir ungnemendurnir áttuðu sig á.
Lokaverkefnið var dagsett á miðvikudagsmorgni. Skilyrtur skiladagur var næsti mánudagsmorgun, skv. stundarskrá.

Úlfarsá

Úlfarsá – gamli bærinn.

Kennarinn tilkynnti öllum þrettán nemendunum að því tilefni að hann ætlaði að skipta þeim í fjóra þriggja manna hópa til lúkningar verkefnunum. Að skiljanlegum ástæðum þurfti einn nemandanna að verða útundan í slíkum útreikningi – í þessu tilviki varð það ég (sem varð þar með einn að hóp).
Fékk úthlutað jörðinni Úlfarsá. Ritgögn fylgdu með í umslagi, þ.á.m. fyrri fornleifaskráning Árbæjarsafns og örnefnalýsing.
Þegar út úr háskólabyggingunni var komið þennan miðvikudagsmorgun skein sól í nánast logni; fallegur dagur.
Þar sem meðfylgjandi í bílnum voru blað og blýantur, GPS-tæki, ljósmyndavél og málband ákvað ég bara að aka á vettvang skráningarinnar.
Tólf fornleifar höfðu áður verið skráðar á jörðinni, skv. gögnunum. Nýbyggingasvæði þrengdi verulega að henni.

Úlfarsá

Úlfarsá – útihús.

Gaf mér góðan tíma í blíðviðrinu að leita uppi og skrá einstakar augljósar fornleifar, ljósmynda, staðskrá, rissa upp, sem og leita uppi ýmsar aðrar áður óljósar fornleifar. Dagsverkið; 32 skráningar.
Skilaði verkefninu á tilskildum tíma. Þá kom í ljós að allir hinir hóparnir fjórir höfðu beðið um skilafrest vegna „óhagstæðs veðurfars“. Málið var að daginn eftir þennan sólríka miðvikudag tóku við nánast látlausar rigningar með tilheyrandi óvindaveðrum (sérstaklega óhagstæðar til fornleifaskráninga á vettvangi).

Úlfarsá

Úlfarsá – fyrrum selstaða.

Fékk að tveimur vikum liðnum boð um að mæta á skrifstofu kennara. Úrskurðar væri að vænta.
Hann: „Ég er búinn að fara yfir skráningarverkefnið þitt. Vitað var að verkefnið væri flókið. Þú hefur leyst það vel af hendi og færð 10 í einkunn.“
Þakkaði fyrir mig – taldi niðurstöðuna verðskuldaða.
Í dag eru, því miður, nánast allar hinar skráðu fornleifar horfnar undir byggð…“.

Úlfarsá

Úlfarsá – hermannvirki.