Saurbær

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. SaurbæjarkirkjaMillum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi.
Tilgangurinn með ferðinni var ekki síst að berja augum jarðmyndanir á utanverðu Kjalarnesinu, en þar eru óvíða gleggri en einmitt á fyrrgreindu svæði. Mannabein hafa komið undan sjógangi á gamla kirkjugarðinn að Saurbæ svo sjá mátti nokkur slík á leiðinni. 

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, sem nú er nokkuð farin að láta á sjá, er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri.
Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri Brautarholtskirkjakirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.
Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.
Hin Kjalarneskirkjan,
Brautarholtskirkja, er einnig í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjur hafa verið í Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. 

Bein

Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Kirkjan er að innanmáli 18,15 m 5,65 m á breidd; á hvorri hlið er tveir jafnstórir gluggar, upphaflega með sex rúðum hvor en auk þes lítill tveggjarúðu gluggi yfir prédikunarstóli og var hann frá upphafi. Þessi kirkja var einnig upphaflega byggð með turni. Yfir kirkjudyrum er fjögurra rúðu gluggi. Á sönglofti voru upphaflega tveir langbekkir en langt er síðan loftinu var lokað og orgelið flutt niður. Prédikunarstóllinn er frá 17. öld. Rúðuþil var og er í kór. Kórgrindur milli sönghúss og framkirkju hafa hins vegar verið teknar niður fyrir löngu. Enn sem fyrr eru tvær klukkur í turni, hin stærri frá 1740. Skírnarsár er sérkennilegur, ítalskur að gerð, úr marmara, tvíhólfa.

Berggangur

Þegar kirkjan var byggð var hins vegar í henni skírnarfat úr tini og komið til ára sinna. Ekki er vitað, hver örlög þess urðu. Altaristaflan sýnir Jesúm á bæn í Getsemane, kom í kirkjuna árið 1868.Klukkur eru tvær í turni. Önnur frá 1740, hæð 23 cm en þvermál 34. Hin er án áletrunar og mun minni: hæð 17 cm en þvermál 22,5. Árið 1958 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni, en 1967 var gerð breyting á henni að innan með því að innstu bekkir báðum megin voru teknir brott og gangur milli bekkja breikkaður. Haustið 1987 hófust gagngerar viðgerðir á kirkjunni, var þá m.a. grafið undan henni og steyptar nýjar undirstöður svo og sökklar. Þá var kirkjan klædd að nýju yst sem innst. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari sá um smíðina en Hörður Ágústsson hafði umsjón með verkinu.

Fjaran

Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan,sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías dlmvsson til þjónustu í kirkjunni
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni og ástæða til að kynna sér hana enn frekar. Jarðfræðin; landmótunin og veðrunin, kemur einkar glögglega í ljós þegar gengið er um fjöruna milli Saurbæjar og Brautarholts. Víða má sjá setlög, ýmsar bergtegundir, bergganga, innskot, kristalla, holufyllingar og hnyðlinga.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð. Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset.

Tóft

Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðir með ströndinni eru ekki síður áhugaverðar.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum; Kjalarnes- og Stardalseldstöðina, hefur rekið út af gosbeltinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Ströndin skammt frá Brautarholti