Skrúðgarður frá 1883 – skilti
Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Skrúðgarð frá 1883„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:
„Georg Schierbeck fæddist árið 1847 í Óðinsvéum á Fjóni og kom hingað sem landlæknir árið 1882. Schierbeck stundaði nám í garðyrkju áður en hann helgaði sig læknisfræði og hafði mikinn áhuga á henni. Eftir aað hann reisti sér hús við norðurnda gamla kikjugarðsins í Aðalstræti fór hann fram á að fá að stunda þar garðrækt. Hann fékk leyfi til þess að rækta tré og blóm í kirkjugarðinum, sem þá var aflagður, en var gert að reisa timburvegg umhverfis garðinn og greiða 25 kr. á ári fyrir afnotin. Hann mátti þó hvorki flytja neitt burt úr garðinum né reisa þar ný mannvirki. Schierbeck gróðursetti meðal annars silfurreyninn sem enn stendur og er talinn elsta tréð í Reykjavík.
Georg Schierbeck var einn af helstu hvatamönnum að stofnun Hins íslenska garðyrkjufélags árið 1885 og var fyrsti forseti þess.“
Í Fógetagarðinum eru auk þessa fimm önnur upplýsingaskilti um Víkurgarð, Víkurkirkju, Byggð við Aðalstræti á 10. öld, Landnámið o.fl.











