Tag Archive for: Æsustaðafjall

Æsustaðasel

FERLIRsfélaginn, nú staðsettur í London, kom eftirfarandi boðum á framfæri: „Ég hitti mann í gær, sem lengi hefur verið með kartöflugarð í Skammadal milli Æsustaðafjalls og Helgafells. Hann telur mögulegt að aðra rúst (sel?) en þá sunnan í Helgafelli sé að finna í Æsustaðafjalli. Það á að vera lind í grennd við rústina, sem kartöflubændur fá vatn úr. Þangað á einnig að liggja stigi eða príla yfir girðingu.“

Fjárhús- eða beitarhústóft í Æsustaðafjalli

Haukur kom síðan með nákvæmari upplýsingar: „Hef nú spurst nánar fyrir um tóftina í Æsustaðafjallinu. Það á að vera einfalt að finna hana. Efsta gatan við kartöflugarðana nefnist A-gata. Tóftin á að vera til móts við hana miðja. Farið yfir prílu og þá eru innan við 100 m að henni. Þar á að vera laut og tóftin á að vera þar rétt við lind sem kartöflubændur taka vatn úr.“
Og þá var bara að leggja af stað í enn eina FERLIRsferðina – með von um árangur.
Þegar komið var inn á A-götuna miðja var nefnd príla yfir girðingu á vinstri hönd. Í hæðinni handan hennar blasti við stór tóft – að því er virtist. Við nánari skoðun kom í ljós fjárhús með samföstum heygarði. Hleðslur standa grónar og sjást hleðslur í veggjum. Trégafl hefur verið mót vestri, en annars hefur húsið verið úr torfi  og grjóti.
Tóft sunnan fjárhússinsUmhverfis er vel gróið, en nokkuð þýft, einkum mót suðri. Við nánari athugun kom í ljós tóft af húsi skammt sunnar, niður undir hlíðarrótum, sem fjárhúsið stendur í. Sú tóft er minni og snýr norður/suður. Þarna gæti hafa verið hús, en þó líklegra gerði, mögulega stekkur. Þótt ekki sé minnst á selstöðu frá Æsustöðum í Jarðabókinni 1703 er ekki þar með sagt að engin selstaða hafi verið frá bænum. Mögulegt er, miðað við afstöðu selsins þarna í hlíðinni, í skjóli fyrir austanáttinni, nægt vatn í lindinni og góðir hagar í Skammdal, miklir gróningar o.fl. að fjárhúsið, sem virðist vera frá lokum 19. aldar og/eða byrjun 20. aldar, gæti hafa verið byggt upp úr selshúsum, sem þarna voru. Þá gæti tóftin sunnan undir hlíðinni hafa tilheyrt því, enda virðist hún mun eldri en fjárhúsið. Fjárhúsið gæti og hafa verið beitarhús frá Æsustöðum.
Gangan tók 11 mínútur. Frábært veður. Tóft